Lúxusferð í boði íslensku þjóðarinnar

Við erum nú góðir í okkur og umburðarlyndir, Íslendingar. Er það ekki? Hópur manna rændi okkur aleigunni og kom þjóðfélaginu á heljarþröm og þeir ganga allir lausir. Voru búnir að koma eigum sínum og mestum fjármunum undan fyrir hrun og hafa síðan fengið að dunda sér við að redda restinni undanfarna rúma sjö mánuði. Við berum svo mikla virðingu fyrir mannréttindum þeirra að það má ekki frysta eða sækja þýfið. Ekki fyrr en kannski mögulega eftir áralöng réttarhöld, þegar og ef tekst að sakfella einhvern.

Á meðan blæðir samfélaginu út. Börn fá ekki að borða, dregið er úr kennslu í skólum, öll þjónusta er skert alls staðar, þjóðin rambar á barmi uppgjafar og fólk glatar aleigunni. En það hindrar nú ekki eiginkonur útrásarauðmannanna í að skemmta sér og fara í lúxusferðir fyrir þýfið - peningana sem ættu með réttu að vera með lögheimili á Íslandi og nýtast íslenskum almenningi. Ekki notast í óhóf og munað í eðalvillum í útlöndum og rándýrum skemmtiferðum. Og þetta er svo mikið einkamál að það er ekki einu sinni til umræðu.

Já, við erum höfðingjar, Íslendingar... en suma virðist skorta allt jarðsamband, heilbrigða skynsemi og almennt siðferði. Og þeir kunna ekki að skammast sín, svo mikið er víst. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Útrásareiginkonur í lúxusferð - DV 13.5.09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Hver hefur komist í þennan tölvupóst?

En að láta hanka sig á svona (lúxusferð í kreppunni)  Eins og mamma sagði alltaf:  "Þeir kunna ekki að stela sem ekki kunna að fela!"

Eygló, 13.5.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tek undir hvert einasta orð með þér.  Þeir sem stofnuðu til skuldanna eiga að greiða fyrst..... ekki þjóðin sem vissi ekki einu sinni að hún var í ábyrgð.

Það er siðferðisleg skylda yfirvalda á Íslandi að frysta fjármuni fyrrum eigenda bankanna þar til rannsókn er lokið.   Hagsmunir útrásarvíkinganna geta aldrei vegið þyngra en hagsmunir heillar þjóðar.

Anna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Það er ógeðslegt til þess að hugsa að þessar mannfýlur voru með ofurlaun af því að ábyrgð þeirra var svo mikil. Einhvern veginn finnst mér að það sé ég sem er að bera ábyrgðina á þeirra störfum. Sennilega einhver bölvuð vitleysa í mér, en mér finnst þetta nú samt.

Og hugsið ykkur að þetta fólk telur okkur, sem erum að væla yfir því hvað þau hafa það gott, vera bara öfundarfólk.

Við höfðum sama möguleika og þau til að græða, ekki satt. En fyrir einhver hrikaleg mistök var okkur úthlutað samvisku og heiðarleika sem skemmdi allt fyrir okkur.

Fúlt .... 

Magnús Vignir Árnason, 13.5.2009 kl. 23:23

4 identicon

Ég verð að lýsa mig ósammála þegar þú talar um að "við" séum þetta og hitt. Ef "við" erum almenningur á Íslandi þá er ég ansi hreint hrædd um að fjárglæframennirnir gangi ekki lausir með "okkar" leyfi.

Stóra spurningin er hvers vegna leyfa stjórnvöld (núverandi og tvær síðustu ríkisstjórnir) að fjárglæframennirnir gangi lausir?

Helga (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er ömurlegt pakk..

Óskar Þorkelsson, 13.5.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég verð að lýsa mig ósammála því líka, Helga. Þetta átti að vera háð en hefur sennilega misheppnast fyrst einhver tekur þetta bókstaflega.

Ef ég réði einhverju hefðu þessir menn verið handteknir strax í byrjun október og allar eigur þeirra frystar samstundis. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Auðvitað er þessi ferð þeirra ósmekkleg, en heldur fólk í alvörunni að þessir svokölluðu útrásarvíkingar hafi viljandi sett þjóðina og sjálfan sig á hausinn? Ef svo er, þá á að rannsaka það og það ætti að vera til þess fær ríkisstjórn og dómsstólar á Íslandi til að rannsaka þetta mál allt. Ef þetta fólk á peningana þá er ekki hægt að setja út á það að þau eyði þeim... og það sem við viljum ekki, er að þetta fólk fari með peningana sína eitthvað annað (fyrir  utan einstaka utanlandsferðir.)

Meginkjarninn í því sem ég er að segja er sá að fólkið sem kom okkur í þennan vanda, sem ég tel vera vegna lélegrar reglugerðar og aðhalds, er einmitt fólkið sem mun koma okkur út úr þessu en ekki fátækir verkamenn (og ég ber fulla virðingu fyrir fátækum verkamönnum en það verður einhver að skaffa verkin fyrir þau). Ef allir íslendingar sem eru ekki búnir að tapa öllu sínu forða sér.... þá stendur bara eftir hópur fóks sem á ekkert. Slökum aðeins á dómunum og reynum að hafa smá bjartsýni að leiðarljósi.

Með góðlegri kveðju,

Kristinn Svanur Jónsson

Kristinn Svanur Jónsson, 13.5.2009 kl. 23:55

8 identicon

Þá erum við sammála, Lára .

Þessi ferð kvennanna er eins og blaut tuska i andlitið á fólki hvort sem það berst fyrir því að halda lífi á Íslandi eða neyðist til að flýja land vegna hegðunar eiginmanna þessara kvenna.

Almenningur ætti að taka sig núna saman og gera stjórnvöldum grein fyrir því að sá tími er liðinn sem þeim gafst til að koma þessu pakki í mannahendur.

Helga (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:03

9 identicon

Þetta er víst röng frétt og byggð á hálfsannleik.  Hið sanna er að þær gista ekki á þessu hóteli og tilgangur ferðarinnar var að kynna sér möguleika á mannúðarstörfum í rabalöndunum.

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:06

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kristinn Svanur ég spyr bara er þér alvara. Benda þessar lúxusferðir ekki til þess að útrásarvíkingarnir séu ekki "á hausnum" heldur liggi á þýfi sínu.

Þakka þér fyrir kjarnyrtan pistil Lára Hanna. Það er engin ástæða til þess að hætta að standa vaktina nema að síður sé.

Tek undir þetta:

Stóra spurningin er hvers vegna leyfa stjórnvöld (núverandi og tvær síðustu ríkisstjórnir) að fjárglæframennirnir gangi lausir?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:06

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kristinn Svanur hefur greinilega trú á siðblindu siðlausu svikapakki ;)

Óskar Þorkelsson, 14.5.2009 kl. 00:08

12 identicon

Og svo var maður að vorkenna fjölskyldum þessara manna :-o

ASE (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:18

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er algjörlega sammála Jakobínu sérstaklega síðustu málsgreininni.  "

Stóra spurningin er hvers vegna leyfa stjórnvöld (núverandi og tvær síðustu ríkisstjórnir) að fjárglæframennirnir gangi lausir? "  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:19

14 identicon

Óskaplega held ég að sé leiðinlegt að hanga á svona lúxushóteli. Ég færi ekki þangað þó að mér biðist það ókeypis. Þær hljóta að vera að þessu til að ganga í augun á fólki og halda að við munum líta upp til þeirra fyrir vikið. Hafa ekki ennþá áttað sig á því að raunin er þveröfug.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:23

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Beint frá hjartanu: Helvítis skítapakk, siðlaust og gráðugt.

Frysta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 00:32

16 identicon

Auðvitað var eitthvað falið og geymt til mögru áranna.
Auðvitað stendur bara til að njóta þess.
Hélt einhver virkilega eitthvað annað?

Solveig (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:39

17 identicon

Heildarútlán bankanna við fallið voru um 15 þúsund milljarðar. Það eru svona 112 Kárahnjúkavirkjanir. 80-90% af þessum útlánum voru til "erlendra aðila" sem seðlabankinn segir að séu "fyrirtæki skráð erlendis í eigu Íslendinga" (útrásar...). Kannski eiga þessir sömu "erlendu aðilar" meginhluta jöklabréfanna.

Atli Gíslason áætlaði að 1000 til 1500 milljarða mætti finna í erlendum bönkum í skattaskjólum. Kannski finnur Eva eitthvað af þessum aurum en þangað til strauja frúrnar kreditkortin sín, það þarf jú að nýta timann, kampavínsreikningurinn er líklega ekki greiddur með íslensku kreditkorti.

sigurvin (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 01:17

18 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Siðlaust,,,,, þetta lið sér ekki að það sé eitthvað að hjá þeim, maður ætti kannski að láta sögur fara á stað um þetta lið, sem mér hefur fram að þessu fundist siðlaust að tala um og ekki viljað tjá mig um þær, ég held að það sé komin tími til að kjafta frá................

Sigurveig Eysteins, 14.5.2009 kl. 01:49

19 Smámynd: nicejerk

Nornaveiðar!

Hvar er heilbrigð skynsemi? Óheiðarleiki þrífst m.a. á heimsku og værukærni en saga Bakkabræðra aftur í tímann hefur ekkert með nútíma afhroð að gera. Ekki láta persónulega öfund láta draga ykkur í ruslið. Kannski er ´velgengni´Bakkabræðra byggð á góðum grunni. Í fyrsta sinn verð ég að lýsa yfir ósammæli á færslu Láru Hönnu, því Bakkabræður virðast ansi down-to-earth, en eiginkonurnar eru það kannski ekki, frekar en venjulega. Kannski að þeir félagar séu flæktir í vafasöm fyrirtæki Bónus feðga, en Bakkavör er fyrirtæki sem væri farið á hausinn með öllum hinum ef grunnurinn væri ekki annar.

Nornaveiðar eru einungis hjálpartól fáviskunnar, til að viðhalda fáviskunni og magna fáviskuna upp úr öllu valdi.

nicejerk, 14.5.2009 kl. 02:13

20 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nicejerk...  er þetta eðlilegt? En þetta? Hvað segirðu þá um þetta? Er þetta í lagi? Bara eitt í viðbót...

Ég held að hér fari engar nornaveiðar fram. Ekki er annað að sjá en að Bakkabræður hafi tekið fullan þátt í sukkinu og geri það enn. Persónuleg öfund kemur svona málum nákvæmlega ekkert við - enda ekki fyrir hendi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.5.2009 kl. 02:25

21 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þetta er siðlaus útrásar-trúður þessi nicejerk....... ótrúlegt að hann sjái nornaveiðar í gegnum þessi skrif, lýsir hans hugsunarhætti........

Sigurveig Eysteins, 14.5.2009 kl. 02:38

22 identicon

Með tilvísun í athugasemd 20: Af hverju geta Bakkavararbræður enn "stundað" viðskipti?

Helga (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 03:14

23 Smámynd: nicejerk

Fjandi, Gústi var svo eðlilegur hérna í Gamla Daga. Afskaplega leiðinlegt þegar fólk er dregið/hendir sér út í óheiðarleika. En þá er væntanlega bakgrunnurinn ekki í lagi. Skortur á menntun fær fólk oft til að haga sér undarlega. Plató vildi meina að fáviska væri uppspretta illskunnar og því væntanlega spillingarinnar einnig. Því er enn mikilvægara að mennta börnin og hindra þar með hugsanlega glæpaferla.

Kannski er Gústi bara óþveginn óþokki úr Vesturbænum. Ef hann er heiðarlegur, þá ættu þeir bræður að ganga hreint til verks og koma hreint fram. Þessa stundina eru öflin frekar með þeim, en þau eru hægt að snúast gegn þeim.

Kannski er það gamla Vesturbæjarþrælslundin í mér sem neitar að trúa neinu slæmu á Gústa? En er hann saklaus þar til sekt sannast? Eða sakleysi? Ég veit svei mér ekki.

Með fullri virðingu Lára Hanna

nicejerk

nicejerk, 14.5.2009 kl. 03:15

24 Smámynd: Sylvía

er vid odru ad buast?? Svona er thetta bara, almenningur borgar.

Sylvía , 14.5.2009 kl. 08:19

25 identicon

LHE skrifar: „Ef ég réði einhverju hefðu þessir menn verið handteknir strax í byrjun október og allar eigur þeirra frystar samstundis.“

Hvaða menn?

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:40

26 identicon

Ég er að spá í því hvort einhver muni ekki ráða sér Hitman til þess að ná fram réttlæti... ég er næstum viss um að það á eftir að gerast... og ég vona að þetta pakk og ruslaralýður eigi eftir að verða paranoid vegna þess

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:03

27 identicon

Það þarf að birta myndir af þessum kellingum svo við almúgurinn vitum í hvaða átt á að hrækja

Siggi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:11

28 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bjarni Þór... Ég slæ því föstu að þú sért að grínast. Annað er ómögulegt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.5.2009 kl. 22:48

29 identicon

Sem FARASTJÓRI hópsins get ég komið þeim skilaboðum á framfæri að allir eru við góða heilsu og enginn í hópnum hefur ennþá verið rændur, hvað sem síðar verður.  Þetta er 15 ferðin sem ég fer með þessu ÁGÆTA fólki og yfirleitt er um helgarferð að ræða þar sem kostnaðurinn er undir 500.000 á einstakling, og allt fer þetta á reikning - sem er reyndar aldrei greiddur - það er nú þannig sem kaupin gerast á eyrinni.  Bæjarstjórinn á Tortola bað mig að skila SUMARKVEÐJU til Þrælaeyjunnar...  Þeir sem vilja fylgjast betur með viðburða dagskrá okkar þá endilega fara inn á heimasíðuna okkar: money&honey.com

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 14:58

30 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ljóst að maðkapytturinn er botnlaus! Eru þetta sömu konur og fasteignirnar voru færðrar yfir á sl. september? Eru þetta verðlaunin fyrir að sitja á eignunum sem þurfti að forða undan áður en þær yrðu undir hamrinum? Vesalings konurnar eru auðvitað að deyja af álaginu sem fylgir biðinni eftir að árin frá því að eignatilfærslan átti sér stað verði tvö

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.5.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband