Málefnið er...

Ja, um hvað snerist Málefnið? Icesave eða Davíð? Þátturinn á Skjá einum vakti gríðarlega athygli, svo mikla að Morgunblaðið sagði að Davíð Oddsson hefði sett skjáinn á hliðina. Ég náði a.m.k. engu sambandi við Skjáinn á meðan sýningu stóð og sá ekki þáttinn fyrr en daginn eftir.

En ætla mætti að þátturinn hafi snúist um Davíð Oddsson en ekki Icesave... sem ég held að hafi nú reyndar verið ætlun Sölva og félaga. Mikið hefur verið fjallað um persónu Davíðs eftir sýningu þáttarins, en minna um það sem þar kom fram um Icesave-samninginn. Vissulega kom Davíð inn á Icesave, en virtist búinn að gleyma ýmsu, þar á meðal eigin ábyrgð sem forsætisráðherra og síðan seðlabankastjóra. Sumum reynist erfiðara en öðrum að líta í spegil og enn aðrir virðast ekki eiga neinn spegil. Er ekki rétt að horfa aftur á þáttinn.

Fréttaskýringin um Icesave-málið

 

Davíð Oddsson

 

Árni Páll,  Bjarni Ben, Sigmundur Davíð og Steingrímur Joð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef maður á að vera heiðalegur varðandi þenna þátt, þá vil ég segja þetta mikið er minnið farið að förlast hjá Davíð .  Hvers vegna taka þessir atvinnumenn í pólitík ekki mark á fólkinu sem kaus það ?

JR (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert alger gullmoli Lára Hanna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.7.2009 kl. 01:59

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk

Helgi Jóhann Hauksson, 16.7.2009 kl. 02:20

4 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Mikið rétt hjá þér Lára Hanna, hann Davíð virðist búinn að gleyma. Þessi samningur setur okkur í mjög óþægilega stöðu; ef við skrifum ekki undir : hvað þá ? Ef við skrifum undir : hvað þá ?

Í báðum tilfellum á ég við hvað verður um okkur, fólkið sem býr hér á þessari eyju í norðri. En við skulum ekki heldur ímynda okkur að enginn sé að fylgjast með, og mikið hljóta menn að hrista höfuðið yfir því sem Davíð segir. Hver er þessi maður ? spyrja þeir. Hver er að hlusta á hann ? hljóta þeir líka að spyrja sig.

Persónulega tel ég að við verðum að skrifa undir, nema þá að, eins og Borgarahreyfingin heldur fram, svo "hræðilegar" upplýsingar séu að finna í LEYNISKJÖLUM að ekki sé hægt að gera það. Ég fer því fram á það að fá þær upplýsingar sem varða mig og mína, til að gera upp hug minn.

Lilja Skaftadóttir, 16.7.2009 kl. 04:03

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Hollusta þín við Samspillinguna er aðdáunarverð allt DO að kenna   en ekki minnst á hvernig hin skipulögðu glæpasamtök (stjórnmálaflokkarnir) sem hafa stjórnað landinu hafa svikið okkur sem hér búa og við höfum enga færa leið til að losna við ykkur sem bullið dag og nótt, án þess að hafa hugmynd um hvað þið eruð að segja bara étið upp flokkslínuna hver hjá ykkar flokk.

Einar Þór Strand, 16.7.2009 kl. 05:12

6 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Dabbi fékk að valsa að vild og var þetta sannkallað drottningarviðtal. Þessir ungu drengir áttu ekki séns í hann.

En af hverju var engum boðið frá Borgarahreyfingunni til að taka þátt í umræðunni?

Margrét Sigurðardóttir, 16.7.2009 kl. 07:54

7 identicon

Skjár einn fór ekki á hliðina. Þetta var misskilningur hjá Mogga. Þjóðarskútan fór á hliðina.

Eiður (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:42

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Lára Hanna á seinni hluta valdatíma Davíðs Oddssonar fannst mér farið að bera æ meira á því fólk veigraði sér að tjá sig. Það er mjög alvarlegt mál. Hins vegar hefur Davíð oft haft rétt fyrir sér og sannarlega einn af öflugri stjórnmálamönnum síðustu aldar. Auðvitað þarf að taka út verk hans og meta þau.

Davíð hefur hins vegar rétt á því að koma fram og tjá sig. Það virðist fara ótrúlega í taugarnar hjá andstæðingum hans, en gleðja stuðningsmenn.

Hvað sem veldur, þá virðist samningagerðin um Icesave hafi gjörsamlega verið mislukkuð. Það hefur hins vegar ekkert með Davíð Oddson að gera. Það er málið.

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2009 kl. 12:24

9 identicon

hvað er eiginlega að þessu liði sem vill fá þennan mann aftur í íslensk stjórnmál? stofnar facebook síðu og alles....

zappa (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 12:45

10 identicon

Meðan einhver vill taka viðtal við Davíð og hann sjálfur hefur áhuga á því að koma í viðtöl þá heldur hann sjálfsagt áfram að koma fram.

Hann hefur þann eiginleika að tala mjög skýrt og tæpitungulaust og það skilja hann allir, þó svo það séu ekki allir sammála því sem hann segir.  Ég er hins vegar nokkuð á því að karlinn sé að segja satt og þeir sem nú fara með völd í landinu skuldi þjóðinni skýringar á því afhverju þeir höndla þau völd sem þeir hafa fengið með þeim hætti sem þeir gera.  Ef hægt er að tala um lélegt minni hjá Davíð, hvað er þá hægt að segja um Steingrím Jóhann???  Það vantar bara ca. 55 cm uppá að hann sé nákvæmlega eins og Ragnar Reykás.

Afhverju er það?  Afhverju?  Hvað veit hann sem ekki má segja frá? 

Grétar (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 13:23

11 identicon

Hvað er fólk alltaf að fullyrða um það að samningurinn vegna Icesave hafi verið mislukkaður? Hafa menn einhvern samanburð? Steingrímur J sagðist hafa skipt um skoðun þegar hann fékk allar upplýsingar á borðið. Mér finnst hann hafa komið mjög sterkur út í þessi hræðilega máli.

Davíð er maður gærdagsins. Hann ber mikla ábyrgð á því hvernig komið er. Af hverju lagði hann niður Þjóðhagsstofnun á sínum tíma?

Ína (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:21

12 identicon

Málefnið er ...... núna aðildarumrlæður að umsókn að ESB án þess að spyrja þjóðina. Þjóðin má sem sagt aldrei fá að segja neitt. Hvað varð um alla upplýsinguna og gegnsæið?

Síðan mun Icesavesamningurinn verða þvingaður í gegn, til þess að við fáum betri meðferð gagnvart aðildaviðræðum að ESB. 

En nei....... þjóðin má ekki tala, það er greinilega bannað.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:05

13 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ágætt viðtal við Davíð og mér þótti hann flytja mál sitt með rökum og af skynsemi. Ég skil ekki hvað kallinn fer í taugarnar á mörgum og um leið og hann hefur upp raust sína þá missa þessir sömu heyrnina. Í þessu máli þá höfum við ekki efni á öðru en að hlusta á alla sem eitthvað hafa til málanna leggja. Ég bið ykkur að ímynda ykkur í smástund að hér sé ekki Davíð að tala heldur einhver annar og þá vona ég að þið hlustið á hvaða rök maðurinn telur upp í Icesave málinu.

Mér finnst oft, eins og kemur fram hér að ofan í athugasemdum, fólk hafa sér eins og fórnarlömb og hafa ekki upp neinar varnir sér til málsbóta. Það er bara sagt: Já, en ef við látum ekki undan hótunum Breta og Hollendinga og gerum það sem þeir segja okkur möglunarlaust að þá muni þeir ,,berja okkur" þ.e. beita okkur þvingunum í gegnum AGS og ESB. Aðalatriðið er að fá úr því skorið HVORT okkur beri þ.e. þjóðinni að greiða skuldir sem einkabankar stofnuðu til - einkabankar sem voru seldir án ríkisábyrgðar.

Jón Baldur Lorange, 16.7.2009 kl. 23:16

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

það veit hamingjan að hafi ég efni á einhverju í þessu lífi, þá er það að hlusta EKKI á mannin sem hér er til umræðu. Það er svo í sjálfu sér ekkert merkilegt til frásagnar, en til marks um þessi efni mín, þá hef ég ekki hlustað á viðtal við þennan mann í heild eða lesið svo árum skiptir!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2009 kl. 20:44

15 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þessi athugasemd þín skýrir margt Magnús Geir!

Jón Baldur Lorange, 19.7.2009 kl. 21:55

16 identicon

Var að horfa á þetta viðtal fyrst núna við DO, og mér finnst frekar slappt hjá spyrlunum að fjalla ekki um það að ríkið skylda ábyrgjast innistæður landsbankans á Íslandi... neyðarlögin og Icesave á þeim forsendum.

Birkir Brynjarsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband