DV og kúlulán Kaupþings

Ég má til með að halda því til haga að DV hefur talsvert fjallað um lánabók Kaupþings - án þess að fá á sig lögbann - og þá einkum kúlulán til starfsmanna. Þetta er mögnuð lesning. Hér fyrir neðan eru fjögur dæmi um umfjöllun DV. Þarna koma ýmsir við sögu sem vert er að skoða nánar. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

DV 4. nóvember 2008

DV 4. nóvember 2008 - Við eigum þó allavega húsið

DV 30. júní 2009

DV 30. júní 2009 - Kúlulán Kristjáns 893 milljónir

DV 1. júlí 2009

DV 1. júlí 2009 - Stjórarnir tóku fimm milljarða án ábyrgðar

DV 3. júlí 2009

DV 3. júlí 2009 - Fókið í lánabók Kaupþings - Listinn allur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju var ekki sett lögbann á þetta? Og er það virkilegt að þegar smá lyftist af sukkinu í Landsbankanum þá birti Agnes meira frá Kaupþingi? Er þetta Dabbi að stjórna? Og hvenær er það lögreglurannsókn sem flettir ofan af einhverju? Einhver?

Svona bjargarðu laununum þínum frá skuldfærslum bankanna:
Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum, og ert með skuldfærslur eða sjálfvirkar færslur af reikningi þínum, þá þarftu að stofna nýjan reikning og láta launagreiðandann vita af nýjum reikning til að setja launin (eða bæturnar) inn á.
Ef bankinn hefur leyfi til að taka út af launareikningi þínum þá hefur hann bara leyfi fyrir þann reikning. Bankinn hefur ekki leyfi til að fara inn á nýja reikninginn. Þú átt peningana þína og þú ræður hvað þú gerir við þá.
Ef greiðsluþjónusta er í gangi, sem tekur sjálfvirkt og skuldfærir af launareikningi þínum, þá þarf að:

meira . . .

http://okurvextir.blogspot.com/2009/05/svona-bjargaru-laununum-fra-skuldfrslum.html

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir að rifja þetta upp og halda þessu til haga Lára Hanna. Þetta er svo rosalegt.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.8.2009 kl. 22:27

3 identicon

Ég legg til, að  Fjármálaeftirlitið verði lagt niður í sparnaðarskyni.  þessi stofnun er fyrir löngu rúin trausti og ég held að henni hafi  ekki tekist að endurheimta það. Nú virðast helstu forgangsverkefnin hennar vera, að dúlla sér við, að "spæjast" fyrir um hverjir í veröldinni hafi vogað sér, að koma sannleikanum um voðaverkin, í aðdraganda hruns Kaupþingbanka, á framfæri. Ég hef lengi haft viðskipti við Kaupþingbanka, áður Búnaðarbanka. Hef kunnað vel við, að eiga þar viðskipti. Ég hinsvegar fordæmi þann málatilbúnað, að það sé meira um vert, að halda trúnað við örfáa fjárglæframenn, en um þá snýst málið  svo og/eða stjórnendur gamla Kaupþings , en fólkið í landinu, sem situr uppi með skert lífskjör vegna geðveikislegrar græðgi örfárra ólánsmanna..

Kolbrún Bára Guðveigsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Helga

Flott samantekt hjá þér Lára!

Ég hjó eftir því í síðustu greininni að það er talað um að ríkisskattstjóri sé með það í skoðun að menn greiði tekjustakk af lánveitingunum.....  Mér finnst það góð lausn.  Þetta eru risalán og ef búið er að fella þau öll niður, líta þau þá eins út og beinar tekjur til manna og því skyldu þeir ekki greiða tekjuskatt af því eins og aðrir......?

Helga , 2.8.2009 kl. 23:20

5 identicon

Á ekki þjóðin skýlausa kröfu í það að ábyrgðir starfsmanna sem feldar voru niður af þeim sjálfum, verði gerðar afturkræfar ef stjórnvöld ætla að halda því til streitu að almenningur beri ábyrgð á bankahruninu og beri að borga það?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 02:16

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir bloggvináttu og frábæra pistla.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 12:20

7 identicon

Takk fyrir að taka þetta saman Lára Hanna. Ég var búin að leita að yfirlýsingunni frá ÞKG þar sem hún sagði að þau Kristján sinn hefðu misst mikið en þau ættu þó allavega húsið. Hún sagði það líka í sjónvarpsviðtali.

Allt þetta er svo yfirgripsmikið og ógeðslegt að ég efast um að nokkurt stjórnvald geti náð utan um þetta. Það vellur drulla upp úr öllum glufum. Ég er hrædd við að þetta geti fyrnst m.v. hægaganginn í rannsóknum ef ekki verða sett lög um að fyrning nái ekki yfir þessa gjörninga.

Kolla (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:59

8 identicon

Góðar ábendingar hjá þér nú sem áður.

Það verður að afnema bankaleynd upp í topp og opna þessar skítaholur að fullu.  Ég er nokkuð viss um að "ótrúlegasta fólk" hefur tekið þátt í þessum óþverraleik og allt á að opinbera fyrir þjóðinni, ekki aðeins "stærri" upphæðir, heldur einnig þær "smærri", þær smærri eru ekki síður þjófnaður en þær stærri og þær þarf víst þjóðin líka að borga.  Hvort allt það lið sem "makaði krókinn bak við tjöldin, á blómatíma íslenskra banka",   er allt "þekkt" í þjóðfélaginu, hámenntað eða ekki, má það flytja úr landi mín vegna við höfum ekkert með svona siðspillt lið að gera hér á landi, við verðum betur sett án þeirra.  Ég ber virðingu fyrir "heiðarlegum fjósakalli" en ekki fyrir "siðspilltum menntamanni".  - Afnemum bankaleynd strax og stoppum þann "kattarþvott" sem menn reyna að komast upp með í bönkunum -. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og spillingin fær að blómstra sem aldrei fyrr, í boði félagshyggjuflokkanna

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband