Fé án hirðis fann Finn og Framsókn

Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari svikamyllu. Þarna virðist græðgin hafa tekið völd og skúrkar leikið lausum hala með annarra manna fjármuni í höndunum. Um er að ræða Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og Gift. Fleiri félög blandast eflaust inn í málið en samkvæmt fréttum teygja allir angar málsins sig inn í Framsóknarflokkinn. Lítum á málið.

Fyrir tveimur árum, í júní 2007, átti félagið samkvæmt fréttum 30 milljarða króna. Nú er það sagt skulda 45 milljarða. Þetta er viðsnúningur upp á 75 milljarða. Eignarhald ES virðist hafa verið nokkuð óljóst, en þó talið að tryggingartakar hafi átt félagið og til stóð að greiða út eignarhlut þeirra, en það var aldrei gert. Þess í stað virðist hópur sjálftökufólks hafa notað féð í fjárhættuspil. Fé annarra. Fé án hirðis.

14. júní 2007 spurði Sigurður G. Guðjónsson um eignarhaldið í Morgunblaðinu

Hver á Samvinnutryggingar og Andvöku - Morgunblaðið 14. júní 2007

Stöð 2 fjallaði um þetta undarlega mál í fréttum 14.,15. og 16. júní 2007

 

Eflaust hefur fleira verið grafið upp, en lítum næst á Kastljós 2. desember 2008

 

Því næst skulum við skoða fréttir RÚV í gærkvöldi, 8. ágúst 2009

 

Svona lítur Gift út í hinni frægu stórlánabók Kaupþings

Stórlánabók Kaupþings - Gift

Og hér eru tvær tengslamyndir af síðunni Litla Ísland (smellið til að stækka)

Samvinnutryggingar ehf. - www.litlaisland.net

Gift - www.litlaisland.net

Hvernig hægt er að gera hlutina svona flókna er ofar mínum skilningi, en eflaust er það af ásettu ráði gert til að fela slóðir. Heilmargt er hægt að lesa um málið á netinu ef maður gúglar svolítið. Svo margt að það er erfitt og tímafrekt að ná áttum. En þetta er eitt þeirra mála sem rannsóknaraðilar mega alls ekki gleyma. Og enn spyr ég: Hvar eru þessir peningar? Hér er úttekt Morgunblaðsins á Giftar-málinu frá 28. nóvember 2008 og ítarlegur pistill Gunnars Axels í kjölfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér virðast flestir þræðir liggja í gegnum nafn Finns Ingólfssonar, hann er ábyggilega einn stórtækasti fjárglæframaðurinn tengdur hruninu?  Það les ég allavega út úr myndunum.. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli rannsóknaraðilar hrunsins hafi ekki kallað Finn fyrir og spurt hann spjörunum úr? Hann er nátengdur ýmsum stórum málum, kannski sumum arfavondum, svo mikið er víst. Best að spara stóru orðin, en Finnur Ingólfsson lyktar illa þessi dægrin.

Björn Birgisson, 9.8.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef ég man rétt fékk Finnur Ingólfsson tvöfalt húsnæðismálalán á árum áður, vegna einhverrar tilfærslu á sannleikanum.  Ef einhver getur leiðrétt mig, endilega láta mig heyra það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2009 kl. 01:44

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Merkilegt að heyra Þórólf segja að tryggingatakar hafi ekki lagt neitt fé inn í fyrirtækið.  Það var ekki bara startkapítalið frá SÍS sem þessir gaurar spiluðu með.  Í svikapottinum voru líka iðgjöld tryggingatakanna.  Þetta er ljótt, og ekkert skárra en fjárnám Milestone í tryggingasjóði Sjóvár.

Bergþóra Jónsdóttir, 9.8.2009 kl. 02:04

5 identicon

Alþingi gerði kleipt að breyta samvinnufélagi í hlutafélag. Sem fyrr var alþingi með því að brjóta á almenningi, sem virðist vera þess helsta iðja og færa verðmæti í eigu samfélags til útvalinna.

Ástæðan er spilling, stjórnvöld eru og hafa verið gerspillt.

Jón (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 02:21

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Lára Hanna þú spyrð hvað varð um þessa peninga:  Eftir að hafa lesið ágæta úttekt Moggans í lok nóvember s.l. um þetta félag, bloggaði ég eftirfarandi um GIFT sem mér finnst vera raunveruleg holdgerving á orskökum hruns í efnahagskerfi Íslands.

"Græðgin og greddan  sem tók yfir heilbrigða skynsemi og varð þjóðfélaginu  að falli endurspeglast í sögu Giftar.

Ef þessar 173 milljónir hefðu ávaxtast um 6% ári í 'öruggri' ávöxtun hefði þessi hlutur numið rúmum 500 milljónum svarta september 2008.  10% ávöxtun (venjulega talin eðlileg og góð) hefði skilað einum milljarði, svimandi upphæð ekki satt?  Á 3 árum 2004-2007 varð 598% ávöxtun hlutnum og hluturinn orðin 30 milljarðar. Fundu menn upp eilífðarpilluna eða hvað?   Var komið nóg ...... nei þetta þótti mönnum bara hrein snilld, og vildu halda áfram.  Loftbólan náði kverkataki á litla félaginu, svo þeir gátu sig ekki hreyft hvorki lönd né strönd.  Niðurstaðan allt tapað og félagið situr eftir með 30 milljarða skuld líka."

Skuldin heldur áfram að vaxa eins og fram kemur í pistli þínum hér.    Held reyndar að 25.5 milljarðar í ofangreindu dæmi hafi í raun aldrei verið raunverulegir peningar.  Þetta var loft og verðlausir pappírssamningar meðlima spaghettípottsins í glærunum þínum.

Það þarf að fara að þjarma að þessum Finni og öllu hans slekti.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.8.2009 kl. 03:51

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég hef oft velt því fyrir mér hvort að nafnið á Gift sé kaldhænislegur brandari.. því þetta þýðir eitur á skandinavískum tungumálum.

Óskar Þorkelsson, 9.8.2009 kl. 06:24

8 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Fyrir mér hefur Brunabót-Samvinnutrygginga-Gift málið verið augljósasta dæmið um einbeittan brotavilja algjörlega siðblindra framsóknarmanna.

Þeim gífurlegu fjármunum sem lágu inni í gamla Brunabótafélaginu var að mínu mati hreinlega stolið af nokkrum framsóknarmafíumönnum, með Finn í fararbroddi.

Ætíð þegar raunverulegir eigendur fjárins leituðu eftir því eða spurðu um það var svarað með útúrsnúningum og skæting. Þó vitað hafi verið hvernig í málinu lá sá enginn opinber rannsóknaraðili ástæðu til að kanna málið. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart því þessi þjófnaður tengist ótrúlegustu aðilum, meðal annars þingmönnum og ríkisstjórn. Ég óskaði eitt sinn eftir upplýsingum um hlutafé umbjóðanda míns en var bara svarað með bulli. Kannski það sé fyrir löngu kominn tími til að leggja þetta formlega fram við ríkissaksóknara.

Baldvin Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 09:26

9 identicon


Hverig í ósköpunum getur svona micro thjód alid svo marga skurka er ein stór gáta, Ítalska Mafían

myndi vera stolt ad hafa svona medlimi. Ekki undarlegt ad thessi hrollvekjandi saga endar

med ósköpum en thad er sorglegt ad almenningur faer ad borga fyrir thessa skurka sem

skilja eftir sig svidna jörd. Er ekki haegt ad treysta neinum stjórmálamönnum á Íslandi ?

Nei thad virdist ekki vera svo, svo er embaetismannakerfid líka gegnumrotid, thetta ástand

getur grafid undan öllu samfelaginu ef thetta verdur ekki hreinsad til , fókl fer ad gera eins

og thessir skúrkar gerdu og haetta ad virda lög reglur thá er sagan öll á Íslandi...

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 10:37

10 identicon

Það þarf að segjast reglulega og ég tek það alveg að mér, Finnur Ingólfsson er mesti glæpamaður Íslands.

Margrét (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:37

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

28.11.2008 | 09:05

ER ÞETTA EKKI RAUNVERULEGA MESTI ÞJÓFNAÐUR ÍSLANDSSÖGUNNAR ? ? ? HAFA ALDREI JAFN FÁIR STOLIÐ JAFN MIKLU FRÁ EINS MÖRGUM ?? ?

Ég held að Sigurður G. Guðjónsson hrl. ætti að safna eigendum Giftar að baki sér og sækja þessa menn til saka sem fóru svona að ráði sínu umboðslausir með eigur alls þessa mikla fjölda manna.

Þórólfur Gíslason og SIgurður Rúnar Rafnsson Þá er nú þetta ekki allt  og lítið svo á heimasíðu tengd Gift/Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar og öll fögru fyrirheitin sem Fenrisúlfurinn í dulargefi Þórólfs Gíslasonar gleypti. Finnur Ingólfsson Sá hlýtur að sleikja út um þessa dagana. Skyldu þessir óprúttnu stigamenn sofa vært á nóttunni ? Ég held að eigendur Helgi S Guðmundsson Samvinnutrygginga/Giftar ættu að safnast fyrir utan heimili þessara manna og mótmæla sjálftökumönnunum. Menn hafa verið settir í fangelsi fyrir mun minna

„Vísir, 04. sep. 2008 08:16

Gift tapaði 11 milljörðum frá áramótum

mynd

Fjárfestingafélagið Gift, sem varð til við slit eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga gt fyrir um það bil ári, hefur tapað ellefu milljörðum króna frá áramótum.

Einkum á fjárfestingum í Kaupþingi og Exista. Þegar eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga var slitið í fyrra hétu stjórnendur Giftar umþaðbil 50 þúsund tryggingatökum að þeir fengju innan tíðar eignarhlut sinn í tryggingafélaginu endurgreiddan, og var þá talað um að meðal endurgreiðsla yrði um hundrað þúsund krónur á mann.Ekki hefur verið staðið við það og ljóst virðist vera af fyrrgreindum afkomutölum að hlutur tryggingatakanna hefur rýrnað verulega eftir að fyrirheit um endurgreiðslu var gefið.-“

Eignarhaldsfélagið Samvinnutrygginga
Forsíða SamvinnutryggingaFréttatilkynningStjórnHafa sambandSpurningar og svör


Velkomin á heimasíðu
Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga

Í júní 2007 ákvað Fulltrúaráðsfundur Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar formbreytingu á félaginu. Með breytingunni tekur nýtt hlutafélag sem hefur hlotið nafnið Gift Fjárfestingafélag ehf við öllum eignum og skuldum félagsins. Þessari vefsíðu er ætlað að koma á framfæri mikilvægum upplýsingum um breytinguna sjálfa og áhrifin sem hún hefur á eignarhald.

    Mikilvægustu breytingarnar eru meðal annars:
  • Hlutafé hins nýja félags verður skipt á milli réttindaeigenda í Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, en þeir eru fyrrum tryggingartakar Samvinnutrygginga gt og Samvinnusjóðurinn samkvæmt ákvæðum í samþykktum félagsins.
  • Hluthafar verða á fimmta tug þúsunda og eigið fé félagsins losar rúma 30 milljarða króna.
  • Eignarhlutirnir í hinu nýja félagi verða afhentir fyrrum tryggingartökum fljótlega eftir næstu áramót, áramótin 2007/2008
  • Stærstu eignir félagsins eru hlutafé í Exista hf., íslenskum fjármálastofnunum og óbeinn eignarhlutur í tæpum þriðjungs hlut í Icelandair Group hf í gegnum Langflug ehf.
  • Verkefni skilanefndarinnar er að skipta hlutunum í Gift fjárfestingarfélagi ehf. á milli þessara aðila sem áður áttu skilyrtan eignarétt í félaginu.
  • Við skiptalok Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga sem áætlað er að ljúki á fyrri hluta árs 2008, munu á fimmta tug þúsunda fyrrum viðskiptamanna Samvinnutrygginga g.t. verða orðnir hluthafar í Gift fjárfestingarfélagi ehf.

Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um málið er bent á að lesa fréttatilkynninguna í heild sinni hér á vefsíðunni eða hafa samband við Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóra gegnum netfangið benedikt@str.is eðaí síma 533 4700

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2009 kl. 11:41

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Finnur er mjög klókur samningamaður og því er ég hissa á því hvað eftirtekjan var rýr þegar hann samdi um raforkuverð til 40 ára frá Kárahnjúkum.  Eins og þetta dæmi sannar þá hugsar Finnur vel um sig og sína, kunningi Finns benti líka á það að það hefðu verið ein stærstu mistök Íslands að hafa Finn ekki á prósentum þegar hann samdi um raforkuverðið.

Sigurður Þórðarson, 9.8.2009 kl. 11:57

13 identicon

´

Maður fer hjá sér að heyra þessa sögu. Einhverjir tóku sig til og rændu tryggingafélag og komust upp með það, héldu svo áfram og mergsugu allt. Finnur Ingólfs þorpari. Græðgishaukar margir sem hafa komið við í Framsóknarflokknum. Dettur einhverjum í hug að þetta fólk sem sat á þingi hafi gert það til að vinna landi og þjóð gagn? Nehei, þau voru að plægja jarðveginn fyrir sjálf sig.

Kolla (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:26

14 identicon

Umhugsunarvert er samt hversu sjaldan nafn Finns Ingólfssonar hefur komið fram sl mánuði.Einn mesti glæpamaður Íslandssögunnar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:51

15 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Hringhurðin er vel smurð hér!

Finnur hefur lengi læðst um í stjórnmálum og viðskiptium.

Nú er fólk farið að vakna af þessari martröð.

Lára Hanna

lætur ljósið skýna á svartholið, sem er að birtast undir fótum okkar.

Þessi síða birtir sóða-slóða frá þessu BLÁ-EÐLU- liði. Íslenskt og alþjóðlegt.

http://www.wikileaks.org/

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 9.8.2009 kl. 13:19

16 identicon

Hversu lengi ætla skagfirðingar að ala nöðruna, Þórólf Gíslason, við brjóst sér?

Er ástæða til þess að lata hann finna sig velkominn öllu lengur, eða er hann búinn að kaupa sér velvild of víða?

Þegar yfirvöld koma að sækja hann að lokum, þá skulum við gæta þess að sleppi ekki undan í mysukeri.

Skjóni (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 13:57

17 identicon

Er ekki löngu kominn tími til að henda helv. Framsóknarflokknum í ruslið í næstu kosningum ?

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 15:12

18 identicon

Þakka þetta áhugaverða innlegg Lára Hanna! 70 milljarðar horfnir og ekkert gerist. Þegar skoðaðar eru fleiri tengslamyndir á litlaisland.net sést að auðvitað eru stórir leikendur þar þessir 100 stærstu fjárfestar í Kaupþingi sem skulduðu 2/3 af útlánum bankans.

Það sem mér þótti athygliverðast að sjá var hversu víða formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson birtist. Haldi menn að Framsóknarmenn séu þeir einu sem gengu hér um á skítugum skónum þá er það alrangt.

Hvert sem litið var á stærstu fjárfestana (sjálftökumennina í bönkunum) dúkkar alltaf nafn Bjarna Benediktssonar upp.

Tengsl hans við þessa fjárfesta virðast hafa verið ansi mikil. Bjarni var formaður stjórnar N1 en í tengslamyndunum er það hann persónulega sem dúkkar upp.

Finn Ingólfsson og hans kumpána á setja á ökklabönd þar til allt verður rannsakað til hlítar. Sama á við um Bjarna og þá sem tengjast Sjálfstæðisflokknum sem eru mestmegnis þeir sem voru valdir að hruninu.

Í haust á að halda áfram með dómsmál á hendur Jóni Ásgeiri og kompaní (Baugsmálið) og er þar um tvö aðskilin dómsmál að ræða.

Sömu lögmenn og sama hirðin. Ætli þeir mæti  með hauspoka?

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 15:42

19 identicon

Mikið er ég, Lára Hanna Einarsdóttir, stoltur af því að vera landi þinn !!

Þú hefur lyft Grettistaki í umfjölluninni um banka og siðferðishrun Íslands !!

Þetta gerir þú í þínum frítíma, og án þess að það þurfi að nefna..launalaus.

Réttlætiskennd þín er rík og sannarlega vona ég að þú fáir verk þín metin, skjalfest og stimpluð þegar Ísland verður komið úr storminum !!

Þakka þér fyrir, þakka þér fyrir framlag þitt !!!!!

runar (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:30

20 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Flott innlegg í afhjúpunina.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.8.2009 kl. 20:36

21 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Veistu Lára Hanna, að þarna er bara enn ein blekkingin. Það var engin peningur í upphafi, þetta með fé án hirðis er bara blekking, búið til af spunameisturum undir sterkri forystu Finns sem þú fannst. 

   Þessi Finnur er fyrrverandi varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins.  Finnur er líka fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra,  og hann er líka fyrrverandi Seðlabankastjóri.  Og hann er náin vinur og samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar og Ólafs Ólafssonar. Og hann hætti sem Seðlabankastjóri til að geta tekið við Forstjóraembætti hjá VÍS, svo þú sérð að ef einhver hefur upplýsingar um hvernig á að svindla, svíkja og pretta, þegna þessa lands,  þá finndu Finn. 

   Þetta orð "fé, án, hirðis,"  eða saman er þetta "FÉ ÁN HIRÐIS"  eru einmitt bara orð, blekking, búin til af spunameisturum til að geta spunnið sinn blekkingarvef í friði fyrir síspyrjandi forvitnum þegnum þessa lands.  

   Því inn á einhverjum reikningum frá Samvinnutryggingum var ekkert,  O.  Núll = 0.  Bara orðin tóm.  Sem sett voru saman til að geta komist yfir meira fé útúr Kaupþingi, fyrir fé sem engin hirðir um. - Orðaleikur. 

Í upphafi var orðið !  Hvað var á undan því ? 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 21:18

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Lilja Guðrún : Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið hjá þér. Félagið átti mikið fé þegar því var lokað og átti að skipta ´því meðal eigenda þess sem voru um 50.000 talsins auk samvinnusjóðsins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2009 kl. 22:50

23 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sá sem hirðir það fé sem án hirðis er hlýtur að vera "féhirðir"..... og hvað er sá er hirðir fé sem ekki er hans......? En sumir eru eins og kötturinn og koma alltaf standandi niður, sama hve hátt þeir fljúga.....

Gott hjá þér að halda þessu til haga, Lára Hanna....  Kannski var það eitthvað af því sem kemur fram hér að ofan sem Páll Hreinsson og nefndin hans ætlar að geyma þangað til 1. nóvember að segja okkur frá. Spurning hvort eitthvað lekur út úr þeirri skýrslu fyrir þann tíma. Ansi langur tíma að bíða.....

Ómar Bjarki Smárason, 9.8.2009 kl. 23:50

24 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Lára Hanna, enn og aftur hittir þú naglann á höfuðið. Settu þetta svo í samhengi við orð Páls Hreinssonar um að skýrslan sem verður birt 1. nóvember muni sýna svartari stöðu en nokkur býst við.

Ég vil fara að sjá lánabækur Landsbanka og Glitnis. Hverjir eru stærstu skuldunautarnir þar? Það þarf líka að komast að því hver skuldastaða helstu stjórnmálamanna landsins síðustu ár er, nutu þeir sérstakrar fyrirgreiðslu í bönkunum, jafnvel slíkrar fyrirgreiðslu að þeir yrðu að hygla einhverjum vinum sínum þar í framhaldinu?

Hvað Finn Ingólfsson varðar þá hef ég ekki heyrt gott orð lagt til hans síðan .... sennilega aldrei.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.8.2009 kl. 00:11

25 identicon

Já er verið að meina Finn Ingólfsson vin hans Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar nýja formanns Framsóknarflokksins ?

HG (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 00:24

26 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Predikarinn: Rétt félagið átti mikið fé á venjulegan mælikvarða.  Rakti þetta í færslu nr. 6, hefði átt að eiga 500 milljónir m.v. eðlilega hógværa ávöxtun,  en 600% ávöxtun kæri predikari, er eitthvað sem setur testesterón á flug hjá ákveðnum aðilum, sem kunnu ekki að höndla slíkt flæði.

Nú ríður á að við förum að standa saman, eitt sem öll, öll sem ein!  

Við erum að segja sömu hlutina á mismunandi hátt, en punkturinn er þessi:

Okkur er misboðið, við viljum réttlæti, og þá er einhver von um að  við viljum taka þátt í uppbyggingu.  

 Krafan er í þessari röð!  Um leið og við sjáum handtökur, frystingu og festu gagnvart ruglinu, þá eigum við von, ef ekki mun bresta á landflótti, sem færustu hagfræðingar háskólans hafa ekki ímyndunarafl til að reikna sér til.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.8.2009 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband