Blekkingavefur - viðvaranir hunsaðar

Það er fróðlegt að grúska og rifja upp hvað sagt var fyrir hrun. Hvernig fólk upplifði það sem var að gerast og hver sagði hvað. Við megum ekki gleyma þessu. Hér eru þrú dæmi. Hvers vegna í ósköpunum var öllum viðvörunum vísað á bug, ekkert gert og almenningi talin trú um að allt væri í lagi? Yfirvöld vissu vel í hvað stefndi og höfðu haft nægan tíma til að bregðast við. Þess í stað var gefið í, ferðast um heiminn og logið til um bankana og efnahaginn á Íslandi. Ef marka má það sem Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir í nýútkominni bók sinni voru íslensku bankarnir dauðadæmdir í árslok 2007. Skömmu eftir útsendingu efsta viðtalsins var Icesave í Hollandi opnað.

Botninum náð - Stöð 2, RÚV og Geir Haarde í Kastljósi 1. apríl 2008

 

Jón Steinsson, hagfræðingur, í Kastljósi 18. ágúst 2008

 

Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Bjarnason í Kastljósi 15. september 2008

 

Ég minni líka á fróðlega, samanklippta umfjöllun um efnahagsmál frá janúar til mars 2008 sem ég birti hér. Þar kemur aldeilis ýmislegt fram sem er áhugavert, ekki síst í ljósi þess sem Ásgeir Jónsson fullyrðir nú í bók sinni og vísað er í hér að ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ég samþykkji (án þess kannski að vera spurð), að það geti verið erfitt fyrir leikmann að sjá hvert stefnir í peningamálum á alþjóðavettvangi. Viðtalið við Geir H. var þann 1. apríl, getur verið að hann sé þar að spila leikmann eða að hann sé að tala gegn eigin sannfæringu. Eða er hann bara leikmaður ?

Lilja Skaftadóttir, 11.8.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góð spurning. Trúði hann sjálfum sér á þessum tíma ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

Og þa er betra að gera ekki neitt sagði Geir... enda for sem for.

Johann Trast Palmason, 11.8.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Takk fyrir þennan fróðleik.

Helga Magnúsdóttir, 11.8.2009 kl. 17:30

5 identicon

Geir hefði betur lesið Palla

Palli
4. mars, 2008 kl.16:24

Hvern skrattann er maðurinn að skýra út fyrir heiminum ? Vita ekki allir allt um okkur. Tölur tala.
Vonandi segir hann þeim af ofurlaunum meistaranna og hvað þeir fá fyrir að byrja og hætta í starfi, sama hvernig gengur. Og líka hvað Íslenska ríkið er spenntir að fá að koma til hjálpar bönkunum.

PS sem yndislegadti bloggarinn átt þú nokkuð um þá tví fara davíð & Davíð annar taldi víst að allt færi hér til fjandans en hinn jós peningum úr ríkissjóði án trygginga í bankahítina???

Tryggvi (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 01:12

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir með ykkur öllum hér. 

Alveg fram á síðustu mínútu kortér fyrir hrun, hélt forsætisráðherra fram þessari "skringilegu afstöðu "  Betra að gera ekki neitt".

Skuldabréfavafningar, með veði í loftbólufasteignum í Bandaríkjunum, og ótrygga greiðendur, voru í sjálfu sér nákvæmlega ekkert minna eitruð en  "kúlulánaskuldabréfavafningar" með veðum í sjálfum bankanum, sem hafði (markaðsmisnotkunar)hækkunaráhrif í bankanum sjálfum.  Ef bandarísku vafningarnir voru eitruð, þá voru íslensku vafningarnir baneitruð.

Þetta hefðu FME og yfirvöld átt og mátt vita, löngu áður en hrunið varð. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.8.2009 kl. 01:15

7 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Ég hlustaði á viðtalið við Jón Steinsson hagfræðing skömmu fyrir hrun og finnst áhugavert að sjá að hann er þar enn að tala um, ja... hagfræði. Þar er hann að leita lausna fyrir bankana út frá hagfræðilegu sjónarmiði en þarna er greinilegt að engan utan stjórnkerfisins grunaði að bankarnir hefðu í raun og veru þá og þegar verið rændir innan frá.

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 12.8.2009 kl. 09:17

8 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Góðar ábendingar hjá þér.

Vefur blekkinga er enn í fullu fjöri á Íslandi.  Geir "bjargaði" innistæðum vina,  vandamanna, auk annarra "gæðinga", og bað síðan Guð að blessa landið.  Ýmsir "valdamenn" í þjóðfélaginu eru svo nátengdir "íslenskum valdaklíkum" að þeir geta í hvoruga "löppina" stígið þó svo þeir rembist við að sýna eitthvað annað.  Útrásarvíkingar hafa komið miklum verðmætum undan á einn eða annan hátt (sumar eignir yfirfærðar á eiginkonur og "fyrrverandi" eiginkonur), bara svona rétt til að bjarga elliárunum.  Margir aðrir hafa gert nákvæmlega það sama,  enda nátengdir "íslenskum valdaklíkum" líkt og útrásarvíkingar.  Eva Joly er nánast eina manneskjan (af þeim sem vinna við "uppgjörið") sem þorir að tala um og benda á "sannleikann".  Ef allt "baktjaldamakk" ráðamanna og annarra snillinga í þjóðfélaginu opinberaðist væri til lítils að biðja Guð að blessa þjóðina, jafnvel hann væri ráðþrota,  ;-) það væri frekar að sá í "neðra" tæki það til skoðunar.

Páll A. Þorgeirsson, 12.8.2009 kl. 12:44

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta hefur verið ótrúlega ósvífið mafíuræði hér lengi og tókst lengi vel að ljúga það fram, enda pólitískir leppar mafíunnar sérkennilega geðveikislegt samsafn trúgjarnra hálfvita og lygasjúkra bílasala. En tilvera slíks kerfis byggist fyrst og fremst á lygum og blekkingum og lygabólur springa á endanum eins og aðrar ofurútblásnar blöðrur og það höfum við séð hér. Samt er skriðþungi spillingar mafíunnar það mikill að hún er enn á fullum skriði og í rauninni ekkert lát á henni. Enginn er tekinn úr umferð þó þeir séu í rauninni ekkert annað en terroristar stórhættulegir öryggi almennings. Öðru vísi mér áður brá þegar pólitíska leppadótið glamraði út í eitt um aðra terrorista en það voru reyndar mest abstraksjónir og ævintýri og afsakanir fyrir eftirlitskerfum og atvinnuleysisgeymslum og ríkisútþenslu og hernaðarbrölti sem ekkert truflaði fjárhagslega terrorista nema síður væri.

Baldur Fjölnisson, 13.8.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband