Er sama hvaðan gott kemur?

Í þessum pistli frá í gær fjallaði ég um samning iðnaðarráðherra við eitt af fyrirtækjum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Verne Holdings, og hvort ríkisstjórnin ætli að sýna af sér það, sem að mínu mati flokkast undir siðleysi - að moka upp flórinn eftir auðdólgana með annarri hendi en hygla þeim og ívilna með hinni...

Framhald hér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er einhvern veginn, fullkomlega í takt við það hvað annað, sem ríkisstjórnin er að gera:

*Yfirtaka bankanna af kröfuhöfum, en þeir hafa alls ekki verið yfirteknir af kröfuhöfum, heldur nánar tiltekið af viðkomandi skilanefndum,sem nánar tiltekið eru starfsmenn fjármálaeftirlitsins. Sem sagt, fært úr vinstri vasanum, yfir í hægri vasann. Hin eiginlega yfirtaka, ef hún verður, fer fram eftir að uppgjöri hinna 2. þrotabúa er lokið, sem getur tekið lengri tíma en allt næsta ár -, en þangað til, eru bankarnir 2. í reynd reknir af rekstrarfélagi, sem er í eigu þrotabúsanna, sem er stjórnað af skilanefndunum - ergo ríkinu.

*Ríkisstjórnin er að hreinsa, eins og við sjáum af þessum gerningi, þ.e. samningnum við Verne Holding. Björgólfur Thor hefur verið, greinilega, hvíthreinsaður og er orðinn hinn nýi likkuriddari, hvítsleginn túskildingur :) Áhugavert í ljósi þess, að hitt fyrirtækið hans, skuldar yfir 1.000 milljarða.

*Hverjir fleiri verða, hreinsaðir og koma fram - hvítþvegnir?

*Á meðan, sekkur almenningur dýpra - dýpra og dýpra, í skuldafen. Skv. Seðlabanka verða 40% heimilar kominn með neikvæða eiginfjárstöðu, en ég held að talan verði nær 50% a.m.k.

*Ríkisstjórnin, reynir að telja okkur trú um, að það sé mögulegt að;
a)Afgangur af utanríkisverslun upp á 550-600 milljarða, geti verið 160-180 milljarðar næstu 10 árin.
b)Tekjur ríkisins geti aukist um 50 milljarða hvert ár, næstu 10 árin, verði orðnar svipaðar árið 2010 og árið 2008.
C)Hagvöxtur frá 2012 verði jafn og stöðugur, næstu 10 árin cirka 3,4%.

*Vinir þetta er grín, ekki séns í helvíti að þetta sé mögulegt. Gjaldþrot er fullkomlega öruggt, nema og þá aðeins nema, að nú strax verði óskað eftir nauðasamningum við helstu kröfuhafa Íslands. Það þarf að gera svipaðann hluta, og ef Ísland væri fyrirtæki, þ.e. kalla general kröfuhafa fund, og bjóða þeim að halda greiðslum áfram gegn eftirgjöf skulda að umtalsverðum hluta, sbr. dæmigerða nauðasamninga fyrirtækja, annars verði greiðslufall.

Þetta er eini sénsinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.12.2009 kl. 23:53

2 identicon

Þá er það spurning, Hvar fær Bjórgólfur pening fyrir þessu? Ef hann getur útvegað hann, væri þá ekki betra fyrir íslenskt efnahagslíf að hann greiddi eitthvað af skuldum sínum? Það mun nýtast alveg jafn mikið til uppbyggingar eins og þetta verkefni.

Hef frétt að á Suðurnesjum, þar sem atvinnuástand er mjög slæmt, tíðkist það ennþá að útlendingar séu hafðir í svartri vinnu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband