Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Ó, mín gleymna þjóð!

"Íslendingum er ekki viðbjargandi," hugsaði ég með mér þegar ég horfði á fréttirnar í gærkvöldi þar sem sagt var frá niðurstöðum nýjasta þjóðarpúls Gallups. Til hvers er maður eiginlega að berjast? Hvað veldur því að fólk vill aftur vöndinn sem sárast beit? Vönd valdhafanna sem skópu hrunið og allar skelfilegu afleiðingar þess. Valdhafanna sem afnámu nánast skatta á auðmenn og fyrirtæki á kostnað almennings. Valdhafanna sem gáfu eigur okkar vinum sínum, samþykktu Icesave á sínum tíma og lögðu þjóðina að veði, afnámu allar reglur í fjármálaheiminum, leyfðu kvótakóngum ýmist að veðsetja auðlindir hafsins mörg ár fram í tímann eða selja orkuauðlindir fjárglæframönnum - og svo framvegis, og svo framvegis. Og þessir valdhafar frömdu fleiri glæpi gagnvart þjóðinni - ótalmarga. Er þýlundin alger? Er ekki allt í lagi?

Þjóðarpúls Capacent Gallup - RÚV 31. október 2009

Fólk kvartar og kveinar undan efnahagshruninu, missir vinnuna, fer á hausinn, horfir á lánin sín hækka úr hófi fram, flýr úr landi, mótmælir... en samt fá aðalhrunflokkarnir tveir samtals 49% í skoðanakönnun. Er fólki ekki sjálfrátt? Er gullfiskaminnið svona hrikalegt? Gerir fólk sér virkilega ekki grein fyrir því hvað gerist ef þessir flokkar ná aftur völdum á Íslandi? Maður spyr sig...

Mig grunar að herför Sjálfstæðismanna nú sé vegna þess að einhvers staðar sé verið að sauma að þeim og hætt sé við að ógeðslegur sannleikurinn sé að koma upp á yfirborðið. Þeir munu hætta við allar rannsóknir og reka Evu Joly ef þeir komast aftur til valda. Svo einfalt er það. Er það það sem fólk vill? Það er það sem fólk fær ef það kýs þessa flokka, svo mikið er víst. Og ég frábið mér ESB eða Icesave-saminga umræðu í þessu sambandi. Þau mál koma þessu einfaldlega ekki við. Hér er til umræðu uppgjör við fortíðina og ábyrgð á núverandi ástandi.

Rifjum upp örfá atriði - af nógu er að taka - og ekkert af þessu hefur enn verið gert upp.

Stöð 2 og RÚV í apríl 2009

 

RÚV 13. apríl 2009

 Stöð 2 - 21. apríl 2009

 

 Vill þjóðin virkilega láta tala niður til sín aftur í þessum stíl?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband