Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Allir á frumsýningu!

Ég tek það strax fram að ég er ekki hlutlaus. Þekki aðstandendur myndarinnar, hef fylgst með gerð hennar og lagt þeim örlítið lið. Ég er búin að sjá myndina grófklippta en ekki fullbúna. Það er auðvitað mynd Gunnars Sigurðssonar, Herberts Sveinbjörnssonar og fleiri sem ég er að tala um...

Framhald hér...


Barbabrella Bakkabræðra

Getur einhver mér fróðari útskýrt fyrir mér og öðrum sem ekki skilja, hvernig þetta er hægt? Ég hef aldrei heyrt um svona barbabrellu áður og fæ ekki með nokkru móti skilið hvernig hægt er að komast upp með slíkt. Er þetta löglegt? Ef svo er...

Framhald hér...


Sanngirni Íslandi til handa

Ann Pettifor heitir kona sem almenningur á Íslandi kynntist fyrst í Silfri Egils 10. maí 2009. Hún er frá Suður-Afríku en hefur búið í Bretlandi í 40 ár. Hún skrifaði bók um komandi kreppu árið 2006 og í henni var sérkafli um Ísland. Við kynnumst henni í upphafi Silfursins í fyrra...

Framhald hér...


Hallgrímur fer með himinskautum

Hvað sem fólki finnst um Icesave og það mál allt saman er hollt að lesa þessa snilldarlega skrifuðu grein Hallgríms Helgasonar.  Hann fer á kostum, talar enga tæpitungu frekar en venjulega og tekur ekki á mönnum eða málefnum með neinum silkihönskum...

Framhald hér...


Sterastyrkt sjálfsálit - enn og aftur

Það er alltaf eitthvað notalegt við að lesa grein eða bloggpistil sem passar fullkomlega við það sem maður sjálfur vildi sagt hafa. Ég fjallaði um eitt slíkt tilfelli í maí í fyrra í pistlinum Sannleikur Svarthöfða - sterastyrkt sjálfsálit. Mér varð hugsað til pistilsins um daginn...

Framhald hér...


Hugleiðingar um endurnýtingu Íslands

Eins og lesendur síðunnar vita fordæmi ég harðlega að gerendur hrunsins gangi lausir, haldi öllu sínu og hafi komist upp með að ræna þjóðina - ekki aðeins af peningum heldur einnig stolti og reisn. Að óheiðarleiki, siðblinda og græðgi undanfarinna ára skuli látin óátalin...

Framhald hér...


Snákarnir og siðblindan

Í lok júlí í fyrra skrifaði ég pistil sem hét Snákar í jakkafötum með testosteróneitrun. Birti þar grein eftir Kristján G. Arngrímsson sem lagði út frá bókinni Snakes in suits - when Psychopaths go to work, eða Snákar í jakkafötum - þegar siðblindingjar fara í vinnuna. Siðblinda er þekkt í geðlæknisfræðinni...

Framhald hér...


Frétt kvöldsins

Þær eru margar daglega, fréttir kvöldsins. En ég sá ástæðu til að vekja athygli á henni þessari. Flestir muna eftir því þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að gera Íslendinga samábyrga fyrir innrásinni í Írak. Það var í mars 2003. Þeir spurðu hvorki kóng né prest...

Framhald hér...


Undarleg upplifun af spillingu

Ég varð fyrir undarlegri upplifun í gærkvöldi. Þetta var algjör tilviljun og ég skellti upp úr. Svo fauk í mig. Hefur ekkert breyst? Viljum við "Nýtt Ísland"? Viljum við uppræta spillinguna sem hefur grafið um sig um áratugaskeið...

Framhald hér...


Ári síðar - hefur eitthvað breyst?

Í gær, 12. janúar, var eitt ár síðan frægur Borgarafundur var haldinn í Háskólabíói. Ég kynnti hann hér með áríðandi skilaboðum til þjóðarinnar og birti svo myndböndin eftir útsendinguna á RÚV tveim dögum seinna. Ég vil minnast þessa fundar með því að birta aftur nokkra kafla...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband