Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Útrásin og lifnaðarhættir landans

Það var verið að rifja þessi myndbönd upp á Facebook í morgun svo ég ákvað að birta þau aftur. Þessir Kastljósskaflar eru frá október 2008, skömmu eftir hrun. Það er hollt að minna sjálfan sig á hvernig ástandið var, hverjir sögðu hvað, hvar og hvernig. Og hvernig lifnaðarhættirnir voru. Tökum vel eftir og lærum af reynslunni...

Framhald hér...


Af hverju gerðuð þið ekkert?

Ég tek undir með Kolbeini eins og svo oft áður...

Sjá hér...


Einkavæðingin og afleiðingar hennar

Mig langar að minna á þessa heimildamynd - eina ferðina enn. Ég hvet alla til að horfa og hlusta vandlega - líka þá sem hafa séð myndina. Okkur veitir ekkert af að rifja þetta upp einmitt núna þegar blautir einkavæðingardraumar hinna gráðugu og spilltu, auðjöfranna og samverkamannanna, rætast sem aldrei fyrr...

Framhald hér...


Ofnýting í orkuvinnslu

Krýsuvík og Kerlingafjöll næst. Hvernig líst ykkur á? Ofnýting orkuauðlinda á Reykjanesi. Allt til að knýja álverið hans Árna Sigfússonar, bæjarstjórans sem er um það bil að takast að leggja Reykjanesbæ í rúst og selja það sem eftir er af eigum bæjarbúa. Í hádegisfréttum RÚV í dag var sagt að Magma Energy hafi formlega sótt um...

Framhald hér...


Af auðlindasölu, Magma og Ross Beaty

Eins og flestir vita sem hingað reka inn nefbroddinn safna ég fréttaefni ýmiss konar. Neðst í síðasta pistli tengdi ég í fróðlega grein eftir Agnar Kr. Þorsteinsson í Smugunni þar sem hann rekur sorgarsögu Hitaveitu Suðurnesja. Ég bendi líka á mjög góða pistla Salvarar...

Framhald hér...


Mikil er ábyrgð þeirra

Það fór eins og mig grunaði. HS Orka, sem Suðurnesjamenn byggðu upp á mörgum áratugum, er að lenda að öllu leyti í höndum einkaaðila. Ein gjöfulasta orkuauðlind þjóðarinnar verður í eigu skúffufyrirtækis - manns sem kom aftan að þjóðinni til að sölsa undir sig auðlind...

Framhald hér...


Þar sem slóðirnar enda

Mörgum finnst skjóta skökku við þegar þeir eru hundeltir af skattayfirvöldum fyrir smáskuldir á meðan skúrkar fá að skjóta undan gríðarlegum upphæðum og fela víða um heim. Manni finnst einhvern veginn eins og verið sé að henda krónunni og geyma aurinn með því að eyða tíma skattayfirvalda í smotteríið á meðan...

Framhald hér...


Óli spes með svipu á Sigga

Þessi mynd hans Gunnars í Fréttablaðinu í dag er gjörsamlega óborganleg!

Sjá hér...


Þakkir

Á dauða mínum átti ég von - en ekki þeim gríðarlegu viðbrögðum sem ég fékk við síðasta pistlinum mínum - Að fortíð skal hyggja. Fyrir utan athugasemdir við pistilinn og ótrúlega mörg þúsund heimsóknir á síðuna fékk ég ótal tölvupósta og fjölmargar upphringingar. Ég veit ekki hvort ég kemst nokkurn tíma í að svara öllum tölvupóstunum - en ég geri mitt besta...

Framhald hér...


Að fortíð skal hyggja

Alveg frá fyrstu dögum hruns hafa heyrst raddir, stundum allháværar, um að við ættum ekki að líta um öxl heldur horfa fram á við. Ekki draga menn til ábyrgðar, heldur einhenda okkur í að byggja upp aftur. Á hvaða grunni nefndu þeir ekki. Í fyrstu voru þetta raddir þeirra sem vildu ekki af einhverjum ástæðum grafast fyrir um orsakir hrunsins...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband