Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Hvar stendur hnífurinn í kúnni?

Í fréttum í kvöld kom fram að Scotland Yard hafi hafnað beiðni um að handtaka Sigurð Einarsson því láðst hafi að lögfesta aðild Íslendinga að Evrópusamningi um handtöku og framsal grunaðra eða dæmdra manna. Á Facebook í kvöld bendir Guðmundur Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar...

Framhald hér...


Eftirlýstur

Mikið skelfing hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir Sigurð Einarsson að vera eftirlýstur af Interpol fyrir skjalafals og fjársvik. Hann hefði betur komið af sjálfsdáðum. Þetta er sorgleg framvinda mála. Ég tek ofan fyrir embætti Sérstaks saksóknara fyrir að sýna enga linkind. Aðrir landflótta gerendur hrunsins vita nú...

Framhald hér...


Réttur settur á morgun

Á morgun verður réttarhöldum yfir mótmælendunum níu fram haldið. Ekki hefur enn verið farið að tilmælum annarra mótmælenda um að allir verði kærðir - ekki bara sumir. Flestir muna uppákomuna sem varð í dómsalnum síðast, þann 30. apríl, þegar þeir sem síst skyldi rufu friðinn. Ég minni á hvað gerðist þá...

Framhald hér...


Silfur sunnudags og fleira

Úlfur Eldjárn var fyrsti gestur Egils. Hann útskýrði hvernig lausnir ríkisstjórnarinnar henta bara sumum lántakendum - öðrum ekki. Ég birti Moggaviðtalið við Úlf á föstudaginn - Stærsta og ósanngjarnasta eignatilfærsla Íslandssögunnar. Á meðan stóreignamenn og auðjöfrar fá afskriftir skulda upp á milljarða og tugmilljarða er...

Framhald hér...


Hæfi og vanhæfi hæstaréttardómara

Eyjan birti frétt í síðustu viku um svör - og skort á svörum - við fyrirspurn til hæstaréttardómara um hæfi þeirra í dómsmálum. Mér virtist þessi frétt ekki fá mikla athygli og ég varð ekki vör við að aðrir fjölmiðlar tækju málið upp. Tvennt finnst mér aðallega athyglisvert við fréttina...

Framhald hér...


Afneitun aldarinnar

Mig setti hljóða þegar ég hlustaði á þetta viðtal. Þarna sat einn af aðal hrunmeisturum Íslands og vissi ekki neitt, viðurkenndi ekki neitt, samþykkti ekki neitt og ætlaði bara á fund guðs í kirkjunni. Er ekki löngu hætt að selja aflátsbréf? Ótalmargir gerendur hrunsins eru í afneitun...

Framhald hér...


Svartur á leik og áskorun til yfirvalda

Ég fór að hlusta á fyrirlestra Williams K. Black á þriðjudag og miðvikudag. Það var fullt út úr dyrum í fyrirlestrasal Öskju báða dagana og Black tókst að viðhalda léttu andrúmslofti með skopskyni sínu, þrátt fyrir alvarleika umræðuefnisins. Eins og fram kom í auglýsingu fjallaði Black fyrri daginn um...

Framhald hér...


Hrun lýðveldis og réttlæti þjóðar

"Það er merkilegt ef íslenska lýðveldið hefur hrunið af löglegum ástæðum. Mér er það mjög til efs," sagði Vilhjálmur Bjarnason í Kastljósi 19. janúar 2009. Þá voru þeir Pétur Blöndal að ræða við Þóru Arnórsdóttur um m.a. meint kaup Al Thanis frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi...

Framhald hér...


Stærsta og ósanngjarnasta eignatilfærsla Íslandssögunnar

"Hvernig dettur mönnum í hug að ráða einn af bónusakóngum bankanna til að leggja mat á vanda skuldsettra heimila? Hvaða aðferð notar maður sem er með launakröfu á einn af bönkunum upp á meira en 200 milljónir við að setja sig í spor þeirra sem hafa innan við 200 þúsund á mánuði?"

Framhald hér...


Þér kemur þetta ekki við

Enn var ég að grúska og rakst á pistil eftir Spákaupmanninn í Markaðnum - viðskiptablaði Fréttablaðsins - í þetta sinn frá 7. maí 2008. Fyrir nákvæmlega tveimur árum upp á dag og tæpum fimm mánuðum fyrir hrun. Ég hef áður birt skrif Spákaupmannsins frá 2006 í pistlinum...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband