Íslendingar tjá sig erlendis - tvær greinar

Ísland er undir smásjá erlendra fjölmiðla þessar vikurnar og mánuðina vegna efnahagshrunsins. Við erum sýnishorn af gjaldþrota þjóð þar sem regluverkið utanum banka og fjármál var ekkert, græðgi örfárra manna, kunningja- og klíkusamfélag auk öfgafullra, pólitískra trúarbragða og Hannes Hólmsteinn og Thatchervanhæfni stjórnmálamanna og ráðgjafa þeirra leiddi þjóðina í þrot. Nú veina arkitektar og verktakar hrunsins eins og stungnir grísir ef þeir eru gagnrýndir eða missa mjúku stólana sem þeim leið svo undurvel í. Enginn þeirra hefur enn haft kjark til að horfast í augu við eigin þátt í hruninu, eigin sök á ástandinu, þótt sannanirnar glenni sig framan í þá dag eftir dag, viku eftir viku. Og enginn hefur beðið þjóðina afsökunar.

Einn hinna stungnu, veinandi grísa er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og bankaráðsmaður í Seðlabankanum. Honum tókst einhvern veginn að sleppa við áminningu eftir höfundarréttardóminn en nú lítur út fyrir að hann missi þægilegan og vel launaðan bitling í Seðlabankanum þar sem hann hefur setið um árabil sem besti vinur Aðal.

Hannes Hólmsteinn hefur ekki haft sig mikið frammi upp á síðkastið eftir að trúarbrögð hans, frjálshyggjan, sigldu í strand með látum. En nú skrifaði Hannes Hólmsteinn grein. Ekki í íslenskt dagblað því hann veit að enginn hlustar á hann lengur á Íslandi. Hann skrifaði grein í Wall Street Journal og fer mikinn. Ver besta vininn með kjafti og klóm - og sjálfan sig í leiðinni - og fer afskaplega frjálslega með sögu og staðreyndir. Látið ykkur ekki bregða við fyrirsögnina og kommúnistakjaftæðið. Hannes Hólmsteinn veit sem er, að enn má ekki nefna kommúnisma á nafn í Bandaríkjunum. McCarthyisminn er lífsseigur. Lesum grein Hannesar Hólmsteins.

_________________________________________________

FEBRUARY 2, 2009, 6:31 P.M. ET

Iceland Turns Hard Left

By HANNES H. GISSURARSON

Reykjavik, Iceland

May you live in interesting times, says an ancient Chinese curse which has now hit Iceland.

All three of Iceland's commercial banks collapsed in the beginning of October. In exchange for a $5.1 billion rescue package, the International Monetary Fund (and the European Union) forced Iceland's government to assume the banks' commitments for foreign depositors. Thus was created one of the largest public debts per capita: possibly about $10 billion for a nation of 310,000, or more than $30,000 per head.

Street riots, hitherto unheard of in this peaceful country, have now brought down the government. Rattled by protests in front of the parliament, the Hannes Hólmsteinn og Davíð OddssonSocial Democrats, the junior partner in a coalition with the conservatives, last week insisted that the government resign.

Besides this turmoil, both coalition leaders, conservative Prime Minister Geir H. Haarde and Social Democratic Foreign Minister Ingibjorg S. Gisladottir, were diagnosed with tumors, in Mr. Haarde's case a malignant one. Remaining calm throughout the whole episode, even when physically threatened by rioters, Mr. Haarde announced on Jan. 23 that he is retiring from politics.

On Sunday a new minority government took over, led by the Social Democrats and the Left Greens, the unrepentant heirs to the Icelandic Communist Party. The main task of the new government, led by Social Democratic Prime Minister Johanna Sigurdardottir, will be to dissolve parliament and prepare for new elections in April.

An old-fashioned Social Democrat of the Swedish ilk, with little sympathy for the business community, Ms. Sigurdardottir is seen as untainted by Iceland's financial debacle. The same applies to the Left Greens, who opposed the bank privatizations of the late 1990s. Polls suggest that the Left Greens will make huge gains in the elections and possibly become the biggest political party, thus enabling the new government to continue in power.

Its first act will be one of political vengeance: Ms. Sigurdardottir said at a press conference on the day she took office that she will try to dismiss David Oddsson, the governor of the Central Bank, who dominated Icelandic politics as conservative prime minister from 1991 to 2004.

With his sharp wit and forceful personality, Mr. Oddsson made enemies not only on the left, but also among some of Iceland's "tycoons."

In 2004, at the close of his tenure, there was a bitter conflict between him and Iceland's best-known tycoon, Jon Asgeir Johannesson, the main owner of Baugur Group, which controls more than 75% of the private media in Iceland. Worried about so much power in the hands of one man, Mr. Oddsson pushed for legislation that would have have barred any market-dominant firm from controlling more than 25% of any media company.

Although parliament passed the law, President Olafur R. Grimsson, who has close ties to Mr. Johannesson, refused to sign it. Needless to say, Mr. Johannesson has since used his media empire to conduct a relentless campaign against Mr. Oddsson. Strangely, the Icelandic left is joining forces with Mr. Johannesson against Mr. Oddsson. However, the government cannot easily dismiss the central bank governor, who is supposed to be independent.

Moreover, Mr. Oddsson is one of the few Icelanders who sounded the alarm bells before the crisis hit the island. At a breakfast meeting of the Hannes Hólmsteinn, Davíð og BjörnIcelandic Chamber of Commerce in November 2007 -- a year before the banking collapse -- the governor said: "Iceland is becoming uncomfortably beleaguered by foreign debt. At a time when the Icelandic government has rapidly reduced its debt and the Central Bank's foreign and domestic assets have increased dramatically, other foreign commitments [by private banks] have increased so much that the first two pale into insignificance in comparison. All can still go well, but we are surely at the outer limits of what we can sustain for the long term."

As far back as 2006, Mr. Oddsson, in several private meetings with Prime Minister Haarde, Social Democrat leader Ms. Gisladottir and Icelandic bankers, issued strenuous warnings about the banking danger.

But Mr. Oddsson could only warn, not act. In 1998, all banking supervisory activities were transferred from the Central Bank to a new Financial Supervisory Authority, which operated under the same regulations as corresponding authorities in other member states of the European Economic Area.

The left's fixation with Mr. Oddsson overlooks the two main reasons why the crisis hit Iceland harder than other countries. One was that the Icelandic banks had grown too big for Iceland and, when needed, other central banks in the EEA declined to come to the assistance of the Icelandic Central Bank to ensure bank liquidity. In retrospect, this was a serious flaw in the EEA agreement.

The crisis has now fueled speculation that Iceland may change course and try to become an EU member in order to eventually join the euro zone. But the Social Democrats, who long supported EU membership, have suddenly taken it off the agenda in order to accommodate the Left Greens, who oppose it. The conservatives, out of government for the first time in 18 years, remain ambivalent about EU membership.

Besides, it's unclear whether euro membership would have helped Iceland during this crisis. The problem is that within the euro zone, individual central banks, not the European Central Bank, remain the lenders of last resort. Iceland's Central Bank still would have been unable to keep its commercial banks afloat.

The other reason why the crisis hit Iceland so hard was that U.K. Prime Minister Gordon Brown used an antiterrorist law to close down Icelandic banks in Britain. The British government also put one of them, Landsbanki, together with the Icelandic ministry of finance and the central bank, on a list of terrorist organizations, alongside al Qaeda and the Talibans. This act destroyed all international confidence in the Icelandic banks, which had no chance of surviving.

With the formation of the Sigurdardottir government, Iceland has taken a sharp turn to the left. Unused to adversity, Icelanders are bewildered and angry. The new government is taking advantage of the economic collapse to go after its political enemies.

Geir H. Haarde and David Oddsson may be among the first political casualties of the international financial crisis, but they are unlikely to be the last. It looks like other nations are also entering interesting times.

Mr. Gissurarson is member of the board of Iceland's Central Bank and professor of politics at the University of Iceland.

_________________________________________________

Íris Erlingsdóttir, sem búsett er í Bandaríkjunum og ég birti grein eftir hér var ekki sátt við einhliða málflutning og söguskoðun Hannesar Hólmsteins og birti grein í Huffington Post í gær. Íris hefur skrifað nokkrar greinar í um ástandið á Íslandi og fengið yfir sig gríðarlegar skammir Íslendinga. Hún hefur verið sökuð um að rægja land og þjóð og ýmislegt fleira óviðurkvæmilegt þrátt fyrir að segja ekkert nema sannleikann. Ætli Hannes Hólmsteinn hafi fengið viðlíka skammir fyrir sína grein og rangfærslurnar þar? En hér er grein Írisar.

_________________________________________________

Iceland's Conservatives Try to Rewrite History

Posted February 4, 2009 | 04:49 PM (EST)

by Íris Erlingsdóttir

Hannes H. Gissurarson wrote a letter in yesterday's Wall Street Journal decrying the new government's desire to remove former conservative Independence Party Prime Minister David Oddsson from his position as governor of the Central Bank.

Although Mr. Gissurarson sees this development as part of a left-wing conspiracy to lead Iceland down the path of damnation, the truth of the matter is that Oddsson and Hannes were the main architects of Iceland's Íris Erlingsdóttirbanks' privatization and chief apostles of the lax regulatory system that resulted in the worst financial failure of any country in modern times.

In 2002, Mr. Gissurarson published How Can Iceland Become the Richest Country in the World?, in which he outlined the opportunities that Iceland would have as an international financial center. Oddsson believed that it was the government's ownership of the banks that was preventing this from happening. "The crucial factor," he said in a 2004 speech, "was the iron grip that the Icelandic state had on all business activity through its ownership of the commercial banks."

Accordingly, the country's banks were privatized in 2003. However, in keeping with their libertarian philosophy, no effective regulatory and supervisory bodies were created. Instead, Iceland's political patronage system decided who was going to own the banks and what their reporting requirements would be.

Mr. Gissurarson is himself one of the prime beneficiaries of this patronage system. He was appointed to the political science faculty of the University of Iceland in 1988 by Iceland's Education Minister, despite vociferous protests from the faculty and the university that he had no expertise in the area of politics. He was appointed to the Central Bank's board, despite his lack of expertise in finance. He was recently found by the Icelandic Supreme Court to have breached the copyright in the memoirs of Halldor Laxness, Iceland's only Nobel Prize winner.

The Central Bank was instrumental in Iceland's rise. It maintained high interest rates, which led to an overvalued krona, which led to cheap imported goods and vast sums of foreign capital. In 2006, when Danske Bank published a paper titled "Geyser Crisis" that indicated that Iceland's banks had grown too much, and that the country was overly dependent on foreign investors to keep sending money.

When the banks were unable to repay bonds in euros, as predicted, the house of cards collapsed. Glitnir, Iceland's third largest bank, approached Oddsson in late September 2008 for the euros it desperately needed to maintain liquidity. Oddsson led Glitnir to believe that he had them covered, but in fact he had not stockpiled enough foreign currency reserves to back more than 4% of the banks' foreign debts. Ultimately, he informed Glitnir officials that the bank would be nationalized, which rapidly led to bank runs in Europe, the collapse of all three of Iceland's large commercial banks, and a precipitous decline of the krona.

Mr. Gissurarson attempts to place the blame for Iceland's fall on everyone but Mr. Oddsson and himself. He ignores the facts that Mr. Oddsson maintained control of the Independence Party after he took his post with the Central Bank, that the deregulation of the banks went according to the plan that he and Oddsson had drafted years earlier, and that England seized Iceland's banks only after the Icelandic government notified British authorities that it would not back its banks' foreign accounts.

Another Chinese curse is "May your dreams all come true." Your dreams did come true, Mr. Gissurarson, and our country has been cursed.

_________________________________________________

Slóð á grein Hannesar Hólmsteins er hér og slóð á grein Írisar hér.


Til athugunar fyrir íslensk stjórnvöld framtíðarinnar

Þetta er eiginlega framhald síðustu færslu. Þar kom fram í frétt Channel 4 að í dag kæmi Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander - breska bankans sem Kaupþing keypti - fyrir nefnd á vegum breska þingsins sem  rannsakar bankahrunið, þ.á.m. íslensku bankana sem störfuðu í Bretlandi. Það má eiginlega kalla þetta yfirheyrslu. Nefndin sem hér um ræðir er alltaf að störfum (permanent committee) og rannsakar allt mögulegt sem við kemur fjármálum og fjármálastarfsemi, enda heitir hún Treasury Committee (treasury = ríkissjóður).

Yfirheyrslurnar hófust klukkan 9:45 í morgun og þeim lauk klukkan 12:13. Fyrstir voru fulltrúar innistæðueigenda íslensku bankanna spurðir spjörunum úr. Síðan var Tony Shearer spurður um skoðanir sínar á hinum íslensku Kaupþingsmönnum, viðvaranir sínar til breska Fjármálaeftirlitsins og fleira. Að lokum sátu fyrir svörum fulltrúar yfirvalda í skattaskjólunum á Guernsey og Isle of Man. Þetta má allt sjá hér. Á morgun verður tekið fyrir hlutverk fjölmiðla í bankahruninu. Þá mæta menn frá Financial Times, Daily Mail, Guardian og BBC. Ekki síður spennandi að fylgjast með því.

Og það er einmitt málið. Breskar þingnefndir starfa fyrir opnum tjöldum, almenningur má vera viðstaddur - og auðvitað fjölmiðlar - og fundirnir eru í beinni útsendingu á netinu. Ég fylgdist með framburði Tony Shearer í beinni í morgun. Slík vinnubrögð hljóta að veita bæði nefndinni og vitnum gríðarlegt aðhald því allir sem vilja geta horft og hlustað. Hvernig hefði t.d. Davíð Oddsson svarað viðskiptanefnd þingsins um daginn ef við hefðum öll verið að horfa og hlusta? Hefðu nefndarmenn spurt öðruvísi undir vökulum augum almennings og fjölmiðla? Ég efast ekki um það.

Því legg ég til að í framtíðarskipulagi íslensku stjórnsýslunnar, hvort sem um er að ræða nýja stjórnarskrá, nýtt lýðveldi, breytt og bætt vinnubrögð stjórnvalda eða hvað sem við viljum kalla það - að þessi háttur verði tekinn upp. Að hér fari allt fram fyrir opnum tjöldum; nefndarfundir, rannsóknir og yfirleitt allt sem varðar almannahag.

Hér er þáttur Tonys Shearer í morgun. Mjög athyglisverður og vel þess virði að horfa og hlusta vandlega.



Viðbót: Hér svarar Sigurður Einarsson því sem Tony Shearer segir í yfirheyrslunni. Samkvæmt orðum Sigurðar er Shearer að ljúga. Hvor er nú trúverðugri í ljósi þess sem gerst hefur og alls flórsins sem mokað hefur verið út úr skúmaskotum hjá Kaupþingi?
 
Viðbót 2: Stöð 2 fjallaði um málið í kvöld:
 

Flórinn er botnlaus

Ég sá þessa frétt fyrst á Eyjunni seint í gærkvöldi. Í ljós hefur komið að fyrrverandi forstjóri breska bankans Singer og Friedlander, sem Kaupþing  yfirtók í ágúst 2005, varaði breska Fjármálaeftirlitið (FSA) við Kaupþingsmönnum. En FSA virðist hafa verið alveg jafnsofandi og Fjármálaeftirlitið hér á landi og hlustaði ekki.

Íslenska Fjármálaeftirlitið var stolt af sínum bönkum og 1. desember 2005 var eftirfarandi frétt í Viðskiptablaðinu: 

Eignir bankanna þrefaldast á einu og hálfu ári

Á einu og hálfu ári frá fyrri hluta árs 2004 til seinni hluta árs 2005 hafa heildareignir íslensku viðskiptabankanna miðað við samstæðuuppgjör þrefaldast, sem skýrist fyrst og fremst af aukningu á starfsemi þeirra utan Íslands. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins.

Þar er rakið að Kaupþing banki hf. hóf útrás bankanna árið 1998 með stofnun Kaupthing Luxembourg S.A. Þá keypti Íslandsbanki hf. Raphael & Sons Plc. 1999 og Landsbanki Íslands hf. Heritable Bank árið 2000 í Bretlandi. Þessi fyrstu skref bankanna voru vísir að þeirri útrás íslensks fjármálamarkaðar sem orðið hefur á síðastliðnum árum. Búnaðarbanki Íslands hf. stofnaði síðan Bunadarbankinn International S.A. Luxembourg 2000 og árið 2002 varð til Kaupthing Sverige A.B. Árið 2003 keypti síðan Landsbanki Íslands hf. Bunadarbankinn International S.A. af Kaupþingi banka hf. og nafnbreytir í Landsbankinn Luxembourg S.A.

Næstu stóru skref í útrás bankanna verða á árinu 2004 þegar Kaupþing banki hf. kaupir FIH bankann í Danmörku og setur á stofn Kaupthing bank Oyj í Finnlandi og Íslandsbanki hf. kaupir Kreditbanken í Noregi. Viðburðaríkt ár í erlendri útrás bankanna er svo árið 2005 þegar Íslandsbanki hf. festi kaup á BN banken í Noregi, Landsbanki Íslands hf. keypti Teather & Greenwood í Bretlandi og Kepler Securities í Frakklandi og Kaupþing banki hf. kaupir Singer & Friedlander í Bretlandi. Þessi upptalning er þó ekki tæmandi listi yfir þá starfsemi sem viðskiptabankarnir stunda erlendis í dótturfélögum, útibúum eða skrifstofum.

Fannst virkilega engum grunsamlegt að eignir bankanna hafi þrefaldast á einu og hálfu ári? Í gærkvöldi kom síðan þessi frétt á Channel 4 sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Viðmælandi fréttakonunnar segir Kaupþingsmenn ekki hæfa til að reka búð með fisk og franskar, hvað þá banka.

Times Online fjallaði um málið...

Times Online 2. feb. 09

...og það gerði Eyjan líka.

Eyjan 2. feb. 09

Svo er borið við mannréttindum þessara manna, sem stálu öllu steini léttara og skildu okkur eftir í skítnum þegar rætt er um að leggja hald á eigur þeirra og hafa upp á þýfinu! Hvað með okkar mannréttindi, fórnarlambanna... heillar þjóðar? Eru mannréttindi okkar minni eða léttvægari en auðmanna? Eða er eitthvað annað á bak við þann fyrirslátt?

En nú er mig farið að lengja eftir umfjöllun um hina bankana tvo, Glitni og Landsbankann. Ég dreg stórlega í efa að flórinn sé minni þar - en af einhverjum dularfullum ástæðum berast bara flórfréttir af Kaupþingi þessa dagana.


mbl.is Var aðvarað vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið upp úr stóriðju að hafa

Einhver ætti að benda nýjum umhverfisráðherra á þessi skrif Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. DV bendir hér á grein Indriða um hve lítill fjárhagslegur ávinningur er af stóriðju og hvernig rányrkja orkuauðlindanna í þágu álvera stangast á við að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Bloggfærsla Indriða um málið er hér og ég leyfði mér að hengja grein hans við þessa færslu, sjá neðst.

Þessar niðurstöður Indriða eru svo alveg burtséð frá umhverfisáhrifum virkjananna sjálfra, eiturgufunum sem jarðgufuvirkjanirnar spúa yfir okkur og náttúruspjöllunum sem þær valda. Þær eru nefnilega alls ekki "hreinar og endurnýjanlegar" eins og yfirvöld og virkjanafíklar hafa keppst við að ljúga að þjóðinni.

Lítið upp úr stóriðju að hafa - DV - Indriði H. Þorláksson

Viðbót 3. febrúar:

Indriði - Eyjan - Fréttablaðið


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Silfur og stórfréttir dagsins

Útsending Silfursins var rofin tvisvar með fréttainnslögum. Klippti þau saman, sérstaklega til að hafa samfellu í máli Andrésar sem var frábær. Ungur maður sagði við mig um daginn að Viðar væri helst til róttækur fyrir sinn smekk... ég er alls ekki sammála því. Ég vona að miklu fleira ungt fólk hugsi á svipuðum nótum og hann.

Vettvangur dagsins 1 -  Guðmundur Steingríms, Agnes Braga, Svanfríður Jónasdóttir, Birgir Hermanns

 

Vettvangur dagsins 2 - Viðar Þorsteins, Agnes, Svanfríður, Ómar Ragnars

 

Gunnar Tómasson, hagfræðingur
(sá hefur verið forspár)

 

Andrés Magnússon, læknir

 

Fréttirnar sem skotið var inn í Silfrið

 

Svo er hér bein útsending Stöðvar 2 frá blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar. RÚV klippti á sína útsendingu til að sýna handboltaleik mér til mikillar gremju.


Varnarhættir sálarinnar

Eitt af því sem kallað er "sálrænir varnarhættir" er afneitun og hún er sögð vera frumstæð. Flestir kannast við afneitun í ýmsum myndum. Hún er misalvarleg en í risastórum dráttum má segja að afneitun sé það, þegar fólk neitar hreinlega að horfast í augu við raunveruleikann.

Undanfarna mánuði höfum við orðið vitni að einni mestu og alvarlegustu hópafneitun í manna minnum - bæði hjá stjórnvöldum og okkur sjálfum. Sumir voru fljótari að átta sig og horfast í augu við raunveruleikann en aðrir og ýmsir eru ennþá í mikilli afneitun. Ef kosningar verða í vor er eins gott að vera á verði og standa klár á því hvaða frambjóðendur í hvaða flokkum eru enn að beita þessum sálræna varnarhætti - meðvitað eða ómeðvitað.

Líklega tekur ný stjórn við í dag. Geir Haarde stendur upp úr stóli forsætisráðherra og miðað við yfirlýsingar hans og viðtöl við sjálfstæðismenn í vikunni þurfa þeir nauðsynlega að fara í mjög innhverfa og öfluga íhugun og taka á afneituninni.

Hér eru sýnishorn af afneitun fráfarandi forsætisráðherra allt til síðasta dags og mögulegum nýjum þjóðsöng.


Hugleiðingar um Framsókn og fleira

Nýr formaður, sama skítlega eðlið? Hvað er Framsóknarflokkurinn að pæla? Hvað vill hann... eða á ég frekar að spyrja: Hvað vilja flokkseigendur og gömlu spillingaröflin í Flokknum? Það þarf enginn að segja mér að Sigmundur Davíð hafi komið eins og hvítur stormsveipur og náð að gera samvisku flokksins hreina og tæra eins og íslenskan fjallalæk á hálfum mánuði með 449 atkvæði að vopni. Nei, nú er verið að kenna honum að makka - eða gera hann sæmilega fullnuma. Og hann talar eins og Framsóknarflokkurinn sé beinn aðili að stjórnarmyndun og sé sá sem valdið hefur. Ef ekkert gerist NÚNA eru frægðarmínúturnar fimmtán liðnar og Framsókn og formaðurinn geta gleymt atkvæðunum í næstu kosningum.

Af hverju hef ég á tilfinningunni að á bak við tjöldin séu spillingaröflin á fullu að græja hlutina og setja stóla fyrir ýmsar dyr? Af hverju grunar mig líka að Flokkurinn verði látinn ganga fyrir þjóðarhag - eina ferðina enn? Af því Framsókn vill kjósa svona snemma? Reyna að viðhalda þeirri blekkingu að eitthvað hafi breyst með nýjum formanni? Veit ekki... en hitt veit ég - að ef þeir ákveða að lokum að sænga með Sjálfstæðisflokknum eins og sumir eru að ýja að - þá verður allt endanlega brjálað í samfélaginu.

Hér eru samanklipptar nokkrar fréttir með viðtölum við Sigund Davíð frá 27. til 30. janúar. Hver er nógu slægur og pólitískt þenkjandi til að "lesa á milli línanna", ef svo má að orði komast um talmál. Ég réð ekkert við hugrenningatengslin við innstu koppana í framsóknarbúrinu. Þeir eru miklu fleiri reyndar. Hverja vantar?

Ég er tortryggin. Vil hugarfarsbyltingu, nýtt fólk, nýjar hugmyndir, nýtt siðferði, nýja stjórnarskrá, ný kosningalög... Fæst það í gegn með gömlu flokkana í fararbroddi sem standa vörð um sig og sinn rass? Hafa ný öfl tíma til að skipuleggja sig ef kosið verður 25. apríl? Það eru ekki nema þrír mánuðir þangað til og Framsókn enn að tefja. Þetta er mjög naumur tími fyrir ný, staurblönk stjórnmála- eða umbyltingaröfl.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að mæta á Austurvöll og sýna stjórnmálamönnum að enn er LANGT í land með að kröfum og væntingum almennings sé fullnægt. Mjög langt og allar tafir vítaverðar.

Mótmæli á Austurvelli 24. janúar 2009


Leppar og leynifélög - 4. hluti

 

 
 
Til upprifjunar:
 
3. hluti
 

2. hluti

 

1. hluti

 

Að slá í gegn hjá þjóðinni

Ég hef einu sinni áður myndskreytt útvarpsefni sem var svo myndrænt að ég stóðst ekki mátið - svona gerði ég það þá. Nú fór ég allt aðra leið við myndskreytingu á Spegilsviðtali við Sigurbjörgu Árnadóttur sem ég skrifaði um hér. Í þessum kafla Spegilsins var fjallað um prófkjör og kosningar á Íslandi og Sigurbjörg sSigurbjörg Árnadóttiragði frá hvernig þessum málum er háttað í Finnlandi, en þar bjó hún lengi. Lýsing Sigurbjargar smellpassar við umræðuna hér um þessar mundir, enda margfalt lýðræðislegri og ódýrari auk þess sem hún kemur í veg fyrir að hægt sé að svindla og svíkja eins og gert er við núverandi fyrirkomulag og kemur glögglega fram í þættinum.

Þessi kosningaaðferð er svipuð, ef ekki sú sama, og Ómar Ragnarsson og margir fleiri hafa talað fyrir en hún gengur skrefinu skemur en hugmyndir Vilmundar Gylfasonar og Bandalags jafnaðarmanna árið 1983 - sjá hér. En aðferðin væri risastórt skref í áttina að beinna lýðræði og áhrifum almennings á það, hverjir sitja á þingi hverju sinni. Ýmsu fleiru er nauðsynlegt að breyta við kosningalögin, t.d. má alveg hugsa sér að landið verði eitt kjördæmi. Það gengur ekki lengur að þingmenn og ráðherrar kaupi sér atkvæði rándýru verði, greitt úr vasa þjóðarinnar, en láti sér þjóðarhag í léttu rúmi liggja. Það verður einfaldlega að hugsa um heildina, ekki sérhagsmuni. Við höfum ekki efni á öðru.

En hér er Spegilsviðtalið myndskreytt með þingmönnum, myndir teknar af vef Alþingis og birtar í stafrófsröð. Af einhverjum ástæðum eru þeir 64 og ég gat ekki með nokkru móti áttað mig á hver átti ekki heima þarna. Einhver hlýtur að reka augun í það. Af ásettu ráði setti ég nöfn þingmanna ekki inn til að leyfa fólki að giska á hver er hver. Sumum andlitum er maður gjörkunnugur - önnur hefur maður bara aldrei séð. En eitt er víst: Þeim hefur fæstum tekist að slá í gegn hjá þjóðinni.


Hlutverk fjölmiðla á óvissutímum

Góð grein eftir Gunnar Hersvein í Mogganum í dag.

Hlutverk fjölmiðla á óvissutímum - Mbl. 29.1.09


Hvalablástur Kristjáns í Kastljósi

Hvaða skoðun sem maður hefur svosem á hvalveiðum og hinni furðulegu og umdeilanlegu reglugerð sjávarútvegsráðherra á síðustu starfsdögum sínum verður þetta efni að teljast makalaust. Mér leikur forvitni á að vita hvernig Sigmari leið... hvernig honum tókst að halda andlitinu. Kristján er verri en ruddalegasti pólitíkus og ómálefnalegri en ergilegustu sjálfstæðismenn og -konur þessa dagana... nefnum engin nöfn. Ég fann til með Sigursteini. Sennilega hefði ég bara þagað til að mótmæla svona forkastanlegum yfirgangi.

Til gamans má geta þess að í desember sl. var frétt á Vísi um að kjöt af langreyðum sem veiddar voru haustið 2006, rúmum tveimur árum áður, væri loks komið í dreifingu á markaði í Japan. Greinilega roksala í hvalkjötinu - það er bara rifið út. Eða hvað? Ég hef það alltaf á tilfinningunni að hvalveiðileyfi séu gefin út fyrir pyngju örfárra manna, en í þetta sinn bætist hefndarhugur við.

Hvað eru hinir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að dunda sér við á lokasprettinum?


Kompássprengjur í Kastljósi

Vonandi hafa sem flestir séð Kastljósið í gærkvöldi. Ef ekki þá er brotið sem ég vísa í hér fyrir neðan. En eins og allir muna var Kompás tekinn af dagskrá Stöðvar 2 sl. fimmtudag, 22. janúar og aðstandendum þáttarins sagt upp störfum um leið og Sigmundi Erni og Elínu, konu hans. Ég hef áður skorað á RÚV að ráða Sölva Tryggvason sem var látinn hætta í Íslandi í dag um áramótin. Ekkert bólar á þeirri ráðningu og ég veit ekki hvað varð um Sölva.

Enn skora ég á RÚV og nú að sýna Kompássþáttinn og jafnvel taka þættina upp á arma sína. Ef með þarf er skorað á væntanlegan menntamálaráðherra að veita fé til RÚV í þeim tilgangi einum saman - og til að efla fréttastofu og rannsóknarfréttamennsku í fréttum og Kastljósi. Ég vil sjá þennan Kompás. Ef ég ætti eintak gæti ég sýnt hann hér.

Lokaorð Kristins Hrafnssonar voru alveg hárrétt: "Maður spyr sig náttúrulega bara um ábyrgðarhlut og ábyrgðarsýn eigenda Stöðvar 2 á þjóðfélagslegt hlutverk og stöðu fjölmiðilsins inni í samfélaginu á þessum ögurstundum sem við lifum á... Að draga þarna úr fréttaþjónustu og draga úr getu Stöðvarinnar til þess að sinna gagnrýnni umfjöllun." Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn á að efla allan hlutlausan fréttaflutning og rannsóknarblaða- og -fréttamennsku til að upplýsa þjóðina um sannleikann á bak við efnahagshrunið og kreppuna.

Því verður ekki á móti mælt að ábyrgð fjölmiðla er gríðarleg, jafnvel meiri en starfsfólk þeirra gerir sér almennilega grein fyrir. Ábyrgð þeirra er mikil undir venjulegum kringumstæðum en margföld eins og málum háttar þessa dagana, vikurnar og mánuðina. En hér er Kompás í Kastljósi.

Vísir bar blak af eigendum sínum í gærkvöldi og birti þetta klukkan rúmlega ellefu:

Vísir 27.1.09

Gömul frétt???  W00t Fimm daga gömul frétt um mögulegan stórþjófnað eða fjársvik og jafnvel landráð sem ekki er búið að taka á - gömul frétt?! Við megum ekki hugsa svona! Þetta er ekki gömul frétt fyrr en málið er upplýst. Og svo er þetta ekki nema hálfsannleikur. Upphæðir eru allt aðrar og margfalt lægri í frétt Stöðvar 2, ekkert er minnst á skattaskjól á bresku Jómfrúreyjum og fleira nefndi Kristinn sem fréttin tekur ekki á eins og heyra og sjá má hér í tilvitnaðri frétt:

Í viðtali seinna í Kastljósi dró Jón Daníelsson í efa að hægt væri að frysta eigur auðmanna og ná í skottið á þeim - sjá hér. Erfitt, flókið, alþjóðlegt vandamál eða eitthvað í þá áttina. Þá spyr ég, því ég er ekki í neinum vafa um að sukkið í bönkunum var ólöglegt: Til hvers er Interpol? Eins og sjá má á þessari síðu kemur Interpol víða við. Bendi sérstaklega á undirsíðurnar Corruption og Financial and high-tech crime.

Undir "Corruption" segir m.a. þetta: "INTERPOL, in partnership with the StAR Initiative, is working towards the recovery and return of stolen assets. This project allows INTERPOL to actively engage national law enforecement bodies in co-ordinated efforts to trace, seize, confiscate and return public funds to victim countries". Ég fann til undarlegrar samsömunar þegar ég las þetta. "Financial and high-tech crimes" tekur m.a. á fjárböðun (money laundering). Var ekki verið að tala um fjárböðun Rússagulls í gegnum Landsbankann á Íslandi í boði rússnesku mafíunnar? Á ekkert að rannsaka það mál?

Ísland er aðili að Interpol. Bað fráfarandi ríkisstjórn þá um aðstoð við að finna peningana okkar? Mun ríkisstjórnin sem er í burðarliðnum gera það? Eða verðum við, almenningur, að senda Interpol póst og fara fram á aðstoð. Líkast til eru þúsundir milljarða í húfi - og okkur munar heldur betur um minna.

Að lokum: Lesið þetta - og takið eftir þessu.


Stjórnarskráin - fordæmi og hefðir

Mikið hefur verið rætt um stjórnarskrána okkar undanfarið, greinar túlkaðar af ýmsum spekúlöntum og sýnist sitt hverjum. En hvernig hljóðar stjórnarskráin og af hverju þarf að vera svona mikill ágreiningur um túlkun á henni? Ég get ekki séð að orðalagið sé neitt sérstaklega loðið. Og ég fæ heldur ekki skilið að þótt ekki sé fordæmi eða hefð fyrir hlutunum megi ekki brjóta þær hefðir upp eða setja ný fordæmi. Annað væri beinlínis argasta stöðnun.

Skjaldarmerki lýðveldisins ÍslandsSaga stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nær aftur til 1874 þegar Kristján IX rétti þjóðinni upprúllað skjal ef marka má styttuna af honum fyrir framan stjórnarráðið sem á að tákna þann atburð. Sú stjórnarskrá var um "hin sjerstaklegu málefni Íslands" innan danska konungsríkisins (sjá .pdf-skjal neðst í færslunni). Gerðar voru breytingar á henni með stjórnskipunarlögum 1903 og 1915.

Næsta stjórnarskrá er dagsett 18. maí 1920 og þá er Kristján X kominn til sögunnar, sonarsonur þess IX. Þá er hún kölluð "Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands" (sjá .pdf-skjal neðst í færslunni).

Sú stjórnarskrá sem nú er í gildi er "Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands" frá 17. júní 1944 og er hún byggð á þeim fyrri. Breytingar hafa verið gerðar á henni sjö sinnum síðan 1944, síðast 1999, en ekki ýkja stórvægilegar (sjá upprunalega mynd hennar í .pdf-skjali neðst í færslunni). Nú er mikið talað um að breyta stjórnarskránni og þá þarf fólk að vera með á hreinu hverju það vill breyta. Stjórnarskráin er orðin 65 ára gömul í grunninn og eflaust ýmislegt í henni sem ekki stenst tímans tönn. Árið 2005 var skipuð níu manna nefnd til að endurskoða stjórnarskrána, en mér vitanlega hefur ekkert komið út úr vinnu þeirrar nefndar - a.m.k. kosti engar breytingar á stjórnarskránni.

En hér er gildandi stjórnarskrá með síðari tíma breytingum eins og hún er birt á vef Alþingis. Nú þarf að fara vel yfir hana og bæta og breyta á skynsamlegan hátt - eða semja nýja.

______________________________________________________

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

1944 nr. 33 17. júní

Tók gildi 17. júní 1944. Breytt með l. 51/1959 (tóku gildi 20. ágúst 1959), l. 9/1968 (tóku gildi 24. apríl 1968), l. 65/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 56/1991 (tóku gildi 31. maí 1991), l. 97/1995 l.100/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995) og l. 77/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999).

I.
1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

II.
3. gr. Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn.
4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.
5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.
Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör forseta, og má þar ákveða, að tiltekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar.
6. gr. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að 4 árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar.
7. gr. Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu.
8. gr. Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti ...1) Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti ...1) Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.
   1)L. 56/1991, 1. gr.
9. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.
Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.
10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt.
11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna ...1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
   1)L. 56/1991, 2. gr.
12. gr. Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.
Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.
Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem taldir eru í 61. gr.
21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.
22. gr. [Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.]1)
   1)L. 56/1991, 3. gr.
23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum.
[Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.]1)
   1)L. 56/1991, 4. gr.
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
   1)L. 56/1991, 5. gr.
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
27. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.
28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.]1)
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
   1)L. 56/1991, 6. gr.
29. gr. Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.
30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.

III.
31. gr. [Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.
Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr.
Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.
Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.]1)
   1)L. 77/1999, 1. gr.
32. gr. [Alþingi starfar í einni málstofu.]1)
   1)L. 56/1991, 7. gr.
33. gr. [Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.
Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.]1)
   1)L. 65/1984, 2. gr.
34. gr. [Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.]1)
[Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.]2)
   1)L. 65/1984, 3. gr. 2)L. 56/1991, 8. gr.

IV.
35. gr. [Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert hinn fyrsta dag októbermánaðar eða næsta virkan dag ef helgidagur er og stendur til jafnlengdar næsta árs hafi kjörtímabil alþingismanna ekki áður runnið út eða þing verið rofið.
Samkomudegi reglulegs Alþingis má breyta með lögum.]1)
   1)L. 56/1991, 9. gr.
36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.
37. gr. Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.
38. gr. [Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.]1)
   1)L. 56/1991, 10. gr.
39. gr. [Alþingi]1) getur skipað nefndir [alþingismanna]1) til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. [Alþingi]1) getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum.
   1)L. 56/1991, 11. gr.
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
42. gr. Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld.
...1)
   1)L. 56/1991, 12. gr.
43. gr. [Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skal fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum.]1)  1)L. 100/1995, 1. gr., sbr. 2. gr. s.l.
44. gr. [Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.]1)
   1)L. 56/1991, 14. gr.
45. gr. [Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.]1)
   1)L. 56/1991, 15. gr.
46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ...1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.
   1)L. 56/1991, 16. gr.
48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
...1)
   1)L. 56/1991, 17. gr.
49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]1)
   1)L. 56/1991, 18. gr.
50. gr. Nú glatar alþingismaður kjörgengi, og missir hann þá rétt þann, er þingkosningin hafði veitt honum.
51. gr. Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.
52. gr. [Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.]1)
   1)L. 56/1991, 19. gr.
53. gr. [Eigi getur Alþingi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.]1)
   1)L. 56/1991, 20. gr.
54. gr. [Heimilt er alþingismönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu.]1)
   1)L. 56/1991, 21. gr.
55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
   1)L. 56/1991, 22. gr.
56. gr. [Þyki Alþingi ekki ástæða til að gera aðra ályktun um eitthvert mál getur það vísað því til ráðherra.]1)
   1)L. 56/1991, 23. gr.
57. gr. Fundir ...1) Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.
   1)L. 56/1991, 24. gr.
58. gr. [Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.]1)
   1)L. 56/1991, 25. gr.

V.
59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.
60. gr. Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta málinu til dóms.
61. gr. Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. [Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.]1)
   1)L. 56/1991, 26. gr.

VI.
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]1)
   1)L. 97/1995, 1. gr.
64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.]1)
   1)L. 97/1995, 2. gr.

VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
   1)L. 97/1995, 3. gr.
66. gr. [Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.
Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum.]1)
   1)L. 97/1995, 4. gr.
67. gr. [Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.
Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.
Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.
Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.]1)
   1)L. 97/1995, 5. gr.
68. gr. [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.]1)
   1)L. 97/1995, 6. gr.
69. gr. [Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað.
Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.]1)
   1)L. 97/1995, 7. gr.
70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1)
   1)L. 97/1995, 8. gr.
71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
   1)L. 97/1995, 9. gr.
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1)
   1)L. 97/1995, 10. gr.
73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)
   1)L. 97/1995, 11. gr.
74. gr. [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]1)
   1)L. 97/1995, 12. gr.
75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.]1)
   1)L. 97/1995, 13. gr.
76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)
   1)L. 97/1995, 14. gr.
77. gr. [Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.]1)
   1)L. 97/1995, 15. gr.
78. gr. [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.]1)
   1)L. 97/1995, 16. gr.
79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ...1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.
   1)L. 56/1991, 27. gr.
80. gr. ...
81. gr. Stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.1)
   1)Sbr. þingsályktun um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 16. júní 1944, og yfirlýsingu forseta sameinaðs Alþingis um gildistöku stjórnarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944. Sbr. og þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32 16. júní 1944.

Ákvæði um stundarsakir.
Er stjórnarskrá þessi hefur öðlast gildi, kýs sameinað Alþingi forseta Íslands fyrsta sinni eftir reglum um kjör forseta sameinaðs Alþingis, og nær kjörtímabil hans til 31. júlí 1945.
Þeir erlendir ríkisborgarar, sem öðlast hafa kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis eða embættisgengi, áður en stjórnskipunarlög þessi koma til framkvæmda, skulu halda þeim réttindum. Danskir ríkisborgarar, sem téð réttindi hefðu öðlast samkvæmt 75. gr. stjórnarskrár 18. maí 1920, að óbreyttum lögum, frá gildistökudegi stjórnarskipunarlaga þessara og þar til 6 mánuðum eftir að samningar um rétt danskra ríkisborgara á Íslandi geta hafist, skulu og fá þessi réttindi og halda þeim.
 [Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 31. gr. nægir samþykki einfalds meiri hluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau taka gildi. Þegar sú breyting hefur verið gerð fellur ákvæði þetta úr gildi.]1)
   1)L. 77/1999, 2. gr.
(tóku gildi 5. júlí 1995), 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Störf í boði - næsta skref?

Góð greining á störfunum eins og þau voru - og eru enn - en verða ekki ef við fáum einhverju að ráða. Frá honum Henrý Þór.

Næsta skref? - Henrý Þór Baldursson


Sagan hans Ara Matt í Silfrinu

Ég heyrði þessa sögu og fleiri slíkar fyrir þó nokkru síðan. Fundurinn sem Ari sagði frá er langt í frá sá eini sem haldinn var og sumir hafa kallað fundina námskeið því á þeim var mönnum kennt að flytja stórar fjárhæðir úr landi og fela þær. Hve mörg hundruð eða þúsund milljarðar af kvótapeningum t.d. ætli séu faldar í skattaparadísum? Og sjávarútvegurinn þó veðsettur í topp, sem svara margra ára afla, og bankarnir að afskrifa skuldirnar - sem þýðir að skattborgararnir borga brúsann á meðan milljarðamæringarnir halda öllu sínu skattlaust. Sanngjarnt?

Þetta á langt í frá aðeins við sjávarútveginn og kvótapeningana eins og við vitum. Skemmst er að minnast dularfullra millifærslna úr bönkunum korteri fyrir hrun og undarlegra hlutabréfakaupa fursta frá Austurlöndum. Vitað er að þúsundir milljarða af eigum þjóðarinnar eru faldar á leynireikningum einstaklinga og skúffufyrirtækja erlendis. Kannski nógu mikið til að borga skuldirnar sem þessir menn skildu okkur eftir með. Ég legg til að framtíðarstjórnendur landsins beiti öllu því valdi sem unnt er til að ná í þessa peninga - hverja einustu krónu, hvern einasta dollara, hverja einustu evru, jen, franka eða í hvaða mynt sem er. Þetta eru okkar peningar sem var stolið af okkur og það á að endurheimta þá.



Ég minni á viðtalið við Jón Steinsson í Silfrinu 7. desember sl. í þessu samhengi. Það var sláandi - og ætti að vera öllum ógleymanlegt.
 
 

Fréttir og Silfur dagsins

Stórfréttir dynja á okkur svo ört að maður hefur ekki við að fylgjast með og skrásetja. Báðar sjónvarpsstöðvarnar með aukafréttatíma í hádeginu og svo Silfrið í beinu framhaldi. Nú bíðum við kvöldfrétta og viljum meira því þetta er ekki nóg - rétt blábyrjunin. Seðlabankinn, sem hélt árshátíð í gærkvöldi (á okkar kostnað?) hlýtur að fylgja í kjölfarið. Og ég skil ekki af hverju á að hafa Jónas Fr. til 1. mars í FME. Veit það einhver? En hér eru atburðir dagsins.

Fréttir Stöðvar 2 klukkan 12

 

Fréttir RÚV klukkan 12 (vantar aftan á netútgáfuna)

 

Silfrið

Vettvangur dagsins 1 - Benedikt, Pétur, Ari og Jónína

 

Vettvangur dagsins 2 - Einar Steingrímsson og Friðrik Erlingsson

 

Gylfi Magnússon

 

Herdís Þorgeirsdóttir

 

Vilhjálmur Bjarnason (halaklipptur - RÚV lagar vonandi)

 


Enn öflugri mótmæli

Líklega er rétt að þetta hafi verið fjölmennasti mótmælafundurinn til þessa og stemmningin ólýsanleg. Lögreglan segir 7.000, ég og fleiri giskuðum á 8-10.000. Þessi gríðarlega góða mæting sýnir að fólk hefur ekki látið blekkjast af óljósu loforði um kosningar í maí. Enginn hefur verið látinn axla ábyrgð og allir skúrkarnir sitja sem fastast. Spillingin er í algleymingi og því mótmælum við öll! Hvað ætli mæti margir næst?

Ræðumenn voru mjög góðir. Fyrstur var Magnús Björn Ólafsson með kraftmikla ræðu sem ég býst við að verði birt hér. Næst var Hildur Helga Sigurðardóttir húmoristi með meiru og hún er búin að birta ræðuna sína á blogginu - hér. Því næst flutti Jakobína Ólafsdóttir stutt ávarp sem hún birtir á blogginu sínu hér. Lestina rak síðan Guðmundur Andri Thorsson og ég ætla að stelast til að birta frábæru ræðuna hans sem ég fann á Eyjunni.

Mótmæli á Austurvelli 24.1.09

Ræða Guðmundar Andra á Austurvelli 24. janúar 2008

Við komum úr ólíkum áttum þjóðlífsins og eigum kannski ekki margt sameiginlegt og þurfum ekkert að eiga það en við sameinumst í takti. Við sameinumst í tilfinningu. Við sameinumst í æðaslætti. Við erum stödd hér á guði og gaddinum - atvinnulaust fólk sem veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, háskólafólk sem horfir á grundvöll allra gilda gliðna, iðnaðarmenn sem fá ekki notið sinna handa, anarkistar, sósíalistar, markaðshyggjumenn, listamenn og vörubílstjórar, sjómenn, læknar, blaðamenn og kennarar, bálreiðar ömmur og hugstola afar, krakkar, mömmur, pabbar - fólk - fólk þar sem hver og einn kemur úr sinni átt þjóðlífsins og finnur hjarta sitt slá um stund hér á guði og gaddinum í takti við hjörtu samborgaranna í æðaslætti þúsundanna. Við erum þjóðin. Og við finnum til með ráðherrunum sem ganga í gegnum þrautir í lífi sínu, kvöl þeirra snertir okkur og við óskum þess að þeir beri gæfu til þess að sleppa takinu á valdataumunum. Við sendum þeim góða strauma og góðar óskir um góðan bata og óskum þess af öllu hjarta að þau átti sig á því að nú þurfa aðrir að stjórna landinu.

Við sameinumst í takti - í búsáhaldabúgganum sem er einfaldur og margslunginn í senn. Það var hér á Austurvelli sem þjóðin fann taktinn. Og takturinn kom úr eldhúsunum, eins og allt sem er gott og nærandi og grundvallandi. Þegar allt var komið í hönk gáði fólkið í eldhússkápana til að sjá hvað væri nú eiginlega til - og töfraði fram þennan takt út úr pottum sínum og pönnum. Hann er fjölbreyttur og tjáningarríkur - hann tjáir flóknar tilfinningar sem flæða um okkur í þessari martröð.

Hann tjáir fyrirlitningu okkar á þeim sem í því ofdrambi sem bara þekkingarleysið og heimskan geta skapað með samstilltu átaki hjá þeim sem fóru um Evrópu á einhvers konar blindafylleríi með okkar góða nafn og drógu það í svaðið með kaupæði á rekstri sem þeir höfðu ekki hundsvit á svo að nafn Íslands er nú tengt við græðgi og hálfvitagang og viðvaningslega glæpi.

Þessi taktur tjáir reiði okkar í garð þeirra stjórnvalda sem stóðu eins og stoltir foreldrar og fylgdust með þessu smánarlega fjöreggjakasti og neituðu að grípa inn í út af löngu afsönnuðum hagfræðikreddum um að réttlætið sé alltaf rangt, og ranglætið sé alltaf rétt.

Þessi taktur tjáir sorg okkar yfir áföllunum sem dynja yfir heimilin, samlíðan okkar og löngun til að takast í hendur hér á guði og gaddinum, hjálpast að, taka til, henda út drasli, rækta, byggja upp.

Því þessi taktur sem verður til þegar lamið er í potta og pönnur með sleifum og skeiðum tjáir ekki bara reiði okkar, örvæntingu og sorg, og hrópið Vanhæf ríkisstjórn! tjáir ekki bara niðurrif og andstyggð yfir því ábyrgðarleysi taktlausra valdhafa að sitja og sitja og sitja - og láta sitja og sitja og sitja þá sem ekki gátu og ekki kunnu - og ekki geta og ekki kunna - og munu ekki geta og munu ekki kunna - í þessum takti og í þessu hrópi er ekki bara reiði, örvænting, beiskja og sorg heldur hvatning. Þar er er ekki bara nei heldur líka já. Þar er ekki bara höfnun heldur líka von.

Lengi höfum við skimað eftir andlitum hrunsins. Við höfum horft á vanhæfa ríkisstjórn sem nú er senn á förum. Við höfum horft á Seðlabankann þar sem enn situr... og situr... og situr... og situr sjálfur höfundur íslenska efnhagsundursins og glundursins, Davíð Oddsson og hefur sér til fulltingis og eftirlits bankaráð þar sem situr sjálfur talsmaður íslenska efnahagsundursins, sjálfur grillpinni íslensku útrásarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Við höfum reynt að horfa á Fjármálaeftirlitið en komum aldrei auga á það. Við höfum horft á hina svokölluðu auðmenn sem á daginn kom að áttu aldrei rassgat heldur smugu um innviði íslensks samfélags eins og veggjatítlur - og átu þá.

Gagntekin og hálflömuð höfum við mænt á ásjónur valdsins og vanhæfninnar og enn um hríð munum við þurfa að horfa á sum þeirra sem neita að standa upp og greiða þannig fyrir endurreisn Íslands. En aðeins um hríð. Við erum ekki bara þessir fáu einstaklingar sem halda dauðahaldi í sína stóla. Það eru hérna þrjú hundruð þúsund manns! Landið er fagurt og frítt og gjöfult og við rétt að fara að læra á það. Við eigum fullt af auðlindum og hugviti, eitthvað svolítið af menningarverðmætum sem enn hafa ekki verið étin upp af veggjatítlum auðvaldsins... við eigum menntun, áræði, sköpunarkraft - og hvert annað. Þegar ásjónur hrunsins hafa farið sinn óhjákvæmilega veg, vonandi fyrr en síðar, þá þurfum við að beina sjónum okkar að því að finna andlit vonarinnar. Þau andlit finnum við með því að horfast í augu við okkur sjálf, horfa hvert á annað - hlusta á taktinn, renna inn í tilfinninguna, skynja æðasláttinn og orku þúsundanna, við erum þjóðin - við erum vonin.

_________________________________________________________

Ég má til með að segja ykkur svolitla sögu. Ég á heima alveg við miðbæinn. Um helgar fer um götuna góðglatt fólk á leið á djammið (og heim aftur undir morgun) og eins og allir vita finnst Íslendingum gaman að syngja þegar þeir eru komnir í glas. Venjulega eru kyrjaðir drykkjusöngvar ýmiss konar, slagarar, dægurlög og fleira þvíumlíkt. Hópur fólks gekk niður götuna um eittleytið í nótt og söng við raust. En það var enginn slagari - það var þjóðsöngur Íslendinga, sá hinn ósyngjanlegi. Þau sungu hann samt á leið á djammið. Þetta hef ég aldrei heyrt áður og gat ekki á mér setið að fara út í eldhúsglugga og horfa brosandi á þau hverfa syngjandi niður götuna.

En hér eru svo sjónvarpsfréttir kvöldsins um mótmælin sem haldin voru víða um land og umfjöllun um nýtt lýðveldi - og nýtt framboð.

Stöð 2 - 24. janúar 2009

RÚV - 24. janúar 2009


Og nokkrar myndir af Austurvelli í gær

Mótmæli á Austurvelli 24.1.09Mótmæli á Austurvelli 24.1.09Það mótmæla fleiri en mannfólkið


Fullkomið fólk steytir görn

Eftir tölvuleysi dagsins hef ég verið að vafra um netheima - fjölmiðla, blogg og fleira. Ég vona að ung börn hafi ekki séð orðbragðið sem viðhaft er á ýmsum bloggsíðum og í athugasemdum. Þvílíkur viðbjóður sem vellur út úr sumu fólki. Verri nú en nokkru sinni gagnvart þeim, sem áttu stærstan þátt í að ræna þjóðina aleigunni og svipta hana ærunni um leið. Ég held að þetta fólk með soraorðbragðið ætti að róa sig aðeins niður og hugsa málið.

Geir HaardeEn hvað gerðist? Jú, forsætisráðherra boðaði blaðamannafund og hélt afar vel skrifaða ræðu. Hvert orð var úthugsað, samsetning orðanna, niðurröðun setninganna - frábærlega vel gerð ræða. Hann tilkynnti um alvarleg veikindi sín sem munu valda fjarveru hans af landinu og úr starfi um tíma. Í leiðinni tilkynnti hann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skipt um skoðun, væri til í kosningar í vor og stakk upp á dagsetningu. Þetta var afar dramatísk stund. "Maximum impact," eins og sagt er. Það má endalaust deila um hversu smekklegt var að blanda þessum málum saman í einum blaðamannafundi, en ég efast ekki augnablik um að það var vandlega skipulagt enda tilgangurinn afar augljós.

Ég hef gagnrýnt forsætisráðherra harðlega fyrir störf hans og er ósammála honum í ansi mörgu sem lýtur að landstjórninni. En ég hef ekkert út á hann að setja sem manneskju. Að sögn er hann ljúfmenni, húmoristi og góður maður og ég efast ekki um að það sé satt. Ég finn til með honum og fjölskyldu hans og sendi honum einlægar óskir um góðan bata. Enginn óskar öðrum svo ills að lenda í slíkum hremmingum. Aldrei.

En veikindi forsætisráðherra breyta engu fyrir fólkið í landinu og þá stöðu sem við höfum verið sett í. Nákvæmlega engu. Samúð okkar með honum ekki heldur. Við megum ekki láta rugla okkur í ríminu og fara að blanda þessu saman. Ég áskil mér rétt til að halda áfram að gagnrýna störf forsætisráðherra og flokks hans, þrátt fyrir samúð mína með persónu hans og veikindum. Alveg nákvæmlega eins og við höfum svo ótalmörg gagnrýnt Samfylkinguna, formann hennar og utanríkisráðherra  algerlega burtséð frá veikindum persónunnar Ingibjargar Sólrúnar.

En gagnrýni okkar á stjórnmálamenn, embættismenn og auðjöfra undanfarna mánuði er hjáróma hjá þeim ósköpum sem sumir hafa látið dynja á Herði Torfasyni í dag. Ég held að ég hafi bara ekki séð neitt viðlíka - og einhverjir hafa ákveðið að hætta að mæta á mótmælafundi af því Herði fórst óhönduglega að tjá sig í óviðbúnu útvarpsviðtali. Einhverjir vilja að Hörður biðjist afsökunar á orðum sínum. Ætli þeir hinir sömu hafi krafið þá afsökunarbeiðni sem komu Íslandi á hausinn með græðgi, undirlægjuhætti, samsekt og kæruleysi? Kannski er fólk orðið svo þreytt á krepputalinu að það stökkvi á hvað sem er til að skeyta skapi sínu á, ég veit það ekki. Kannski er reiðin orðin svo lýjandi að samúðin er kærkomin tilfinning og fólk vill hafa hana í friði. Kannski eru þetta bara þeir sem eftir eru af stuðningsmönnum  ríkisstjórnarinnar sem koma nú fnæsandi og hvæsandi út úr fylgsnum sínum og nota hvert tækifæri, hversu ómerkilegt sem það er, til að ófrægja andófsmenn.

Hvað sem því líður sé ég enga ástæðu til að ata einn helsta baráttumann okkar fyrir Hörður Torfasonbetra þjóðfélagi þvílíkum aur og gert hefur verið - fyrir það eitt að komast óheppilega að orði. Nær hugsun fólks ekki lengra en þetta? Ég bara trúi því ekki. Hörður Torfason er búinn að leggja á sig ómælda vinnu undanfarna fjóra mánuði til að veita okkur farveg, aðstæður og tækifæri til að tjá okkur, finna til samkenndar með náunganum og leyfa okkur að finnast við vera að gera eitthvað sem skiptir máli og hefur áhrif. Og mikil ósköp, mótmælin hafa vissulega haft áhrif.

En margir hafa ekki mætt af því mótmælafundirnir eru ekki nákvæmlega eins og þeir vilja hafa þá. Fólk ber ýmsu fyrir sig: Ómögulegir ræðumenn, yfirskrift fundanna ekki rétt orðuð, kröfurnar ekki númeraðar í réttri röð, fundarstjórinn í ljótri úlpu, konan sem stendur fremst með rauða húfu... eða bara eitthvað sem afsakar laugardagsrölt í Kringlunni, þaulsetu yfir enska boltanum - hvað sem er til að sleppa við að standa í öllum veðrum á Austurvelli og krefjast breytinga fyrir sig og afkomendur sína.

Hörður Torfason hefur alltaf mætt, alltaf skipulagt allt, talað við innlenda og erlenda fjölmiðla, verið í sambandi við lögregluna vegna lokana á götum og slíkra tækniatriða. Hörður hefur verið vakandi og sofandi yfir mótmælafundunum í fjóra mánuði og ekki gert neitt annað. Ekki hefur hann þegið krónu fyrir, enda launagreiðandinn enginn - þvert á móti, hann hefur borgað heilmikla peninga úr eigin vasa til að dæmið gæti gengið upp - og það hefur gengið upp. Það er Herði Torfasyni að þakka og engum öðrum. Mótmælin hafa skilað árangri þótt í smáu sé ennþá. Það er okkur að þakka sem mætum - og Herði Torfasyni. Áttið ykkur á því þið, sem skitnum kastið og þykist svo fullkomin að hafa efni á því.

Svo vogar fólk sér að níða af honum skóinn og ata æru hans skít og saur af því hann komst óheppilega að orði, örþreyttur maðurinn, í einu óundirbúnu útvarpsviðtali!

Hvernig væri nú að fólk beindi allri þessari orku í alvöruvandamálin í þjóðfélaginu sem hafa nákvæmlega ekkert breyst þrátt fyrir veikindi forsætisráðherra. Enn situr stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Enn situr ríkisstjórnin sem er meðsek. Enginn hefur axlað ábyrgð ennþá. Ekki hefur einum einasta auðjöfri verið refsað, engar eignir frystar - heldur er verið að bjarga þeim og jafnvel lána þeim meiri peninga sem við eigum ekki til en þurfum að borga. Enn hefur engin framtíðarsýn litið dagsins ljós, engin áætlun. Viðskiptaráðherra er alveg jafn áttavilltur og fyrr og heilbrigðisráðherra stefnir áfram að því að einkavinavæða heilbrigðisþjónustuna. Ég ætla ekki að minnast á Árna Mathiesen, ég gæti talað af mér.

ÞAÐ HEFUR EKKERT BREYST!

Prívat og persónulega finnst mér að það gæti verið of snemmt að kjósa í byrjun maí úr því sem komið er. Það hefði verið fínt ef kosningar hefðu verið ákveðnar í lok október, byrjun nóvember í fyrra. Ég óttast að þetta sé of stuttur tími til að ný, fjárvana umbótaöfl nái að skipuleggja sig og bjóða fram um allt land. Ég vil að stjórnin segi af sér og komið verði á utanþingsstjórn til að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Svo þarf að skipuleggja víðtækar kerfisbreytingar, stjórnarskrárbreytingu (já, ég veit - það þarf tvö þing), útfæra ný kosningalög o.fl. o.fl. En það er efni í annan og miklu lengri pistil.

Að lokum skora ég á ALLA að mæta á mótmælafundinn á Austurvelli í dag því ekkert hefur breyst. Nákvæmlega ekkert. Við verðum að halda áfram að mótmæla, skrifa, tala okkur hás og krefjast þess að óhæfir menn í valdastöðum verði látnir taka pokann sinn og aðrir hæfari taki við. Framtíðin er í húfi.


Ísland í gær

Enn var ég að grufla í fortíðinni, þó ekki nema nokkra mánuði aftur í tímann og margir hafa eflaust gleymt ýmsu sem hér kemur fram. Rifjum aðeins upp með aðstoð og í minningu Íslands í dag - eins og þátturinn var.

Þann 12. mars 2008 var lóð á Arnarnesi auglýst til sölu á tilboðsverði, aðeins 500.000.000 - fimmhundruð milljónir. Fasteignasalinn segir þetta tilvalið tækifæri fyrir "fjárhagslega frjálsa" einstaklinga og átti líkast til við auðjöfrana sem rændu þjóðina. Ætli lóðin hafi selst? Auglýsinguna sjálfa má sjá hér.

Pétur Blöndal, alþingismaður, tjáði sig um efnahagshorfurnar 13. mars 2008. Það var skrýtið að hlusta á Pétur sem var ekki beint spámannlegur í viðtalinu.

Hér er stórmerkileg umfjöllun og viðtal við fréttamann BBC, Stephen Evans, frá 7. apríl 2008. Fréttamaðurinn kom til landsins til að taka viðtal við Geir Haarde, forsætisráðherra, en þeir hafa gjörólíka sýn á málin, fréttamaðurinn og forsætisráðherrann.

Sölvi tók viðtal við Geir Haarde 29. apríl 2008. Það er stórfurðulegt að hlusta á Geir. Þetta er nákvæmlega fimm mánuðum áður en Glitnir var yfirtekinn.

"Bankarnir hagnast í kreppu" var yfirskrift þessa dagskrárliðar 7. maí 2008. Hér er talað við fulltrúa greiningardeilda tveggja banka, Glitnis og Kaupþings. Það er mjög athyglisvert að hlusta á þá í ljósi allra þeirra upplýsinga sem síðan hafa komið fram. Einhver kallaði greiningardeildir bankanna siðlausar auglýsingastofur þegar í ljós kom hvernig þær störfuðu.

Sá gjörningur sem hér er fjallað um, 19. maí 2008, kölluðu einhverjir "Mestu peningagjöf Íslandssögunnar" á þeim tíma. Þá voru felldir niður skattar á sölu hlutabréfa frá 2006 sem hefðu skilað ríkissjóði 60-80 milljörðum. Vinargreiði? Maður spyr sig. Ætli það hefði ekki verið hægt að nota það fé til góðra hluta, t.d. í heilbrigðiskerfinu? Árni Mathiesen réttlætir gjörninginn, Pétur Blöndal og Steingrímur J. ræða málið.

Að lokum er hér viðtal við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í tilefni af eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar sem nú, 8 mánuðum seinna, er komin af fótum fram og deyr væntanlega drottni sínum einhvern næstu daga. Þetta er 26. maí 2008.


Hver gefur fyrirmælin?

Ég gekk fram hjá Austurvelli rétt fyrir tólf á leiðinni heim. Skömmu seinna heyrði ég af svölunum hjá mér að lögreglan varaði við einhverju. Ekki grunaði mig að það væri táragas. Um klukkan 1.45 fór ég aftur út á svalir og heyrði enn hávaða neðan úr miðbæ. Mig langar að vita, eftir að hafa séð ýmislegt með eigin augum og heyrt fjölmargar frásagnir sjónarvotta, séð myndir og myndskeið: Hver gefur lögreglumönnunum fyrirmæli? Er ríkislögreglustjóri í löggu og bófaleik? Dómsmálaráðherra? Forsætisráðherra? Hver?Þeir eru óskaplega viðkvæmir fyrir "valdstjórninni" og valdinu er óspart beitt á öllum vígstöðvum. Þetta viðtal við Björn Bjarnason er makalaust. Hitt er svo aftur annað mál að maður kastar ekki grjóti eða múrsteinum í fólk, hvort sem það eru lögreglumenn í óeirðabúningum eða aðrir. Slík framkoma eyðileggur ótrúlega mikið fyrir öðrum og annars konar mótmælum, friðsamlegum en kannski háværum. Lesið frásögn Heiðu hér. Hún kallar þetta fólk mótmælendasníkjudýr.

En hér eru fréttir gærdagsins - það er allt að verða vitlaus en Geir Haarde virðist ekki fatta það. Hann ÆTLAR að sitja áfram hvað sem tautar og raular. Hans lýðræði er bara á fjögurra ára fresti og þess á milli á pöpullinn að halda kjafti. Þvílík firring og valdníðsla. Samfylking í Reykjavík og víðar búin að álykta um stjórnarslit, minnihlutastjórn bíður átekta en Geir gat ekki heyrt á Ingibjörgu Sólrúnu að neitt hefði breyst. Þetta hlýtur að verða með sögulegri landsfundum hjá Flokknum.

Aukafréttatími RÚV klukkan 14

 

Mbl Sjónvarp

 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

 

Ísland í dag - viðtal við forsætisráðherra

 

Kvöldfréttir RÚV

 

Kastljós - hér kennir ýmissa grasa og lítt kræsilegra

 

Tíufréttir RÚV

 

 Að lokum grein úr Mogga í gær eftir Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor

Herdís Þorgeirsdóttir - Mbl. 21.1.09


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband