Færsluflokkur: Spaugilegt

Geir kyssir á bágtið

Það var einhver geðklofabragur á samkundu Sjálfstæðisflokksins í morgun þegar Geir Haarde sté í pontu og bar blak af Vilhjálmi, vini sínum. Geir mótmælti orðum foringjans frá í gær - án þess að nefna hann á nafn - og sama hjörðin og hyllti foringjann ógurlega undir og eftir ræðu hans í gær stóð nú upp og tók undir ávítur Geirs á þennan sama foringja. Ég botna ekkert í þessu fólki.


Mín að telja afrek öll...

Oft hefur besti vinur Hannesar Hólmsteins lagst lágt - ótrúlega lágt - en aldrei sem nú. Ef til vill var þetta síðasta ræða hans á landsfundi flokksins sem ól hann við barm sér og kom honum til æðstu metorða. Hann hélt þeim sama flokki, og þjóðinni allri, í járnkrumlu sinni í tvo áratugi og neitaði að sleppa. Allt sem íslenska þjóðin á nú við að stríða er hans verk að einu eða öðru leyti. Samherjar jafnt sem andstæðingar óttuðust hann því hann skirrtist ekki við að misbeita valdi sínu ef hann taldi sér misboðið eða ef honum var mótmælt. Þeir óttuðust hárbeitta, háðslega eiturtungu hans sem hann beitti óspart til að upphefja sjálfan sig með því að niðurlægja aðra. Það var - og er - hans stíll og stjórnunaraðferð.

Ég hélt... nei, ég vonaði að þessi mögulega kveðjuræða hans yrði á vitrænum, skynsömum nótum - því maðurinn er langt frá því að vera illa gefinn - og ákvað því að hlusta í beinni í dag. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og satt best að segja afskaplega döpur. Hann hafði þarna kjörið tækifæri til að kveðja með reisn en greip það ekki. Þess í stað kaus hann að skjóta eitruðum lygaörvum í allar áttir, ýja að og gefa í skyn eins og hans er reyndar siður, uppnefna fólk og hæðast að því. Hann gerði ekkert upp, horfði ekki til framtíðar, veitti enga von - ekki einu sinni flokksmönnum sínum. Þetta var sorglegt og jafnvel enn sorglegra að sjá hjörðina klappa og hlæja að skítnum og soranum sem vall upp úr þessum fyrrverandi leiðtoga hennar.

Miðað við nánast ævilangt álit mitt á manninum hefði mér átt að finnast þetta bara ágætt. Alveg í stíl við allt hitt. Hann sýndi enn og aftur sitt rétta andlit. En mér fannst þetta dapurleg endalok á löngum ferli manns, sem hefði getað orðið stórmenni en endaði sem lítill, bitur, reiður karl með Messíasarkomplex sem getur ekki með nokkru móti sætt sig við og horfst í augu við veruleikann, hvað þá sjálfan sig. Og þjóðin er rústir einar eftir valdatíð hans.

Þegar hann lauk máli sínu kom mér vísa í hug, sem er í gamalli bók sem ég á í fórum mínum, og fannst hún eiga glettilega vel við tilefnið. Hún mun hafa verið ort í orðastað hrokafulls valdsmanns fyrir um 100 árum.

Mín að telja afrek öll
ekki' er nokkur vegur!
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdómlegur.

Fleiri gullkorn af landsfundi

Það er svosem ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið auðlindum sjávar undanfarna áratugi í samvinnu við Framsóknarflokkinn - með skelfilegum afleiðingum. Þessir flokkar stóðu að einkavæðingu auðlindarinnar, heimiluðu síðan brask með hana og veðsetningar á henni. Kvótinn og óveiddur fiskur mun nú vera veðsettur mörg ár fram í tímann, skuldirnar taldar í hundruðum milljarða og sagt er að "tæknilega" sé kvótinn nú meira og minna í eigu erlendra lánadrottna bankanna. Þetta mun heita "skynsamleg nýting auðlinda" hjá sjálfstæðis- og framsóknarmönnum.

Eins og sjá má af myndbrotinu hér að neðan þykir eðlilegt og sjálfsagt innan Sjálfstæðisflokksins að hann hafi yfirráð yfir auðlindum sjávar. Enda er sagt að a.m.k. annar formannsframbjóðandinn sé tryggur fulltrúi og þjónn útgerðarmanna og kvótaeigenda. Þjóðareign - hvað?


Hógværð og lítillæti sjálfstæðismanna

Nú skilur maður betur hvernig Sjálfstæðisflokknum tókst að steypa þjóðinni í glötun. Var það kannski bæði stefnan OG fólkið eftir allt saman...? Hér er nú aldeilis ekki lítillæti eða hógværð fyrir að fara og eitthvað fleira virðist vanta upp á. Ætlar fólk að kjósa þetta?

Ræðubrot landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

 
 Skrif landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Guð er Sjálfstæðismaður - Ásdís Sigurðardóttir, sjálfstæðiskona

Minntist einhver á trúarbrögð og ofstæki?


Sannleikurinn um formannsframboð Jóhönnu

Það sem gerðist á bak við tjöldin...


Gestir í Kastljósi kvöldsins

Kannski er þetta oft svona - en sem ég var að klippa Kastljós kvöldsins skellti ég allt í einu upp úr og var smástund að fatta af hverju. Þetta er ástæðan. Kannski finnst engum þetta fyndið nema mér.

Gestir Kastljóss 17.3.09


Man einhver eftir þessu?

Fyrst var það lauflétt æfing á unisex-klósettinu.

Síðan alvaran á barnum.


Znilld - þeir klikka aldrei

Jólalag Baggalúts 2008

 


Hér er ræðan umdeilda

Katrín er hér að tjá sig sem einstaklingur en ekki fulltrúi HR eða nemenda. Þetta er fáránleg aðför að bæði Katrínu og málfrelsinu og samnemendum hennar til lítils sóma.


mbl.is Ræða Katrínar ekki tekin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sannfærandi skýringar - svona var þetta!

Allir reyna að finna skýringar. Hvað gerðist og hvernig? Hvað voru menn að hugsa?
Hver hefur sinn háttinn á að leita orsaka og afleiðinga.


Þessir ágætu menn kafa djúpt og annar er með allt á hreinu - fyrri hluti

 

Málið skýrist smátt og smátt - seinni hluti


Aðrir reyna að syngja sig frá vandanum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband