Færsluflokkur: Spaugilegt

Gárungagrín í þágu ferðaþjónustunnar

Hinir svokölluðu gárungar eru aldrei lengi að bregðast við og notfæra sér alls konar atburði og uppákomur til að svala grínfýsn sinni og við hin höfum gjarnan gaman af. Einna þekktastir þessara gárunga nú til dags eru kannski Baggalútarnir. Ég fékk tölvupóst í gær með eftirfarandi texta og myndum, hef ekki hugmynd um upprunann en það gæti verið upplagt fyrir ferðaþjónustuna að hafa þetta í huga í framtíðinni. Stundum er gott að beita húmornum á alvörumálin þegar umfjöllun er orðin svona tragíkómísk.

Velkomin í Skagafjörð

á ísbjarnaslóðir

Skagafjörður

Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar.
Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái.

- VeiðimaðurRatleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark.  
-
Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum. 
-
Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð.
- Ævintýralegar flugferðir í leyfisleysi  þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi. 
-
Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins. 
-
Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði. 
-
Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra.
-
Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél á staðinn um leið og ísbjörn birtist. Bangsiáskíðum
-
Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi. 
-
Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09 -17.
-
Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu.
-
Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu.
-
Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk.
-
Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu.
-
Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum.
-
Danskur BjarnaBangsirbjór á tilboðsverði.
-
Daglegir fyrirlestrar frá frægu  fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni.
-
Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins.
-
Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna.
-
Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð.
-
Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélaginu.
-
Skagafjörður – iðandi af lífi og dauða. 

Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.


Innrás hvítabjarnanna!

Þetta er ekkert fyndið, einkum í ljósi örlaga hinna tveggja... en ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá fréttirnar af mögulegum þriðja birninum nálægt Hveravöllum. "Égersvoaldeilishissa!", sagði amma alltaf og skellti sér á lær. Nú geri ég það líka. Ég man sæmilega eftir landgöngu tveggja hvítabjarna á minni þokkalega löngu ævi, en nú hafa tveir og kannski þrír gengið á land á hálfum mánuði eða svo. Megi framtíð þess nýjasta, ef tilvera hans reynist rétt, verða bjartari en hinna.

En mig langar að benda þeim, sem ekki eru vissir um hvort segja á ísbjörn eða hvítabjörn, á þessa ágætu umfjöllun Morgunvaktar Rásar 1 í morgun. Þar er þetta rætt lauslega í sögulegu samhengi ásamt fleiru í sambandi við notkun tungunnar í tengslum við dýr. Skemmtilegar pælingar.


Dave Allen og Júróvisjón

Ég dáði Dave Allen forðum, fannst hann fyndnasti maður í heimi. Svei mér ef mér finnst það ekki ennþá! Ég fletti honum upp áðan. Ætlaði að athuga hvort hann hefði fjallað á sinn einstaka hátt um Júróvisjón en um leið og ég byrjaði að spila myndböndin varð það algjört aukaatriði. Maðurinn var einfaldlega snillingur og með fyndnari mönnum... enda Íri og hét réttu nafni David Tynan O'Mahoney. Maður saknar hans og skopskynsins við að horfa á þessi myndbönd. Dave Allen lést fyrir þremur árum, 2005.

 

Þetta myndband er tileinkað Jennýju, Hallgerði og okkur hinum sem syndgum enn.

Þetta er fyrir alka í afneitun.

Fyrir trúarnöttana og Jón Steinar.

Um tiktúrur enskrar tungu.

Að kenna börnum á klukku.

Dave Allen byrjar í skóla.

 

En ekki er hægt að hætta nema drepa á upphaflega fyrirætlun - að fjalla á einhvern hátt um mál málanna í gær - Júróvisjón. Ekki eru allar þjóðir og þulir jafnhrifnir af Júró og við Íslendingar. Ég hef oft heyrt talað um hvernig þulurinn hjá BBC dregur keppnina, keppendurna og lögin sundur og saman í háði. Maðurinn sá heitir Terry Wogan og mun vera írskur að uppruna eins og Dave Allen. Hann stjórnar líka forkeppninni í Englandi.

Hér er Terry Wogan hjá snillingnum Parkinson þegar keppnin var fram undan í Eistlandi - hvenær sem það var - og hann gerir m.a. grín að hjónabandinu... og auðvitað Júróvisjón. Hann er alveg með á hreinu muninn á viðhorfi Breta til keppninnar annars vegar og þjóða á meginlandi Evrópu hins vegar. En hann minnist ekki á Íslendinga - enda tilheyra þeir hvorki Bretlandi né meginlandi Evrópu... hvar ætli hann flokki okkur?


Sannleikurinn í gríninu og grínið í veruleikanum

SpaugstofanRaunveruleikinn er oft svo farsakenndur að það er einfaldlega ekki hægt að túlka hann nema slá honum upp í grín. Áramótaskaupið er eitt dæmið um slíkt, þótt misjafnt sé, og Spaugstofumenn hafa stundað slíka þjóðfélagsrýni í hátt á þriðja áratug og oftar en ekki tekist vel upp, síðast í gær með þættinum um Davkúla greifa. Fyrir viku voru þeir með óborganlegt atriði um það, hverja samdráttur í þjóðfélaginu - svokölluð kreppa - hittir verst fyrir og þá hvernig. Því miður fékk ég ekki leyfi til að klippa út og sýna atriði úr Spaugstofunni vegna flókins höfundaréttar, en ég má vitna í textann.

Munið þið eftir vel klædda manninum (Pálma) sem stóð á gangstétt í Ingólfsstræti (hjá Sólon) og þusaði þessi ósköp um ástandið í landinu og skort á viðbrögðum stjórnvalda við því? Enn má sjá þáttinn hér. Hann sagði:

Jeppi"Það er bara hreinlega að verða deginum ljósara að það er ekki búandi í þessu þjóðfélagi. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvernig hægt er að fara með okkur þegnana. Ég er til dæmis nýbúinn að kaupa mér 8 milljón króna jeppa og hjólhýsi á afborgunum. Og þegar þetta bætist við afborganirnar af nýja eldhúsinu mínu og heita pottinum og hérna... já, og lánið af sumarbústaðnum... og flatskjáinn og snjósleðann minn og fjórhjólið og frúarbílana... þá bara ræð ég ekkert við þetta lengur! Og svo hækka þeir vextina til að gera endanlega út af við mann. Og hvað gera stjórnvöld? Ekki neitt! Þetta á ekki að líðast í siðmenntuðu þjóðfélagi!"

EinkaþotaÞetta er vissulega drepfyndið - og eflaust dagsatt líka. Það eru svona menn sem verið er að vernda og bjarga frá gjaldþroti þegar talað er um að "nú þurfi innspýtingu í efnahagslífið" sem helst virðist felast í því að reisa sem flest orkuver, álver og olíuhreinsistöðvar. Ekki ætla þeir nú samt að vinna í þeim verksmiðjum sjálfir, heldur flytja inn erlenda farandverkamenn, borga þeim lúsarlaun og græða á öllu saman. Óspilltri, dýrmætri náttúru skal fórnað fyrir jeppa, sumarbústaði, utanlandsferðir, munað, óhóf og einkaþotur auðmanna. Það er kjarni málsins þótt reynt sé að telja almenningi trú um annað og öllu illu hótað ef fólk spilar ekki með.

Ég hef rekið mig á ótalmargt í þessum dúr í þjóðfélagsumræðunni, eins og til dæmis talið um að nú verði ríkið (við skattborgarar) að koma eigendum bankanna til bjargar í "kreppunni" - mönnum sem ríkið (við aftur) gaf bankana fyrir nokkrum árum og þeir hafa siglt næstum í strand með óráðsíu og fíflagangi. Á sömu nótum er talað í þessari frétt hér. Þarna er fulltrúi eins bankans að kvarta yfir því að búið sé að byggja of mikið og íbúðirnar seljist ekki. Þetta hefði ég getað sagt honum fyrir löngu og spáð fyrir um afleiðingarnar. En auðvitað hlýtur hann að hafa vitað þetta - bankarnir hafa jú lánað fyrir þessu öllu saman og óttast nú að sitja uppi með heilu háhýsin þegar verktakarnir fara á hausinn vegna offjárfestinga. En tillaga eða lausn bankamannsins er að ríkið (við, munið þið?) kaupi óseldu íbúðirnar! Ég afþakka boðið, kæri mig ekki um fleiri íbúðir. Bjargið ykkur sjálfir upp úr kviksyndinu sem þið stukkuð út í af fúsum og frálsum vilja með græðgina að leiðarljósi.

Illugi JökulssonEn grín um alvarlega atburði getur verið tvíbent. Ég tjáði mig um dálæti mitt á Illuga Jökulssyni og skoðunum hans í gegnum tíðina í þessum pistli. Ég mundi eftir ávarpi sem Illugi flutti á Stöð 2 eftir eitt besta Áramótaskaup í manna minnum þar sem hann fjallar um hvernig áhrif það getur haft - og virðist hafa - þegar gert er grín að háalvarlegum þjóðfélagsmeinum og jafnvel glæpum. Ég fann pistilinn í fórum mínum og ætlaði að klippa úr honum stuttar tilvitnanir. En ég gat ekki valið úr án þess að slíta samhengið svo ég birti hann hér í heild sinni, með leyfi Illuga. Hér er fjallað um Áramótaskaupið 2001 og í mínum huga hefur ekkert breyst - pistillinn er sígildur og hljóðar svo:

"Áramótaskaup Sjónvarpsins var náttúrlega ekki sýnt á þessari sjónvarpsstöð en ætli það sé nú ekki þrátt fyrir allt slíkur þáttur í tilveru þjóðarinnar að óhætt sé að gera ráð fyrir að þorri áhorfenda á þessari stöð hér hafi séð það, engu síður en aðrir landsmenn? Við skulum alla vega gera ráð fyrir því. Og að svo mæltu vil ég taka fram að áramótaskaupið hefur vafist nokkuð fyrir mér undanfarið - og þó kannski öllu heldur viðbrögðin við því.

Rétt er að taka fram strax að ég var og er í hópi þess stóra meirihluta sem hafði verulega gaman af áramótaskaupinu; satt að segja er það líklega það best heppnaða frá upphafi - ekki í því dauður púnktur og á stundum var það mun hvassara og beinskeyttara en menn eiga að venjast. Og þar liggur hundurinn grafinn. Það var gengið nær mönnum en tíðast er í áramótaskaupi, og þá er ég í rauninni alls ekki fyrst og fremst að tala um þátt Árna Johnsens, svo vel heppnað sem það grín var nú allt saman. Án þess ég ætli hér að fara að telja upp efni skaupsins, þá er morgunljóst að ýmsir aðrir áttu alls ekki síður en Árni Johnsen um sárt að binda eftir það.

Hélt ég, að minnsta kosti. Vonaði ég, að minnsta kosti. Án þess að ég vilji í rauninni nokkrum manni verulega illt, þá skal ég alveg játa að ég vonaði þegar skaupinu lauk að ýmsum sem þar fengu á baukinn væri alls ekki skemmt - það hefði sviðið verulega undan þessu á sumum bæjum.

En svo virðist nefnilega ekki hafa verið. Síðan áramótaskaupinu lauk hefur maður gengið undir manns hönd af þeim sem þar voru teknir í gegn að lýsa því yfir hversu ánægðir þeir væru, hversu skemmt þeim hefði verið og hversu alveg laust væri við að þeir hefðu tekið þetta nærri sér - í raun væru allir stoltir af því að hafa verið teknir fyrir í svo vel heppnuðu áramótaskaupi, enda væri þetta allt svo græskulaust og gúddí.

Og þá fór ég að hugsa, einsog stundum hendir jafnvel enn í dag. Áramótaskaupið var nefnilega alls ekki græskulaust - eða það gat ég ekki með nokkru móti séð. Það var - einsog ég sagði áðan - mun beittara og jafnvel dónalegra en lengi hefur sést, og kannski aldrei. Og manni fannst það líka vera ætlunin: að afhjúpa á hvassari og níðangurslegri hátt en títt er um íslenskan húmor, jafnvel íslenska þjóðfélagsgagnrýni yfirleitt. En eigi að síður hefur allt stefnt í þá átt síðan að sýna fram á að ALLIR hafi haft gaman af þessu, enginn verið særður, og jafnvel höfundar skaupsins hafa gengið fram fyrir skjöldu við að lýsa því - að því er virðist allshugar fegnir - að skotmörk þeirra hafi nú ekkert tekið þetta nærri sér. Haft bara gaman af þessu og gott ef ekki boðið höfundunum í glas.

Þetta er dálítið skrýtið. Nú eru það í sjálfu sér eðlileg viðbrögð hjá þeim sem hæðst er að, að bera sig vel og viðurkenna ekki að undan hafi sviðið. Það eru áreiðanlega líka eðlileg og mannleg viðbrögð að hafa í sjálfu sér gaman af því að um mann sé fjallað, jafnvel þótt í háðskum tón sé, frekar en að allir séu búnir að gleyma manni. Og auðvitað er áramótaskaup enginn endanleg samfélagskrítík - við vitum náttúrlega að þetta á fyrst og fremst að vera fyndið yfirlit yfir atburði ársins. En það er samt eitthvað skrýtið, fannst mér, hvað sumir þeirra sem mest og harðast var hæðst að í þessu skaupi áttu auðvelt með að blása á þá reglulega hvössu hæðni sem að þeim var beint. Og hvað Sjónvarpinu sjálfu og meirað segja höfundum skaupsins virtist mikið í mun að leiða sem allra flest skotmörkin fram í sviðsljósið og láta þau vitna um að þau væru bara hæstánægð og allt hefði þetta nú kossumer verið bara í gríni.

En sumt af þessu var ekkert grín. Svo ég taki dæmi af handahófi - Ísólfur Gylfi Pálmason og Guðni Ágústsson voru þar sakaðir um grófa spillingu í sambandi við sölu ríkisjarða. Þetta var fyndið en fyndnin hefði síst átt að breiða yfir þá staðreynd að þetta var þó umfram allt ásökun um grófa spillingu.

En er þá bara júst dandí að þeir sem sakaðir eru um spillingu séu leiddir fram í sjónvarpinu og fái að segja bara ha-ha-ha með okkur hinum, mikið var þetta gasalega sniðugt þó þetta hafi auðvitað verið alveg tóm þvæla, tra-la-la. Og þar með er málið afgreitt og í rauninni alveg endanlega fyrir bí. Verður varla tekið upp aftur nema sem saklaust háð og spé.

Háðsádeilan - samfélagskrítíkin sem í þessu fólst - hefur þannig í rauninni misst alveg marks og nánast snúist upp í andhverfu sína; þótt maður hafi talið hana verulega beitta og nánast meiðandi þá er með viðbrögðunum búið að draga úr henni allan mátt og hún er orðin einsog lokastimpill - þá er þessu máli lokið, búið að taka það fyrir í áramótaskaupinu og allir höfðu gaman af, líka þeir sem að var sótt, allt var þetta tómt grín og græskulaust spaug.

Ég skal fúslega viðurkenna að áhyggjur mínar útaf viðbrögðunum við áramótaskaupinu snerust að nokkru leyti um mig sjálfan. Þegar maður hefur tekið sér fyrir hendur árum saman að tala opinberlega um ýmislegt sem manni þykir aðfinnsluvert í samfélaginu, þá vill maður auðvitað hafa einhver áhrif - að einhver taki gagnrýnina til sín, velti henni fyrir sér og taki hana jafnvel nærri sér; aðeins þannig ímyndar maður sér að eitthvað kunni á endanum að breytast.

Þannig áhrif hélt ég líka að þetta hárbeitta áramótaskaup myndi kannski hafa. En virðist ætla að fara ansi mikið á annan veg; meirað segja þjóðin sjálf, sem búið er að svína á, hún virðist anda léttar og segja sem svo: Mikið var nú gott að blessaðir elsku valdhafarnir tóku þetta ekki nærri sér! Og þeir eru ekkert særðir heldur höfðu bara gaman af, þessi karlmenni!

Þegar maður sér semsagt að jafnvel eitilhart háð einsog í áramótaskaupinu er strax afgreitt af öllum viðkomandi - aðstandendum, valdhöfunum og meirað segja þjóðinni sjálfri - sem nánast innantómt grín og glens sem allir geti bara haft gaman að en enginn kippir sér upp við, þá hlýtur maður að spyrja: Hvað þarf eiginlega til að hrófla hér við hlutum? Hversu langt þarf að ganga?"  (Leturbreyting er mín.)

Er nokkur furða að Illugi spyrji? Hefur nokkuð breyst síðan hann skrifaði þennan pistil í ársbyrjun 2002? Ég fæ ekki með nokkru móti séð að neitt hafi haggast í íslensku þjóðfélagi. Gerir það kannski aldrei en eins og venjulega heldur maður dauðahaldi í vonina.


Hugsum okkur ráðherra eða þingmann...

Eins og sjá má í fyrri færslum mínum hef ég fjallað svolítið um þá skelfilegu hugmynd að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum - eða hvar sem er annars staðar á okkar fagra landi - með tilheyrandi sjón-, loft- og hljóðmengun, svo ekki sé minnst á hættuna af alvarlegum slysum sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á láði og legi.

Fyrsta færslan um það mál er hér, og í kjölfar hennar kom færsla með myndum hérÞví næst benti ég á í þessari færslu að lögmál Murphys ætti við í þessu samhengi sem öðrum og slys væri óhjákvæmilegt - fyrr eða síðar.

Í dag fékk ég tölvupóst frá vini mínum sem benti mér á myndbandið hér að neðan, væntanlega í því skyni að róa mig og slá á áhyggjur mínar af slysahættunni í tengslum við olíuhreinsistöðvar í landi og olíuflutningaskip á sjó. Þetta er gamalt sjónvarpsviðtal við ástralskan þingmann eftir að stafn olíuflutningaskipsins Kirki brotnaði af skrokknum í júlí 1991 vestur af Ástralíu og 20.000 tonn af hráolíu láku í sjóinn.

Ég sé alveg fyrir mér álíka umræðu og svipuð svör ef þetta myndi gerast við Íslandsstrendur og íslenskur þingmaður eða ráðherra sæti fyrir svörum í Kastljósi, Silfrinu eða Mannamáli... eða jafnvel Spaugstofunni. Annað eins bull veltur næstum daglega upp úr ýmsum af ráðamönnum þjóðarinnar í fúlustu alvöru og þeir ætlast til að við tökum þá alvarlega og trúum hverju orði.

Sjálf hef ég vissan ráðherra í huga sem mér finnst koma sterklega til greina í hlutverkið og nokkra þingmenn, en dæmi nú hver fyrir sig og velji sinn mann eða konu. Hver finnst ykkur nú líklegastur/líklegust?


Eins og heyra má er ekkert að óttast! Við getum verið alveg róleg... eða hvað?
  LoL


John Cleese ávarpar Bandaríkjamenn

Dear Citizens of America,John_Cleese

In view of your failure to elect a competent President and thus to govern yourselves, we hereby give notice of the revocation of your independence, effective immediately.

Her Sovereign Majesty, Queen Elizabeth II, will resume monarchical duties over all states, commonwealths and other territories (except Kansas, which she does not fancy), as from Monday next.

Your new prime minister, Gordon Brown, will appoint a governor for America without the need for further elections. Congress and the Senate will be disbanded. A questionnaire may be circulated next year to determine whether any of you noticed.

To aid in the transition to a British Crown Dependency, the following rules are introduced with immediate effect:

1. You should look up “revocation” in the Oxford English Dictionary. Then look up “aluminium,” and check the pronunciation guide. You will be amazed at just how wrongly you have been pronouncing it.

2. The letter ‘U’ will be reinstated in words such as ‘colour’, ‘favour’ and ‘neighbour.’ Likewise, you will learn to spell ‘doughnut’ without skipping half the letters, and the suffix “ize” will be replaced by the suffix “ise.”

3. You will learn that the suffix ‘burgh’ is pronounced ‘burra’; you may elect to spell Pittsburgh as ‘Pittsberg’ if you find you simply can’t cope with correct pronunciation.

4. Generally, you will be expected to raise your vocabulary to acceptable levels (look up “vocabulary”). Using the same twenty-seven words interspersed with filler noises such as “like” and “you know” is an unacceptable and inefficient form of communication.

5. There is no such thing as “US English.” We will let Microsoft know on your behalf. The Microsoft spell-checker will be adjusted to take account of the reinstated letter ‘u’ and the elimination of “-ize.”

6. You will relearn your original national anthem, “God Save The Queen”,but only after fully carrying out Task #1 (see above).

7. July 4th will no longer be celebrated as a holiday. November 2nd willbe a new national holiday, but to be celebrated only in England. It will be called “Come-Uppance Day.”

8. You will learn to resolve personal issues without using guns, lawyers or therapists. The fact that you need so many lawyers and therapists shows that you’re not adult enough to be independent. Guns should only be handled by adults. If you’re not adult enough to sort things out without suing someone or speaking to a therapist then you’re not grown up enough to handle a gun.

9. Therefore, you will no longer be allowed to own or carry anything more dangerous than a vegetable peeler. A permit will be required if you wish to carry a vegetable peeler in public.

10. All American cars are hereby banned. They are crap and this is for your own good. When we show you German cars, you will understand what we mean.

11. All intersections will be replaced with roundabouts, and you will start driving on the left with immediate effect. At the same time, you will go metric immediately and without the benefit of conversion tables… Both roundabouts and metrification will help you understand the British sense of humour.

12. The Former USA will adopt UK prices on petrol (which you have been calling “gasoline”) - roughly $8/US per gallon. Get used to it.

13. You will learn to make real chips. Those things you call french fries are not real chips, and those things you insist on calling potato chips are properly called “crisps.” Real chips are thick cut, fried in animal fat, and dressed not with catsup but with malt vinegar.

14. Waiters and waitresses will be trained to be more aggressive with customers.

15. The cold tasteless stuff you insist on calling beer is not actually beer at all. Henceforth, only proper British Bitter will be referred to as “beer,” and European brews of known and accepted provenance will be referred to as “Lager.” American brands will be referred to as “Near-Frozen Gnat’s Urine,” so that all can be sold without risk of further confusion.

16. Hollywood will be required occasionally to cast English actors as good guys. Hollywood will also be required to cast English actors as English characters. Watching Andie MacDowell attempt English dialogue in “Four Weddings and a Funeral” was an experience akin to having one’s ear removed with a cheese grater.

17. You will cease playing American “football.” There is only one kind of proper football; you call it “soccer”. Those of you brave enough, in time, will be allowed to play rugby (which has some similarities to American “football”, but does not involve stopping for a rest every twenty seconds or wearing full kevlar body armour like a bunch of Jessies - English slang for “Big Girls Blouse”).

18. Further, you will stop playing baseball. It is not reasonable to host an event called the “World Series” for a game which is not played outside of America. Since only 2.1% of you are aware that there is a world beyond your borders, your error is understandable and forgiven.

19. You must tell us who killed JFK. It’s been driving us mad.

20. An internal revenue agent (i.e. tax collector) from Her Majesty’s Government will be with you shortly to ensure the acquisition of all monies due, backdated to 1776.

Thank you for your co-operation.

John Cleese


Hvað er ólýðræðislegt við að láta í sér heyra?

MótmæliMikið hefur verið fjallað um hinn sögulega borgarstjórnarfund á fimmtudaginn og mótmælin sem þar voru viðhöfð og sýnist sitt hverjum. Ég hef sett inn athugasemdir á ýmsum bloggsíðum þar sem ég fagna þessum mótmælum og finnst þau alls ekki í ætt við skrílslæti eins og sumir vilja vera láta. Ég sat límd fyrir framan sjónvarpið á meðan á þessu stóð, skipti ört milli stöðva og fannst risið ekki hátt á forsvarsmönnum nýja meirihlutans. Loksins, loksins lét fólk í sér heyra og það eftirminnilega, enda þorra Reykvíkinga, og reyndar landsmanna allra, gróflega misboðið með valdaráninu. Frekar ætti að kenna valdaránið við skríl en mótmæli almennings sem hefur fengið sig fullsaddan af siðlausum embættisveitingum, baktjaldamakki, hrossakaupum, ábyrgðarleysi stjórnmálamanna og fáránlegri sóun á skattpeningum.

Í Vikulokunum á Rás 1 í morgun var Hallgrímur Thorsteinsson með þrjá gesti, þau Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki, Oddnýju Sturludóttur úr Samfylkingu og Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðing, sem væntanlega var þar sem hlutlaus áhorfandi. "Hvað finnst ykkur um það sem gerðist þarna?" spurði Hallgrímur viðmælendur sína. Þau Kjartan og Oddný höfðu skiljanlega ólíka sýn á atburðinn.

EinarMarSvo spurði hann Einar Mar "Var þetta vanvirða við lýðræðið?" og Einar Mar svaraði eitthvað á þessa leið: "Nei, veistu ég held ekki. Ég er nú svolítið hrifinn af svona mótmælum og þegar almenningur lætur til sín taka. Við köllum þetta óhefðbundna stjórnmálaþátttöku... (Innskot Oddnýjar: Borgaralega óhlýðni.) ...eða borgaralega óhlýðni í stjórnmálafræðinni. Íslendingar eru alveg rosalega latir að láta til sín taka og alveg ómögulegir í þessari borgaralegu óhlýðni. Þannig að ég eiginlega bara dáist að fólki þegar það mætir svona og lætur í sér heyra. Mér finnst það bara hið besta mál."

Ég sá einhvers staðar að Jenný Anna, sá stórkostlegi nýyrðasmiður, kallar þetta "hljóðsettan lýðræðisgjörning" sem á jafnvel enn betur við hér en borgaraleg óhlýðni eða óhefðbundin stjórnmálaþátttaka.

Þetta finnst mér vera kjarni málsins og til að bæta um betur birti ég hér að neðan pistil Illuga Jökulssonar úr 24 stundum í dag. Ég hef verið mikill aðdáandi Illuga um langt árabil þótt ekki þekki ég hann neitt persónulega. Honum er einkar lagið að orða hlutina þannig, að mér finnst hann hafa lesið hug minn og hjarta og það gerir hann nú sem endranær.

Vonandi var atburðurinn í Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudaginn bara forsmekkurinn að því sem koma skal - að landsmenn noti lýðræðið og taki virkan þátt í að móta líf sitt og umhverfi.


Pistill Illuga
 


Oft ratast kjöftugum satt á munn!

Æði margt hefur verið að gerast í íslensku þjóðfélagi upp á síðkastið og mig hefur oft langað að leggja orð í belg en ekki haft tíma til þess. Hef það reyndar ekki ennþá en ég get bara ekki orða bundist þegar kjöftugum ratast svo dagsatt á munn sem nú.

Hannes Hólmsteinn GissurarsonÉg hef iðulega furðað mig á því dálæti sem sumir fjölmiðlamenn hafa á Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni – en skilið það líka í aðra röndina því þeir þurfa svo lítið að hafa fyrir honum. Það þarf sko ekki aldeilis að draga orðin upp úr honum, hvað þá að undirbúa gáfulegar spurningar og slíkt. En það þýðir heldur ekkert að mótmæla Hannesi eða koma með mótrök, hann hlustar ekki, heldur bara áfram að tala. Hannes er svo sannfærður um eigið ágæti og réttmæti skoðana sinna að engu skiptir þótt allt aðrar staðreyndir blasi við. Ef einhver viðmælandi hans reynir að benda á, þó ekki sé nema annan vinkil, kaffærir Hannes hann í málæði svo til hans heyrist ekki einu sinni.

Gunnar í KrossinumHannes Hólmsteinn og Gunnar í Krossinum eiga margt sameiginlegt að þessu leyti. Báðir eru innilega sannfærðir um að þeirra skoðanir séu þær einu réttu og engar aðrar eigi einu sinni rétt á sér. Allir sem eru þeim ekki sammála eru kjánar sem skilja ekkert hvað skiptir máli og hvað ekki í lífinu. Báðir eru Hannes og Gunnar ofstækisfullir öfgamenn, hvor á sínu sviði. Ég verð að viðurkenna, þótt það sé mér þvert um geð, að ég hef lúmskt gaman af þeim báðum en verð engu að síður óskaplega pirruð þegar ég hlusta á þá. En á eftir finnst mér ég vera alveg einstaklega heilbrigð, víðsýn, fordómalaus og skynsöm. Að því leytinu láta þeir mér líða vel.

Kannski er það líka þessi eiginleiki sem heillar fjölmiðlamennina sem fá þá í þættina sína. Þeir vekja athygli fyrir öfgafullar skoðanir sínar og athygli er þáttastjórnendum lífsnauðsynleg. Hvaða skýring önnur gæti verið á því, að Egill Helgason bauð upp á Hannes Hólmstein í Silfrinu til að tala um loftslagsbreytingar seinni part árs í fyrra? Eða núna síðast í Kiljunni, sem annars er ágætur bókmenntaþáttur, þar sem Hannes og Egill skoðuðu saman myndir af lífsferli Davíðs Oddssonar og Hannes flutti fjálglegar skýringar með myndunum. Þótt ég túlki hugtakið bókmenntir mjög vítt fæ ég ekki séð að þessi myndaskoðun geti á neinn hátt flokkast undir bókmenntir, jafnvel þó að Hannes sé að gefa út myndabók um ofurhetjuna sína.

Davíð OddssonEins og allir vita hefur Hannes Hólmsteinn verið einn alharðasti talsmaður og verjandi Davíðs Oddssonar um áratugaskeið og Sjálfstæðismaður nánast frá frumbernsku. Eins og sjá mátti í fyrrnefndri myndasýningu í Kiljunni eru þeir einnig klíkubræður og hafa fylgst að hönd í hönd frá unga aldri. Ef Davíð hefur verið gagnrýndur, sem hefur vitanlega gerst ansi oft, stekkur Hannes til, ver hann með kjafti og klóm og réttlætir allar hans gjörðir og hvert orð sem af vörum hans hrýtur. En auðvitað þekkir og skilur Hannes Hólmsteinn Sjálfstæðismenn mjög vel af óralangri reynslu.

Í þættinum Mannamál á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag gerðist merkilegur atburður sem ég hef þó ekki séð mikið fjallað um. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skilgreindi þar mjög skýrt og skilmerkilega hvað í því felst að vera Sjálfstæðismaður, sem líkast til nær yfir alla þá, sem eru skráðir í þann flokk og/eða kjósa hann. Ég var búin að horfa á þáttinn á Netinu, en yfirlætislaus og skemmtileg færsla hjá bloggvenzli mínu, Steingrími Helgasyni, varð til þess að ég horfði aftur og hlustaði betur. Ég fékk hugljómun.

Þar sem ég hef sjálf betra sjónminni en heyrnar, og reikna með að fleiri séu þannig gerðir, tók ég á það ráð að skrifa niður skilgreiningu Hannesar Hólmsteins á Sjálfstæðismönnum orð fyrir orð. Hún hljómar svona:

SjálfstæðisflokkurinnHannes Hólmsteinn: Sjálfstæðismenn eru mjög foringjahollir og það er dálítill munur kannski ef maður tekur þetta svona... Sjálfstæðisflokkinn annars vegar og vinstri flokkana hins vegar þá er... í Sjálfstæðisflokknum er eiginlega fólk sem að hugsar ekkert mikið um pólitík og er frekar ópólitískt. Það hljómar dálítið einkennilega kannski en... og ég á kannski ekki að segja það svona, en til einföldunar má segja að Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin. Vinstri menn eru menn, sem halda að með masi og fundahöldum þá sé... og sko ljóðalestri, þá sé hægt að leysa einhverjar lífsgátur. Þarna er dálítill munur. Þannig að vinstri menn eru miklu pólitískari heldur en hægri menn. Þess vegna eru þeir ekki eins foringjahollir. Hægri mennirnir, þeir eru bara að reka sín fyrirtæki, þeir vilja leggja á brattann, þeir vilja bæta kjör sín og sinna, þannig að þeim finnst hérna... gott að hafa mann sem sér um pólitíkina fyrir þá og Davíð var slíkur maður.

Þar höfum við það svart á hvítu. Slóð á þennan hluta Mannamáls er hér ef einhver vill líka horfa, hlusta og sannreyna orð Hannesar Hólmsteins. Hann sagði þetta - í alvöru.

Skýrara og skilmerkilegra getur það ekki verið. Sjálfstæðismenn eru ekki pólitískir, fylgja bara sínum foringja eins og sauðkindur sínum forystusauð. Þeir hafa bara áhuga á því að græða og grilla og hugsa um það eitt að bæta kjör sín og sinna, láta foringjann um pólitíkina. Væntanlega er þeim slétt sama um alla hina. En vinstrimenn, sem virðast samkvæmt skilgreiningu Hannesar einmitt vera allir hinir, eru pólitískir upp til hópa og reyna að leysa lífsgáturnar, að líkindum þjóðfélagsmál sem þarf að íhuga, ræða og afgreiða.

Mig grunar að þarna sé Hannes Hólmsteinn að orða, svona líka snilldarlega, það sem ansi margir vissu almennt fyrir og eru búnir að vita lengi, lengi.


Háð getur verið hárbeitt gagnrýni

Vefsíðan www.hengill.nu var sett upp 30. október sl. til að vekja athygli á fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum á Hengilssvæðinu og hvetja fólk til að senda inn athugasemdir við þær.  Það tókst svo vel að Skipulagsstofnun bárust um 700 athugasemdir sem var Íslandsmet.  Í framhaldi af Hengilssíðunni opnaði ég þessa bloggsíðu til að hnykkja enn frekar á málefninu og ýmsu því tengdu.

Fjöldi manns hefur einnig haft samband við okkur persónulega, ýmist hringt eða sent tölvupóst.  Sumir til að sýna stuðning, aðrir til að veita upplýsingar.  Sumir óska nafnleyndar, aðrir ekki.

Eins og greinilega hefur komið fram mjög víða er sveitarstjóri Ölfuss ábyrgur fyrir ýmsu sem þykir vægast sagt gagnrýnisvert og eru virkjanamálin aðeins einn angi af því öllu saman.  Nýlega var mér bent á grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 2. desember 2006.  Hún er eftir Jóhann Davíðsson og fjallar í háðskum tón um afrekaskrá sveitarstjórans í Ölfusi og hvernig hann hefur æ ofan í æ klúðrað málefnum Þorlákshafnar- og Ölfusbúa.  Það er ofar mínum skilningi hvers vegna íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss eru ekki löngu búnir að taka sig saman og stöðva sveitarstjórann.  Skyldi það eitthvað hafa með hræðsluna og nafnleyndina að gera sem fjallað er um í færslunni hér á undan?  Það kæmi mér alls ekkert á óvart.

Jóhann Davíðsson veitti mér leyfi til að endurbirta greinina sína.  Háðið getur verið hárbeitt vopn eins og hér má sjá:

Laugardaginn 2. desember, 2006

Til hamingju, Þorlákshafnarbúar

Jóhann Davíðsson fjallar um málefni sveitarfélagsins í Þorlákshöfn

Jóhann DavíðssonÍBÚAR Þorlákshafnar hafa verið svo lánsamir að njóta forystu Ólafs Áka Ragnarssonar bæjarstjóra í eitt kjörtímabil og eru að upplifa annað með þessum framtakssama manni. 

Hann er röskur, selur 1544 hektara jörð, Hlíðarenda, sem nota átti sem útivistarsvæði, m.a. til skógræktar og breytir í iðnaðarsvæði. Eiginlega er ekki hægt að kalla þetta sölu, heldur svona góðra vina gjöf, en það gerðu oft höfðingjar til forna, gáfu vinum sínum ríkulega og nískulaust. 

Bæjarstjórinn bar hag eigenda vel fyrir brjósti, þ.e. íbúa sveitarfélagsins, og setti enga óþarfa fyrirvara eða kvaðir í kaupsamninginn, t.d. hvað um jörðina verður ef ekki kemur til reksturs vatnsverksmiðju. Hefur kaupandinn fimm ár til að hugsa það án fjárútláta og vonandi verða stjórnendur fyrirtækisins ekki andvaka vegna vaxtanna. 

Kaupandinn þarf ekki að greiða krónu fyrir vatnið en annars átti vatnsfélagið að greiða bæjarfélaginu fyrir vatnsnotkun. Þetta sýnir hve útsjónarsamur bæjarstjórinn er í rekstri sveitarfélagsins og skýrir væntanlega hækkun meirihlutans á launum hans. 

Þá var hann ekkert að bíða eftir formlegum leyfum, enda er það tafsamt fyrir duglegan bæjarstjóra heldur gaf mönnum góðfúslega leyfi til að atast í vatnslindinni og fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn með stórvirkum tækjum áður en hann seldi jörðina enda vissi hann sem var að fáir höfðu skoðað þetta og enn færri hugmynd um, hvað jörðin hefur að geyma. Þar hlífði hann mörgum íbúum við að sjá hverju þeir voru að missa af. Sú tillitssemi hans er virðingarverð. 

Þetta var fjárhagslega hagkvæmt enda kostar skógrækt og annað stúss við svona útivistarsvæði ómælt fjármagn. Þá losar hann Þorlákshafnarbúa við fjárútlát vegna um 100 ára gamals húss á bæjarstæðinu, en einhver sérvitringurinn gæti látið sér það til hugar koma að gera upp húsið, þar sem það tengist mjög náið sjávarútvegi og sögu Þorlákshafnar og er elsta húsið í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn er séður, nefnir ekki húsið einu orði í sölusamningnum. 

Það er gott hjá honum að hafa ekki látið minnast á sölu stórs hluta af upplandinu, m.a. þeirra fjalla sem blasa við frá Þorlákshöfn, á fréttavef bæjarfélagsins, Ölfus.is. Einhverjir gætu orðið sárir vegna sölunnar en Ólafur Áki er friðsemdarmaður og vill hlífa mönnum við óþægilegum fréttum. Betra að fólk lesi þar um nýjan slökkvibíl og bangsadaga í bókasafninu. 

Ólafur Áki er hamhleypa til verka. Búinn að ákveða að selja land undir álverksmiðju í Þorlákshöfn. Til að milda skap þeirra íbúa sem finnst nóg komið af slíkum í landinu, og kæra sig ekkert um eina við bæjardyrnar, bendir bæjarstjórinn réttilega á að þetta er ekki álverksmiðja heldur svona smá álverksmiðja. 

Sveitarfélagið hefur selt land undir golfvöll og land úti á Bergi. 

Stefnir í að bæjarstjórinn verði búinn að losa sig við allt land sveitarfélagsins fyrir næstu jól og er það rösklega gert þar sem bærinn var með þeim landmestu á landinu. 

Þessi forystusauður hefur lýst áhuga sínum á að íbúar höfuðborgarsvæðisins losni við úrgang sinn í Þorlákshafnarlandið. Á það eflaust eftir að efla jákvæða ímynd bæjarfélagsins.

Hópur fólks kom til Þorlákshafnar s.l. vor. Mætti honum mikill fnykur og þegar spurt var hvað annað væri í boði var sagt að í bænum væru þrjár hraðahindranir. Þarna tel ég að bæjarstjórinn hafi sýnt hyggjuvit til að laða að ferðamenn, sparað auglýsingakostnað og vitað sem var að betra er illt umtal en ekkert. 

Í framtíðinni geta svo ferðamenn skoðað, væntanlega fyrir sanngjarnt gjald, hvernig skemma má án nokkurra leyfa gróna fjallshlíð, barið augum iðnaðarhús á útivistarsvæði, séð lítið og sætt álver og notið ilmsins af sorphaugi. Allt í anda "metnaðarfullrar stefnu í umhverfismálum", með "áherslu á að gengið verði um landið og auðlindir þess af varfærni og virðingu" og þess að náttúran og íbúarnir hafa lengi og vel notið "vafans áður en ákvörðun er tekin" eins og segir á vef Sjálfstæðisfélagsins Ægis. 

Íbúar Árborgar hljóta að vera ánægðir með skreytinguna á Ingólfsfjalli enda er hún gerð með metnaðarfullri varfærni og virðingu. 

Nýyrðasmíði bæjarstjórans er uppspretta peninga. Þannig fann hann upp nýyrðið "Bráðabirgða framkvæmdaleyfi" og lét Orkuveitu Reykjavíkur greiða 500 milljónir fyrir. Sannast þar hið fornkveðna: "Dýrt er drottins orðið". 

Einnig virðist hann hafa breytt merkingu orðsins "íbúalýðræði" sem var talið þýða að haft væri samráð við íbúana um málefnin, í: "Bæjarstjórinn ræður".

Þótt hann hafi örlítið hagrætt geislabaugnum fyrir kosningar og verið með orðhengilshátt við gamla Hafnarbúa, má ekki dæma hann hart. Hann var að safna atkvæðum og þar helgaði tilgangurinn meðalið. 

Enda er gaman að stjórna og fá að tylla, þótt væri ekki nema annarri rasskinninni í bæjarstjórastólinn, um stund.

Hvar eru teiknibólurnar? 

Enn og aftur, til hamingju. 

Höfundur er lögreglumaður, bjó á B-götu 9 Þorlákshöfn og er félagi í Græna bindinu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband