Fólkið í Silfrinu og heimspeki Páls Skúlasonar

Ég held að ég hafi aldrei á ævinni upplifað þetta áður. Að bíða með öndina í hálsinum eftir sjónvarpsþætti. Veit að fleiri hafa gert það líka. Ekki vildi ég vera í sporum Egils með stóran hluta þjóðarinnar á herðunum. Allir vilja láta spyrja ákveðinna spurninga um það sem á þeim brennur og fá skýr svör við þeim. Miðað við aðstæður fannst mér Egill standa sig nokkuð vel undir þessari pressu þótt eflaust megi gagnrýna eitthvað líka. En hefði einhver annar gert betur? Hver?

Í Morgunblaðinu í gær var stórfínt viðtal við Pál Skúlason, heimspeking og Páll Skúlason - Ljósm. Mbl.: Gollifyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Þar sagði Páll meðal annars: "Ég hef sterka tilhneigingu til að álíta að sú hugmyndafræði sem hefur drottnað yfir þjóðfélagi okkar og heiminum undanfarið sé háskaleg mannlegu siðferði. Ég kalla þessa hugmyndafræði "markaðshyggju", en hún snýst um að líta svo á að öll mannleg samskipti séu viðskipti og að heimurinn snúist ekki um annað en að kaupa, selja og græða. Þessi boðskapur hefur dunið á okkur í mörg ár og er ekki heppilegur. Honum fylgja því miður oft óheilindi sem ógna og stuðla að upplausn hins sameiginlega veruleika okkar." Er hægt að hafa réttara fyrir sér?

Páll sagði ennfremur: "Það segir sig sjálft að áður var ekki allt í himnalagi í samfélagi okkar. Alls konar vandamál voru dulin og falin í þeim heimi sem nú er að vissu marki að hrynja. Ég held að fjármálakreppan stafi að verulegu leyti af því að stjórnmálasviðið brást og það reglukerfi sem þarf til að halda utan um mannfélagið. Hér er ég ekki bara að tala um íslenska ríkið heldur ríki veraldarinnar."

Og ein tilvitnun enn: "Í heiminum er miklu meira af ranglæti en réttlæti. Við þurfum að vinna gegn ranglæti og reyna að tryggja sem allra mest réttlæti í heimi þar sem fólk er að tapa miklu og veit ekki hvernig það á að komast af. Þarna reynir á sameiginlegt siðferði þjóðarinnar og þar skipta réttlætiskenndin og sanngirnin miklu máli." Hvernig er annað hægt en að taka undir með Páli? Ég held að þó nokkuð margir þurfi nú að líta í eigin barm, endurmeta lífsgildi sín og hressa verulega upp á réttlætiskenndina.

En hér er Silfur dagsins í bútum.

Vettvangur dagsins - Dagur, Svandís, Sigmundur Davíð og Guðrún P.

 Ragnar Önundarson - greinaflokkur hans er hér

 

Jóhanna Sigurðardóttir

 Jón Ásgeir Jóhannesson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér fannst Egill ekki standa sig vel í viðtalinu við Jón Ásgeir.  Hann greip ítrekað fram í og ég hafði á tilfinningunni í lok viðtalsins að Egill hefði sjálfur tapað stórfé á Glitni og væri að því kominn að fara að skæla.  Þarna hefði spyrillinn mátt vera yfirvegaðri.  Sigmar og Helgi Seljan hefðu báðir staðið sig betur að mínu mati. 

Anna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já...... ég gleymdi;  Páll Skúlason á athygli mína alla í sínum skrifum.

Anna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Anna, góð samantekt að vanda hjá þér Lára.

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linkaði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 16:47

5 identicon

Málflutningur JAJ minnti dulítið á ónefndan uppreistan stjórnmálamann, fyrirmunað að sjá einhvarja sök í eigin ranni. Held að tíminn til að finna sökudólgana sé einmitt núna, ekki "þegar um hægist", einhverjir eru víst önnum kafnir við að koma aurum sínum(?) í skjól.

GO-JAJ eru einkennisstafir nokkurra milljarða einkaþotu útá flugvelli, ætli það verði ekki næsti leikur í stöðunni.

sigurvin (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:20

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Páll er alltaf jafnflottur.

Víðir Benediktsson, 12.10.2008 kl. 18:54

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Fannst Egill afleiddur, gaf JÁJ ekki tækifæri til að tjá sig, útskýra.
Stöðugar árásir Egils eyðulögðu viðtalið að mínu mati. Þetta var eins og þetta væri orðið eitthvað persónulegt af hálfu Egils.

Ég er annars oftast hrifin af hvernig Egill spyr og stjórnar þættinum.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 18:59

8 identicon

Við Íslendingar erum svo vön rólegheita, þægilegum þáttastjórnendum. En það var yfirleitt allt ónýtt sem frá þeim kom.

Er eitthvað skrýtið að Egill skuli vera reiður? Erum við ekki reið?

eyjan.is -- Silfur Egils þar, leyfir almenningi að segja skoðun sína og er það lýðræðislegasti fjölmiðill landsins. Ég hef heyrt svo sorglegar sögur af launafólki sem er búið að missa allt sitt vegna blekkinga þjónustufulltrúa bankanna sem töldu fólki trú um að betra væri að flytja sparnaðinn úr sparisjóðsbókum inn í peningasjóði og nú er þetta fólk búið að missa allt. 

Ég held að Egill fái til sín margar erfiðar reynslusögur og ég hrópa húrra fyrir fréttamanni sem er með tilfinningar og ekki hræddur að sýna það.

Rósa (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir að minnast á orð Páls...hann hefur líka sagt að ef að velja skuli á milli skammtímasjónarmiðs og langtímasjónarmiðs, SKULI ALLTAF VELJA LANGTÍMASJÓNARMIÐ!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.10.2008 kl. 19:40

10 Smámynd: Heidi Strand

Gott hjá Jón ásgeir að mæta. Næst vil ég sjá Hannes og feðgarnir.

Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 21:06

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Páll er og var flottur!

Áhrif þessara atburða á auðhyggjuna "kapítalismann" eru orðum aukin og það gildir einnig um ummæli hans - þótt hann sé mikið gáfaðri sé en ég!

Auðhyggjan mun lifa þetta af nákvæmlega eins og félagshyggjan lifði dauða kommúnismans af.

Það, sem horfum upp á, er það sem við höfum nú þegar, með smábreytingum: Blandað hagkerfi, þar sem auðhyggjan er leiðrétt vegna þeirra galla, sem allir skynsamir menn hafa gert sér grein fyrir.

Á fagmáli heitir þetta: AÐ LEIÐRÉTTA MARKAÐSBRESTI!

Það þarf að setja girndinni og græðginni mörk, líkt og kristnin og önnur siðfræði hefur kennt okkur.

Ég er ekki öfgatrúarmaður eða neitt slíkt, en það þjóðfélag sem við eigum von á verður fallegra og betra en það sem við höfum séð - en það verður ekki félagslegt í skilningi "sósíalisma" eða "kommúnisma" - það eitt er víst! Það mun einkennast af meiri kærleika og skilningi á aðstæðum fólks!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 21:22

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ord Páls voru falleg, langt sídan ég hef haft svona upplifun: mikid er tungumálid fallegt.

Ég bjóst ekki vid ad Jón Ásgeir kæmi svona vel fyrir, mér brá bara vid thad. Skil vel ad Agli hafi verid mikid nidur fyrir, en fannst thad minna proff.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:11

13 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég hefði viljað sjá fyrrv. Háskólarektor, Pál Skúlason, ræða við Jón Ásgeir. Og ég meina það...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.10.2008 kl. 22:53

14 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Set hingað inn, ótrúlega tengingu manns við hvað nú er að gerast í heiminum.

Þessi komentant er löngu búin að aftra kommentum frá mér, enda eru þau frekar, svona krefjandi en ekki í forsíðufréttastíl. þ.e. political correkt.

Hann sagði;

  IceShave

Rúningarmeistarinn Egill Helgason, feitari enn nokkru sinni fyrr, rakaði Jón Ásgeir Jóhannesson í dag í beinni. Egill fann bólu undir barta arma Jóns. Hann vildi snoða Jón, en Jón lét ekki snuða sig, enda orðinn fátækari en rakarinn frá Sevilla.

Smásalinn Philip Green fer illa í Egil, Egill hefur aldrei verið hrifinn af mönnum af kynþætti Greens og telur að Green eigi að splæsa á alla Íslendinga. Þetta er er ekkert grín, þetta er dagsatt. Egill trúir greinilega heldur ekki Jóni Ásgeir, en ég treysti ekki Agli.

Egill Helgason er veruleikafirrtur hlunkur, sem tekið hefur þátt í íslensku átveislunni, þegið óeðlileg laun við það að klappa sumum og gelta á aðra. Nú gjammar hann að fyrrverandi atvinnurekanda sínum eins og ragur rakki sem sligast um eftir að hafa skammbitið og étið heila kind í byrjun Móðuharðindanna. Nú kemst hann í ærlegan horkúr, nema að hann hafi falið einhver súkkulaðistykki á kistubotninum.


.

Sumsé, Agli varð á í messu sinni.

Hann sagði ekki frá hverrar trúar viðkomandi var.

Green er því hinn besti maður og ekkert sem hann gerir eða segir er athugavert.

Júðar eru ætíð fullkomlega hreinir að marti kommentantsins.

Viðkomandi hefur vart lesið Talmut. Eða hvað ?

Miðbæjaríhaldið

Samt bluesaður!!!!!

Bjarni Kjartansson, 12.10.2008 kl. 22:55

15 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sorry!!

Það kom ekki inn hvað viðkomandi kommentant heitir.

Hann er

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
vilhjalmur@mailme.dk

Bjarni Kjartansson, 12.10.2008 kl. 22:57

16 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það er afar sorglegt þegar stjórnendur sjónvarpsþátta fara af stað með umræður sem þeir hafa nákvæmlega ekkert vit á. Því varð maður vitni að í viðtali Egils við Jón Ásgeir.

Ég dáðist að stillingi Jóns Ásgeirs, því meirihluta þáttarins var stjórnandinn virkur til ákæru vegna meiðyrða, og miðað við áður fallna dóma í svona órökstuddum persónuárásum, þá væri þarna um verulega háar sektir að ræða.

Jón Ásgeir er sá maður úr svonefndum "útrásarhópi", sem hefur verið markvissastur í fjárfestingum sínum; yfirleitt verið að kaupa fyrirtæki sem stunda verslunar- eða þjónustuviðskipti. Hann hefur ekki staðið í "kauphallarbraskinu", en það er einmitt sá sjónhverfingaleikur sem reynst hefur þjóðinni dýrastur.

Að ásaka Jón Ásgeir fyrir slæma stöðu Stoða, er mikil vanþekking, því það var Jón sem kom til hjálpar þegar íslendingar voru að missa fliugfélagið sitt, og ef ég man rétt, lagði sínar persónulegu eignir fram sem veð til tryggingar skuldavitleysunni frá Hannesi.

Það er undarlegt að sjá svona hamagang gagnvart Baugi, þegar þess er gætt að skuldir þess fyrirtækis er síst meiri en mikils fjölda íslenskra heimila, þegar samnefnari er tekinn milli mánaðarlegrar veltu Baugs, annars vegar og viðkomadi heimila hins vegar.  Upphæðirnar hjá Baugi eru að vísu svimandi háar, fyrir þá sem ekki kunna að lesa í svona þætti, en möguleikar Baugs til að standa við skuldbindingar sínar voru mun áreiðanlegri en margra heimila; vegna þeirra mörgu tekjuþátta sem báru uppi reksturinn. 

Eins og fyrri viðtöl þáttarins voru vel afgreidd hjá Agil, þá varð hann sér til verulegrar minnkunar í viðtalinu við Jón Ásgeir. 

Guðbjörn Jónsson, 12.10.2008 kl. 23:18

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki fjarri legi, hjá Páli, en aðeins of yfirborðskennt. Hann þorir ekki að segja hug sinn að fullu af ótta við að vera úthrópaður samsæriskenningasmiður, sennilega.

Samhengið er stærra en  gaggað er um hér í blóraböggulsreiðingum hér á landi. Jafnvel er þetta allt með ákveðnum vilja gert ef menn hugsa þetta í víðara samhengi og sporna gegn afneiturnartendensum sínum.

Þetta er í húfi:

Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið og þar með forræði og ákvörðunarréttur okkar yfir auðlindunum. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð.  Tökum boði Rússa eða reynum að mynd einhverskonar sátt um hjálp frá Norðurlöndum ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar. 

Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fá að lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.

Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.

Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org Lesið síðan um sjóðinn og sérstaklega um skilyrði hans og gagnrýni á hann hér: http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund

Þetta heitir Globalismi - One world Goverment og hún er IMF.  Þetta monster er búið að halda vanþróuðum ríkjum í helgreipum skulda í marga áratugi með upptöku auðlinda og arðráni í gegnum ofurvexti og ofurskilyrði. Nú er kominn tími til að fólk hætti að rífa hvert annað á hol hér heima og sjái hið raunverulega samhengi.

Kíkið á reynslu Afríkuþjóða og Suður Ameríkuþjóða af IMF. Þjóðir, sem áttu raunar nægan náttúruauð, en lifa nú við sult og mannréttindaníð.

Þetta má ekki ske! Það er lykilatriði.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 00:07

18 identicon

Sæl og takk kærlega fyrir góðar og ítarlegar umfjallarnir í gegnum tíðina.

Ég verð að segja að Egill er ekki að skora nein stig hjá mér í þessu baugsviðtali. Hvaða máli skiptir að einhver fyrrum viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs sjái viðskiptatækifæri í því að bjóða brot af raunverulegu virði eigna til eigenda sem eru í vandræðum? Hvað græðir Jón Ásgeir á því að selja eignir sínar á undirverði? Eru hagsmunir Íslendinga og Jóns Ásgeirs ekki þeir sömu í þessu máli? Að þær eignir sem standa sem veð fyrir lánum íslensku bankanna seljist sem hæst.

Ég bý erlendis og er þess vegna ekki alveg inn í umræðunni á landinu, er ég að misskilja eitthvað? 

Anna 

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:17

19 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Veistu, ég var ekki ánægð með Egil í þessu viðtali við Jón Ásgeir. Bloggaði um þetta í morgun.

Egill missti þarna af gullnu tækifæri til að spyrja markvissra og beittra spurninga - það leystist upp í tilfinningahita. Því miður.

Mér líður aldrei vel þegar allir verða skyndilega sammála um að einhver einn sé skúrkurinn sem taka þurfi af lífi - Jón Ásgeir er sá persónugerfingur um þessar mundir. Viðtalið bar keim af því.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.10.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband