Færsluflokkur: Evrópumál

Fleipur, firrur og fjarstæður um ESB

Í þessum pistli auglýsti ég eftir vitrænum, upplýstum umræðum um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Allt of margt sem sagt er um aðild Íslands að ESB hefur einkennst af fleipri og fjarstæðum. Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson þar sem hann svarar ellefu atriðum sem hann kallar firrur. Á bloggi Egils Helga er líka birt grein eftir Jón Baldvin undir yfirskriftinni Eiga kvótaeigendur að hafa sjálfdæmi um framtíð Íslands?

Ég klippti grein Jóns Baldvins til í læsilegri útgáfu (finnst mér) og bendi að auki á bloggsíðu Baldurs McQueen, sem hefur fjallað talsvert og af mikilli skynsemi um ESB-aðild Íslands. Nokkuð var komið inn á ESB og Evru í umræðunum hér. Svo set ég aftur inn þátt Lóu Pind um ESB eða ekki ESB sem ég birti í áðurnefndum pistli.

Jón Baldvin - Ellefu firrur um Evruland - Fréttablaðið 1. maí 2009

 Ísland í dag 8. apríl 2009 - Lóa Pind Aldísardóttir - ESB eða ekki ESB

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband