Valdníðsla í Ölfusi

Ef við byggjum við alvörulýðræði og hefðum alvörusiðgæði og ættum alvörustjórnmálamenn yrði þessi bæjarstjóri og allt hans fólk látið fjúka umsvifalaust. Hann vogar sér að lýsa því yfir opinberlega - fyrirfram - að hann ætli að hunsa mörghundruð athugasemdir frá almenningi í landinu OG álit nágrannabæjarins Hveragerðis OG umsögn Skipulagsstofnunar til að fá sínu framgengt og leggja í rúst eina fegurstu, verðmætustu, óstnortnu útivistarperlu á Íslandi.

Einnig var eftirfarandi haft eftir forseta bæjarstjórnar Ölfuss í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 30. október sl.:  "Birna Borg Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi, segir að staðið verði við virkjunarframkvæmdir. Það sé stefna bæjastjórnar að virkja í sveitarfélaginu."

Í Ölfusi eru innan við 2.000 íbúar og pólitískt kjörnir fulltrúar þeirra hafa vald til að ráðskast með svæði sem snertir beint eða óbeint um 200.000 Íslendinga!

Er ekki eitthvað bogið við þetta?
Hér er mjög góður pistill um málið.


Frettabladid-091107


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband