Er gamli, góði Geir kominn aftur?

Geir HaardeUndanfarið hef ég gagnrýnt forsætisráðherra fyrir framkomu sína við fjölmiðlafólk - og þar með þjóðina - eins og sjá má hér og hér. Hann hefur verið önugur og hvumpinn og neitað að svara spurningum. Almannatengillinn og flokksbróðir Geirs, Ólafur Hauksson, réð honum heilt í fréttum Stöðvar 2 nýverið og hvatti hann til að breyta framkomu sinni. Það virðist hann hafa gert, enda er hann í vinnu hjá þjóðinni og honum ber að standa skil á störfum sínum gagnvart henni.

Þar sem ég bjó til myndband um önuga framkomu forsætisráðherra er mér að sjálfsögðu bæði ljúft og skylt að búa til annað myndband um ljúfmannlega framkomu hans. Ég mátti til... Engu að síður vara ég bæði fjölmiðlafólk og almenning við. Ekki láta breytta framkomu slá ryki í augu ykkar. Haldið áfram að spyrja áleitinna spurninga og setja hlutina í samhengi. Geir hefur töfrandi bros - en oft leynist flagð undir fögru skinni eins og þar stendur og pólitíkin hans hefur greinilega ekkert breyst.

Undir lok myndbandsins er úrklippa úr helsti frétta Stöðvar 2 í gærkvöldi. Samsetningin er óborganleg og afskaplega kaldhæðnisleg. Hvort hún er af ásettu ráði gerð, þ.e. uppröðunin, veit ég ekki en ég gerði mér altént mat úr henni. Þetta er allt í gríni gert eins og sjá má - en gríni fylgir ávallt alvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HAHAHAHAHAHAHAHAH.. . Snilld..

Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 06:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he góð :)  

Óskar Þorkelsson, 16.7.2008 kl. 11:13

3 identicon

Þrátt fyrir það að vera ósammála afskaplega mörgum skoðunum Geirs þá finn ég eitthvað til með honum þessa dagana. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að haukarnir í Sjálfstæðisflokknum þoli það ekki að hann eigi gott samstarf við Ingibjörgu Sólrúnu, þeir vilji ekki að þessi stjórn verði langlíf og vinni gegn honum með margvíslegum hætti. Ég þekki ekkert innviði Sjálfstæðisflokksins, þetta er bara tilfinning sem ég hef. Ég held að innst inni hafi Geir ekki trú á stefnu D.O. í Seðlabankanum og vilji fara aðrar leiðir. Hann virðist einhvern veginn vera milli tveggja elda í þeirri stöðu sem hann er. Þess vegna er ég líklega eitthvað pínu sympatísk gagnvart honum þessa dagana.

Smáinnlegg vegna þess sem kemur síðast fram í myndbandinu um "reddingar" vegna yfirvofandi atvinnuleysis: Það er athyglisvert að lesa leiðara Mogga í dag. Þar er vitnað í orð iðnaðarráðherra um hættuna við það að binda orkuna í langtímasamningum (hlýtur að vera átt við alla samningana við stóriðjur) og ráðstafa henni þannig að ekkert sé í raun eftir af orku í þágu nýrra atvinnutækifæra. Fyrir utan það hversu mikið ég er mótfallin því að fórna náttúruperlum fyrir virkjanir sama hvort það er til stóriðju eða einhvers annars þá finnst mér þessi útsölustefna á orku til álfyrirtækja eiginlega alveg óskiljanleg. Það hefur löngum verið sagt að það sé ekki klókt að vera með öll eggin í sömu körfunni. Það er nákvæmlega það sem mér finnst einkenna þessa atvinnustefnu okkar. Það er eins og orkan sem við eigum eigi fyrst og fremst að þjóna stóriðju og þar er hún seld á útsöluverði. Á sama tíma fá t.d. garðyrkjubændur sáralítinn afslátt af orku til sinnar starfsemi. Skrýtin pólisía þetta.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti hérna.  Lára Hanna; þú ert villingur snillingur vikkunar ef ekki mánaðarins.

Trú mín á Geir eflist ekki þó hann fari á framsögu- ræðu- litgreiningar- og tískunámskeið.

Oft er flagð undir fögru .. eins og þú réttilega segir.

Og svo er þetta toppurinn..

If you don´t know me by now.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Yfirstjórn seðlabankans er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs sem er skipað af álþingi. Forsætisráðherra skipar formann bankaráðs (nú Halldór Blöndal).

Davíð Oddsson er með öðrum orðum undirmaður Geirs og því eru þessar leiksýningar sem snúast um að þessir aðilar séu að vinna gegn markmiðum hvers annars - hlægilegt sjónarspil. Geti yfirmaður ekki haft stjórn á sínum undirmönnum þarf augljóslega að láta menn fara, hugsanlega bæði yfirmanninn og undirmennina. 

Baldur Fjölnisson, 16.7.2008 kl. 17:18

7 identicon

Baldur: Ég hef nú hingað til skilið það þannig að Seðlabankinn væri og ætti að vera sjálfstæð stofnun. Þó að álykta verði að ríkisstjórn og Seðlabanki þurfi að ganga í takt þá hef ég ekki skilið það þannig að Seðlabankanum sé ætlað að taka við skipunum frá ríkisstjórn. Kannski er það einhver misskilningur, held samt ekki.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 20:15

8 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... "Gamli góði" .... nú eru þeir komnir amk tveir, stjórnmálamennirnir, með svona (hugsanlegt) forskeyti.  Ætli þetta sé til marks um eitthvað sérstakt?

Einar Indriðason, 16.7.2008 kl. 21:50

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001036.html

2001 nr. 36 22. maí/ Lög um Seðlabanka ÍslandsV. kafli. Stjórnskipulag.
22. gr. Yfirstjórn Seðlabanka Íslands er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs svo sem fyrir er mælt í lögum þessum. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum bankastjórnar.
 

Baldur Fjölnisson, 17.7.2008 kl. 00:58

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta myndband er algjör snilld!

Úrsúla Jünemann, 17.7.2008 kl. 07:11

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta Lára Hanna þetta er algjör snilld.  -

Ég man eftir því þegar Davíð var forsætisráherra og atvinnuleysið var að ná hámarki þá kvartaði Forsætisráðherrann Davíð Oddsson sáran undan Seðlabankanum af því að hann vildi ekki lækka stýrivexti og lækka þannig verðbólguna. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 15:30

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Geir er flottur kall en því miður sjálfsstæðismaður. Enginn er fullkominn.

Víðir Benediktsson, 17.7.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband