Pólitískt skemmdarverk í Bolungarvík?

Flestir sem eitthvað þekkja til Vestfjarða og atvinnumála þar vita af hugmyndinni sem Soffía Vagnsdóttir var með í bígerð. Ég las um hana í blöðum og sá teikningu eða líkön af litlu húsunum sem til stóð að byggja. (Man einhver hvenær þetta var í fjölmiðlum svo ég geti fundið það og sýnt hér?) Mér fannst hugmyndin frábær. Passa líka mjög vel við einmitt Bolungarvík og ef hún gengi vel þar gætu önnur þorp á Vestfjörðum prófað eitthvað svipað.

Af þessari frétt að dæma er hinn nýi meirihluti í Bolungarvík að drepa þessa frábæru hugmynd. Af hverju skil ég ekki, enda ekki innmúruð í þann félagsskap. En ef ég man rétt lýsti nýi bæjarstjórinn yfir stuðningi við olíuhreinsistöð í Arnarfirði um leið og hann tók við embættinu. Varla geta margir Bolvíkingar sótt vinnu þangað, eða hvað?

Satt best að segja finnst mér Þjóðverjinn í fréttinni meira sannfærandi en bæjarstjórinn - en hvað segja Bolvíkingar? Eru þeir sáttir við svona vinnubrögð? 

 

Ég varð mér úti um teikningu af tillögu að verkefninu. Eins og mig minnti eru þetta lítil hús með torfþökum í þjóðlegum, íslenskum stíl. Ég efast ekki um að erlendum ferðamönnum myndi líka þau vel. Hvernig líst ykkur á? Smellið tvisvar á myndina til að stækka hana.

Tillaga að uppbyggingu ferðaþjónustu í Bolungarvík

 

Fann svo þessar slóðir þar sem lesa má um fyrirhugað verkefni og eins og sjá má er hér um háar fjárhæðir að ræða fyrir þetta litla sveitarfélag sem ég hefði haldið að allir tækju fagnandi miðað við eðli og umfang þessarar starfsemi.

Veiðimenn.is

Mbl.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Þetta er athyglisvert...

Gulli litli, 2.9.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ótrúlegt..........engin hugmynd er góð nema ég hafi fengið haa sjálf!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 02:20

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hana..............

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 02:21

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er búið að vera alveg dæmalaust að fylgjast með þessum pólitíska hráskinnaleik í kringum þetta verkefni. Gott dæmi um það hvernig pólitík er orðin á íslandi. Það eru ekki lengur hagsmunir fólksins sem ráða lengur, heldur eru það einhver önnur annarleg sjónamið ... því miður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.9.2008 kl. 04:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Lára Hanna, mig minnir að þessi frétt hafi komið seint á haustmánuðum, en mig getur förlast þar um.
Þú getur kannað þetta hjá BB á Ísafirði.
það er einkennilegt að Soffía Vagnsdóttir og allt hennar frábæra fólk, skuli eigi fá frið
það er eins og hún og hennar niðjar séu lögð í einelti bara af því að hún er hörkudugleg kona og kann að bjarga sér.
Ég tel mig vera að fara með rétt mál er ég segi að allt hafi snúist henni í óhag er hún og systir hennar stofnuðu fyrirtæki í kringum mötuneyti fyrir starfsmenn sem kæmu að gangnagerð á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.
Það leiðréttir mig einhver ef ég er að fara með rangt mál.

Það sem gerðist í Víkinni er samstarfið slitnaði, var bara af púra afbrýðissemi að mínu mati, þarna hefur hinum ógnað uppgangur Soffíu, ( það er nú meiri uppgangurinn )
og bara ákváðu að setja nú stopp á þetta. Þau skilja eigi, þau sem urðu valdandi af öllu þessu, að sína eigin gröf eru þau að grafa og í leiðinni gröf bæjarins. Bæjarstjórinn segist eigi vera að vinna gegn sumarhúsunum, málið sé í eðlilegum farvegi.

Heldur hann virkilega að  stór ferðaþjónusta úti í heimi bíði eftir að honum þóknist að segja já nú má hefjast handa.
Bolungarvík er búið að lepja dauðan úr skel allt of lengi til þess að hægt sé að koma svona fram, það vantar atvinnu og um leið kemur bjartsýnin.

Hvað varðar olíuhreinsistöðina, þá mun engin Bolvíkingur vinna þar, að mínu mati.
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 06:54

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guðrún hittir naglann á höfuðið.. ég bjó í þessum bæ í mörg ár og brósi býr þar enn.   Þetta er afprýðisemi og ekkert annað því Einar Jónatansson bæjarstýra er afkomandi Einars Guðfinnsonar (jónatan einarsson) stórútgerðarmanns.. en þessi fjölskylda hefur misst öll ítök eða mest öll ítök á bolungarvík sem betur fer og þegar alvöru fólk eins og Vagnsbörn drífa þetta bæjarskran áfram af dugnaði og þrjósku einni saman þá vaknar afprýðiseminn.. 

já Lára þetta er pólitískt skemmdarverk í boði sjálfstæðismanna á bolungarvík. 

Óskar Þorkelsson, 2.9.2008 kl. 08:24

7 Smámynd: Katrín

Hér birtist heimspeki einfeldingsins í sinni tærustu mynd..

Katrín, 2.9.2008 kl. 08:54

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Katrínu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 09:18

9 identicon

Já, er þetta ekki bara öfundsýki og pirringur yfir því að einhver gæti nú farið að hafa það betra en aðrir í plássinu og "grætt" eitthvað?? - ótrúlega algengur hugsanaháttur í litlum plássum - passa upp á það að enginn hafi það nú betra en náunginnÉg hef séð þetta víða. Ég hef búið í fjöldanum öllum af litlum plássum og þetta er því miður viðkvæðið í mörgum þessara plássa. Nágrannaöfund út í þá sem eru sniðugir að bjarga sér.  En fólk áttar sig ekki á því að þetta er að drepa niður landsbyggðina í allri sinni mynd

alva (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:19

10 Smámynd: Katrín

ég er ekki viss um að Jenny verði mér jafnsammála þegar ég bæti við: 

hér á þessari síðu í umfjöllun um Bolungarvík birtist heimspeki einfeldingsins í sinni tærustu mynd..

Katrín, 2.9.2008 kl. 09:23

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

"Hann segir bæjaryfirvöld mjög áhugasöm um uppbyggingu" er haft eftir Elíasi bæjarstjóra í fréttum? Það er nú frekar "einfeldningslegt" að látra slíkt útúr sér, svona miðað við fréttina alla? Eða hvað finnst Katrínu um það?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.9.2008 kl. 10:12

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Munið að þið eruð að tjá ykkur skriflega undir nafni og að ykkar færslur munu fylgja ykkur á netinu til ykkar dauðadags.

Veriði því viss áður en þið tjáið ykkur um einstök mál. Skrifað orð á neti verður illa aftur tekið.

Héðinn Björnsson, 2.9.2008 kl. 10:15

13 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvaðan kom þetta, Héðinn? :)

En þetta  lítur ekki vel út fyrir bæjarstjórann en maður skal aldrei kenna illgirni um það sem yfirleitt er hægt að útskýra með vanæhæfi.

Jón Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 10:25

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Katrín...  Ég er að velta þessu upp af því ég skil þetta ekki - í þeirri von að einhver geti komið með skýringar.

Mér fyndist t.d. ekki úr vegi að Katrín (sem ég held að sé sú sama og er ofarlega á A-listanum með Önnu þeirri sem sprengdi síðasta meirihluta og situr nú í meirihluta með Sjálfstæðisflokki bæjarstjóra) kæmi með rök og skýringar í stað þess að kalla okkur sem hér hafa tjáð sig einfeldninga. Sem þátttakandi í pólitík í Bolungarvík ætti hún auðveldlega að geta upplýst okkur hin.

Ég fylgdist nokkuð vel með umræðum þegar meirihlutaskiptin voru fyrir örfáum mánuðum í Bolungarvík og fékk örlitla hugmynd um hvað það var sem olli þeim.

En kjarni málsins er sá að miðað við tillögur sem ég sá á sínum tíma - um uppbyggingu ferðaþjónustu í Bolungarvík og tengda atvinnustarfsemi - var það frábær hugmynd sem hefði sómt sér vel hvar sem er á landinu. Húsin, sem áætlað var að byggja undir stangveiðimenn og aðra gesti, voru lítil en mjög falleg (með torfþaki?), skemmtilega staðsett og mér virtist þau falla einstaklega vel inn í það umhverfi sem þau voru teiknuð inn í. Ég fékk ekki betur séð en þessi hugmynd væri bæði mannvæn, umhverfisvæn og myndi skapa tekjur fyrir bæinn og atvinnu fyrir bæjarbúa.

Ef það er persónuleg óvild manna á milli og/eða pólitík sem hindrar þessa uppbyggingu á Bolungarvík er það dapurlegt, því bæjarfélagið á betra skilið. Eins og menn vita er ekki heiglum hent að byggja upp athvinnustarfsemi á litlum stöðum á landsbyggðinni og þegar svona góð hugmynd er til staðar á ekki að bregða fæti fyrir hana - hvar svo sem fólk er í pólitík.

En Héðinn...  Ég fatta ekki hvað þú ert að fara frekar en Jón Ragnarsson. Sástu eitthvað í færslunni minni sem þér finnst að hefði betur verið látið ósagt? Ertu til í að útskýra athugasemdina þína nánar? Það væri vel þegið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 10:50

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég fekk alveg sömu tilfinningu fyrir þessu og þú Lára þegar ég sá fréttina í gær. En það væri fróðlegt að vita hvað þarna liggur að baki og kom ekki fram í fréttinni. Snýst þetta kannski um hver á að fá að veiða fiskana í sjónum, þýskir túristar eða innfæddir? - ekki veit ég.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2008 kl. 11:11

16 Smámynd: Katrín

Þeim sem áhugasamir eru um það rétta í málinu er bent á þessa yfirlýsingu bæjarstjóra Bolungarvíkur

Katrín, 2.9.2008 kl. 14:06

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var nú reyndar að fara fram á skýringar og rökstuðning frá ÞÉR, Katrín... sem þú ættir að geta gefið sem innanbúðarmanneskja í meirihlutanum í Bolungarvík.

Þessi yfirlýsing bæjarstjóra er óskiljanleg þeim sem þekkja ekki þess betur til málsins - en þú getur kannski sagt okkur hverjir eiga Sumarbyggð og Hvíldarklett - fyrirtækin sem þarna er minnst á og bæjarstjóri segir að séu fyrirtaksumsækjendur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 14:49

18 identicon

Ég veit ekki hvort það er þorandi að hætta sér út í umræðu um pólitík Sjálfstæðismanna í Bolungarvík, en sá sem hefur nú þegar verið D - rekinn hefur svo sem engu að tapa, svo ég læt gossa.  Mér finnst hlutdrægni skína út úr orðum bæjarstjórans og verð því miður að segja að það kemur mér ekki á óvart að ekki skuli vera hægt að verða við óskum þeirra minnihlutamanna í Bolungarvík um fyrirgreiðslu sem þó gæti haft í för með mikla uppbyggingu í plássinu.  Það er hreinlega eins og sumir þurfi alltaf að slökkva á annarra kerti til að þeirra eigið skíni skærar.

Jóna Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 15:07

19 Smámynd: Katrín

Hvers vegna í ósköpunum heldur þú að ég muni gefa einhverjar aðrar skýringar en koma fram í yfrlýsingu bæjarstjóra?  Hann rekur málið nákvæmlega  eins og það kemur af ,,skepnunni" og engu við að bæta. Atburðarrásinni verður ekki breytt eftirá.

Ef það sem í yfirlýsingunni  stendur er ykkur óskiljanlegt þá get ég ekki komið ykkur til hjálpar en bent ykkur á að góð aðferð við lestur ,,torskilins" texta er að taka hverja málsgrein fyrir sig og greina.

 Þér þótti Þjóðverjinn meira sannfærandi en bæjarstjórinn í viðtalinu og kannski ekki skrýtið þar sem viðtalið við bæjarstjórann var aldrei flutt.  

En segðu mér hvað er svona sannfærandi við Þjóðverjann?  Er það hvernig hann hótaði bæjarstjóra að fengi hann ekki það sem hann vill strax myndi hann kasta sínum samstarfsaðila út í hafsauga?  

Hverjir eiga Sumarbyggð eða Hvíldarklett skiptir mig ekki nokkru máli frekar en það skipti mig máli hverjir eiga Kjarnabúð en það virðist skipta stuðningsmenn Samfylkingarinnar miklu máli hverjir eiga hvað og í hvaða flokki þeir kunna að skipast.

Katrín, 2.9.2008 kl. 17:23

20 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Eru einhver vandamál við að koma áætlunum Soffíu í framkvæmd?

Já því miður eru mörg vandamál sem þarf að leysa, áður en hægt er að hefjast handa. Hið fyrsta er að, þó tvö fyrirtæki leigi út u. þ. b. 46 báta til sjóstangaveiða, vantar allar lagaheimildir fyrir slíkri starfsemi.

Á bátunum þurfa að vera skipstjórar með tilskilin réttindi, en slíkt gera þessi tvö fyrirtæki ekki.

Bátarnir veiða úr heildarafla krókabáta, og í lögum um stjórn fiskveiða segir að einungis megi skráðir atvinnubátar veiða úr þessum kvóta og einungis veiða með handfærum eða línu.

Þessi tvö fyrirtæki fara á svo fjölþættan hátt á skjön við fjölda laga og þverbrjóta margar reglur um siglingar, veiðar og öryggi sjófarenda, að menn gapa af undrun að slíkt skuli liðið; enda er þessi starfsemi komin til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis.

Þó þessar staðreyndir hafi verið settar hér fram, er ég sem Vestfirðingur afar áhugasamur um að finna eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir svona starfsemi. Mikilvægt er að hún eyðileggi ekki atvinnuþátt einstaklinga sem stundað hafa sjómennsku á litlum bátum, sem lífsstarf sitt. En eins og framkvæmdin er nú eru bátar þessara manna óseljanlegir, ekki grundvöllur til að gera þá út og þessir menn eru tugum, ef ekki hundruðum saman að lenda í fjárnauð og jafnvel að missa bátana á nauðungaruppboð, vegna þeirrar eyðileggingar sem þessi tvö fyrirtæki valda í rekstrarumhverfi þessara báta.

Ef stjórnvöld ætla að hleypa erlendum ferðamönnum inn í veiðar úr mjög takmörkuðu magni veiðikvóta íslenskra báta, verða þau að hafa kjark til að skapa lagaumhverfi um slíka starfsemi, en ekki rjúka af stað, brjótandi lög á báðar hendur og eyðileggja lífsafkomu fjölda íslenskra fjölskyldna í algjöru hugsunarleysi.

Guðbjörn Jónsson, 2.9.2008 kl. 17:38

21 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Best að segja sem minnst fyrst jarðeðlisfræðingurinn Héðinn, telur að einhverjir nenni að lesa þetta í ókominni framtíð.

Lítið fannst mér skrifað hér að viti fyrr en ég las lexíu Guðbjarnar Jónssonar.

Hugdettur manna er misjafnar, en þessi vosbúðarlengja fyndist mér ekki fegra þennan ágæta bæ, sem ég hafði mikla ánægju að dvelja í í fyrrahaust. Væri ekki hægt að byggja almennilegt þýskt hótel aðeins austar í verksmiðjurúst Einars Guðfinnssonar. Svæðið sem er verið að stinga upp á fyrir þessa draumabyggð er eitt fárra fallegra bletta í bænum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.9.2008 kl. 18:50

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katrín væntanlega hin vænsta kona spyr.

En segðu mér hvað er svona sannfærandi við Þjóðverjann?  Er það hvernig hann hótaði bæjarstjóra að fengi hann ekki það sem hann vill strax myndi hann kasta sínum samstarfsaðila út í hafsauga?

Eigi sagði bæjarstjórinn að hann hefði hótað sér.

Katrín segir:

Hverjir eiga Sumarbyggð eða Hvíldarklett skiptir mig ekki nokkru máli frekar en það skipti mig máli hverjir eiga Kjarnabúð en það virðist skipta stuðningsmenn Samfylkingarinnar miklu máli hverjir eiga hvað og í hvaða flokki þeir kunna að skipast.

Ég tel að það skipti Alla í hinum nýja meirihluta miklu máli hverjir eiga hvað.
Bæjarstjórinn sagði að eigi neinir hnökrar hefðu verið á samskiptum hans og þeirra sem eiga Sumarbyggð og Hvíldarklett.
Gaman verður að sjá hverjir fá úthlutað lóðunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 19:21

23 Smámynd: Víðir Benediktsson

Athyglisvert mál. Verður gaman að fylgjast með framvindu.

Víðir Benediktsson, 2.9.2008 kl. 20:50

24 Smámynd: Katrín

,,Mér finnst hlutdrægni skína út úr orðum bæjarstjórans og verð því miður að segja að það kemur mér ekki á óvart að ekki skuli vera hægt að verða við óskum þeirra minnihlutamanna í Bolungarvík um fyrirgreiðslu sem þó gæti haft í för með mikla uppbyggingu í plássinu."

Jóna d-rekin eður ei, þá finnst mér þetta ótrúleg orð sem þú lætur frá þér fara, sjálfur sveitarstjórnarmaðurinn. Eiga skiplagslög einungis að gilda þegar hugsanlegir sjálfstæðismenn eiga í hlut en ekki þegar innbúðarfólk úr Samfylkingunni eða öðrum vinstri flokksbrotum er að ræða? Rifjaðu upp kenningar Kolhbergs um siðferðisþroskann..

Katrín, 2.9.2008 kl. 21:26

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þetta allt afar undarlegt og ef þetta veltur bara á seinagangi í úthlutun á lóðum, þá eru bæjaryfirvöld alls ekki að standa sig.  Ég trúi Herbert og kollega hans Frank frá Kingfisher Angelreisen, þegar hann segist hafa mætt stífni þarna og áhugaleysi. Ég sat jú fund með þeim degi eða tveim áður og eru þetta heilsteyptir menn, með sterkt fyrirtæki. Vegna þessarar stöðu, eru þeir að kanna möguleika annarstaðar, enda skiljanlegt.

Það er þó annar flötur á þessu og flóknari, sem ég treysti mér ekki tila að útlista. Það er gríðarleg fjárfesting sem fylgir þessu, sem er algerlega einhliða. Inn í þetta spilar kvóti kvótaverð. Margt í lögjöf og leyfum, sem þarf að hreinsa til í of koma á hreint. Þetta er nýr iðnaður og kemur bratt að og þessum mönnum liggur heil reiðinnar ósköp á. Það er má setja spurningamerki við svo stórar kröfur um aðstöðu og fjárfestingu, frá einni ferðaskrifstofu, svo ekki sé talað um í byggðarlagi, sem hefur verið í sárum í áratugi. Ég held þeir átti sig ekkert á því sem á undan er gengið og einnig hve erfitt er að ná í áhættufjármagn í dag. Þeir einblína bara á það sem þeir vilja og það á að vera strax. Það e svo spurning hverjir stökkvi til í slíka útgerð að ókönnuðu máli, sem myndi borga sig upp á 10 árum eða svo. Ég er ekki viss um að menn yrðu eins áfjáðir, ef þeir skoðuðu þá hlið. Verðin eru ekki það há hjá þeim, samkv. bæklingi ogþjóðverjar eru jú þekktir fyrir að fá allt fyrir ekki neitt.

Þessi ferðamannagrein, stendur mörgum strandbyggðalögum til boða og er rekin víða. Lítil reynsla er á þetta komin og sú litla reynsla sem menn hafa er gríðarlega þungt bákn hér heima. Ekki bara í bæjarráðum heldur í stjórnsýslunni almennt.  Ég á erfitt með að trúa að öfud og illvilji liggi að baki hjá bæjarstjórn, þó það sé til í dæminu.  Hér þyrftu fróðir menn að koma að og meta. Setja upp viðskiptamódel og gera áræðanleikakönnun. Þetta gæti veri forgangsverkefni, sem kostað yrði af öllum strandbyggðarlögum. Þá ættu menn að vita hvað þeir eru að fara út í.

Þetta fyrirtæki er eitt af mörgum í þessari grein og kröfurnar um tímamörk eru ekki bara það sem stendur í mönnum. Þeir setja líka afar kenjóttar kröfur um íverustaði og staðsetningu þeirra, nánast á höfnum bæjanna, svo menn geti svo að segja gengið beint út í bát. Þetta kostar að taka verðmætt athafnasæði undir byggingar, þetta kostar óumflýjanlega nýbyggingar, því ekki gera þeir sér gistiheimili eða hús fjarri höfn að góðu. 

Það skal varast að hengja neinn strax í þessu. Ég hef skilning með báðum aðilum. Það sem skilur að er að öðrum aðilanum liggur þessi reiðinnar ósköp á og hinn vill kanna baklandið og ígrunda málið betur. Það er allavega það sem ég les út úr þessu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 21:51

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil bara undirstrika að menn örvænti ekki eða fari í hár saman. Þetta er hægt að leysa og það er enginn að missa af neinu. Verði svona aðstaða byggð upp í áföngum, með lágmarksáhættu (svona 5ára áætlun) þá er þetta vel hægt. Það verður líka að taka tillit til þess að svona uppbygging verði og sérhæfð, svo aðstaðan geti nýst til annarra formála ef tímar breytast, jafnvel annarskonar túrisma.  Kingfisher er með túra til Noregs, svíþjóðaðr, Alaska og Írlands meðal annars, og væri það gustukaverk hjá þessu fólki að fara saman upp í vél og skoða þau fordæmi, bæði til að kynnast rekstrarformi og kostnaði, verðum og slíkum og einnig til að hrista saman þennan hóp, sem greinilega hefur þörf á að kynnast og ´fá sameiginlegan skilning.

Ég veit ekki hvað er til í því en einhverstaðar heyði ég eða las um þann samning, sem gerður var við gangnagerðarmenn um fæði og húnæði og ef þær tölur eru réttar, sem ég heyri, þá er það algerlega botlaus fásinna að það beri sig. Algerlega útilokað. Ef örvæntingin er svona mikil á Bolungavík og viðskiptavitið svo takmarkað, þá held ég að það sé rétt að menn staldri við og hugsi, svona svo þeir fari sér ekki að voða.

Af þessu upphlaupi öllu, má lesa að það er ekki mikill samgangur á milli hlutaðeigandi í málinu og greinilega verið að muldra í sínu hvoru horninu í stað þess að sýna traust og hafa málefnin opin og gagnkvæm. Slíkur smáborgaraháttur sæmir ekki fólki í viðskiptum og stjórnsýslu og slíkt fyrirkomulag er neytt til að gefa illa niðurstöðu.

Bolvíkingar. Talið saman, vinnið saman. Á hverjum degi, ef með þarf. Látið ekki eins og sóknarnefnd á sterum. Það er ykkur til lægingar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 22:08

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Átti að vera:Það verður líka að taka tillit til þess að svona uppbygging verði EKKI OF sérhæfð, svo aðstaðan geti nýst til annarra formála ef tímar breytast, jafnvel annarskonar túrisma.

Fyrirgefið villurnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 23:06

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem vekur mér mesta furðu í þessari umræðu ykkar gott fólk, er hversu lítill gaumur er gefinn athugasemd Guðbjörns Jónssonar. Í henni er nefnilega að finna öll aðalatriði þessa leiðindamáls að minni hyggju. Reyndar er annað mál sem vekur mér enn meiri furðu þennan dag og tengjast þessi tvö mál afar sterkt í einni og sömu heimskunni.

Það mál sem um ræðir er ábending Guðjóns Arnars Kristjánssonar á Alþingi í dag um að auka beri aflaheimildir í þorski verulega á nýbyrjuðu fiskveiðiári. Allar vísbendingar segja frá mikilli þorskgegnd á miðum okkar og það svo að stórfellt brottkast er óhjákvæmilegt ef takast má að fiska leyfilegt magn ýsu og ufsa.

Þessi tillaga Guðjóns er samhljóða ályktun Félags smábátasjómanna á Vestfjörðum. Fyrir utan eina snöggsoðna setningu í síðdegisfréttum hefur þessi tillaga enga umfjöllun fengið í dag. Og í Kastljósi ræddu Geir Haarde og Steingrímur J. með alvörusvip um leiðir út úr efnahagslægð þjóðarinnar án þess að minnat orði á það að nú væru sterkar vísbendingar um að auka mætti gjaldeyristekjur þjóðarinar um hundruð milljarða með þvi einfaldlega að nýta sér mestu og þekktustu auðlind þjóðarinnar! En þeir voru á svipinn einna líkstir vitsmunaverum?

Má ég biðja ykkur um að vakna gott fólk!

Árni Gunnarsson, 2.9.2008 kl. 23:28

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Árni: Athugasemd Guðbjörns snýr að einum hluta, sem ég nefni, en það er að ekkert hefur verið gert í regluverki eða kvótatilhögun. Það er einn grunnþátturinn í æði snúnu máli. Gujón bendir ágætlega á þessi atriði, svo óþarfi er að klifa á þeim.  Tek heilshugar undir þau. Það eru annars aðrir grunn.ættir í þessu, sem ekki meika nokkurn sens eða gefa grunn að svona upphlaupi. Þ.e. m.a. ótrúleg heimtufrekja og straxveiki, þessarar ferðaskrifstofu. Þeir leggjaékki skitinn eyri í fjárfestingu né áhættu og svo eru hundrað önnur atriði, sem mæla gegn því að rokið verði út í þetta eins og staðan er í dag. Kannski var upphrópun þinni ekki beint til mín, en ég skil hana annars ekki...allt sem þú nefnir er vel leysanlegt, það er bara spurning hvort ástæða sé til þess að stökkva upp til handa og fóta í þessu tilfelli

Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 23:38

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tek svo vel undir það sem Jóna segir.

Merkilegt Árni þú skalt ætíð koma við kaunið á manni, auðvitað á að huga að orðum
Guðbjörns því þau eru svo sönn og rétt, hann kemur með þetta eins og það er.
Fjandinn hafi það er eigi hægt að laga þetta til svo hægt verði að koma upp þessari yndislegu starfssemi. Auka bara þorskkvótann eða eldisfiskinn, nei ég segi bara svona.

Arnþór Sigurðsson hættir stuðningi við vestfirði, allavega Bolungarvík.
Miðað við vinnubrögðin hjá bæjarstjóra þá er þeim engin vorkunn, en veistu Arnþór
ég tel að bæjarstjórinn hugsi á gömlum merg sem eigi er til lengur.

Auðvitað er verið að leggja stein í götu einhverra, en að vilja ekki kynnast viðkomandi er nú bara þröngsýni því þetta er afar skemmtilegt fólk.

Að því að þú manst nú trúlega ekki söguna þá ætla ég að segja þér: ,, Í eina tíð er ég var yngri voru sunnanmenn svo hræddir við veldi vestfirðinga að þeir töluðu um að best væri að skera vestfjarðarkjálkann frá Íslandi," Þeir hefðu betur gert það þá væru þeir á grænni grein, Nei eigi gerðu þeir það, " ástæðan" þeir græddu of mikið á þeim
til þess að það væri hagstætt. Svo er talað um væl, sko er ég ók vestur á firði í fyrsta skipti 1996 þá fékk ég áfall, malarvegur alla leið frá prestsbakka við Hrútarfjörð
til Ísafjarðar og ekki nóg með það sumstaðar ók maður bara í fjörunni.
Ekki var nú mikið verið að sinna vælinu í þeim.
Jæja er hætt þessu tuði, vona að engin fyrtist við mig og góðar kveðjur til allra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 08:35

31 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svona vinnubrögð eru ein ástæðan fyrir því að lítil uppbygging er fyrir vestan. Gamlar ættar- og flokkaklíkur sem sleppa ekki takinu fyrr en í rauðan dauðann. Enda svo sem bæjarstjórn hjá sjálfum sér. Gáfulegt!

Takk annars fyrir þín frábæru skrif. Það hefur ekki tekist að drepa í þér glóðina kona:D 

Rut Sumarliðadóttir, 3.9.2008 kl. 11:12

32 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég má til að svara honum Arnþóri aðeins varðandi vælið í Vestfirðingum.  Það vill nefnilega svo til að til eru tölulegar upplýsingar um framlag Vestfiringa til framfærslu þjóðfélags okkar, eins og það var við upphaf kvótakerfisins. Þér til fróðleiks, þá öfluðu Vestifirðingar gjaldeyris, árið 1986, að verðmæti rúmlega 500 þúsund króna á hvert mannsbarn í fjórðungnum. En á sama tíma öfluðu höfuðborgarbúar einungis gjaldeyris að verðmæti rúmlega 23 þúsund króna á hvert mannsbarn. Á þesum tíma voru Vestfirðingar lika lægstir í notkun gjaldeyris, þannig að þeir  lögðu höfuðborgarsvæðinu til mestan framfærslueyri allra byggða utan höfuðborgarinnar.

Sjaldan launar kálfur ofeldið er gamalt máltæki. Það hefur áberandi reynst sanna sig í hroka og fáfræði margra sem tjá sig um málefni Vestfirðinga.

Hvað varðar þá atvinnustarfsemi sem var upphafs umræða þessara skrifa, þá er ég ekki í vafa um að hægt að að skapa henni varanlegan grundvöll, ef menn eyðileggja ekki möguleikana með of miklum asa sem eyðileggur starfsgrundvöll margra fjölskyldna. Þessir 46 bátar sem ég nefndi að væru þegar farnir að veiða svona, á skjön við lagaheimildir, öfluðu rúmlega 200 tonna á síðasta ári, og stefnir í hærri tölu í ár. Bolvíkingar þekkja vel hvað slíkt aflamagn hefur að segja í lífi smábátasjómanna.

Guðbjörn Jónsson, 3.9.2008 kl. 12:06

33 identicon

Ég þekki ekki allar hliðar þessa máls. Hnýt um það hversu langan tíma þetta mál er búið að velkjast og finnst eins og það sé einhver "skítalykt" af málinu án þess að ég vilji fara að dæma mann og annan. 

Við Soffía Vagns erum málkunnugar (vorum báðar tónmenntakennarar hér á árum áður). Af kynnum mínum af henni á ég mjög erfitt með að trúa einhverjum fúskvinnubrögðum upp á hana í þessu máli.

Þegar ég set saman í einn pakka viðhorf núverandi bæjaryfirvalda til olíuhreinsunarstöðvarinnar og svo tómlæti þeirra í þessu máli held ég myndi vera fljót að fara með þessa hugmynd í einhvern annan fjörð ef ég væri í sporum Soffíu.

Mér finnst einhvern veginn að bæjaryfirvöld sem hafa þetta verðmætamat þegar kemur að stefnu í atvinnumálum á Vestfjörðum verðskuldi ekki krafta jafndrífandi fólks og Soffíu.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband