"Víðáttuvitleysa að bankaútrásin sé blekking"

Það getur verið grátbroslegt að líta um öxl og skoða ummæli manna fyrir ekki svo ýkja löngu síðan. Ég var að leita að grein frá í lok febrúar til að birta í næsta pistli og sá þá fyrir tilviljun athyglisverða umsögn um útrásarmennina og áhangendur þeirra. Þetta er það fyrsta sem ég sá og varð til þess að ég rifjaði málið upp nánar:

Fréttablaðið 29. febrúar 2008


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er umrædd umfjöllun Andrésar Magnússonar, læknis, í Silfri Egils 24. febrúar 2008.

Það næsta sem gerist er að Eyjan birtir umfjöllun um Andrés 27. febrúar, greinar hans og orð í Silfrinu. Þar kemur meðal annars fram að grein Andrésar sem vitnað er í hafi beðið í meira en mánuð eftir birtingu í Morgunblaðinu. Ég leitaði í greinasafni Morgunblaðsins en fann ekki greinAndrés Magnússon, læknirina, svo líklega hefur hún aldrei birst þar. Greinin er hengd við þessa færslu í .pdf skjali, sjá neðst í pistlinum.

Því næst skrifar Hallgrímur Thorsteinsson bloggfærslu sama dag þar sem hann vísar í umfjöllun Eyjunnar og fleira. Þar er löng athugasemd frá téðum Hafliða Helgasyni þar sem hann leggur sig í líma við að gera lítið úr Andrési, orðum hans og skrifum. Hafliði segir m.a. um Andrés: "Niðurstaðan er að bankaútrásin sé blekking og raunhagnaður bankanna tekinn úr vasa húsnæðiskaupenda. Þessi niðurstaða er svo víðáttuvitlaus að það er hneisa að fjölmiðlamenn skuli ekki kanna grunn hennar áður en þeir hleypa henni í loftið." Einmitt það. Nú hefur aldeilis sannast hvor þeirra hafði rétt fyrir sér, Andrés eða Hafliði.

Það næsta sem ég sé er önnur umfjöllun á Eyjunni 28. febrúar þar sem lagt er út frá athugasemd Hafliða og fyrirsögnin er: "Víðáttuvitleysa að bankaútrásin sé blekking". Nánast á sömu mínútu að því er virðist skrifar Egill Helgason bloggfærslu um sama mál. Hafliði gerir athugasemd og hæðist að Agli: "Þakka þér fyrir málefnalegt innlegg laust við ad hominem og önnur billegheit. Þá ber að þakka miðlun af djúpstæðri þekkingu þinni á viðskiptum og hagfræði. Það er huggun harmi gegn í allri vitleysunni að umræðum á RÚV sé stjórnað af djúpvitrum jafnaðargeðsmönnum sem kafa undir yfirborð hlutanna og beita rökum og málefnalegri gagnrýni." Hafliði HelgasonOrðabókarskýring á latneska orðatiltækinu "ad hominem" er: "Sem höfðar til fordóma eða hagsmuna frekar en skynsemi."

Fram kemur í færslu Egils að Hafliði var einn þeirra sem áttu að fá feita kaupréttarsamninga þegar selja átti útrásarmönnunum sameiginlegar orkuauðlindir þjóðarinnar. Ekki furða að Hafliði hafi verið sár út í mann og annan.

Ég hvet fólk til að skoða þetta ferli og alla umfjöllun. Orð og framganga Hafliða, þar sem hann leitast við að niðurlægja og hæðast að þeim sem gagnrýndu útrásina á einhvern hátt eða drógu í efa heilindi útrásarmanna, er dæmigerð fyrir viðbrögð við varnaðarorðum þeirra sem sáu í hvað stefndi. Áður en Hafliði fór til starfa hjá REI var hann ritstjóri Markaðarins hjá Fréttablaðinu og hampaði útrásinni þar gagnrýnislaust. Nú situr þar í ritstjórastóli Björn Ingi Hrafnsson, forkólfur í Framsóknarflokknum; flokknum sem ber gríðarlega ábyrgð á því hvernig komið er í efnahagsmálum landsins. Björn Ingi spilaði líka stórt hlutverk í REI-málinu eins og Hafliði, sællar minningar. Er líklegt að Björn Ingi sé trúðverðugur ritstjóri eða þáttarstjórnandi nú um stundir með þennan feril á bakinu?

Mér er mjög minnisstætt það sem sagt var við mig endur fyrir löngu þegar mætur fréttamaður starfaði sem frétta- eða varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Það var eitthvað á þá leið að ef hann birti opinberlega allt sem hann vissi um menn og málefni þáverandi ríkisstjórnar myndi stjórnin springa í loft upp með miklum hvelli. Honum var treyst, hann virti trúnað og gerir það enn þótt hann sé löngu horfinn til annarra starfa. Blaða- og fréttamenn af betri sortinni vita miklu, miklu meira en þeir láta nokkurn tíma frá sér fara. Þeir búa yfir upplýsingum sem þeir annaðhvort geta ekki birt vegna trúnaðar eða gætu birt en fá engan til að staðfesta þær opinberlega.

Egill HelgasonÞetta kemur upp í hugann nú þegar Egill Helgason er gagnrýndur harkalega fyrir að koma með "aðdróttanir og dylgjur" í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson. Egill hefur verið í "bransanum" óralengi og haldið úti Silfri Egils í 9 ár. Það þarf enginn að segja mér annað en að hann viti, rétt eins og blaða- og fréttamenn, miklu, miklu meira en hann lætur nokkurn tíma uppi. Þess vegna læðist að mér sá grunur, að af hálfu Egils hafi ekki verið um aðdróttanir eða dylgjur að ræða, heldur hafi reiðin blossað upp í Agli vegna þess sem hann veit fyrir víst en gat ekki sagt án þess að rjúfa trúnað. Ég vil taka skýrt fram að ég þekki Egil nákvæmlega ekki neitt - ekkert umfram aðra sem hafa fylgst með honum í fjölmiðlum undanfarin ár og er því ekki að vísa í persónulega vitneskju frá fyrstu hendi. Aðeins að viðra tilfinningu... grun.

Annað sem vekur athygli mína er hlutverk netsins - netmiðla og bloggs í umfjöllun líðandi stundar og miðlun upplýsinga. Allt of margir Íslendingar halda því ennþá fram að allt sem skrifað er í blogg sé bull og þvaður sbr. Eyjan lógóorð Víkverja nokkurs hér. Ekkert sé að marka nokkurn hlut nema hann birtist í prent- eða ljósvakamiðlum. Það er nú aldeilis öðru nær, ekki síst nú þegar Morgunblaðið og Fréttablaðið hafa sameinast undir einn hatt. Nú verður bloggið enn mikilvægara og enn meiri þörf á vönduðum bloggurum og sjálfstæðum netmiðlum eins og Eyjunni en áður. Og pennum sem sjá ekki umheiminn með flokkspólitískum gleraugum. Umfjöllunin hér að ofan er gott dæmi um það. Best væri auðvitað ef allir þessir þættir fjölmiðlunar gætu spilað saman - og þeir gera það upp að vissu marki. Látum þessa vitneskju ganga til þeirra sem enn hafa ekki áttað sig á mikilvægi þessara staðreynda.

Að lokum tölvupóstur sem ég var að fá rétt í þessu frá vinkonu minni. Hún segir ekki vitað um uppruna hans en ég hef vissan Friðrik grunaðan þótt óstaðfest sé með öllu:

Engin kreppa á Eyrarbakka.
- Á Bakkanum gengur lífið sinn vanagang í kyrrð og ró.
- Ekki þurfum við að óttast bankahrun því hér er enginn banki. Bankinn fór héðan árið 2001 til þess að taka þátt í Matador í útlöndum og nú er spilið tapað eins og alþjóð veit.
- Við þurfum heldur ekki að óttast vöruskort í kaupfélaginu, því kaupfélagið fór í leiðangur árið 2002 og hefur ekki sést síðan.
- Ekki þurfum við að óttast atvinnuleysi í plássinu því hér hefur enga atvinnu verið að hafa síðan iðnaður og sjávarútvegur lagðist af árið 2006.
- Það voru engin rússnesk lán tekin til að bjarga hreppssjóðnum því hreppurinn hefur ekki verið til síðan árið 1998.
- Við erum þrátt fyrir þetta bjartsýn og horfum fram á veginn því héðan liggur leiðin bara upp.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Lára Hanna og mikið er ég þér sammála hvað Egil varðar. Það er bara svo mikill tívskinnjungur í blöðunum,umræðunni og á blogginu að það hálfa væri nóg þegar þessi mál eru rædd. Mjög lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt. Þú berð höfuð og herðar yfir íslenska bloggsamfélagið að mínu mati.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Sæl og takk fyrir að draga þetta skilmerkilega fram. Andres sannfærði mig á sínum tíma um hvert stefndi. Ég get ekki skilið hvílík völd þeim eru gefin, sem fá að valsa um rústir þjófélagssins og hreinsa upp eftir sig. Það læðist að mer sá grunur að víða sé verið að fela hluti sem hafa rannsóknargildi.

Ég er þeirrar skoðunar að stjórnvöld beri fullkomlega ábyrgð á hvernig fór! Það er með öllu óásættanlegt að þau sitji áfram! Upparnir voru notaðir til að hrinda atburðarrásini af stað. Fólkið borgar brusann að lokum, þannig er það. Þetta byrjaði að mínum mati með upptöku kvótakerfisins, vafði upp á sig og afleiðingarnar eru öllum ljósar!

Takk. Sigfús.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 14.10.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Lára Hanna. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 17:08

4 identicon

Lára Hanna: Ég er svoooo ánægð með það sem þú skrifar hér. Kærar þakkir fyrir. Þá kemur inn á mál sem er í raun grafalvarlegt, þ.e. hvernig við höfum verið mötuð á blekkingum undanfarin ár vegna þess að alltof margir fjölmiðlamenn sem um fjalla hafa annað hvort látið aðra plata sig eða eru hreinlega ekki hlutlægir í umfjöllun sinni af ásettu ráði. 

Ég er líka sammála þér um mikilvægi þess að hafa fjölmiðlamann eins og Egil Helgason og miðil eins og Eyjuna eins og staðan er núna. Ég er með það á hreinu að ef Egill væri ekki með þáttinn sinn og bloggið sitt í gangi vissum við ekki helminginn af því sem við vitum nú um stóru meinin í þjóðfélaginu. Vona að hvort tveggja lifi sem lengst, Silfrið hans Egils á RÚV og bloggið hans á Eyjunni.

Svo verð ég að minnast á greinina hnas Andrésar Magnússonar í Mogganum síðasta sunnudag, þar sem hann leiddi okkur í allan sannleika um vinnubrögð Bjarna Ármannssonar, það er "must read"

bestu kveðjur frá konunni sem er í bloggfríi en ekki hætt að lesa bloggið þitt

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, við erum að vakna og farin að hlusta ... loksins. Takk kærlega!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:39

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær grein, sem lýsir speglasal útrásarmannanna. Andrés talaði að mestu fyrir daufum eyrum og menn stimpluðu hann samsæriskenningamann, sem mér finnst orðið vitnisburur um að menn hafi ýmslegt fyrir sé í því sem þeir ræða. Ég er svo reiður að ég vil sjá alla þessa gaura í 50 ára fangelsi auk landráðamannanna í seðlabanka og viðar.

Ég vildi svo benda á hann Ívar Pálsson, viðskiptafræðing og Bloggvin minn, sem sá þetta allt fyrir og hefur gagnrýnt hástöfum þessa geðveiki. Ef menn blaða aftur í bloggi hans, þá má sjá hversu sannspár hann var. Hann þorði þó ekki að spá þeirri hræðilegu keðjuverkun, sem nú er farin af stað og er alltaf algerlega ófyrirsjáanleg. Að þetta springi, sýndi hann fram á með tölfræði og glöggu mati.

Það er búið að hrópa þessi ósköp´af fjallstoppum í a.m.k. 2 ár og svo eru menn hissa. Geir þykist meira að segja hafa verið grulaus, en kona hans Inga Jóna Þórðardóttir sat í stjórn FL á sínum tíma og gekk út ásamt fleirum, þegar þeim ofbauð sukkið. Samt var ekkert gert. Samt veit Geir ekkert. Bullshit.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2008 kl. 19:57

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég get svo svarið það, að ég heyrði eitt sinn ónefndan vin okkar segja að hér væri góðæri

Brjánn Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 20:03

8 identicon

Frábær samantekt hjá tér Lára Hanna, eins og fyrr.  Tó ég sé ekki alltaf sammála áherslum tínum í náttúruverndarmálum, tá er ekki hægt annad en ad vera takklátur fyrir málefnalega umfjöllun tína hér.  Haltu endilega áfram á sömu braut. 

Ekki væri verra ef tú gæti útvegad grein Andrésar Magnússonar frá sídasta sunnudag, sem Anna Ólafsdóttir vitnar í hér ad ofan.

Elfa (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:54

9 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Hrós til þín og alla vinnuna sem þú leggur í þetta. Ofurbloggar ertu.

Erna Bjarnadóttir, 14.10.2008 kl. 21:33

10 identicon

Þú kallar eftir sjálfstæðum netmiðlum. Skoðaðu nausttimatit.is  Óháð tímarit um samfélagsmál á netinu.

Þar er m.a. grein eftir Andrés Magnússon lækni sem hann fékk hvergi birta í Ísl. fjölmiðlum 2007 - mjög áhugaverð í ljósi tímans.

Netið getur bjargað okkur frá einokun á fjölmiðlamarkaði þar sem nánast gjaldþrota stóru bruðlmiðlarnir eru að sameinast á eina hendi. Það er einfaldlega lýðræðisleg nauðsyn

bestu kveðjur
Haraldur Ingi

Haraldur Ingi Haraldsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:47

11 identicon

Takk -  kærar þakkir.  Frábært að geta gengið að því helsta hérna hjá þér. Og svo skrifarðu lika fj... vel.

Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:59

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hefur þú einhvern tíman látið þér til hugar fljúga að það þyrfti helzt að virka alla þezza orku þína & elju til ráðandi starfa fyrir þjóðfélagið til að breyta einhverju, í stað þess að ábenda svona snilldarvel ?

Moggabloggliztinn myndi líklega ná dona 18% á landsvízu ef að kozið væri næstkomandi 'laugardag' & þú værir með Ásthildi Cecil & Jenfóinu saman í framboði.

Nei, við myndum ekki bjóða Stebba eða Þrymi að vera memm...

Steingrímur Helgason, 14.10.2008 kl. 22:20

13 identicon

Þetta fer kannski að verða tugga, en þú ert flottasti bloggari landsins, Lára Hanna.

Rómverji (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:37

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með rómverjanum.. 

Óskar Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 22:59

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Alltaf góðir pistlar hér............takk fyrir það

Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 23:00

16 identicon

Enn ein frábær samantektin, takk fyrir það.

Valsól (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:08

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einstök og óbilandi með fullt hús stiga hjá mér. 

Árni Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 23:22

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér hefur aldrei fundist Björn Ingi Hrafnsson trúverðugur í neinu af því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og skildi aldrei af hverju hann hafði nánast fastan stól í Silfrinu hans Egils.

Takk fyrir þessa samantekt....þú ert frábær.

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:30

19 Smámynd: halkatla

Margt rosalega gáfað fólk sem hefur hingað til enganvegin getað skilið hvernig sumt fólk gat látið gabbast af nígeríusvindlurum og "alltof góðum" tilboðum - einsog margir gerðu - lét  sjálft gabbast af þessu heimskulega banka&útrásar&markaðs tali. Ég held að margir séu í dag að spyrja: "hvernig gat ég látið gabbast?" í stað þess að segja: "vá hvað fólk er heimskt, hvernig gat það fallið fyrir þessu augljósa keðjubréfssvindli maður, díses, aldrei myndi ég..." osfrv. Ég held að það séu svona erfiðar hugrenningar sem orsaki t.d hluta af reiðinni miklu sem við sáum hjá Agli Helgasyni um daginn. Það getur enginn svarað því afhverju svikahröppum tekst að gabba, það tekst einfaldlega ef svindlararnir eru nógu góðir og ef fólk er ekki nægilega vel á verði. Því miður var stór hluti íslendinga með allar varnir niðri.

halkatla, 15.10.2008 kl. 00:13

20 Smámynd: halkatla

Þökk sé líka fjölmiðlunum, þeir sáu til þess að enginn fékk réttar upplýsingar heldur bara það sem fólk vildi heyra.

halkatla, 15.10.2008 kl. 00:14

21 Smámynd: Þórður Runólfsson

Er ekki nóg komið?

Þarf fólk ekki að fara að standa upp frá tölvunum og fá sér göngutúr niður að Alþingi sér og öðrum til HEILSUBÓTAR. 

Þórður Runólfsson, 15.10.2008 kl. 01:21

22 Smámynd: Kári Harðarson

Takk, Lára Hanna.  Ég er orðinn mikill aðdáandi þinn.

Kári Harðarson, 15.10.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband