Og spillingin grasserar enn

Hvað er þetta annað en spilling? Bankamaður sem átti þátt í að stjórna Icesave-ævintýri gamla Landsbankans er settur yfir innri endurskoðun nýja Landsbankans sem hlýtur, meðal annars, að eiga að fara ofan í saumana á svikamyllunni. SvikLandsbankinn - Mynd af Eyjunniamyllu sem, samkvæmt fréttum í dag, kostar Íslendinga  600 milljarða króna! Og fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru nú í skilanefndum sinna banka, bráðabirgðastjórninni, og kæmu meðal annars að rannsókn sem þessari sem ekki er vanþörf á. Myndu rannsaka sinn eigin þátt í sukkinu. Var ekki Björgvin G. að lofa öllu fögru - að allt yrði svo hreint, tært og óspillt? Ég sá þessa frétt á Eyjunni og ætla að birta hana orðrétt hér.

Ég skora á alla Íslendinga að taka þátt í andófi, nú og framvegis. Aðrir bloggarar geta annað hvort birt þetta hjá sér eða linkað hingað eða á Eyjuna! Við megum ekki láta svona vinnubrögð yfir okkur ganga lengur. Við höfum gert það allt of lengi. Látum stjórnvöld vita af óánægju okkar, látum þau vita að fylgst er með þeim. Það er eftir því tekið ef allt logar í bloggheimum, það get ég fullvissað ykkur um. Ég vek auk þess athygli á að það er starfsmaður bankans sem varar við þessu, manneskja sem ætti að vita hvað felst í gjörningnum.

____________________________________________

Áhyggjur í Landsbanka:  Fyrrum yfirmaður Icesave settur yfir innri endurskoðun Nýja Landsbanka

Starfsmaður Landsbankans varar nú við því í bréfi sem hann hefur sent frá sér, að framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans, Brynjólfur Helgason, skuli hafa verið gerður að forstöðumanni Innri endurskoðunar Nýja Landsbankans.

Icesave í Englandi og Hollandi var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði.

Starfsmaðurinn telur að þarna sé farið inn á hættulega braut - að gjörningsaðili eða a.m.k. hluti hans sé farinn að rannsaka sjálfan sig, jafnvel breiða yfir fyrri gjörðir.

Hann vill meina að mjög mikilvægt sé að stöðva slíka gjörninga áður en þeir nái að festa sig í sessi. Hann hefur sent bréf sitt til fjölmiðla og sett sig í samband við þingmenn allra flokka vegna málsins. Athugasemdum hans mun ekki beint að Brynjólfi persónulega.

Starfsmaðurinn segir m.a. í bréfi sínu:

"Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi (sem er að setja Ísland á hausinn) var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði, þetta var eitt meginverkefni þess síðustu misserin.

"Vitleysan heldur s.s. áfram.

- Hvað á framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs að gera sem innri endurskoðandi?
- Á hann að passa upp á að það verið ekki allt rannsakað?
- Á að verðlauna yfirmanninn með þessum hætti?
- Hafa menn ekkert lært?
- Eru að verða fleiri svona mistök í "björgunarferlinu"?
- Ætlar ný stjórn embættismanna að láta þetta viðgangast?

Er þetta boðlegt fyrir þjóðfélagið?

Svo má bæta því við að fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru hvor í sinni skilanefndinni. Þeir sem voru hluti af því regluverki sem brást. Þeir bera etv. ekki mestu ábyrgðina, en eru klárlega hluti af því regluverki sem brást.  Er ekki eitthvað að þegar svona er gert? Þó svo þekking þessara manna sé nýtt þarf ekki að setja þá í valdastöður við að stjórna rannsókn á klúðri sem þeir voru hluti af!! Er framboð hæfra manna virkilega ekki meira?"

"Hversu hlutlausir þurfa endurskoðendur að vera?

Starfsmaðurinn bendir jafnframt á að fráfarandi innri endurskoðandi LÍ, Sigurjón Geirsson, sé nú er í skilanefnd gamla LÍ, og segir hann hafa verið "virkan þátttakanda í Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi.  Það skýtur skökku við það hlutleysi sem krafist er af slíku embætti. Er engin hætta á hagsmunaárekstri hér? Hverra hagsmuna gæta starfsmenn skilanefndar?"

Starfsmaðurinn, sem segist vegna aðstæðna sinna ekki geta gefið upp nafn sitt, bendir jafnframt á leiðbeinandi reglur FME um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja sem eru nýkomnar út, þar sem segir m.a. "...skal reynt að tryggja að starfsmenn hennar séu hlutlausir í reynd og starfi óháð þeim rekstrareiningum sem þeir endurskoða."

_________________________________________

Fréttin á Eyjunni er hér og nokkrir hafa skrifað athugasemdir. Bendi líka á tvær færslur á bloggi Egils Helga, þessa og þessa. Þar kemur margt athyglisvert fram og hann boðar fleiri slíkar.

Viðbót: Egill tekur undir með mér. Kristjana og Jenný líka. Og Gísli. Þetta segir Andrés. Ragnheiður, Jóna, Martha, Jakobína, Rut, Villi og Halla Rut hafa bæst við. Var að rekast á þetta hjá Neo, Heiðu, AK, Nínu, Nýju stjórnmálaafli, Einari og Hildigunni. Fleiri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Eins og við segjum í Noregi: Å sette bukken til å passe havresekken.

Heidi Strand, 13.10.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það ganga sögur um að flokksskírtini gildi þegar ákveðið er hverjir haldi vinnunni í Landsbanka.   Nei við verðum að losna við spillinguna ef  við eigum að eiga framtíð

Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 19:19

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og mig grunar að þennan lista verði hægt að lengja. Ég er bara svo grandalaus að ég hugsa aldrei á flokkspólitískum nótum og ég held að það eigi við um okkur mörg. Nú er það bara orðið deginum ljósara að flokkarnir hafa ekkert lært. En ég er algjörlega sannfærð um að máttur orðsins verði æ sterkari.

VIÐ LÍÐUM ENGIN HELMINGASKIPTI. VIÐ SÆTTUM OKKUR EKKI VIÐ AÐ HLAUPA HRAÐAR Í HJÓLINU TIL AÐ EINHVERJIR KÚJÓNAR LIFI EINS OG BLÓMI Í EGGI.

Berglind Steinsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:51

4 identicon

Svo segir Geir H. og fleiri að það eigi ekki að leita sökudólga, heldur eigi þjóðin að standa saman. Þeir ætlast í raun til að almenningur standi með sökudólgunum en ekki gagnkvæmt. Eru þessir kallar að hæðast að okkur?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Þórhallur

Það er satt að mikil hreinsun þarf að fara fram á alþingi, en hvernig ætlið þið að koma því í framkvæd??? Ég lýsi hér með eftir svona fjórum manneskjum, helst tveimur konum og tveimur karslmönnum til að skipuleggja mikil mótmæli við helstu stofnanir landsins. við auðvitað krefjumst þess að fólk skrái sig í þessi mótmæli. Skipuleggjendur þurfa að þekkja eithvað til laga og reglna, því ekki viljum við að glæpaklíka Björns Bjarna fái ástæðu til að berja okkur, og kannski eitthvað meira. þetta verður að vera vel skipulagt og hægt að bregðast við óvæntum aðstæðum öðruvísi en að hengja haus og labba heim. Mótmælum verður að fresta ef ekki fæst næg þáttaka. þetta þarf að gera með góðum fyrirvara svo fólk geti rekið áróður á vinnustöðum og bara allstaðar fyrir því að mæta. að lokum, þetta verða að vera lögleg mótmæli.

Þórhallur, 13.10.2008 kl. 20:53

6 identicon

Margir einstaklingar munu breyta um hugsunarhátt og viðhorf. En munu stjórnmálaflokkarnir eitthvað breytast?

Keppast stjórnarflokkarnir nú við að skipta á milli sín bönkunum fyrir næstu hringferð?  Mun IMF krefjast þess að bankarnir verði einkavæddir strax eða bíða mjúk sæti vellaunaðra bankaráða útvalinna stjórnmálamanna. Allt krefst undirbúnings.

Fréttin á Eyjunni minnti mig á aðra í DV fyrir nokkrum dögum:

http://www.dv.is/frettir/2008/10/10/neydarkall-litla-bankamannsins/

sigurvin (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:07

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á hverju áttu menn & konur von, að stjórnvöld færu að fá hlutlauza rannsóknaraðila ?  Virkilega ?

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: AK-72

Bendi á að Brynjólfur er ekki sá eini. Sá sem var yfir Eignastýringasviði þar sem Peningasjóðirnir heyrðu undir og hafa valdið ófáum búsifjum, heldur sínu starfi þrátt fyrir almenningur og lífeyrissjóðir stórtapi á því sem hann ber ábyrgð á, sem yfirmaður. Sá er líklegur til að hafa vitneskju um hag bankans, hvert stefndi með hlutabréf og hafa gefið fyrirskipanir um að reynt skyldi að fá fólk til að leggja pening í sjóðina, allt fram á síðustu stundu.

AK-72, 13.10.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: Vilberg Helgason

Jáhá.

Ég fékk viðbjóð þegar ég sá hverjir áttu að fara fyrir stjórnum bankanna, og ég fékk viðbjóð þegar ég sá hver tók við LI og ég er enn og aftur að fá viðbjóð.

Egill Helgason hefur verið talsmaður okkar litla mannsins og fengið skít fyrir en hann er jú með sinn þátt og verður að halda sínu, við meigum ekki missa hann.

Þessvegna vantar okkur einhvern til að stjórna almennilegri mætingarskyldu almennings og tala fyrir okkar hönd og sá þarf að vera einhver sem fær viðbrögð. Þá meina ég ekki endilega viðbrögð almennings því flest erum við vonandi sammála nema einhverjir PR sjálfstæðismenn heldur þurfum við viðbrögð fjölmiðla og fá einhvern leiðtoga sem segir hvar við mætum og hvenær og þá komum við. Þetta verður bara sama tóbakkið aftur ef fer sem lítur út fyrir.

Einhverjar hugmyndir um talsmann ? Bubbi væri t.d. góður kostur. Við þurfum ekki stjórnmálamann við þurfum sameiningartákn ekki pólitík.

BUBBI komdu fram og farðu í 110% starf við að halda okkur saman og fá áheyrn.

Vilberg Helgason, 13.10.2008 kl. 22:35

10 Smámynd: Calvín

Hvað verður það næst? Þetta er ekki álitlegt ef satt reynist.

Calvín, 13.10.2008 kl. 22:45

11 identicon

Jah, besta gjöf spillta endurskoðandans er náttúrlega strokleður.

Þetta er úrkynjað siðferði sem þarna er á ferðinni

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:52

12 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Þurfum að sýna samtakamátt okkar.  Mótmæla, senda erlendum fréttamilðlum fréttir af athöfnum ráðamanna hér á landi.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 14.10.2008 kl. 00:14

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr.  Þetta er ekki í lagi, spillingin er allsstaðar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 01:07

14 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Ég fæ kjánahroll þegar minnst er á Bubba, hans Stál og Hnífur er nú ryðgað járn og plasthnífur úr leikfangabúð.  Við þurfum ekkert tákn um sameiningu.  Heldur bara láta hendur standa framúr ermum, en ekki buxnaskálmum og láta hjörtu okkar slá í takt.  Þjóðarskútan er víkingaskip og þegar menn komu hingað fyrir um 1000 árum, þurftu menn ekki einhvern helvítis skipstjóra eða einhvern Óðrík til að koma sér yfir hafið, menn settu bara upp segl þegar byr gafst og nú er byr til að breyta þessu íslenska "samfélagi" í eitthvað boðlegt fyrir ungu kynslóðina og það er í höndum okkar og við erum fullorðnar manneskjur, en ekki ráðvilltir krakkar sem þurfa á leiðsögn að halda, tími hinna miklu foringja er þvi miður endaður.  hann endaði með Davíð Oddssyni sem seðlabankastjóra.  Nú þurfum við að koma á raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi og það getum við auðveldlega, ef við bara leggjumst öll á árar og róum, því annars munu forfeður okkar og mæður rísa upp úr gröfum sínum og ásækja okkur og ekki vildi ég mæta Auði djúpúðgu um miðja nótt í reiðiham, því þá dyttu nú allar lýs mér úr höfði, ef ég hefði einhverjar, undan svoleiðis stingandi augnaráði.

Máni Ragnar Svansson, 14.10.2008 kl. 01:35

15 Smámynd: Þórhallur

Það eru allir með lausnnir málinu, allir vita hvað þarf að gera, en hvað ætlið þið að gera og hvernig?

Þórhallur, 14.10.2008 kl. 08:04

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta hafði farið fram hjá mér, ertu ekki að grínast? Vísa í þetta á mínu bloggi!

Rut Sumarliðadóttir, 14.10.2008 kl. 10:53

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er ótrúlegt. Ég var farinn að mýkjast fyrir Geiri Haarde eftir fárviðri síðustu daga, en það voru mistök. Við höfum ekki efni á að láta hlutina ganga sinn vanagang. Andskotinn að maður sé að húka í útlöndum! Ég vona virkilega að íslendingar hafi bein í nefinu og breyti um stefnu. Er ekki kominn tími á alvöru stjórnmálafl sem er sama um hægri og vinstri og hefur enga hagsmuni hér og þar? Fjandinn, ef ég hefði efni á að koma heim væri ég stokkinn út í bíl og á leið út á Schiphol.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 11:10

18 identicon

Eina leiðin til að þjóðin haldi einhverju snefli af sjálfsvirðingu í þessum hamförum er ef hún getur sameinast í einum mótmælum með ein skýr skilaboð til stjórnmálamanna.  Ein skýr skilaboð um að þjóðinni stendur ekki á sama um þá spillingu og klíkustarfsemi sem einkennt hefur leið hennar í þrot.  Ein skilaboð um að nú verði stjórnmál á Íslandi að breytast. Skilaboð sem sýna að þjóðin samþyki ekki að stjórnmálamenn fari fram með vald sitt eins og þeim sýnist í þágu sérhagsmuna.  Ein skýr skilaboð sem valdhafar geta brugðist við strax.  Ein skýr skilaboð sem breytt geta þáttöku almennings í íslenskum stjórnmálum. Ein skýr skilaboð sem breytt gætu íslenskum stjórnmálum til hinns betra.  Ein skýr skilaboð um að Davið Oddson verði leystur undan embætti seðlabankastjóra strax.

Ég sting uppá laugardeginum klukkan 3.

Birgir Þórarinsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:12

19 Smámynd: Þórhallur

Hvar ætlarðu að vera kl. 3 á laugardag

Þórhallur, 14.10.2008 kl. 11:36

20 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Og meira af spillingunni.  Hér er það BYR og arðgreiðslur á miðju ári til hluthafa, þ.á.m. vors ærðuverðuga fjármálaráðherra.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.10.2008 kl. 13:27

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hér er mikil þórðargleði. Gott að ykkur finnist hafa hlaupið á snærið hjá ykkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 13:37

22 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gunnar, hvað finnst þér um þetta? Ég skrifaði um þetta og kom með tvær spurningar. Ég hefði gaman af því að fá að heyra þitt álit.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:57

23 Smámynd: Halla Rut

Mikið ofsalega finnst mér þetta bara "leiðinlegt".  Að ríkistjórnin eða þeirra stofnanir skuli nú ekki setja það að markmiði að spilling, einkavinavæðing og samsteypuflækja sé algjörlega óásættanleg. Það hryggir mig virkilega að sjá að það á ekkert að breytast.

Þakka þér Lára Hanna en og aftur fyrir vandað blogg.

Halla Rut , 14.10.2008 kl. 16:06

24 Smámynd: Halla Rut

Ég tek undir með þér og hef birt þetta á minni síðu.

Halla Rut , 14.10.2008 kl. 16:25

25 Smámynd: AK-72

ÉG hef ritað um þetta og þá ábyrgð sem mennirnir eiga að sýna. Athugið að undirmönnunum er refsað með brottrekstri en yfirmenn fá fínar stöður eða halda sínum, og sitja sem fastast, mönnunum sem var greitt fyrir að "axla ábyrgð."

Nú verður einnig að fygljast með hvort mennirnir sem báru ábyrgð á Sjóð 9 hjá Glitni haldi sínu.

AK-72, 14.10.2008 kl. 19:15

26 identicon

Þetta hljómar eins og brandari... eða eitthvað sem gerist bara í bíómynd. En það er greinilega raunveruleikinn hér.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:17

27 Smámynd: Skattborgari

Þetta sýnir vel hvernig þessir pólitíkusar hugsa. Það er bara hugsað um sína eigin stóla og um það að láta þetta koma sem minnst niður á þeim sem eru með rétt flokksskírteini en almenningur skiptir greinilega ekki miklu máli hjá þeim frekar en venjulega nema þegar það kemur að kosningum.

Ég er farinn að skoða það að fara úr landi því að stjórnvöld munu gera það vonlaust að lifa hér með þessu áframhaldi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 14.10.2008 kl. 22:42

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sauvignon Blanc vínið var fullkomlega kælt þar sem ég sat á veitingastaðnum og  saup af ísuðu glasinu í góðum hópi starfsfólks BBC við störf í höfuðborg Íslands.

Stólarnir voru úr svörtu leðri, veggirnir hvítir, ljósin dimm og róleg tónlistin vall út úr Bang og Olufsen hljóðkerfinu.

Orðið "svalt" (Cool) var fundið upp fyrir svona stað og ég á ekki við ísinn í ÍS-landi.

Við njótum að smá lægð hefur myndast eftir að hafa flutt fréttir af fjármálakreppunni hér í rúma viku.

Lágt gengi íslensku krónunnar er það eina sem gerir okkur mögulegt að snæða á þessum stað.

Hótel 101, sem höfuðpaurinn í Blur; Damon Albarn átti eitt sin hluta í, er núna í eigu einnar auðugustu konu Íslands.  

Það er tákn hinnar auðugu Reykjavíkur og tilheyrir landi sem fyrir viku var miðað við fólksfjölda eitt að auðugustu ríkjum heims, en stendur nú á barmi gjaldþrots.

Heimskreppan í efnahagsmálum hefur mikil áhrif á Ísland.

Þessi Eyja eldfjallanna í Norður Atlantshafi byggði eitt sinn afkomu sína á fiskveiðum en á síðasta áratug hefur fjármögnun og bankastarfsemi fært þeim reiðuféð í hönd.

Frjáls verslunarstarfsemi og einkareknir bankar hafa gefið íslenskum fjármálastofnunum möguleika á að vaxa og breiða úr sér á djarfan hátt erlendis, dálítið eins og víkingarnir gerðu forðum daga.

Þar til fyrir viku var 76% af viðskiptum íslenska verðbréfamarkaðsins skipti með hluta í bönkum. 

Og hvað gerðist? Þegar að verðlag þessara hluta hrundi og eigur bankanna voru frystar af ríkisstjórninni sem þjóðnýtti þrjár stærstu stofnanirnar, rambaði landið á barmi gjaldþrots.

Öll viðskipti verðbréfamarkaðsins lágu niðri og krónan varð að óskiptanlegum gjaldmiðli. 

Léttir í lund

Ég tók tvisvar viðtal við forseta verðbréfamarkaðsins Þórð Friðjónsson og Forsætisráðherrann Geir Haarde á þessum tíma. 

Það kom mér á óvart hversu rólegir þeir voru í þessum viðtölum. 

Þeir voru afslappaðir, léttir í lundu - myndi vera hægt að segja það sama um Gordon Brown undir svipuðum kringumstæðum?

Geir Haarde
Geir Haarde sallarólegur þrátt fyrir erfiðleikana.

En samtímis voru þeir grafalvarlegir um allt sem snéri að erfiðleikum þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin vinnur að því "nótt og dag" sagði Forsætisráðherrann, að fá neyðarlán frá öðrum löndum, mögulega Rússlandi og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum.

Þegar hefur verið komist að samkomulagi við Holland og Bretland.

Verðbréfamarkaðurinn opnaði loks fyrir viðskipti og þrátt fyrir ótta við 20%-25% fall á verðbréfum, var hrapið ekki nema 5.84 stig fyrsta daginn, ekkert til að hrópa upp yfir.

Ég hef það á tilfinningunni að róin og hið heimspekilega viðmót þessara tveggja mikilvægustu aðila sem takast á við að koma Íslandi út úr þessari klípu, sé talandi fyrir viðmót allrar þjóðarinnar.

Þetta fólk er vant velgengi og volæði, slæmum árum sem góðum, vant því að net togaranna séu full og að á næsta ári sé lítið að hafa.

Ó já, ekki taka það svo að hér sé fólk ekki gramt yfir því að leiðtogar þjóðarinnar hafa leift markaðnum að leika lausum hala og hætta öllu í leiðinni.

En undir niðri virðist vera djúp sannfæring um að landið muni rísa úr öskustónni og sigla í gegnum þennan storm og stíga ölduna. 

Og það er hinn sanni kjarni þess að vera "svalur." (Cool)

Þýtt af vefsíðu BBC í nótt :)

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 03:07

29 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég líka, hér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 08:26

30 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Já og Gunnari finnst þetta væntanlega bara hið fínasta mál, eða hvað? Skyldi hann vera einn af þessum sem halda enn að allt þetta vesen sé of miklum ríkisafskiptum í Bandaríkjunum að kenna?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 08:35

31 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þórðargleði, Gunnar Th.?  ÞÓRÐARGLEÐI???  Hlaupið á snærið hjá okkur? Ertu ekki læs eða skortir þig svona illilega lesskilning?  Það útskýrir ýmislegt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:06

32 Smámynd: Villi Asgeirsson

Lára, ekki vera að ergja þig yfir Gunnari. Hann er sjálfsagt bara happí því nú kemur IMF og lætur virkja allt fyrir einkavini bandaríska seðlabankans, sem er einkabanki.

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 19:47

33 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Manni verður bara illt.

Auðvitað á að fá mann erlendis frá sem hefur engra hagsmuna að gæta í þetta starf.

Siðgæðið á Íslandi er 0.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 06:11

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andrés. er nú ekki beinlínis að taka undir með þér Lára Hanna. Auðvitað þarf að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið, en vonandi kemur enginn úr ykkar hópi að þeirri vinnu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 13:18

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er betra en að hafa mann í þessari vinnu en þann sem þekkir alla innviðina? Það er ekki eins og Brynjólfur sitji einn við þetta borð, óháðir aðilar eru þarna líka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 13:20

36 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kíkið á þessa færslu hjá mér. Ég kalla hana: Refskákin fór úr böndunum...

Þessir óháðu aðilar ættu þá að geta verið erlenda, óháða aðilanum innan handar, rétt eins og Brynka.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 15:53

37 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skil ekki siðblinduna í fólk sem ímyndar sér að það geti verið rétt að yfirmaður rannsóknar sé starfsmaður bankans. Það er svona álíka arfavitlaust eins og að ráða seðlabankastjóra sem kemur beinustu leið úr ráðherrastóli og tilheyrir stærsta (ennþá - það kann að breytast) stjórnmálaflokki landsins - fyrir utan það að hann hefur alls ekki næga menntun eða reynslu á þessu sviði til starfans.Enda er allt farið á hliðina.

Það er verið ráða þjófsnaut til að rannsaka mál þjófsins (þessu er ekki beint til Brynólfs, gamla bekkjarbróður míns, persónulega).

Mann hryllir við þeirri ormagryfju spillingar sem maður sér nú ofan í eftir að lokið datt af.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband