Hvað varð um peningana?

Eins og fram kom í fréttum og Kastljósi í kvöld eru Hollendingar komnir til landsins til að heimta fé sitt af Íslendingum og von er á fulltrúum breskra sveitarfélaga. Að því er virðist var Icesave ein allsherjar svikamylla og fjárhæðirnar sem hafa gufað upp alveg stjarnfræðilegar. Ég leyfi mér að efast um að Íslendingar hafi allmennt vitað um Icesave en þeim verður gert að borga brúsann engu að síður - að hluta eða í heild.

En hvað varð af öllum þessum peningum? Er ekkert verið að leita að þeim? Í hverjum krók og kima. Rannsaka málið, fara yfir gögn og millifærslur. Þetta hlýtur allt að vera til. Setja Interpol í málið... eða bara einhvern? 

Getur verið að þetta sé tengt? Er verið að rannsaka málið? Voru svona millifærslur framkvæmdar í hinum bönkunum líka? Hvað varð um alla þessa milljarða?

Þegar ég horfði á fréttir í kvöld sá ég greinileg tengsl milli framkomu forsætisráðherra og seðlabankastjóra. Sami hrokinn og yfirlætið á ferðinni. Sjá þetta fleiri? Bendi á mjög góðan pistil Egils Helga um ábyrgð ráðherra í tilefni af svörum Geirs og Ingibjargar sólrúnar í þessu myndbandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi tvö svör í síðustu klippunni eru alveg á pari, hjá seðlabankastjóra og forsætisráðherra (en ekki fjármála eins og hefur misritast hjá þér). Svo eigum við að trúa því að skrifuð verði Hvítbók! Kemur okkur nokkuð frekar við það sem erindi ætti í slíkt rit?

Haraldur Hansson, 11.11.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir ábendinguna, Haraldur. Búin að laga.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hroki er eiginlega understatement, þetta er svo upptjúnað yfirlæti og skortur á að maðurinn átti sig á fyrir hverja hann starfar og að almenningur hafi leyfi til að hafa skoðanir á verklagi ráðamanna.

Ég er orðin svo þreytt á þessu.

Ég er farin að efast um að Geir átti sig á stöðu mála fyrr en við erum komin út úr húsi alls staðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Menn segja að peningarnir hafi verið bóla. Það er gefið í skyn að þeir hafi bara gufað upp. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur í gegnum kaup og sölu (verðmyndanir). Slíkt er hægt að rekja. Þetta er ekki yfirskilvitlegt eða púff eins og menn vilja vera láta. Þarna liggja gjörðir manna að baki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:11

5 identicon

Ég var á Austurvelli í 26. október og ræddi þar við einn og eina þingmannin sem ég sá þar.  Ég spurði hann hvort hann vissi hvar Icesavepeningarnir eru sem 400 þúsund Evrópubúar lögðu inn í reiðufé á netbanka Landsbankamanna. Hann sagði að það væri ekki ljóst hvar þeir væru - fátt var um svör.  Ég hef spurt í millitíðinni, engin svör annað en fullyrðingar auðmanns í dagblaði um að það séu ábyggilega til eignir fyrir skuldunum - fáránleg fullyrðing í ljósi þess að hér er allt á hvolfi útaf þessu.

Á heimasíðu net-bankans var logið upp í opið geðið á viðskiptavinunum,  m.a. fullyrt að það væri hægt að taka inneignina út fyrirvaralaust.

Þessi s.k. "tæra snilld" bankadrengjanna og stúlknanna  - er stjórnendum og eigendum Landbankans til háborinnar skammar - en þessi skömm er nú borin af almenningi hér; og boðað er daglega að beri að axla ábyrgðina á þessari botnlausu óreiðu sem þarna var.

Nú - eðlilega - streyma innistæðueigendur hingað til lands; til að byrja með í hundraðatali, gamalmenni, fulltrúar hjálpar- og sjúkrastofnana, öryrkjar og fl. - einstaklingar sem lögðu ævisparnaðinn í hendur íslenskra fjárglæframanna.  Ég á von á því að slatti mæti í mótmælin á laugardaginn.

Spurningin er einföld og skýr til ábyrgðaraðila Landsbankans:  Hvar nákvæmlega eru þessir fjármunir nú niðurkomnir - til þess að hægt sé að greiða féið til baka ?  Ekki þvæla núna -  takk.  Kv. HJ

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:12

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og það er eins og Geir hafi orðið til í kviði Davíðs. Held annars að hann geti ekki talað nema í frösum (sjá orðabók hjá Agli)

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:13

7 identicon

Er löngu hætt að skilja þetta þjóðarrán.  Og í dag var fyrsti dagurinn sem húsleit var gerð hjá skúffufyrirtækinu Stoðum. Hvaða bull er þetta?. Búið að gefa þeim tækifæri og tíma, ca. mánuð til að koma fénu undan. Skil reyndar ekki hvernig Jón Ásgeir á að geta skuldað þúsund milljarða ? Líklega prentvilla, meining blaðamannsins er líklega að fyrirtæki þar sem hann gat tekið út fé, skulda svona mikið,  því hann sjálfur á örugglega glás af peningum.

Keep up the good work Lára Hanna. 

þjóðarskuldari á bömmer (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:22

8 Smámynd: Bumba

Þetta er þyngra en tárum taki Lára Hanna mín, þessi rosalega firring í samfélaginu. Ætlar þessu bókstaflega aldrei að linna? Ætlar almenningur ekki að vakna? Hvað er að þessu fólki? Er þetta allt svona dofið af skuldsetningu? Líklega er það svo. Þannig að ekkert er hægt að segja. Hvað að reyna að taka þessa hornrýtis gúbba og gúbbur sem farið hafa svona með efnahag landsins. Kjöldraga þetta pakk upp úr söltum sjó norður af Hornbjargi í 11 vindstigum. Skyldi þá ekki lækka í þeim rostinn og ætli þau eða þeir segi þá ekki til um hvar peningarnir eru geymdir. Með beztu kveðju.

Bumba, 12.11.2008 kl. 01:01

9 Smámynd: Hermann Bjarnason

Auðvitað er Geir prógrammeraður af Davíð, það eru fleiri. "segðu af þér sjálfur..." segja þeir bara. Það er í sjálfu sér bjánalegt understatement af Gylfa að beina sér að Árna og Björgvin. Hreinlegast er bara að segja ríkisstjórninni að segja af sér og auðvitað margumræddum D--bíp

Hermann Bjarnason, 12.11.2008 kl. 01:23

10 identicon

Já, það er skrýtið þegar peningar "hverfa" og það er skrýtið að það skuli þurfa mánuð til að rannsaka þetta "hvarf". það er ekkert skrýtið þó Bretar, Hollendingar og Belgar vilji svör. Viljum við ekki svör líka? Og allir sem áttu peninga inni á þessum reikningum? Hvernig er rannsóknarvinnunni háttað? Við fáum ekki svör, það er ekkert flóknara en það. Við fáum bara jamm og humm og þetta er allt að koma, þurfum við ekki að vera með okkar á hreinu gagnvart umheiminum sem á kröfur til okkar? Litlu þjóðarinnar sem stóru þjóðirnar eru svo vondar við. Hvar ERU svörin? Það eina góða sem ég sé koma út úr þessu öllu saman er að þjóðin er orðin miklu meðvitaðri um sína eigin ábyrgð gagnvart stjórnvöldum sem hún hefur treyst að geti höndlað málin, en svo koma alls konar brotalamir í ljós sem leiða til þess að við fáum sjokk yfir þessu trausti. Hverjum getum við treyst nema okkur sjálfum? Framvegis verður þjóðin um 300 þúsund mínus "stjórnvöld" Jói spæjó og mun gera svo miklu, miklu meiri kröfur og fylgjast betur með en nokkru sinni fyrr. Smáglæta upp á framtíðina. Gerum kröfur um svör við spurningu allra Jóa spæjó á skerinu: Hvar eru peningarnir?

Nína S (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 01:33

11 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Hverjir eru það sem áttu Landsbankann ??? Hverjar eru eignir þessara manna ???  Hvar eru eignir þessara manna ??? Af hverju er ekki búið að taka eignarnám hjá þessum mönnum ???  Á að gera það þegar þeir verða búnir að setja þær yfir á aðra, og lýsa sig gjaldþrota ??? Víst þeir eru svona ríkir af hverju borga þeir ekki skuldir icesave ??? Nei,,, þeir verða að vera ríkir áfram, og við aumingjarnir borgum. Hvar er ríkisstjórnin ???         Sofandi   ussss       

Sigurveig Eysteins, 12.11.2008 kl. 03:33

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér fannst alveg ömurlegt að horfa upp það í Kastljósi í gær þegar Hollendingarnir komu hingað til að athuga hvað hefði orðið um ævisparnaðinn, húsnæðsipeningana sína og námssjóði barna sinna. Skil vel að þeir leiti svara alveg eins og við öll hin. Þeir komu með kvikmyndatökumenn með sér og ætla að gera mynd um leit sína að svörum við þessum gjörningi. Vonandi tala þeir líka við íslenskan almenning svo fólkið þarna úti fái vitneskju um að við fólkið í landinu eigum engan þátt í þessu og að hér sé lýðræðið gjörsamlega fótum troðið...við ættum eiginlega að senda hjálparbeiðni með þeim út...hvort við getum ekki fengið aðstoð til að losna undan okinu og kúguninni sem nú ríkir á íslandi.

Mér er hreinlega að verða bumbult af þeeari vitleysu allri....

Landamæri Ríka mannsins......þetta viðtal Jóhönnu Vilhjálms við Gunnar Dal  í kastljóinu í gær var alveg yndislegt..bara frábært!! ...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 08:25

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Arg! Ég er alveg að tapa mér yfir helvítis vitleysunni sem er í gangi hérna. Nóg komið!

Heiða B. Heiðars, 12.11.2008 kl. 09:12

14 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Bændur fara í seinni leitir að hausti til að heimta það fé, sem ekki náðist í fyyri leit. Í mínum huga var aldrei farið á Fjall, réttirnar eru tómar og féð gengur laust í bithögum fjárglæframanna. Þurfum VIÐ sjálf að ná í þetta fé og draga í dilka, færa til slátrunar og ákveða hvað verður á vetur setjandi? Lítur þannig út...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.11.2008 kl. 09:57

15 identicon

 Sæl Sigurveig,  þú segir: Nei,,, þeir verða að vera ríkir áfram, og við aumingjarnir borgum...

Því segir þú þetta - ertu meðvirk í þessu botnlausa rugli ?  Auðvitað eiga fyrrverandi eigendur og ábyrgðarmenn Icesave að moka undan sjálfum sér og greiða þetta, ekki mun ég gera það.

Ef ábyrgðarfólk Icesave kemur ekki fram og segir hvar peningageymslan er er það á ábyrgð yfirvalda að rannsaka þetta strax.

Nú svo eru viðskiptavinirnir byrjaðir að streyma frá Hollandi, von er á skipsförmum af þjóðverjum hér og ég á fastlega von á því að viðskiptavinirnir ræði bara beint við fyrrverandi eigendur Landsbankans og annara bankastofnana, en það eru allt saman einstaklingar Kv. HJ

                                -  VIÐ GREIÐUM EKKI VANSKILASKULDIR AUÐMANNANNA - 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:34

16 Smámynd: Anna

Peningarnir Landsbankans voru millifaerdir inn a erlenda bankareikningar. Icesave var tvi svelt af peningum.

Anna , 12.11.2008 kl. 10:49

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

"Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víki ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!

Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings. Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg? Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp komist um spillinguna sem þeir halda utan um. Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?"

 Þetta las ég á blogginu hennar birgittu  og fannst við hæfi að koma þessu áleiðis. Hver getur rannsakað og komið með einhverjar upplýsingar um svona yfirlýsingar. Hverjum myndi OECD senda svona tilkynningu og hvers vegna??? Hvað þýðir þetta í raun???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 10:55

18 Smámynd: Anna

Eg er alveg sammala ter vid verdum ad kjosa nyja stjorn og tad sem fyrst.

Anna , 12.11.2008 kl. 11:18

19 Smámynd: Anna

Eftir hverju erum vid ad bida. Ad allir missi heimilin sin og fyrirtaekin.

Anna , 12.11.2008 kl. 11:22

20 identicon

Sæl Anna Björg - ertu einn af auðmönnununum ? - talar um "erlendan banka" og notar orðatiltak, nýyrði "tví-svelt" sem enginn skilur; eða ertu einn af þeim tugþúsundum borgara sem eru orðin meðvirk vegna þeirrar gegndarlausu kúgunar (fyrirgefðu - ætla ekki að móðga þig) - sem fólk er beitt hér, m.a. með þögninni.

Nú ef að peningarnir hafi verið fluttir í erlendan banka, þá hljóta þeir að vera þar og þá þarf að finna; rekja færslur + finna + sækja + greiða út .  Þetta er á ábyrgð yfirvalda í dag, ef auðmennirnir skila ekki peningunum sjálfviljugir.

Tími frasanna er á enda; komið er að skuldadögum, lánadrottnarnir eru mættir á svæðið.

                 -  VIÐ GREIÐUM EKKI VANSKILASKULDIR AUÐMANNANNA - 

Kveða  hakon.johannesson@gmail.com

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:26

21 identicon

Já hvar eru peningarnir. Af hverju eru þessir menn sem áttu bankanna ekki færðir í yfirheyrslu og jafnvel settir í gæsluvarðhald það hafa margir verið teknir fyrir minna. Hann Jón Ásgeir er örugglega með skuldir um allt en ekki á sinni kennitölu þar er nóg til. Þetta er mín skoðun

Guðrún (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 12:34

22 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, hvað varð um peningana?

Berglind Steinsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:47

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eigið fé banka er vanalega bara lítið brot af veltunni.´Bankar fá peninga lánaða til að lána. Á bak við lántökur bankanna eru tryggingar sem urðu ónýtar, að hluta til vegna fjármálakreppunnar í heiminum en sennilega mest vegna hryðjuverkalaga bresku ríkisstjórnarinnar. Þannig gufuðu peningarnir upp.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 12:47

24 Smámynd: Sigurveig Eysteins

HÁKON JÓHANNESSON.....   ÞÚ ÆTTIR AÐ SKAMMAST ÞÍN, AÐ RÁÐAST Á MIG ER SKAMMARLEGT, ÉG ER HRÆÐILEGA REIÐ NÚNA," ÉG MEÐVIRK"  ÁTTU ANNAN, ÉG HELD AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ LESA ÞAÐ SEM ÉG SKRIFA ÁÐUR EN ÞÚ DÆMIR MIG. ÞAÐ SEM ÉG SET FRAM ER KALDHÆÐNI, EINS OG ER GERT Í ÖLLUM MÍNUM SKRIFUM. ÉG HEF ÞURF AÐ BERJAST ALLT MITT LÍF, ÉG ER EITT AF ÞEIM BÖRNUM SEM VAR KASTAÐ Á MILLI RÍKISREKINNA BARNAHEIMILA OG VAR FARIÐ MJÖG ILLA MEÐ MIG OG FÉKK EKKI AÐ ALLAST UPP HJÁ FORELDRUM EÐA SYSTKINUM. ÉG HEF VERIÐ FÁTÆK AF PENINGUM ALLT MITT LÍF, ÉG LENTI Í MJÖG ALFARLEGU BILSLYSI ÁRIÐ 2000 OG HEF VERIÐ ÖRYRKI SÍÐAN, SVO ÞÚ ÆTTIR BARA AÐ SKAMMAST ÞIN, HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SKRIFAR.

LÁRA ER EKKI HÆGT AÐ TAKA ÞENNAN MANN ÚT AF BLOGGINU, HANN RÆÐST Á FÓLK Í UMVÖRPUM. 

Sigurveig Eysteins, 12.11.2008 kl. 12:54

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst stórfínt að þessi hópur skuli vera kominn hingað til lands til að garfa í málunum.

Kannski tekst þeim að leiða eitthvað í ljós sem íslenskur almenningur virðist ekki eiga að fá að vita?

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:01

26 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski Hollendingar steypi ríkisstjórninni?

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 13:10

27 identicon

Sæl Sigurveig,

ég bið þig innilega afsökunar á þessum orðum hér að ofan sem þú tekur svo nærri þér. Það var ekki meinigin að dæma, mógða eða særa þig, alls ekki. Með kveðju, Hákon

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:13

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Okkur virðist alla vega miða hægt við það, án utanaðkomandi aðstoðar...

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:21

29 Smámynd: Sigurveig Eysteins

HÁKON.... ÉG HEF VERIÐ AÐ TAKA Á MÓTI AFSÖKUNUM ALLT MITT LÍF, SVO ÉG GET LÍKA TEKIÐ Á MÓTI ÞESSARI, VÆNLEGAST ER AÐ STANDA SAMMAN Á ÞESSUM ERFIÐU TÍMUM,  SEM FÓLK ER AÐ FARA Í GEGNUM, TELJA UPP Á 10 ÁÐUR EN FÓLK RÆÐST Á HVERT ANNAÐ HÉR Á BLOGGINU.

Sigurveig Eysteins, 12.11.2008 kl. 13:58

30 identicon

Gunnar Th. Gunnarsson skilur ekki umræðuna. Þess vegna er komment hans út úr kú.

Hollenskir innistæðueigendur spyrja, "hvar eru peningarnir sem ég lagði inn?" Það gera líka þýskir, breskir og belgískir innistæðueigendur. 

Rómverji (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:08

31 identicon

Sæl Sigurveig; jú ég gætti ekki í morgun þess að það þarf að vera nærgætinn í nærveru sálar, persónugerði hjá þér og Önnu Björg hér að ofan til að undirstrika skilaboðin og búa til smá spennu, en það var alls ekki meint persónulega til ykkar; enda ekki minn stíll eins og sjá má á öðrum innleggjum hér í bloggheimum.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali í útvarpinu í gær að bloggheimar væru vondir heimar, það kann að vera fyrir suma, en þetta er frábær umræðu- og skoðanavettvangur og ljóst er að það er tekið eftir því sem fólk sendir inn.  Kveðja Hákon

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:16

32 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Mig langar að taka undir með Dagnýju hér að framan. Við verðum að fá nýtt fólk í ríkisstjórn. Ég veit ekki vel með hvaða hætti hægt er að steipa ríkisstjórn, sem neitar að víkja. En það er orðin alger nauðsyn að finna þá leið. Þessi stjórn sem nú situr og er algerlega rúin trausti þjóðarinnar verður að víkja. Hér er spurning um að tapa ekki nema sem allra minnstum tíma. Lýðræðið okkar er svifaseint eins og við erum vön að beita því og ekki tími til að efna til kostninga með framboðum og ræðuskrumi. Hvað getum við gert og hvernig eigum við, almenningur þessa lands, að snúa okkur í því að fá fólk sem við getum treyst til að stýra okkur út úr þessum vanda??

Guðlaug Úlfarsdóttir

Guðlaug Úlfarsdóttir, 12.11.2008 kl. 14:21

33 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hákon...  Í hvaða fréttatíma eða þætti sagði Guðni þetta í gær - og á hvaða stöð?  Manstu það?

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.11.2008 kl. 16:10

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar menn skilja ekkert rommverji, þá finnst þeim allt út úr kú.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 16:43

35 identicon

Þetta "icesave" mál er mun alvarlega en stjórnvöld hafa viljað viðurkenna. Málið er svo alvarlegt að aðrar þjóðir vilja ekkert með okkur sem þjóð hafa og hvað er það að segja okkur. Íslensk fyrirtæki, Landsbankinn og Kb banki blekktu fólk í Englandi, Hollandi, Þýskalandi ofl til að leggja fé inn á hávaxtareikinga. Bankarnir höfðu enga baktryggingu á móti þessum innlögnum. Samt héldu þeir áfram. Eftirlitsaðilar brugðust í þessum málum og stoppuðu bankana ekki af. Nú eru hér á landi hollenskir sparifjáreigendum að ræða sín mál við íslensk yfirvöl og von er á fulltrúum breskra sveitarfélaga í sömu erindagjörðum. Segir það ekki sitt um alvöru málsins? Við erum einfaldlega í djúpum skít v/græðgi íslenskra banka og af því þeir voru íslenskir þá er það mat þeirra sem áttu fé í íslenskum bönkum að okkur beri að greiða þeim til baka.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:29

36 identicon

já Lára Hanna  ...bloggheimar geta verið ljótir...; hlustaðu á sjálfan formanninn Guðna mæla þau fleygu orð, í gær Rás 2, 16:10

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4431926/

Kveðja Hákon

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:39

37 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Okkur ber að greiða það til baka sem er skylt í lögum okkur ber ekkert meiri skylda að greiða fólkinu til baka heldur en Bandaríkjamenn gerðu þegar að Bandarískir bankar fóru á höfuðið og ollu töpum í  Bretlandi. En við eigum að fara að lögum. Svo vil ég gjanan fá að vita eitt þegar þið eruð búin að ná stjórninni frá hvað viljið þið í staðin. 6 Hagfræðinga sem að allir segja sitt hvort ? Þið verið að leggja framm eitthvað í staðinn ekki bara að stjórnin fari af því bara.
Og hvernig væri svo að senda Íslending sem er að missa allt sitt í fylgd Rúv til Alþjóðabankans og spyrja um lánið ég sé Rúv ekki birta myndir af börnum  þeirra sem að eru að missa allt sitt hér í fréttatímum. Og samkvæmt viðtalinu við mannin var kaupþing þýskur banki á þyskri kenntiölu og afhverju er hann þá að rukka hér?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.11.2008 kl. 20:59

38 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hákon...  fann viðtalið og fannst það magnað. Tók það upp og setti í tónspilarann. Merkt: Síðdegisútvarp - Guðni Ágústsson...

Ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að hlæja eða gráta - né heldur skil ég í hvaða veruleika Guðni lifir í. Lokaorð Guðna í viðtalinu voru stórkostleg - alveg óborganleg!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband