Fundurinn á Austurvelli í dag

Fyrst lögreglan segir að 6.000 hafi mætt vitum við að þarna voru minnst 10.000 enda Austurvöllur troðfullur af fólki. Í þetta sinn eiga fjölmiðlar þakkir skildar fyrir umfjöllun og beinar útsendingar.

Mig langar að biðja þá Íslendinga sem búsettir eru erlendis að vekja athygli fjölmiðla í viðkomandi löndum á laugardagsfundunum hér á Íslandi til að koma því til skila til alheimsins að almenningur hér sé ævareiður, vilji að gerendur axli ábyrgð, að kosið verði sem fyrst og að spilltum stjórnmála- og embættismönnum verði vikið frá, svo eitthvað sé nefnt. Látið fylgja sögunni að enginn hlusti á okkur - ennþá. Hörður Torfa segir þetta ágætlega. Horfið og hlustið.

Svona fjölluðu fréttastofur sjónvarpsstöðvanna um fundinn í fréttatímum sínum í kvöld.

 
Og hér eru þrjú sýnishorn af mótmælendum sem forsætisráðherra kallar skríl.

Mótmæli á Austurvelli 15.11.08 - Ljósm. Mbl. Kristinn

Mótmæli á Austurvelli 15.11.08

Mótmæli á Austurvelli 15.11.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fæ alveg kökk í hálsinn þegar ég horfi á allt þetta frábæra fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki veit ég hver talningaformúla Geirs Jóns er

Brjánn Guðjónsson, 15.11.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir eru ansi margir Íslendingarnir sem teljast nú til skrílsins. Þetta orð hefur nú fengið nýja merkingu og þýðir að vera á móti spillingunni.  Ætli uppnefningar sem ráðamenn beita fyrir sig fari ekki að snúast í höndum þeirra.

Íslendingar sem mæta á mótmælin eru stolt þjóðarinnar og munu verða það um ókominn tíma.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 21:34

4 identicon

Fínn fundur í dag.

Átt þú ekki i fóðrum þínum umfjallanir erlendra blaðamanna um orðspor íslendinga frá því fyrir og eftir fallið. Blaðamaðurinn (konan) sem spurði Geir um mögulega afsögn hans þyrfti þær til að reka framan í hann á næsta blaðamannafundi. Ef þú átt þær ekki er þá ekki einhver sem getur safnað þeim saman og sent stjórnarforystunni svo þeir viti hvers vegna þeir verða að segja af sér?

Stefán Alfreðsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jenný ..ég fékk líka kökk í dag þegar ég stóð þarna og argaði..JÁ eins hátt og ég gat með öllum hinum sem þarna voru. Ólýsanlegt. Grey þeir sem gátu ekki komið út af ræðumönnunum..hehe. Koma bara næst..nú fer að verða asnalegt að vera EKKI mótmælandi!!

Takk Lára Hanna...gangi vel í bloggpásunni!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.11.2008 kl. 22:08

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, Stefán, ég á því miður enga umfjöllun úr erlendum blöðum eða sjónvarpi - enda held ég að Geir viti þetta alveg. Hann er bara í afneitun.

Hvernig lítur skrílshúfan þín út, Dúa? Þær eru nokkrar þarna með húfur - voðalega eitthvað skrílslegar að sjá.

Takk, Katrín - gaman að sjá þig í dag!

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

þetta var góður fundur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:26

8 identicon

"Þeir kæfa okkur í táragasi og kalla okkur skríl

 þeir kom okkar vandræðum ti leiðar"

 Utan dagskrár; ég  get ekki skoðað klippurnar þínar, er með Firefox og allar gáttir opnar, en ekkert skeður...  so sad. :(

GuSig (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:31

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér sýnist þetta vera 7.236 manns þarna á fundinum. Fjölmiðlar voru annars greinilega alveg á nálum hvernig ætti að fjalla um þennan fund eftir útreiðina sem þeir fengu síðast, samanber fyrirsögnina á mbl.: Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.11.2008 kl. 22:46

10 Smámynd: Heidi Strand

Frá dagbladet.no

http://www.dagbladet.no/2008/11/15/nyheter/island/finanskrisen/3731545/

Heidi Strand, 15.11.2008 kl. 23:25

11 identicon

það voru pottþétt fleiri enn 6000 þarna í dag.

Mikið væri það gagnlegt ef einhver hefði raunveruleg og fagleg sambönd við réttu fjölmiðlana úti í heimi sem gætu séð óánægjuna í "skrílnum" hér, svo að þær þjóðir sem hyggjast lána okkur hugsi sig tvisvar um, á meðan spilltu klíkurnar sitja sem fastast og ekki einn einasti maður virðist ætla að taka neina ábyrgð  

ag (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:32

12 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Hörður Torfa ætti skilið eitthvað af tilvonandi eftirlaunum núverandi ráðherra í sinn vasa, sumir af þeim ættu ekkert skilið umfram þau laun sem þegar hafa verið greidd og ekki einu sinni það !  Því þetta sukk allt er óborganlegt uppistand, tilstand, niðurgangur og vitleysa !  Víða erlendis eru klósett sem þarf að borga til að komast inná, en hér ætlast menn til að fá borgað fyrir að nota almenning sem salerni ?

Máni Ragnar Svansson, 15.11.2008 kl. 23:48

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er alveg meiriháttar flottur "skríll".... Sjáumst næsta laugardag

Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:01

14 identicon

Ég er stoltur "skríll" sem var á Akureyri.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:08

15 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Lára Hanna  gott að fá þig aftur i bloggið. Fundurinn heima lítur ut til að hafa verið mjög vel heppnaður.  'Eg hef gert skildu mína sem Islendigur búsett í noreg  og látð þetta berast eftir bestu getu.        Gangi þér vel Lára. kv, Sirry.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:20

16 Smámynd: Sigurður Hrellir

Er ekki hægt að fá einhvern sem ekki heitir Geir til að telja?

Sigurður Hrellir, 16.11.2008 kl. 01:01

17 identicon

http://www.berlingske.dk/article/20081115/verden/811150382/

Omkring 6000 mennesker kastede med tomater, æg og toiletpapir mod parlamentsbygningen Altinget. Demonstranterne klagede over, at politikerne er passive over for krisens følger.

Þórður B. Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:07

18 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Ég bý erlendis og vil þakka þér Lára Hanna fyrir FRÁBÆRAR FÆRSLUR.  Það eru betri upplýsingar að hafa frá þér en frá öllum landsins fjölmiðlum.  Vona að þú hættir ekki alveg að skrifa.  ........En að öðru, hefur engum dottið í hug að prenta slagorð á boli.  t.d.   "Ég er skríll"  eða "Ég kann að telja"   tillögur óskast. 

Fjóla Björnsdóttir, 16.11.2008 kl. 01:22

19 identicon

Lopinn væri alveg tilvalinn, lopahúfur, vettlingar, peysur. LOPABYLTINGIN viðeigandi í kuldanum, þjóðlegt, hlýtt, fallegt. Þau sem eru handlaginn gætu gert peysur eða boli með áletruninni Ég er skríll, eða Ég er lýður:) Myndi bera það stolt. Líka: Ég kann að telja, ég er ekki í fjármálaeftirlitinu! Takk fyrir hugmyndir Fjóla.

Solveig (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:50

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður fundur í dag og gaman að sjá þig

Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 02:02

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er verið að taka hundruð milljarða út á okkar nafn og við munum borga. Í staðinn viljum við því fá það sem við erum að borga fyrir, Landið sjálft.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 04:47

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst að menn megi taka fyrir í ræðum sínum næst hvernig klæðalaus keisarinn útdeilir innistæðulausum ávísunum á föstudögum, hræddur við að fólk verði reitt á laugardeginum.

Það heyrist ekki múkk  um það og allir eru ánægðir, þótt enginn skilji hvað hann var að segja, eða hverju hann var að úthluta.

Þeir sem eðlilega munu ekki hafa tekjur eða bolmagn  til að greiða gjöld af liðnu "góðæri" fá loforð um að ekki verði tekin af þeim alveg 75% launa upp í ógoldin gjöld og að ekki verði gengið í barnabæturnar, lífeyri barnanna. Það er upplifað sem rausn. Þetta er um leið vitnisburður um við hvað þeir bjuggu, sem orðið höfðu fyrir skakkaföllum hér á landi. Þeir sem minnst máttu sín. Fátælingarnir sem aldrei áttu séns að krásarborðinu hér áður.

Afleiðingum verðbólgu á húsnæðislán  mun slegið á frest með því að ýta viðbótarskuldinni áfram og lengja i hengingarólinni. Ekki gefið eftir. Fólk mun þurfa að borga það ella missa húsnæðið, en þá ætla þeir af rausn sinni að leigja fólki sín eigin hús, þar til það getur hugsanlega keypt þau aftur. Þetta er leið þeirra sem skaðanum ullu að segja okkur að við munum borga skaðann, en ekki finna fyrir því alveg strax, svo það verði vinnufriður til að sama spillingarmillan verði reist við.  Allir fagna. Ofsalega ánægðir, þótt ekki sé verið að gefa þeim neitt. Ekkert.

Flottust er svo ráðstöfunin til að mæta kreppu heimillanna í landinu, sem lýtur að því að slá af gjöldum, svo "fjölskyldurnar" geti selt bílana sína úr landi!  Það er alvöru afsláttur, en ekki frestun. En til hverra?  Ekki eru fjölskyldur landsins að berjast við að koma bílum sínum úr landi svona almennt er það? Nei þetta er hliðrun fyrir elítuna og vini elítunnar til að losna við Range Roverana sína (game  overana) og Land Cruiserana (grand looserana) 

Og þjóðin heldur svo að það sé verið að koma til móts við hana og fagnar.  Hverskonar rollur erum við orðin? 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 09:05

23 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Af því að þú gerir mikið úr því, hvar og hvenær kallaði forsætisráðherra friðsama mótmælendur skríl? Það er mikilvægt að hafa þetta á hreinu. Eða ertu að rugla?

Herbert Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 09:41

24 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Erum við í vinnu hjá stjórnvöldum eða er það öfugt? Hver sendir Geir & Co. uppsagnarbréfið? 1.des. ber uppá mánudag í ár. Ég legg til að þjóðin taki sér „frí“ þann daginn og streymi útá götur bæja og borgar.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.11.2008 kl. 10:49

25 identicon

Takk fyrir frábært blogg, Lára Hanna. Þegar ég sat með kaffibollan núna í morgun og las fréttir rambaði ég inn á bloggið þitt og eftir að hafa lesið áskorun þína um að vekja athygli erlendra fjölmiðla á mótmælunum gat ég ekki setið á mér... og setti saman smá texta og sendi á nokkra fjölmiðla í Svíþjóð. Ég er sannfærður um að ef fleiri senda stuttar orðsendingar til erlendra fjölmiðla þá muni það bera ávöxt.

 

***********************************************

Käre redaktör, Underskriven är islänning bosätt i Göteborg från 2002 med sambo och barn som lika är islänningar.  Jag vill uppmana er om att uppmärksamma i er tidning att på Island finns från största delen av invånarna krav på att de som bär ansvar för den ekonomiska kollapsen, som mina landsmän stor framför, bör ta sitt ansvar.  Osedvanliga protesterIslänningar är mycket sena till att protestera och historiskt har mycket alvarliga händelser kunnat tigas ihjäl på grund av befolkningens ovilja att protestera på gator och torg. Kulturhistoriskt är befolkningen mycket fredlig, som flesta icke islänningar känner naturligtvis redan till, det beror säkert en del på att det har inte funnits någon isländsk militär eller direktdeltagande i krig. Hursomhelst därför är det än stor händelse när tusentals invånare samlas för att protestera och kräva ansvarstagande från regering och myndigheter. Detta hände i går, lördagen 15 november, samtidigt som detta är den sjätte lördagen i rad där folk samlas för att protestera och antalet deltagare ökas med varje dag.

 

[photo frän protest]

     Ta ansvarDe krav som befolkningen ställer innebär att regeringen bör; ·        Utlösa ett nyval redan våren 2009, ·        Avsätta de politiskt anställda riksbankscheferna, ·        Avsätta ledningen i finansinspektionen,·        Tillsätta en oberoende granskningsnämnd med både inhemska och utländska specialister som utreder anledningen till bankernas fall och om åtal skall väckas i fall brott har begåtts.·        Visa ödmjukhet och be om ursäkt för att inte ha stått vakten och lyssnat på olika varningssignaler som fram har kommit de senaste 2-3 åren från vetenskapliga och yrkes specialister bl.a inom Sverige (mycket skrivet i Dagens Industri), Danmark och Storbritannien samt olika kreditvärderingsinstitut. Trots dessa varningssignaler från många olika håll har regeringen ihop med statliga myndigheter systematiskt deltagit i och drivit kampanjer mot varningskritiken från olika institutioner och individer, som har syftat till att tiga ner dessa och även marginalisera och håna i vissa fall. Regeringen kan inte skylla på att plötsligt hände den globala finanskrisen och på grund av den har hela ekonomiska strukturen kollapsat, och att om det inte hade hänt hade de kunnat fortsätt styra landet med samma ekonomiska politik som föregångna år. Riktiga vänner De senaste veckorna har det skrivits och diskuterats en hel del om att Island har förlorat sina vänner bl.a Danmark, Finland, Sverige, Storbritannien och måste därför bygga nya allianser med bl.a. Kina och Ryssland. Detta på grund av att en del av sammanbets länderna har sätt krav på att isländska regeringen tar sitt ansvar för bankernas expansion. Som fram kom i ett av talen på protestmötet utanför riksdagen i lördags då är det kanske tvärtom och ett märke om en riktig vänskap, till den isländska befolkningen, när dessa länder har försenat låneprocessen med International Monetery Fund, och börjat ifrågasätta att kanske det inte är så lämpligt att tro att den samma odugliga regeringen med samma bemanning i myndigheter som har styrt den isländska nationen i strand är den bästa att bygga up den igen. Med vänliga hälsningar,Jökull SteinarssonGöteborg       

Jökull Steinarsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:51

26 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Talning fundarmanna er hobbý sem við getum látið áhugamönnum um slíka stærðfræði eftir. Það sem skiptir máli er að það fjölgar stöðugt og ræðurnar verða beittari. Kröfurnar eru hógværðin sjálf. Burt með spillinguna, burt með klúðurmeistarana - nýja byrjun! Varla hægt að vera hófsamari eftir allt sem þjóðin hefur mátt upplifa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.11.2008 kl. 14:07

27 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er skríll og ég er stolt af því!

Úrsúla Jünemann, 16.11.2008 kl. 14:14

28 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er nú meiri skríllinn

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.11.2008 kl. 09:04

29 identicon

Ég get ekki annað en samsinnt forsætisráðherranum.  Aldrei hef ég áður orðið vitni að mótmælum þar sem það eina sem fólkinu dettur í hug að skrifa er að það sé að mótmæla.    Hverju er þetta fólk að mótmæla ?? Hvað vill það fá framgengt með þessum mótmælum sínum ??   Og afhverju eru þessir krakka gemlingar að grýta alþingishúsið með eggjum, jógúrti og klósettpappír???   Heldur fólkið virkilega að reiðin ein og sér komi því áfram ???   Hvað er eggjagrýting annað en útrás á reiði ???

Þetta eru álíka skipulögð mótmæli og mætti búast við að íslensku sauðkindini. Fólkið þarf að koma sér saman um skýr skilaboð sem það vill senda.  Ekki standa þarna eins og sauðkindur með skilti sem stendur á að það sé bara að mótmæla og hættum að borga!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband