Silfur dagsins

Ég fékk ósk mína ekki uppfyllta um að lengja þáttinn - en hann var góður samt og mjög margt áhugavert sem þarna kom fram enda var bara einn stjórnmálamaður í þættinum. Ég treysti miklu frekar Lilju Mósesdóttur en Vilhjálmi Egilssyni og það er athyglisvert að hlusta á Gunnar Smára. Hér er þátturinn - klipptur í tætlur að venju. Mæli með lestri á þessari grein.

Vinsamleg ábending RÚVara - það er ekki enn búið að laga síðasta þátt (9. nóv.) þannig að síðasti viðmælandinn er ennþá halaklipptur.

Vettvangur dagsins 1 - Pétur Gunnars, Sigríður Dögg, Kristín Helga, Ómar

 Vettvangur dagsins 2 - Ágúst Ólafur Ágústsson

 

Vettvangur dagsins 3 -  Benedikt, Sigrún Elsa, Hjálmar

  Lilja Mósesdóttir og  Vilhjálmur Egilsson

 

Gunnar Smári Egilsson

 

Hér er bréfið, sem Sigríður Dögg nefnir, þar sem Steingrímur Ari Arason segir sig úr einkavæðingarnefnd árið 2002.

Steingrímur Ari Arason 10. sept. 2002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Mér finnst Egill reyna að koma of miklu að í þessum þætti sínum.. annað hvort lengir hann þáttinn eins og þú hefur bent á.. eða fækkar viðmælendum sínum.. hann mætti líka hætta tala ofan í viðmælendur sína.. ég hef stundum engan áhuga á að heyra hvað Egill hefur fram að færa en þess meiri sem viðmælendur hans hafa að segja.. 

Varðandi Vilhjálm og Lilju.. þá er ég beggja blands.. ég skil viðhorf Vilhjálms.. fyrirtækin eru að stöðvast og ef þau stöðvast þá er þjóðfélagið stopp af sjálfu sér.

Lilja vill reyna maylaysku leiðina.. sem er svo sem ágæt en þá fara fyrirtækin á hausinn og lánstraust okkar fokið út í veður og vind..  

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þátturinn á að vera lengri en þessi var góður.  Mjög góður.

Gunnar Smári

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað meinaru Jenny með Gunnar Smára ?  Er hann svona sætur eða hvað ?

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég kvartaði einmitt yfir því eftir síðasta þátt að það væru of margir í þættinum miðað við lengd þáttarins, Óskar. Og fór því fram á að hann yrði lengdur en það gerðist að minnsta kosti ekki í dag.

Auðvitað er maður beggja blands varðandi Lilju og Vilhjálm, en eftir því sem ég best veit er Lilja hlutlaus fræðimaður (flokkspólitískt séð) en Vilhjálmur er og hefur lengi verið einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins og hefur því fyrst og fremst hagsmuni Sjálfstæðismanna á oddinum. Sá er stóri munurinn á þeim tveimur. Það sprettur örugglega fram fólk sem tekur undir með báðum en þá skulum við skoða hvaðan það fólk kemur og hvaða hagsmuna það er að gæta.

Ég hef sagt það áður og segi það enn... ég hef alltaf gaman af að hlusta á Gunnar Smára, algjörlega burtséð frá því hvað hann er að segja og hvort ég er sammála honum eða ósammála. Það er bara eitthvað við það hvernig hann tjáir sig...

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:25

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar tjáir sig á þann hátt sem venjulegt fólk skilur.. þess vegna er hann góður ritstjóri td.. 

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nei Lara Hanna.

Þessi grein sem þú vísar í í upphafi þessarar færslu er fyrir neðan þína virðingu. Þú hefur unnið þarft starf og átt þakkir skylið fyrir það. En þessi grein er skrifur undið dulnefni og hvergi vísað í nokkurn hlut - þetta rýrir bara gildi þinna góðu verka.

Barattukveðjur

Soffía

Soffía Valdimarsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:57

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fínn þáttur, en ég segi eins og þú, lengja hann eða fækka viðmælendum.

Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:27

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Soffía...  ég vek athygli á öllu mögulegu, bæði sem sagt er og skrifað undir nafni og ekki. Ég þekki af eigin raun að fjöldi fólks, sem býr yfir mikilvægum upplýsingum, þorir ekki eða getur ekki af öðrum orsökum komið fram undir nafni. Í þessari grein sem ég vísa þarna í stendur ekkert sem við höfum ekki heyrt eða lesið áður, a.m.k. ég. Ritið er með blaðamenn, ritstjóra og ábyrgðarmann eins og sjá má á þessari síðu. Ég býst fastlega við því, að netmiðill sem þessi vilji láta taka sig alvarlega og geti því stutt greinar sínar gögnum eða heimildum ef þess gerðist þörf eða væri krafist.

Í marga áratugi var aldrei sagt frá því hverjir skrifuðu greinar eða fréttir í Morgunblaðið, þær voru ekki merktar neinum. Það þýddi hvorki að þær væru sannar eða lognar. Ekki er ýkja langt síðan blaðamenn Moggans fóru að merkja fréttir, pistla og greinar með upphafsstöfum og seinna líka netföngum. Enn eimir eftir af þessum gamla ósið, s.s. Víkverji og Staksteinar. Man einhver eftir gamla Svarthöfða? Í öllum þessum fréttum, greinum og pistlum - og fleiri til í gegnum tíðina - hafa komið fram skoðanir, álit og allt milli himins og jarðar sem ekki hefur verið hægt að herma upp á neinn opinberlega.

Nú eru fjölmargir, t.d. bloggarar, að birta bréf sem þeir fá án þess að geta skrifara eða heimilda. Einn sá ötulasti við það er Egill Helgason. Hann fær gríðarlega mikinn tölvupóst og hefur birt fjölmarga þeirra á bloggi sínu. Þetta eru alls konar sögur víða að en hann lætur aldrei fylgja hver skrifar, geymir það hjá sér. Ég vil miklu heldur fá þessar sögur fram í dagsljósið með nafnleynd en að þetta sé þaggað niður og heyrist aldrei vegna þess, eins og kom fram í Silfrinu í dag, að fólk treystir sér ekki af einhverjum ástæðum til að koma fram undir nafni. Það þýðir alls ekki að sögurnar séu ósannar heldur að fólk sé hrætt við afleiðingar þess að tala upphátt. 

Það er aldrei æskilegt að skrifa nafnlaust án þess að vísa í heimildir, en hefur verið gert talsvert hér á landi m.a. vegna þess að fólk hefur miskunnarlaust verið látið gjalda skoðana sinna. Það er ekki gott þjóðfélag sem þannig býr að fólkinu sínu í svokölluðu lýðræðisríki þar sem á að ríkja skoðana- og málfrelsi.

En ég hvorki ritstýri né ber ábyrgð á öðrum síðum en minni eigin þótt ég áskilji mér allan rétt til að vísa í þær ef mér finnst það þess virði - hvort sem skrifin eru nafnlaus eður ei.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:00

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri sannarlega þjóðráð ef Steingrímur Ari gengi nú fram og leysti frá skjóðunni. All bets are off now. Það væri annars gaman að finna viðtal við Hannes Hólmstein nú, sem var tekið fyrir 3-4 vikum, þar sem hann sagði kokhraustur að hann myndi hætta að styðja ríkistjórnina ef við gengum að ICeSave afarkostunum. Well...við erum væntanlega einum fleiri í dag en í gær.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 19:59

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í framhaldi af því sem Jón Steinar segir um Steingrím Ara:

Eins og einn ræðumanna á Austurvelli, minnir það hafi verið Andri Snær, sagði: NÚ er tími þeirra sem neyddust til að þegja um sannleikann vegna embættis- og starfsskyldna að koma fram og segja hverjir það voru sem verst þoldu gagnrýni. Segja frá því sem enginn mátti vita á meðan gróðærið (gróðaæðið) stóð yfir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:14

11 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Skil hvað þú ert að fara, góð ábending með Moggann. En þetta er hættulegur leikur og línan á milli gagns og ógagns hárfín í þessu sambandi.

Takk samt aftur fyrir góða vinnu

Kv.

Soffía

Soffía Valdimarsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:25

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Láru Helgu hér, undir nafni eða nafnlaus, ef skrifin eru málefnaleg.  Og það er fullt af fjólki sem þorir ekki að skrifa undir nafni af ótta við að missa vinnu, eða verða fyrir aðkasti, það er ekki meira lýðræði á Íslandi í dag en svo, að fólk þorir ekki að tjá sig.  Fólk hefur enda orðið fyrir aðkasti og jafnvel atvinnumissi við að tjá sig, eða fylgja flokki sem ekki er stjórnvöldum þóknanleg.  Þetta er staðreynd en ekki ágiskun. 

Takk fyrir þessi frábæru myndbönd, ég horfði aftur á ræður fundarins á Austurvelli, það blæs manni kjark í brjóst að hlusta á þessar góður ræður, sem eru eins og út úr mínu hjarta talaðar.  Og það er gott að fá sökudólgana svona beint í æð, hvernig þeir tala og haga sér.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 09:29

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu Láru Hönnu vildi ég sagt hafa.  var of bráðlát þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 09:30

14 identicon

Sæl!

Ég vil þakka þér kærlega fyrir að smella öllu þessu inn á bloggið.  Þetta er efni sem "Hvítbókin" mætti líka taka til þ.e. undir kaflanum... Forsaga kvikuhreyfingar.

Hvet þig til að feta áfram á sömu braut.

Sigurður Þór

Sigurður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband