Djöflast gegn persónukjöri

Ég heyrði þetta í hádegisfréttum á Bylgjunni og sá svo á Vísi áðan. Ég legg til að fólk taki eftir því hvaða þingmenn leggjast gegn persónukjöri í kosningunum - þvert á háværar kröfur og vilja almennings. Ég legg líka til að frumvarp stjórnarinnar þar að lútandi gangi lengra og að flokkunum verði það ekki í sjálfsvald sett hvort þeir taki þátt í því. Að lokum legg ég til að þið lesið þennan pistil Andrésar Jóns um þetta mál. Ég fæ ekki betur séð en að Andrés sé reiður. Það er ég líka.

Djöflast gegn persónukjöri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ljótt að segja það, en ég hef vissar efasemdir um að keyra þetta i gegn núna. Ástæðan er sú að þá muni krafan um endurskoðun stjórnarskrárinnar, lognast út ef og það má ekki gerast. Vonandi er þess tilfinning min ekki rétt.

Tek það skýrt fram að ég er eindregið fylgjandi persónukjöri.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er líka bálreiður og vil fá Búsáhaldabyltinguna aftur í gang. Eftirfarandi skilaboð voru send öllum ráðherrum og alþingismönnum í morgun:

Til allra alþingismanna og ráðherra.

Í ljósi þess að treglega virðist ganga að ná samkomulagi milli stjórnmálaflokka um breytingar á kosningalögum vill Samstaða - bandalag grasrótarhópa koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

Samstaða og grasrótarhópar í framboðsundirbúningi krefjast þess að leggja fram óraðaða lista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar gætu eftir sem áður haldið sínu ólýðræðislega striki og boðið fram raðaða lista að eigin vild. Ef þessi breyting nær ekki fram að ganga verður það að skoðast sem enn ein aðförin að lýðræðislegum leikreglum. Eftir sem áður væri 5% lágmarksreglan föst í stjórnarskrá og grófleg mismunun í gangi hvað varðar opinberar fjárveitingar til kynningarmála og innra starfs framboða. Þessu yrði ekki þegjandi tekið.

Sigurður Hrellir, 19.2.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb tökum aftur upp búsáhöldin og berjum pottlokin og kökuboxalokin. Heimtum lýðræði og ekkert kjaftæði.

Arinbjörn Kúld, 19.2.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þá eru það búsáhöldin

Hólmdís Hjartardóttir, 19.2.2009 kl. 15:59

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það verður að berja þetta í gegn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2009 kl. 16:11

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kemur mér sko ekkert á óvart.....valdaklíkurnar munu ekki gefa sitt eftir baráttulaust og svo þegar framsókn og sjálfstæðisfokkurinn ná aftur völdum verður enn frekar þjarmað að réttindum okkar svo svona búsáhaldabylting endurtaki sig örugglega ekki og völdin sitji sem fastast á höndum útvaldra.

Þannig er nú það!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2009 kl. 16:15

7 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þögn er sama og samþykki. Látum í okkur heyra.

Margrét Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 17:31

8 identicon

.
Dásamlega kurteist þetta fólk. Það verður félegt að standa í samningaviðræðum við það þegar það kemst á þing.
Ég er viss um að fólk sem sendir svona bréf frá sér fær ekki mörg atkvæði.
.
Er ekki rétta leiðin til að fullnægja öllu réttlæti að það verið engir framboðslistar. Heldur skrifi kjósendur eitt til fimm nöfn á lista.
Og þeir sem oftast eru tilnefndir ná kjöri og svo aðrir til vara.
Svona var þetta í sveitinni í gamla daga. (Sumir fóru reyndar með minnismiða með sér í kjörklefann, svokallaðan lyfseðil.)
.

En veriði viss. Fólk sem nær kjöri með svona aðferð er fljótt að mynda hóp því sækjast að sér um líkir í skoðunum og mynda það sem kallað er hóp, fylkingu, hreyfingu eða flokk.

Fer ekki ofan af því að þessi hystería um flokkana að þeir séu upphaf og endir alls ills.  Mikil gleður það útrásarvíkingana að bloggara helli sér yfir stjórnmálafélög og hreyfingar fólks með sömu skoðanir.  

Það eru allir búnir að gleyma þeim og þeir hlægja bara að ykkur og halda áfram að sýsla með sitt stolna fé á Tortolum heimsins.

101 (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:31

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Eldar munu loga á Austurvelli aftur ef sérhagsmunagæsluliðið ætlar að standa í vegi fyrir þessum mikilvægu framförum. Ekki er álit manns á stjórnmálamönnum mikið að aukast.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.2.2009 kl. 20:14

10 identicon

.

Það er alveg kristaltært hversu þvers og kruss menn mega krossa á kjöseðlana þá mun það þing sem þannig er valið ekki verða hótinu betra en það sem nú situr. 

Þingið er og verður alltaf þverskurður þjóðarinnar og gildir einu hvaða aðferð er notuð  og ef þjóðin er óánægð með fulltrúana sína þá verður hún að líta í eigin barm. 

Mér mislíkar þetta níð sem notað er um félagið sem ég starfa í því þetta er ekki rétt lýsing.  Þessi fyrirlitning á stjórmálafélögum kemur aðallega frá fólki sem telur sig yfir það hafið að starfa í félöum en fordæmir engu að síður það sem það veit ekkert um.

Hitt er að sönnu að í öllum réttum eru alltaf einhverjir svartir sauðir en að alhæfa yfir á alla er bara bull. 

101 (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:06

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

persónukjör eru sjálfsögð...voru í Hollandi 2003 þegar ég kaus i sveitastjórnarkosningum þar!

Nú er 2009 og íslendingareru enn 300.000 (fer fækkandi) og Íslendingar hafa Friðrik Skúla og fleiri snillinga í tölvum...so?...so?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:25

12 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Í draumheimum er ég hlynnt auknu persónukjöri við alþingiskosningar. En við lifum ekki í draumheimum. Ég tel stóran ókost við þessar hugmyndir (sem ég viðurkenni að hafa ekki kynnt mér í kjölinn) að enn erfiðara verði að fá frambærilegt fólk til að gefa kost á sér. ´

Í núverandi kerfi gefur fólk kost á sér í ákveðin sæti og þeir sem eru ofarlega á listum leggja á sig ómælda vinnu í aðdragand kosninga. Þeir vita hvar á listanum þeir eru og líkindi þess að lenda á þingi. Gerum við ráð fyrir að fólk sé tilbúið í þessa vinnu við kynningu á framboðinu ef það hefur enga hugmynd um hvar það á endanum lendir?

Ég tel litlar líkur á að frambærilegt fólk úr atvinnulífinu, viðskiptalífinu, stjórnkerfinu, stéttafélögum eða bara af götunni bjóði sig fram ef ætlast er til að það leggi á sig ómælda vinnu fyrir kosningar án þess að nokkuð liggi fyrir um hvar á listanum það lendir.

Kristjana Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 22:32

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Held að við sitjum uppi með færri atvinnupólitíkusa með persónukjöri og meira af hugsjónafólki.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.2.2009 kl. 23:02

14 identicon

.

Hvernig er það, er ekki sá sem gefur kost á sér pólitíkus?  Er það eða vill verða það.  Sá sem kosinn er til setu á Alþingi er orðinn stjórmálamaður þegar hann sest þar inn í fyrsta skipti. Gildir þá einu hvrot hann býður sig fram af hugsjón eða til hagsmunagæslu.

Margir þeirra sem eru þar núna eru þar af hugsjóninni einni saman. 

Ég er ekki stjórnmálamaður en mér finnst að aldrei hafi jafn fáir orðið fyrir eins miklu skítkasti og ataðir auri af jafn mörgum eins og fulltrúar þjóðarinnar sem sitja á þingi. 

Auðvitað eru svartir sauðir þar rétt eins og annars staðar. 

Kunna menn ekki að greina kjarna frá hismi lengur. 

101 (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:09

15 identicon

Ekki skil ég afhverju persónukjör ættu ekki að ganga upp hérna á Íslandi eins og í öðrum þjóðum. Getum við ekki haft kosningar í Finnlandi til hliðsjónar?

Pési (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:18

16 identicon

Þó ég trúi ekki mikið á sjáanda dæmi þá verð ég að viðurkenna að það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég les sýn Jóhannesar á www.utvarpsaga.is Reyndar hef ég ekkert fundið um manninn á netinu annað en þetta.

Kristjana

Við þurfum enga sérfræðinga úr alþjóðalífinu til að fara í framboð. Þú verður að átta þig á því að vera stjórnmálamaður snýst um að koma þessu fólki í kringum þig. Þú þarft ekkert að vera sérstaklega menntaður. Bara einstaklega trúr hugsjónum þínum, heiðarlegur, samviskusamur og taka réttar og erfiðar ákvarðanir.

Því má ekki gleyma.

Jóhann (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:38

17 identicon

http://www.landskjor.is/kosningamal/kosningakerfi/nr/38

Rómverji (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:07

18 Smámynd: Þórbergur Torfason

Fyrirgefðu Lára Hanna en persónulega finnst mér þeir Eiríkur Bergmann eða, hvað Þá Jón Baldvin, báðir lélegir vonarpeningar krata, mjög ótrúverðugir matsmenn á jafnviðkvæmt mál og breytingu í þessa veru. Þarna fara tveir af þeim sem syngja hvað hæst um óhæfi sitjandi þingmanna.

Því miður er engan veginn hægt að taka mark á þessum tveim meðan þeir eru hangandi á húninum ef svo má segja.

Þórbergur Torfason, 20.2.2009 kl. 00:29

19 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er því miður svo komið að orðið atvinnupólitíkus er orðið skammaryrði. Ekki veit ég hvort að sá sem skrifar um víðan völl undir kóðanum 101 er atvinnuáróðursmaður en allavega bendir ýmislegt til þess. Hann hefur slæman málstað að verja.

Mörg þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við leyfa persónukjör með einum eða öðrum hætti. Á Írlandi og víðar er t.d. leyfilegt að velja nöfn þvert á flokkalista og þannig hægt að merkja við trausta einstaklinga hvar í flokki sem þeir standa. Þær breytingar sem hér hafa verið nefndar ganga alls ekki svo langt. Hefur fólk ekkert velt því fyrir sér af hverju þetta mætir svo mikilli mótstöðu inni á Alþingi?

Sigurður Hrellir, 20.2.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband