Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

Lítill tími hefur gefist til að skoða blöðin upp á síðkastið, hvað þá að klippa úr þeim greinar og slíkt. En þar sem ég er að undirbúa sérstaka færslu las ég þessa grein í Mogganum á miðvikudag. Gaman verður að sjá hvort svar berst á sama vettvangi og hvernig það hljóðar. Greinin sem vitnað er í eftir Jón Ásgeir er í tvennu lagi hér og hér.

Opið bréf til JÁJ - Moggi 18.2.09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hnaut einmitt sjálf um þessa grein í Mbl. (-sem ég mun vera að borga Glitni fyrir að lesa þessa dagana).

Herra Sullenberger er vissulega fleinn í holdi Baugs.   Spennandi að sjá hvort hann verður virtur svars.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fróðleg lesning. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottur pistill.

Það getur ekki verið eðlilegt að fara með 1000 kr. oní bæ og staðgreiða með honum eittvhað sem kostar 10 milljónir.

Það er akkúrat það sem Jón Ásgeir og hans menn hafa gert.

Kv,

Óskar Arnórsson, 20.2.2009 kl. 01:49

4 Smámynd: Eygló

Ég alltaf haldið að ég hefði a.m.k. meðalgreind en er nú löngu búin að missa þá trú, -eftir að daglega fóru að koma fram í dagsljósið ævintýralegar (fjár-) glæfra og (fjár-) sakamála og spennusögur.... og ekki allt skáldsögur!

Þarf að taka nýtt "IQ" próf

Eygló, 20.2.2009 kl. 02:26

5 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Í suma vantar siðferðisleg gildi og tel ég Jón Ásgeir vera einn af þeim

Guðrún Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 08:36

6 Smámynd: Dunni

Herra Sullenberger hefur verið lúsiðnn við að fletta ofan af fjármálagjörningum Jóns Ásgeirs og hirðmanna hans eftir að honum var úthýst úr snekkju-partýinu. Hálf finnst mér svolítið holur tónn í brölti hans gegn fyrrum viðskiptafélaga sínum. Hef trú á að þeir séu Jónar jafnir og báðir með svartan blett á tungunni.

PS.  Er myndin í hausnum hjá þér frá Dverghömrum á Síðu?

Dunni, 20.2.2009 kl. 09:37

7 identicon

Þess má til gamans geta að Jón var búinn að lofa 2x að koma í Færibandið hans Bubba Morthens, en sveik það í tvígang. Ætli hann sé ekki að skíta á sig af ótta við eigin skitu?

Ari (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:00

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég verð satt að segja alltaf hálfvönkuð þegar ég les um þessar hundakúnstir enda bara með meistaragráðu í viðskiptafræðum. Þarf sennilega að lesa fagið í fimm ár í viðbót til þess að skilja þessar brellur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:33

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. las viðskiptafræði í Svíþjóð. Það er kannski ekki eins mikil áhersla á brellufræðin þar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:34

10 identicon

Er þetta ekki sami Sullenberger og þekkti ekki muninn á debet og kredit?

Bjarni Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 22:08

11 identicon

Brellubrögð eru ekki kennd í viðskiptafræðum, þú þarft ekki í skóla til að læra þau. Þetta er einfaldlega það sem gerist á milli eyrnanna hjá fólki sem þarf að fá sínu framgengt, hvað sem það kostar. Auðvitað mun Jón Ásgeir ekki svara þessu en mikið dáist ég að þrautseigju Jóns Geralds í þessu máli. Hann virðist drifinn áfram af ríkri réttlætiskennd og vonandi sigrar réttlætið að lokum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:38

12 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Í mínum augum virðist Jón Gerald drifinn áfram af einhverju blindu óútskýrðu hatri.  Spurningin er hvað gerði Jón Ásgeir sem valdi því að Jón Gerald hagi sér eins og það hafi verið stungið undan honum?.

Jón Á Grétarsson, 21.2.2009 kl. 01:13

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hann er ekki það. Það vill svo til að ég er bróir eins af "verktökum" þeim sem sá um svindlinn fyrir Baug.

"Svindlgrúppann notaði stelpur og kókaín" og verða þeir algjörlega siðlausir af neyslunni. 

Dómirinn á Sullenberger er algjör þvæla. Það var jú hann sem kom málinu af stað. Ég stend í sömu sporum og Sullenberg þó það sé micrómál, enn það er samt um alvarleg mál fyrir þetta baugsfólk.

Ég á eftir að koma inn í þetta mál meira. Sullenberg vissi ekki það sem ég vissi. Hann er algjörlega heiðarlegur og gerði bara það sem honum var sagt. Mistök hans var að treysta Jóni Ásgeiri.

Ég fékk 40.000.000.- sem "styrk" frá einum Baugs manni. Þegar ég fattaði að þeir  væru í eiturlyfjum sumir hverjir, fór ég beint til lögreglunnar. Afleiðinginn varð sú að þessi maður sem ég vil ekki segja nafnið á akkúrat núna, sendi inn kæru um að ég hefi stolið peningunum.

Ætla samt að halda áfram að styðja Sullenberger. Ég hef aldrei átt hlutabréf. Hver er annars 100% heiðarlegur? Og ég er ekki drifin áfram af hatri út í einn eða neinn.

Ég styð Sullenberg 100%. Hann gerði alla vega það sem var rétt. Ég ætla að gera það líka. Þó ég tapi fyrir þessum hákörlum og fái dóm. Fólk fær þá alla vega að vita hverslags svín þetta eru sem tæmdu Íslenska banka og komu peningunum út úr landinu.

Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 02:21

14 identicon

Ég tel Jón ekki blindan af hatri.  Held hann sé frekar drifinn áfram af ríkri réttlætiskennd sem rekja má mörg ár aftur í tímann.   Hann telur sig hafa verið beittan misrétti sem má alveg vera.  Hann var beint vitni að meintum misferlum, var vitanlega eins og gefur að skilja ´innsti koppur´ í búri.  Mér finnst við ættum að virða það við hann að vilja ´NEYÐA´ fram réttlæti þrátt fyrir að við almúgurinn skiljum hvorki né botnum í einu né neinu!  Hins vegar finnst mér að eftir hrunið þá séu Íslendingar mun betur upplýstir en áður sem er mjög jákvætt þegar litið er til framtíðar.  Við, þessi dofna sofandi þjóð, höfum fengið eins konar ´crash course´í viðskiptasiðfræði (í boði banka og ráðamanna og órðsmanna) sem við munum seint gleyma.  Á meðan við öll erum að leita að réttlæti, hvers vegna að vera að úthúða JG?  Er hann ekki að vinna að sama marki og við hin?  Erum við ekki öll að leita að sökudólg, knýja fram réttlæti?  Eigum við almúgurinn ekki bara öll að elska friðinn og strúka kviðinn og sameinast í þessu volæði!

Hin Laran (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 02:57

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott komment Hin Laran! Kanski verður þessi kreppa til góðs til langframa litið. Þjóðinn vaknar. Og er það bara gott mál.

Vitna bara í komment mitt á bloggi Sullenberg. Þar skýri ég ýtarlega um "viðskiptaeðli" sumra manna. Og er það byggt á mjög virtum rannsóknum í viðskiptaglæpum, og minni eigin reynslu eftir 25 ára vinnu með glæpamenn í Svíþjóð.

 "það eru til slöngur sem líta út eins og venjulegt fólk" og ganga um í Armani og eru einstaklega sjarmerandi. Það þarf ákveðna kunnáttu til að þekkja hver er hvað.

Er á alvöruslönguveiðum í Asíu einmitt núna. Það er hobbýið mitt. Finns gaman af svona veiðiskap. Enn er orði kærulausari nú enn þegar ég var yngri.

Er að jafna mig núna eftir bit í vinstri olnboga. Bara klaufaskapur í mér að hafa ekki sveðjuna í hendinni. Til mig samt fara gætilega á svona veiðum.

Bit númer 2 á 6 ára veiðiskap. Þó ég hafi verið eldsnöggur að skera í sárið og ná mesta eitrinu út, þurfti ég samt á sjúkrahús. 

Samt er meira gaman að eltast við venjulegar slöngur, enn "slöngur" sem líta út eins og virðulegir menn. Það er víst bannað að afhausa þá. Því miður fyrir Íslenskt efnhagslíf.

Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 09:35

16 identicon

Velkist milli tveggja kosta.  Annaðhvort er Jón Ásgeir nautheimskur leiksoppur fjármálaaðila eða siðblindur, ofdekraður smástrákur.  Engin önnur hugmynd virðist koma til greina. 

IB (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband