Davíð og dularfulla minnisblaðið

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að minnisblað Davíðs Oddssonar, sem hann minntist á í Kastljósi og á að innihalda viðvörun um bankakerfið, sé persónuleg eign Davíðs. Af því má draga þá ályktun að viðvörunin hafi verið sett fram í einkasamtali félaganna Davíðs og Geirs, ekki í samtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra. Eða hvað? Fram kemur að minnisblaðið sé í vörslu Davíðs sjálfs, svo hann hefur tekið það með sér heim og neitar greinilega að láta það af hendi. Hvað fleira tók Davíð heim með sér úr Seðlabankanum? Maður spyr sig...

Minnisblað Davíðs - Fréttablaðið 20. mars 2009

Hér er örstutt úrklippa úr Kastljósi 24. febrúar sl. og fréttum RÚV og Stöðvar 2 daginn eftir þar sem Geir Haarde er spurður um fullyrðingar og yfirlýsingar Davíðs. Athygli vekur að Geir svarar engu, heldur fer í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut og kemst upp með það. En hvers vegna talar Davíð um minnisblaðið í viðtali eins og um opinbert skjal sé að ræða en segir nú að það sé persónuleg eign og leynir því? Maður spyr sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju afnema stjórnvöld ekki bankaleynd? Maður spyr sig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:48

2 identicon

Svarið, það hentar ákveðnum flokki í núverandi ríkisstjórn ekki í augnablikinu. Beðið verður þar til eftir kosningar. Ekki má rugga bátnum um of, það gætu komið sprungur og leki í kjölfarið. Allt fyrir völdin, völdin fyrir allt.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:55

3 identicon

Já, þetta er merkilegt Jóhann. Flokkar sem kenna sig við vinstrimennsku og jafnaðarmennsku halda hlífiskildi yfir einstaklingum sem ræna almenning.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er það flókið mál að afnema bankaleynd? Er ekki bara hægt að skipa bönkum að opna möppurnar? Spyr sá sem ekki veit.

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í því ástandi sem nú er 17.000 manns atvinnulausir, eykst þrýstingur á álversframkvæmdir. Álver skapa auðvitað einhver störf, en spurningin fyrir hvern. Þekki ekkert ungt fólk sem stefnir að vinna í álveri í framtíðinni. Þá kemur Róbert Wessmann með hugmyndir að nýta sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli sem stendur autt, og nýta betur sjúkrahúsið í Keflavík. Þrátt fyrir að Steingrímur Sigfússon bæri til baka að VG væri afturhaldsamur ríkisafskiptaflokkur, þá bregst Ögmundur Jónasson ekki væntingum þeirra sem VG einmitt afturhaldsaman ríkisafskiptaflokk og sér hugmyndinni allt til foráttu. Frekar skal bæta við álverum.

Lára Hanna þá bloggar þú um Davíð Oddson sem enginn man eftir lengur. Nú bíð ég spenntur eftir bloggi frá þér um aðra atvinnusköpun en álver.

Sigurður Þorsteinsson, 20.3.2009 kl. 23:07

6 identicon

Af hverju er verið að halda hlífiskildi yfir Davíð og félögum? Afnemum bankaleyndina strax!

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband