Silfur dagsins

Kannski er það bara ég sem er orðin svona lúin, en mér fannst gæta þreytu í Silfrinu í dag. Þetta er bara tilfinning, ekkert sem ég get bent á eða rökstutt. Ágætir gestir mestan part sem höfðu margt að segja en samt... ég veit það ekki. Þetta er bara ég, er það ekki?

Annars langar mig ofboðslega að fá eitt Silfur sem væri helgað kvótamálum eingöngu. Fiskurinn í sjónum er nú ein verðmætasta auðlind Íslendinga - eða var áður en hún var gefin. Afleiðingum þess að einkavæða fiskinn í sjónum og leyfa svo veðsetningu á kvótanum, kvótasvindlið, kvótasöluna og hvað seljendurnir gerðu við peningana, hve mikið af erlendum kvóta íslensk útgerðarfyrirtæki eru að veiða (og eiga?) o.s.frv., o.s.frv.

Steingrímur J. Sigfússon

 

Vettvangur dagsins - Þráinn, Sigríður I., Gunnar K. og Vésteinn G.

 

Gunnlaugur Jónsson til varnar frjálshyggjunni

 

Ragnar Aðalsteinsson um stjórnarskrá og stjórnlagaþing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eigum við ekki að taka okkur saman um að skora á Egil að taka kvótamálið upp í einhverju Silfrinu fyrir kosningar? Ég hef reyndar heyrt nokkrar mismunandi kenningar um það hvert rætur núverandi vanda liggja en langflestir benda á kvótann. Ég held að það sé mikið til í því. Þessi hugmynd um að veðsetja í því sem er ekki fyrir hendi, eða virkja dautt fjármagn eins og HHG orðaði það byrjaði með því að það var gert mögulegt að veðsetja í óveiddum fiski

Tek þess vegna undir með þér Lára Hanna að mig langar líka til að fá eitt Silfur sem væri helgað kvótamálinu og leyfi mér hér með að skora á Egil Helgason að verða við þeirri ósk. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 23:50

2 identicon

Heil og sæl; Lára Hanna, sem þið önnur, hér á síðu hennar !

Jú; ætli mestu þreytumörk okkar séu ekki, að hlýða á innantómt og merkingarlaust þvaðrið, í Kommúnistaleiðtoganum; Steingrími J. Sigfússyni, sem og hagfræðingnum, (hverrar, ég man ei nafnið á) frá Samfylkingunni.

Þráinn - Vésteinn Gauti - Gunnar (L lista) og Ragnar lögmaður, komust ágætlega, frá sínu. Augljóst; sem auðheyrt var - áhugaleysi krata hagfæðingsins, á brýnum björgunar aðgerðunum, heimilunum og atvinnulífinu, til handa.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Mikið er ég sammála þér með kvótamálið . Það væri svo sannarlega þörf umræða. Annars held ég að við séum öll orðin svolítið þreytt sem höfum staðið vaktina lengi. Vandamálin eru eitthvað svo stór og spillingin svo gríðarleg að það er erfitt að meðtaka þetta allt saman en við megum ekki gefast upp. Baráttukveðjur.

Helga Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 00:16

4 identicon

Nákvæmlega Lára Hanna, það er æpandi þögn um kvótann og veðsetningu hans, það er eins og þetta skipti engu máli enginn spyr spurninga og allra síst fjölmiðlar sem mér finnst nær allir fá falleinkunn ( finnst Silfrið undantekning ) enn nú mega fleiri fjölmiðlar fara að taka sig saman í andlitinu. Hef á tilfinningunni að það sé enginn eða a.m.k. fáir sem fjölmiðlamenn eru nógu vel að sér í þessum málum. ( vona að ég hafi rangt fyrir mér ) 

Fyrir nk. kosningar verður að spyrja konkret spurninga um kvótann og þjóðarauðlindir yfirhöfuð og krefjast svara,

ekkert froðusnakk ! Takk.

Heiður (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sæl Lára Hanna

Kvótamálið mun svo sannarlega verða á oddinum í komandi kosningabaráttu. Ég skal lofa þér að það mun ekki fara fram hjá neinum á næstu vikum (í það minnsta í NV-kjördæmi) að á þessu máli verður tekið sama hvort kvótakóngunum líkar það eða ekki. (þeim líkar það reyndar ákaflega illa eins og mér er orðið meira en ljóst) Ég skora á þig að fylgjast með málflutningi mínum á komandi vikum varðandi þetta mál.

Bestu kveðjur

Þórður Már Jónsson, 23.3.2009 kl. 01:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já loksins núna sjá menn það sem Frjálslyndi flokkurinn hefur talað fyrir í tíu ár.  Hann hefur reyndar verið þagaður í hel og allt gert til að sú rödd næði ekki eyrum fólks.  Til þess hefur verið eitt ómældu fé og einnig hótunum.  Til dæmis hefur fólki verið hótað uppsögn og atvinnumissi ef það hefur ætlað að fara á lista hjá flokknum.  Margir sem styðja okkur þora ekki að gefa upp afstöðu sína af ótta við hefnd L.Í.Ú.  Og nú ætla þeir að tryggja stöðu sína enn frekar með því að setja vin sinn og frænda í formann sjálfstæðisflokksins.  Kristján Þór er hagsmunagæslumaður fyrir kvótagreifana númer eitt tvö og þrjú.  Þar áður höfðu þeir Halldór Blöndal og Tómas Olrich á sínum snærum.  

Þöggunin hefur verið algjör, því þeir ætla sér að ná þessu öllu í sínar gráðugu krumlur skítt með almanna hag og rétt fólksins í landinu til að lifa.  Þeir ætla síðan örugglega að fá því framgengt að geta selt útlendingum fiskimiðin, þá geta þeir farið og notið sín í paradísum hér og þar.  Hvað kemur þeim fólki  við í sjávarþorpum vítt og breytt um landið.

Og það sorglegasta við þetta allt er að ennþá er fólkið að kjósa þá þó ljóst  sé að þeim gengur ekkert gott til. 

Hvað ætli margir hafi heyrt þessar setningnar; Ef þið kjósið ekki rétt, getið þið horft á eftir skipunum sigla út og koma ekki hingað aftur. ( Þetta heyrist gegnum tíðina á mörgum stöðum þar sem sjálfstæðismenn eiga og reka fiskvinnsluhúsin.)

Eins gott að þið setjið exið á réttan stað.  Annars verður lokað hér eftir miðjan maí.  (Það var reyndar gert í því tilfelli, og var löngu ákveðið.  En það var logið að fólkinu.) 

Eða ég vil ekki fá neina pólitíkusa til að tala yfir mínu fólki.  (Af því að þeir eru ekki af réttri pólitískri stöðu.)

Já þetta er nú lýðræðið sem sumir einstaklingar hafa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 09:05

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta var daufasta Silfrið eftir krreppu. Stjórnmálamennirnir eru svo leiðinlegir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.3.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband