Gróðafíknin og hið helga fé

Við þekkjum öll þá réttlætingu að ofurlaunin hafi tíðkast vegna þess að ofurlaunaþegarnir báru svo gríðarlega mikla ábyrgð. Jájá. Við vitum að þetta er kjaftæði. Engir ofurlaunaþegar hafa axlað neina ábyrgð - ennþá. Réttlætið felst meðal annars í að þeir verði látnir axla ábyrgð og það frekar fyrr en síðar.

Lesendur síðunnar vita að ég grúska gjarnan og finn stundum ýmislegt forvitnilegt - að mínu mati. Í þetta sinn fann ég alveg óvart tvær greinar í sama Mogga - frá 11. janúar 2004. Fyrri greinin heitir Um gróðafíkn og er skrifuð af Guðmundi Helga Þórðarsyni, fyrrverandi heilsugæslulækni. Um hann veit ég ekkert. Í greininni fjallar hann um gróðafíkn og veruleikafirringu ofurlaunamannanna sem missa allt jarðsamband í ásókn sinni eftir meiri peningum. Ég tek ofan minn ímyndaða hatt fyrir Guðmundi Helga fyrir greinina. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Um gróðafíkn - Guðmundur Helgi Þórðarson - Moggi 11.1.04

Seinni greinin er eftir fjárhirðinn Pétur Blöndal og heitir Hið helga fé sparisjóðanna. Mér skilst á mér fróðari mönnum að Pétur hafi leikið stórt hlutverk í þeirri þróun sem leiddi að lokum til falls Byrs, SPRON og fleiri sparisjóða. Greinin gæti verið innlegg í þá umræðu. Ég tek ekki ofan fyrir Pétri Blöndal fyrir greinina þótt ég játi að stöku sinnum finnist mér Pétur tala skynsamlega. En ekki mjög oft. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Hið helga fé sparisjóðanna - Pétur Blöndal - Moggi 11.1.04


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Fróðleg lesning eftir hann Guðmund Helga Þórarinsson.

Svo vissi ég ekki  að "aðrir" gætu birt á Fb greinar eða blogg annarra. Prófaði (verð alltaf að prófa!) og það fór eins og örskot á Fb. - þ.e. bloggið ÞITT!

Eygló, 16.8.2009 kl. 03:49

2 identicon

Pétur sat á þremur hliðum borðsins: (1) stofnfjáreigandi spron, (2) stóð að yfirtökutilboðum í spron fyrir kaupþing búnaðarbanka, (3) alþingismaður sem fjallaði um málefni spron og breyttu að lokum lögum um sparisjóði. Þetta minnir mann á stjórnkerfið í Moldóvu.

björn h (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 06:38

3 identicon

Hettuapatilraun Frans de Waal finnst mér varpa skýrara ljósi á tilfinningar tengdar skiptingu auðs. Sigrún Davíðsdóttir minnist á þessa tilraun í pistli sínum "Skuldir og skuldadagar".

Ólafur St. Arnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:16

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér er pistill Sigrúnar Davíðsdóttur, Skuldir og skuldadagar, sem Ólafur St. Arnarsson bendir á í athugasemd nr. 3.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.8.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Guðmundur Helgi Þórðarson var heilsugæslulæknir í Hafnarfirði til margra ára en áður læknir í Stykkishólmi. Hann var mætur læknir og mannvinur og heiðurfélagi í Félagi íslenskra heimilislækna. Hann er látinn fyrir ekki svo löngu.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.8.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband