"Kvarnir í stað heila"?

Hann kynnir sig sem fyrrverandi sjálfstæðismann og spyr hvort þurfi að skipta út hæstvirtum kjósendum næst. Ég tek undir hvert einasta orð í þessari frábæru grein.

Kvarnir í stað heila - Sverrir Ólafsson - Morgunblaðið 11. nóvember 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála. Sumir sjá ekki lengra en nef þeirra nær. Það má hins vegar ekki vera okkar vandamál, heldur þeirra.

Sigurður Hrellir, 19.11.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þetta er þörf ábending hjá Sverri.

Fólkið í landinu hefur kosið valdhafa sem hafa:

Valið stóriðju í stað smáiðnaðar.

Fleiri álver í stað nýsköpunar.

Valið að erlend álfyrirtæki hirði gróðann af íslenskum orkuauðlindum.

Tryggt kvótakerfið í sessi.

Lækkað skatta á eignarhaldsfélög á kostnað launamanna.

Mín niðurstaða er sú sama. Það þarf að skipta um kjósendur.

Sigurður Haukur Gíslason, 19.11.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki málið í raun að hér er einn flokkur.  Stenan er ávallt af sama meiði.  Svona svipað og þegar Bónusfeðgar reka há og lágvöruverslanir samhliða til að geta sagt vera ódýrari en þeir sjálfir.  Markmiðið er alltaf að þjóna undir annarleg markmið einhverrar auðvaldselítu, sem öll tögl og hagldir hefur. Þú kemst hreinlega ekkert inn í stjórnmálin, nema með að míga utan í hana.   Svo er séð til þess að nýir sprotar spretti ekki með að halda þeim utan sjálfsþjónandi styrkjakerfi.

Það er engin leið að sjá þetta öðruvísi, þar sem málefnalegt ginnungagap virðist vera milli þings og þjóðar, hverjir svo sem sitja við völd. Er það kjósendum að kenna að þeir fái þetta yfir sig?  Er það kjósendum að kenna að þeir tóku mark á loforðum VG um að standa gegn Icesave og ESB og ákváðu svo bara eitthvað annað?  Er það kjósendum að kenna að Samfó segist ekki ætla að taka mark á þjóðaratkvæðum um ESB ef svarið veruð nei, af því að í því tilfelli og aðeins því, séu þær aðeins leiðbeinandi og trompist af sannfæringu leiðtoganna sjálfra?

Er ekki búið að taka valdið úr höndum kjósenda? Frambjóðendur ljúga um marmið sín og ákveða svo í ofanálag að taka ekki mark á vilja fólksins í örlagaríkum málum.

Hér er ekkert lýðræði.  Hér er algert flokksræði og flokkurinn er í raun einn og hinn sami í misjöfnum umbúðum. Hér er ránræði par exellance.  Ekkert dugir í slíku annað en blóðug bylting. Tabula rasa.  Svo getum við byrjað á ný, eins og menn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2009 kl. 03:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með Jóni Steinari,Þar með árétta,að kjósendur hljóta að taka mið af stefnu og markmiðum frambjóðenda.     Skoðun greinarhöfundar á gáfnafari Þingeyinga í samanburði við Suðnesjamenn,lýsir fádæma hroka.    Fæ ekki séð að menn séu að leggja til hömlulausar virkjanir,en afhverju á þessi orka að vera óbeisluð,?    Fólkið þarfnast atvinnu,er það óskiljanlegt? Eða á að bíða eftir Esb.stjórnin ráðstafi því?

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2009 kl. 05:06

5 identicon

Sammála Sverri og votta honum samúð mína vegna fráfalls bróður hans Flosa. Hef kallað æðið álfyllerí því það hefur sömu einkenni og öll önnur fyllerí. Án nokkurrar fyrirhyggju á að klára allt. Í þessu tilfelli orkuna. Þá er ekki horft í það hvort fórna þurfi Gvendarbrunnum, kaldavatnslindum Reykvíkinga fyrir álguðinn eða eyðileggja lungu höfuðborgarbúa með brennisteinsvetni eða hvort orkan er verðlögð svo lágt að almenningur á Íslandi þarf að niðurgreiða hana næstu hálfa öldin. Timburmennirnir munu svo lýsa sér í því að þegar orku þarf fyrir hagkvæmari verkefni verður hún búin. Gáfnafar Suðurnesjamanna lýsir sér best í því að þeir framselja orkuréttindi HS fyrir smápening nokkrar kynslóðir fram í tímann.

HF (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 09:06

6 identicon

Helga, afhverju á að bíða eftir að eitthver og eitthverjir ráðstafi og búi til vinnu fyrir hina og þessa? Ég er orðinn svo óendanlega þreyttur á þessum frasa, oftast virðist hann líka koma frá Sjálfstæðisfólkinu, sem vil engin afskipti ríkisins að neinu, en þegar kemur að álverum, þá á að setja í 5. gír og "búa" til störf handa aumingjansfólkinu sem hefur setið og beðið eftir að eitthver búi til vinnu handa þeim!!

Ég spyr þig að sama skapi, afvherju þarf að beisla þessa orku og afhverju núna og afhverju fyrir álver? Hvernig gengur á Reyðafriði? Allt í blussandi lukku þar eða? Fullt af tómum húsum sem enginn veit hvað á að gera við.

Átti ekki þessi blessaða stóriðja að "bjarga" öllu? Mér sýnist nú lítið hafa bjargast og ef maður fylgist með, þá sýnist mér sú frábæra virkjun sem Kárahnjúkar er og sú framkvömd ekki hafa hjálpað til við að halda landinu okkar á "floti"

Það er til nóg af fólki, nóg af hugmyndum og nóg af mannlegri orku til að búa til fullt af störfum sem þurfa ekki að kosta svona mikið, eyðileggja náttúruna og til að búa til eins fá störf!

Yfir og út

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:21

7 Smámynd: Ignito

Ég er ekkert endilega sáttur um að greind mín sé dregin í efa í þessari grein, né heldur að það sé tekið undir það af höfundi:

"Ég tek undir hvert einasta orð í þessari frábæru grein."

 Í það minnsta án nokkra vísindalegra sannana

Ignito, 19.11.2009 kl. 11:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjlörlega sammála höfundi og þeim sem hér hafa tjáð sig og eru sammála honum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2009 kl. 11:45

9 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Maður getur ekki meira en að vera sammála hverju einasta orði í þessari grein.

Úrsúla Jünemann, 19.11.2009 kl. 12:05

10 identicon

Fín grein, ég er búin að fá upp í kok af þessum álverum og blindni á flest annað.

Varðandi hrokann sem Helga nefnir þá tók ég þessu sem húmor, ekki móðgaðist ég þótt ég sé fæddur og uppalinn Þingeyingur og ættuð frá Suðurnesjum en ég hef reyndar oftast getað hlegið af sjálfri mér.

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:11

11 Smámynd: Ignito

Tók reyndar sem kímni líka reyndar

Ignito, 19.11.2009 kl. 13:21

12 identicon

Frábær grein og greindur maður.

kv,BMG

Birgir Már (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 14:26

13 identicon

Þessi grein gefur mér von.

Von um að til séu fleiri menn / konur eins og Sverrir, sem eiga eftir að titla sig "fyrrverandi sjálfstæðismaður/kona".

Hef ekki verið eins glöð í marga dag !

Lilja (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:23

14 identicon

Frábær grein, Sammála hverju orði !

SP (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:59

15 identicon

Ef fólk fer út í búð að versla í matinn.. á boðstólum er eingöngu úldið kjötfars frá 4 mismunandi framleiðendum... valkostir eru engir.. menn fá alltaf úldið kjötfars.
Eini vitræni kosturinn er að loka á framleiðendur þessa kjötfars og stofna ný fyrirtæki sem hafa eitthvað stolt og vilja til að gera eitthvað gott.. ekki bara úldið kjötfars.

Fjórflokkar eru meinsemdin.. reyndar eru margir sem kjósa þá einnig illa haldnir af fávisku.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 08:48

16 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

FJÓRFLOKKURINN ER OKKAR BÖL, HVERNIG VÆRI ÍSLAND ÁN STJÓRNMÁLA.

Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 í dag föstudag ...

Nýtt  Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 í dag föstudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.


 Sveinbjörn Ragnar ÁrnasonVið mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur.  Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.

Bankarnir taka yfir  húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.

Verðtrygging  afnumin strax.  Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur  að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu,  að þeim verði bjargað strax.

Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.  

FJÓRFLOKKINN BURT, KLANIÐ BURT, ÍSLAND ÁN STJÓRNMÁLA.

Mynni ykkur á.

Íslendingar, í dag föstudag.20.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið. Mætum öll. 

Lúðvík Lúðvíksson, 20.11.2009 kl. 09:03

17 identicon

Skondið að sjá fólk sem vissulega var inni í sukki og svínaríi .. vera á þjóðfundi að tala um heiðarleika, endurmeta og svoleiðis :)
http://www.dv.is/frettir/2009/11/20/peningum-kastad-i-tilgangslausa-hluti/

Persónulega fannst mér þessi þjóðfundur hálf ruglað fyrirbrigði.. smeðjulegur með væmnisbull eitthvað.. margir komur verri út af fundinum en þeir fóru inn á hann.. td Þórhallur hjá Geimgaldrastofnun ríkisins básúnaði það að útrásarjesúlinga starf þessarar stofnunar væri það sem kallað væri mest á eftir.. fyrir utan það þá var þetta bara kjaftæði sem við öll vissum fyrir löngu; Og liðið ábakvið þetta alveg hugsanlega útrásarvíkingar og forpokaðir stjórnmálamenn í væmnisgæru að breiða yfir það sem skiptir raunverulega máli :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 09:35

18 identicon

Hvernig stjórnarfyrirkomulag er hægt að hafa ?  Ég batt vonir við að í kjölfar Þjóðfundar kæmu nýr flokkur, en, æ, það varð einn nýr til seinast, og hvernig fór það?  Erum við Íslendingar ekki erfiðir, allir með tölu?  Getum við hlustað á aðra en okkur sjálf ?  Hefur nútímaþjóðfélag gert okkur svona ?  Hvað er til ráða.........ég get ekki notað atkvæðið mitt til þeirra, sem nú sitja á Alþingi............ Og alla vega geri ég það ekki fyrr en komin er ný stjórnarskrá 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband