"Óhemjukórinn syngur"

Enn halda vísir menn áfram að reyna að koma vitinu fyrir virkjana- og álverssinna, í þetta sinn er það Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur, sem skrifar. Treglega gengur að fá suma til að skilja hve mikið feigðarflan fyrirhuguð álver, virkjanir og raflínuskógar eru. Hver sönnunin á fætur annarri er dregin fram sem sýnir að næg orka er ekki til, brennisteinsvetniseitri spúð yfir þéttbýlasta svæði landsins, raflínum á að troða á vatnsverndarsvæði Reykvíkinga með ófyrirsjáanlegum afleiðingum - og svona mætti halda áfram.

Óhemjukórinn syngur - Guðmundur Páll Ólafsson - Fréttablaðið 12. nóvember 2009

Hér er frétt frá því á þriðjudaginn sem ekki var gert mikið úr en er grafalvarleg. Ég minni á að allt er þetta af völdum aðeins einnar virkjunar, Hellisheiðarvirkjunar, sem þó á eftir að stækka. Svo er áætlað að bæta við virkjunum í Krýsuvík, Hverahlíð (á Hellisheiði) á Ölkelduhálsi (Bitruvirkjun) og tvær virkjanir í Þrengslunum eru á teikniborðinu. Þótt ein virkjun sé farin að spúa eitri ofan í lungu íbúa suðvesturhornsins á að bæta mörgum við - og til hvers? Til að knýja eitt álver sem fær raforku á gjafverði og flytur gróðann úr landi. Er nema von að þjóðir heims vilji ekki lána þjóð fjármuni sem fer svona með auðlindirnar sínar!

Brennisteinsvetni mælist yfir mörkum - Fréttablaðið 17. nóvember 2009

Hér eru samanklipptar tvær fréttir frá í hádeginu á þriðjudag - önnur af Bylgjunni og hin Ríkisútvarpinu. Hlustið.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi álverssíbylja er auðvitað komin út í algera sturlun. Brennisteinsmengunin ein og sér ætti að nægja Reykvíkingum til að mótmæla þessum hryðjuverkum og árásum á heilsufarið. En Orkuveita Reykjavíkur er að minni hyggju svo gegnsýrð af spillingu og mútuþægni að erfitt mun reynast að stöðva þennan fjanda. Hefjist framkvæmdir við Helguvík að nýju og fyrsti áfangi gangsettur eins og áformað er þá mun orkuöflun ekki verða stöðvuð.

Árni Gunnarsson, 19.11.2009 kl. 17:25

2 identicon

Hvernig má það vera að ekki er hægt að nefna hrunið án þess að spyrða stóriðjuna við?

Raforkuverð í Reykjavík er það lægsta á norðurlöndunum. Þökk sé stóriðjunni.

Allar virkjanaframkvæmdir hafa verið fjármagnaðar með 100% lánum. Virkjanirnar eru greiddar niður með sölu rafmagns. Að mestu leiti frá stóriðjunni.

Störfin í álverunum kosta íslendinga ekki krónu, en hvert þeirra skilar af sér tugum milljóna í hreinar gjaldeyristekjur. Það er bara þannig.

Rafmagnsöryggið sem við búum við er stóriðjunni að þakka.

Reikningskúnstirnar til að fá út að stóriðjan skipti litlu sem engu máli eru í anda Sólons Íslandus sem lék sér að því að reikna tvíbura í konu og úr henni aftur. Annan hvítan og hinn svartan.

Hversvegna þessa óvild gagnvart stóriðjunni? Getur verið að Draumalandið hafi svipt fólk allri skynsemi?

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:51

3 identicon

Á sama tíma og Áliðnaðurinn er að reyna að minnka heimsframleiðslu á áli vegna þess að verðið þykir of lágt, með því að leggja niður álver sums staðar, eru álfyrirtæki að bæta við álverum á Íslandi. Ástæðan er að þau eru lokkuð hingað með undirboðum á raforku. Það hefur hins vegar aldrei verið minnst á það í allri þessari umræðu að það sé eitthvað ódýrara að framleiða rafmagn hér en í öðrum löndum. Mér finnst stórundarlegt að það atriði hafi ekki verið í umræðunni. Ég get ekki séð neitt sem bendi til að framleiðslukostnaður á rafmagni hér á landi sé neitt lægri en annars staðar. En við erum að selja raforkuna á heimsins lægsta verði. Bendir það til mikils viðskiptavits?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Tryggvi ég verð að benda þér á að landsbyggðin borgar raforkuna bæði fyrir þig og álverin.

Þórbergur Torfason, 20.11.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

Má ég líka benda á grein eftir Ólaf G. Flóvens, forstjóra Íslenskra Orkurannsókna í Fréttablaðinu í dag.

Jón Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 09:11

6 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Álver eru skammtímaframkvæmd og virkjanir langtímaframkvæmd. Með öðrum orðum þá eru álver ekki áhyggjuefni (eða eiga ekki að vera) fyrir neinn. Þetta sést glöggt í öðrum löndum þar sem álver hafa verið lögð niður eftir að hafa greitt fyrir stofnkostnað virkjana. Verðum við ekki svo bara að treysta bærum aðilum til að meta þenna brennistein? - Sjálfum finnst mér mannvirki fara vel í landslagi ef vel er að staðið. Nesjavallvirkjun vera til prýði, en Hellisheiðarvirkjun lýti.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 20.11.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Talandi um óðagot... mér finnst þessi grein áhugaverð :

Orkuöflun fyrir álver gæti tekið tugi ára

GRÆNA LOPPAN, 20.11.2009 kl. 14:39

8 Smámynd: Fríða Eyland

Guðmundur P.Ólafsson á þakkir fyrir frábæra grein.

Fríða Eyland, 21.11.2009 kl. 09:00

9 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Lára Hanna.

Í kvöldfréttum,sagði Jóhanna að engin skal stöðva,framkvæmdir þær,sem nú liggja fyrir.

Hún hefði alveg getað sagt,Svanfríður þú hættir öllu kjaftæði um umhverfismál.Það er ég sem ræð.Ef þú og aðrir ráðherrar í þínum flokki,ætla setja sólinn fyrir dyrnar,sem ég ætla um,þá slít ég stjórnarsamstarfinu.Hana nú og hafðu það.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.11.2009 kl. 20:17

10 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Jóhanna syngur hæst í óhemjukór. Stóriðjutaktar Samfylkningarinnar voru lengi opinbert leyndarmál en þingmenn flokksins greiddu allir - nema tvær þingkonur (Þórunn og Rannveig) - atkvæði MEÐ Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Fyrir utan stækan undirlægjuhátt við erlend álver á íslenskri grundu og orkufyrirtæki sem hugsa einvörðungu um stóriðju fyrir erlenda auðhringi - er það grafalvarlegt að sjálfur forsætisráðherra skuli tala um eðlilega stjórnsýslu sem "hindranir" og "tafir" !! Orð Jóhönnu er áfall fyrir eðlilega stjórnsýslu og náttúru Íslands. Elsta áróðursbragð stóriðjunnar störf og meiri störf fyrir kallanna ykkur bara ef þið leyfið okkur að gjörnýta orkulindir ykkar og rústa náttúrunni hjá ykkur.

Auðvitað er röð fyrstu fréttanna á Stöð 2 í kvöldfréttum í gær ekki saklaus.

GRÆNA LOPPAN, 22.11.2009 kl. 07:58

11 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Mætti halda að áróðursmeistarar álauðhringanna, SASÍ og orkugeirans hafi skrifað ræðu forsætisráðherra... Fréttin á Stöð 2 í gær.

GRÆNA LOPPAN, 22.11.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband