Útrásarsöngur Davíðs Oddssonar

Fyrst sagði Davíð: "Við verðum að hrópa húrra fyrir þessum mönnum!"
Nú segir Davíð: "Ég söng aldrei þennan útrásarsöng. Ég hef aldrei verið að bera lof á þessa útrás
. Mér fannst hún alltaf vera mikið furðuverk."


Þjóð í gíslingu

Það er með ólíkindum hvað forystumenn og -konur þjóðarinnar eru forhert og þagmælsk þessa dagana. Þau tala í gátum, segja sem minnst, svara helst engu. Í besta falli fáum við náðarsamlegast að vita að þessi eða hin sagan sé ósönn. Við lesum um hvað er að gerast á Íslandi í erlendum blöðum, heyrum það á erlendum sjónvarpsstöðvum eða í þýddum greinum eftir útlendinga. Ótal spurninga er spurt en engin fáum við svörin. Okkur hefur verið haldið í óbærilegri spennu síðan Glitnir féll þann 29. september. Á meðan engu er svarað og ekkert gerist er þjóðin í sálrænni og fjárhagslegri gíslingu. Hver er leikstjóri þessarar sýningar?

Vonandi sáu allir Kompás í gærkvöldi. Þetta var mjög athyglisverður þáttur sem fjallaði um útrásina, fólkið, bankareikningana í Karíbahafinu og fleira.

Minnst var á ársgamlan Kompás - nánar til tekið frá 20. nóvember 2007. Þar var fjallað um Seðlabankann, vexti, verðbólgu og fleira. Hann er skylduáhorf til upprifjunar.

Svo var viðtal við Þorvald Gylfason í Íslandi í dag í gærkvöldi. Hann hafði þetta að segja:

Ég klippti tvo magnaða kafla út úr viðtalinu við Jón Baldvin í Silfrinu á sunnudaginn. Það var erfitt að velja, hann var frábær, en þetta varð fyrir valinu núna:

RÚV var með viðtal við Robert Z. Aliber, prófessor við háskóla í Chicago, í tíufréttum í gærkvöldi. Hann kallar stjórnvöld og stjórn Seðlabankans flón og er ekkert að skafa ofan af hlutunum. Ég set spurningamerki við lokaorð Alibers og vil fara miklu lengra aftur í tímann en 2-3 ár.

Að lokum er hér greinin eftir Aliber úr Mogganum í gær sem var fjallað um í flestum fjölmiðlum og vakti gífurlega athygli. Ekki fá stjórnvöld góða einkunn hjá þessum ágæta manni. Smellið til að stækka.

Aliber -Staða efnahagsmála - Mbl. 20.10.08

 


Hver kann ekki að telja?

Mótmæli á Austurvelli - Ljósm.: Helgi Jóhann HaukssonMótmælafundurinn á Austurvelli á laugardag var mjög fjölmennur miðað við mótmælafundi almennt á Íslandi. Ég var þarna og sá með eigin augum. Í ljósi tregðu Íslendinga við að taka þátt í mótmælum sem ég skrifaði um hér var mætingin undraverð. Í sama pistli talaði ég um þann stimpil sem fólk hefur fengið á sig í gegnum tíðina taki það þátt í fjöldamótmælum. Í ljósi þeirra ummæla hefur verið fróðlegt að lesa skrif og athugasemdir á ýmsum bloggum og bloggsetrum. Ég fékk grun minn rækilega staðfestan auk þess sem ég furða mig á hvernig fólk snýr útúr hlutunum og skortir getu til að skoða þá í samhengi og tengja.

En mesta furðu mína vekja íslenskir fjölmiðlar. Þeir löptu upp tölu lögreglunnar um að 500 manns hefðu verið á fundinum. Það er fjarri lagi og þar sem fulltrúar margra fjölmiðla voru á staðnum hefðu þeir átt að vita betur. Vísir sagði "nokkur hundruð manns"; í pínulítilli frétt í Fréttablaðinu á sunnudag er talað um "fjölda fólks". Í vefútgáfu Moggans á laugardag var haft eftir lögreglunni að "á fimmta hundrað manns" væri á Austurvelli en það er sama hvað ég leita - ég finn ekki orð um mótmælin í Sunnudagsmogganum. Þar er ekki minnst einu orði á þessi fjölmennu mótmæli, en aftur á móti er þar frétt um mótmæli gegn Vísindakirkjunni einhvers staðar í Ameríku.

Það er alkunn staðreynd að þegar um einhvers konar mótmæli er að ræða Mótmæli á Austurvellii - Ljósm.: Jóhann Þröstur Pálmasonsem yfirvöldum eru ekki þóknanleg dregur lögreglan verulega úr þeim fjölda sem tekur þátt í þeim. Að sama skapi er bætt við ef viðkomandi samkunda er yfirvöldum þóknanleg, s.s. 17. júní og Menningarnótt.

Björn Bjarnason er æðsti yfirmaður lögreglunnar, einn af dyggustu bandamönnum Davíðs Oddssonar. Allir vita á hvaða forsendum ríkislögreglustjóri fékk sitt embætti og það mun vera altalað að lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins sé hlynntur Flokknum þótt ég hafi ekki vitað það fyrr en ég fór að leita upplýsinga. Mér var líka sagt frá flokkshollustu ýmissa annarra hátt settra í lögreglunni sem ég nefni ekki hér.

Hvernig dettur fjölmiðlafólki í hug að tölur lögreglunnar séu réttar? Af hverju nota fréttamenn ekki eigin heilbrigða skynsemi til að áætla tölurnar sjálfir. Það mátti öllum vera ljóst sem voru á staðnum eða sáu myndir af mannfjöldanum að þetta voru margfalt fleiri en tölur lögreglunnar gáfu til kynna. Er verið að stýra umræðunni? Hæðast að almenningi - þeim sem mættu - og ljúga að þeim sem ekki mættu? Ef svo er þykir mér það ótrúlega bíræfið í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu.

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingurÍ janúar skrifaði ég pistil um mótmælin í ráðhúsinu og vitnaði þar í ummæli Einars Mar Þórðarsonar, stjórnmálafræðings, í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Þáttarstjórnandi spurði Einar: "Var þetta vanvirða við lýðræðið?" og Einar Mar svaraði á þessa leið: "Nei, veistu ég held ekki. Ég er nú svolítið hrifinn af svona mótmælum og þegar almenningur lætur til sín taka. Við köllum þetta "óhefðbundna stjórnmálaþátttöku"... (innsk.: borgaralega óhlýðni) ...eða "borgaralega óhlýðni" í stjórnmálafræðinni. Íslendingar eru alveg rosalega latir að láta til sín taka og alveg ómögulegir í þessari borgaralegu óhlýðni. Þannig að ég eiginlega bara dáist að fólki þegar það mætir svona og lætur í sér heyra. Mér finnst það bara hið besta mál." Ég er innilega sammála.

Ég bendi á myndir hjá Helga Jóhanni og Jóhanni Þresti sem báðir voru á staðnum og ljósmynduðu. Fyrr í kvöld heimsótti ég bloggið hennar Kristjönu, bloggvinkonu minnar, og sá að hún hafði sett inn slóð að Reuters-frétt sem hafði farið fram hjá mér. Þar kom fram að á Austurvelli voru um 2.000 manns. Það er miklu nær þeirri tölu sem við Kristjana, og fleiri sem voru þarna, hefðum giskað á.

Ég klippti saman fréttir RÚV, Stöðvar 2 og Reuters til samanburðar. Meti svo hver sem vill hvor talan er réttari - 500 eða 2.000.

 

Ég set líka hér inn myndband sem ég klippti saman eftir RÚV fréttirnar í kvöld. Mér blöskraði svo að sjá viðbrögð Árna Mathiesen við spurningum fjölmiðla að ég gat ekki orða bundist. Þótt Árni sé dýralæknir að mennt á að heita að hann gegni starfi fjármálaráðherra þjóðarinnar. Hann fær í það minnsta borgað fyrir það. Um þessar mundir er þjóðin skelfingu lostin og ævareið. Hún er á barmi gjaldþrots eftir gríðarlegar hremmingar í efnahagsmálum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hvernig vogar maðurinn sér að koma svona fram, snúa baki við okkur, sérstaklega undir þessum kringumstæðum? Er hægt að lítilsvirða þjóðina öllu meira?



Viðbót: Einhver ágætur maður eða kona benti á þetta myndband á YouTube í athugasemd við pistilinn.


Svona hljóðar ein athugasemdin við myndbandið:
 
"That protest looks very civilised and gentle. If the political placards weren't there, I would have confused it with a folk music event! Considering what's happened to Iceland's financial system and what will inevitably happen to its economy, I'm surprised the citizens aren't much more angry with the governors of their central bank."

Silfur Egils í dag

Góður þáttur. Enn gerir Egill lítið út mótmælunum í gær, blessaður. Og ég skil ekki af hverju Dr. Gunni lagði nafn sitt við mótmælin miðað við hvernig hann talaði um þau. Kristján Þór og Kristrún áttu bágt. Þau geta ekki varið flokkana sína á trúverðugan hátt - enda kannski ekki hægt. Úlfar var frábær! Ég tek undir allt sem hann sagði.

Vettvangur dagsins

 Einar Már Guðmundsson - alltaf góður

Jón Baldvin Hannibalsson - fer á kostum

 

Einar Már - Morgunblaðið 16. október 2008 - smellið til að stækka

Einar Már Guðmundsson - Mbl. 16. okt. 2008


Eru ekki örugglega allir búnir að sjá þetta?

 
Til öryggis og upprifjunar verður þetta myndband geymt hér
 

Íslenska þjóðin er skrýtin skepna

Þannig hóf Bergþóra pistil sinn sem ég hef oft vitnað í. Svo satt, svo sárt að játa. Sárt að líta í eigin barm og viðurkenna hvað við erum þýlynd og undirgefin. Látum allt yfir okkur ganga möglunarlítið. Við nöldrum, muldrum í barminn og snúum okkur því næst að einhverju skemmtilegra, vitandi mætavel að það verður níðst á okkur aftur og aftur og aftur - af því við segjum aldrei neitt, gerum aldrei neitt, beitum aldrei þrýstingi, mótmælum aldrei, refsum ekki einu sinni fyrir illa meðferð á okkur þegar við fáum tækifæri til.

Mótmæli í útlöndumSvo horfum við á fréttir í sjónvarpinu og göpum yfir myndum sem sýna fjöldamótmæli í útlöndum þar sem þau þykja sjálfsögð. Myndum sem sýna tugþúsundir borgara þramma um götur og torg með spjöld hrópandi skoðanir sínar og vilja til að beita yfirvöld lýðræðislegum þrýstingi. Við erum ýmist full aðdáunar eða fyrirlitningar en rumskum og rísum upp við dogg þegar í ljós kemur að mótmælin í útlöndum báru árangur. Spyrjum: Af hverju gerum við aldrei neitt svona? Já, af hverju? Af hverju eru Íslendingar svona frábitnir mótmælum en fagna samt þegar einhver gerir eitthvað eins og flutningabílstjórar fyrr á árinu? Ísland á að heita frjálst þjóðfélag þar sem við megum segja skoðun okkar og mótmæla ef á okkur er brotið - en við gerum það ekki. Við kunnum ekki að meta frelsið til að mótmæla en vorkennum þeim þjóðum sem hafa það ekki.

Það hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir mig að hafa útlending á heimiÁrni - Davíð -Geirlinu í nokkur ár. Útlending frá þroskuðu lýðræðisríki þar sem fólk mótmælir hástöfum sé það órétti beitt; þar sem stjórnmálamenn og aðrir eru umsvifalaust látnir segja af sér embættum verði þeir uppvísir að vísvitandi lygum, bruðli með almannafé eða öðrum mistökum í starfi; þar sem kjósendur hika ekki við að refsa yfirvöldum í kosningum sem verður til þess að þingmenn og ráðherrar reyna að gæta sín, vinna vel og hlusta á þjóð sína vilji þeir vera áfram á þingi eða við stjórn.

Útlendingurinn minn fylgist vel með málum hér og hefur skoðanir. Hann skilur ekki sinnuleysi almennings. Hann trúði varla úrslitum kosninganna í fyrra þegar sá flokkur sem hefur níðst einna mest á almenningi og barist harðast fyrir misrétti fékk flest atkvæðin og heldur enn í stjórnartaumana. Hann skilur ekki af hverju það verður ekki allt vitlaust þegar stjórnvöld, hvort sem er ríki eða borg, verða hvað eftir annað uppvís að grófri spillingu og vítaverðu bruðli með almannafé. Alltaf er eitthvað að koma upp og alltaf er hann jafn undrandi á aðgerðarleysi landsmanna.

Nú er hann furðu lostinn yfir því, að haldið skuli hlífiskildi yfir þeim sem verst hafa farið með þjóðina. Yfir þeim sem vissu en gerðu ekkert. Þeim sem blekktu þjóðina. Þeim sem finnst ekkert athugavert við að menn, sem brutu gróflega af sér - jafnvel um langt árabil - skuli sitja óáreittir í sínum feitu embættum. Þeim sem vissu og flýttu sér að selja hlutabréfin sín til að þeir sjálfir myndu ekki tapa krónu en hirtu ekki um alla hina. Þeim sem hlustuðu ekki á viðvaranir og létu stinga skýrslum undir stól. Þeim sem láta hagsmuni stjórnmálaflokka ganga fyrir hagsmunum heillar þjóðar. Þeim sem voru tilbúnir til að fórna þjóð sinni fyrir einkaþotur og lúxussnekkjur. Þeim sem velja frekar skammtímahagsmuni en langtímasjónarmið. Þeim sem vilja fórna einstakri Hannes - Jón Ásgeir -Bjarnináttúru Íslands, sem er eina auðlindin sem þjóðin á eftir fyrir utan mannauðinn, á altari erlendra álrisa og olíufursta.

Útlendingurinn minn hefur þráspurt mig HVERS VEGNA? Þessir menn eru í vinnu hjá þjóðinni en láta hagsmuni vinnuveitandans lönd og leið og skara bara eld að eigin köku. Hvers vegna fyllast ekki götur og torg af fólki sem finnst á sér brotið? Fólki sem finnst starfsmenn þjóðarinnar, stjórnvöld og embættismenn, hafa svikið sig - sinnt starfinu með afbrigðum illa, vanrækt skyldur sínar og verðskulda brottrekstur. Hvers vegna það sé liðið að á meðan gjaldeyrir fæst ekki til að flytja inn mat fyrir börnin okkar geti útrásarbarónar, bankastjórar og aðrir auðmenn arðrænt þjóðina, siglt um á glæsisnekkjum og sötrað kokkteila fyrir þennan sama gjaldeyri sem þeir stálu frá þjóðinni? Ná engin lög yfir slíka glæpi? Mér vefst tunga um tönn. Hvernig er hægt að útskýra tregðu Íslendinga til að taka þátt í mótmælum? Tregðu þeirra til að krefjast þess á afgerandi hátt að hinir brotlegu beri ábyrgð á gjörðum sínum.

Ég er ekki sagnfræðingur og get ekki útskýrt tregðuna í sögulegu samhengi en ég get þó ályktað upp að vissu marki. Á Íslandi hefur umræðunni alltaf verið vandlega stýrt af hagsmunaöflum og réttlætisraddir kaffærðar í mykjuhaugum flokkspólitískra hagsmuna. Ef nokkrar hræður komu saman til að mótmæla valdníðslu voru þær umsvifalaust stimplaðar með því hræðilega orði - kommúnistar! - eða einhverju þaðan af verra. Múgur, skríll, hyski, pakk og meira að segja lýður, sem upprunalega þýddi í einfaldleika sínum aðeins þjóð eða fólk. Mótmælin á fundi borgarstjórnar í janúar voru kölluð skrílslæti af þeim sem þola ekki lýðræði og tjáningarfrelsi. Tungumálinu var lævíslega beitt til að sverta þá sem vildu umbætur eða mótmæla ranglæti. Hvaða sómakær borgari vildi láta hafa um sig slík orð eða vera hluti af einhverjum ruslaralýð sem var hæddur og fyrirlitinn? Þá var nú betra að hafa hægt um sig, þegja og vona það besta. Halda áfram að strita í sveita síns andlitis og þagga niður í mjóróma röddum hið innra sem kröfðust réttlætis öllum til handa, ekki bara sumum.

Áður óþekktar hamfarir ganga nú yfir heiminn en líklega einkum íslensku Helgi Hóseasson - mótmælandi Íslandsþjóðina. Hamfarir sem ekki sér fyrir endann á. Mikið er búið að óskapast og kalla á aðgerðir. Búið er að benda á mann og annan en stjórnvöld eru söm við sig. Við megum ekki "stunda nornaveiðar", eigum ekki að "leita sökudólga" - segja sjálfir sökudólgarnir og beita tungumálinu lymskulega. Auðvitað vill enginn bera ábyrgð frekar en venjulega og þar af leiðandi axlar enginn ábyrgð. Það myndi kannski þjóna hagsmunum almennings ef viti bornir sérfræðingar tækju við, en það þjónar örugglega ekki hagsmunum Flokksins. Hann ætlar að sitja áfram við völd en býðst til að axla ábyrgð í kosningunum eftir þrjú ár. Að mati ráðamanna hefur almenningur aðeins rétt til að segja skoðun sína á fjögurra ára fresti en á að steinhalda kjafti þess á milli og gefa þeim frítt spil. Við lútum höfði í þýlyndu þakklæti.

Á morgun, laugardag klukkan 15, er boðað til mótmæla á Austurvelli. Fólk er hvatt til að vera þátttakendur, ekki þolendur. Þetta eru ekki flokkspólitísk mótmæli, ekki skotgrafahernaður, ekki kommúnistar, múgur, skríll eða hyski heldur ofurvenjulegt fólk, almenningur á Íslandi að láta skoðun sína í ljós með því að mæta. Að krefjast þess að gert verði hreint í skúmaskotum rotinna innviða stjórnsýslunnar. Að krefjast þess að hagur þjóðarinnar verði tekinn fram yfir flokkshagsmuni og hagsmuni örfárra, útvalinna einstaklinga sem hafa plantað sér í dúnmjúk, vellaunuð hásæti og neita að standa upp. Að krefjast réttlætis í stað ranglætis.

Það er með ólíkindum að ferðast um netið og lesa ummæli um þennan mótmælafund. Þar eru ótrúlega margir á villigötum. Agli Helga finnst mótmælin helst til þröngt skilgreind því afsögn Davíðs Oddssonar er þar í forgrunni. Egill á að vita betur. Hann á að hafa meiri tilfinningu fyrir bæði stjórnkerfinu og þjóðarsálinni. Hann á að vita að Davíð er bara byMótmæli á Austurvellirjunin, samnefnarinn, sá sem fyrstur þarf að víkja til að hægt sé að byrja að ná tökum á ástandinu. Það er vita gagnslaust að skipta um bankastjóra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, forstjóra Fjármálaeftirlits eða hvern sem er í stjórnkerfinu ef Davíð Oddsson situr áfram sem Seðlabankastjóri, deilir og drottnar úr hásæti sínu og kippir í hvern flokkspólitíska spottann á fætur öðrum. Hér er ekki verið að hengja bakara fyrir smið, síður en svo. Egill veit þetta vel og þess vegna skil ég ekki þessa bloggfærslu hans. Ég skil heldur ekki hvaða hugsun býr að baki sumra athugasemda við færsluna en þegar ég las þær varð ég afskaplega döpur. Heldur fólk virkilega að aðstandendur mótmælanna séu svo þröngsýnir að telja Davíð einn sekan þótt þeir geri sér grein fyrir hvar þarf að byrja hreingerninguna? Af hverju þráast fólk við að skilja? Eða er það kannski ég sem misskil þetta allt saman?

Þegar leitað er að mótmælum á Íslandi er fátt um fína drætti. Í Wikipediu er minnst á ein mótmæli - mótmæli vörubílstjóra 2008. Þau eru líka flokkuðMótmæli í Ráðhúsi Reykjavíkur undir óeirðir á Íslandi, sem og óeirðirnar á Austurvelli 1949 þegar Ísland gekk í NATO og svo Gúttóslagurinn 1932. Hér er það sem sagt er um Gúttóslaginn: "Gúttóslagurinn var baráttutengdar götuóeirðir í miðbæ Reykjavíkur 9. nóvember 1932. Slagsmál brutust út milli lögreglumanna og verkamanna við Góðtemplarahús Reykjavíkur (Gúttó) en þar voru bæjarstjórnarfundir haldnir. Á fundi bæjarstjórnar þennan dag var tekin til afgreiðslu tillaga um að lækka kaupið í atvinnubótavinnu á vegum bæjarins en þá höfðu áhrif kreppunnar miklu orðið til þess að auka atvinnuleysi á landinu mikið. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við Gúttó og mótmæli byrjuðu inni í húsinu og færðust út á götu. Slagsmálunum lauk með því að lögregla hörfaði og hætt var við tillöguna. Verkalýðurinn vann." Segið svo að samstaða borgi sig ekki þótt engin verði slagsmálin og sérsveit Björns Bjarnasonar fullkomlega óþörf!

Ég vona að fólk fjölmenni á fundinn á Austurvelli á morgun. Allir sem vilja breytt vinnubrögð stjórnvalda, betra siðferði, meira réttlæti, sannleika, hæfa stjórnendur í ábyrgðarstöðum og heiðarleika í stjórnkerfinu. Allir sem vilja að stjórnvöld taki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir eigin- eða flokkshagsmuni. Allir sem hafa fengið nóg af spillingu og hagsmunatengslum. Allir sem vilja tjá hug sinn - til þess eru mótmæli. Mætum og sýnum samstöðu.

Þetta sagði Einar Már Guðmundsson m.a. um samstöðu í Mannamáli 9. desember 2007. Þótt Einar Már sé þarna að tala um samstöðu launamanna og minnist á Gúttóslaginn er samstaða nú sama eðlis og alveg jafn nauðsynleg:



Ekki lesa allir athugasemdir við bloggpistla og ég ætla því að birta hér mjög athyglisverða athugasemd sem komin er við pistilinn. Hún er frá Elfu, íslenskri konu sem búsett er erlendis og horfir á þjóðmálin frá þeim sjónarhóli. Elfa segir:

Heyr heyr !

Ég bý í Danmörku. Danir eru kjaftbit á Íslendingum. Fyrst fyrir að fokka málum svona rosalega upp ... marga grunaði að eitthvað gæti farið illa, en ekki að við myndum gera svona myndarlega uppá bak. Síðan líður og bíður og enginn axlar ábyrgð. Ekkert gerist. EKKERT. Danir góna bara yfir þessu. Hér eru menn vanir því að hirða pokann sinn ef þeir standa sig ekki ... og hika ekki við að láta fólk fara ef upp koma mistök. Anders Fogh forsætisráðherra er búinn að víkja nokkrum ráðherra sinna frá vegna vandamála sem þættu aldeilis smávægileg á Íslandi.

Vegna þess að enginn víkur, enginn er látinn axla ábyrgð, lítur alheimur svo á að allir Íslendingar kvitti uppá að þetta sé í góðu lagi og standi að baki fjárglæfrum og óstjórn ... þess vegna eru ekki bara íslensk yfirvöld rúin trausti ... heldur allir Íslendingar og íslensk fyrirtæki.

Undir venjulegum kringumstæðum myndi þetta vera lítið mál vegna þess að enginn hefur haft minnsta áhuga á Íslandi. En núna er allur heimurinn að horfa á okkur og fylgist grannt með hvernig við tökum á málum.

Og hvað gerum við ... við tökum EKKI á málum.

Af því það er svo ókúl að mótmæla, fólk gæti haldið að maður væri kommi eða lúser. Þessi aumingjaskapur og manndómsskortur er það sem ég á erfiðast með að líða. Það er mér þungbærara en að lífeyrissjóðurinn minn er farinn fjandans til.

Í fyrsta skipti á ævinni skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur.


Eins og talað út úr mínu hjarta

Stundum er tekið fram fyrir hendurnar á manni, ýmist í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Ég var byrjuð að skrifa pistil fyrir nokkrum dögum - í síðustu viku raunar. Byrjuð að klippa saman ummæli úr sjónvarpi pistlinum til stuðnings en ekki komin langt. Svo birtist grein í Morgunblaðinu í dag og ég sá strax að ég þurfti ekki að klára pistilinn minn. Í greininni var næstum allt sem ég vildi sagt hafa til viðbótar við það sem ég sagði hér. Ég hefði líklega ekki orðað þetta svona pent og vel en ég er heldur ekki eðalrithöfundur eins og skríbentinn.

Bestu þakkir fyrir greinina, Jón Kalman. Mæltu manna heilastur!

Jón Kalmann Stefánsson - Mbl. 17.10.08


Deilt og drottnað í Seðlabankanum

Hinn ágæti Árni Gunnarsson, sem stundum lítur inn hjá mér og lætur í sér heyra, var að setja inn svo fína athugasemd við síðustu færslu mína að ég ætla að birta hana hér - að Árna forspurðum! Ég veit að hann fyrirgefur mér.

_________________________________________

Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að stjórnvöld okkar eru svo ölvuð af upphöfnu eigin ágæti sem raun ber vitni?

Þetta fólk er óhæft til að takast á við vandann sem það sjálft stefndi Árni Gunnarssonþjóðinni í með opin augun þrátt fyrir að hafa fengið strangar aðvaranir eins og fram kemur í grein Þorvaldar Gylfasonar. Þetta er að nokkru leyti sama fólkið og sama forystan sem setið hefur við völdin í áratugi á Íslandi og gert hvert axarskaftið öðru verra án þess að fylgi flokksins hafi hreyfst að ráði. Þarna er um að ræða stjórnmálaflokk sem er keyrður gegn um hverjar kosningar eftir aðrar með ótakmörkuðum fjármunum sem allir telja sig vita hvaðan séu komnir. Bókhaldið er lokað eins og Frímúrarareglan enda glögg tengslin á milli. Pólitíkusar úr þessari stjórnmálahreyfingu eru ósnertanlegri en Páfinn enda allar eftirlitsstofnanir sem máli skipta vanaðar með skipuðum fulltrúum þessa flokks. Forseti Alþingis situr rólegur og ósnertanlegur þó lögreglan brjótist inn á skrifstofu olíufyrirtækis sem maki forseta er stjórnarformaður í og einn af aðaleigendum. Þetta er lögreglurannsókn vegna gruns um refsivert fjármálasvindl. Einn ógætinn alþingismaður vekur máls á þessu í sölum Alþingis og forsætisráðherra setur ofan í við hann fyrir ósmekklegar aðdróttanir sem felist í athugasemdinni. Málið er dautt! Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum sem koma upp í hugann og langt frá það versta.

Pólitíkusar sem komast upp með svona háttsemi sem hér er bent á, skilja það fljótt að um þá gilda engin þau lög sem óbreyttir þegnar verða að lúta að viðlagðri ábyrgð að lögum.

Og að þrem árum liðnum verða þessi dæmalausu vinnubrögð stjórnvalda flestum gleymd. Og þá munu kosningasjóðir Flokksins verða orðnir bólgnir að nýju af framlögum kvótagreifanna sem búnir eru að sölsa undir sig dýrmætustu auðlegð þessara þjóðar með tilstuðlan sinna launuðu fulltrúa á Alþingi.

Forsætisráðherra og Seðlabankastjóri eru komnir með lífverði í fyrsta sinn í sögu þessarar þjóðar!

Hvernig væri nú að hætta þessu tuði gott fólk. Við sitjum uppi með nákvæmlega þau stjórnvöld sem við eigum skilið og þau starfa í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar.

Sláum nú saman og kaupum blómakörfu handa konunni hans Davíðs sem þakklætisvott fyrir að hafa lánað okkur hann á þessum erfiðu tímum.

______________________________________

Að lokum tvær fréttir af Stöð 2 þar sem fram kemur svo ekki verður um villst hver stjórnar landinu um þessar mundir. Situr í stól sínum í Svörtuloftum og deilir og drottnar. Var hann kosinn til þess? Eða er hann bara símadama á ofurlaunum? Og ein frétt um hlutabréfasölu ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins - mánuði áður en bankinn sem hann átti hlutabréf í var yfirtekinn. Sýnt hefur verið fram á að stjórnvöld vissu hvað verða vildi fyrir löngu en drógu lappirnar - gerðu ekkert þótt æpt væri á viðbrögð alls staðar að út þjóðfélaginu. Af hverju? Var verið að gefa vildarvinum tækifæri til að hylja slóðir og bjarga sér og sínum á þurrt fyrst? Spyr sú sem ekki veit en grunar sitt af hverju.

Skoðið þetta. Ég vil gjarnan eiga stefnumót við sem flesta landsmenn á Austurvelli klukkan 15 á laugardaginn. Sýnum samstöðu, látum skoðun okkar í ljós með því að mæta!


Orð að sönnu

Hér eru tvær greinar úr Fréttablaðinu í dag sem mig langar að vekja athygli á.

Fréttablaðið 16. október 2008

Fréttablaðið 16. október 2008


Þau vissu það víst!

Hve oft erum við búin að heyra ráðherra, (seðla)bankastjóra og aðra ráðamenn segja að þau hafi ekki getað séð þetta fyrir? Þau tala eins og hrun bankanna hafi komið þeim í opna skjöldu. Enginn vissi neitt, engan grunaði nokkurn hlut. Þvættingur!

Ég ætla ekkert að reyna að vera pen í tali - þau eru að ljúga upp í opið geðið á okkur. Þau vissu það bara víst! Margsinnis hefur komið fram að þau voru vöruð við af alls konar fólki. Skemmst er að minnast Þorvaldar Gylfasonar, Ragnars Önundarsonar, Vilhjálms Bjarnasonar, Andrésar Magnússonar og margra, margra annarra. Fjöldi manns, bæði leikir og lærðir, reyndu að vara við hættunni sem stafaði af því að íslensku bankarnir höfðu reist bæði sér og þjóðinni hurðarás um öxl.

Willem BuiterEn allt kom fyrir ekki - það var ekki hlustað. Ekki á nokkurn mann. Ekki heldur fjölda erlendra sérfræðinga sem sumir hverjir lögðu mikla vinnu í að reyna að koma íslenskum yfirvöldum í skilning um vandann. Nýjustu fréttir af slíku voru á RÚV í gærkvöldi. Willam Buiter, prófessor í London School of Economics, var fenginn ásamt samstarfskonu sinni til að gera skýrslu um orsakir efnahagsvanda Íslands og íslensku bankanna. Þau skiluðu skýrslunni af sér í lok apríl og kynntu lítillega uppfærða útgáfu á fundi hér á Íslandi 11. júlí. Einmitt þegar meðlimir ríkisstjórnarinnar voru að fara í sumarfrí. Ææ, ómöguleg tímasetning. Skýrslunni var haldið leyndri því markaðurinn var of viðkvæmur fyrir svona sprengju (market sensitive). Gerir fólk sér grein fyrir því hvað þetta er grafalvarlegt mál?

Fundinn sátu fulltrúar Seðlabankans,  fjármálaráðuneytis og einkageirans (private sector) og ýmsir fræðimenn (the academic community). Buiter segir m.a. á bloggsíðu sinni: "Our main point was that Iceland's banking sector, and indeed Iceland, had an unsustainable business model.  The country could retain its internationally active banking sector, but that would require it to give up its own currency, the Icelandic kroner, and to seek membership of the European Union to become a full member of the Economic and Monetary Union and adopt the euro as its currency.  Alternatively, it could retain its currency, in which case it would have to move its internationally active banking sector abroad. It could not have an internationally active banking sector and retain its own currency." Við vitum mætavel hver er alharðasti stuðningsmaður krónunnar og alharðasti andstæðingur þess að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ábyrgð hans (og þeirra) er ótrúlega mikil.

En viti menn! Þau eru ennþá við völd. Haggast ekki. Þeir einu sem hafa þurft Einkaþotaað taka pokann sinn ennþá eru tveir bankastjórar eins banka. Það er allt og sumt. Og mér er spurn: Hvað fengu þeir feita starfslokasamninga á meðan stór hluti starfsfólksins missti vinnuna? Það er ekki nema hálft ár síðan hluti af ríkisstjórninni fór á fundi í útlöndum í einkaþotu og neitaði að gefa upp kostnaðinn. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Þá þegar voru margir búnir að vara við í hvað stefndi. Hvar í hinum siðmenntaða, vestræna heimi myndu kjósendur, almenningur í landinu, líða svo vítavert gáleysi stjórnvalda gagnvart þjóð sinni? Talað er um "Nýja Ísland" með breyttu og bættu siðferði. Er ekki best að hefja siðvæðinguna strax og byrja á þeim sem bera ábyrgð á örlögum þjóðarinnar?

Það er ómögulegt að segja hverju hefði verið hægt að bjarga ef ríkisstjórn Íslands, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og viðskiptabankarnir hefðu brugðist fyrr við því sem þau VISSU að myndi gerast. Kannski hefðu ekki svona margir misst aleiguna. Kannski hefðu færri orðið atvinnulausir. Kannski hefði fólk haft ráðrúm til að breyta myntkörfulánunum sínum í innlend lán - ef það er þá hægt. Kannski værum við ekki á fjórum fótum, auðmýkt í augum heimsins, fyrir framan Rússa eða aðra að betla lán til að borga lán sem voru tekin til að nokkrir einstaklingar gætu lifað í vellystingum praktuglega. Kannski hefði verið hægt að bjarga þótt ekki væri nema örlitlu broti af þjóðarstoltinu.

Það tíðkast ekki á Íslandi að ráðamenn segi af sér, alveg sama hvað þeir gera. Alveg sama hve illa þeir standa sig, svíkja þjóðina, ástunda blygðunarlausa spillingu og siðleysi - hvað sem er. Ef einhver segir múkk, krefst afsagnar eru það kallaðar "nornaveiðar" eða eitthvað álíka og slíkt þykir ekki par fínt á Íslandi. Almenningur á að láta stjórnvöld í friði, ekki hafa skoðanir, ekki skipta sér af. Vera bara róleg, snúa bökum saman og halda áfram að vinna myrkranna á milli til að borga stjarnfræðilegar skuldir sukkbarónanna sem stofnað var til á meðan yfirvöld sváfu vært. Enda verða allir búnir að gleyma öllu fyrir næstu kosningar hvort sem er. Er það ekki?

Er ekki mál að linni? Því meira sem kemur upp á yfirborðið því betur kemur í ljós hversu steinsofandi ríkisstjórn, Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið voru á verðinum. Þetta er vítaverð framkoma gagnvart þjóðinni og ég hika ekki við að draga fólk til ábyrgðar. Ég harðneita því að það sé kallað "nornaveiðar", að ég sé að leita sökudólga eða eitthvað slíkt. Ég vil að einu sinni verði þeir sem ábyrgðina bera látnir axla hana. Kannski yrði það fyrsta skrefið að skárra framferði yfirvalda á Íslandi.

Ég á örugglega eftir að stytta þennan pistil eitthvað á morgun og kannski milda orðbragðið. Ég ætlaði ekkert að skrifa mikið, bara birta tvö myndbönd, hengja við skýrslu Buiters og benda á upptöku af fundinum á Bifröst í tónspilaranum. En mér er mikið niðri fyrir og þótt ég sé alla jafna skapgóð og jafnlynd sýður í mér gífurleg reiði núna.

Úr fréttum RÚV klukkan 19 - Willem Buiter, prófessor

  Úr fréttum RÚV kl. 22 - Ágúst Einarsson, rektor

 

Hér fyrir neðan er .pdf skjal með skýrslu Buiters og Sibert. Í tónspilaranum er hljóðritun af fundinum á Bifröst merkt: Fundur á Bifröst 14.10.08 - Ágúst Einarsson gefur ríkisstjórninni falleinkunn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Víðáttuvitleysa að bankaútrásin sé blekking"

Það getur verið grátbroslegt að líta um öxl og skoða ummæli manna fyrir ekki svo ýkja löngu síðan. Ég var að leita að grein frá í lok febrúar til að birta í næsta pistli og sá þá fyrir tilviljun athyglisverða umsögn um útrásarmennina og áhangendur þeirra. Þetta er það fyrsta sem ég sá og varð til þess að ég rifjaði málið upp nánar:

Fréttablaðið 29. febrúar 2008


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er umrædd umfjöllun Andrésar Magnússonar, læknis, í Silfri Egils 24. febrúar 2008.

Það næsta sem gerist er að Eyjan birtir umfjöllun um Andrés 27. febrúar, greinar hans og orð í Silfrinu. Þar kemur meðal annars fram að grein Andrésar sem vitnað er í hafi beðið í meira en mánuð eftir birtingu í Morgunblaðinu. Ég leitaði í greinasafni Morgunblaðsins en fann ekki greinAndrés Magnússon, læknirina, svo líklega hefur hún aldrei birst þar. Greinin er hengd við þessa færslu í .pdf skjali, sjá neðst í pistlinum.

Því næst skrifar Hallgrímur Thorsteinsson bloggfærslu sama dag þar sem hann vísar í umfjöllun Eyjunnar og fleira. Þar er löng athugasemd frá téðum Hafliða Helgasyni þar sem hann leggur sig í líma við að gera lítið úr Andrési, orðum hans og skrifum. Hafliði segir m.a. um Andrés: "Niðurstaðan er að bankaútrásin sé blekking og raunhagnaður bankanna tekinn úr vasa húsnæðiskaupenda. Þessi niðurstaða er svo víðáttuvitlaus að það er hneisa að fjölmiðlamenn skuli ekki kanna grunn hennar áður en þeir hleypa henni í loftið." Einmitt það. Nú hefur aldeilis sannast hvor þeirra hafði rétt fyrir sér, Andrés eða Hafliði.

Það næsta sem ég sé er önnur umfjöllun á Eyjunni 28. febrúar þar sem lagt er út frá athugasemd Hafliða og fyrirsögnin er: "Víðáttuvitleysa að bankaútrásin sé blekking". Nánast á sömu mínútu að því er virðist skrifar Egill Helgason bloggfærslu um sama mál. Hafliði gerir athugasemd og hæðist að Agli: "Þakka þér fyrir málefnalegt innlegg laust við ad hominem og önnur billegheit. Þá ber að þakka miðlun af djúpstæðri þekkingu þinni á viðskiptum og hagfræði. Það er huggun harmi gegn í allri vitleysunni að umræðum á RÚV sé stjórnað af djúpvitrum jafnaðargeðsmönnum sem kafa undir yfirborð hlutanna og beita rökum og málefnalegri gagnrýni." Hafliði HelgasonOrðabókarskýring á latneska orðatiltækinu "ad hominem" er: "Sem höfðar til fordóma eða hagsmuna frekar en skynsemi."

Fram kemur í færslu Egils að Hafliði var einn þeirra sem áttu að fá feita kaupréttarsamninga þegar selja átti útrásarmönnunum sameiginlegar orkuauðlindir þjóðarinnar. Ekki furða að Hafliði hafi verið sár út í mann og annan.

Ég hvet fólk til að skoða þetta ferli og alla umfjöllun. Orð og framganga Hafliða, þar sem hann leitast við að niðurlægja og hæðast að þeim sem gagnrýndu útrásina á einhvern hátt eða drógu í efa heilindi útrásarmanna, er dæmigerð fyrir viðbrögð við varnaðarorðum þeirra sem sáu í hvað stefndi. Áður en Hafliði fór til starfa hjá REI var hann ritstjóri Markaðarins hjá Fréttablaðinu og hampaði útrásinni þar gagnrýnislaust. Nú situr þar í ritstjórastóli Björn Ingi Hrafnsson, forkólfur í Framsóknarflokknum; flokknum sem ber gríðarlega ábyrgð á því hvernig komið er í efnahagsmálum landsins. Björn Ingi spilaði líka stórt hlutverk í REI-málinu eins og Hafliði, sællar minningar. Er líklegt að Björn Ingi sé trúðverðugur ritstjóri eða þáttarstjórnandi nú um stundir með þennan feril á bakinu?

Mér er mjög minnisstætt það sem sagt var við mig endur fyrir löngu þegar mætur fréttamaður starfaði sem frétta- eða varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Það var eitthvað á þá leið að ef hann birti opinberlega allt sem hann vissi um menn og málefni þáverandi ríkisstjórnar myndi stjórnin springa í loft upp með miklum hvelli. Honum var treyst, hann virti trúnað og gerir það enn þótt hann sé löngu horfinn til annarra starfa. Blaða- og fréttamenn af betri sortinni vita miklu, miklu meira en þeir láta nokkurn tíma frá sér fara. Þeir búa yfir upplýsingum sem þeir annaðhvort geta ekki birt vegna trúnaðar eða gætu birt en fá engan til að staðfesta þær opinberlega.

Egill HelgasonÞetta kemur upp í hugann nú þegar Egill Helgason er gagnrýndur harkalega fyrir að koma með "aðdróttanir og dylgjur" í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson. Egill hefur verið í "bransanum" óralengi og haldið úti Silfri Egils í 9 ár. Það þarf enginn að segja mér annað en að hann viti, rétt eins og blaða- og fréttamenn, miklu, miklu meira en hann lætur nokkurn tíma uppi. Þess vegna læðist að mér sá grunur, að af hálfu Egils hafi ekki verið um aðdróttanir eða dylgjur að ræða, heldur hafi reiðin blossað upp í Agli vegna þess sem hann veit fyrir víst en gat ekki sagt án þess að rjúfa trúnað. Ég vil taka skýrt fram að ég þekki Egil nákvæmlega ekki neitt - ekkert umfram aðra sem hafa fylgst með honum í fjölmiðlum undanfarin ár og er því ekki að vísa í persónulega vitneskju frá fyrstu hendi. Aðeins að viðra tilfinningu... grun.

Annað sem vekur athygli mína er hlutverk netsins - netmiðla og bloggs í umfjöllun líðandi stundar og miðlun upplýsinga. Allt of margir Íslendingar halda því ennþá fram að allt sem skrifað er í blogg sé bull og þvaður sbr. Eyjan lógóorð Víkverja nokkurs hér. Ekkert sé að marka nokkurn hlut nema hann birtist í prent- eða ljósvakamiðlum. Það er nú aldeilis öðru nær, ekki síst nú þegar Morgunblaðið og Fréttablaðið hafa sameinast undir einn hatt. Nú verður bloggið enn mikilvægara og enn meiri þörf á vönduðum bloggurum og sjálfstæðum netmiðlum eins og Eyjunni en áður. Og pennum sem sjá ekki umheiminn með flokkspólitískum gleraugum. Umfjöllunin hér að ofan er gott dæmi um það. Best væri auðvitað ef allir þessir þættir fjölmiðlunar gætu spilað saman - og þeir gera það upp að vissu marki. Látum þessa vitneskju ganga til þeirra sem enn hafa ekki áttað sig á mikilvægi þessara staðreynda.

Að lokum tölvupóstur sem ég var að fá rétt í þessu frá vinkonu minni. Hún segir ekki vitað um uppruna hans en ég hef vissan Friðrik grunaðan þótt óstaðfest sé með öllu:

Engin kreppa á Eyrarbakka.
- Á Bakkanum gengur lífið sinn vanagang í kyrrð og ró.
- Ekki þurfum við að óttast bankahrun því hér er enginn banki. Bankinn fór héðan árið 2001 til þess að taka þátt í Matador í útlöndum og nú er spilið tapað eins og alþjóð veit.
- Við þurfum heldur ekki að óttast vöruskort í kaupfélaginu, því kaupfélagið fór í leiðangur árið 2002 og hefur ekki sést síðan.
- Ekki þurfum við að óttast atvinnuleysi í plássinu því hér hefur enga atvinnu verið að hafa síðan iðnaður og sjávarútvegur lagðist af árið 2006.
- Það voru engin rússnesk lán tekin til að bjarga hreppssjóðnum því hreppurinn hefur ekki verið til síðan árið 1998.
- Við erum þrátt fyrir þetta bjartsýn og horfum fram á veginn því héðan liggur leiðin bara upp.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Og spillingin grasserar enn

Hvað er þetta annað en spilling? Bankamaður sem átti þátt í að stjórna Icesave-ævintýri gamla Landsbankans er settur yfir innri endurskoðun nýja Landsbankans sem hlýtur, meðal annars, að eiga að fara ofan í saumana á svikamyllunni. SvikLandsbankinn - Mynd af Eyjunniamyllu sem, samkvæmt fréttum í dag, kostar Íslendinga  600 milljarða króna! Og fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru nú í skilanefndum sinna banka, bráðabirgðastjórninni, og kæmu meðal annars að rannsókn sem þessari sem ekki er vanþörf á. Myndu rannsaka sinn eigin þátt í sukkinu. Var ekki Björgvin G. að lofa öllu fögru - að allt yrði svo hreint, tært og óspillt? Ég sá þessa frétt á Eyjunni og ætla að birta hana orðrétt hér.

Ég skora á alla Íslendinga að taka þátt í andófi, nú og framvegis. Aðrir bloggarar geta annað hvort birt þetta hjá sér eða linkað hingað eða á Eyjuna! Við megum ekki láta svona vinnubrögð yfir okkur ganga lengur. Við höfum gert það allt of lengi. Látum stjórnvöld vita af óánægju okkar, látum þau vita að fylgst er með þeim. Það er eftir því tekið ef allt logar í bloggheimum, það get ég fullvissað ykkur um. Ég vek auk þess athygli á að það er starfsmaður bankans sem varar við þessu, manneskja sem ætti að vita hvað felst í gjörningnum.

____________________________________________

Áhyggjur í Landsbanka:  Fyrrum yfirmaður Icesave settur yfir innri endurskoðun Nýja Landsbanka

Starfsmaður Landsbankans varar nú við því í bréfi sem hann hefur sent frá sér, að framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans, Brynjólfur Helgason, skuli hafa verið gerður að forstöðumanni Innri endurskoðunar Nýja Landsbankans.

Icesave í Englandi og Hollandi var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði.

Starfsmaðurinn telur að þarna sé farið inn á hættulega braut - að gjörningsaðili eða a.m.k. hluti hans sé farinn að rannsaka sjálfan sig, jafnvel breiða yfir fyrri gjörðir.

Hann vill meina að mjög mikilvægt sé að stöðva slíka gjörninga áður en þeir nái að festa sig í sessi. Hann hefur sent bréf sitt til fjölmiðla og sett sig í samband við þingmenn allra flokka vegna málsins. Athugasemdum hans mun ekki beint að Brynjólfi persónulega.

Starfsmaðurinn segir m.a. í bréfi sínu:

"Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi (sem er að setja Ísland á hausinn) var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði, þetta var eitt meginverkefni þess síðustu misserin.

"Vitleysan heldur s.s. áfram.

- Hvað á framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs að gera sem innri endurskoðandi?
- Á hann að passa upp á að það verið ekki allt rannsakað?
- Á að verðlauna yfirmanninn með þessum hætti?
- Hafa menn ekkert lært?
- Eru að verða fleiri svona mistök í "björgunarferlinu"?
- Ætlar ný stjórn embættismanna að láta þetta viðgangast?

Er þetta boðlegt fyrir þjóðfélagið?

Svo má bæta því við að fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru hvor í sinni skilanefndinni. Þeir sem voru hluti af því regluverki sem brást. Þeir bera etv. ekki mestu ábyrgðina, en eru klárlega hluti af því regluverki sem brást.  Er ekki eitthvað að þegar svona er gert? Þó svo þekking þessara manna sé nýtt þarf ekki að setja þá í valdastöður við að stjórna rannsókn á klúðri sem þeir voru hluti af!! Er framboð hæfra manna virkilega ekki meira?"

"Hversu hlutlausir þurfa endurskoðendur að vera?

Starfsmaðurinn bendir jafnframt á að fráfarandi innri endurskoðandi LÍ, Sigurjón Geirsson, sé nú er í skilanefnd gamla LÍ, og segir hann hafa verið "virkan þátttakanda í Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi.  Það skýtur skökku við það hlutleysi sem krafist er af slíku embætti. Er engin hætta á hagsmunaárekstri hér? Hverra hagsmuna gæta starfsmenn skilanefndar?"

Starfsmaðurinn, sem segist vegna aðstæðna sinna ekki geta gefið upp nafn sitt, bendir jafnframt á leiðbeinandi reglur FME um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja sem eru nýkomnar út, þar sem segir m.a. "...skal reynt að tryggja að starfsmenn hennar séu hlutlausir í reynd og starfi óháð þeim rekstrareiningum sem þeir endurskoða."

_________________________________________

Fréttin á Eyjunni er hér og nokkrir hafa skrifað athugasemdir. Bendi líka á tvær færslur á bloggi Egils Helga, þessa og þessa. Þar kemur margt athyglisvert fram og hann boðar fleiri slíkar.

Viðbót: Egill tekur undir með mér. Kristjana og Jenný líka. Og Gísli. Þetta segir Andrés. Ragnheiður, Jóna, Martha, Jakobína, Rut, Villi og Halla Rut hafa bæst við. Var að rekast á þetta hjá Neo, Heiðu, AK, Nínu, Nýju stjórnmálaafli, Einari og Hildigunni. Fleiri?


Bankahrunið mikla í spéspegli

Auðvitað á ekki að gera grín að þessu... eða hvað? Vandamálið er alþjóðlegt og græðgin og siðleysið hið sama, hverrar þjóðar sem við erum. Hér eru Jónarnir tveir, Bird og Fortune, og fara á kostum að venju! Mér sýnist textinn á fyrra myndbandinu vera á tékknesku, en hana skilja auðvitað allir.

Endursýni svo þetta - að gefnu tilefni


Fólkið í Silfrinu og heimspeki Páls Skúlasonar

Ég held að ég hafi aldrei á ævinni upplifað þetta áður. Að bíða með öndina í hálsinum eftir sjónvarpsþætti. Veit að fleiri hafa gert það líka. Ekki vildi ég vera í sporum Egils með stóran hluta þjóðarinnar á herðunum. Allir vilja láta spyrja ákveðinna spurninga um það sem á þeim brennur og fá skýr svör við þeim. Miðað við aðstæður fannst mér Egill standa sig nokkuð vel undir þessari pressu þótt eflaust megi gagnrýna eitthvað líka. En hefði einhver annar gert betur? Hver?

Í Morgunblaðinu í gær var stórfínt viðtal við Pál Skúlason, heimspeking og Páll Skúlason - Ljósm. Mbl.: Gollifyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Þar sagði Páll meðal annars: "Ég hef sterka tilhneigingu til að álíta að sú hugmyndafræði sem hefur drottnað yfir þjóðfélagi okkar og heiminum undanfarið sé háskaleg mannlegu siðferði. Ég kalla þessa hugmyndafræði "markaðshyggju", en hún snýst um að líta svo á að öll mannleg samskipti séu viðskipti og að heimurinn snúist ekki um annað en að kaupa, selja og græða. Þessi boðskapur hefur dunið á okkur í mörg ár og er ekki heppilegur. Honum fylgja því miður oft óheilindi sem ógna og stuðla að upplausn hins sameiginlega veruleika okkar." Er hægt að hafa réttara fyrir sér?

Páll sagði ennfremur: "Það segir sig sjálft að áður var ekki allt í himnalagi í samfélagi okkar. Alls konar vandamál voru dulin og falin í þeim heimi sem nú er að vissu marki að hrynja. Ég held að fjármálakreppan stafi að verulegu leyti af því að stjórnmálasviðið brást og það reglukerfi sem þarf til að halda utan um mannfélagið. Hér er ég ekki bara að tala um íslenska ríkið heldur ríki veraldarinnar."

Og ein tilvitnun enn: "Í heiminum er miklu meira af ranglæti en réttlæti. Við þurfum að vinna gegn ranglæti og reyna að tryggja sem allra mest réttlæti í heimi þar sem fólk er að tapa miklu og veit ekki hvernig það á að komast af. Þarna reynir á sameiginlegt siðferði þjóðarinnar og þar skipta réttlætiskenndin og sanngirnin miklu máli." Hvernig er annað hægt en að taka undir með Páli? Ég held að þó nokkuð margir þurfi nú að líta í eigin barm, endurmeta lífsgildi sín og hressa verulega upp á réttlætiskenndina.

En hér er Silfur dagsins í bútum.

Vettvangur dagsins - Dagur, Svandís, Sigmundur Davíð og Guðrún P.

 Ragnar Önundarson - greinaflokkur hans er hér

 

Jóhanna Sigurðardóttir

 Jón Ásgeir Jóhannesson


Afleitar fréttir af frábærum bloggara

Einn af mörgum samfélagsrýnum og gæðabloggurum sem ég hef lesið lengi segist vera hættur að blogga og skýrir ástæður þess í síðasta pistli sínum. Þetta eru afleitar fréttir því ekki veitir af röddum eins og hans, ekki síst nú. Þegar búið er að leggja niður eitt dagblað og sameina hin tvö - eða setja undir sama hatt - verður netið mikilvægari miðill en nokkru sinni og nauðsynlegt að raddir eins og hans heyrist hátt og snjallt. Kveðjupistillinn hljóðar svona:

Bloggari fellur í valinn

11/10 2008 17:41

Ég hef nú haldið úti bloggi á íslensku í nokkur ár, fyrst á ókeypis lénum, en frá 2005 hér á baldurmcqueen.com. Tilgangurinn hefur verið tvíþættur.  Annars vegar viðhald íslenskrar tungu; hins vegar sú von að mjóróma rödd mín gæti, í samsöng með öðrum, breytt einhverju.

Nú er svo komið að ég sætti mig við að seinna markmiðið hefur mistekist.  Jafnvel í dag, þegar þjóðin glímir við alvarlegustu kreppu sem upp hefur komið í lífi flestra, sættir hún sig við að þeir leiði sem valdið hafa mestum skaða. Ekki einn einasti haus hefur fengið að fjúka á Íslandi og hafa þó tilefnin verið fleiri en flestar þjóðir myndu sætta sig við. Það sýnir betur en flest annað að árangur hefur ekki náðst.

Íslensk þjóð er nú stödd á stað sem mér líkar ekki.  Hér á ég ekki við meint gjaldþrot, heldur viðbrögðin við því.  Smátt og smátt hefur djúp samúð breyst í reiðiblandað vonleysi.  Það sætti ég mig ekki við.

Sérstaklega þegar sú reiði hittir fyrir vini sem mér þykir vænt um og þann stóra hluta þjóðarinnar sem fátt vildi annað en lifa hófsömu lífi í fögru landi.

Læt ég nú bloggi þessu lokið; síður en svo í sjálfsvorkunn, heldur töluverðri tilhlökkun.  Nú mun ég nota tímann í að lifa lífinu þar sem ég bý, með mínum ástvinum, laus undan bloggkvöð og lestri íslenskra fjölmiðla.  Þessi vefur mun hugsanlega hverfa - hugsanlega rísa upp með allt öðrum efnistökum.

Íslensk þjóð mun aldrei vakna. 
Ég hef gefist upp.
Kærar þakkir til þeirra sem lásu.
Ég vona menn skilji hví athugasemdum hefur verið lokað á öllum færslum.
Þrasinu er lokið.

_________________________________________________

Mér líst ekkert á að rödd Baldurs McQueen hljóðni en samt skil ég hann mjög vel. Sjálfri líður mér oft einmitt svona og skil ekkert í mér að eyða ómældum tíma og orku í að reyna að vekja, þótt ekki sé nema brot af þjóðinni, af því sinnuleysismóki sem hún hefur legið í allt of lengi. Um þetta fjallar meðal annars þetta og þetta og reyndar flest sem ég hef skrifað og birt á síðunni þetta tæpa ár sem ég hef bloggað.

Kannski fer ég sömu leið og Baldur, fell í vonleysisvalinn og gefst upp - kannski ekki. Þetta er alltaf spurning um í hvað maður vill verja tíma sínum og hversu lengi hægt er að leyfa sér að láta baráttuna bitna illilega á lifibrauðinu.

Ég held að minnsta kosti ennþá í þá von að margar mjóróma raddir geti breyst í öflugan kór og haft áhrif. Ég skora á Baldur að skipta um skoðun og halda áfram að láta rödd sína heyrast. Vonandi taka fleiri undir þá áskorun mína.


Ragnar Önundarson í Silfri Egils

Ragnar ÖnundarsonEgill Helgason boðar á bloggi sínu að Ragnar Önundarson verði í Silfrinu á sunnudaginn. Ragnar skrifaði greinaflokk í Morgunblaðið og ljóst er, að þeir sem segja að ástandið sem nú hefur dunið yfir hafi ekki verið fyrirsjáanlegt lásu ekki greinar Ragnars. Hann sá ýmislegt fyrir og reyndi að vara við því - eins og reyndar ýmsir aðrir - en þeir sem höfðu vald til að taka á málunum hlustuðu ekki. Fyrir viku, þegar ég birti eldri viðtöl úr Silfrinu við efnahagssérfræðinga, varð ég vör við að efnahagsmálin horfa allt öðruvísi við fólki nú en bara fyrir mánuði, hvað þá í ársbyrjun. Það er því áreiðanlega mjög fróðlegt fyrir marga að rifja upp greinar Ragnars - eða frumlesa þær.

Ég get ekki annað en vonað að ein af þeim lexíum sem lærast á þeim hamförum sem nú ganga yfir verði sú, að stjórnvöld taki framvegis meira mark á sérfræðingum sem leggja jafnvel mikið á sig til að vara við hvert stefnir. Það hefur vantað talsvert upp á það - og vantar reyndar enn, merkilegt nokk.

Ég safnaði greinunum eftir því sem þær birtust, átti allar nema eina í fórum mínum og setti þær inn í myndaalbúm hér á blogginu. Greinarnar eru 12, hver annarri athyglisverðari. Þær eru listaðar hér á eftir í dagsetningaröð ásamt útdrætti úr hverri grein. Smellið á nafn greinarinnar og haldið áfram að smella þar til læsileg stærð fæst. Ég minni líka á eldra viðtal Egils við Ragnar sem ég birti hér ásamt fleiri viðtölum.

Þjóð án verðskyns er auðlind

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn

 

Þjóð án verðskyns er auðlind - 6.12.07

 

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn - 7.1.08

 

Oftrú á afskiptaleysi

 

Oftrú á afskiptaleysi - 24.1.08

Vöxtur eða þensla

 

 

 

Vöxtur eða þensla? - 18.2.08

 


Neyðaraðstoð við banka?

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu

Neyðaraðstoð við banka? - 4.3.08

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu - 4.4.08

Ósjálfbjarga bankar

 

 

 

Ósjálfbjarga bankar - 15.4.08

Er frjálshyggjan að bregðast?

 

 


Leitin að Nýja sáttmála

Er frjálshyggjan að bregðast? - 4.5.08

 

Leitin að Nýja sáttmála - 31.7.08

 

Frjálshyggja og forréttindi

 

Frjálshyggja og forréttindi - 10.8.08

Að færast of mikið í fang

 

 

 


Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn

 

Að færast of mikið í fang - 27.8.08

 

Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn - 14.9.08


Viltu verða ríkur? Svona gerum við...

Þátturinn The Greed Game sem sýndur var á BBC nýverið vakti mikla athygli. Í honum er farið yfir aðferðir hinna ofurríku við að græða peninga, ótrúlegar fjárhæðir, aðstöðunni sem þeir hafa skapað sér með aðstoð góðra manna og í hvað þeir eyða peningunum. Þátturinn virðist vera gerður eftir að "efnahagshrunið mikla" hófst og í honum kemur ýmislegt fram sem er fróðlegt að vita. Gera má ráð fyrir að hinir íslensku auðmenn eða "útrásarvíkingar" hafi notað svipaðar aðferðir þegar þeir komu ár sinni fyrir borð um leið og þeir stóðu að hruni íslensku bankanna og  þjóðarinnar allrar.

Lokaorð þáttarstjórnanda eru athyglisverð: "So there are still plenty of opportunities for the super-rich to increase their fortunes. Even though the global financial system is in intensive care and our prosperity is threatened. With the Greed Game still being played, if we're not going to end up losers again, the rules will need to be rewritten." Það sem á undan kom sýndi fram á að þessir menn geta haldið áfram græðgisleiknum nánast  endalaust miðað við þann skort á regluverki sem ríkir. Er ekki rétt að benda íslenskum stjórnvöldum á þetta?

Þátturinn er hér í 7 hlutum svo fólk getur farið rólega í þetta og tekið einn í einu. Neðst er síðan skýringarmynd úr sænsku netblaði sem sýnir a.m.k. hluta eignatengsla íslensku auðjöfranna. Mér finnst nú samt að einhverja og eitthvað vanti inn í þetta net. En hvað varð af þessum mönnum? Geta þeir nokkurn tíma látið sjá sig á landinu framar?

1. hluti

  2. hluti

 

3. hluti

 

4. hluti

 

5. hluti

 

6. hluti


7. hluti

 

 Eignatengsl íslenskra auðmanna


Íslensk þjóðarsál í hnotskurn

Spegill, spegill, herm þú mér...

Íslenska þjóðin er skrýtin skepna. Hún veður áfram í dugnaði; er framsækin, menntuð, nútímaleg, tæknivædd og vinnusöm. Í útlöndum heyrir maður að Íslendingar séu eftirsóttir í vinnu, og það finnst íslensku þjóðinni gott að heyra - eins og allt annað hrós um sjálfa sig.

Það er ekki nóg að fá að vera með hinum þjóðunum í leik og starfi; það er stutt í pirringinn ef Íslendingurinn er ekki bestur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Íslenska þjóðin stærir sig af landinu sínu; blámanum, hreina vatninu og náttúrufegurðinni, fiskinum og lambinu og öllum framkvæmdunum sem fleyta henni í röð mest velmegandi þjóða heims.

Samt er eitthvað að.

SpegillÍslendingar eiga erfitt með að tjá sig og andmæla sjaldan þegar yfir þá er vaðið. Þeir lúffa fyrir valdinu og þora ekki eða nenna ekki að hafa sig í frammi þegar þeim er innst inni misboðið. Þeir trúa því að glæpur sé ekki glæpur segi valdið það. Þeir gapa af undrun þegar einkabankarnir fá óvart gefin listaverkin þeirra - gera samt ekkert. Þeir hneykslast á dómum í dómskerfinu en hafa ekki döngun í sér til að þrýsta á um breytingar. Þeir vinna eins og vitleysingar og undrast svo þegar óuppalin börn þeirra lenda í hremmingum. Þeir hafa ekki neytendavitund, láta okur og óréttmæta viðskiptahætti yfir sig ganga. Þeir fyrtast við þegar lítið er gert úr heimsfrægum listamönnum þeirra og móðgast yfir því að kona í Alaska skuli ekki vita að forseti Íslands er þjóðhöfðingi. Þeir tala fjálglega og fallega um allt jafnréttið, sem lítið er. Þeir bölva, en eru fljótir að gleyma. Sumir skola mannasiðunum niður með áfengi um helgar, fleygja leikreglum samfélagsins á fylleríi í miðbænum, míga utan í hús og eðla sig í görðum, en mæta keikir og brosandi í vinnuna sem þeir elska á mánudagsmorgni. Ókey, svona erum við bara, er eina andsvarið. Þeir agnúast út í stjórnvöld en kjósa sífellt annað eins yfir sig aftur.

Kannski að kreppan bjargi Íslendingum!

Þetta á maður sennilega ekki að segja í alvöru, en víst er að það þarf eitthvað stórt og mikið til að hrista drómann af íslensku þjóðinni. Hún er eins og brjáluð maskína sem er við það að bræða úr sér en enginn getur gert við, því hún fer svo hratt.

Kannski að kreppan bjargi okkur.Spegill

Getur verið að við höfum haft það of gott? Getur verið að við séum að missa fótanna í taumlausri neysluhyggju og græðgi sem á endanum gefur okkur ekkert annað en streitu, vanlíðan og sljóleika? "Það er ekki mitt að kvarta, ég hef það svo gott," sagði kona við mig um daginn. Jú, gott og vel, en það að hafa það gott er ekki skiptimynt fyrir heilbrigða gagnrýni og almenna meðvitund.

Smám saman þaggar velmegunin niður í okkur, engin óþægindi, takk, ekkert vesen, nægjusemi hvað? skynsemi hvað? vertu ekki með þetta nöldur, við höfum það svo frábært, og erum svo æðisleg - við Íslendingarnir.

Kannast einhver við þennan pistil? Já, einmitt... þetta er pistill Bergþóru Jónsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 28. september sl. undir fyrirsögninni Íslendingar. Mér fannst hann svo frábær að ég klippti hann út og birti hér. Í síðasta pistli mínum bað ég fólk að lesa þessi skrif Bergþóru aftur... og aftur - og líta svo í spegil. Það gerði ég - bókstaflega. Mér fannst rétt að birta hann í þessu formi líka til vonar og vara - ef einhver skyldi ekki hafa smellt á slóðina og lesið hann - aftur... og aftur.

Hvað erum við tilbúin til að leggja á okkur til að breyta því sem við viljum breyta? Lítum í eigin barm.


Ábyrgð stjórnvalda og þýlund þjóðar

Skjaldarmerki ÍslandsÍslenska þjóðin á að: "Standa saman, slíðra sverðin, þreyja þorrann og góuna, sýna stillingu og yfirvegun, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, hugsa í lausnum en ekki vandamálum, láta ekki hugfallast, styðja hvert annað með ráðum og dáð, bíta í skjaldarrendur, sýna æðruleysi, snúa bökum saman, halda ró sinni, ekki horfa um öxl og leita að sökudólgum, sýna samstöðu..." En síðast en ekki síst megum við ekki bregðast trausti stjórnvalda. Kanntu annan, Gísli Marteinn?

Þessi orð hafa dunið á okkur undanfarna daga í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og á bloggsíðum og ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Eiginlega er þetta bara fyndið, í það minnsta grátbroslegt. Það er búið að brjótast inn hjá okkur og stela öllu steini léttara, við stöndum eftir berstrípuð - í besta falli á brókinni - en það er ætlast til þess að við þegjum, látum okkur bara hafa það og brosum í gegnum tárin. Svona eins og þegar við vorum þegnar Danakonungs sem hirti af okkur allt fémætt til að heyja stríð eða byggja hallir á meðan við horfðum upp á börnin okkar svelta heilu hungri og deyja drottni sínum.

Þessi sömu stjórnvöld hafa brugðist þjóðinni hrapallega. Þau nánast gáfu bankana okkar pólitískum vinum sínum, seldu frá okkur m.a. Landssímann með grunnetinu inniföldu og eru nú hægt og bítandi að einkavæða heilbrigðis- og menntakerfið sem forfeður okkar og formæður börðust fyrir með blóði, svita og tárum. Allt í boði frjálshyggjunnar.

Nú heyrist mér stjórnvöld ætla að redda málunum í hvelli með því að fórna framtíð komandi kynslóða, stunda rányrkju Íslenski fáninná orkuauðlindum okkar, fórna náttúrunni, virkja allt sem hægt er eða bara selja allt klabbið úr landi eins og Pétur Blöndal og fleiri hafa stungið upp á. Nú skal gjörnýta orkuauðlindirnar, kýla á nýtt fyllerí í timburmönnunum, og væntanlega verður fólk sem kemur til með að berjast gegn eyðileggingunni og rányrkjunni með kjafti og klóm kallað landráðamenn. Það kæmi mér ekkert á óvart. Við eigum nefnilega að slíðra sverðin og láta allt sem stjórnvöldum dettur í hug yfir okkur ganga. Nú á aldeilis að nota tækifærið á meðan þjóðin er eins og barinn harðfiskur og sjálfsagt er einhverja farið að klæja í loðna lófana.

Framsóknarflokkurinn ber fulla ábyrgð á þessum ósköpum ásamt Sjálfstæðisflokknum eftir 12 ára stjórnarsetu þrátt fyrir kolryðgaða geislabauga Guðna og Valgerðar sem þau grófu upp á einhverju saggafullu háalofti og nú virðist Samfylkingin hafa slegist í einkavæðingar-, virkjana- og stóriðjuhópinn gagnrýnislaust.

Ég kaupi þetta ekki. Ansi er ég hrædd um að þetta fólk geri það ekki heldur. Eða grunlausir hluthafar bankanna og aðrir, sem fjárfestu ævilangan sparnað en hafa nú misst aleiguna. Stjórnvöld brugðust öllu þessu fólki og líka okkur hinum sem ekkert áttum og missum því ekkert. Þessi kona slapp, enda með góð sambönd. Kannski fleiri sem við vitum ekki um. Láta stjórnvöld rannsaka svona mál? Það efa ég.

Halldór Baldursson - Útsala á orkuFlestir hafa eflaust tekið eftir að í viðtölum við stjórnmálamenn og forkólfa atvinnulífsins undanfarna daga er talað um verðmætar orkuauðlindir okkar, að nú verði að hraða virkjana- og stóriðjuframkvæmdum, Árni Sigfússon er búinn að bretta upp ermarnar og heitir álveri með hraði ef næg orka fæst (les.: Bitruvirkjun verði að veruleika) og Óli Björn Kárason vill láta afnema lög um mat á umhverfisáhrifum. Eins og þau séu undirrót vandans eða komi honum nokkurn skapaðan hlut við! Og ég sem hélt að Óli Björn væri klár strákur.

Þetta sama fólk talar fjálglega um að aðgerðir í efnahagsmálum núna séu aðallega fyrir komandi kynslóðir. Við megum ekki láta þær sitja uppi með skuldir sem þær ráða ekki við en það er tilbúið til að ræna af þessum sömu komandi kynslóðum auðlindum og náttúru landsins síns og rusla upp mengandi stóriðju úti um allar koppagrundir. Þetta heitir á læknamáli að vera kleyfhugi (schizophrenic).

Gerð hafa verið mistök á mistök ofan í efnahagsstjórn landsins en ennþá hefur enginn þurft að taka pokann sinn, hvorki stjórnmálamenn né bankastjórar. Enginn er ábyrgur fyrir blóðsúthellingum heillar þjóðar. Þvílíkur farsi! Hvenær ætla Íslendingar að vakna af sinnuleysisdvalanum og hætta að kyssa vöndinn? Lesum pistilinn hennar Bergþóru aftur... og aftur og lítum svo í spegil.

Ég skal svo sannarlega vera með og leggja mitt af mörkum, en ekki á þessum forsendum.

Svo kom Davíð í Kastljósið í gærkvöldi og fór mikinn eins og honum er Davíð skuggilagið. Var sjálfum sér líkur og ekkert vantaði upp á mælskuna. Hann er einn aðalhöfundur handritsins og hafði a.m.k. einn fínan ráðgjafa við skriftirnar. En nú vill hann lítið kannast við króann, finnst ekki sanngjarnt að hann beri ábyrgð og þótt hann sé minntur á pólitískan feril sinn virðist hann engu að síður líta á sig sem vitran höfðingja á friðarstóli sem horfir með ástúð og dálitlum votti af vorkunn á þegna sína steypa sér í glötun. Hann lemur höfðinu við steininn og þekkir ekki sinn vitjunartíma þrátt fyrir ótal skilaboð frá Íslendingum jafnt sem útlendingum. Nú segist hann hafa varað við þessu en enginn hlustað. Af hverju talaði hann þá ekki hærra eða hrópaði ef þess þurfti? Nógu er hann mælskur, blessaður. Ef hann væri ekki svona blindur á sjálfan sig þætti mér líklega svolítið vænt um hann, þótt ekki sé nema vegna þess hvað hann hefur fylgt mér lengi í lífinu. En ég finn til með honum. Niðurlæging hans verður mikil í sögubókum framtíðarinnar.

Ég skil vel að Davíð sé vonsvikinn. Frjálshyggjan virkaði ekki, hún er gjaldþrota. Fall hennar er stórt. Alveg sama hve hátt Hans hægri hönd, Hannes Hólmsteinn, hrópar á torgum að "Kapítalismi er ekki það sama og kapítalistar". Kjaftæði. "Í draumi sérhvers manns er fall hans falið" orti Steinn Steinarr sem Egill ætlar að fjalla um í Kiljunni í kvöld í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Steins. Draumur Davíðs og Hannesar gekk ekki upp frekar en draumur annarrar útópíu, sósíalismans. Einfaldlega vegna þess að í slíkum útópíum eða hugmyndakerfum er aldrei gert ráð fyrir mannlegu eðli. Ekki frekar en í hagtölum.

Steinn orti líka:

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

Og allt með glöðu geði
er gjarnan sett að veði.

Og þótt þú tapir það gerir ekkert til
því það er nefnilega vitlaust gefið.

Það var einmitt vitlaust gefið og getið þið hver gaf...


Áfellisdómur að utan

Nú er mikið skrifað og skrafað um viðvaranir allra mögulegra aðila í útlöndum sem reyndu að benda Íslendingum á hvernig komið væri fyrir efnahag þjóðarinnar og hvert stefndi. Þeir voru umsvifalaust úthrópaðir sem öfundarmenn og illgjarnir með afbrigðum. En komið hefur í ljós að flestir höfðu þeir rétt fyrir sér og yfirvöld hefðu betur lagt eyrun við viðvörunum þeirra.

Fyrir rúmum þremur mánuðum, nánar til tekið 2. júlí sl., skrifaði breski hagfræðiprófessorinn Robert Wade grein í Financial Times undir yfirskriftinni "Iceland pays price for financial excess" þar sem hann gagnrýndi óhóf í efnahagsmálum á Íslandi. Hann spáði stjórnarslitum sem enn hafa þó ekki orðið hvað sem síðar verður. Ég skrifaði um þetta lítinn pistil sem sjá má hér.

Meðal annars sagði Wade þá "leiðréttingu" sem nú ætti sér stað afleiðingu hraðrar einkavæðingar og léttvægs lagaramma. Einkavæðingin hafi verið lituð af pólitík, kaupendurnir nátengdir stjórnvöldum en haft lítið vit á bankastarfsemi. Þetta eru blákaldar staðreyndir og sannleikur sem allir vita og hafa fordæmt harðlega - nema þeir sem á því græddu og fylgismenn flokkanna sem að einka(vina)væðingunni stóðu. Er ekki rétt að halda þessu til haga, þótt ekki sé nema til að afstýra því að slíkt gerist aftur?

Hér er frétt RÚV um grein Wades 2. júlí sl.

Þegar Þorfinnur Ómarsson innti forsætisráðherra eftir viðbrögðum við grein Wades í Íslandi í dag 3. júlí sagði hann orðrétt: "Það er bara einhver pólitísk skoðun þessa manns sem skrifar þessa grein og ég er auðvitað ekkert sammála því. Þetta er bara eins og hver önnur aðsend grein í DV eða einhverju slíku blaði." Geir lagði þarna að jöfnu DV og Financial Times. Þetta má sjá og heyra í þessu myndbandi.

Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld var viðtal við Robert Wade og hann var myrkur í máli. Ætli einhver vilji hlusta í þetta sinn? Eða metur forsætisráðherra málið þannig að RÚV sé bara gul pressa eða slúðurfjölmiðill með annarlegar hvatir? En kannski var hann bara að hrósa DV með fyrrnefndum ummælum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband