Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

REI-málið í máli og myndböndum

Líklega er að bera í bakkafullan lækinn að rifja REI-málið upp enn frekar. En þar sem nýjasta hneykslið í Sjálfstæðisflokknum tengist því órjúfanlegum böndum er varla hægt annað. Auk þess geri ég ráð fyrir að fólk vilji vita hvað kjörnir fulltrúar þess voru og eru að gera við sameiginlegar eigur okkar allra og auðlindir þjóðarinnar. Fréttaskýring Péturs Blöndal, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem ég birti í síðustu færslu er mjög upplýsandi og greinagóð. Það er líka yfirlit Sigrúnar Elsu Smáradóttur sem birt var í athugasemd nr. 12 við þá færslu og ég ætla að endurbirta hér á eftir.

Lítum á yfirlit sem hin frábæra fréttakona RÚV, María Sigrún Hilmarsdóttir, sýndi okkur í fréttum í gærkvöldi.

Skoðum síðan áðurnefnda frásögn Sigrúnar Elsu á atburðum, en hún sat á þessum tíma í stjórn OR fyrir Samfylkinguna:

Staðreyndir málsins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leiddu stofnun REI og sameiningarviðræður milli REI og GGE en FL-Group var meirihlutaeigandi GGE. "Hetjuleg" framganga 6-menninganna í REI málinu birtist sem nafnlausir lekar í fjölmiðlum. Niðurstaða borgarfulltrúahóps Sjálfstæðisflokks var að selja ætti REI með 20 ára einkaréttasamningnum, en GGE átti forkaupsrétt. Undir forystu 100-daga meirihlutans var samrunasamningnum rift.

Tengsl REI-málsins við risastyrki Sjálfstæðisflokksins
Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarformennsku í Stjórn OR eftir borgarstjórnarkosningar (en hann hafði stutt Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson dyggilega í prófkjöri). Skömmu eftir að Guðlaugur biður varaformann stjórnar FL-Group um að safna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (í mars 2007) að stofna hlutafélagið Reykjavik Energy Invest utan um útrásarstarfsemi OR. Í júní 2007 tók Haukur Leósson við
Sigrún Elsa Smáradóttir stjórnarformensku í OR og sat einnig í stjórn REI og fylgdi því samrunaferlinu frá upphafi. Fram hefur komið í fréttum að Haukur Leósson var endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og vissi um risastyrkina og hafði rætt þá við forsvarsmenn flokksins.

Þetta er athyglisvert í því ljósi að í niðurstöðu stýrihóps borgarráðs sem Svandís Svavarsdóttir stýrði og Sigrún Elsa Smáradóttir sat í fyrir hönd Samfylkingar segir meðal annars: "Við vinnu stýrihópsins kom í ljós að FL-Group, sem hafði verulega fjárhagslega hagsmuni af því hvernig þjónustusamningur OR og REI yrði, hafði bein áhrif á samningsgerðina eins og fram kemur í tölvupóstsamskiptum milli FL-Group og OR. Þetta verður að teljast óeðlilegt í ljósi þess að samningurinn var á milli tveggja fyrirtækja í meirihlutaeigu borgarinnar og formleg staða FL-Group gagnvart þeim fyrirtækjum engin. Þannig telur hópurinn að hagsmuna OR hafi ekki verið gætt nægjanlega vel við samningsgerðina." Síðar í skýrslu stýrihópsins segir: "Stýrihópurinn gagnrýnir sérstaklega þau vinnubrögð að aðkoma einkaaðila að verkefninu skuli hafa verið með þeim hætti að einum tilteknum aðila stæði auðlindin til boða án þess að eðlilegs jafnræðis milli aðila væri gætt."

Einnig er rétt að hafa í huga að ef sjálfstæðismenn í borginni hefðu náð fram sínum vilja og REI hefði verið selt, eftir sameininguna við GGE, hefði GGE haft forkaupsrétt að hlutnum. Þannig hefði FL-Group getað eignast allan hlutinn í REI með 20 ára einkaréttarsamningi.

Aðdragandi REI-málsins, aðkoma minnihluta
REI var stofnað í valdatíð fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils en í þeim meirihluta sátu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. Fulltrúar þeirra leiddu samningaviðræður við GGE um sameiningu GGE og REI. Minnihlutinn átti engan fulltrúa í stjórn REI og kom því hvergi nærri því örlagaferli. Í stjórn
Svandís SvavarsdóttirREI voru til að mynda kaupréttasamningar samþykktir og þeim síðar breytt eftir harða gagnrýni minnihlutans eftir að minnihlutinn kom upp um samningana og að endingu voru þeir svo felldir niður í stjórn REI. Enginn fulltrúi minnihlutans greiddi því atkvæði með eða á móti þeim kaupréttarsamningum, því í stjórn REI átti minnihlutinn ekki fulltrúa.

Samruninn var vissulega samþykktur mótatkvæðalaust í stjórn OR 3. október 2007. Enda hafði veigamiklum þáttum verið haldið leyndum fyrir kjörnum fulltrúum og var talað um algjöran trúnaðarbrest í því sambandi. Meðal annars var eðli 20 ára einkaréttarsamnings ekki kynnt. Fulltrúar minnihlutans í stjórn OR óskuðu eftir frestun á málinu en frestunartillagan var felld af meirihlutanum. Meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna.

Það var svo minnihlutinn sem náði að draga fram í dagsljósið meinbugina sem voru á þessum gjörningi. Það fór ekki fram hjá neinum að mikil ólga var innan borgafulltrúahóps Sjálfstæðisflokksins þegar kvarnast fór upp úr þeirri glansmynd sem dregin hafði verið upp af sameiningu REI og GGE. En sú óeineining birtist helst í nafnlausum lekum innan úr hópnum og því varla um mikla hetjudáðir að ræða.

Sjálfstæðismenn vildu afhenda FL-Group REI
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu blaðamannafund í ráðhúsinu þann 8. október 2007 þar sem þeir kynntu niðurstöðu þriggja tíma sáttafundar sem þeir höfðu þá setið á með sjálfum sér. Niðurstaða þess fundar var að selja ætti REI að fullu út úr Orkuveitunni. Reyndar láðist þeim að ræða þessa niðurstöðu við samstarfsflokkinn, sem ekki gat unað henni og sleit samstarfinu þremur dögum síðar. Hefði Sjálfstæðisflokkurinn náð að hrinda vilja sínum í framkvæmd hefði GGE átt forkaupsrétt að fyrirtækinu og þar með 20 ára einkaréttasamningi á öllum erlendum verkefnum OR.

Hvernig nokkur maður getur látið sig dreyma um að hægt sé að falsa söguna þannig að sexmenningarnir svokölluðu hafi bjargað REI er óskiljanlegt.

Það var svo 100-daga meirihlutinn og vinna stýrihóps undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sem fór yfir málið í heild sinni og rifti samrunanum.

Þá er komið að hinni myndrænu upprifjun. Ég klippti saman umfjöllun um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október 2007 með tveimur klippum frá september sem mér fannst skipta máli. Því miður hef ég ekki aðgang að fréttum RÚV eða Kastljósi frá þessum tíma.

Fréttir Stöðvar 2 frá 5. - 10. október 2007

Hér sprakk meirihlutinn og fréttaumfjöllun næstu tveggja daga var nánast eingöngu um þann atburð. Þeir fréttatímar koma hér hvor í sínu lagi.

Fréttir Stöðvar 2 - 11. október 2007

Fréttir Stöðvar 2 - 12. október 2007

 

Og hér eru síðan fréttirnar frá 13. - 31. október 2007

Á þessum tíma var Ísland í dag alvöru fréttaskýringaþáttur og var með puttann á púlsinum. Hér er samanklippt umfjöllun Íslands í dag 4., 8., 9. og 10. október 2007. Af meiru er að taka en það verður að bíða betri tíma.

Ísland í dag

Að lokum er hér umfjöllun Kastljóss um skýrslu starfshóps um REI-málið frá 6. og 7. febrúar 2008

Dæmi nú hver fyrir sig um gjörninginn og tengslin milli "styrkja" og stjórnmála. Við vitum hvað útrásarvíkingunum gekk til, en hvað gekk stjórnmálamönnunum til? Hvernig stendur á því að sumir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar voru - og eru reyndar enn - tilbúnir til að selja eigur og auðlindir þjóðarinnar til að þeir sjálfir, frændur þeirra og vinir, geti auðgast  og lifað í vellystingum praktuglega á kostnað almennings? Er þetta ekki einn anginn af spillingunni sem er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að uppræta? Varla gerum við það með því að kjósa þessa sömu menn aftur.

Málefni Hitaveitu Suðurnesja hef ég ekki kynnt mér nægilega vel til að fjalla um þau, en bæði Hannes Friðriksson, sem barðist gegn einkavæðingu HS, og Agnar Kristján Þorsteinsson og eflaust fleiri hafa gert þeim skil.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Góð sambönd gulli betri

Þessi frásögn var í DV 25. febrúar 2006. Þarna eru saman komnir auðmenn, bankamenn, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn. Nú sverja stjórnmálamennirnir af sér öll tengsl við bankana og fyrirtæki auðmanna, hversu trúlegt sem það er. En þeir mega eiga það, banka- og auðmennirnir að þeir virðast hafa undirbyggt fyrirætlanir sínar vel og gætt þess að eiga inni greiða hér og hvar.

Íslenskir milljarðamæringar í Soho - DV 25.2.06


Páskahugvekja í Íslendingasagnastíl með goðafræðiívafi

Hún er hádramatísk, páskahugvekjan í ár. Klassísk minni sem prýða Biblíuna, Íslendingasögurnar, goðafræðina og spennusögur ýmislegar skjóta upp kollinum. Bakarar eru hengdir fyrir smiði, krossfestingar njóta vaxandi vinsælda (enda páskar), vegið er grimmt úr launsátri, öldungar tala í óráðnum gátum og vita lengra en nef þeirra nær, safnað er liði og fylkingar berjast að Sturlunga sið. Sjálfskipaðir Gissurar, Kolbeinar, Sturlur, Sighvatar og Eyjólfar ofsar eru stokknir á svið og nú bíður lesandinn/áhorfandinn þess hverjir liggja í valnum að bardaga loknum. Og hvernig unnið verður úr lyktum hans.

"Þau tíðkast hin breiðu spjótin," sagði Atli Ásmundsson þegar Þorbjörn öxnamegin rak hann í gegn með fjaðraspjótinu í Grettis sögu. Gera má ráð fyrir að nú sé spjótum af ýmsum breiddum veifað í Valhöll af miklum móð. Að einhverjir liggi að lokum í valnum eða hverfi alblóðugir af orrustuvellinum og mæli djarflega af munni fram: "Þær tíðkast hinar breiðu axlirnar". Á baki þeirra hangir skilti hvar stendur skýrum stöfum: "To be continued..."

Þannig var nefnilega til forna að Óðinn safnaði þeim sem dóu í bardaga til bústaðar síns, Valhallar. Þeir börðust síðan á Iðavelli á daginn en á kvöldin átu þeir kjöt af geltinum Sæhrímni og drukku mjöð úr spenum geitarinnar Heiðrúnar. Ef ég man rétt þótti þetta eftirsóknarvert hlutskipti í þá daga.

En nú um stundir er athæfi þetta kallað "að græða á daginn og grilla á kvöldin" og hefur verið afar vinsælt hjá vissum hópi þjóðarinnar. Ef heldur sem horfir snarfækkar í þeim hópi dag frá degi eftir því sem ljóstrað er upp um blekkingarnar, hverja á fætur annarri.

Þetta voru fyrstu kaflar páskahugvekjunnar 2009. Bætt verður við eftir því sem fram vindur sögunni. Miðað við efnistök hugvekjunnar má búast við að sumarsmellurinn í ár fjalli um styrki til einstakra frambjóðenda í öllum flokkum, jafnt í prófkjörum, alþingis- og sveitastjórnarkosningum undanfarinna ára. Við bíðum spennt.


Nýr og ferskur "BaugsFLokkur" afhjúpaður

Þar kom að því að Geir Haarde "axlaði ábyrgð" á einhverju. Ekki seinna vænna, maðurinn er hættur í pólitík og þykist geta tekið allar syndir FLokksins með sér. Nú má allt í einu persónugera vandann! Ég sé á umræðunni í kvöld að allir sjá í gegnum þetta aumkvunarverða plott nema sanntrúaðir. Sjálfsagt reyna FLokksbræður og -systur að klóra í bakkann í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga því litla sem eftir er af orðstír FLokksins. En það er of seint, hið rétta andlit FLokksins hefur verið að birtast undanfarnar vikur og mánuði. Tugmilljóna mútuféð (styrkirnir?) frá FL Group og Landsbankanum voru bara enn ein sönnunin á innra eðli FLokksins. Endurgreiðslur (uppreiknaðar með vöxtum?) breyta nákvæmlega engu þar um. Orðstír FLokksins, trúverðugleiki og heiður er rústir einar, það hlýtur allt sæmilega skynsamt fólk að viðurkenna.

Maður er nefndur Guðsteinn Haukur Barkarson og er Moggabloggari. Guðsteinn Haukur er menntaður sem margmiðlunarfræðingur og er líka myndlistarmenntaður. Ljúfur, öfgalaus trúmaður sem ég heimsæki gjarnan því hann hefur svo góða "bloggnærveru"... ef einhver skilur hvað ég á við. Guðsteinn Haukur missti vinnuna hjá Kaupþingi við fall bankans og er því eitt af fórnarlömbum hrunsins, eins og reyndar við öll að einu eða öðru leyti.

Guðsteinn Haukur hefur nú hannað nýtt "lógó" fyrir nýja "BaugsFLokkinn" og slagorð sem fylgir. Ég er viss um að hann hefði ekkert á móti því að sem flestir létu nýja lógóið og slagorðið fara sem víðast.

SjáLfstæðis-FLokkurinn

 FLokkur allra Landsmanna

Að lokum legg ég til að fólk lesi Kvislingablogg Þorleifs Ágústssonar.


John Perkins og Michael Hudson í fjölmiðlunum

Ég kvartaði yfir þögn fjölmiðla um þá Michael Hudson og John Perkins á mánudaginn í þessari færslu. Nú hafa sumir fjölmiðlar bætt úr því og ég hef safnað saman efni um og viðtölum við þá. Ég hef örugglega misst af einhverju og þætti vænt um að fá ábendingar um það efni. En hvað sem gerist getum við ekki sagt að við höfum ekki verið vöruð við.

Áður birt á þessari síðu:

Fyrst er auðvitað að telja viðtölin við þá Hudson og Perkins í Silfri Egils sl. sunnudag.
Greinar Hudsons í Fréttablaðinu 1. og 4. apríl sl.
Fréttir RÚV á sunnudagskvöld.

How to destabilize countries legally - John Perkins.
The Secret History of American Empire - John Perkins.
Fréttablaðið 6. apríl - Skjaldborg um auðlindir.

 Viðbætur:

Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 6. apríl - viðtöl við Hudson og Gylfa Magnússon.

 

Erindi og svör við fyrirspurnum - John Perkins á málþingi í HÍ 6. apríl.
Myndbönd í boði Borgarahreyfingarinnar. Meira hjá Alfreð.

 

 Lóa Pind Aldísardóttir - Viðtal við John Perkins - Ísland í dag 7. apríl.

 

Morgunblaðið 8. apríl - viðtal við John Perkins (smellið þar til læsileg stærð fæst).

John Perkins - Moggi 8.4.09

DV 8. apríl - viðtal við Michael Hudson og Gunnar Tómasson (smellið þar til læsileg stærð fæst).
Gunnar í Silfrinu 1. febrúar sl. hér.

Michael Hudson og Gunnar Tómasson - DV 8.4.09

 Síðast en ekki síst - Spegillinn á RÚV 7. apríl - John Perkins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sjálfstæðisflokknum mútað?

Ég er líklega undarlega þenkjandi, en þessar fréttir komu mér nákvæmlega ekkert á óvart. Þar sem ég er vel kunnug íslenskri tungu og orðaforða hennar koma mér ýmis orð í hug - en ég er líka afskaplega kurteis og sleppi því að þylja þau. En nú vil ég fá að vita hvort fleiri flokkar fengu slíkar greiðslur - korteri fyrir bann. 


Hvað kemur þeim stjórnarskráin við?

Century AluminiumKarlanefndin um stjórnarskrána sem skipuð var í mars sl. leitaði eftir umsögnum eins og nefndir Alþingis gera gjarnan. Það sem vekur sérstaka athygli við listann yfir þá sem leitað var umsagna hjá er að þar eru nokkur erlend álfyrirtæki. Hanna St. Þorleifsdóttir vakti athygli á þessu í athugasemd við þessa bloggfærslu mína. Hvað í ósköpunum kemur erlendum álrisum stjórnarskrá Íslendinga við þótt þeir séu hér með þrjú útibú? Hvað gekk nefndinni til?

Ætli sjálfstæðismenn séu búnir að tuða um þetta mál í yfirstandandi maraþonatkvæðaveiðum á þinginu? Ef ekki lægi mikið við myndi ég líklega óska þess að þeir héldu svona áfram. Maður sér næstum með eigin augum atkvæðin hrynja af þeim frá klukkutíma til klukkutíma - og þeir skammast sín ekkert fyrir að tefja áríðandi þjóðþrifamál og fara svona með þjóð sína og gegn eindregnum vilja hennar. Svo ætlast þeir til þess að við berum virðingu fyrir þeim og kjósum þá jafnvel. Ja, svei!

Það er deginum ljósara að sjálfstæðismenn vilja ekki að auðlindir okkar séu í þjóðareign. Enda kom greinilega fram á landsfundi þeirra nýverið í hverra eigu þeir telja fiskinn í sjónum vera eins og sjá má og heyra hér. Þeim til varnar má svosem minna á að þröngsýni þeirra er slík að þeir telja Flokkinn vera þjóðina - sjá hér. Og maðurinn sem uppgötvaði fé án hirðis og einkavæddi það með hörmulegum afleiðingum er ekki líklegur til að láta þar við sitja. Hér má heyra um hugmyndir hans, sem hann tjáði í Silfri Egils 5. október sl., um hvað gera má við auðlindir án hirðis.

Áttum okkur strax á því, að merkilegt nokk eru ótalmargir sjálfstæðismenn sama sinnis og þessi ágæti frjálshyggjuauðlindahirðir. Og rétt eins og með aðrar eigur þjóðarinnar sem þeir hafa einkavinavætt, gefið eða selt útvöldum gegn hóflegu gjaldi myndu þeir ekki hika við að losa þjóðina við allar auðlindir án hirðis sem þeir gætu komist yfir.

Viðbót: Smugan minnti mig á þetta viðtal við sjálfstæðismanninn Jón Gunnarsson. Jóni finnst sjálfsagt að afhenda eigendum Krónubréfa (hver á þau bréf?) orkuver og önnur mannvirki á Íslandi. Er það rétt sem fram kemur í fréttinni að núverandi ríkisstjórn sé í samningaviðræðum um þetta í samráði við Seðlabankann og AGS?

Össur Skarphéðinsson, hinn gallharði virkjana- og álverssinni og ráðherra Samfylkingarinnar, hefur greinilega kíkt á Silfur Egils og hlýtt á málflutning þeirra Hudsons og Perkins, ólíkt þingmanninum og sjálfstæðismanninum Jóni Magnússyni sem sagði í þingtuði (já, tuði - þetta eru ekki ræður sem fluttar eru af sjálfstæðismönnum á Alþingi þessa dagana) kl. 19.20 í kvöld: "Silfur Egils horfði ég nú ekki á. Hafði nú annað og merkara við tímann að gera heldur en að hÖssur í góðum félagsskap hjá Kaupþingi í Katarlusta á þann innihaldsrýra sleggjudómaþátt eins og hann hefur þróast í vetur undir forystu þess stjórnanda". Jón Magnússon hlustar semsagt hvorki á almenning né sérfræðinga - fólkið í landinu sem hefur verið á gestalista Silfursins í vetur. Gott að vita það, einkum fyrir þá sem hugðust kjósa nýja flokkinn hans. Hann hefur þá ekkert lært í vetur af öllu því fróða, eldklára fólki sem við hin höfum borið gæfu til að horfa og hlusta á, þökk sé "þeim stjórnanda".

En Össur virðist hafa kíkt á Silfrið og fer mikinn á bloggsíðu sinni í dag. Þar ber virkjana- og álverssinninn sér á brjóst og segist hafa barið í gegn Orkulög. Þau lög geri það að verkum að orð Hudsons og Perkins um að íslenska þjóðin geti misst orkuauðlindir sínar í gin erlendra auðhringa séu dauð og ómerk. Það geti aldrei gerst, þökk sé Össuri. Þeim sama Össuri og reynir nú með fulltingi gamla samstarfsflokksins, Sjálfstæðiflokks, að berja í gegn lög um fjárfestingarsamning við Century Aluminium auðhringinn um ýmiss konar hlunnindi, skattaafslátt, fríar mengunarheimildir (og gjafverð á rafmagni?), bara ef álrisinn vill reisa risaálver í Helguvík sem þurreys allar orkuauðlindir suðvesturhornsins og dælir eitri yfir íbúa þessa þéttbýlasta svæðis landsins. Sumir flokka nefnilega rányrkju og eiturmengun sem "skynsamlega nýtingu auðlinda".

Það sem Össur virðist ekki skilja er að þau öfl sem þeir Hudson og Perkins tala um svífast einskis. Þau staldra ekki við í dyrunum, hringja bjöllunni og spyrja kurteislega hvort þau megi koma inn. Hvort það séu nokkur lög í landinu sem hindri þau í að gera það sem þau ætla sér. Nei, þau vaða inn á skítugum skónum, segja okkur skulda þeim stórfé (þau eru hirðirinn) og nú sé komið að skuldadögum. Auðlindirnar eða lífið. Engin orkulög sem barin eru í gegn um örþingið á Íslandi fá nokkru um það breytt.

Enda lútum við nú þegar svo lágt að biðja erlenda álversauðhringa um álit á breytingum á íslensku stjórnarskránni. Hvort við megum náðarsamlegast hnika til ákvæðum um eignarhald á auðlindunum þannig að við eigum þær sjálf - eða hlut í þeim. Aumt.

Ég trúi miklu frekar þeim Hudson og Perkins en Össuri Skarphéðinssyni í þessum málum. Þeir eru fagmenn og reynsluboltar. Össur er doktor í kynlífi fiska. Síðast þegar erlendir sérfræðingar reyndu að vara okkur við var ekki hlustað og viðvaranir þeirra skotnar í kaf af íslenskum ráðamönnum. Við megum ekki gera sömu mistökin aftur. Hlustum á þá og tökum mark á þeim.



Umsögn Century Aluminium um breytingar á stjórnarskrá Íslands


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ærandi þögn

Ég réðst glaðbeitt á prentmiðlana í morgun og bjóst við safaríkri umfjöllun í Fréttablaðinu eða Mogganum um Michael Hudson og John Perkins. Ekki átti ég von á löngum viðtölum, þau þarfnast meiri tíma og úrvinnslu. En í ljósi þess hvað mennirnir sögðu í Silfrinu í gær bjóst ég við einhverjum viðbrögðum. Að ráðamenn þjóðarinnar væru spurðir út í fullyrðingar þeirra - eitthvað. Af nógu var að taka. Ég sá enga umfjöllun á vefmiðlunum eftir þáttinn í gær, nema RÚV. Svo sá ég að Rakel og Birgitta höfðu skannað vefmiðlana eins og þær segja frá á bloggum sínum.

En ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Fréttablaðið og Moggann (DV kemur ekki út á mánudögum).

Í Fréttablaðinu var þetta:

Sláum skjaldborg um auðlindir - Fréttablaðið 6.4.09

Í Mogganum var þetta:

Játningar hagglæpamanns - Moggi 6.4.09

Þar með var sú umfjöllun upptalin. Þunnur þrettándinn þar. Hvort það eiga eftir að koma viðtöl við Hudson og Perkins í þessum blöðum veit ég ekki, en ég ætla rétt að vona það. Orð þeirra í Silfrinu voru gríðarlega alvarleg og framtíðarsýnin skelfileg ef rétt reynist.

Ég hef tekið eftir því, að það er allt annar hópur fólks sem les blöðin annars vegar og netmiðla og blogg hins vegar. Það sem birtist í prentmiðlum nær ekki til nethópsins og öfugt. Svo er upp og ofan hver horfir á fréttir og fréttatengda þætti - og Silfrið. Sigurveig Eysteinsdóttir skrifaði athugasemd við síðustu færslu mína sem hljóðaði efnislega svona: Áhugaleysi fólks er mikið. Það kom t.d. kona til mín í heimsókn í kvöld. Hún vissi ekki hvað ég var að tala um þegar ég nefndi efnahagsástandið, Davíð og Landsfundinn. Vissi ekki hvað G20 var og svona mætti lengi telja. Þessi manneskja er ekki vitlaus, gáfuð ef eitthvað er. Hún horfir bara ekki á fréttir eða fréttatengda þætti. Það sem skelfir mig mest er að svo fer þetta fólk í kjörklefann eftir nokkra daga og kýs af gömlum vana.

Eins skelfilega og þetta hljómar á það á við stóran hóp Íslendinga. Allt of margir fylgjast ekki með einu eða neinu, hvernig svo sem það er hægt, og hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Hvað sem við hin reynum að upplýsa, benda á og ræða hlutina er stór (?) hluti þjóðarinnar steinsofandi og flýtur þannig að feigðarósi. Við verðum að taka höndum saman og reyna að ná til þessa fólks. Gera því grein fyrir hverjir eru að gera hvað og hvaða flokkar vilja selja okkur í hendur erlendum auðhringum og fjárglæframönnum. Þetta er grafalvarlegt mál og ef við ekki bregðumst við strax getur það orðið um seinan.

Að lokum - mest lesna efnið á DV rétt fyrir hádegi í dag:

Mest lesið á dv.is - 6.4.09


Sjokkerandi Silfur

Ætli stór hluti áhorfenda Silfursins þurfi ekki áfallahjálp núna. Það kæmi mér ekki á óvart. Reyndar kom fátt fram sem ekki hefur verið sagt áður af ýmsum Íslendingum, bæði á netinu og annars staðar. Ég nefni t.d. Jón Steinar á blogginu sínu og fleiri og fleiri. Og hægt hefur verið að horfa á myndir eins og Zeitgeist og ýmis myndbrot á YouTube um alls konar svona mál víða um heim.

En að fá þessa menn í sjónvarpssal hjá RÚV - í Reykjavík - að tala beint við okkur Íslendinga um okkar eigin mál og framtíð okkar er einhvern veginn beinskeyttara, persónulegra og áhrifaríkara. Finnst mér. Ég er eiginlega í hálfgerðu sjokki og á eftir að melta þetta allt saman miklu betur. Þetta er ekki áróður, heldur blákaldur veruleiki. Látið engan reyna að telja ykkur trú um neitt annað.

Hugurinn er á fleygiferð, orð og gerðir stjórnmálamanna skoðast í nýju ljósi og verður að meta á nýjan hátt ef marka má það sem Michael Hudson og John Perkins sögðu. Tökum samning Össurar Skarphéðinssonar við Century Aluminium um álverið í Helguvík sem dæmi. Er Össur að selja okkur í hendur erlendra auðhringa - eða réttara sagt að gera vonda stöðu enn verri? Ég var sannfærð um það fyrir og er enn sannfærðari nú. Verður litið á slíka samninga sem landráð héðan í frá? Ég ætla rétt að vona það. Skoðið minnihlutaálit Iðnaðarnefndar þingsins frá í gær.

Ég er líka enn meira hugsi en venjulega yfir stefnu og stjórnsýslu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessir flokkar vilja einkavæða, selja grunnstoðir þjóðfélagsins, virkja og reisa álver um allt land. Miðað við það sem kom fram í Silfrinu eru þeir ólígarkaflokkar og þingmaður staðfesti meint eignarhald auðlinda sjávar í frægri ræðu á landsfundi um síðustu helgi. Auðlindum sjávar var stolið frá þjóðinni fyrir mörgum árum. Nú höfum við möguleika á að eignast hana aftur og eigum hiklaust að gera það. Nýta hana í þágu okkar allra, ekki bara fárra auðmanna. 

Samfylkingin setti upp grímu Fagra Íslands fyrir kosningarnar 2007 en kastaði henni fljótt og vill virkja og fórna auðlindum okkar fyrir gróða erlendra auðmanna. Þó veit ég að í þeim flokki eru einlægir náttúruverndarsinnar og skynsemisraddir eins og Mörður, Dofri, Þórunn og nú Ómar Ragnarsson. Orkuauðlindir okkar eru ómetanlegur fjársjóður sem við eigum að nýta í þágu lands og þjóðar, ekki erlendra auðhringa.

Það eru að koma kosningar. Lokaorð Johns Perkins voru þau að þegar upp er staðið erum það við sjálf sem ráðum hvað verður um okkur, almenningur í landinu, kjósendur. Við fáum það sem við kjósum yfir okkur - og engum ætti lengur að dyljast fyrir hvað íslenskir stjórnmálaflokkar standa í raun. Við vitum það að fenginni afar dýrkeyptri reynslu.

Michael Hudson - með íslenskum texta

 

John Perkins - með íslenskum texta

 

Draumalandið - kynningarmyndband

 

 Vettvangur dagsins 1 - Agnes Braga og Kristinn Hrafnsson

 

Vettvangur dagsins 2 - Jón Helgi Egilsson og Ketill orkubolti Sigurjónsson

 

Viðbót: Michael Hudson og John Perkins í kvöldfréttum RÚV 5.4.09

 


Efnahagsmálaliðinn og Stríðið gegn Íslandi

Ég veit ekki hverjir aðrir verða í Silfrinu á morgun, en ég hlakka til að heyra i þessum tveimur.

John Perkins - sjá hér og hér

 

Rætt er við Perkins í mynd Andra Snæs og Þorfinns Guðnasonar, Draumalandinu, sem frumsýnd verður á þriðjudaginn. Hann tekur einnig þátt í málþingi í Háskóla Íslands á mánudag, sjá hér.

 

Michael Hudson - sjá einnig þessa grein

Stríðið gegn Íslandi - Michael Hudson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband