Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Orðheingilsháttur og titlíngaskítur

Halldór Laxness"Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls." Mér komu þessi orð Halldórs Laxness úr Innansveitarkroníku í hug þegar ég skoðaði viðbrögðin við frásögn minni af útifundinum og óvæntri heimsókn til fjármálaráðherra sem ég sagði frá í síðasta pistli. Nokkrir netmiðlar fjölluðu um málið auk Bylgjunnar og bloggara.

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðunum. Það kom mér á óvart hvað þau voru mikil og sterk. Túlkun manna er ólík og jafnvel er hártogað út og suður það, sem ég taldi einfalda og skýra frásögn. Afskaplega misjafnt hvað fólki fannst vera kjarni málsins og það finnur jafnvel engan kjarna. Kannski er hér við sjálfa mig að sakast - kannski ekki.

Ég get ekki með nokkru móti svarað öllu sem sagt hefur verið, reyni það ekki. Enda öllum frjálst að hafa sínar skoðanir og tilfinningar. Mér finnst aftur á móti verra þegar verið er að gera mér upp skoðanir og leggja mér orð í munn. Segja mig meina eitthvað sem ég hef ekki einu sinni gefið í skyn, hvað þá sagt og fráleitt hugsað. Svo er alltaf talsvert um að fólk lesi ekki einu sinni textann eða hafi svo afleitan lesskilning að ætla mætti að það hafi villst á bloggpistlum þegar það tjáir sig.

Ég kallaði þá sem mættu á fundinn hetjur. Sagði að hetjurnar hefðu mætt.  Þýðir það að allir aðrir séu gungur? Ekki aldeilis. Ég mæti t.d. sjálf ekki á útifundinn næsta laugardag. Líkast til ekki þarnæsta heldur. Er ég þá gunga? Nei, ég bara kemst ekki, svo einfalt er það. Ef maður segir að einhver sé fallegur - eru þá allir aðrir ljótir? Eða ef hópur fólks er talinn gáfaður - eru þá allir aðrir heimskir? Nei, alls ekki. Lífið er ekki svo svart-hvítt eða pólaríserað og því hef ég aldrei haldið fram. Þótt ég hafi skýrt málið enn frekar í athugasemd nr. 8 við pistilinn virðist fólk ekki hafa tekið eftir því og heldur áfram í hártogunum. Ég skrifaði ekki ósvipaða ádeilu hér - í janúar - en minnist þess ekki að hafa séð viðlíka útúrsnúninga þá. Meira að segja gáfumennið, uppáhaldið mitt og rithöfundurinn Guðmundur Andri fellur í þessa gryfju hér. Orðheingilsháttur og titlíngaskítur? Maður spyr sig...

Mikið var gert úr því, að Steingrímur J. skyldi leggjast svo lágt að fá einhvern bloggara til að birta tölvupóstana. "Lauma bréfasnifsum að Steingrímur J. Sigfússoneinstaklingum til að birta á bloggi..." Ég tek hjartanlega undir með þeim sem gagnrýna Steingrím fyrir að hafa ekki birt þá fyrr, og þá í útbreiddum fjölmiðlum bæði hefðbundnum og á netinu. Og ég spyr hvort fjölmiðlamenn hafi beðið Steingrím um skjöl máli sínu til stuðnings. Hitt er svo annað mál að Steingrímur bað mig ekki að birta póstana. Ég bað hann um að fá að birta þá. Á þessu er grundvallarmunur. Steingrímur hafði ekki hugmynd um að ég kæmi með Herði Torfa, ég tók fram í pistlinum að ég hefði verið boðflenna, svo varla var þetta vandlega undirbúið stönt eins og sumir hafa látið að liggja. Gengur þeim eitthvað til sem kjósa að mistúlka hlutina á þennan hátt? Maður spyr sig...

Einhverjir sögðu að Hörður hafi verið "tekinn á teppið". Það fannst mér bráðfyndið, sérstaklega af því það voru öfgahægrimennirnir hjá "fremsta fréttaskýringavef landsins", AMX sem sögðu það. Ég hef lært, ef ekki á langri ævi þá að minnsta kosti í ölduróti vetrarins, að spyrja sjálfa mig ævinlega: Hver segir hvað? Af hvaða hvötum? Í þágu hvaða hagsmuna? Í umboði hvaða stjórnmálaafla? Það hefur reynst mér nokkuð vel í tilraunum mínum til að skilja hina ómálefnalegu og þröngsýnu umræðu sem einkennist af... jú, einmitt... orðheingilshætti og titlíngaskít.

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ljósritið af tölvupóstunum sem ég fékk í hendur var með nöfnum og netföngum allra viðkomandi aðila. Ég var ekki beðin um að klippa textann þannig að þau kæmu ekki fram. Það tók ég algjörlega upp hjá sjálfri mér. Miðað við andrúmsloftið í samfélaginu óttaðist ég að fólk í slæmu jafnvægi myndi senda þessum mönnum tölvupósta með miður notalegum athugasemdum. Þótt púkanum í mér hafi fundist það bara gott á þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að slíkt væri íslensku þjóðinni ekki til framdráttar um þessar mundir.

Það sem mér finnst einna verst við umræðuna um þennan pistil er, að þrumuræða Jóhannesar Þ. Skúlasonar virðist hafa fallið í skuggann. Hana birti ég í pistlinum en fáir virðast hafa tekið eftir henni. Ég vil því hvetja fólk til að kíkja aftur á pistilinn og lesa ræðu Jóhannesar.

Að lokum langar mig að biðja lesendur að hlusta á Krossgötuþáttinn sem ég hengi neðst í pistilinn. Þar ræða þau Páll Skúlason og Vigdís Finnbogadóttir meðal annars um skort á almennilegri rökræðu og rökræðuhefð á Íslandi, hræðslu við að ástunda gagnrýna hugsun og hættSjö töframenn - Halldór Laxnessulegt vald stjórnmálanna.

Ég lýk máli mínu með annarri tilvitnun í Halldór Laxness, lýsingu á íslensku þjóðarsálinni um aldir - að þessu sinni úr Sjö töframönnum. Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933: "Það er álitið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfirgang af meiri kurteisi en Íslendingar. Um aldaraðir alt fram á þennan dag lifðu þeir í skilníngsríkri sáttfýsi við kúgun, án þess að gera nokkru sinni tilraun til uppreistar. Eingri þjóð var byltíngarhugtakið jafn hulið. Ævinlega voru Íslendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól."


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eva Joly, réttlætið og fimmta valdið

Stundum er sagt að allt sem þurfi sé pólitískur vilji til að eitthvað sé framkvæmt. Vel má vera að svo sé á stundum, en oft er það ekki nóg. Það þarf vilja fimmta valdsins, embættismanna í opinberum stofnunum og ráðuneytum.

Nú er staðan til dæmis þannig, að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa verið við völd nokkuð lengi. Þeir flokkar hafa reyndar verið við völd stóran hluta síðustu aldar og fyrstu sjö ár þessarar. Sá ósiður hefur tíðkast á Íslandi, og ekki aðeins í opinbera geiranum, að í lykilstöður eru skipuð flokkssystkin, vinir eða venslafólk. Hæfni og menntun kemur málinu yfirleitt ekkert við þótt á því séu eflaust heiðarlegar undantekningar. Líkast til á þetta við alla flokka, en það hefur reynt meira á suma en aðra.

Æ sér gjöf til gjalda. Þessir pólitískt skipuðu embættismenn, og jafnvel nánir vinir fyrri valdamanna, hafa tögl og hagldir í kerfinu. Þeim er í lófa lagið að leggja stein í götu nýrrar ríkisstjórnar þar sem þeim hugnast ekki að aðrir flokkar en þeirra séu við völd. Þannig koma nýir ráðherrar til starfa í ráðuneyti sem er kannski með pólitíska andstæðinga þeirra í lykilstöðum sem hafa allt aðrar hugmyndir en ráðherrann um menn og málefni. Þetta er afleitt kerfi sem verður að breyta. Afnema verður æviráðningar og gera ráðherrum kleift að hafa í kringum sig fólk sem þeir geta treyst.

Eva JolyÞessar hugsanir hafa leitað á mig undanfarna daga og hvort þetta sé ástæða þess að Evu Joly hefur ekkert orðið ágengt í störfum sínum hér. Hún virðist hafa gengið á veggi og orðið fyrir ýmsum hindrunum. Á hana hefur ekki verið hlustað. Þetta er hneisa og skömm. Ég neita að trúa því að stjórnin sem nú situr vilji ekki rannsaka hrun bankanna. Ef þingmenn hafa lagt við hlustir í dag vita þeir að það hefur allt verið brjálað vegna þeirrar stöðu sem Eva Joly er í og orða hennar. Það þarf ekki annað en stikla í gegnum athugasemdir við þessa bloggfærslu Egils Helgasonar og þessa frétt á Eyjunni. Flest annað ber að sama brunni. Nú þarf ríkisstjórnin að vanda sig. Ragna brást skjótt við og skipaði nýjan ríkissaksóknara í málum sem snúa að þessari rannsókn. Nú bíðum við eftir auknu fjármagni í rannsóknina og fleiri saksóknurum eins og Eva Joly bað um. Illugi Jökulsson skrifaði frábært bréf til ríkisstjórnarinnar á blogginu sínu - sjá hér. Ég tek undir hvert einasta orð í þessu fína bréfi Illuga. Hengi líka neðst í færsluna Spegilsviðtal við undirritaða frá því fyrr í kvöld sem á rætur í bréfi mínu til ríkisstjórnarflokkanna - sjá hér.

Ég klippti saman fréttir RÚV og Stöðvar 2 í kvöld um mál Evu Joly. Fréttin á Stöð 2 er stórfurðuleg. Þar talar "fréttakonan" um að "stjórnvöldum sé stillt upp við vegg" og að Joly vilji að "dælt sé peningum í rannsóknina". Tíundað er hver kostnaður af störfum Joly sé við rannsóknina og svo er klykkt út með  að Eva Joly hafi neitað viðtali við Stöð 2 í dag. Hljómar dálítið eins og fréttin hafi verið sett upp sem hefnd fyrir það. Hún fór reyndar heldur ekki í viðtal hjá fréttastofu RÚV - bara í Kastljós. Og myndmálið er augljós skilaboð líka. Tveir karlar sýndir ábúðarmiklir við skrifborðin sín með tölvurnar fyrir framan sig. Svo er Eva Joly sýnd í förðun og hárgreiðslu fyrir sjónvarpsupptöku eins og tildurrófa og súmmað inn á rós í vasa. Hvað ætli "fréttakonunni" hafi gengið til? Þetta fannst mér ekki faglega unnin frétt.

Fréttir RÚV og Stöðvar 2 - 10. júní 2009

 

Eva Joly í Kastljósi 10. júní 2009

Meira um Evu Joly til upprifjunar.

Silfur Egils 8. mars 2009

 

 Fréttir RÚV 8. mars 2009

Mbl-Sjónvarp 9. mars 2009

NRK2 - Eva Joly um Ísland í norska útvarpinu 12. mars 2009

Hjá Önnu Grosvold í NRK 13. mars 2009

 

 Formlega ráðin - Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 28. mars 2009

 Fyrirspurn til dómsmálaráðherra - Alþingi 8. júní 2009

Norsk heimildarmynd um Evu Joly - fyrri hluti

 

Heimildarmynd - seinni hluti

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ekstrablaðið 2006 - umfjöllun um íslenska auðjöfra - 3

Þá er það þriðji kafli umfjöllunar Ekstrablaðsins 2006 um íslensku auðjöfrana. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Dagur 3 - Forsíða

Dagur 3 - bls. 6

Dagur 3 - bls. 7

Dagur 3 - bls. 8


Ekstrablaðið 2006 - umfjöllun um íslenska auðjöfra - 2

Hér er næsti kafli í umfjöllun Ekstrablaðsins frá 2006 um íslensku auðjöfrana. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Dagur 2 - Forsíða

Dagur 2 - bls. 6

Dagur 2 - bls. 7

Dagur 2 - bls. 8

Dagur 2 - bls. 9


Komið, spámenn...

Nýr pistill Eiríks Guðmundssonar í Víðsjá á Rás 1 fjallar um þörf Íslendinga fyrir sannindi. Eiríkur tekur síst of djúpt í árinni. Þangað til sannleikurinn kemur í ljós verðum við í lausu lofti - og það er afleitt. Stjórnvöld verða að tala meira við þjóðina - og segja sannleikann.

Eiríkur Guðmundsson - pistlar

Komið, spámenn

Á Íslandi er nú töluverð þörf fyrir mikil sannindi. Þjóðin þráir speki, þráir sannindi, helst dálítið dularfulla speki, sem sögð er á framandi máli, við munum taka Dalai Lama fagnandi, rétt eins og við tókum bandaríska kvikmyndaleikstjóranum David Lynch fagnandi á dögunum. Eins og við tókum Evu Joly fagnandi, þegar hún kom og sagði okkur, beint eða óbeint, að hér hefðu glæpamenn verið að verki.

Það er eftirspurn eftir erlendum sannindum, og það er ekki að ástæðulausu! Þjóðin trúir ekki innlendu spekingunum, treystir ekki á íslenskt hyggjuvit, og það er eðlilegt, það voru jú Íslendingar sem léku okkur grátt. Þess vegna bíðum við nú eftir því að einhver komi, með eitthvað. Við erum opin fyrir austrænni speki, norrænni speki, andlegum fróðleik við trúum við sem við okkur er sagt, vegna þess að við erum beygð og þurfum á einhverju að halda. Í því ástandi sem Íslendingar eru nú taka þeir á móti hverju sem er. Helst einhverju heimsfrægu. Dalai Lama er á leiðinni til landsins, hann virkaði reyndar ekki beysinn í myndinni sem sjónvarpið sýndi í gærkvöldi, hann var eins og hver annar grínari, sem stakk til dæmis upp á því að menn leystu deilur Palestínumanna og Ísraelsmanna með því að fara í lautartúr. Menn eiga bara að róa sig niður, sagði Dalai Lama. Og svo var það spekin um að hinir fátæku séu hamingjusamari en hinir ríku. Stórhættulegur boðskapur, fyrir þjóð í þeirri stöðu, sem Íslendingar eru nú.

Dalai LamaEn það er sannarlega engin ástæða til að ýta mönnum út af borðinu, þótt þeir komi furðulega út, í einum sjónvarpsþætti, það er sjálfsagt að hlusta á Dalai Lama, og raunar alla þá sem vilja færa okkur einhvern uppbyggilegan boðskap. Ekki veitir af.

En sumarið, ágætu hlustendur, það er strax byrjað að slæva mann. Áður en maður veit af er maður farinn að borða pönnukökur með kanilsykri undir berum himni, áður en maður veit af er maður orðinn heimskulegur í stuttbuxum, það er vonlaust að hugleiða hlutskipti sitt, af einhverri alvöru, á stuttbuxum. Ekki síst þess vegna, veitir ekkert af uppörvandi innspýtingu inn í hugarfarið, þótt maður nenni ekki endilega, að láta segja sér, að róa sig niður. En hættan er sú, ágætu hlustendur, í maílok, að fegurðin í náttúrunni slævi mann, að maður gleymi sér glápandi niður Flosagjá, að maður gleymi sér undir allt of háum hamravegg, gleymi sér við að bera smurolíu á reiðhjólið, eða lesandi Kvöldvísur við sumarmál, franska skáldsögu um hafið, ég veit það ekki, ég veit ekki til hvers heimurinn ætlast af manni, ég veit ekki hvernig ég á að taka öllum þessum ráðleggingum, veit ekki hvað á að gera, þegar grænu skuggarnir skríða á land, volgir upp úr funheitum hafdjúpunum.

Ég veit ekki hvernig á að lifa kreppuna af. Ég veit ekki hvort Dalai Lama hefur svarið, eða David Lynch, eða Eva Joly, eða villt blóm sem vaxa undir hamravegg, eða andlit sem speglast í djúpum hyl á Þingvöllum, ég bind reyndar af einhverjum ástæðum vonir við rússneska hljómsveitarstjórann Gennadij Rosdestvenskij, sem ég sá í sjónvarpinu í gær. Það var bara eitthvað í því, hvernig hann talar og ber sig að, þegar hann stjórnar hljómsveit. Hann ku vera á leiðinni til landsins.

En þannig er staðan, nákvæmlega núna, ágætu hlustendur, á Íslandi er nú töluverð þörf fyrir sannindi, við bíðum eftir fljúgandi dúfum með hálsbindi, við bíðum eftir því að sannleikurinn komi siglandi, utan úr heimi, við nemum hann í viðtali, sem verður sent út með íslenskum texta síðar. Þangað til verðum við - eins og hingað til - algerlega í lausu lofti.

Víðsjá 25. maí 2009


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Einkavæðingin og afleiðingar hennar

Ég hvet alla sem mögulega geta til að horfa á myndina sem sýnd verður á RÚV í kvöld klukkan 22:20 - eftir Tíufréttir - sjá hér að neðan. Umfjöllunarefnið kemur okkur Íslendingum mjög mikið við, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Þakka Dagnýju fyrir ábendinguna í athugasemd við síðasta pistil og tek að auki undir orð hennar þar. Látið sem flesta vita af þessari mynd.

Viðbót neðst í færslu: Umfjöllun Spegilsins í kvöld um myndina.

RÚV - The Big Sellout - Einkavæðingin og afleiðingar hennar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tilvistarkreppa á Alþingi

Þessi leiðari Jóns Trausta í DV í dag er hárbeittur, sannur og segir allt sem segja þarf.

Tilvistarkreppa á Alþingi - DV 12. maí 2009


Forskot á Silfrið

Ég sá á blogginu hjá Agli Helga að gestir hans í Silfrinu verða - fyrir utan auðvitað sjálfan kvikmyndagúrúinn David Lynch - Guðmundur Ólafsson, Lilja Mósesdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Marinó G. Njálsson og Guðjón Már Guðjónsson. Ég hlakka til að heyra í þessu fólki.

En gesturinn sem ég bíð spenntust eftir er Njörður P. Njarðvík. Njörður hefur skrifað margar athyglisverðar greinar í Fréttablaðið. Hann var gestur í Silfrinu 11. janúar sl. og vakti gríðarlega athygli fyrir málflutning sinn þar um nýtt lýðveldi o.fl. Sú umræða hefur að mestu dottið niður, sem er slæmt. Mér finnst kominn tími á nýtt lýðveldi á Íslandi og benti á umfjöllum um það í bloggfærslu 26. nóvember sl. En rifjum aðeins upp sýnishorn af því sem Njörður hefur verið að skrifa um og viðtalið í Silfrinu í janúar.

 Til hvers er Alþingi - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 21.12.08
 Frjálshyggjuveiran - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 7.1.09
 Ótrúlegur vanskilningur - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 18.3.09

Silfur og kosningaúrslitin

Silfur dagsins litaðist eðlilega svolítið af kosningunum. Í síðustu færslu setti ég inn myndbrot af tveimur atburðum sem vöktu sérstaka athygli mína, öðrum ástleitnum en hinum verulega ógeðfelldum og ósanngjörnum. En hér er Silfrið og neðst set ég inn hádegisþátt fréttastofu RÚV um úrslit kosninganna, en hann var að hluta til inni í Silfrinu.

Vettvangur dagsins - Þóra Kristín, Gunnar Smári, Eyþór Arnalds og Andri Geir

 

Stjórnmálin -  Össur, Ögmundur, Þorgerður Katrín, Siv og Þráinn
(takið eftir hve heitt Siv biðlar til S og VG - Framsókn alltaf til í allt)

 

Ólafur Arnarson um nýja bók sína um hrunið - ég þarf að ná mér í hana

 

Jón Gunnar Jónsson

 

Kosningasjónvarp - niðurstöður

 


Burt með þá!

Burt með þá - Illugi Jökulsson - Moggi 25. apríl 2009

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband