Kemur þetta einhverjum á óvart?

Reynið svo ekki að segja okkur að kosningar séu ótímabærar. Það verður einfaldlega að kjósa með vorinu, eigi síðar. Annað er ótækt. Ríkisstjórnin er gjörsamlega rúin trúverðugleika og trausti. Hún talar ekki við þjóðina, segist vera svo upptekin við björgunaraðgerðir sem enginn veit hverjar eru. Ætli Geir og Ingibjörg Sólrún mæti á borgarafundinn annað kvöld? Þeim er boðið. "Þetta kjaftæði gengur ekki lengur" eru lokaorðin í pistli Einars Kára hér að neðan. Mæli hann manna heilastur.

Smellið á greinar þar til læsileg stærð fæst.

Skoðanakönnun - Fréttablaðið 23.11.08

Skoðanakönnun - Fréttablaðið 23.11.08

Þrír rithöfundar ræddu málin og einn flutti pistil í Mannamáli kvöldsins

Þráinn Bertelsson, Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson

 

Einar Kárason er ómyrkur í máli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Lesið þetta:

http://politiken.dk/udland/article601755.ece

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

noh.. Heidi í viðtali um ástandið :) 

Ég skil ekki þá sem styðja ríkisstjórnina.. ég kaus samfó.. en er í vafa um hvort að ég geti gert það aftur.  

Óskar Þorkelsson, 23.11.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sko Heidi!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kudos á Einar Kára.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einar Kárason hefur svo ótrúlega skemmtilegan og skilmergilegan máta á að koma hugsunum í orð.

Baldvin Jónsson, 23.11.2008 kl. 21:26

6 identicon

Nei það kemur ekki á óvart að ríkisstjórn sem stendur í slíkri orrustu missi fylgi. En þegar rykið sest fer fólk að sjá til sólar og þá verður fínt að fá kosningar. En ekki núna - ekki þessa dagana. Davíð mætti samt alveg gera okkur Sjálfstæðismönnum þann greiða að fara nú að segja frá öllum leyndarmálunum, hætta og t.d. skreppa kannski bara á Kanarí eins og Guðni.

Varðandi greinina sem Heidi bendir á í Politiken þá finnst mér hún nú full einhliða. Vantar alveg að skýra frá því hvers konar skríll var þarna á ferðinni. Hverjum dettur í hug að brjótast inn á lögreglustöð? Hvaða hræsni er þetta? Heidi getur kannski komið smá leiðréttingu á framfæri.

Soffía (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Heidi Strand

Ég sagði blaðamanninum allt sem ég vissi um þetta mál og var vitni að við lögreglustöðinni í gær og gat ekkert sagt neitt annað heldur en það. Ég var ekki að fegra neitt né ýkja.

Ég horfði á atburðarrásinni frá því hún hófst þar til Vikinngasveitinn var mættur. Ég fór svona 15 mínútur eftir Vikningasveitinni kom. Blaðamaðurinn notaði bara smá bút frá mér, en mest frá móður stúlkunni sem slasaðist.
Af 300 manns var litill hópur sem braust inn. Soffía, ég tel mig ekki vera nein skríll frekar en hinir sem voru þarna stödd.

Það var friðsæll mótmæli í meira en klukkutíma áður en lætin hófst. Flestir voru komnir í friðsamlegum tilgangi. Við vorum þar fólk á öllum aldri frá unglingum til aldraða.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 22:34

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Að boða til kosninga er ekki tímabært fyrr en í fyrsta lagi í febrúar eða mars. Þá er ekki að tala um að kjósa á þeim tíma, heldur að taka til þess afstöðu hvað skynsamlegt er að gera. Það er margt annað sem er brýnna nú. Koma heimilunum í landinu til hjálpar og þá ekki síður fyrirtækjunum sem virðast mörg hvar vera að stöðvast. Taka ákvörðum um inngöngu í ESB og gefa út viljayfirlýsingu um aðildarumsókn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.11.2008 kl. 23:21

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þessum frábæra rithöfundi "Þetta kjarftæði gengur ekki lengur". - Nú verður hallarbylting !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:40

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það verður að bregðast við ástandinu í þjóðfélaginu strax, áður en uppúr sýður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband