Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Bjarni Harðar í Mannamáli

Bjarni Harðar var í Mannamáli hjá Sigmundi Erni í kvöld. Eftir spjall þeirra var skyndilega klippt á útsendinguna á netinu. Ég minnist þess ekki að það hafi gerst áður á Stöð 2 og er ég þó orðin ansi sjóuð í þessum netútsendingum á báðum stöðvum og hef miklar skoðanir á þeim. En hlustum á Bjarna...


Silfur dagsins

Ég fékk ósk mína ekki uppfyllta um að lengja þáttinn - en hann var góður samt og mjög margt áhugavert sem þarna kom fram enda var bara einn stjórnmálamaður í þættinum. Ég treysti miklu frekar Lilju Mósesdóttur en Vilhjálmi Egilssyni og það er athyglisvert að hlusta á Gunnar Smára. Hér er þátturinn - klipptur í tætlur að venju. Mæli með lestri á þessari grein.

Vinsamleg ábending RÚVara - það er ekki enn búið að laga síðasta þátt (9. nóv.) þannig að síðasti viðmælandinn er ennþá halaklipptur.

Vettvangur dagsins 1 - Pétur Gunnars, Sigríður Dögg, Kristín Helga, Ómar

 Vettvangur dagsins 2 - Ágúst Ólafur Ágústsson

 

Vettvangur dagsins 3 -  Benedikt, Sigrún Elsa, Hjálmar

  Lilja Mósesdóttir og  Vilhjálmur Egilsson

 

Gunnar Smári Egilsson

 

Hér er bréfið, sem Sigríður Dögg nefnir, þar sem Steingrímur Ari Arason segir sig úr einkavæðingarnefnd árið 2002.

Steingrímur Ari Arason 10. sept. 2002


Fundurinn á Austurvelli í dag

Fyrst lögreglan segir að 6.000 hafi mætt vitum við að þarna voru minnst 10.000 enda Austurvöllur troðfullur af fólki. Í þetta sinn eiga fjölmiðlar þakkir skildar fyrir umfjöllun og beinar útsendingar.

Mig langar að biðja þá Íslendinga sem búsettir eru erlendis að vekja athygli fjölmiðla í viðkomandi löndum á laugardagsfundunum hér á Íslandi til að koma því til skila til alheimsins að almenningur hér sé ævareiður, vilji að gerendur axli ábyrgð, að kosið verði sem fyrst og að spilltum stjórnmála- og embættismönnum verði vikið frá, svo eitthvað sé nefnt. Látið fylgja sögunni að enginn hlusti á okkur - ennþá. Hörður Torfa segir þetta ágætlega. Horfið og hlustið.

Svona fjölluðu fréttastofur sjónvarpsstöðvanna um fundinn í fréttatímum sínum í kvöld.

 
Og hér eru þrjú sýnishorn af mótmælendum sem forsætisráðherra kallar skríl.

Mótmæli á Austurvelli 15.11.08 - Ljósm. Mbl. Kristinn

Mótmæli á Austurvelli 15.11.08

Mótmæli á Austurvelli 15.11.08


Sjálfstæðisflokkurinn í nútíð og framtíð

Tek seinni blaðamannafundinn fyrir næst. Ég er nefnilega í bloggpásu eins og sjá má. Í tilefni umfjöllunarefnisins er liturinn Flokksblár.


Blaðamannafundurinn í dag

 Skýr svör eða...?


Þess vegna mótmælum við öll!

Jón Sigurðsson

Einar Már Guðmundsson - Mbl. 14.11.08


Afsakið - hlé

Afsakið hlé


Ég hef margoft verið spurð hvernig ég hafi tíma í alla vinnuna sem fer í þetta blogg. Svarið er einfalt: Ég hef hann ekki. Ég stel tímanum frá öðru sem gera þarf í lífinu, einkum lifibrauðinu. Það hentar mér ekki að skrifa nokkrar línur, fréttatengja og láta þar við sitja og þess vegna hef ég gert þetta svona. En þau vinnubrögð hafa reynst gríðarlega tímafrek og hlaðið stöðugt utan á sig á ýmsan hátt.

Nú stefnir í óefni ef ég bretti ekki upp ermarnar, spýti í lófana og vinn fyrir síhækkandi (þjóðar)skuldum og salti í grautinn. Ég er verktaki, fæ borgað fyrir afköst, og þau hafa verið í minna lagi undanfarið svo ekki sé meira sagt. Þetta er ekki beint tíminn til að minnka við sig vinnu sem er nógu lítil fyrir, illa borguð og margir um hituna. Og ekki fæ ég borgað fyrir bloggið frekar en aðrir.

Ef fólk hefur ekki áttað sig á söfnunum bendi ég á myndbandasafnið með um 300 myndböndum, tónspilarann með á annað hundrað útvarpsþáttum og þáttabrotum og úrklippusafnið, sem reyndar er hálfkarað. Ég gef mér kannski tíma til að bæta við einu og öðru, hver veit.

Ég kem aftur en hvenær það verður fer eftir því hvernig mér gengur að einbeita mér að vinnunni. Mér hefur virst þeir sem gert hafa hlé á bloggi sínu vera mjög óstaðfastir í þeim ásetningi og ég hef ekki hugmynd um hvernig mun ganga hjá mér. En það er orðið mjög aðkallandi að ég geri tilraun - þótt fyrr hefði verið.

Ég kveð að sinni með heimspekingnum Gunnari Dal. Hlustið vel á hinn aldna vitring, hann veit hvað hann syngur.


Sjáumst... 
Wink

Hinir íslensku hryðjuverkamenn

Ég fékk þessa mynd í tölvupósti í dag. Hún þarfnast ekki skýringa.

Íslenskir hryðjuverkamenn


Sáu ekki örugglega allir þessa frétt...

...á RÚV í gærkvöldi? Lesið svo endilega þennan pistil Egils Helga. Þar segir Egill m.a.:

"Ég tala við mikið af erlendum blaðamönnum. Þeir segja allir það sama.
Af hverju sitja allir sem fastast í stólunum sínum, allir sem bera sök á ástandinu?
Af hverju er enginn búinn að segja af sér, af hverju er ekki búið að reka neinn?
Þeir segja að þetta væri óhugsandi í heimalöndum sínum.
Hvernig getum við tekið ykkur alvarlega meðan þetta er svona? spyrja þeir."

Þessu tengt bendi ég á viðtal við Jóhann Hauksson í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær og þennan pistil hans í DV. Viðtalið er í tónspilaranum ofarlega til vinstri merkt: "Síðdegisútvarp - Jóhann Hauksson..."


Spurningar sem ekki fæst svarað

Fréttablaðið 12. nóv. 2008Fréttablaðið 12. nóv. 2008


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband