Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Hugleiđingar um Framsókn og fleira

Nýr formađur, sama skítlega eđliđ? Hvađ er Framsóknarflokkurinn ađ pćla? Hvađ vill hann... eđa á ég frekar ađ spyrja: Hvađ vilja flokkseigendur og gömlu spillingaröflin í Flokknum? Ţađ ţarf enginn ađ segja mér ađ Sigmundur Davíđ hafi komiđ eins og hvítur stormsveipur og náđ ađ gera samvisku flokksins hreina og tćra eins og íslenskan fjallalćk á hálfum mánuđi međ 449 atkvćđi ađ vopni. Nei, nú er veriđ ađ kenna honum ađ makka - eđa gera hann sćmilega fullnuma. Og hann talar eins og Framsóknarflokkurinn sé beinn ađili ađ stjórnarmyndun og sé sá sem valdiđ hefur. Ef ekkert gerist NÚNA eru frćgđarmínúturnar fimmtán liđnar og Framsókn og formađurinn geta gleymt atkvćđunum í nćstu kosningum.

Af hverju hef ég á tilfinningunni ađ á bak viđ tjöldin séu spillingaröflin á fullu ađ grćja hlutina og setja stóla fyrir ýmsar dyr? Af hverju grunar mig líka ađ Flokkurinn verđi látinn ganga fyrir ţjóđarhag - eina ferđina enn? Af ţví Framsókn vill kjósa svona snemma? Reyna ađ viđhalda ţeirri blekkingu ađ eitthvađ hafi breyst međ nýjum formanni? Veit ekki... en hitt veit ég - ađ ef ţeir ákveđa ađ lokum ađ sćnga međ Sjálfstćđisflokknum eins og sumir eru ađ ýja ađ - ţá verđur allt endanlega brjálađ í samfélaginu.

Hér eru samanklipptar nokkrar fréttir međ viđtölum viđ Sigund Davíđ frá 27. til 30. janúar. Hver er nógu slćgur og pólitískt ţenkjandi til ađ "lesa á milli línanna", ef svo má ađ orđi komast um talmál. Ég réđ ekkert viđ hugrenningatengslin viđ innstu koppana í framsóknarbúrinu. Ţeir eru miklu fleiri reyndar. Hverja vantar?

Ég er tortryggin. Vil hugarfarsbyltingu, nýtt fólk, nýjar hugmyndir, nýtt siđferđi, nýja stjórnarskrá, ný kosningalög... Fćst ţađ í gegn međ gömlu flokkana í fararbroddi sem standa vörđ um sig og sinn rass? Hafa ný öfl tíma til ađ skipuleggja sig ef kosiđ verđur 25. apríl? Ţađ eru ekki nema ţrír mánuđir ţangađ til og Framsókn enn ađ tefja. Ţetta er mjög naumur tími fyrir ný, staurblönk stjórnmála- eđa umbyltingaröfl.

Oft var ţörf en nú er nauđsyn ađ mćta á Austurvöll og sýna stjórnmálamönnum ađ enn er LANGT í land međ ađ kröfum og vćntingum almennings sé fullnćgt. Mjög langt og allar tafir vítaverđar.

Mótmćli á Austurvelli 24. janúar 2009


Leppar og leynifélög - 4. hluti

 

 
 
Til upprifjunar:
 
3. hluti
 

2. hluti

 

1. hluti

 

Ađ slá í gegn hjá ţjóđinni

Ég hef einu sinni áđur myndskreytt útvarpsefni sem var svo myndrćnt ađ ég stóđst ekki mátiđ - svona gerđi ég ţađ ţá. Nú fór ég allt ađra leiđ viđ myndskreytingu á Spegilsviđtali viđ Sigurbjörgu Árnadóttur sem ég skrifađi um hér. Í ţessum kafla Spegilsins var fjallađ um prófkjör og kosningar á Íslandi og Sigurbjörg sSigurbjörg Árnadóttiragđi frá hvernig ţessum málum er háttađ í Finnlandi, en ţar bjó hún lengi. Lýsing Sigurbjargar smellpassar viđ umrćđuna hér um ţessar mundir, enda margfalt lýđrćđislegri og ódýrari auk ţess sem hún kemur í veg fyrir ađ hćgt sé ađ svindla og svíkja eins og gert er viđ núverandi fyrirkomulag og kemur glögglega fram í ţćttinum.

Ţessi kosningaađferđ er svipuđ, ef ekki sú sama, og Ómar Ragnarsson og margir fleiri hafa talađ fyrir en hún gengur skrefinu skemur en hugmyndir Vilmundar Gylfasonar og Bandalags jafnađarmanna áriđ 1983 - sjá hér. En ađferđin vćri risastórt skref í áttina ađ beinna lýđrćđi og áhrifum almennings á ţađ, hverjir sitja á ţingi hverju sinni. Ýmsu fleiru er nauđsynlegt ađ breyta viđ kosningalögin, t.d. má alveg hugsa sér ađ landiđ verđi eitt kjördćmi. Ţađ gengur ekki lengur ađ ţingmenn og ráđherrar kaupi sér atkvćđi rándýru verđi, greitt úr vasa ţjóđarinnar, en láti sér ţjóđarhag í léttu rúmi liggja. Ţađ verđur einfaldlega ađ hugsa um heildina, ekki sérhagsmuni. Viđ höfum ekki efni á öđru.

En hér er Spegilsviđtaliđ myndskreytt međ ţingmönnum, myndir teknar af vef Alţingis og birtar í stafrófsröđ. Af einhverjum ástćđum eru ţeir 64 og ég gat ekki međ nokkru móti áttađ mig á hver átti ekki heima ţarna. Einhver hlýtur ađ reka augun í ţađ. Af ásettu ráđi setti ég nöfn ţingmanna ekki inn til ađ leyfa fólki ađ giska á hver er hver. Sumum andlitum er mađur gjörkunnugur - önnur hefur mađur bara aldrei séđ. En eitt er víst: Ţeim hefur fćstum tekist ađ slá í gegn hjá ţjóđinni.


Hlutverk fjölmiđla á óvissutímum

Góđ grein eftir Gunnar Hersvein í Mogganum í dag.

Hlutverk fjölmiđla á óvissutímum - Mbl. 29.1.09


Hvalablástur Kristjáns í Kastljósi

Hvađa skođun sem mađur hefur svosem á hvalveiđum og hinni furđulegu og umdeilanlegu reglugerđ sjávarútvegsráđherra á síđustu starfsdögum sínum verđur ţetta efni ađ teljast makalaust. Mér leikur forvitni á ađ vita hvernig Sigmari leiđ... hvernig honum tókst ađ halda andlitinu. Kristján er verri en ruddalegasti pólitíkus og ómálefnalegri en ergilegustu sjálfstćđismenn og -konur ţessa dagana... nefnum engin nöfn. Ég fann til međ Sigursteini. Sennilega hefđi ég bara ţagađ til ađ mótmćla svona forkastanlegum yfirgangi.

Til gamans má geta ţess ađ í desember sl. var frétt á Vísi um ađ kjöt af langreyđum sem veiddar voru haustiđ 2006, rúmum tveimur árum áđur, vćri loks komiđ í dreifingu á markađi í Japan. Greinilega roksala í hvalkjötinu - ţađ er bara rifiđ út. Eđa hvađ? Ég hef ţađ alltaf á tilfinningunni ađ hvalveiđileyfi séu gefin út fyrir pyngju örfárra manna, en í ţetta sinn bćtist hefndarhugur viđ.

Hvađ eru hinir ráđherrar Sjálfstćđisflokksins ađ dunda sér viđ á lokasprettinum?


Kompássprengjur í Kastljósi

Vonandi hafa sem flestir séđ Kastljósiđ í gćrkvöldi. Ef ekki ţá er brotiđ sem ég vísa í hér fyrir neđan. En eins og allir muna var Kompás tekinn af dagskrá Stöđvar 2 sl. fimmtudag, 22. janúar og ađstandendum ţáttarins sagt upp störfum um leiđ og Sigmundi Erni og Elínu, konu hans. Ég hef áđur skorađ á RÚV ađ ráđa Sölva Tryggvason sem var látinn hćtta í Íslandi í dag um áramótin. Ekkert bólar á ţeirri ráđningu og ég veit ekki hvađ varđ um Sölva.

Enn skora ég á RÚV og nú ađ sýna Kompássţáttinn og jafnvel taka ţćttina upp á arma sína. Ef međ ţarf er skorađ á vćntanlegan menntamálaráđherra ađ veita fé til RÚV í ţeim tilgangi einum saman - og til ađ efla fréttastofu og rannsóknarfréttamennsku í fréttum og Kastljósi. Ég vil sjá ţennan Kompás. Ef ég ćtti eintak gćti ég sýnt hann hér.

Lokaorđ Kristins Hrafnssonar voru alveg hárrétt: "Mađur spyr sig náttúrulega bara um ábyrgđarhlut og ábyrgđarsýn eigenda Stöđvar 2 á ţjóđfélagslegt hlutverk og stöđu fjölmiđilsins inni í samfélaginu á ţessum ögurstundum sem viđ lifum á... Ađ draga ţarna úr fréttaţjónustu og draga úr getu Stöđvarinnar til ţess ađ sinna gagnrýnni umfjöllun." Oft var ţörf en nú er algjör nauđsyn á ađ efla allan hlutlausan fréttaflutning og rannsóknarblađa- og -fréttamennsku til ađ upplýsa ţjóđina um sannleikann á bak viđ efnahagshruniđ og kreppuna.

Ţví verđur ekki á móti mćlt ađ ábyrgđ fjölmiđla er gríđarleg, jafnvel meiri en starfsfólk ţeirra gerir sér almennilega grein fyrir. Ábyrgđ ţeirra er mikil undir venjulegum kringumstćđum en margföld eins og málum háttar ţessa dagana, vikurnar og mánuđina. En hér er Kompás í Kastljósi.

Vísir bar blak af eigendum sínum í gćrkvöldi og birti ţetta klukkan rúmlega ellefu:

Vísir 27.1.09

Gömul frétt???  W00t Fimm daga gömul frétt um mögulegan stórţjófnađ eđa fjársvik og jafnvel landráđ sem ekki er búiđ ađ taka á - gömul frétt?! Viđ megum ekki hugsa svona! Ţetta er ekki gömul frétt fyrr en máliđ er upplýst. Og svo er ţetta ekki nema hálfsannleikur. Upphćđir eru allt ađrar og margfalt lćgri í frétt Stöđvar 2, ekkert er minnst á skattaskjól á bresku Jómfrúreyjum og fleira nefndi Kristinn sem fréttin tekur ekki á eins og heyra og sjá má hér í tilvitnađri frétt:

Í viđtali seinna í Kastljósi dró Jón Daníelsson í efa ađ hćgt vćri ađ frysta eigur auđmanna og ná í skottiđ á ţeim - sjá hér. Erfitt, flókiđ, alţjóđlegt vandamál eđa eitthvađ í ţá áttina. Ţá spyr ég, ţví ég er ekki í neinum vafa um ađ sukkiđ í bönkunum var ólöglegt: Til hvers er Interpol? Eins og sjá má á ţessari síđu kemur Interpol víđa viđ. Bendi sérstaklega á undirsíđurnar Corruption og Financial and high-tech crime.

Undir "Corruption" segir m.a. ţetta: "INTERPOL, in partnership with the StAR Initiative, is working towards the recovery and return of stolen assets. This project allows INTERPOL to actively engage national law enforecement bodies in co-ordinated efforts to trace, seize, confiscate and return public funds to victim countries". Ég fann til undarlegrar samsömunar ţegar ég las ţetta. "Financial and high-tech crimes" tekur m.a. á fjárböđun (money laundering). Var ekki veriđ ađ tala um fjárböđun Rússagulls í gegnum Landsbankann á Íslandi í bođi rússnesku mafíunnar? Á ekkert ađ rannsaka ţađ mál?

Ísland er ađili ađ Interpol. Bađ fráfarandi ríkisstjórn ţá um ađstođ viđ ađ finna peningana okkar? Mun ríkisstjórnin sem er í burđarliđnum gera ţađ? Eđa verđum viđ, almenningur, ađ senda Interpol póst og fara fram á ađstođ. Líkast til eru ţúsundir milljarđa í húfi - og okkur munar heldur betur um minna.

Ađ lokum: Lesiđ ţetta - og takiđ eftir ţessu.


Stjórnarskráin - fordćmi og hefđir

Mikiđ hefur veriđ rćtt um stjórnarskrána okkar undanfariđ, greinar túlkađar af ýmsum spekúlöntum og sýnist sitt hverjum. En hvernig hljóđar stjórnarskráin og af hverju ţarf ađ vera svona mikill ágreiningur um túlkun á henni? Ég get ekki séđ ađ orđalagiđ sé neitt sérstaklega lođiđ. Og ég fć heldur ekki skiliđ ađ ţótt ekki sé fordćmi eđa hefđ fyrir hlutunum megi ekki brjóta ţćr hefđir upp eđa setja ný fordćmi. Annađ vćri beinlínis argasta stöđnun.

Skjaldarmerki lýđveldisins ÍslandsSaga stjórnarskrár lýđveldisins Íslands nćr aftur til 1874 ţegar Kristján IX rétti ţjóđinni upprúllađ skjal ef marka má styttuna af honum fyrir framan stjórnarráđiđ sem á ađ tákna ţann atburđ. Sú stjórnarskrá var um "hin sjerstaklegu málefni Íslands" innan danska konungsríkisins (sjá .pdf-skjal neđst í fćrslunni). Gerđar voru breytingar á henni međ stjórnskipunarlögum 1903 og 1915.

Nćsta stjórnarskrá er dagsett 18. maí 1920 og ţá er Kristján X kominn til sögunnar, sonarsonur ţess IX. Ţá er hún kölluđ "Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands" (sjá .pdf-skjal neđst í fćrslunni).

Sú stjórnarskrá sem nú er í gildi er "Stjórnarskrá lýđveldisins Íslands" frá 17. júní 1944 og er hún byggđ á ţeim fyrri. Breytingar hafa veriđ gerđar á henni sjö sinnum síđan 1944, síđast 1999, en ekki ýkja stórvćgilegar (sjá upprunalega mynd hennar í .pdf-skjali neđst í fćrslunni). Nú er mikiđ talađ um ađ breyta stjórnarskránni og ţá ţarf fólk ađ vera međ á hreinu hverju ţađ vill breyta. Stjórnarskráin er orđin 65 ára gömul í grunninn og eflaust ýmislegt í henni sem ekki stenst tímans tönn. Áriđ 2005 var skipuđ níu manna nefnd til ađ endurskođa stjórnarskrána, en mér vitanlega hefur ekkert komiđ út úr vinnu ţeirrar nefndar - a.m.k. kosti engar breytingar á stjórnarskránni.

En hér er gildandi stjórnarskrá međ síđari tíma breytingum eins og hún er birt á vef Alţingis. Nú ţarf ađ fara vel yfir hana og bćta og breyta á skynsamlegan hátt - eđa semja nýja.

______________________________________________________

Stjórnarskrá lýđveldisins Íslands

1944 nr. 33 17. júní

Tók gildi 17. júní 1944. Breytt međ l. 51/1959 (tóku gildi 20. ágúst 1959), l. 9/1968 (tóku gildi 24. apríl 1968), l. 65/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 56/1991 (tóku gildi 31. maí 1991), l. 97/1995 l.100/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995) og l. 77/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999).

I.
1. gr. Ísland er lýđveldi međ ţingbundinni stjórn.
2. gr. Alţingi og forseti Íslands fara saman međ löggjafarvaldiđ. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvćmt stjórnarskrá ţessari og öđrum landslögum fara međ framkvćmdarvaldiđ. Dómendur fara međ dómsvaldiđ.

II.
3. gr. Forseti Íslands skal vera ţjóđkjörinn.
4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall mađur, sem fullnćgir skilyrđum kosningarréttar til Alţingis, ađ fráskildu búsetuskilyrđinu.
5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af ţeim, er kosningarrétt hafa til Alţingis. Forsetaefni skal hafa međmćli minnst 1500 kosningarbćrra manna og mest 3000. Sá, sem flest fćr atkvćđi, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef ađeins einn mađur er í kjöri, ţá er hann rétt kjörinn án atkvćđagreiđslu.
Ađ öđru leyti skal ákveđa međ lögum um frambođ og kjör forseta, og má ţar ákveđa, ađ tiltekin tala međmćlenda skuli vera úr landsfjórđungi hverjum í hlutfalli viđ kjósendatölu ţar.
6. gr. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí ađ 4 árum liđnum. Forsetakjör fer fram í júní- eđa júlímánuđi ţađ ár, er kjörtímabil endar.
7. gr. Nú deyr forseti eđa lćtur af störfum, áđur en kjörtíma hans er lokiđ, og skal ţá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórđa ári frá kosningu.
8. gr. Nú verđur sćti forseta lýđveldisins laust eđa hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eđa af öđrum ástćđum, og skulu ţá forsćtisráđherra, forseti ...1) Alţingis og forseti hćstaréttar fara međ forsetavald. Forseti ...1) Alţingis stýrir fundum ţeirra. Ef ágreiningur er ţeirra í milli, rćđur meiri hluti.
   1)L. 56/1991, 1. gr.
9. gr. Forseti lýđveldisins má ekki vera alţingismađur né hafa međ höndum launuđ störf í ţágu opinberra stofnana eđa einkaatvinnufyrirtćkja.
Ákveđa skal međ lögum greiđslur af ríkisfé til forseta og ţeirra, sem fara međ forsetavald. Óheimilt skal ađ lćkka greiđslur ţessar til forseta kjörtímabil hans.
10. gr. Forsetinn vinnur eiđ eđa drengskaparheit ađ stjórnarskránni, er hann tekur viđ störfum. Af eiđstaf ţessum eđa heiti skal gera tvö samhljóđa frumrit. Geymir Alţingi annađ, en ţjóđskjalasafniđ hitt.
11. gr. Forseti lýđveldisins er ábyrgđarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um ţá, er störfum hans gegna.
Forseti verđur ekki sóttur til refsingar, nema međ samţykki Alţingis.
Forseti verđur leystur frá embćtti, áđur en kjörtíma hans er lokiđ, ef ţađ er samţykkt međ meiri hluta atkvćđa viđ ţjóđaratkvćđagreiđslu, sem til er stofnađ ađ kröfu Alţingis, enda hafi hún hlotiđ fylgi 3/4 hluta ţingmanna ...1) Ţjóđaratkvćđagreiđslan skal ţá fara fram innan tveggja mánađa, frá ţví ađ krafan um hana var samţykkt á Alţingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá ţví ađ Alţingi gerir samţykkt sína, ţar til er úrslit ţjóđaratkvćđagreiđslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alţingis eigi samţykki viđ ţjóđaratkvćđagreiđsluna, og skal ţá Alţingi ţegar í stađ rofiđ og efnt til nýrra kosninga.
   1)L. 56/1991, 2. gr.
12. gr. Forseti lýđveldisins hefur ađsetur í Reykjavík eđa nágrenni.
13. gr. Forsetinn lćtur ráđherra framkvćma vald sitt.
Ráđuneytiđ hefur ađsetur í Reykjavík.
14. gr. Ráđherrar bera ábyrgđ á stjórnarframkvćmdum öllum. Ráđherraábyrgđ er ákveđin međ lögum. Alţingi getur kćrt ráđherra fyrir embćttisrekstur ţeirra. Landsdómur dćmir ţau mál.
15. gr. Forsetinn skipar ráđherra og veitir ţeim lausn. Hann ákveđur tölu ţeirra og skiptir störfum međ ţeim.
16. gr. Forseti lýđveldisins og ráđherrar skipa ríkisráđ, og hefur forseti ţar forsćti.
Lög og mikilvćgar stjórnarráđstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráđi.
17. gr. Ráđherrafundi skal halda um nýmćli í lögum og um mikilvćg stjórnarmálefni. Svo skal og ráđherrafund halda, ef einhver ráđherra óskar ađ bera ţar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráđherra, er forseti lýđveldisins hefur kvatt til forsćtis, og nefnist hann forsćtisráđherra.
18. gr. Sá ráđherra, sem mál hefur undirritađ, ber ţađ ađ jafnađi upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýđveldisins undir löggjafarmál eđa stjórnarerindi veitir ţeim gildi, er ráđherra ritar undir ţau međ honum.
20. gr. Forseti lýđveldisins veitir ţau embćtti, er lög mćla.
Engan má skipa embćttismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embćttismađur hver skal vinna eiđ eđa drengskaparheit ađ stjórnarskránni.
Forseti getur vikiđ ţeim frá embćtti, er hann hefur veitt ţađ.
Forseti getur flutt embćttismenn úr einu embćtti í annađ, enda missi ţeir einskis í af embćttistekjum sínum, og sé ţeim veittur kostur á ađ kjósa um embćttaskiptin eđa lausn frá embćtti međ lögmćltum eftirlaunum eđa lögmćltum ellistyrk.
Međ lögum má undanskilja ákveđna embćttismannaflokka auk embćttismanna ţeirra, sem taldir eru í 61. gr.
21. gr. Forseti lýđveldisins gerir samninga viđ önnur ríki. Ţó getur hann enga slíka samninga gert, ef ţeir hafa í sér fólgiđ afsal eđa kvađir á landi eđa landhelgi eđa ef ţeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samţykki Alţingis komi til.
22. gr. [Forseti lýđveldisins stefnir saman Alţingi eigi síđar en tíu vikum eftir almennar alţingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alţingi ár hvert.]1)
   1)L. 56/1991, 3. gr.
23. gr. Forseti lýđveldisins getur frestađ fundum Alţingis tiltekinn tíma, ţó ekki lengur en tvćr vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alţingi getur ţó veitt forseta samţykki til afbrigđa frá ţessum ákvćđum.
[Hafi Alţingi veriđ frestađ getur forseti lýđveldisins eigi ađ síđur kvatt Alţingi saman til funda ef nauđsyn ber til. Forseta er ţađ og skylt ef ósk berst um ţađ frá meiri hluta alţingismanna.]1)
   1)L. 56/1991, 4. gr.
24. gr. Forseti lýđveldisins getur rofiđ Alţingi, og skal ţá stofnađ til nýrra kosninga, [áđur en 45 dagar eru liđnir frá ţví er gert var kunnugt um ţingrofiđ],1) enda komi Alţingi saman eigi síđar en [tíu vikum]1) eftir, ađ ţađ var rofiđ. [Alţingismenn skulu halda umbođi sínu til kjördags.]1)
   1)L. 56/1991, 5. gr.
25. gr. Forseti lýđveldisins getur látiđ leggja fyrir Alţingi frumvörp til laga og annarra samţykkta.
26. gr. Ef Alţingi hefur samţykkt lagafrumvarp, skal ţađ lagt fyrir forseta lýđveldisins til stađfestingar eigi síđar en tveim vikum eftir ađ ţađ var samţykkt, og veitir stađfestingin ţví lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi stađfestingar, og fćr ţađ ţó engu ađ síđur lagagildi, en leggja skal ţađ ţá svo fljótt sem kostur er undir atkvćđi allra kosningarbćrra manna í landinu til samţykktar eđa synjunar međ leynilegri atkvćđagreiđslu. Lögin falla úr gildi, ef samţykkis er synjađ, en ella halda ţau gildi sínu.
27. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvćmd laga fer ađ landslögum.
28. gr. Ţegar brýna nauđsyn ber til, getur forsetinn gefiđ út bráđabirgđalög [er Alţingi er ekki ađ störfum].1) Ekki mega ţau ţó ríđa í bág viđ stjórnarskrána. Ćtíđ skulu ţau lögđ [fyrir Alţingi ţegar er ţađ er saman komiđ á ný].1)
[Samţykki Alţingi ekki bráđabirgđalög, eđa ljúki ekki afgreiđslu ţeirra innan sex vikna frá ţví ađ ţingiđ kom saman, falla ţau úr gildi.]1)
Bráđabirgđafjárlög má ekki gefa út, ef Alţingi hefur samţykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabiliđ.
   1)L. 56/1991, 6. gr.
29. gr. Forsetinn getur ákveđiđ, ađ saksókn fyrir afbrot skuli niđur falla, ef ríkar ástćđur eru til. Hann náđar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráđherra getur hann ţó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dćmt, nema međ samţykki Alţingis.
30. gr. Forsetinn veitir, annađhvort sjálfur eđa međ ţví ađ fela ţađ öđrum stjórnvöldum, undanţágur frá lögum samkvćmt reglum, sem fariđ hefur veriđ eftir hingađ til.

III.
31. gr. [Á Alţingi eiga sćti 63 ţjóđkjörnir ţingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.
Kjördćmi skulu vera fćst sex en flest sjö. Mörk ţeirra skulu ákveđin í lögum, en ţó er heimilt ađ fela landskjörstjórn ađ ákveđa kjördćmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördćmi skulu vera minnst sex kjördćmissćti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördćminu. Fjöldi ţingsćta í hverju kjördćmi skal ađ öđru leyti ákveđinn í lögum, sbr. ţó 5. mgr.
Öđrum ţingsćtum en kjördćmissćtum skal ráđstafa í kjördćmi og úthluta ţeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka ţannig ađ hver samtök fái ţingmannatölu í sem fyllstu samrćmi viđ heildaratkvćđatölu sína. Ţau stjórnmálasamtök koma ţó ein til álita viđ úthlutun jöfnunarsćta sem hlotiđ hafa minnst fimm af hundrađi af gildum atkvćđum á landinu öllu.
Ef kjósendur á kjörskrá ađ baki hverju ţingsćti, ađ međtöldum jöfnunarsćtum, eru eftir alţingiskosningar helmingi fćrri í einu kjördćmi en einhverju öđru kjördćmi skal landskjörstjórn breyta fjölda ţingsćta í kjördćmum í ţví skyni ađ draga úr ţeim mun. Setja skal nánari fyrirmćli um ţetta í lög.
Breytingar á kjördćmamörkum og tilhögun á úthlutun ţingsćta, sem fyrir er mćlt í lögum, verđa ađeins gerđar međ samţykki 2/3 atkvćđa á Alţingi.]1)
   1)L. 77/1999, 1. gr.
32. gr. [Alţingi starfar í einni málstofu.]1)
   1)L. 56/1991, 7. gr.
33. gr. [Kosningarrétt viđ kosningar til Alţingis hafa allir sem eru 18 ára eđa eldri ţegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, ţegar kosning fer fram, er einnig skilyrđi kosningarréttar, nema undantekningar frá ţeirri reglu verđi ákveđnar í lögum um kosningar til Alţingis.
Nánari reglur um alţingiskosningar skulu settar í kosningalögum.]1)
   1)L. 65/1984, 2. gr.
34. gr. [Kjörgengur viđ kosningar til Alţingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til ţeirra og hefur óflekkađ mannorđ.]1)
[Hćstaréttardómarar eru ţó ekki kjörgengir.]2)
   1)L. 65/1984, 3. gr. 2)L. 56/1991, 8. gr.

IV.
35. gr. [Reglulegt Alţingi skal koma saman ár hvert hinn fyrsta dag októbermánađar eđa nćsta virkan dag ef helgidagur er og stendur til jafnlengdar nćsta árs hafi kjörtímabil alţingismanna ekki áđur runniđ út eđa ţing veriđ rofiđ.
Samkomudegi reglulegs Alţingis má breyta međ lögum.]1)
   1)L. 56/1991, 9. gr.
36. gr. Alţingi er friđheilagt. Enginn má raska friđi ţess né frelsi.
37. gr. Samkomustađur Alţingis er jafnađarlega í Reykjavík. Ţegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýđveldisins skipađ fyrir um, ađ Alţingi skuli koma saman á öđrum stađ á Íslandi.
38. gr. [Rétt til ađ flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alţingismenn og ráđherrar.]1)
   1)L. 56/1991, 10. gr.
39. gr. [Alţingi]1) getur skipađ nefndir [alţingismanna]1) til ađ rannsaka mikilvćg mál, er almenning varđa. [Alţingi]1) getur veitt nefndum ţessum rétt til ađ heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bćđi af embćttismönnum og einstökum mönnum.
   1)L. 56/1991, 11. gr.
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema međ lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkiđ, né selja eđa međ öđru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt ţeirra nema samkvćmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiđa af hendi, nema heimild sé til ţess í fjárlögum eđa fjáraukalögum.
42. gr. Fyrir hvert reglulegt Alţingi skal, ţegar er ţađ er saman komiđ, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir ţađ fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerđ um tekjur ríkisins og gjöld.
...1)
   1)L. 56/1991, 12. gr.
43. gr. [Endurskođun á fjárreiđum ríkisins, stofnana ţess og ríkisfyrirtćkja skal fara fram á vegum Alţingis og í umbođi ţess eftir nánari fyrirmćlum í lögum.]1)  1)L. 100/1995, 1. gr., sbr. 2. gr. s.l.
44. gr. [Ekkert lagafrumvarp má samţykkja fyrr en ţađ hefur veriđ rćtt viđ ţrjár umrćđur á Alţingi.]1)
   1)L. 56/1991, 14. gr.
45. gr. [Reglulegar alţingiskosningar skulu fara fram eigi síđar en viđ lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miđast viđ sama vikudag í mánuđi, taliđ frá mánađamótum.]1)
   1)L. 56/1991, 15. gr.
46. gr. Alţingi sker sjálft úr, hvort ţingmenn ţess séu löglega kosnir, svo og úr ţví, hvort ţingmađur hafi misst kjörgengi.
47. gr. Sérhver nýr ţingmađur skal vinna ...1) drengskaparheit ađ stjórnarskránni, ţegar er kosning hans hefur veriđ tekin gild.
   1)L. 56/1991, 16. gr.
48. gr. Alţingismenn eru eingöngu bundnir viđ sannfćringu sína og eigi viđ neinar reglur frá kjósendum sínum.
...1)
   1)L. 56/1991, 17. gr.
49. gr. [Međan Alţingi er ađ störfum má ekki setja neinn alţingismann í gćsluvarđhald eđa höfđa mál á móti honum án samţykkis ţingsins nema hann sé stađinn ađ glćp.
Enginn alţingismađur verđur krafinn reikningsskapar utan ţings fyrir ţađ sem hann hefur sagt í ţinginu nema Alţingi leyfi.]1)
   1)L. 56/1991, 18. gr.
50. gr. Nú glatar alţingismađur kjörgengi, og missir hann ţá rétt ţann, er ţingkosningin hafđi veitt honum.
51. gr. Ráđherrar eiga samkvćmt embćttisstöđu sinni sćti á Alţingi, og eiga ţeir rétt á ađ taka ţátt í umrćđunum eins oft og ţeir vilja, en gćta verđa ţeir ţingskapa. Atkvćđisrétt eiga ţeir ţó ţví ađeins, ađ ţeir séu jafnframt alţingismenn.
52. gr. [Alţingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum ţess.]1)
   1)L. 56/1991, 19. gr.
53. gr. [Eigi getur Alţingi gert samţykkt um mál nema meira en helmingur ţingmanna sé á fundi og taki ţátt í atkvćđagreiđslu.]1)
   1)L. 56/1991, 20. gr.
54. gr. [Heimilt er alţingismönnum, međ leyfi Alţingis, ađ óska upplýsinga ráđherra eđa svars um opinbert málefni međ ţví ađ bera fram fyrirspurn um máliđ eđa beiđast um ţađ skýrslu.]1)
   1)L. 56/1991, 21. gr.
55. gr. [Eigi má Alţingi taka viđ neinu málefni nema einhver ţingmanna eđa ráđherra flytji ţađ.]1)
   1)L. 56/1991, 22. gr.
56. gr. [Ţyki Alţingi ekki ástćđa til ađ gera ađra ályktun um eitthvert mál getur ţađ vísađ ţví til ráđherra.]1)
   1)L. 56/1991, 23. gr.
57. gr. Fundir ...1) Alţingis skulu haldnir í heyranda hljóđi. Ţó getur forseti eđa svo margir ţingmenn, sem til er tekiđ í ţingsköpum, krafist, ađ öllum utanţingsmönnum sé vísađ burt, og sker ţá ţingfundur úr, hvort rćđa skuli máliđ í heyranda hljóđi eđa fyrir luktum dyrum.
   1)L. 56/1991, 24. gr.
58. gr. [Ţingsköp Alţingis skulu sett međ lögum.]1)
   1)L. 56/1991, 25. gr.

V.
59. gr. Skipun dómsvaldsins verđur eigi ákveđin nema međ lögum.
60. gr. Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embćttistakmörk yfirvalda. Ţó getur enginn, sem um ţau leitar úrskurđar, komiđ sér hjá ađ hlýđa yfirvaldsbođi í bráđ međ ţví ađ skjóta málinu til dóms.
61. gr. Dómendur skulu í embćttisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Ţeim dómendum, sem ekki hafa ađ auk umbođsstörf á hendi, verđur ekki vikiđ úr embćtti nema međ dómi, og ekki verđa ţeir heldur fluttir í annađ embćtti á móti vilja ţeirra, nema ţegar svo stendur á, ađ veriđ er ađ koma nýrri skipun á dómstólana. [Ţó má veita ţeim dómara, sem orđinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embćtti, en hćstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.]1)
   1)L. 56/1991, 26. gr.

VI.
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera ţjóđkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldiđ ađ ţví leyti styđja hana og vernda.
Breyta má ţessu međ lögum.
63. gr. [Allir eiga rétt á ađ stofna trúfélög og iđka trú sína í samrćmi viđ sannfćringu hvers og eins. Ţó má ekki kenna eđa fremja neitt sem er gagnstćtt góđu siđferđi eđa allsherjarreglu.]1)
   1)L. 97/1995, 1. gr.
64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og ţjóđlegum réttindum fyrir sakir trúarbragđa sinna, né heldur má nokkur fyrir ţá sök skorast undan almennri ţegnskyldu.
Öllum er frjálst ađ standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til ađ inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki ađild ađ.
Nú er mađur utan trúfélaga og greiđir hann ţá til Háskóla Íslands gjöld ţau sem honum hefđi ella boriđ ađ greiđa til trúfélags síns. Breyta má ţessu međ lögum.]1)
   1)L. 97/1995, 2. gr.

VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferđis, trúarbragđa, skođana, ţjóđernisuppruna, kynţáttar, litarháttar, efnahags, ćtternis og stöđu ađ öđru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
   1)L. 97/1995, 3. gr.
66. gr. [Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Međ lögum má ţó ákveđa ađ mađur missi ţann rétt ef hann öđlast međ samţykki sínu ríkisfang í öđru ríki. Útlendingi verđur ađeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvćmt lögum.
Íslenskum ríkisborgara verđur ekki meinađ ađ koma til landsins né verđur honum vísađ úr landi. Međ lögum skal skipađ rétti útlendinga til ađ koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hćgt ađ vísa ţeim úr landi.
Engum verđur meinađ ađ hverfa úr landi nema međ ákvörđun dómara. Stöđva má ţó brottför manns úr landi međ lögmćtri handtöku.
Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráđa búsetu sinni og vera frjálsir ferđa sinna međ ţeim takmörkunum sem eru settar međ lögum.]1)
   1)L. 97/1995, 4. gr.
67. gr. [Engan má svipta frelsi nema samkvćmt heimild í lögum.
Hver sá sem hefur veriđ sviptur frelsi á rétt á ađ fá ađ vita tafarlaust um ástćđur ţess.
Hvern ţann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverđa háttsemi skal án undandráttar leiđa fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áđur en sólarhringur er liđinn, ákveđa međ rökstuddum úrskurđi hvort hann skuli sćta gćsluvarđhaldi. Gćsluvarđhaldi má ađeins beita fyrir sök sem ţyngri refsing liggur viđ en fésekt eđa varđhald. Međ lögum skal tryggja rétt ţess sem sćtir gćsluvarđhaldi til ađ skjóta úrskurđi um ţađ til ćđra dóms. Mađur skal aldrei sćta gćsluvarđhaldi lengur en nauđsyn krefur, en telji dómari fćrt ađ láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveđa í dómsúrskurđi hver hún eigi ađ vera.
Hver sá sem er af öđrum ástćđum sviptur frelsi á rétt á ađ dómstóll kveđi á um lögmćti ţess svo fljótt sem verđa má. Reynist frelsissvipting ólögmćt skal hann ţegar látinn laus.
Hafi mađur veriđ sviptur frelsi ađ ósekju skal hann eiga rétt til skađabóta.]1)
   1)L. 97/1995, 5. gr.
68. gr. [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúđlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu.
Nauđungarvinnu skal engum gert ađ leysa af hendi.]1)
   1)L. 97/1995, 6. gr.
69. gr. [Engum verđur gert ađ sćta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverđ samkvćmt lögum á ţeim tíma ţegar hún átti sér stađ eđa má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viđurlög mega ekki verđa ţyngri en heimiluđ voru í lögum ţá er háttsemin átti sér stađ.
Í lögum má aldrei mćla fyrir um dauđarefsingu.]1)
   1)L. 97/1995, 7. gr.
70. gr. [Öllum ber réttur til ađ fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eđa um ákćru á hendur sér um refsiverđa háttsemi međ réttlátri málsmeđferđ innan hćfilegs tíma fyrir óháđum og óhlutdrćgum dómstóli. Dómţing skal háđ í heyranda hljóđi nema dómari ákveđi annađ lögum samkvćmt til ađ gćta velsćmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eđa hagsmuna málsađila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverđa háttsemi skal talinn saklaus ţar til sekt hans hefur veriđ sönnuđ.]1)
   1)L. 97/1995, 8. gr.
71. gr. [Allir skulu njóta friđhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eđa leit á manni, leit í húsakynnum hans eđa munum, nema samkvćmt dómsúrskurđi eđa sérstakri lagaheimild. Ţađ sama á viđ um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öđrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambćrilega skerđingu á einkalífi manns.
Ţrátt fyrir ákvćđi 1. mgr. má međ sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friđhelgi einkalífs, heimilis eđa fjölskyldu ef brýna nauđsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
   1)L. 97/1995, 9. gr.
72. gr. [Eignarrétturinn er friđhelgur. Engan má skylda til ađ láta af hendi eign sína nema almenningsţörf krefji. Ţarf til ţess lagafyrirmćli og komi fullt verđ fyrir.
Međ lögum má takmarka rétt erlendra ađila til ađ eiga fasteignaréttindi eđa hlut í atvinnufyrirtćki hér á landi.]1)
   1)L. 97/1995, 10. gr.
73. gr. [Allir eru frjálsir skođana sinna og sannfćringar.
Hver mađur á rétt á ađ láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verđur hann ţćr fyrir dómi. Ritskođun og ađrar sambćrilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiđa.
Tjáningarfrelsi má ađeins setja skorđur međ lögum í ţágu allsherjarreglu eđa öryggis ríkisins, til verndar heilsu eđa siđgćđi manna eđa vegna réttinda eđa mannorđs annarra, enda teljist ţćr nauđsynlegar og samrýmist lýđrćđishefđum.]1)
   1)L. 97/1995, 11. gr.
74. gr. [Rétt eiga menn á ađ stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, ţar međ talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án ţess ađ sćkja um leyfi til ţess. Félag má ekki leysa upp međ ráđstöfun stjórnvalds. Banna má ţó um sinn starfsemi félags sem er taliđ hafa ólöglegan tilgang, en höfđa verđur ţá án ástćđulausrar tafar mál gegn ţví til ađ fá ţví slitiđ međ dómi.
Engan má skylda til ađildar ađ félagi. Međ lögum má ţó kveđa á um slíka skyldu ef ţađ er nauđsynlegt til ađ félag geti sinnt lögmćltu hlutverki vegna almannahagsmuna eđa réttinda annarra.
Rétt eiga menn á ađ safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt ađ vera viđ almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvćnt ţykir ađ af ţeim leiđi óspektir.]1)
   1)L. 97/1995, 12. gr.
75. gr. [Öllum er frjálst ađ stunda ţá atvinnu sem ţeir kjósa. Ţessu frelsi má ţó setja skorđur međ lögum, enda krefjist almannahagsmunir ţess.
Í lögum skal kveđa á um rétt manna til ađ semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.]1)
   1)L. 97/1995, 13. gr.
76. gr. [Öllum, sem ţess ţurfa, skal tryggđur í lögum réttur til ađstođar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgđar og sambćrilegra atvika.
Öllum skal tryggđur í lögum réttur til almennrar menntunar og frćđslu viđ sitt hćfi.
Börnum skal tryggđ í lögum sú vernd og umönnun sem velferđ ţeirra krefst.]1)
   1)L. 97/1995, 14. gr.
77. gr. [Skattamálum skal skipađ međ lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörđun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eđa afnema hann.
Enginn skattur verđur lagđur á nema heimild hafi veriđ fyrir honum í lögum ţegar ţau atvik urđu sem ráđa skattskyldu.]1)
   1)L. 97/1995, 15. gr.
78. gr. [Sveitarfélög skulu sjálf ráđa málefnum sínum eftir ţví sem lög ákveđa.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveđnir međ lögum, svo og réttur ţeirra til ađ ákveđa hvort og hvernig ţeir eru nýttir.]1)
   1)L. 97/1995, 16. gr.
79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eđa viđauka á stjórnarskrá ţessari, má bera upp bćđi á reglulegu Alţingi og auka-Alţingi. Nái tillagan samţykki ...1) skal rjúfa Alţingi ţá ţegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samţykki [Alţingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún stađfest af forseta lýđveldisins, og er hún ţá gild stjórnskipunarlög.
Nú samţykkir Alţingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvćmt 62. gr., og skal ţá leggja ţađ mál undir atkvćđi allra kosningarbćrra manna í landinu til samţykktar eđa synjunar, og skal atkvćđagreiđslan vera leynileg.
   1)L. 56/1991, 27. gr.
80. gr. ...
81. gr. Stjórnskipunarlög ţessi öđlast gildi, ţegar Alţingi gerir um ţađ ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbćrra manna í landinu međ leynilegri atkvćđagreiđslu samţykkt ţau.1)
   1)Sbr. ţingsályktun um gildistöku stjórnarskrár lýđveldisins Íslands, nr. 33 16. júní 1944, og yfirlýsingu forseta sameinađs Alţingis um gildistöku stjórnarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944. Sbr. og ţingsályktun um niđurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32 16. júní 1944.

Ákvćđi um stundarsakir.
Er stjórnarskrá ţessi hefur öđlast gildi, kýs sameinađ Alţingi forseta Íslands fyrsta sinni eftir reglum um kjör forseta sameinađs Alţingis, og nćr kjörtímabil hans til 31. júlí 1945.
Ţeir erlendir ríkisborgarar, sem öđlast hafa kosningarrétt og kjörgengi til Alţingis eđa embćttisgengi, áđur en stjórnskipunarlög ţessi koma til framkvćmda, skulu halda ţeim réttindum. Danskir ríkisborgarar, sem téđ réttindi hefđu öđlast samkvćmt 75. gr. stjórnarskrár 18. maí 1920, ađ óbreyttum lögum, frá gildistökudegi stjórnarskipunarlaga ţessara og ţar til 6 mánuđum eftir ađ samningar um rétt danskra ríkisborgara á Íslandi geta hafist, skulu og fá ţessi réttindi og halda ţeim.
 [Ţrátt fyrir ákvćđi 6. mgr. 31. gr. nćgir samţykki einfalds meiri hluta atkvćđa á Alţingi til ađ breyta lögum um kosningar til Alţingis til samrćmis viđ stjórnarskipunarlög ţessi eftir ađ ţau taka gildi. Ţegar sú breyting hefur veriđ gerđ fellur ákvćđi ţetta úr gildi.]1)
   1)L. 77/1999, 2. gr.
(tóku gildi 5. júlí 1995), 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Störf í bođi - nćsta skref?

Góđ greining á störfunum eins og ţau voru - og eru enn - en verđa ekki ef viđ fáum einhverju ađ ráđa. Frá honum Henrý Ţór.

Nćsta skref? - Henrý Ţór Baldursson


Sagan hans Ara Matt í Silfrinu

Ég heyrđi ţessa sögu og fleiri slíkar fyrir ţó nokkru síđan. Fundurinn sem Ari sagđi frá er langt í frá sá eini sem haldinn var og sumir hafa kallađ fundina námskeiđ ţví á ţeim var mönnum kennt ađ flytja stórar fjárhćđir úr landi og fela ţćr. Hve mörg hundruđ eđa ţúsund milljarđar af kvótapeningum t.d. ćtli séu faldar í skattaparadísum? Og sjávarútvegurinn ţó veđsettur í topp, sem svara margra ára afla, og bankarnir ađ afskrifa skuldirnar - sem ţýđir ađ skattborgararnir borga brúsann á međan milljarđamćringarnir halda öllu sínu skattlaust. Sanngjarnt?

Ţetta á langt í frá ađeins viđ sjávarútveginn og kvótapeningana eins og viđ vitum. Skemmst er ađ minnast dularfullra millifćrslna úr bönkunum korteri fyrir hrun og undarlegra hlutabréfakaupa fursta frá Austurlöndum. Vitađ er ađ ţúsundir milljarđa af eigum ţjóđarinnar eru faldar á leynireikningum einstaklinga og skúffufyrirtćkja erlendis. Kannski nógu mikiđ til ađ borga skuldirnar sem ţessir menn skildu okkur eftir međ. Ég legg til ađ framtíđarstjórnendur landsins beiti öllu ţví valdi sem unnt er til ađ ná í ţessa peninga - hverja einustu krónu, hvern einasta dollara, hverja einustu evru, jen, franka eđa í hvađa mynt sem er. Ţetta eru okkar peningar sem var stoliđ af okkur og ţađ á ađ endurheimta ţá.Ég minni á viđtaliđ viđ Jón Steinsson í Silfrinu 7. desember sl. í ţessu samhengi. Ţađ var sláandi - og ćtti ađ vera öllum ógleymanlegt.
 
 

Fréttir og Silfur dagsins

Stórfréttir dynja á okkur svo ört ađ mađur hefur ekki viđ ađ fylgjast međ og skrásetja. Báđar sjónvarpsstöđvarnar međ aukafréttatíma í hádeginu og svo Silfriđ í beinu framhaldi. Nú bíđum viđ kvöldfrétta og viljum meira ţví ţetta er ekki nóg - rétt blábyrjunin. Seđlabankinn, sem hélt árshátíđ í gćrkvöldi (á okkar kostnađ?) hlýtur ađ fylgja í kjölfariđ. Og ég skil ekki af hverju á ađ hafa Jónas Fr. til 1. mars í FME. Veit ţađ einhver? En hér eru atburđir dagsins.

Fréttir Stöđvar 2 klukkan 12

 

Fréttir RÚV klukkan 12 (vantar aftan á netútgáfuna)

 

Silfriđ

Vettvangur dagsins 1 - Benedikt, Pétur, Ari og Jónína

 

Vettvangur dagsins 2 - Einar Steingrímsson og Friđrik Erlingsson

 

Gylfi Magnússon

 

Herdís Ţorgeirsdóttir

 

Vilhjálmur Bjarnason (halaklipptur - RÚV lagar vonandi)

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband