Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Rökstuddur grunur um glćpi?

Kompássmađurinn Kristinn Hrafnsson byrjađi sumarafleysinguna međ trukki á RÚV í kvöld. Hann fjallađi um myrkraverkin sem framin voru hjá Kaupţingi dagana áđur en bankinn var yfirtekinn - og ţau eru vćgast sagt svakaleg. Kristinn bođađi framhald nćstu kvöld og vísađi í síđuna WikiLeaks.

Fjallađ var um lán Landsbankans til fyrirtćkja sem tengd eru eigendum hans hér og hér. Nú var ţađ Kaupţing - og sukkiđ... mađur minn! Ţetta er ţađ sem viđ erum ađ borga fyrir - og ţetta líka. Og fleira og fleira.

Fréttir RÚV - Kristinn Hrafnsson - 31. júlí 2009

Kristinn segir í fréttinni ađ lán Kaupţings til 11 fyrirtćkja í Existu-hópnum, ađ Skiptum međtöldum, séu upp á rúmlega 300 milljarđa króna ađ núvirđi. Bara ţau lán eru tćpur helmingur af Icesave-skuldinni. Sjáiđ ţetta bara. Upphćđir eru í milljónum evra og gengiđ er rétt um 180 krónur.

Lánabók Kaupţings - Exista

Í glćruskjalinu sem fjallađ er um og kallađ er "Meeting of the Board of Directors - Annual Large Exposure Reporting" er bara fjallađ um lán frá 45 milljónum evra, sem mér reiknast til ađ séu 8,1 milljarđur króna. Ţetta er ótrúlegt skjal og ţar kennir ýmissa grasa. Ég hengi ţađ hér neđst í fćrsluna ef fólk vill taka ţátt í ađ rjúfa ţá vernd sem bankaleynd veitir ţessum mönnum. Ég skora á alla bloggara og netmiđla ađ birta ţetta - ţá hafa ţeir nóg ađ gera í lögsóknunum, blessađir.

Skođiđ ţetta vandlega međ reiknivél viđ hönd til ađ fá íslensku upphćđirnar. Hvađ varđ um alla ţessa peninga? Hvernig stendur á ađ ekki er búiđ ađ frysta, kyrrsetja, haldleggja... hvađ sem viđ köllum ţann gjörning ađ hirđa af ţeim ţađ sem ţeir stálu og ćtla ađ láta okkur borga. Í lögum nr. 88/2008 - gr. 68 og 88 - er fjallađ um slíkt og ţar er vísađ í lög nr. 31/1990 sem beinlínis fjalla um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Hér er tilvitnun í gr. 68 og 88 í fyrrnefndu lögunum:

Lög nr. 88/2008 - gr. 88

Hrunstjórnin gerđi ekkert í ţessum málum í haust - EKKERT. Hugsiđ ykkur ef sú stjórn hefđi haft döngun í sér til ađ frysta allt strax og hindra öll stór viđskipti. Vćrum viđ í annarri stöđu í dag? Hefđi ţessu fólki tekist ađ mjólka bankana og fjárhirslur ţjóđarinnar eins og raun virđist bera vitni? Muniđ ţiđ eftir ţegar Seđlabanki Íslands lánađi Kaupţingi 500 milljónir evra "til nokkurra daga" rétt áđur en bankinn féll? Ţađ eru 90 milljarđar íslenskra króna á núvirđi. Einn sjöundi hluti Icesave. Hvađ varđ um ţá peninga í ljósi ţessara Kaupţingslána og meintra undanskota stćrstu eigenda í skattaskúmaskot?

Er ekki kominn tími á gjalddaga?

Stöđ 2 og RÚV 28. júlí 2009


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Snákar í jakkafötum međ testosteróneitrun

Anna vinkona benti á ţessa grein á fésbókinni. Greinin er frá 2006 og smellpassar viđ umrćđuna ţessa dagana um siđleysi, siđblindu og almennt  andlegt heilbrigđi vissra hópa í samfélaginu og fleira í ţá veru. Ţessum pćlingum Kristjáns, Hare og Babiak til áhrifsauka og stađfćringar bendi ég á nýjustu bloggfćrslu Egils Helga og sýkópatapistil Stefáns Snćvarr. Hér er svo einnig fróđleg grein um ţá kenningu ađ testosteróneitrun hafi lagt efnahag heimsins í rúst. Í ţví sambandi er vert ađ geta ţess ađ testosterón er ađalkarlhormóniđ sem myndast einkum í eistum.

Kristján G. Arngrímsson - Snákar í jakkafötum - Moggi 7. júní 2006


Dagar Kompáss taldir?

Fyrir nokkrum dögum skrifađi ég pistil um ábyrgđ fjölmiđla á umbrotatímum og birti auk ţess pistil um sama efni af Morgunvakt Rásar 2. Í honum fór ég fram á viđ mennta- og fjármálaráđherra ađ veitt yrđi fé til ađ stofna og reka sjálfstćđan og óháđan rannsóknar- og upplýsingahóp fjölmiđla. Ţetta ćtti ađ vera auđsótt mál og oft var ţörf en nú er nauđsyn. Ríkisstjórnin hefur ekkert ađ fela, er ţađ? Ţótt fréttastofur og hefđbundnir fjölmiđlar séu góđra gjalda verđir svo langt sem ţeir ná, er ekki nóg ađ fá ađeins 2 mínútna frétt eđa ţriggja dálka grein af stórmálum og síđan ekki söguna meir. Fréttirnar ţarf ađ setja í samhengi, grafa og grufla, tengja og skýra, finna orsakir og afleiđingar, komast ađ niđurstöđu og fylgja fréttunum eftir.

Ég, eins og svo ótalmargir ađrir, hef beđiđ eftir ađ Kompás kćmi aftur á skjáinn en ekkert hefur bólađ á honum. Silfur Egils hćtti í maí, kemur vćntanlega ekki aftur fyrr en í september og Kastljósiđ fór skyndilega í sumarfrí. Um ţessar mundir er ţví engar fréttaskýringar ađ fá í sjónvarpi og ţótt Spegillinn standi sannarlega fyrir sínu vantar myndrćnu útfćrsluna. Ţetta er fáránleg stađa sem almenningi er bođiđ upp á af fjölmiđlunum. Viđ ţurfum á miklu öflugri fjölmiđlun ađ halda en hćgt er ađ sinna nú miđađ viđ samdrátt og niđurskurđ. Eđa er kannski eitthvađ galiđ viđ forganginn hjá miđlunum? Ţađ skyldi ţó aldrei vera.

Í Mogganum í dag er sagt ađ dagar Kompáss séu taldir. Ég neita ađ trúa ţví. Skortur á gagnrýnni fjölmiđlun á gróđćrisárunum og í ađdraganda hruns hefur orđiđ okkur dýrkeyptur. Viđ verđum ađ lćra af ţeirri reynslu og efla fjölmiđlunina ef eitthvađ er. Hlustiđ á Aidan White, framkvćmdastjóra alţjóđasamtaka blađamanna, í myndböndunum neđst í ţessum pistli. Viđ getum ekki haft miklar vćntingar til einkarekinna fjölmiđla í eigu sjálfra útrásarauđmannanna sem eiga risastóran ţátt í stöđu okkar í dag og ţví sem rannsaka ţarf. En viđ getum gert miklar kröfur til Ríkisfjölmiđilsins sem viđ eigum og kostum sjálf. Og til ríkisstjórnarinnar sem fer međ fjárveitingarvaldiđ.

Hér fyrir neđan er greinin úr Mogganum í dag (smelliđ ţar til lćsileg stćrđ fćst) og valin sýnishorn af umfjöllun Kompáss um mikilvćg mál í íslensku samfélagi. Ég vil fá meira af slíku - ekki er vanţörf á um ţessar mundir! Set líka inn umfjöllun um Kompás og viđtöl úr Kastljósi og Spjalli Sölva.

Morgunblađiđ 29. júlí 2009

Dagar Kompáss taldir - Moggi 29. júlí 2009

Kompás 20. nóvember 2007 - um Seđlabankann, vexti og verđbólgu

 

Kompás 13. október 2008 - um efnahagskreppuna

 

Kompás 20. október 2008 - um útrásina

 

Kompás 15. apríl 2008 - um olíuhreinsistöđ á Vestfjörđum

 

Kompás 29. apríl 2008 - um olíuslys

 

Kompásmál í Kastljósi 27. janúar 2009

 

Sölvi Tryggva spjallar viđ Kompássmenn - Skjár 1 - 3. apríl 2009

 


Kannski hefđi ég átt ađ gera ţađ

Flestir kannast viđ ţegar eitthvađ hverfur ekki úr huga manns klukkustundum, dögum og jafnvel vikum saman. Mađur fćr eitthvađ á heilann. Ţađ getur veriđ lag, setning, hugmynd eđa hvađ sem er. Ţetta myndbrot hefur varla vikiđ úr huga mér upp á síđkastiđ. Setningin syngur í huganum endalaust og ég get ekki bćgt frá mér spurningunni: "What if he had...?" Ef hann hefđi gert ţađ... Hvađ ţá? Vćri stađan eitthvađ öđruvísi í dag? Verst er, ađ ţađ er ómögulegt ađ segja. Spurningunni verđur aldrei svarađ.

BBC 2 - Hard Talk - Geir Haarde

 

Allt viđtaliđ - 12. febrúar 2009Hvađ sögđu auđmennirnir ţá?

Í ljósi nýjustu frétta um glćpina í bönkunum fyrir og eftir yfirtöku ţeirra er ekki úr vegi ađ rifja upp orđ og viđbrögđ eigenda ţeirra og yfirmanna í kringum hruniđ og eftir ţađ. Fjölmargir sögđu margt fleira á ýmsum vettvangi en ćtli ţetta nćgi ekki í bili.

En fyrst - fréttir kvöldsins og samviskuspurningar: Útrásardólgar og bankamenn sáu pening í orkunni okkar, keyptu sig inn í REI og stofnuđu Geysi Green Energy. REI-máliđ var stöđvađ en GGE keypti ţriđjung í Hitaveitu Suđurnesja og var nú ađ kaupa meira í samvinnu viđ kanadíska fyrirtćkiđ Magma Energy. Eins og sjá má af nýjustu fréttum skutu dólgarnir undan gríđarlegum fjármunum. Hvađa tryggingu höfum viđ fyrir ţví ađ ţeir standi ekki á bak viđ kaupin á afnotunum af orkuauđlindunum? Hvers vegna er Bjarni Ármannsson ađ koma heim? Hann var einn stofnenda GGE sem bankastjóri Glitnis, stjórnarformađur og stór eigandi í REI og reyndi ađ sameina fyrirtćkin. Hvernig stendur á ţví ađ ađeins einn einasti ţingmađur, Atli Gíslason, og enginn ráđherra hefur tjáđ sig um ţessa nýjustu gjörninga. Hugsiđ máliđ.

RÚV - 27. júlí 2009 - meira hér


Stöđ 2 og RÚV - 27. júlí 2009

 

Og hefst ţá upprifjunin:

Lárus Welding - Glitnir - Silfur Egils 21. september 2008


Jón Ásgeir Jóhannesson - Glitnir - Stöđ 2 - 30. september 2008

 

Ţorsteinn Már Baldvinsson - Glitnir - Kastljós 30. september 2008

 

Sigurđur Einarsson - Kaupţing - Kastljós 6. október 2008

 

Sigurjón Ţ. Árnason - Landsbankinn - Kastljós 8. október 2008

 

Jón Ásgeir Jóhannesson - Glitnir - Silfur Egils 12. október 2008

 

Sigurjón Ţ. Árnason - Landsbankinn - Ísland í dag 13. október 2008

 

Jón Ásgeir Jóhannesson - Glitnir - Hrafnaţing 20. október 2008

 

Björgólfur Thor Björgólfsson - Landsbankinn - Kompás 27. október 2008

 

Sigurđur Einarsson - Kaupţing - Markađurinn međ BI 8. nóvember 2008

 

Björgólfur Guđmundsson - Landsbankinn - Kastljós 13. nóvember 2008

 


Glćpur og refsing?

Ríkissjónvarpiđ var međ stórfrétt í kvöld um lán Landsbankans til fyrirtćkja Björgólfsfeđga. Samkvćmt henni var framinn stórfelldur glćpur ţegar Landsbankinn lánađi fyrirtćkjum tengdum eigendum sínum langt umfram ţađ sem lög leyfa og tjóniđ er metiđ í hundruđum milljarđa.

Hér kemur fram ađ samkvćmt 30. grein laga um fjármálafyrirtćki (lög nr. 161/2002) megi lán til eins eđa fleiri innbyrđis tengdra viđskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtćkis. Eiginfjárgrunnurinn er síđan skilgreindur frekar í gr. 84 og 85. Samkvćmt ársfjórđungsuppgjöri Landsbankans 2008 (í ţessu tilfelli hálfsársuppgjör eđa sex mánađa uppgjör frá 30. júní 2008) er eiginfjárgrunnur Landsbankans 319,6 milljarđar (neđst á bls. 34), sem ţýđir ađ bankinn má ekki lána "innbyrđis tengdum viđskiptamönnum" meira en tćpa 80 milljarđa (79,65). En lítum á hve mikiđ fé bankinn átti ţátt í ađ lána fyrirtćkjum Björgólfsfeđga (og Magnúsar) samkvćmt frétt RÚV:

Landsbankalán til Björgólfsfeđga - RÚV 26.7.09

Ţarna eru ótalin ţau fyrirtćki sem minnst var á fyrr í fréttinni, Grettir međ 60 milljarđa og Novator Pharma 43 milljarđa. En á ţessum lista eru lánin komin upp í 365 milljarđa og ţó vantar upphćđ á eitt fyrirtćkiđ. Gerum ráđ fyrir ađ Landsbankinn hafi lánađ ţetta allt (fram kemur í fréttinni ađ hann hafi átt hlut í einhverjum lánanna). Og gerum ráđ fyrir ađ lánin til Grettis og NP (103 milljarđar) jafni upphćđir á móti. Ţar sem eiginfjárgrunnurinn var ađeins 319,6 milljarđar er ţarna búiđ ađ lána langt umfram 100% af honum, eđa um 114%. Munum ađ bannađ er samkvćmt lögum ađ lána meira en 25% af grunninum, eđa 80 milljarđa. Ţetta slagar í ađ vera fimmföld leyfileg upphćđ. Undir lok fréttarinnar tók ég sérstaklega eftir ţessu:

Eva Joly sagđi í viđtali viđ Stöđ 2 ţann 16. júní ađ réttarkerfi heimsins vćru sniđin til ađ halda hlífiskildi yfir hinum ríku og valdamiklu. Ţeir sleppi viđ refsingu eftir ađ dómar hafi veriđ kveđnir upp. Engu sé líkara en ađ hluti samfélagsins sé hafinn yfir lög. Ćtlum viđ ađ láta ţađ viđgangast í stćrsta fjársvikamáli sem vitađ er um ţar sem heil ţjóđ er sett á hausinn? Eđa verđur yfirskrift íslenska efnahagshrunsins: Efnahagsglćpir og refsileysi?

Stöđ 2 - 16. júní 2009

 

Verđur refsađ fyrir ţennan glćp - og ţá hverjum? Verđur framhald á fréttinni á RÚV? Verđur rýnt á svipađan hátt í lánabćkur hinna bankanna? Viđ bíđum spennt.


Ábyrgđ fjölmiđla á umbrotatímum

Mér eru fjölmiđlarnir hugleiknir og finnst ansi mikiđ vanta upp á ađ ţeir sinni ţví sem má kalla skyldu ţeirra - upplýsingagjöf, rannsóknarfréttamennsku og skýringum á atburđum fyrir almenning. Blađa- og fréttamenn komust sjálfir ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţeir hafi brugđist í ađdraganda hrunsins, ef ég man rétt. Ekki veriđ nógu vakandi og of trúgjarnir - eins og viđ hin.

Blađamannafélag Íslands - BlađamađurinnMér hćttir til ađ verja ţá, ţví ég veit viđ hvađa ađstćđur ţeir búa - gríđarlegan tímaskort, ómanneskjulegt vinnuálag og í mörgum tilfellum skítalaun. Viđmćlendur svara ekki spurningum ţeirra og stundum gátu (geta?) ágengar, beittar spurningar jafngilt uppsögn viđkomandi blađa/fréttamanns. Hátt settir stjórnmálamenn töluđu ekki viđ gagnrýna blađa/fréttamenn og vildu sjálfir ráđa spurningunum. Allt mögulegt hefur viđgengist. En sumir voru líka nátengdir persónum og leikendum í atburđum gróđćrisins - og eru enn.

Kannski er ekki viđ blađa- eđa fréttamennina sjálfa ađ sakast ađ öllu leyti, heldur vinnuveitendur ţeirra, sjálfa fjölmiđlana. Einkum fyrir ađ skapa ţeim ekki ţćr ađstćđur sem nauđsynlegar eru til ađ geta sinnt starfinu almennilega, sérhćfa sig í málaflokkum og gefa ţeim pláss eđa tíma til ađ koma upplýsingunum á framfćri. Vissulega er ţó ýmislegt mjög vel gert og bćđi vilji og geta fyrir hendi bćđi í stéttinni og utan hennar.

Mér finnst ađ í vetur, á ţessum gríđarlegu umbrotatímum í íslensku samfélagi, hafi mestu upplýsingarnar, málefnalegasta umrćđan og bestu Blađamannafélag Íslands - Blađamannaverđlaunfréttaskýringarnar veriđ á netinu - ţar af mikiđ á blogginu. Og um ţessar mundir er eiginlega einn helsti rannsóknarblađamađurinn okkar hún Sigrún Davíđsdóttir í Speglinum á RÚV og á Eyjunni. Sigrún hefur veriđ óţreytandi viđ ađ segja frá ýmsum vafasömum viđskiptum og fleiru sem viđkemur hruninu. Lesiđ og hlustiđ t.d. á pistla hennar í vikunni um Endurreista og efalausa banka og Bruđl og sjónhverfingar.

Ég sakna Kompáss mjög. Hef sagt ţađ áđur og segi enn. Okkur bráđvantar svona ţátt og ég skil ekki af hverju RÚV hefur ekki tekiđ ţáttinn upp á arma sína en mig grunar ađ um fjárskort sé ađ rćđa. Eins og ég kem inn á í pistlinum hér ađ neđan vil ég ađ ríkisstjórnin veiti ríflegri upphćđ til ađ koma saman sjálfstćđum, óháđum rannsóknarhópi fjölmiđlafólks sem hefđi ţađ hlutverk ađ rannsaka, afhjúpa, upplýsa og útskýra. Frá upphafi hruns hafa fjölmargir sérfrćđingar, reynsluboltar og leikmenn hamrađ á ţví, ađ upplýsingar séu grundvallaratriđi til ađ almenningur geti skiliđ og tekiđ ţátt í ţeirri hugarfarsbreytingu og  uppbyggingu sem verđur ađ eiga sér stađ á Íslandi. Slík fjárveiting ćtti ađ vera jafnsjálfsögđ og fjárveiting til annars konar rannsókna á hruninu. Upplýsingar eru nefnilega nátengdar réttlćtinu.

En hér er pistillinn minn á Morgunvakt Rásar 2 í gćr - hljóđskrá hengd viđ neđst.

Morgunvaktin á Rás 2

Ágćtu hlustendur...

Í tćpt ár hefur mér fundist ég vera stödd í hrćđilegri martröđ. Stundum hef ég veriđ ţess fullviss, ađ einn daginn ranki ég viđ mér og komist ađ raun um, ađ ţetta hafi bara veriđ vondur draumur. En martröđin heldur áfram og verđur sífellt skelfilegri eftir ţví sem fleiri spillingarmál koma upp á yfirborđiđ. Ţeim virđist ekki ćtla ađ linna og botninum er greinilega ekki náđ ennţá.

Ég er orđin kúguppgefin á martröđinni og ţrái heilbrigt samfélag, lausnir, heiđarleika, réttlćti og von. En ţađ eina sem blasir viđ er meiri spilling, hrćđileg vanhćfni, undarleg leynd og endalausar deilur um allt. Stundum finn ég varla heila brú í ţjóđfélagsumrćđunni, alveg sama hvernig ég leita. Sérfrćđingar karpa, einn segir ţetta og sá nćsti eitthvađ allt annađ. Ţeim virđist jafn fyrirmunađ ađ finna sameiginlega lausn á vandamálum ţjóđarinnar og alţingismönnum. Ţađ er sárt ađ horfa upp á ţetta og enginn fjölmiđill hefur ennţá tekiđ ađ sér ađ skýra út ólík viđhorf, fólkiđ á bak viđ ţau, bera saman skođanir, orsakir og afleiđingar - og reyna ađ komast ađ niđurstöđu. Er ţađ kannski ekki hćgt? Mađur spyr sig...

Ég hef komist rćkilega ađ raun um, ađ ţađ er miklu meira en full vinna ađ reyna ađ fylgjast međ öllu sem hefur gerst síđan hruniđ varđ, halda ţví til haga og reyna ađ tengja saman menn og málefni. Hvađ ţá ađ fylgja málum eftir og halda ţeim lifandi í umrćđunni. Ef vel ćtti ađ vera ţyrfti einhver fjölmiđill ađ hafa hóp fólks í vinnu sem gerir ekkert annađ en einmitt ţetta. En sú er aldeilis ekki raunin.

Í mestu hamförum af mannavöldum sem íslenska ţjóđin hefur upplifađ hafa fjölmiđlar einmitt neyđst til ađ bregđast ţveröfugt viđ. Skera niđur og segja upp fólki ţegar ţjóđin ţarf á öflugum fjölmiđlum ađ halda sem aldrei fyrr. Eini fréttaskýringaţátturinn í sjónvarpi, Kastljós, fór meira ađ segja í frí í júlí á međan fjallađ er um tvö umdeildustu málin um ţessar mundir á Alţingi, ESB og Icesave. Vćntanlega er fríiđ til komiđ vegna niđurskurđar og sparnađar í rekstri RÚV.

Ekki hefur fjarvera Kastljóss náđ ađ fylla Stöđ 2 innblćstri og hvatt til dáđa á ţeim bćnum. Frá áramótum hefur Ísland í dag veriđ undirlagt af yfirborđskenndu léttmetishjali - međ örfáum undantekningum. Léttmetiđ er fínt í bland - en er ţađ svo miklu ódýrara í vinnslu en alvörumálin? Ţví fylgir ábyrgđ ađ reka fjölmiđla og eigendur ţeirra ćttu ađ sjá sóma sinn í, ađ huga ađ upplýsingagildi efnisins ekki síđur en skemmtanagildi ţess.

Mig langar ađ beina máli mínu til ríkisstjórnarinnar, einkum mennta- og fjármálaráđherra, og fara fram á ađ veitt verđi rausnarlegri upphćđ til reksturs rannsóknarhóps fjölmiđla sem hefđi ţađ hlutverk ađ rannsaka og upplýsa ţjóđina um öll helstu mál hrunsins. Í hópnum gćtu veriđ valdir fulltrúar frá öllum fjölmiđlum - og alls ekki má gleyma netmiđlum og bloggi. Oftar en ekki hafa langbestu upplýsingarnar komiđ fram á netinu og málefnalegustu umrćđurnar fariđ fram ţar. En netfjölmiđlun nćr bara ekki til nema takmarkađs fjölda landsmanna.

Fyrir utan frćđslu- og upplýsingagildi ţessa fjölmiđlahóps fyrir almenning, gćti vinna hans örugglega gagnast rannsóknarađilum hrunsins. Vinna hópsins vćri líka ađhald viđ embćttin, ţví upplýsingar hans um alvarleg mál hljóta óhjákvćmilega ađ koma inn á borđ hjá ţeim.

Upplýsingar og réttlćti kostar peninga - en er ţjóđinni lífsnauđsynlegt.

*************************

Í tengslum viđ ţessar pćlingar minni ég á viđtöl viđ Aidan White, framkvćmdastjóra alţjóđasamtaka blađamanna, sem var hér á ferđ í lok maí. Hann lýsir m.a. hvernig útrásardólgar höfđu áhrif á skrif blađamanna í Bretlandi ţegar veriđ var ađ markađssetja Icesave og fleira. Og fyrst ţeir gátu blekkt breska blađamenn gátu ţeir vitaskuld blekkt ţá íslensku líka - enda voru (og eru) ţeir í mörgum tilfellum vinnuveitendur ţeirra. Sorglegt en satt. Takiđ sérstaklega eftir ţessum orđum Aidans White: "Ein ađallexían sem á ađ koma út úr öllu ţessu hrćđilega ferli er sú, ađ fjölmiđlar eiga ađ tala máli ţjóđfélagsins í heild. Ţeir eiga ađ gegna ţjóđfélagslegu hlutverki, vernda hagsmuni fólksins."

Aidan White í Kastljósi 28. maí 2009

 Aidan White í fréttum Stöđvar 2 - 28. maí 2009

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Sterk og ákveđin forysta Sjálfstćđisflokksins

Icesave er mál málanna ţessa dagana, vikurnar og mánuđina. Ţađ vćri ađ ćra óstöđugan ađ bćta á umfjöllun um ţađ volađa mál sem er í öllum fjölmiđlum og allir hafa einhverja skođun á. En ţađ eru helst skođanir alţingismanna og sérfrćđinga sem komast ađ í fjölmiđlunum. Viđ hin látum okkur nćgja netiđ og bloggiđ. Stuđningur viđ Icesave-samninginn á ţingi er óljós í meira lagi ţessa dagana og sífellt eru nýir fletir á málinu afhjúpađir - enginn góđur.

Afstađa stjórnarţingmanna er óskýr - en afstađa stjórnarandstöđu alveg klár. Stjórnarandstöđuflokkarnir vilja ekki samţykkja samninginn. En hvađ vilja ţeir gera? Hver er ţeirra lausn?

Hinn nýi formađur Sjálfstćđisflokksins er sterkur og ákveđinn leiđtogi sem hlýtur ađ vera dáđur af flokksmönnum sínum eins og hefđ er fyrir í flokknum - međ nokkrum undantekningum ţó. Í fréttum RÚV í kvöld var hann spurđur hvađ hann og flokkurinn hans vildi gera í Icesave-málinu. Svar formannsins var afdráttarlaust, ákveđiđ og afgerandi eins og hans er von og vísa. Ţótt Sjálfstćđisflokkurinn hafi beđiđ hugmyndafrćđilegt gjaldţrot međ falli frjálshyggjunnar er nýi leiđtoginn greinilega sá, sem mun hífa flokkinn úr öldudalnum međ vasklegri framgöngu sinni, ákveđni, hugmyndauđgi, málefnalegum svörum og frábćrum lausnum.

Ţađ sem mér finnst eiginlega verst viđ ţetta viđtal, er ađ fréttakonan lét hann komast upp međ ţetta svar - ef svar skal kalla.


Geđveiki gróđćrisins

Ég sá aldrei ţessa ţćtti en frétti af nokkrum, međal annars ţessum. Ţessi talsmáti, hugsunarháttur og lífsstíll virđist hafa veriđ ríkjandi međal hóps fólks í gróđćrinu. Mér finnst ţetta jađra viđ geđveiki.


Ég á mér draum

 

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband