Hvenær þrýtur þolinmæði þjóðarinnar?

Ég er orðin úrvinda af þreytu. Ekki bara eftir að standa vaktina nánast allan sólarhringinn 7 daga í viku undanfarið ár í sjálfboðavinnu. Það sem gerir mig endanlega kúguppgefna er að fá aldrei frið fyrir reiðinni, vonleysinu, örvæntingunni og óréttlætinu. Sjá aldrei einu sinni glitta í réttlæti og vonarglætu. Dag eftir dag, viku eftir viku þurfum við að horfa upp á subbulegar eiginhagsmunaklíkur valdakerfisins undirbúa sölu þjóðarauðlinda til einkaaðila - erlendra ef því er að skipta - og hygla sér og vinum sínum á kostnað okkar hinna. Maður er með æluna uppi í hálsi á hverjum einasta degi og reiðin þenur hverja taug. Er ekki kominn tími á alvörubyltingu?

DV í dag, 18. ágúst 2009 - Takið eftir að auðjöfurinn fær að halda kvótanum sínum!

Tugmilljarðaskuldir Magnúsar afskrifaðar - DV 18.8.09

Árni Páll Árnason, frjálshyggjustrumpurinn í Félagsmálaráðuneytinu 4. ágúst 2009

 

Ég skora á alla Íslendinga sem vettlingi geta valdið að fara niður í Austurstræti 16 - Apótekshornið (gamla Reykjavíkur Apótek þar sem Óli blaðasali stóð alltaf) þar sem skilanefnd Landsbankans er til húsa. Stoppa alla umferð á horninu. Félagsmálaráðuneytið er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Hvað segið þið um hádegið á morgun, miðvikudag? Láta heyra í sér - hringja í ráðherra og þingmenn, senda tölvupósta - MÓTMÆLA SVONA RUGLI!

Viðbót:  DV 18. ágúst 2009 kl. 15:49

Neitar ekki að hluti skulda Magnúsar verið afskrifaður - DV 18.8.09


Fjöregginu fórnað

Ég er að undiMagma Energyrbúa pistil um auðlindasöluna sem nú stendur yfir. Það er ljótur leikur og ég skil ekki andvara- og sinnuleysið sem ríkir vegna málsins, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. Finnst fólki þetta virkilega í lagi? Áttar sig enginn á hvað er að gerast? Er ekki alltaf verið að tala um að framtíð Íslendinga sé ekki jafnsvört og margir vilja vera láta vegna þess að við eigum auðlindir? Hvernig í ósköpunum stendur þá á því, að ríki og sveitarfélög eru að einkavæða þær og selja útlendingum - og það á brunaútsölu?

Í júlí skrifaði ég nokkra pistla um viðskipti Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy við Magma Energy. Magma er nú 15 mánaða gamalt fyrirtæki, byggt á auði jarðfræðings sem varð ríkur á námagreftri einhvers konar í Suður-Ameríku og víðar. Hefur einhver kannað hvernig fyrirtæki hans gengu um auðlindirnar og á hvaða hátt maðurinn auðgaðist á auðlindum annarra þjóða? Ljóst er að menn með slíkan þankagang kaupa sig ekki inn í fyrirtæki nema hægt sé að græða á því - og það gera þeir. Selja svo hlut sinn hverjum sem kaupa vill þegar þeir hafa blóðmjólkað auðlindirnar.

Eða eru kannski íslensku auðmennirnir að koma inn bakdyrameThe Big Selloutgin með fjármagnið sem þeir stálu frá þjóðinni? Strax í haust var spáð að það myndi gerast. Að þeir myndu sæta lagi þegar eignir þjóðarinnar færu á brunaútsölu og nota féð sem þeir földu á Tortólum heimsins til að leggja undir sig hinn gróðavænlega orkuiðnað sem þá hefur dreymt um að eignast í mörg ár. Þeir geta hæglega dulist á bak við erlend skúffufyrirtækjanöfn og læst krumlunum í enn meiri þjóðarauð. Þeir hafa ekki séð neitt athugavert við gjörðir sínar hingað til og eins og Guðmundur Helgi sagði í grein sinni er gróðafíknin öflug.

Í hugleiðingum um einkavæðingu 7. júlí birti ég hina mögnuðu mynd The Big Sellout - eða Einkavæðing og afleiðingar hennar. Klippti auk þess saman viðtölin úr henni við Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 2001 og fyrrverandi aðalhagfræðing Alþjóðabankans. Nú tek ég á það ráð, til að reyna að vekja enn meiri athygli á orðum Stiglitz, að skrifa niður íslenska textann í viðtalinu til að auðvelda samhengið. Munið, að Stiglitz er þungavigtarmaður í efnahagsmálum heimsins og með mikla og víðtæka reynslu. Stiglitz segir - og þýðandi er Hilmar Ramos - feitletrun frá mér komin:

"Ég bar einu sinni saman hvernig efnahagsstefnu er framfylgt og hvernig nútímastríð er háð. Stríð nútímans reynir að draga úr mennskunni og leyfir enga meðaumkun. Sprengjum er varpað úr mikilli hæð og enginn veit hvar þær lenda, maður sér ekki tjónið þar sem maður flýgur um háloftin og það minnir á tölvuleik. Í nútímastríðsrekstri er talað um fjölda látinna. Þetta er ómannlegt. Það sama á við um hagfræði. Þar er þulin upp tölfræði en enginn hugsar út í fólkið á bak við tölurnar.

Washington-sáttmálinn var sáttmáli bandaríska fjármálaráðuneytisins, AGS og Alþjóðabankans, þriggja stofnana í Washington, um bestu leiðirnar í efnahagsþróun heimsins. Samkvæmt sáttmálanum var besta leiðin til að stuðla að vexti ríkja að veita aukið frelsi, draga úr viðskiptahömlum og einkavæða. Í gegnum tíðina hafa AGS, Alþjóðabankinn og fjármálaráðuneyti BNA allir þvingað þessu einkavæðingarguðspjalli upp á þróunarríkin.

Joseph StiglitzAGS og Alþjóðabankinn veittu mörg lán á níunda áratugnum sem voru nefnd uppbyggingar-aðlögunarlán. Kenningin var að hagkerfin þyrftu ákveðinn stuðning meðan þau lagfærðu stoðirnar til að veita frelsi og einkavæða. En gallinn á lánunum var að þeim fylgdu ströng skilyrði. Ríkjum var sagt að til að fá þessa peninga þyrftu þau að skera niður framlög til menntamála, heilbrigðismála eða annan mikilvægan kostnað. Þetta reyndist mörgum þróunarríkjum dýrkeypt.

Að mínu mati var ástæðan fyrst og fremst hugmyndafræðileg. Auk þess voru að sjálfsögðu ákveðnir hagsmunir í húfi; það var hægt að græða á einkavæðingunni. Til dæmis voru víða gefin út einkaleyfi á vatnsveitum og vatnsveiturnar höfðu einokunarstöðu á markaði. Voru sem sé eina fyrirtæki viðkomandi lands sem seldi vatn. Við einkavæðingu er stundum hægt að hækka verðið og búa þannig til geysimikinn hagnað. Nokkur fyrirtæki sáu þessa hagnaðarvon og lögðu hart að AGS og Alþjóðabankanum í leit að stuðningi við einkavæðingarframtakið.

Nútímahagfræði hefur leitt í ljós að á fjölmörgum sviðum gengur markaðshagkerfi ekki upp. Sú gamla skoðun að markaðir leiði sjálfkrafa til skilvirkni hefur verið afsönnuð. Stundum er ástæða þess að hin ósýnilega hönd, eins og Adam Smith orðaði það - að markaðurinn sé ósýnileg hönd sem stuðlar að hagsæld - ástæða þess að ósýnilega höndin virðist ósýnileg er sú að hún er hreinlega ekki til staðar. AGS hefur tekið þessa hugmyndafræði upp á sína arma að hluta til vegna þess að sjóðurinn er samvaxinn ákveðnum hluta stjórnmálaflórunnar, samvaxinn sérhagsmunum, og hefur sjónarmið sem endurspeglar ekki nútímahagvísindi. En því miður reynir sjóðurinn að selja þessa speki sem hagfræði."

Joseph Stiglitz í The Big Sellout

 

Í græðgisvæðingunni brugðust íslensk stjórnvöld - og stjórnsýslan - þjóðinni með hörmulegum afleiðingum sem við og afkomendur okkar munum súpa seyðið af um ókomin ár og áratugi. Stjórnvöld flutu sofandi að feigðarósi og við stóðum hjá, trúgjörn og andvaralaus og uggðum ekki að okkur. Fjölmiðlarnir, upplýsingaveitan okkar, brugðust. Enginn hlustaði á varnaðarorð innlendra sem erlendra sérfræðinga, raddir þeirra voru kæfðar. Við vitum nú að þeir höfðu lög að mæla - en það er um seinan.

Ætla núverandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga og almenningur á Íslandi að stefna aftur á feigðarósinn og láta óátalda þá auðlindasölu sem felst í afsali nýtingarréttar orkunnar, hvort sem er þegar hann er seldur erlendum (eða innlendum) auðmönnum eða ráðstafað í orkufrek álver? Gleymum ekki að rafmagn og heitt vatn eru meðal grunnstoða samfélagsins. Án rafmagnsins og heita vatnsins getum við ekki lifað af hér á Íslandi. Munum við vakna upp við vondan draum fyrr en varir og átta okkur á arðráninu? ÉG MÓTMÆLI og krefst þess að stjórnvöld hindri slíka gjörninga nú þegar!

Nýlegir pistlar um málið:
Hugleiðingar um einkavæðingu - áríðandi skilaboð
Eru auðlindirnar okkar ekki sexí?
VARÚÐ - Nýtt REI-mál í uppsiglingu
Svikamyllan á Suðurnesjum
Blaðaumfjöllun um HS Orku - nýtt efni ókomið inn


Ísland getur ekki borgað

"Þjóðir spyrja ekki bara hvort greiða eigi skuldir, heldur líka - eins og á Íslandi - hvort hægt sé að greiða þær. Ef það er ekki hægt, þá leiðir tilraun til að greiða þær einungis til frekari efnahagssamdráttar og hindrar lífvænlega þróun hagkerfisins." Þetta segir Michael Hudson meðal annars í grein sem birtist í Financial Times og Global Research í dag og mikið hefur verið fjallað um í íslenskum fjölmiðlum. Eins og allir vita er enn ekki ljóst hvernig Bretar og Hollendingar taka fyrirvörum við Icesave-samninginn.

Ísland og Lettland geta ekki borgað, og borga því ekki
eftir Michael Hudson í þýðingu Gunnars Tómassonar

Geta Ísland og Lettland greitt erlendar skuldir fámenns hóps einkavina valdhafa?

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sagt þeim að umbreyta einkaskuldum í opinberar skuldbindingar og endurgreiða þær með hækkun skatta, niðurskurði ríkisútgjalda og eyðingu sparifjár almennings. 

Reiði fer vaxandi ekki einungis í garð þeirra sem söfnuðu skuldunum - Kaupþing og Landsbanki í gegnum Icesave og einkaaðilar í löndunum við Eystrasalt og í mið-Evrópu sem veðsettu fasteignir og einkavæddar ríkiseignir langt úr hófi fram - heldur líka gagnvart erlendum lánardrottnum sem þrýstu á stjórnvöld að selja banka og aðra helztu innviði hagkerfa til innherja.

Stuðningur viðMichael Hudson - Ljósm.: Ragnar Tómasson aðildarumsókn Íslands að ESB hefur minnkað í um þriðjung þjóðarinnar og Harmony Center flokkurinn, sem studdur er af stórum hluta rússnesku-mælandi Letta, hefur náð meirihluta í Riga og stefnir í að verða vinsælasti flokkurinn á landsvísu. Í báðum tilfellum hafa mótmæli almennings skapað vaxandi þrýsting á stjórnmálamenn að takmarka skuldabyrði við eðlilega greiðslugetu landanna.

Um helgina skipti þessi þrýstingur sköpum á Alþingi Íslendinga. Þar varð samkomulag, sem kann að verða frágengið í dag, um skilyrði fyrir verulegum endurgreiðslum til Bretlands og Hollands vegna útborgana þeirra á innistæðum þarlendra eigenda Icesave reikninga.

Mér vitanlega er þetta fyrsta samkomulagið frá þriðja áratug síðustu aldar sem takmarkar afborganir af skuldum við greiðslugetu viðkomandi lands. Greiðslur Íslands takmarkast við 6% af vexti vergrar landsframleiðslu miðað við 2008.  Ef aðgerðir lánardrottna keyra íslenzka hagkerfið niður með óvægnum niðurskurði ríkisútgjalda og skuldaviðjar kynda undir frekari fólksflutninga úr landi, þá verður hagvöxtur enginn og lánardrottnar fá ekkert greitt.

Svipað vandamál kom til umræðu fyrir liðlega 80 árum vegna skaðabótagreiðslna Þýzkalands vegna fyrri heimsstyrjaldar. En margir stjórnmálamenn átta sig enn ekki á því að eitt er að merja út afgang á fjárlögum og annað að geta greitt erlendar skuldir. Hver sem skattheimta stjórnvalda kann að vera þá er vandinn sá að breyta skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Eins og John Maynard Keynes útskýrði, ef skuldsett lönd geta ekki aukið útflutning sinn verða greiðslur þeirra að byggjast á lántökum eða eignasölu.  Ísland hefur núna hafnað slíkum eyðileggjandi valkostum.

Greiðslugetu hagkerfis í gjaldeyri er takmörk sett. Hærri skattar þýða ekki að stjórnvöld geti umbreytt auknum skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Þessi staðreynd endurspeglast í afstöðu Íslands gagnvart Icesave skuldum, sem áætlað er að nemi helmingi af vergri landsframleiðslu þess. Með þessari afstöðu sinni mun Ísland væntanlega leiða önnur hagkerfi í pendúlssveiflu frá þeirri hugmyndafræði sem telur endurgreiðslu allra skulda vera helga skyldu. 

Fyrir hagkerfi landa sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna felst vandinn í því að vonir brugðust um að sjálfstæði 1991 hefði í för með sér vestræn lífsgæði.  Þessi lönd jafnt sem Ísland eru enn háð innflutningi. Hnattræna eignabólan fjármagnaði hallann á viðskiptajöfnuði - lántökur í erlendri mynt gegn veði í eignum sem voru skuldlausar þegar löndin urðu sjálfstæð. Nú er bólan sprungin og komið að skuldadögum. Lán streyma ekki lengur til Eystrasaltslanda frá sænskum bönkum, til Ungverjalands frá austurrískum bönkum, eða til Íslands frá Bretlandi og Hollandi. Atvinnuleysi eykst og stjórnvöld skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála. Í kjölfarið fer efnahagslegur samdráttur og meðfylgjandi neikvæð eignastaða fjölda fyrirtækja og heimila.

Óvægnar niðurskurðaráætlanir voru algengar í löndum þriðja heims frá 8. til 10. áratugar síðustu aldar, en evrópsk lýðræðisríki hafa takmarkað þolgæðiMichael Hudson, hagfræðingur gagnvart slíku verklagi. Eins og málum er nú háttað eru fjölskyldur að missa húsnæði sitt og fólksflutningar úr landi eru vaxandi. Þetta voru ekki fyrirheit nýfrjálshyggjunnar.

Þjóðir spyrja ekki bara hvort greiða eigi skuldir, heldur líka - eins og á Íslandi - hvort hægt sé að greiða þær. Ef það er ekki hægt, þá leiðir tilraun til að greiða þær einungis til frekari efnahagssamdráttar og hindrar lífvænlega þróun hagkerfisins.

Munu Bretland og Holland samþykkja skilyrði Íslands? Keynes varaði við því að tilraun til að knýja fram erlenda skuldagreiðslu umfram greiðslugetu krefðist stjórnarfars á sviði fjárlaga og fjármála sem er þjakandi og óvægið og gæti hvatt til þjóðernissinnaðra viðbragða til að losna undan skuldakröfum erlendra þjóða.  Þetta gerðist á þriðja áratug 20. aldar þegar þýzka hagkerfið var kollkeyrt af harðri hugmyndafræði um ósnertanleika skulda.

Málið varðar praktíska meginreglu: skuld sem er ekki hægt að greiða verður ekki greidd. Spurningin er einungis hvernig slíkar skuldir verða ekki greiddar. Verða þær afskrifaðar að miklu leyti? Eða verður Íslandi, Lettlandi og öðrum skuldsettum löndum steypt í örbirgð til að merja út afgang í tilraun til að komast hjá vanskilum?

Síðarnefndi valkosturinn getur knúið skuldsett lönd til stefnubreytingar. Eva Joly, franski saksóknarinn sem aðstoðar við rannsókn á íslenzka bankahruninu, hefur varað við því að svo gæti farið að Ísland stæði uppi með náttúruauðlindir og mikilvæga staðsetningu sína: „Rússlandi gæti til dæmis fundist það áhugavert." Kjósendur í löndum sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna gerast æ meira afhuga Evrópu vegna eyðileggjandi hagstjórnarstefnu sem nýtur stuðnings ESB.

Eitthvað verður undan að láta. Mun ósveigjanleg hugmyndafræði víkja fyrir efnahagslegum staðreyndum, eða fer það á hinn veginn?

Höfundur er hagfræðiprófessor við University of Missouri

****************************************

Rifjum upp viðtal Egils Helgasonar við Michael Hudson í Silfrinu 4. apríl 2009

 

Hudson svaraði spurningum í beinni hér á síðunni í vor. Samantekt má sjá hér og spurningar og svör í íslenskri þýðingu hér.

Fréttir RÚV í kvöld, 17. ágúst 2009

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Spilling og öðruvísi umræða

Ég þreytist seint á að tala og skrifa um spillinguna á Íslandi. Spillingu, sem er svo djúpstæð og inngróin í samfélagið að fjandanum erfiðara verður að uppræta hana - ef það tekst þá nokkurn tíma. Við höfum nefnilega vanist henni svo rækilega, alist upp með henni og litið á hana sem óumflýjanlegan hluta af tilverunni. Eða hvað?

Umræðan í þjóðfélaginu hefur breyst og opnast mjög með netmiðlum og bloggi, það held ég að allir geti verið sammála um. Gallinn er sá að umræðan sem þar fer fram nær ekki til nema hluta þjóðarinnar. Allt of margir líta ennþá niður á blogg og halda að þar komi ekkert fram sem vert er að íhuga. Sumir segjast ekki hafa tíma til að lesa blogg en lesa þó prentblöðin upp til agna á hverjum degi og hlusta/horfa á alla fréttatíma ljósvakamiðlanna. Fjöldi fólks lítur þannig á þjóðfélagsumræðuna að ekkert sé raunverulegt eða satt nema það birtist á síðum Morgunblaðsins eða í fréttatíma RÚV. Þetta er vitaskuld mikill misskilningur.

Einhverjum stjórnmálamönnum er í nöp við netið og þá opnu umræðu sem þar fer fram. Hún gerir þeim erfiðara fyrir að fela hlutina, fara sínu fram í skjóli upplýsingaskorts og þöggunar. Egill Helga hefur eftir 'glöggum stjórnmálaskýranda' í nýjustu bloggfærslu sinni að... "Samfylkingarmaður sem ég talaði við hélt því er virtist fram í fullri alvöru að umræðan á netinu væri einn aðalsökudólgurinn í því hve illa gengur að koma á úrbótum og lausnum. Allur tími ráðamanna færi í það að verjast þessu leiðindafyrirbæri sem netið er..." Ef þetta er almennt sýnishorn af áliti stjórnmálamanna á skoðunum almennings er ansi langt í að við fáum þá opnu og heiðarlegu stjórnsýslu sem kallað var eftir í vetur - og það hátt og snjallt.

Þetta er langur formáli að litlum pistli - Morgunvaktarpistlinum fá 14. ágúst. Hljóðskrá fylgir neðst í færlsunni.

Morgunvaktin á Rás 2
Ágætu hlustendur...

Um árabil var okkur talin trú um að á Íslandi væri engin spilling. Því til sönnunar birtust reglulega niðurstöður Transparency International, sem gæti útlagst á íslensku Alþjóða gagnsæisstofnunin. Þar var Ísland ofarlega, jafnvel á toppnum, yfir MINNST spilltu þjóðir heims. Ég minnist þess ekki að fjölmiðlar, sem birtu niðurstöðurnar, hafi nokkurn tíma skoðað þær eða forsendur þeirra nánar. Stjórnmálamenn vitnuðu gjarnan í þessar kannanir til að bera af sér áburð um spillingu og réttlæta jafnvel spilltustu athafnir sínar.

Þjóðin glotti alltaf þegar þetta hreinleika- og gagnsæisvottorð birtist því hún vissi betur. Við vissum öll að á Íslandi var gjörspillt stjórnkerfi þar sem frændsemi, klíkuskapur og eiginhagsmunir réðu ríkjum. Það mátti bara ekki segja það upphátt og alls ekki minnast á mútur. Slíkur ósómi tíðkaðist bara í útlöndum. Á Íslandi var þannig greiðasemi kölluð 'fyrirgreiðsla' eða eitthvað ámóta huggulegt. Í versta falli 'samtrygging'. Alls ekki spilling og mútur. Það var eitthvað svo... óíslenskt.

Að blogga eða blogga ekki - Að lesa blogg eða lesa ekki bloggEftir efnahagshrunið í haust hafa ótrúlegustu hlutir komið upp á yfirborðið og upplýsingar um alls konar spillingu gefið okkur utan undir hvað eftir annað af svo miklu afli að undan hefur sviðið. Og enn hellast spillingarmálin yfir okkur, nú síðast í fréttum af skilanefndum gömlu bankanna. Þar blandast líka inn í einn angi spillingarinnar - hagsmunaárekstrar og vanhæfi. Ótrúlega mikið þarf til að menn viðurkenni hagsmunaárekstra eða eigið vanhæfi, jafnvel þó að það blasi við öllum öðrum. Og það undarlega er, að menn eru látnir í friði með að ákveða sjálfir hvort þeir eru vanhæfir eða ekki.

Umræðan um spillinguna og fjölmiðlun á Íslandi hefur breyst mjög eftir að netið og bloggið komu til sögunnar. Nú þarf ekki lengur að bíða kvöldfrétta eða prentblaðanna að morgni til að fá upplýsingar. Þær birtast oftast fyrst á netinu - í netmiðlum eða á bloggi. Netið er upplýsingaveita nútímans og framtíðarinnar. Það er annars eðlis en hefðbundnir fjölmiðlar og getur leyft sér meira - eða gerir það að minnsta kosti.

Þótt hefðbundnir fjölmiðlar séu bráðnauðsynlegir og ágætir fyrir sinn hatt finnst mér alltaf skrýtið að hitta fólk sem snýr upp á sig þegar blogg ber á góma og segir snúðugt með misskildum menningarhroka: "Nei, ég les ALDREI blogg." Í tóninum felst að því þyki afskaplega ófínt að blogga og enn ófínna að lesa blogg. Þetta fólk er á villigötum ef það heldur að ekkert sé satt nema það birtist í kvöldfréttum ljósvakans eða á síðum prentmiðlanna. Það hefur ekki nema örlitla nasasjón af sannleikanum því upplýsingaflæðið er margfalt meira, ferskara og frjórra í netmiðlum og á bloggi. Þar er líka hægt að fletta upp öllu mögulegu langt aftur í tímann til að hressa upp á minnið og setja atburði í samhengi.

Jafnvel blaðamenn hafa viðurkennt að lesa aldrei blogg eins og Víkverji dagsins á Mogganum sem skrifaði meðal annars þetta fyrir rúmu ári: "Víkverji sér ansi oft vitnað í blogg í fjölmiðlum. Hann getur ekki séð að menn hafi þar ýkja mikið fram að færa. Það er eitthvað sérlega dapurlegt við það að fólk sé farið að eyða mörgum tímum á dag í að kynna sér þessi ómerkilegu skrif." Víkverji þessi sagði fleira niðrandi um bloggið í pistli sínum, en honum hefur vonandi snúist hugur því annars veit hann ekki allan sannleikann frekar en aðrir sem ekki lesa blogg og netmiðla.

Sannleikurinn leynist nefnilega víðar en í Mogganum og Ríkisútvarpinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ótrúlegur andskoti

Eitt af því sem talið er hafa valdið efnahagshruninu er andvaraleysi almennings á Íslandi. Almenningi til varnar skal rifjað upp að hann var blekktur og dreginn á asnaeyrunum. Aðallega af banka- og stjórnmálamönnum sem og eftirlitsaðilum sem fólk treysti til að vinna vinnuna sína.

En fjölmiðlar spiluðu þar stórt hlutverk. Ég minni á viðtölin við Aidan White, framkvæmdastjóra alþjóðasamtaka blaðamanna, um þátt fjölmiðla í aðdraganda efnahagshrunsins sem sjá má neðst í þessum pistli. Þar segir White m.a.: "Ein aðallexían sem á að koma út úr öllu þessu hræðilega ferli er sú, að fjölmiðlar eiga að tala máli þjóðfélagsins í heild. Þeir eiga að gegna þjóðfélagslegu hlutverki, vernda hagsmuni fólksins."

Því fylgir ábyrgð að reka fjölmiðil - ýmiss konar þjóðfélagsleg ábyrgð. Líka hjá þeim einkareknu. Í vetur hefur mikið verið kallað eftir fleiri fréttaskýringaþáttum í fjölmiðlum. Öflugri rannsóknarblaða- og -fréttamennsku. Fjárskorti er venjulega kennt um vöntun á slíku. Mér var því mjög brugðið þegar ég sá þessa frétt á DV.is í dag.

365 í útrás til Argentínu - DV.is 16.8.09

Ég þekkti ekki þættina sem þarna er vísað í - Wipeout. Leitaði á YouTube og fann t.d. þetta sýnishorn.

Er þetta álit 365 miðla á andlegu atgervi íslensku þjóðarinnar? Hafa þeir rétt fyrir sér? Vill fólk frekar svona sjónvarpsefni en t.d. efni á borð við Kompás eða Ísland í dag eins og sá þáttur var? Um áramótin var Ísland í dag lagt niður sem fréttaskýringaþáttur og léttmetið hefur ráðið þar ríkjum síðan með örfáum undantekningum. Kompási var hent út í janúar. 365 ver gríðarlegum fjárhæðum í enska boltann og annað íþróttaefni. Og samkvæmt frétt DV á nú að senda 120 manna hóp til Suður-Ameríku til að taka upp fíflalæti.

Þetta finnst mér undarlegur skilningur á þjóðfélagslegu hlutverki og ábyrgð fjölmiðla - og furðuleg meðferð á fjármunum.


Gróðafíknin og hið helga fé

Við þekkjum öll þá réttlætingu að ofurlaunin hafi tíðkast vegna þess að ofurlaunaþegarnir báru svo gríðarlega mikla ábyrgð. Jájá. Við vitum að þetta er kjaftæði. Engir ofurlaunaþegar hafa axlað neina ábyrgð - ennþá. Réttlætið felst meðal annars í að þeir verði látnir axla ábyrgð og það frekar fyrr en síðar.

Lesendur síðunnar vita að ég grúska gjarnan og finn stundum ýmislegt forvitnilegt - að mínu mati. Í þetta sinn fann ég alveg óvart tvær greinar í sama Mogga - frá 11. janúar 2004. Fyrri greinin heitir Um gróðafíkn og er skrifuð af Guðmundi Helga Þórðarsyni, fyrrverandi heilsugæslulækni. Um hann veit ég ekkert. Í greininni fjallar hann um gróðafíkn og veruleikafirringu ofurlaunamannanna sem missa allt jarðsamband í ásókn sinni eftir meiri peningum. Ég tek ofan minn ímyndaða hatt fyrir Guðmundi Helga fyrir greinina. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Um gróðafíkn - Guðmundur Helgi Þórðarson - Moggi 11.1.04

Seinni greinin er eftir fjárhirðinn Pétur Blöndal og heitir Hið helga fé sparisjóðanna. Mér skilst á mér fróðari mönnum að Pétur hafi leikið stórt hlutverk í þeirri þróun sem leiddi að lokum til falls Byrs, SPRON og fleiri sparisjóða. Greinin gæti verið innlegg í þá umræðu. Ég tek ekki ofan fyrir Pétri Blöndal fyrir greinina þótt ég játi að stöku sinnum finnist mér Pétur tala skynsamlega. En ekki mjög oft. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Hið helga fé sparisjóðanna - Pétur Blöndal - Moggi 11.1.04


Einar Már og ástandið

Eins og allir vita sem fylgst hafa með atburðum síðasta ár hefur Einar Már Guðmundsson verið einn af aðalleikendum andófsins gegn gróðapungum, spillingu og því ástandi sem skapast hefur á Íslandi. Einar Már skrifaði meðal annars greinaflokk í Morgunblaðið í vetur og gaf síðan út bók byggða á greinunum - Hvítu bókina.

Ég er að lesa þessa bók eins og ég nefndi um daginn. Er langt komin með hana. Þetta er fjórða bókin sem ég les um Hrunið mikla. Hinar voru hver annarri fróðlegri og sú Hvíta gefur þeim ekkert eftir. Engu að síður er hún gjörólík þeim og vekur allt annars konar tilfinningar. Enda er Einar Már skáld og rithöfundur, mikill andans maður og hugsjóna, og bókin ber þess merki svo ekki verður um villst. Í fyrsta Morgunvaktarpistlinum minntist ég á hinar þrjár bækurnar og sagði þær skyldulesningu. Hvíta bókin gæti vel orðið mesta skyldulesningin af þeim öllum og ég hvet alla til að lesa hana. Líka þá sem hafa fengið upp í kok af hrunumræðunni. Hún er nefnilega góð fyrir sálina, þrátt fyrir allt. Á meðan við höfum svona þenkjandi áhrifamenn í samfélaginu - þá er von.

Einar Már flutti ræðu á útifundinum á Austurvelli á fimmtudaginn sem InDefence-hópurinn boðaði til að andæfa Icesave-samningnum. Umgjörð þess fundar var gjörólík öllum öðrum sem ég hef mætt á undanfarna 10 mánuði. Ríkmannlegt svið, sérlega vandað hljóðkerfi, skemmtiatriði og um margt annar mannskapur en áður. Þeirra á meðal ýmsir sem sjálfir bera mikla ábyrgð á efnahagshruninu með aðgerðum sínum og/eða aðgerðaleysi. Skoðið myndir Helga J. Haukssonar af fundargestum. Ég hef spurt sjálfa mig hvernig þessum mönnum leið undir þrumuræðu Einars Más - sem hann gaf mér leyfi til að birta. Og bestu þakkir til Helga fyrir að heimila birtingu á myndunum sínum. Hengi að auki neðst í færsluna Spegilsviðtal við Einar Má frá 13. ágúst.

Ræða Einars Más Guðmundssonar á Austurvelli 13. ágúst 2009

Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra. Þannig orti Sigfús Daðason; og sú er staðan nú. Það var tekið veð í þjóðskránni án þess að þjóðin væri spurð og nú eigum við að viðurkenna veðið og játa á okkur glæpinn. Við erum að játa á okkur glæp sem við höfum ekki framið. Leyfið mér að vitna í Evu Joly: Einar Már á Austurvelli 13.8.09"Ísland þar sem eru einungis 320 þúsund íbúar sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrgði sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða." Já, það er verið að hneppa okkur í ánauð. Icesave samningurinn er fyrsta stigið, skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er næsta stig og þannig koll af kolli, þar til einhverntíma í framtíðinni, þá fáum við afsökunarbeiðni á þeim mistökum sem verið er að gera núna ... en þá verður það of seint ... Þeir segja að við verðum Kúba norðursins ef við samþykkjum þetta ekki. En ættum við þá ekki að bæta því við: Við verðum Haítí norðursins ef við samþykkjum þetta. Þar var gengið að öllum kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nú ríkir þar hungursneyð. Á sunnudaginn var páfi að biðja fyrir Argentínumönnum vegna nákvæmlega sömu mála. Prógram Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur gert hálfa argentínsku þjóðina að fátæklingum. Þess vegna erum við komin hingað og þessu mótmælum við. Öll. Við eigum að játa á okkur glæp sem við höfum ekki framið. Við eigum að axla byrgðar hins alþjóðlega fjármálakerfis og verða Breiðavíkurdrengir þess. Í rauninni er þessi vandi ekki vandi þjóðarinnar heldur eigenda þessa einkavædda banka sem rakaði til sín fé í gegnum ICESAVE reikningana á sínum tíma. Okkar vandi er sá að stjórnvöld þessa lands og stjórnmálamenn vilja taka þennan vanda af eigendum bankans og færa hann yfir á okkur og ekki síst afkomendur okkar. Þetta getum við ekki samþykkt. Þessu mótmælum við öll.

Við ykkur í þinghúsinu segi ég: Hættið að bulla. Hættið að tala um vinaþjóðir, innistæðutryggingar, alþjóðasamfélag. Alþjóðasamfélagið er samfélag hinna ríku þjóða, innistæðutrygging þýðir þjóðnýting á tapi og vinaþjóðir er fróm ósk og gildir ekki yfirvöld og auðmagn. Svíar eru ekki Einar Már á Austurvelli 13.8.09óvinir okkar en sænska fjármálakerfið fjármagnaði bankakerfi Eystrasaltsríkjanna þegar þau voru markaðsvædd og rænd. Sænskt fjármálalíf horfir því á svipað hrun þessara banka og skilur því málflutning Gordons Brown jafn vel og hann sjálfur, nei ruglið þessu ekki við vináttu, en Gordon Brown er einn helsti hugmyndafræðingur fjármálakerfisins í City og reglur þess eða réttara sagt regluleysi varð leiðarljós hins íslenska fjármálakerfis. Í þessu samhengi skipta öll ykkar lögfræðiálit engu máli né heldur hvað mennirnir í samninganefndunum heita. Það ríkir fjármálastríð í heiminum þar sem úrsérgengið kerfi reynir að ræsa vélarnar og á því verkstæði moka stjórnvöld okkar kolum einsog óð væru. Einn vitrasti hagfræðingur heims segir: "Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er nokkurs konar handrukkari alþjóðlegra lánardrottna og innheimtir tekjur ... fyrir þá. Það ótrúlega er að þjóðir um allan heim eru að glata efnahagslegu og peningalegu sjálfstæði sínu án mótspyrnu." Er það ekki nákvæmlega þetta sem við erum að gera með samþykkt ICESAVE-samningsins: Við erum að láta hneppa okkur í skuldafangelsi án minnstu mótspyrnu. Það er verið að gera okkur ábyrg fyrir fullkomlega ábyrgðarlausu fjármálakerfi, en áður var okkur sagt hið gagnstæða. Eigendur bankanna báru svo mikla ábyrgð. Þess vegna þurftu þeir himinhá laun og kaupauka. Sem sé; gróðinn skal einkavæddur en tapið þjóðnýtt. Ef við samþykkjum þetta er hægt að láta okkur samþykkja hvað sem er. Jafnvel í undirheimunum þætti þetta ókurteisi.

Það breytir í raun engu hvort ICESAVE - samningurinn er vondur eða góður. Hann er í eðli sínu rangur. Ríkisstjórnin verður að sýna okkur hverjar þessar eignir eru. Þetta erum við búin að segja lengi en nú kemur bandarískur bankasérfræðingur og segir nákvæmlega það sama. Bandaríski Einar Már á Austurvelli 13.8.09sérfræðingurinn veit einsog við að þegar lið kaupir knattspyrnumann vita forráðamenn þess hvernig hann er á sig kominn. Þeir undirrita ekki bara kaupsamning og síðan birtist feitasti maður í heimi og getur hvorki hlaupið né sparkað. Jafn misvísandi eru fregnirnar um eignir Landsbankans. Annars hefðu Bretar bara tekið þær en þeir vilja ekki taka þær. Þeir vilja taka okkur. Það eru svo góð veð í okkur. Þetta er bara hreint og klárt kennitöluflakk. Eigendur og stjórnendur Landsbankans eru með fullt af fyrirtækjum í rekstri og alls konar gjörninga í gangi. Þeir hafa valdið svo miklu tjóni með þessu fyrirtæki sínu að það á að ganga á önnur fyrirtæki þeirra og eigur. Það hefur enginn rétt á að setja þjóð á hausinn með þessum hætti. Og þjóð sem lætur setja sig á hausinn með þessum hætti, hver verða eftirmæli hennar? Peningarnir af ICESAVE reikningunum runnu til útrásarvíkinganna og fyrirtækja þeirra. Baugsfyrirtækin skulda hundruð milljarða. Eignir eru færðar yfir á önnur fyrirtæki en skuldir skildar eftir. Og aldrei skortir þá lögfræðiátlitin. Eigum við að láta þá komast upp með þetta? Eða eigum við að kenna þeim að reikna og setja jafnaðarmerkið á réttan stað? Bara arðgreiðslurnar úr loftbólufyrirtækjunum sem nú hvíla á ríkinu voru jafn háar og ICESAVE skuldbindingar ríkissjóðs og sömuleiðis ágóði íslenskra auðmanna af skortstöðutökum gegn íslensku krónunni. Ríkisstjórnin stendur sig illa í að kynna málstað okkar, enda er hún með allt kerfi gömlu stjórnarinnar í vinnu. Og hvar er forsetinn með öll sín sambönd? Eða þekkir hann bara auðjöfra og fjárglæframenn?

Við hljótum að spyrja: Þegar upp er staðið, hvað er það sem skilað hefur þjóðfélagi okkar árangri? Það er ekki hin sjálfumglaða fáviska sem aðeins hefur tekið út úr þjóðfélaginu en ekki skilað neinu til þess. Það er barátta alþýðunnar, sem skilað hefur okkur árangri. Það var baráttan á síðustu öld Einar Már á Austurvelli 13.8.09sem skilaði okkur öflugu velferðarkerfi, skólakerfi, heilbrigðiskerfi, símalínum, sundlaugum, lífeyrissjóðum og þannig mætti lengi telja. Hið svokallaða góðæri fólst í því að afrakstur stéttabaráttunnar, sameign fólksins var einkavædd og gerð að söluvöru. Það sem áður var sameign fólksins, fiskurinn, síminn og bankarnir, svo dæmi séu tekin, var færð til einkaaðila á silfurfati og henni sólundað. Góðærið fólst í því að svokallað „dautt fjármagn", það er að segja þessi sameign fólksins, var sett af stað. Umferð þessa fjármagns skapaði veltu í samfélaginu, góðæri, en nú er þeirri umferð lokið. Það má eiginlega segja að það hafi orðið umferðarslys. Fjármagni fólksins hefur verið eytt i einskisnýtt drasl, glerhallir og partí og fátt er eftir til að selja. Þótt stór hluti góðærisins væri hagbóla, byggð á draumórum, þá má ekki gleyma því að undirstaða þess voru raunverulegar eignir fólksins: Fiskurinn, lífeyrissjóðirnir og ríkisfyrirtækin. Lífeyrissjóðir hafa verið mergsognir með aðstoð gjörspilltra stjórna og einkavæðing bankanna gerði auðmönnum kleift að skuldsetja fyrirtæki og félög og greiða sjálfum sér arð án þess að nokkur verðamætasköpun ætti sér stað. Sameign fólksins, hinu „dauða fjármagni", var sóað. Það er okkar hlutverk að endurheimta það. Við þurfum að byggja upp nýtt hagkerfi þar sem þjóðin á auðlindirnar og það sem henni ber samkvæmt stjórnarskrá: nýtingarrétt á náttúruauðlindum og aflaheimildum í sjó. Við þurfum að brjótast gegn bölvun spillingar og því segi ég:

Þú sem býrð með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:

Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að dansa við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.

Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skríll?

Maður spyr sig...  

Davíð Oddsson á mótmælafundi á Austurvelli 13. ágúst 2009 - Ljósm.: Einar Geir Friðgeirsson

Mótmælafundur gegn Icesave á Austurvelli 13. ágúst 2009.
Á myndina vantar Björgólfsfeðga, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson. 
Þeir vildu ekki vera með á myndinni.

*************************************

Hannes Hólmsteinn mótmælir ekki í október 1984

Snillingurinn Helgi Jóhann Hauksson tók þessa mynd af frjálshyggjupostulanum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í október 1984 þar sem hann kíkir, að því er virðist hálfskelkaður, á mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB. Helgi birti myndina á blogginu sínu og stórfínan texta með henni. Helgi er reyndur og frábær ljósmyndari og tók þúsundir mynda á mótmælafundunum í vetur. Einhverjar þeirra eru á síðunni hans auk fjölda annarra.

Hannes Hólmsteinn fylgist með mótmælum úr fjarlægð - október 1984 - Ljósm.: Helgi J. Hauksson

Anna Einars bloggvinkona minnti á þennan frábæra kveðskap um myndina af Hannesi Hólmsteini í athugasemd við færsluna. Komið hefur í ljós að ljóðið er eftir Jón Örn Marinósson, útvarpsmann og textahöfund m.m. Guðmundur Magnússon benti mér á birtingu þess í Vikublaðinu sáluga 19. apríl 1996. Ljóðið mun hafa verið frumflutt á verkfallsfundi BSRB skömmu eftir að myndin birtist.

Vikublaðið 19. apríl 1996 - Ljóð vikunnar Ljóð vikunnar - Vikublaðið 19. apríl 1996


Forsætisráðherra í Financial Times

Undir kvöld birtist grein eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í netútgáfu Financial Times. Ég stelst til að birta hana hér í von um að þeir hjá FT sýni því skilning.

Jóhanna Sigurðardóttir - Financial Times - 13. ágúst 2009


Hver stjórnar Íslandi?

Stundum verð ég svo reið að ég tek meðvitaða ákvörðun um að halda mér saman þar til mér rennur reiðin. En nú tókst það ekki. Ég hef nokkrum sinnum nefnt embættismannakerfið og stjórnsýsluna, síðast hér. Kallaði kerfið fimmta valdið í þessum pistli og held að það sé réttnefni. Sagt er að það sé handónýtt apparat, gjörspillt og þar ríki klíkuskapur og eiginhagsmunagæsla. Sem ég sit hér og horfi og hlusta á Kastljósið fæ ég hroll og mér verður æ ljósara að þau eru mörg, ríkin í ríkinu. Þau eru líka æði skuggaleg og hafa á sér sterkan blæ leyniklúbba þar sem klíkubræður hygla sér og sínum. Og ég spyr: Hver stjórnar Íslandi? Margir fullyrða að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórni hér öllu. En ég fæ ekki betur séð en að skilanefndir bankanna, sem sýsla með aleigu og fjöregg þjóðarinnar, séu forhertasta valdið og fari sínu fram hvað sem hver segir. Ætlar enginn að taka í taumana? Hefur enginn kjark til að fylgja eftir loforðum um opna stjórnsýslu, gagnsæi og heiðarleika?

Frétt á Eyjunni 12. ágúst 2009 - tilvísun í Vísi.is

Eyjan 12. ágúst 2009

 Fyrirspurnin og svar ráðherra á Alþingi í dag

Þessi frétt birtist á Eyjunni í gær

Eyjan 11. ágúst 2009

Gunnar Andersen, forstjóri FME kom í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var ekki sammála okkur hinum um, að skilanefndirnar væru að lítilsvirða ákvarðanir FME. Gunnar virtist ekkert hafa við vinnubrögð skilanefndanna að athuga. Ég næ því ekki. Það er ekki traustvekjandi að þeir sem hafa með uppgjör bankanna að gera séu tengdir og skyldir bæði inn í gömlu bankanna og fyrirtæki útrásardólga. 

Gunnar Andersen, forstjóri FME, í Kastljósi 11. ágúst 2009

Rætt var við Pál Eyjólfsson, stærðfræðing og fyrrverandi starfsmann Landsbankans í Lúxemborg í Íslandi í dag 14. júlí. Páll var myrkur í máli og sagði m.a.: "Mér finnst eins og þeir hafi ákveðið að setja þetta í þrot og reyna að hirða eins mikinn pening úr þessu og þeir gátu með að skrifa tíma og taka ráðgjafaþóknanir." Þetta skyldi þó aldrei eiga við skilanefndir bankanna á Íslandi líka? Nóg hafa þær kostað þjóðina og þóknanir nefndarmanna ekkert slor. Feitur biti handa vinum, vandamönnum, klíkubræðrum og hvað... flokkssystkinum? Hvaða stjórnmálaflokkum tengist þetta fólk. Þetta angar allt af sukki og spillingu sem við vonuðum að heyrði fortíðinni til en virðist ekki hafa farið langt.

Ísland í dag 14. júlí 2009 - Páll Eyjólfsson

Í Kastljósi í kvöld tók Helgi Seljan saman fróðlegar upplýsingar um skilanefndir bankanna og fólkið í þeim - fyrri störf, tengsl og sitthvað í þeim dúr. Þetta er hrollvekjandi. Bendi einnig á skrif Ólafs Arnarsonar á Pressunni, hann hefur fjallað talsvert um skilanefndirnar.

Kastljós 12. ágúst 2009 - Úttekt á skilanefndum

Þessu ótengt - og þó ekki. Ég ætla ekki að segja neinum hvað fór í gegnum huga minn þegar ég sá þessa frétt á Stöð 2 í kvöld.

 


Blekkingavefur - viðvaranir hunsaðar

Það er fróðlegt að grúska og rifja upp hvað sagt var fyrir hrun. Hvernig fólk upplifði það sem var að gerast og hver sagði hvað. Við megum ekki gleyma þessu. Hér eru þrú dæmi. Hvers vegna í ósköpunum var öllum viðvörunum vísað á bug, ekkert gert og almenningi talin trú um að allt væri í lagi? Yfirvöld vissu vel í hvað stefndi og höfðu haft nægan tíma til að bregðast við. Þess í stað var gefið í, ferðast um heiminn og logið til um bankana og efnahaginn á Íslandi. Ef marka má það sem Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir í nýútkominni bók sinni voru íslensku bankarnir dauðadæmdir í árslok 2007. Skömmu eftir útsendingu efsta viðtalsins var Icesave í Hollandi opnað.

Botninum náð - Stöð 2, RÚV og Geir Haarde í Kastljósi 1. apríl 2008

 

Jón Steinsson, hagfræðingur, í Kastljósi 18. ágúst 2008

 

Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Bjarnason í Kastljósi 15. september 2008

 

Ég minni líka á fróðlega, samanklippta umfjöllun um efnahagsmál frá janúar til mars 2008 sem ég birti hér. Þar kemur aldeilis ýmislegt fram sem er áhugavert, ekki síst í ljósi þess sem Ásgeir Jónsson fullyrðir nú í bók sinni og vísað er í hér að ofan.


Spámenn í föðurlandi?

Ég var að grúska í safninu og rakst á Kastljós frá 23. júní í fyrra. Þar ræða efnahagsmálin þeir Gylfi Magnússon, þá dósent við HÍ og nú viðskiptaráðherra, og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við HÍ og nú þjóðþekktur baráttumaður. Það er fróðlegt að hlusta á þá félaga ræða málin rúmum þremur mánuðum fyrir hrun.


Lýst eftir réttlætiskennd þjóðar

Að blogga eða ekkiEins og þeir vita sem hingað koma reglulega flyt ég pistla á Morgunvakt Rásar 2 á föstudögum. Síðasta föstudag var 6. pistlinum útvarpað og mig hryllir við hve tíminn er fljótur að líða. Það er svo stutt síðan sá fyrsti var tekinn upp. Og ég er ekki fyrr búin með einn en komið er að þeim næsta.

Þegar ég settist niður við að semja þennan pistil sem hér birtist var ég ekki búin að ákveða um hvað hann ætti að fjalla og byrjaði án þess að vita hvernig framhaldið yrði. Þetta er skrýtið ferli en þó orðið kunnuglegt eftir alla bloggpistlana. Oftast er bara óljós hugmynd í kollinum þegar byrjað er - þ.e. um textann sjálfan. Svo kemur kannski í ljós að pistillinn hefur verið að gerjast í undirmeðvitundinni og sprettur fram þegar ég byrja að skrifa.

En hér er pistill síðasta föstudags og hljóðskrá fylgir neðst að venju. Mér fannst frábært að lagið sem ég bað um hafi verið spilað á eftir pistlinum. Það passaði nefnilega eins og flís við rass... hlustið.

Morgunvaktin á Rás 2

Ágætu hlustendur...

Vitið þið það... ég hef ekki tölu á því hve oft það hefur komið fyrir mig í vetur að hugsa - eða segja beinlínis upphátt þegar nýjar fréttir berast: "Nei! Ég get ekki meira!" Mig grunar ég sé ekki ein um þetta. Eftir því sem stungið er á fleiri graftarkýlum spillingar, óráðsíu, lögbrota, siðleysis og glæpa því erfiðara er að burðast með þetta allt á bakinu og horfa til framtíðar.

Danski hagfræðingurinn Carsten Valgreen sagði meðal annars þetta í blaðagrein í janúar: "Ísland er lítið, einsleitt samfélag þar sem innibyrðis Carsten Valgreentengsl eru mikil. Þetta er bæði mikill styrkleiki og veikleiki. Þetta er rót kreppunnar. Slík samfélagsgerð virkar næstum eins og fjölskylda eða eitt fyrirtæki. Útilokun tiltekinna vandamála og ákvörðun um að þagga þau niður þróast mjög auðveldlega, og af því leiðir að erfitt er að grípa inn í þegar þau hafa hreiðrað um sig."

Þetta er alveg hárrétt hjá Carsten. Þessi nánu tengsl í íslensku samfélagi þar sem ættingjum, vinum, klíku- og flokksbræðrum og -systrum er hyglað án tillits til hæfni eða getu hafa reynst þjóðinni skelfilega afdrifarík. Sagt er að embættismannakerfið, sjálf stjórnsýslan sem á að halda þjóðfélaginu gangandi, sé handónýtt apparat þar sem skipta þurfi ansi mörgum út til að kerfið virki almennilega. Gömlu stjórnarflokkarnir tveir höfðu áratugum saman komið sínu fólki fyrir í kerfinu og nú, þegar ný stjórn með aðrar hugmyndir er við völd, eru útsendarar fyrri stjórna í fínni aðstöðu til þess beinlínis að vinna gegn þeirri nýju á ýmsan hátt. Væri ekki viturlegt að fara ofan í saumana á þessu kerfi og breyta því?

Umburðarlyndi og langlundargeð þjóðarinnar gagnvart spillingu, dómgreindarleysi og jafnvel lögbrotum fólks sem á að heita í vinnu hjá almenningi hefur líka verið með ólíkindum en virðist vera að þverra - góðu heilli. Rifjum upp nokkur atriði sem hefðu umsvifalaust valdið afsögnum eða vanhæfi í siðmenntum löndum:

- Fjármálaráðherra átti hlutabréf í banka, fékk greiddan arð í ágúst 2008 en neitaði að gefa upp fjárhæðir. Hann hafði lengi vitað um afleita stöðu bankanna en sat áfram í stóli ráðherra.
- Þingmaður var í sjóðstjórn gjaldþrota banka, þáði stórfé fyrir auk þingfararkaups og ríkið dældi fé inn í sjóðinn eftir hrun. Maðurinn var aftur kjörinn á þing.
- Þingmaður stal úr ríkiskassanum og sat í fangelsi. Flokksbræður veittu honum uppreist æru og hann flaug aftur inn á þing.
- Ríkissaksóknari er nátengdur forstjóra eins stærsta eiganda stærsta bankans sem er til rannsóknar. Vanhæfið blasir við en embættismaðurinn harðneitar að segja af sér.
- Fjármálaeftirlitið vísar manni úr skilanefnd banka vegna mögulegra hagsmunaárekstra, en skilanefndin ræður hann þá umsvifalaust sem framkvæmdastjóra hins gjaldþrota banka.
- Nokkrir banka- og auðmenn rændu íslensku þjóðina, lifa áhyggjulausir í vellystingum hérlendis og erlendis, en ekki hefur verið hróflað við þeim eða eigum þeirra tæpu ári eftir ránið. Þó vita allir hverjir þeir eru og hvar þá er að finna.

Þetta eru aðeins örfá dæmi af fjölmörgum um siðspillingu í íslenskum stjórnmálum og embættismannakerfi. Þjóðin hefur liðið þetta alla tíð, en nú vottar loksins fyrir vísi að vakningu og þar leika fjölmiðlar stórt hlutverk. Það var yndislegt að verða vitni að viðbrögðum fjölmiðla og almennings við lögbanni Kaupþings á RÚV um síðustu helgi. Þar lögðust allir á eitt við að gera lögbannið að engu - og það tókst.

Ég lýsi eftir viðlíka samstöðu í fleiri réttlætismálum.

************************************

Ég fékk eftirfarandi tölvupóst upp úr hádegi á föstudag:

Sæl Lára,

Góður þótti mér pistillinn þinn á rás 2 í morgun en leitt þótti mér að heyra að þú færir með rangfærslur um Illuga Gunnarsson. Þar furðaðirðu þig á því að hann hefði ekki sagt af sér vegna þess að ríkissjóður hafi greitt inn í sjóð 9. Þetta er auðvitað kolrangt.

Illugi GunnarssonÉg skora á þig að leiðrétta þennan hvimleiða misskilning.

Illugi gerir raunar mjög vel grein fyrir nákvæmlega þessu á vefsíðu sinni:

5. Voru peningar greiddir úr ríkissjóði inn í sjóð 9?

Engir peningar fóru úr ríkissjóði í sjóð 9. Þessi misskilningur er tilkominn vegna þess að þegar fyrirtækið Stoðir fór í greiðslustöðvun þurfti að loka sjóði 9 tímabundið. Eins og áður sagði var það gert til að tryggja að allir sjóðsfélagar sætu við sama borð. Þann 30. september ákvað svo stjórn Glitnis (sem var þá enn banki í eigu einkaaðila) að kaupa skuldabréf Stoða af sjóði 9 með afföllum. Til kaupanna notaði Glitnir sína eigin fjármuni og engir peningar fóru úr ríkissjóði.

Sagan um 11 milljarðana frá ríkissjóði hefur verið nokkuð þrálát í umræðunni, þrátt fyrir að hið rétt hafi komið fram fyrir löngu síðan. Þeir sem vilja fullvissa sig um hið sanna geta lesið fjáraukalög á vefsíðu Alþingis. Samkvæmt 40. grein stjórnarskrárinnar er bannað að greiða nokkurt gjald úr ríkissjóði án þess að heimild sé fyrir því í fjárlögum. Fjáraukalögum fyrir árið 2008 voru samþykkt í desember og þar kemur skýrt fram að engin greiðsla fór til sjóðs 9. Margt má segja um ríkissjóð og útgjöld hans en eitt er þó víst að 11 milljarðar eru ekki teknir úr ríkissjóði án þess að það komi fram í bókhaldi hans.

Fjáraukalög má finna hér á vef Alþingis www.althingi.is
http://www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0482.pdf

 ********************************************

Þessu er hér með komið til skila EN... Í fyrsta lagi furðaði ég mig ekki á því að hann hefði ekki sagt af sér, það var ekki venjan þá en verður vonandi framvegis - heldur furðaði ég mig á því að hann hafi boðið sig fram aftur með þennan bagga á bakinu sem aldrei upplýstist nægilega vel.

Í öðru lagi furða ég mig á því að ekki hafi verið farið ofan í saumana á málefnum einstakra frambjóðenda FYRIR kosningar. Það hefur reyndar ekki verið gert ennþá - og ég bíð óþreyjufull eftir að það verði gert. Ekki veitir af að hreinsa andrúmsloftið.

Í þriðja lagi furða ég mig á því að ég hef hvergi séð tekinn af allan vafa um málið og mér nægir alls ekki þetta hefðbundna... "að viðkomandi vísi ávirðingum á bug..." og síðan ekki söguna meir. Ég þarf miklu ákveðnari, augljósari og betri sannanir til að trúa. Og fjáraukalög Alþingis eru engin sönnun fyrir einu eða neinu í mínum huga. Slík er tortryggnin orðin og lái mér hver sem vill.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fé án hirðis fann Finn og Framsókn

Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari svikamyllu. Þarna virðist græðgin hafa tekið völd og skúrkar leikið lausum hala með annarra manna fjármuni í höndunum. Um er að ræða Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og Gift. Fleiri félög blandast eflaust inn í málið en samkvæmt fréttum teygja allir angar málsins sig inn í Framsóknarflokkinn. Lítum á málið.

Fyrir tveimur árum, í júní 2007, átti félagið samkvæmt fréttum 30 milljarða króna. Nú er það sagt skulda 45 milljarða. Þetta er viðsnúningur upp á 75 milljarða. Eignarhald ES virðist hafa verið nokkuð óljóst, en þó talið að tryggingartakar hafi átt félagið og til stóð að greiða út eignarhlut þeirra, en það var aldrei gert. Þess í stað virðist hópur sjálftökufólks hafa notað féð í fjárhættuspil. Fé annarra. Fé án hirðis.

14. júní 2007 spurði Sigurður G. Guðjónsson um eignarhaldið í Morgunblaðinu

Hver á Samvinnutryggingar og Andvöku - Morgunblaðið 14. júní 2007

Stöð 2 fjallaði um þetta undarlega mál í fréttum 14.,15. og 16. júní 2007

 

Eflaust hefur fleira verið grafið upp, en lítum næst á Kastljós 2. desember 2008

 

Því næst skulum við skoða fréttir RÚV í gærkvöldi, 8. ágúst 2009

 

Svona lítur Gift út í hinni frægu stórlánabók Kaupþings

Stórlánabók Kaupþings - Gift

Og hér eru tvær tengslamyndir af síðunni Litla Ísland (smellið til að stækka)

Samvinnutryggingar ehf. - www.litlaisland.net

Gift - www.litlaisland.net

Hvernig hægt er að gera hlutina svona flókna er ofar mínum skilningi, en eflaust er það af ásettu ráði gert til að fela slóðir. Heilmargt er hægt að lesa um málið á netinu ef maður gúglar svolítið. Svo margt að það er erfitt og tímafrekt að ná áttum. En þetta er eitt þeirra mála sem rannsóknaraðilar mega alls ekki gleyma. Og enn spyr ég: Hvar eru þessir peningar? Hér er úttekt Morgunblaðsins á Giftar-málinu frá 28. nóvember 2008 og ítarlegur pistill Gunnars Axels í kjölfarið.


Hin fallna þjóð og afsal auðlinda

Efnahagshruni og -ástandinu á Íslandi hefur margoft verið líkt við Argentínu og atburðina þar fyrir ekki svo ýkja löngu. Og réttilega. Hvort unnt verður að líkja framhaldinu við Argentínu verður tíminn að leiða í ljós. En gjörðir iðnaðarráðherra í gær benda til að svo verði. Stóriðja, útsala á raforku, framsal náttúruauðlinda til erlendra álrisa sem greiða litla sem enga skatta og skila sáralitlum arði til þjóðarinnar, ótrúlegt vanmat á arðsemi óspilltrar náttúru sem þó er aðalaðdráttarafl erlendra ferðamanna og vafasamt eignarhald þeirra fyrirtækja sem nú virðast ætla að leggja undir sig nýtingu auðlindanna. Erum við ekki búin að fá nóg af misheppnaðri einkavæðingu? Í umræðu um ímynd Íslands í Kastljósi í gærkvöldi sagði Jón Ásbergsson, forstjóri útflutningsráðs, þetta um viðamikla könnun á ímynd Íslands í þremur löndum fyrr á árinu.

Hvenær ætla Samtök atvinnulífsins og græðgisvæðingarelítan að átta sig á verðmæti íslenskrar náttúru? Og stjórnmálamenn í öllum flokkum!

Fyrir næstum nákvæmlega ári síðan skrifaði ég í pistli um náttúruna og rányrkjuna: "...Katrín (Júlíusdóttir) kom út eins og argasti stóriðju- og virkjanasinni. Kannski er hún það..." Þarna var ég að vísa í þessa umræðu í Kastljósi. Katrín var þá formaður iðnaðarnefndar - nú er hún iðnaðarráðherra. Unnendur náttúru Íslands, innlendir sem erlendir, geta ekki vænst neinnar miskunnar úr þeim herbúðum, að því er virðist. Hér skal náttúrunni fórnað, virkjað og álver reist, hvort sem það er þjóðhagslega hagkvæmt eða ekki. Auðlindirnar skulu einkavæddar og ofnýttar, hvað sem hver segir.

Í byrjun október, þegar hrunið var að skella á okkur, skrifaði ég pistil um Argentínu og vísaði í Spegilsviðtal við Hólmfríði Garðarsdóttur, lektor, sem er kunnug á þeim slóðum (viðtalið er viðfest neðst í þessum pistli). Í helgarblaði DV er athyglisverð úttekt á uppgangi og hruni Argentínu - og hlutverki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í því ferli öllu. Hér er útdráttur:

DV.is - Hin fallna þjóð - 7. ágúst 2009

Fyrir nokkru birti ég heimildamynd um efnahagshrun Argentínu. Ferlið er skelfilegt og landið hefur ekki ennþá bitið úr nálinni með ástandið. Ég legg til að fólk gefi sér góðan tíma til að horfa, velta fyrir sér ástæðum hrunsins, viðbrögðum, afleiðingum og úrlausnum. Getum við lært eitthvað af þessu?

Efnahagshrun Argentínu - 1:3

 

Efnahagshrun Argentínu 2:3

 

Efnahagshrun Argentínu 3:3

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lagatæknifræðingar og lærisveinar þeirra

Þetta er titill á pistli þar sem sem Egill Helga birtir bréf frá ónefndum manni. Ég tek ekki undir allt sem í honum stendur, en fannst hann þess virði að fá leyfi til birtingar hér líka. Einkum vegna Nóna Sæs, litla drengsins sem örkumlaðist í bílslysi þar sem litla systir hans lést. Lagatæknilegt réttlæti íslenskra dómstóla hefur dæmt Nóna Sæ til ævilangrar fátæktar á meðan bankaræningjar Íslands baða sig í illa fengnu fé og þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á meðan þeir tóra. Banamaður systur Nóna Sæs og sá sem örkumlaði hann slapp með ótrúlega vægan dóm miðað við alvarleika brota hans. Löglegt? Eflaust. Óréttlátt og siðlaust? Hvort það er!

Saga Nóna Sæs - Kastljós 19. febrúar 2009

 

"Annars vegar var að kennslan í Lagadeild HÍ var fyrir neðan allar hellur. Þar voru nokkrir æviráðnir gjörsamlega óhæfir prófessorar sem ýmist kunnu ekkert í lögfræði eða höfðu tileinkað sér það sem ég kýs að kalla tæknilögfræði. Hún gengur út á það að lögfræði hafi ekkert með réttlæti eða sanngirni að gera, heldir sé eingöngu að skilgreina lagatexta tæknilega og þá helst reyna að finna einhverja formgalla á máli. Það eru einmitt fylgismenn þessarar lagatækni sem hefur snjóað inní Hæstarétt undir dómsmálaráðherraforystu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir vikið er oft nánast útilokað að fá barnaníðinga dæmda og endalaust verið að vísa málum frá eða senda þau aftur í héraðsdóm. Og þess vegna slapp t.d. Jón Ásgeir að mestu í Baugsmálinu.

Fyrir íslenskum dómstólum skiptir réttlæti engu máli. Lögfræðin á Íslandi hefur umhverfst í einhverja undarlega lagatækni, sem oft virðist á skjön við réttlætistilfinningu þjóðarinnar. Þessu þarf að breyta. Það þarf að endurmanna lagadeildir Háskólanna sem eru fullar af lagatæknifræðingum og lærisveinum þeirra. Því miður eru engar horfur á að slíkar breytingar verði í bráð.

Vogarskálar réttlætisHins vegar eru Alþingismenn eins og fífl gagnvart dómsvaldinu. Setja því afskaplega undarlegar leikreglur. Sá fáránleiki birtist m.a. í því að lögin (og dómaframkvæmd) eru þannig úr garði gerð að menn sem ganga í skrokk á öðrum með misþyrmingum, fá álíka eða jafnvel miklu vægari dóm heldur en menn sem flytja til landsins fíkniefni. Vissulega eru afleiðingar fíkniefna oft andstyggilegar en lógíkin þarna er vandséð. Sennilega væri miklu nær að þyngja dóma í líkamsárármálum o.þ.h., en lögleiða væg fíkniefni; þar með myndi eftirspurn eftir sterkari efnum hrynja og ríkisvaldið hefði góða yfirsýn yfir fíkniefnasöluna rétt eins og áfengissölu. Þess í stað er búið að koma hér á kerfi þar sem fíkniefnasmyglarar fá álíka dóma - eða jafnvel þyngri dóma - heldur en þeir sem nauðga ungum stúlkum eða drengjum og eyðileggja sálarlíf manneskju til allrar framtíðar.

Svo er líka alveg makalaust hvaða fyrirkomulag hefur myndast hér þegar líkamstjón eða miski er metin til fjár. Í huga íslenskra dómara og íslenskra alþingismanna, sem hafa það hlutverk að setja landinu lög og stjórnarskrá, virðist sem mannslífið sé afskaplega lítils virði. Ég bara nenni ekki að fara að ræða þau málefni; þá fer ég að öskra af reiði. Verð þó að nefna hvernig Alþingi, fyrir þrábeiðni tryggingafélaganna, ákvað að dæma öll íslensk börn sem lenda í örkumlum til ævilangrar fátæktar. Þessu voru reyndar gerð athyglisverð skil í Kastljósinu síðasta vetur, þar sem rætt var við föður drengs, sem var farþegi í bíl sem brjálæðingur ók á með þeim afleiðingum að drengurinn lamaðist og systir hans lést. Svo sitja þessi aumingjar niðri á þingi, bora í nefið og samþykkja lög sem draga stórkostlega úr þeim bótum sem barnið ella fengi og viðmiðunin er að barnið hefði hvort sem er alltaf bara orðið láglaunaplebbi og eigi alls ekki neitt annað skilið en að veslast upp lamað í fátækt.

Þetta er svo ömurlegt að það nær ekki nokkurri átt. En vart nokkur starfandi lögmaður virðist hafa sérstakan áhuga á að þessu verði breytt, né alþingismenn. Þetta, eins og svo margt annað, sýnir hversu íslenska þjóðin er dofin og sljó og hversu alþingismenn Íslendinga eru upp til hópa skyni skroppnir bjánar. Enda situr Árni Johnsen á þingi og fólkið kýs hann. Segir kannski allt sem segja þarf?

Íslenskar lagavenjur eins og þær hafa myndast og þróast fyrir tilverknað lagatæknifræðinga og óhæfra alþingismanna eru svo sannarlega eitthvert sorglegasta fyrirbæri sem hér hefur orðið."


Spegill, spegill herm þú mér...

Ætli það sé ekki best að skella inn síðasta Morgunvaktarpistli áður en þeim næsta verður útvarpað í fyrramálið. Svo mikið hefur gengið á að ég var satt að segja búin að steingleyma pistlinum - en var minnt á hann í dag. Það er þetta með orðhengilsháttinn og tittlingaskítinn... Hljóðskrá fylgir neðst í færslunni.

Morgunvaktin á Rás 2

Ágætu hlustendur...

Ég býst við að flestir eigi spegil og líti í hann endrum og eins. Sumir með aðdáun og ánægju, aðrir með hryllingi og jafnvel skömm. En hvað sjáum við þegar við horfum í spegil? Sjáum við aðeins umbúðirnar - útlitið? Eða eru einhverjir svo hugaðir að þeir þori að kafa dýpra, skoða sálina og spyrja: "Hver er ég?"

Skömmu fyrir hrun las ég pistil eftir Bergþóru Jónsdóttur, blaðamann á Mogganum. Ég klippti hann út, birti á blogginu mínu og endurbirti hann seinna. Bergþóra þorði nefnilega að kafa dýpra og skoða sálina - og það þjóðarsálina. Hún segir meðal annars þetta:

slenska þjóðin er skrýtin skepna. Hún veður áfram í dugnaði; er framsækin, menntuð, nútímaleg, tæknivædd og vinnusöm. Í útlöndum Spegill, spegill...heyrir maður að Íslendingar séu eftirsóttir í vinnu, og það finnst íslensku þjóðinni gott að heyra - eins og allt annað hrós um sjálfa sig.

Það er stutt í pirringinn ef Íslendingurinn er ekki bestur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Íslenska þjóðin stærir sig af landinu sínu; blámanum, hreina vatninu og náttúrufegurðinni, fiskinum og lambinu og öllum framkvæmdunum sem fleyta henni í röð mest velmegandi þjóða heims.

Samt er eitthvað að.

Íslendingar eiga erfitt með að tjá sig og andmæla sjaldan þegar yfir þá er vaðið. Þeir lúffa fyrir valdinu og þora ekki eða nenna ekki að hafa sig í frammi þegar þeim er innst inni misboðið. Þeir trúa því að glæpur sé ekki glæpur - segi valdið það. Þeir gapa af undrun þegar einkabankarnir fá óvart gefin listaverkin þeirra - gera samt ekkert. Þeir hneykslast á dómum í dómskerfinu en hafa ekki döngun í sér til að þrýsta á um breytingar. Þeir hafa ekki neytendavitund, láta okur og óréttmæta viðskiptahætti yfir sig ganga. Þeir bölva, en eru fljótir að gleyma. Þeir agnúast út í stjórnvöld en kjósa sífellt annað eins yfir sig aftur."

Svo mælti Bergþóra. Mér hefur oft orðið hugsað til orða hennar í vetur, nú síðast þegar birtar voru niðurstöður úr skoðanakönnun sem sýndu, að sá flokkur sem ber langmesta ábyrgð á hruninu hafði bætt við sig fylgi. "Hvað er að?" spurði ég sjálfa mig, en fátt varð um svör. Er svona auðvelt að sannfæra Íslendinga? Láta þá kyssa vöndinn, þakka fyrir hýðinguna og biðja um meira.

Hvers vegna getum við ekki rætt málin af skynsemi og yfirvegun og komist að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni allrar þjóðarinnar í huga, ekki aðeins útvaldra sérhagsmuna? Hvar er samfélagsvitund Íslendinga; meðvitundin um að við búum í samfélagi þar sem okkur ber að hlýða reglum og taka tillit til náungans? Var þeirri vitund útrýmt af skefjalausum heilaþvotti nýfrjálshyggjunnar um að hver væri sjálfum sér næstur? Hvernig stendur á að sumir alþingismenn nota ræðustól Alþingis til að gjamma eins og unglingar í ræðukeppni í grímulausri sérhagsmunagæslu í stað þess að leysa risavaxin vandamál þjóðarinnar í sameiningu?

Í Innansveitarkróníku sagði Halldór Laxness: "Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls."

Þetta er skrifað fyrir 40 árum og ekkert hefur breyst. Er ekki kominn tími til að leggja orðhengilsháttinn og tittlingaskítinn á hilluna, líta í spegil og endurskoða þjóðarsálina?

En við skulum byrja á okkur sjálfum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Heimildamyndir og hrollvekjur

Ég hef aldrei verið hrifin af hrollvekjum. Horfi ekki á þær. Mér finnst vont að fyllast viðbjóði og láta hræða mig. En um þessar mundir er lífið sjálft ein allsherjar hrollvekja og engin leið að komast hjá því að horfa. Stundum er eins og hroðinn skvettist yfir okkur í gusum og ein slík er í gangi núna. Kaupþingsránið og lögbannið á sannleikann, Landsbanka- og Björgólfsmál, Icesave og margt, margt fleira. Listinn er óralangur. Bankamenn og aðrir auðjöfrar halda nú varnarræður í gríð og erg - Karl Werners, Sigurður Einars og Bjarni Ben. Enn aðrir hóta kærum og málaferlum. Væntanlega hafa þeir allir hag almennings og heimilanna í huga alveg eins og Árni Páll félagsmála - eða hvað? Þessum mönnum finnst þeir ekki hafa gert neitt rangt og eru bara að verja sína hagsmuni. Mér verður hugsað til siðlausu sýkópatísku snákanna í jakkafötunum með testosteróneitrunina.

Í gær kom Serious Fraud Office í Bretlandií ljós að Bretar eru að rannsaka íslensku bankana - starfsemi þeirra í Bretlandi - eins og sjá má hér. Á mbl.is sá ég að Sérstakur saksóknari hefur ekki heyrt frá SFO og ég álykta sem svo að hann hafi heldur ekki haft samband við þá. Eva Joly skrifaði magnaða grein sem birtist í fjórum löndum á jafnmörgum tungumálum á laugardaginn. Indefence-hópurinn auglýsir nú eftir fólki til að skrifa um, tala og útskýra málstað Íslands erlendis - kannski í og með af því upplýsingafulltrúi Forsætisráðuneytisins, sem ráðinn var þangað af og í tíð Geirs Haarde, sér sér ekki fært að gera það og fylgja grein Evu Joly eftir.

Mitt í storminum eru skrifaðar bækur og gerðar heimildamyndir um þessa atburði alla. Nokkrar bækur eru komnar út og þessa dagana er ég að lesa Hvítu bókina hans Einars Más. Einar Már er galdrakarl. Honum tekst að skrifa þannig um atburði vetrarins að unun er að lesa - eða þannig. Hvernig honum tekst þetta er ofar mínum skilningi - en mikið svakalega er þetta góð bók.

Gunnar Sig gerir mynd um hrunið - DV 10. júlí 2009Ég hef fregnað af mörgum heimildamyndum sem eru í vinnslu, bæði innlendum og erlendum. Hrunið er upplagt efni í hrollvekjur. Svo vill til að ég tengist svolítið einni þeirra sem minnst var á í DV fyrir tæpum mánuði. Aðalsprautan í þeirri mynd er Gunnar Sigurðsson, leikstjóri m.m., sem varð landsþekktur þegar hann stjórnaði Borgarafundunum í vetur. Þar sem ég kem svolítið nálægt vinnslu þessarar myndar hef ég undir höndum nokkur viðtöl sem Gunnar hefur tekið við mann og annan. Meðal viðmælenda hans eru Björgólfur Thor Björgólfsson, Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, Sigrún Davíðsdóttir rannsóknarblaðamaður, Jón Daníelsson hagfræðingur í London og síðast en ekki síst Austin Mitchell, þingmaður breska Verkamannaflokksins.

Austin Mitchell hefur verið á þingi í 32 ár, eða frá árinu 1977. Hann lýsir skemmtilega á heimasíðu sinni hvernig hann og Verkamannaflokkurinn hans hafa fjarlægst hvor annan, og á þá væntanlega við frjálshyggjuvæðingu flokksins í tíð Tonys Blair. Gunnar hefur þann hæfileika að fá fólk til að tala tæpitungulaust og viðtalið við Mitchell ber þess merki, enda lætur hann ýmislegt flakka. Ég klippti saman nokkur brot úr viðtalinu og birti hér að neðan.

Ég hef oft minnst á nauðsyn þess að tala máli Íslendinga erlendis og málflutningur Mitchells ber þess merki að hann þekkir til aðstæðna. Það er meira en hægt er að segja um allan almenning í þeim löndum sem við er að semja - og reyndar víðar. Nú er lífsnauðsynlegt að spýta í lófana og hefja öfluga kynningu á málstað og málefnum almennings á Íslandi og þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Við eigum greinilega hauk í horni þar sem Austin Mitchell er - en ég efast stórlega um að Kristján Kristjánsson valdi verkefninu. Eigum við ekki nóg af góðu fólki?


Bretarnir rannsaka málin

Kastljósið er komið úr fríinu og var fullt af allskonar efni. Ég hjó sérstaklega eftir þessum búti úr viðtalinu við Rowenu Mason, blaðakonu hjá Daily Telegraph.

Svo birtist þetta á vef blaðsins fyrr í kvöld. Efnahagsbrotadeild Breta, Serious Fraud Office (SFO) er að rannsaka íslensku bankana og Kaupþingslekinn veldur því að deildin ætlar að gefa í.

SFO investigation - Daily Telegraph 4.8.09

Efnahagsbrot eru litin alvarlegri augum í Bretlandi en á Íslandi eins og hefur komið margoft fram í pistlum Sigrúnar Davíðsdóttur - t.d. þessum. Svo er ekki úr vegi að lesa (og hlusta á) þennan pistil Sigrúnar þar sem hún fjallar einmitt um SFO og segir frá fjársvikum Allen Stanford. Í lánabók Kaupþings er annar Stanford, Kevin, stór þánþegi Kaupþings í Lúx. Kevin þessi Stanford er annar stofnenda Karen Millen verslanakeðjunnar og tengist því Baugi og Jóni Ásgeiri a.m.k. í þeim bransa.

Stórlánabók Kaupþings - Kevin Stanford


Að ræna banka og rýja þjóð

"Bankaránið" í Kaupþingi er orðið eitt þekktasta mál hrunsins, þökk sé lögbannskröfu Nýja Kaupþings og skilanefndar þess gamla á fréttaflutning RÚV. Vonandi láta aðrir bankar - og útrásarauðmenn - þetta mál sér að kenningu verða. Hin svæsna lánabók Kaupþings er líklega orðin ein mest lesna bók ársins, a.m.k. sú víðlesnasta, enda á alþjóðlegu tungumáli.

Ég minnist þess ekki að hafa orðið vör við eins mikla samstöðu meðal almennings út af neinu máli - ef frá er talin gríðarleg ánægja með grein Evu Joly sem birtist í íslenskum og erlendum blöðum. Allir lögðust á eitt við að birta slóðir og upplýsingar á bloggi, Facebook, Twitter og víðar. Og senda slóðirnar til erlendra fjölmiðla og skrifa um málið á ýmsum tungum. Enda hefur fiskisagan flogið hraðar og víðar en aðrar sögur, sem betur fer. Svona á að gera þetta, gott fólk! Sameinuð sigrum við. Og Kaupþing dró í land, enda ekki stætt á öðru.

Þegar ég sá forsíðu þýsku útgáfu Financial Times með fyrirsögninni "Eigendur rændu Kaupþing" varð mér hugsað til Williams Black, sem heimsótti Ísland í maí sl. Ég birti viðtal við hann úr bandarískum fjölmiðli hér sem eins konar inngang að viðtali Egils við hann í Silfrinu. William Black skrifaði nefnilega bók sem heitir "Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann". Við vitum nú að það er hverju orði sannara.

Mér finnst ekki úr vegi að minna á viðtalið við William Black eftir hremmingar og uppljóstranir síðustu daga og vikur. Hér er hann hjá Agli í Silfrinu 10. maí sl. Nú ættu allir að geta tengt það sem Black segir við Kaupþingsatburðina undanfarna daga og verið viðbúnir birtingu lánabóka hinna bankanna.

 

Hér er stutt frétt RÚV sama kvöld um viðtalið í Silfrinu.

 

Black hélt síðan fyrirlestur í Háskóla Íslands daginn eftir. Ég fékk upptöku af honum hjá Viðskiptadeild HÍ - en hef ekki birt hana áður. Yfirskrift fyrirlestrarins var "Why economists must embrace the "F" word" og vísar F-ið í orðið Fraud, eða (fjár)svik. Sökum lengdar skipti ég upptökunni í tvennt.

William Black - fyrirlestur á vegum Viðskiptadeildar HÍ - 11. maí 2009
Fyrri hluti

Seinni hluti


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband