Með kveðju frá Bakkabræðrum

Hvað ætli slíkt hið sama eigi við um marga útrásardólga? Hvað kallar maður svona framkomu?

Kæru skattgreiðendur...


Lýðræðisleg rökræða og gagnrýnin hugsun

Ég sé að orð mín í síðustu færslu um að þjóðin sé kannski ekki nógu þroskuð og skynsöm til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. En setjið þau í samhengi við það sem ég segi aðeins seinna um hvernig ástatt er fyrir þjóðarsálinni. Þessi hugleiðing mín á  ekkert skylt við "þið eruð ekki þjóðin" né heldur vil ég gera lítið úr Íslandlýðræðinu. Langt í frá. Ég bíð spennt eftir efndum um stjórnlagaþing, nýja stjórnarskrá og virkara lýðræði.

Ég veit ekki hvort ég get útskýrt almennilega hvað ég á við og þar spilar ýmislegt inn í. Ég heyrði sagt eða datt sjálfri í hug um daginn að "þar sem tveir Íslendingar koma saman, þar er ágreiningur". Gott og vel - við erum fólk með miklar og sterkar skoðanir. En hvaðan koma þessar skoðanir? Hafa þær mótast og styrkst í framhaldi af upplýsingum og rökræðum? Hafa þær myndast í framhaldi af öflugum fréttaflutningi, góðum upplýsingum og útskýringum á flóknum fyrirbærum svo allir skilji? Höfum við þær skoðanir af því einhver einstaklingur eða hópur sem við tilheyrum hefur þær? Höfum við mótað skoðanir okkar út frá eigin hagsmunum, flokkshagsmunum eða samfélagslegum hagsmunum? Höfum við þessar skoðanir af því einhver leiðtogi sem við dýrkum sagði okkur að hafa þær? Höfum við þær "bara af því bara"? Fleiri möguleika mætti eflaust tíunda.

Umræðan í þjóðfélaginu hefur ekki verið beysin undanfarin ár og áratugi. Það vita allir sem vilja vita. Hér hefur ríkt þöggun, bæði meðal almennings og fjölmiðla. Ekki mátti fjalla um viss mál af því valdhöfum hugnaðist það ekki. Ekki mátti segja sannleikann um viss mál af því eigendum fjölmiðla þóknaðist það ekki. Fólki var (og er?) refsað harkalega ef það sagði eitthvað sem kom stjórnvöldum (yfirmönnum, flokki o.s.frv.) illa eða gekk gegn stefnu þeirra. Hér var hræðsluþjóðfélag og enn eimir töluvert eftir af því. Netmiðlar og blogg hafa þó opnað umræðuna mjög og upplýsingastreymið er orðið meira og hraðara en nokkru sinni. Vonandi til frambúðar.

Það eru einkum skoðanakannanir og niðurstöður þeirra undanfarið sem hafa valdið mér heilabrotum. Og reyndar líka að hluta úrslit kosninganna í vor. Ég hélt fyrir kosningar að nokkuð ljóst væri hverjir og hvað olli hruninu. Engu að síður fengu "hrunflokkarnir" ótrúlega mikið fylgi þótt ekki hafi þeir náð meirihluta. Fjölmargir kjósendur virðast halda með "sínum flokki" eins og fótboltaliði - gjörsamlega burtséð frá því hvaða stefnu Kosningaúrslit 2009flokkurinn hefur, hverjir eru þar í forystu, hvaða fortíð bæði menn og málefni hafa og hvaða framtíð þeir sjá fyrir sér. Ég hef þekkt fólk árum og áratugum saman sem kýs sinn flokk jafnvel þótt það sé hundóánægt bæði með fólkið og stefnuna. En að kjósa hann ekki væru einhvers konar drottinsvik. Þetta skelfir mig.

Það er þetta allt sem ég á við þegar ég tala um að þjóðin sé ekki nógu þroskuð og skynsöm til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eins og t.d. Icesave. Það er svo stórt og flókið og afleiðingar þess - hvort sem um er að ræða að hafna samningnum eða samþykkja hann - eru svo gríðarlegar að ég leyfi mér að efast um að við gerum okkur almennt grein fyrir því. Erum við nógu upplýst um lagatæknileg atriði, alþjóðasamninga, EES-vinkilinn og ýmsar aðrar hliðar samningsins til að taka afstöðu? Hverjir hafa verið mest áberandi í umræðunni og hvaða hagsmuni hafa þeir aðilar haft að leiðarljósi? Eiginhagsmuni, flokkshagsmuni eða afdrif íslensks samfélags? Hvernig stendur á því að þeir sem upphaflega skrifuðu upp á ábyrgðina hafna henni nú? Flokkspólitískar skotgrafir og lýðskrum eða einlæg sannfæring? Hverjir hafa verið fremstir í flokki og stýrt umræðunni um Icesave, haft hæst og því kannski náð til flestra? Hvernig er fréttamat fjölmiðla og hverjir hafa náð eyrum þeirra - og þar með þjóðarinnar? Maður spyr sig...

Ísland er ungt lýðveldi og fróðir menn segja að hér hafi lýðræðisleg rökræða og gagnrýnin hugsun aldrei fengið að þroskast sem skyldi. Flokkspólitískir- og eiginhagsmunir "elítunnar" og peningaaflanna hafi ráðið mestu um þróun umræðunnar og enn eru þeir hagsmunir firnasterkir. En fólk er farið að sjá þetta og skynja. Umræðan í vetur hefur borið þess merki. Æ fleiri hafa fengið tækifæri til að taka þátt í umræðu um aðskiljanlegustu mál, einkum í gegnum bloggið og netmiðlana. En stundum er þó ansi stutt í upphrópanir, ofstæki, flokkspólitíska sleggjudóma og rökþrot. Sumir halda því fram að þeir sem ekki eru hagfræðimenntaðir eigi ekki að tjá sig um eða hafa skoðanir á efnahagsmálum eins og hér sést. Þetta er dæmi um hættulega skoðanakúgun þar sem þess er krafist að "faglegur bakgrunnur" verði að vera til staðar til að geta tjáð sig um mál af skynsemi og gert lítið úr skoðunum þeirra sem ekki hafa þann bakgrunn. Ég er ekki hagfræðingur, stjórnmálafræðingur eða guðfræðingur og hef ekki faglegan bakgrunn í þeim fræðum. Má ég þá ekki tjá mig um eða hafa skoðun á efnahagsmálum, stjórnmálum eða trúmálum?

Ef ég ætti að kjósa um Icesave-samninginn í nánustu framtíð væri ég í vandræðum. Þó hef ég fylgst nokkuð vel með umræðunni þótt ég hafi ekki blandað mér í hana. Ég hef ekki ennþá hugmynd Icesaveum hvað það myndi þýða fyrir framtíð okkar ef ég samþykkti hann - né heldur ef ég hafnaði honum. Á okkur öllum hafa dunið misvísandi upplýsingar og afar ólíkar skoðanir. Og við vitum ekki ennþá hvort allar upplýsingar hafa komið fram - hvort einhverju er enn haldið leyndu. Ennþá, tæpu ári eftir hrunið, erum við sár og reið. Við höfum ekki ennþá séð glitta í réttlæti og nær daglega fáum við fréttir af þjófnaði, misnotkun, spillingu, siðleysi og óréttlæti. Ekki hefur verið hróflað við þeim sem bera ábyrgð á Icesave - eða hruninu yfirleitt. "Af hverju eigum við að gjalda gjörða þeirra," spyrjum við réttilega og reiðin magnast með hverjum deginum. Mér líður a.m.k. þannig og eflaust ansi mörgum.

Við erum þjóð í uppnámi. Að mörgu leyti stöndum við nú í rústum samfélags sem afar okkar og ömmur, langafar og langömmur og aðrir forfeður þræluðu sér út til að byggja upp. Flestum sárnar hvernig farið hefur verið með samfélag sem var að mörgu leyti mjög gott þótt á því hafi verið stórir gallar - en hefði getað orðið enn betra ef öðruvísi hefði verið staðið að málum. Ef annars konar "trúarbrögð" og annað fólk hefði ráðið för. Ef stakkur hefði verið sniðinn eftir vexti. En svo fór sem fór og ég horfi með hryllingi á allt of marga hugsa og framkvæma eins og ekkert hafi í skorist og sjálfsagt sé að halda áfram á sömu braut. Sjáið bara Magma og HS Orku málið.

En kannski á þetta með þroskann og skynsemina aðeins við um sjálfa mig, ekki aðra. Ef ég hef sært einhverja með þessum orðum biðst ég afsökunar. En ég mæli með hlustun á þessi viðtöl hér að neðan til frekari áréttingar meiningum mínum.

Vilhjálmur Árnason í Silfri Egils 9. nóvember 2008

 

Páll Skúlason hjá Evu Maríu á RÚV 28. desember 2008

 

Viðtal við Vilhjálm Árnason á kosningavef RÚV í byrjun apríl


Þjóðaratkvæðagreiðsla eða ekki

Íslenski fáninnÉg hef aldrei tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um neitt mál frekar en aðrir Íslendingar, enda hafa þær aldrei farið fram. Eftir heiftúðugar umræður undanfarinna mánaða - ef umræður skal kalla - um tvö stórmál, ESB og Icesave, finnst mér stór spurning hvort þjóðin sé nógu þroskuð og skynsöm fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Fólk hefur verið gífuryrt og sleggjudómar og svívirðingar tröllriðið umræðunni. Líkast til hafa þeir stóryrtustu fælt fleiri frá sínum málstað en þeir hafa laðað að. Öfgar á báða bóga hafa yfirgnæft skynsemisraddir og heilbrigða, hófstillta umræðu.

Eins og fram kom í Krossgátuþætti 25. apríl sl. þar sem Páll Skúlason og Vigdís Finnbogadóttir veltu vöngum yfir ýmsu, skortir Íslendinga sárlega rökræðuhefð. Sá skortur hefur svo sannarlega endurspeglast í pontu á Alþingi þjóðarinnar þar sem hver þingmaðurinn á fætur öðrum hefur stigið fram til að gaspra og gjamma, sletta skít á báða bóga og tapað sér í tittlingaskít. Á þessu hafa þó verið heiðarlegar undantekningar, sem betur fer.

Ég fékk bréf í gær frá Hirti Hjartarsyni, baráttumanni miklum og talsmanni þess að forseti Íslands samþykki ekki Icesave-lögin. Mér er ljúft og skylt að birta bréfið hans. Ég er sammála mörgu sem í því stendur þótt ég sé ekki sannfærð um að þjóðaratkvæðagreiðsla sé tímabær eins og ástatt er fyrir þjóðarsálinni. Vonandi mun ástandið lagast áður en ESB-samningur verður kynntur og lagður í dóm þjóðarinnar. Talan sem Hjörtur nefnir er frá í gær, margir hafa bæst við síðan.

***************************************

Meirihluti þingmanna hefur samþykkt frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Icesave-hneykslisins. Málið er þar með úr höndum Alþingis. Á vefsíðunni www.kjosa.is er safnað undirskriftum við áskorun til forseta Íslands um að synja frumvarpinu staðfestingar þannig að almenningur geti gert út um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meginrökin eru þríþætt: Fjárskuldbindingin sem frumvarpið gerir ráð fyrir að þjóðin gangist undir er fordæmalaus, bæði stærð  skuldbindingarinnar og hvernig til hennar var stofnað. Þótt líta megi svo á að almenningur á Íslandi beri ábyrgð á „bankastarfseminni" að baki Icesave, þá verður tæplega sagt að almenningur eigi sök á henni. Sama er að segja um stórfellda vanrækslu íslenskra stjórnmálamanna og embættismanna, en allt er þetta efniviður í langvinnt ósætti. Í öðru lagi á almenningur kvölina af Icesave-hneykslinu, hvort sem ríkisábyrgðinni verður hafnað eða hún samþykkt. Í þriðja lagi virðist fullreynt að nHjörtur Hjartarson - Fréttir Stöðvar 2á sæmilegri sátt meðal þjóðarinnar um málið eftir hefðbundnum leiðum. Hver þessara röksemda, útaf fyrir sig, nægir til þess að réttlæta þjóðaratkvæðagreiðslu. Tvær fyrst nefndu snúast um sanngirni og réttlæti. Síðast talda röksemdin lýtur að sátt. Í einu orði mætti nefna þetta lýðræði. Röksemdirnar sem tilteknar eru í áskoruninni eru ekki fleiri, en hin sögufræga gjá milli þings og þjóðar er látin liggja milli hluta. Hún er vel kunn. 

Sé litið til ástandsins í samfélaginu, þyngjast enn rökin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér ríkir ógnvænlegt vantraust á stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum, embættismönnum og stjórnsýslustofnunum. Vantraust sem líklega er fordæmalaust í „vestrænu lýðræðisríki". Stjórnmálastéttin hefur að formi til umboð þjóðarinnar í málinu, en ekkert umfram það. Reiðin kraumar. Icesave-krísan er orðin að táknmynd hrunsins og almenningur verður að fá að gera út um hana sjálfur beint og milliliðalaust. Að öðrum kosti verður Icesave-gremjan viðvarandi næstu árin til stórkostlegs skaða fyrir íslenskt samfélag og lífsnauðsynlega endurlausn þess. Farsæl niðurstaða í Icesave-deilunni er sú sem þjóðin nær sátt um. Niðurstaða sem magnað ósætti ríkir um er röng. Við þurfum að jafna ágreininginn um Icesave í samfélaginu, og það gerum við með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þeir eru sannarlega til sem vonast eftir gruggugu vatni að fiska í.

Forsætisráðherra sagði Icesave „eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar fyrir og síðar." Hvað þarf til á Íslandi þannig að almenningur fái að gera sjálfur út um mál, milliliðalaust? Af hverju er almenningur á Íslandi aldrei spurður um neitt? Okkur stafar ekki hætta af lýðræði. Ekki af því að almenningur fái meiru ráðið um örlög sín. Það var ekki lýðræði sem keyrði samfélagið í þrot. Íslenskt samfélag er statt þar sem það er statt vegna ofríkis íslenskra stjórnmálaflokka og tortryggni stjórnmálamanna í garð lýðræðishugmynda og vantrú þeirra lýðræðislegum vinnubrögðum. Kerfið sem þeir byggja völd sín á er komið að fótum fram.

Forsetaembættið getur ekki tekið afstöðu til málsins. Embættið getur aðeins gert þjóðinni kleift að eiga síðasta orðið, samanber 26. gr. stjórnarskrárinnar. Aumt væri að gefa frá sér baráttulaust stjórnarskrárvarinn rétt sem almenningur á til þess að taka mál í sínar hendur. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Vel á fimmta þúsund manns hefur þegar skorað á forseta Íslands að vísa málinu
„í okkar hendur". Það eru um 1,5% kjósenda, en á Ítalíu og í Sviss, til dæmis, myndi það duga ríflega til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Áskorunin er sett fram í trausti þess að forseti Íslands fallist á röksemdirnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við vonum samt og treystum á framtakssemi almennings - þeirra sem munu borga Icesave-reikninginn. Tíminn er naumur.

Hjörtur Hjartarson,
talsmaður
„Í okkar hendur" á vefsíðunni www.kjosa.is

**********************************

Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 28. og 29. ágúst 2009


Hetjudýrkun dauðans

Allir vita hver hann er. Ferill hans er skrautlegur og afar umdeildur. Hann hefur verið hæddur, spottaður og fyrirlitinn af stórum hluta þjóðarinnar áratugum saman. Ekki varð Laxnessmálið honum heldur til álitsauka. Margir hafa samt haft gaman af honum svipað og trúðum eða hirðfíflum í aldanna rás. Ég hafði t.d. fregnir af því fyrir löngu að það ætti við um samkennara hans í Háskóla Íslands. Sjálf skrifaði ég þennan pistil fyrir 19 mánuðum - í janúar 2008 - og sagði þar: "Ég verð að viðurkenna, þótt Hannes Hólmsteinn og hetjan hans - Grapevine 13/2009það sé mér þvert um geð, að ég hef lúmskt gaman af þeim báðum [honum og Gunnari í Krossinum] en verð engu að síður óskaplega pirruð þegar ég hlusta á þá. En á eftir finnst mér ég vera alveg einstaklega heilbrigð, víðsýn, fordómalaus og skynsöm. Að því leytinu láta þeir mér líða vel."

Hann hefur fengið að hafa skoðanir sínar í friði og prédika trúarbrögð frjálshyggjunnar óáreittur í háskólasamfélaginu í á þriðja áratug. Á launum hjá þjóðinni. Hann hefur alla tíð lifað góðu lífi á skattpeningum okkar hjá Háskóla Íslands og fengið ýmsa launaða bitlinga að auki á vegum FLokksins til að drýgja tekjurnar. Einnig á kostnað skattgreiðenda. Engu að síður prédikar hann einkavæðingu alls sem hönd á festir svo ætla mætti að hann vildi helst leggja ríkið niður. Samkvæmt þessu er hann með námskeið um Sjálfstæðisflokkinn í Háskólanum. Ég get ekki séð að aðrir stjórnmálaflokkar fái um sig sérstök námskeið. Eða finnur einhver t.d. Framsóknarflokkinn á listanum - eða gamla Alþýðuflokkinn sem á sér nú mikla sögu á Íslandi. En kannski er þetta ekki námskeiðalisti, hvað veit ég?

Í vor fékk hann milljón króna styrk til að rannsaka íslenska kommúnista þótt líklega séu fáir verr til þess fallnir af augljósum ástæðum. En það var flokksbróðir hans sem veitti styrkinn, svo þá var ekki að sökum að spyrja. Enda búið að koma FLokknum hans frá völdum, sparka honum sjálfum úr stjórn Seðlabankans og hann vantaði aukatekjur. Illugi heldur að niðurstaða rannsóknar hans verði sú að kommúnistar hafi verið þjóðhættulegir menn. Ég tek undir þá skoðun Illuga.

berast þær fregnir að hann muni kenna og leiðbeina í málstofu um heimskreppuna og framtíð kapítalismans á haustmisseri Háskóla Íslands. Heimskreppuna og framtíð kapítalismans. Vill einhver giska á hvernig kennslan verður? Hverjar áherslurnar verða, hverjum kennt verður um kreppuna? Getur einhver ímyndað sér hver framtíð kapítalismans er í meðförum hans? Örugglega.

Í tæpt ár, frá hruninu, hafa verið uppi háværar kröfur um að tekið verði rækilega til í kerfinu. Skipt út óhæfum banka-, embættis- og stjórnmálamönnum því nóg framboð hefur verið af þeim. En hvað með háskóla- og fræðasamfélagið? Er ekki rétt að gera kröfur um tiltekt á þeim vettvangi líka? Erum við sátt við að skattpeningunum okkar sé sóað í að menga huga unga fólksins okkar? Er ekki rétt að gera meiri kröfur til Háskóla Íslands? Þetta er niðurlæging fyrir menntakerfið. Ég bendi enn á pistla Illuga sem ég er svo innilega sammála - þennan og þennan.

Svo sá ég þetta á DV.is - Hrunið varð af því Davíð fór frá - forsíðuviðtal við hann í Reykjavík Grapevine. Hetjudýrkunin á sér engin takmörk og þetta viðtal svarar því á hvaða nótum málstofan í Háskólanum verður; hvernig söguskoðunin hljómar í meðförum hans. Ég stóðst ekki mátið - klippti viðtalið út og hvet alla til að lesa það. En ég vara fólk við - mér varð bumbult við lesturinn og neita að axla ábyrgð á mögulegri líðan annarra. Lesist á eigin ábyrgð og smellið þar til læsileg stærð fæst. Góða skemmtun.

Hannes Hólmsteinn - Grapevine 13/2009 - Forsíða

Hannes Hólmsteinn - Grapevine 13/2009 - Viðtal - 1

Hannes Hólmsteinn - Grapevine 13/2009 - Viðtal - 2


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Heilræði herramanna

Tveir eldri herramenn vöktu athygli mína og ég lagði við hlustir. Annar var í Kastljósinu í kvöld og hinum var sagt frá í Speglinum á þriðjudagskvöld. Báðir eru hoknir af reynslu og eins og segir í máltæki úr Bandamannsögu: Hafa skal heil ráð, hvaðan sem koma. Það er ástæða til að hvetja ráðamenn og aðra sem koma að íslenskri endurreisn til að hlusta vandlega á svona menn.

Í Kastljósinu var rætt við Tormod Hermansen, norskan hagfræðing, sem tók þátt í uppbyggingu bankakerfisins í Noregi fyrir um 20 árum. Bankakreppan þar í landi hafði skapast við umskipti úr ströngu eftirliti með bankakerfinu yfir í frjálsara markaðsfyrirkomulag. Frelsið vefst víðar fyrir bankamönnum en á Íslandi og í raun stórmerkilegt að þessi dæmi, sem menn höfðu fyrir augunum - reynsla Norðmanna, Finna og Svía - hafi ekki verið íslenskum banka- og ráðamönnum víti til varnaðar. Svona er nú græðgin öflug.

Ýmsir hafa verið fengnir til skrafs og ráðagerða eftir hrun. En það er vitagagnslaust að leita ráða hjá reynsluboltum ef svo er ekki hlustað eða farið að ráðum þeirra. Ómar Ragnarsson er með snögga yfirferð yfir viðtalið við Tormod Hermansen í pistli sem hann kallar "Íslenska efnahagsundrið" tætt í sundur í Kastljósi". Lesið pistil Ómars og hlustið á Hermansen.

Tormod Hermansen í Kastljósi 27. ágúst 2009

 

Horst-Eberhard RichterHinn herramaðurinn er þýskur sálfræðingur sem sagt var frá í Speglinum á þriðjudaginn, Horst-Eberhard Richter. Formáli Spegilsins hljóðar svona: "Einn af þekktustu núlifandi fræðimönnum Þjóðverja, sálfræðingurinn Horst-Eberhard Richter, heldur því fram að það sé til marks um siðferðilega hnignun vestræns samfélags, að ekki sé hægt að draga stjórnendur banka og annarra fjármálastofnana, sem hafi komið heilum samfélögum á vonarvöl, fyrir lög og dóm. Richter segir að markaðshyggja nútímans hafi snúist upp í "rándýrskapítalisma" sem einkennist af græðgi og félagslegu skeytingarleysi." Mér fannst þetta hljóma ansi kunnuglega eftir reynslu undanfarinna áratuga á Íslandi. Margt fleira er haft eftir Richter, meðal annars ummæli um konur sem heyrðust oft fyrst eftir hrun. Hlustið á Richter - hljóðskrá er viðfest hér fyrir neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum

Grein eftir Öldu Sigmundsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Ég hvet alla til að lesa bloggpistlana hennar - og ekki síður athugasemdirnar sem eru margar hverjar afar fróðlegar og sumar sláandi eins og hún nefnir dæmi um hér. (Smellið þar til læsileg stærð fæst.)

Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum - Alda Sigmundsdóttir - Fréttablaðið 27.8.09


Mig setti hljóða...

...þegar ég hlustaði á þetta viðtal í Kastljósi í gærkvöldi. Ég spurði sjálfa mig hvenær röðin kæmi að manni sjálfum. Þvílík meðferð og niðurlæging. Hver hefur hag af að koma svona fram við fólk? Á meðan er ekki snert við stærstu skuldurunum, sjálfum auðmönnunum sem bera ábyrgðina - hvað þá stjórnmálamönnunum.

Guðbjörg Þórðardóttir í Kastljósi 25. ágúst 2009

 

Mogginn 25. ágúst 2009

Á vanskilaskrá í greiðsluaðlögun - Moggi 25.8.09

Lilja Mósesdóttir í Kastljósi 25. ágúst 2009

 

Ekki voru allir með há eða óyfirstíganleg bílalán og mánaðargreiðslur voru líklega vel viðráðanlegar hjá flestum. Nú hafa eftirstöðvar lánanna hækkað langt umfram verðmæti bílanna og afborganir óyfirstíganlegar - líka á lágu lánunum. Hvað er nefndin sem á að leysa málið að gera?

Fréttir Stöðvar 2 - 26. ágúst 2009

 


Hafa ráðamenn ekkert lært?

Frá Samstöðufundi um orkuauðlindir í Grindavík 25.8.09Ég fjallaði um auðlindasöluna í pistlinum á Morgunvaktinni síðasta föstudag. Hlutirnir gerast nú hratt og þrýst er á um enn meiri hraða. Við eigum að afsala okkur orkuauðlindinni á Reykjanesi án umhugsunar. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Ross Beaty, forstjóri Magma Energy og talsmaður skúffufyrirtækisins Magma í Svíþjóð líka, segist vilja arðræna íslensku þjóðina í fullri sátt við hana. Bjartsýnn maður, Beaty.

Á Vísi er sagt að Samfylkingarfólk sjái mikla annmarka á að ríkið kaupi hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku - þann hinn sama og Beaty vill kaupa - og AGS gæti haft eitthvað við það að athuga. Þetta ítrekar síðan Eyjan í skelfilegri frétt. Hjartað í mér tók kipp - en þetta passar samt alveg við það sem okkur hefur verið sagt um AGS. Skoðið t.d. þetta, horfið á þetta og meðtakið þetta. Óhugnanlegt. Þetta má ekki gerast.

Ég fór á samstöðufundinn í Grindavík í gærkvöldi sem ég sagði frá hér. Hann var fjölmennur og afar fróðlegur. Erindi Guðbrands Einarssonar, bæjarfulltrúa Frá Samstöðufundi um orkuauðlindir í Grindavík 25.8.09 - Guðbrandur Einarssonminnihlutans í Reykjanesbæ, var sérlega athyglisvert og glærusýning hans er hér. Hengi hana líka neðst í færsluna. Fram kom í máli Guðbrands að ótrúlega margt er gruggugt við samninga Reykjanesbæjar, kaup, sölu, eignarhald, lánamál og margt fleira. Eftir að hlusta á Guðbrand spurði ég sjálfa mig forviða hvernig þetta hafi getað gerst! Þetta er svo sannarlega ein, stór svikamylla. Lesið um skuggaverkin hjá Agnari Kristjáni.

Á fundinum settu margir spurningamerki við fjárhagslegt hæfi Geysis Green Energy til þátttöku í milljarðaviðskiptum með tilheyrandi fjárhagslegum skuldbindingum. Fyrirtækið er mjög skuldsett og sumir helstu eigenda þess eru í meðferð skilanefnda gömlu bankanna. Forsvarsmenn fundarins fá áheyrn fjármálaráðherra í dag og það verður fróðlegt að heyra hvað hann segir.

Fundurinn  samþykkti einróma eftirfarandi yfirlýsingu: " Samstöðufundur haldinn í Grindavík þann 25. ágúst 2009 skorar á ríkisstjórn Íslands og sveitarfélög að koma í veg fyrir að fram gangi kaup Magma Energy á hlutum Ræðumenn á Samstöðufundi - Guðbrandur, Jóna Kristín og Þorleifurí HS orku og tryggja þannig áframhaldandi opinbert eignarhald á þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Framsal auðlindarinnar í jafn langan tíma og gert er ráð fyrir í tilboði Magma ber að líta á sem varanlegt auk þess sem því fylgir augljós áhætta á að auðlindin verði uppurin að framsalstímanum liðum. Við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu er brýnt að lausafjárvandi samfélagsins sé ekki leystur með bráðræðislegum gjörningum þar sem stórum hagsmunum er fórnað. Fundurinn vill því heita á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um sameiginlegar auðlindir landsmanna með langtíma hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þar sem við ráðstöfun og nýtingu sé horft til þess að hámarka samfélagslegan og þjóðhagslegan ávinning af auðlindinni í sátt við náttúruna."

Ef það er rétt sem Vísir og Eyjan segja, að AGS þrýsti á um söluna og banni ríkinu (les. almenningi) að eiga auðlindir sínar og njóta arðsins af þeim verðum við að losa okkur við AGS. Svo einfalt er það. Eignaupptaka heilu þjóðanna er sérgrein sjóðsins og Íslendingar virðast vera næstir. Það sem mér sárnar einna mest er að nokkrir Íslendingar taka þátt í plottinu með sjóðnum. Væntanlega sjá þeir gróðavon fyrir sjálfa sig og þeim virðist vera skítsama um okkur hin og afkomendur okkar. Maður spyr sig hvað þeir fá mikið í aðra hönd fyrir auðlindasöluna. Gleymum ekki því sem kom fram í myndinni The Big Sellout (Einkavæðingin og afleiðingar hennar). En hér er Morgunvaktarpistillinn frá 21. ágúst.

Morgunvaktin á Rás 2

Ágætu hlustendur...

Nú er vindurinn farinn að gnauða úti fyrir, haustið er í augsýn og farið að skyggja enn á ný. Við þurfum að kveikja ljósin fyrr og hækka hitann á ofnunum. Rafmagn og hiti eru meðal grunnþarfa samfélagsins og við værum illa stödd án orkunnar og heita vatnsins.

Við erum heppnir, Íslendingar. Við eigum auðlindir sem veita okkur orku og heitt vatn til húshitunar og annarra grunnþarfa. Þótt ekki sé hægt að segja að við höfum alltaf farið vel með orkuauðlindir okkar, höfum við þó hingað til getað kennt okkur sjálfum um. Þær hafa verið í okkar eigu.

Fyrir tveimur árum tók bæjarstjóri Reykjanesbæjar fyrsta skrefið í að selja þessa sameign þjóðarinnar og grunnstoð samfélagsins einkaaðilum. Það var í samræmi við frjálshyggjustefnu ráðandi afla í bæjarstjórn og landsmálum - allt átti að einkavæða. Helst einkaVINAvæða eins og bankana. Þriðjungur í Hitaveitu Suðurnesja var afhentur einkaaðilum. Álver í Helguvík var á dagskrá og menn sáu mikla gróðavon í orkunni - og gera enn.

Haustið 2007 var fróðlegt viðtal um 'íslenska efnahagsundrið' við Hannes Hólmstein Gissurarson, frjálshyggjupostula Íslands og einn arkitekta gróðahyggjunnar. Honum var þar tíðrætt um dautt fjármagn - fé án hirðis. Verðmæti sem voru lífguð við með því að afhenda þau einkaaðilum og leyfa þeim að veðsetja þau. Við vitum öll hvernig það endaði. Bankarnir hrundu og auðlindir sjávar eru veðsettar upp í rjáfur. Enda hafa kvótakóngar og bankamenn  það bara bærilegt, hafa svifið um loftin blá í þyrlum og einkaþotum og hlaðið vel undir sig og sína.

En frjálshyggju- og einkavæðingarsinnar eru aldeilis ekki hættir. Nú stendur til að feta í fótspor bæjarstjórans í Reykjanesbæ og selja enn stærri hluta orkuauðlinda frá þjóðinni. Útlendingar eru komnir á bragðið - þeir finna eflaust peningalyktina. Fyrsta skrefið var tekið 2007 og með dyggri aðstoð íslenskra ráðgjafafyrirtækja er Orkuveita Reykjavíkur um það bil að stíga næsta skref. Ef það skref verður stigið munu einkaaðilar, þar á meðal kanadíska skúffufyrirtækið Magma í Svíþjóð, eignast nærri helmingshlut í allri orkuvinnslu á Reykjanesi. Hlutnum fylgja afnot af orkuauðlindinni í allt að 130 ár. Í 130 ár, um það bil fimm kynslóðir Íslendinga, munu erlendir og innlendir auðmenn geta blóðmjólkað auðlindina - ef hún endist svo lengi.

Iðnaðarráðherra Samfylkingar er hlynntur þessari aðför að auðlind þjóðarinnar og ber fyrir sig tæplega ársgömlum lögum um að auðlindin sé í þjóðareign. Hvað stoðar það þegar yfirráð yfir henni og afnotaréttur af henni er í einkaeign og arðurinn fer úr landi? Endar jafnvel á Tortólum heimsins.

Ráðherra ber líka fyrir sig að gott sé að fá erlent fjármagn inn í hagkerfið á þessum erfiðu tímum. En hve mikið kemur inn, spyrjum við þá? Heilir 6 milljarðar! Það er rúmur helmingur af bónuskröfum starfsmanna Straums og 12% af skuld Magnúsar kvótakóngs sem talað var um að yrði mögulega afskrifuð. Þvílík innspýting í efnahagslíf þjóðarinnar! Getur ekki einhver með heilbrigða skynsemi komið vitinu fyrir Katrínu Júlíusdóttur og sagt henni söguna af Sigríði í Brattholti?

Hafa íslenskir ráðamenn ekkert lært?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kaupthinking - Kaupsinking

Ég fékk skemmtilegan tölvupóst í gær með tilbrigði af Kaupþingsmyndbandinu sem ég birti fyrir nokkrum dögum og vakti gríðarlega mikla athygli. Í tilbrigðinu er verið að leika sér með orð og framburð þeirra - og merkingu. Vel klippt og skemmtileg hugmynd. Læt frumgerðirnar fylgja með til samanburðar.

Tilbrigði við Kaupthinking > Kaupsinking

 

Frumgerð Kaupthinking

 

Frumgerð Thinking - Sinking

 


Salan á auðlindum Íslendinga er hafin

Magma EnergyHún hófst þegar Árni Sigfússon og félagar seldu GGE hlut í HS Orku árið 2007. Vatnið á Snæfellsnesi var líka selt og einn sölumannanna kjörinn á þing í vor. Og nú á að bæta um betur. Klára dæmið á Reykjanesi. Ennþá virðist enginn vita með vissu hverjir eru á bak við Magma Energy sem vill kaupa allar orkuauðlindir okkar á Reykjanesi. Margar sögur eru í gangi um það, flestar svipaðar. Forstjóri Magma, Ross Beaty, fundar með fjármálaráðherra í dag til að þrýsta á söluna. Hann vill fá afnotaréttinn í 130 ár ásamt Geysi Green Energy sem enginn virðist heldur vera með á hreinu hverjir eiga þótt eignarhaldið þar sé ögn ljósara en á Magma. Þeir vilja líka fá kúlulán hjá OR. Ekkert út og restin eftir minni? Þá geta þeir borgað sér og sínum arð í mörg herrans ár áður en þeir þurfa að borga hlutinn sinn. Svo þegar rányrkjunni er lokið, engin orka eftir, þá er kúlulánið verðlaust og þjóðin situr uppi með tapið. Arðurinn fór á Tortólurnar. Við þekkjum ferlið, vitum hvernig þetta virkar, er það ekki?

Ég hef haldið því fram að þetta sé allt ein svikamylla - nýtt REI-mál - og fer ekki ofan af því. Það eru peningar í orkunni, hún verður verðmætari með hverju árinu sem líður, og þegar græðgin er annars vegar verður engu eirt og engum hlíft. Við ættum að vita það að fenginni skelfilegri reynslu. Af hverju haldið þið að öll þessi "Glacier" og "Energy" fyrirtæki hafi verið stofnuð í gróðærinu? Vatnið okkar og orkan. Dollaramerki í augum, allt á að selja, mikill gróði. En gróðann á að einkavæða og fáir að njóta góðs af. Alls ekki þjóðin.

Hvort sem Ross Beaty er frontur útrásardólga eða ekki þá er hann talsmaður og stofnandi Magma Energy. Hann er "gullgrafari" í þeirri merkingu orðsins að hann sækist eftir auði. Hann vill gera sig og sína ríka. Haft er eftir honum í grein á netinu: "I just love creating wealth for shareholders through building resource companies from the ground up. It's what gets me out of bed in the morning." Hann nýtur þess að gera hluthafana sína ríka - og sjálfan sig í leiðinni. Með því að arðræna þjóðir sem eru ríkar af auðlindum eins og Ísland. Við erum blönk og liggjum vel við höggi. Nú er lag. Svona menn virka sem segull á aðra gróðapunga.

Dettur einhverjum í hug að þessi maður og hans líkar þyrmi auðlindunum eða hafi hagsmuni þjóðarinnar og komandi kynslóða að leiðarljósi? Látið ykkur dreyma. Fyrir nú utan aðrar afleiðingar þess að grunnþjónusta er einkavædd eins og sjá má á athugasemdum við bloggpistil Öldu Sigmunds. Þar koma fram alvarlegar viðvaranir frá fólki með reynslu. Mjög alvarlegar.

Nú þegar er byrjað að ofnýta orkuna á Reykjanesi. Engu að síður kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að nú þegar er búið að ákveða að tvöfalda orkuvinnsluna. Orkan er ekki endalaus auðlind, hún klárast. Hve fljótt fer eftir því hve mikið og hratt hún er nýtt. Hér ætla menn að klára hana sem fyrst, láta skammtímahagsmuni og gróða ráða ferðinni. Og ein af perlum Íslands, Krýsuvík, er líka í húfi.

Vilji einhverjir senda Steingrími J. línu fyrir fundinn með Magmaforstjóranum er þetta netfangið: steingrimur.j.sigfusson@fjr.stjr.is. Honum þykir örugglega vænt um að fá stuðning við að hafna erindi forstjórans.

Ef einhvern tíma hefur verið þörf á samstöðu íslenskrar þjóðar þá er það nú. Við hvorki getum né megum láta óprúttna menn hafa af okkur orkuauðlindirnar - arðræna okkur. Minnumst orða Johns Perkins: "Þetta er landið ykkar. Þið búið í því. Forfeður ykkar hafa verið hér í mörg hundruð ár og hugsað um það. Þið megið ekki selja auðlindirnar til annarra og láta arðræna ykkur svona. En það verður að koma frá ykkur. Þegar upp er staðið verðið þið að krefjast þessa..." Við verðum að krefjast þess að auðlindum okkar verði ekki fórnað á altari Mammons.

Framtakssamt fólk hefur boðað til samstöðufundar í Saltfisksetrinu í Grindavík í kvöld, þriðjudaginn 25. ágúst, klukkan 18. Eins og segir í fundarboðinu sem ég festi við neðst í færslunni: "Árið 1974 var Hitaveita Suðurnesja stofnuð af sveitarfélögunum á Suðurnesjum og ríkinu. Allar götur síðan hefur fyrirtækið verið hornsteinn í samfélagi Suðurnesjamanna, séð fyrir yl og birtu, skapað störf og arð. Verði úr kaupum Magma Energy á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs væri verðmætum í almannaeigu fórnað fyrir óljósan ávinning einhverra aðila. Framsal auðlindarinnar, hvort heldur sem er í 65 eða 130 ár, er í reynd varanlegt þar sem slíkum nýtingaráformum fylgir sú augljósa áhætta að auðlindin verði upp urin áður en framsalstíminn er liðinn." Mætum öll á þennan fund og sýnum að okkur sé ekki sama. Það verða nokkur sæti laus í mínum bíl.

Þetta kemur okkur öllum við. Um er að ræða sölu á hlut Reykvíkinga í HS Orku sem og glapræði bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hér er fréttaflutningur af málinu í sumar í þremur hlutum.

Auðlindasala á Reykjanesi - 1

 

Auðlindasala á Reykjanesi - 2

 

Auðlindasala á Reykjanesi - 3

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Óður til Hannesar Hólmsteins

Ó, þú mikli trúarleiðtogi sem leiddir þjóðina á vit hinnar helgu græðgi í gervi ofurkapítalisma og frjálshyggju. Þinn var mátturinn og þín var dýrðin. Þú gjörðir ei rangt enda handhafi hins eina Sannleika. Þú og vinir þínir eruð saklausir dæmdir og þráið það eitt að komast aftur að hljóðnemum valdsins til að geta klárað hið heilaga ætlunarverk ykkar. Ykkur sárnar að þjóðin sé hætt að hlusta, en slík eru ævinlega örlög hinna misskildu snillinga. Þið vitið sem er, að ÞIÐ gerðuð ekkert rangt, bara allir hinir. Verstir eru þeir sem nú rembast í sjálfumgleði sinni við að hreinsa kúkinn ykkar úr lauginni. Þeir fatta ekki að þetta er heilagur kúkur! Þeir kunna heldur ekki að græða á daginn og grilla á kvöldin. Mammon veri sál þeirra miskunnsamur. Fólk er fífl. Amen.

 
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Framtíð lýðræðis og fjölmiðlarnir

Ævar Kjartansson - Ljósm.: Örlygur HnefillÞátturinn Framtíð lýðræðis er nú fjórða sumarið í röð á Rás 1 í umsjón hins góðkunna útvarpsmanns Ævars Kjartanssonar og Ágústs Þórs Árnasonar, lektors við Háskólann á Akureyri. Í sumar hafa efnistök þáttarins eðlilega litast mjög af hruninu, aðdraganda þess og afleiðingum. Ég var að enda við að hlusta á þáttinn frá í morgun sem var jafnfrábær og hinir. Ævar og Ágúst Þór fá til sín einn viðmælanda í hverjum þætti og að öllum öðrum eðalútvarpsþáttum ólöstuðum er innihald þessara þátta með því málefnalegasta í útvarpi.

Ég þekki af eigin reynslu hvernig þeir Ævar og Ágúst Þór Ágúst Þór Árnasonvinna, því ég var hjá þeim í einum þættinum. Mér fannst allsendis fráleitt að ég ætti nokkurt erindi í þennan þátt þegar Ágúst Þór hringdi í mig í maí. Hló bara í símann og sagði furðu lostin: "ÉG?!" Ég hafði hlustað á nokkra þætti undanfarin sumur og sá engan flöt á því að ég hefði neitt til málanna að leggja. En ég lét sannfærast og þegar við settumst niður í stúdíói í Efstaleitinu með ferðagræjurnar hans Ævars hafði ég þann vara á að ég gæti örugglega ekki talað í þær 50 mínútur sem þátturinn stæði yfir. Svo hófst notalegt spjall við þá félaga um hinn nýja vettvang skoðanaskipta sem netið og bloggið er og þátt þess vettvangs í framtíð lýðræðisins. Fyrr en varir voru mínúturnar 50 liðnar, það var svo gaman að tala við þá. Og ég sem átti svo margt eftir ósagt! Þegar þættinum var útvarpað 19. júlí og ég hlustaði á hann fannst mér ég alls ekki hafa svarað nægilega vel, einkum tveimur eða þremur spurningum Ágústs Þórs. Bæti kannski úr því seinna en hengi þáttinn neðst í færsluna.

Gestur þeirra í morgun var Jón Ólafsson, heimspekiprófessor. Hann var Jón Ólafsson, heimspekingur alveg frábær. Kom víða við og talaði meðal annars um skotgrafarhernað stjórnmálamanna. Jón sagði t.d.: "Kannski er ég bara svona bjartsýnn, en ég held að það sé meiri tilfinning fyrir þessari nauðsyn að pólitík sé ekki bara hanaslagur þar sem hlakkar í andstæðingnum yfir ákvörðun sem hann veit að á eftir að koma þeim sem tekur hana illa - jafnvel þó að það sé líka mjög slæmt fyrir þjóðina að svo sé. Þarna erum við að sjá, að mínu mati, breytingu á pólitískum kúltúr." Ég er bæði sammála og ósammála þessari fullyrðingu Jóns. Ég held að tilfinningin fyrir þessari nauðsyn sé vissulega mjög mikil hjá almenningi, en minni hjá þeim sem hafa verið fastir á klafa flokkanna - og eru enn. Bæði stjórnmálamönnum og helstu áhangendum trúarkenninga þeirra. En vonandi leiðir tíminn í ljós að Jón hafi rétt fyrir sér.

Í síðasta hluta þáttarins talaði Jón um fjölmiðlana - skort á fagmennsku í fjölmiðlum, hlutverk þeirra í fortíð, nútíð og framtíð - og hvernig þeir hafa spilað með í hanaslag stjórnmálamanna. Og hræðsluna. Hvort sem maður tekur undir skoðanir Jóns eða ekki er þetta mjög umhugsunarverð umræða. Ég klippti þann kafla úr þættinum og hengi við hér neðst í færslunni. Þátturinn allur er hér. Mér finnst að allir fjölmiðlamenn eigi að hlusta sérstaklega á þennan kafla viðtalsins - helst allt viðtalið svo ekki sé minnst á alla þætti þeirra félaga um Framtíð lýðræðis. Rifjum líka upp viðtal Egils í Silfrinu við þennan sama Jón Ólafsson frá 18. janúar sl.

Jón Ólafsson í Silfri Egils 18. janúar 2009

 

Svo er hægt að hlusta á þættina Framtíð lýðræðis aftur í tímann á hlaðvarpi RÚV hér.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Draumar og veruleiki

Í umræðunni um sölu auðlindanna og einkavæðingu grunnstoða þjóðfélagsins verður mér æði oft hugsað til viðtalsins við spekinginn hér að neðan. Draumar hans rættust rækilega - eða a.m.k. stór hluti þeirra. Við glímum við veruleikann eftir frjálshyggju- og einkavæðingarsukkið, sitjum eftir með brostnar vonir og þungar áhyggjur af börnunum okkar og barnabörnunum. Við verðum að átta okkur á því að enn eimir eftir af þessum trúarbrögðum og það töluvert. Látum þá ekki hirða af okkur orkuauðlindirnar líka. Aldrei.

Ísland í dag 13. september 2007

Ég lék mér svolítið með viðtalið og birti í pistli 25. mars, mánuði fyrir kosningar, til að sýna mótsagnirnar. Við vitum öll hvað var gert, hverjir voru þar í fararbroddi og hvaða afleiðingar það hafði. Það þýðir ekkert að reyna að blekkja okkur lengur. Eða hvað? Viljum við að það fari eins fyrir orkuauðlindunum okkar og bönkunum? Ég efast ekki eitt augnablik um að illa fari ef þær verða afhentar einkaaðilum - á silfurfati, fyrir slikk og jafnvel með kúluláni.

 
 ***********************************************
Magma vill kúlulán - Fréttablaðið 22.8.09

"Þetta snýst allt um auðlindir"

Sagði John Perkins í Silfri Egils 5. apríl. Hann sagði ennfremur að málið snúist um: "...stjórn á íbúunum af því þannig nær maður valdi á auðlindunum. Þegar íbúarnir standa uppi í hárinu á manni, eins og í nokkrum ríkjum rómönsku Ameríku, getur maður ekki lengur ráðið yfir auðlindunum. Þetta snýst því um auðlindirnar. En þetta snýst líka um að stjórna fólkinu svo maður geti nálgast auðlindirnar".

Seinna í viðtalinu segir Perkins: "Þetta [andstaðan] verður að koma frá fólkinu. Þrælahaldi í Bandaríkjunum lauk ekki af því Abraham Lincoln vildi það heldur þjóðin. Við fórum ekki frá Víetnam af því Nixon væri andsnúinn stríði heldur af því þjóðin krafðist þess. Þetta kemur alltaf frá fólkinu. Við getum ekki búist við að leiðtogarnir búi yfir kjarki eða getu til að koma á breytingum nema við, fólkið, krefjumst þess. Hér á Íslandi verða Íslendingar að krefjast þess að þið eigið auðlindirnar. Þetta er landið ykkar. Þið búið í því. Forfeður ykkar hafa verið hér í mörg hundruð ár og hugsað um það. Þið megið ekki selja auðlindirnar til annarra og láta arðræna ykkur svona. En það verður að koma frá ykkur. Þegar upp er staðið verðið þið að krefjast þessa..."

Nú er verið að selja auðlindirnar á Reykjanesi - og það fyrir slikk. Ætlar íslenska þjóðin virkilega að láta það óátalið? Eins og John Perkins segir þá er það undir okkur, fólkinu í landinu komið. Við verðum að beita yfirvöld, ríkisstjórn og sveitastjórnir, slíkum þrýstingi að þau finni aðra lausn. Við verðum að endurheimta hlut Geysis Green Energy í HS Orku og hafna Magma Energy. Svo einfalt er það.

John Perkins í Silfri Egils 5. apríl 2009

 

John Perkins í Íslandi í dag 7. apríl 2009

 

John Perkins - fyrirlestur í Háskóla Íslands 6. apríl 2009
fyrri hluti

 

seinni hluti

 

John Perkins - The secret history of the American Empire

 

John Perkins - The Economic Hitman - How to destabilize countries legally

 

Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds í kvöld þegar ég last bloggið hennar Öldu Sigmundsdóttur sem skrifar Iceland Weather Report. Hún skrifaði pistil á fimmtudaginn um söluna á HS Orku sem hún kallar And while we're looking the other way, our resources are peddled off at bargain prices. Bloggið hennar er lesið víða um heim því það er á ensku. Mjög margar athugasemdir hafa verið skrifaðar og ég hvet alla til að lesa þær. Margar hverjar eru ógnvekjandi og eru skrifaðar af fólki í löndum þar sem meðal annars orkan hefur verið einkavædd.


Kapítalismi - Ástarsaga

 

 


Auðlindir á tombólu

Hér er stórfínn pistill Bjargar Evu af Smugunni - með hennar leyfi.

Auðlindir á tombólu

Fyrsta orkufyrirtækið  á Íslandi sem verður einkavætt að fullu, verður að stórum hluta til í erlendri eigu.  Magma Energy heitir kanadíska fyrirtækið sem vill eignast 32 prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja á móti Geysi Green Energy.

Björg Eva ErlendsdóttirTilboð Magma Energy rennur út á morgun, en í því er gert ráð fyrir að Orkuveitan kaupi hlut Hafnarfjarðar sem Orkuveitan má ekki eiga samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins.  Orkuveitan tapar 1,3 milljörðum króna á viðskiptunum, en HS orka sem verður þá að nærri hálfu í eigu erlendra aðila leigir nýtingarrétt orkunnar til allt að 130 ára.  Auðlindin verður að öllu leyti úr höndum almennings í talsvert á aðra öld og HS orka greiðir 30 milljónir á ári í leigu fyrir auðlindina. Það svarar húsaleigu fyrir sæmilegt skrifstofuhúsnæði á þokkalegri hæð í miðbænum.  Það er tíu sinnum lægri upphæð en réttlætanlegt þótti að greiða einum útrásarvíkingi fyrir að fallast á að taka að sér stjórnunarstarf  í banka.

Undanfarna mánuði hafa Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn skýrt mikla andstöðu sína við Icesavesamningana að hluta  með því að samningarnir gætu leitt til afsals Íslendinga á auðlindum þjóðarinnar.  Samhliða þessum málflutningi hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og  fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í borgarstjórn Reykjavíkur unnið markvisst að gerð samninga sem afsala almenningi yfirráðum yfir orkuauðlindum á Reykjanesi fyrir gjafverð.

Reykjanesbær framselur nýtingarréttinn

Í júlí seldi Reykjanesbær 34,7% hlut sinn í HS orku til fyrirtækisins Geysir Green Energy, sem þekkt varð  í átökunum um  Reykjavík Energy Invest, REI málinu,  á genginu 6,3. Geysir Green seldi  í kjölfarið 10% hlut til Geysir Green Energykanadíska fyrirtækisins Magma Energy á sama gengi og varð Magma Energy þar með fyrsti erlendi eigandinn í íslensku orkufyrirtæki.

Í viðskiptunum fólst einnig sala á auðlindum HS orku til Reykjanesbæjar til þess að tryggja að auðlindirnar yrðu í opinberri eigu.  Sömuleiðis varð gerður samningur um framsal Reykjanesbæjar á nýtingaréttinum á auðlindinni til HS orku. Samningurinn er 65 ára með möguleika á framlengingu um 65 ár til viðbótar - í raun samningur til 130 ára. Nýtingarréttinn leigir HS orka  af Reykjanesbæ fyrir 30 milljónir króna á ári. Með einkavæðingu HS orku verða 30 milljónirnar einu tekjur almennings af auðlindinni  sem fyrirtækið virkjar til orkusölu. Tekjur HS orku, sem eru að mestu tilkomnar vegna orkusölu, voru rúmir 5,4 milljarðar króna í fyrra.

Eftir viðskiptin var HS orka komin í meirihlutaeigu einkaaðila, fyrst íslenskra orkufyritækja. Geysir Green átti tæp 56,7% og Magna Energy 10,7%. Orkuveita Reykjavíkur átti 16,6%, Hafnarfjörður 15,4 og Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Garður og Vogar samanlagt um 1,3%.

Einakvæðing án umræðu

Í byrjun mars 2007 auglýsti fjármálaráðuneytið 15,2% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til sölu. Í auglýsingunni var það tekið sérstaklega fram að vegna samkeppnissjónarmiða mættu Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur ekki ekki bjóða hlutinn. Hæsta tilboðið kom frá nýstofnuðu fyrirtæki, Geysir Green Energy, sem lýsti sig tilbúið til að kaupa hlutinn á genginu 7,1. Árni SigfússonTilboðinu var tekið og þann 3. maí undirritaði þáverandi fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, samning um söluna. Þar með stefni í að Geysir Green yrði fyrsti einkaaðilinn til þess að eiga í íslensku orkufyrirtæki.

Mikil umræða skapaðist um kaup Geysis Green á hlutnum vegna þess að þar var orkufyrirtæki að færast í hendur einkaaðila. Í byrjun júlí ákváðu Grindavíkurbær og Hafnarfjarðarbær að nýta sér forkaupsrétt sinn í hlut ríkissins og selja hann  til Orkuveitunnar.  Jafnframt  ákvað Grindavík að selja 8,51% hlut sinn til Orkuveitunnar.  Auk þess gerði Orkuveitan bindandi kauptilboð í 14,7% hlut Hafnarfjarðarbæjar og fékk bærinn frest til áramóta til að ákveða hvort hann tæki tilboðinu. Þessi viðskipti fóru fram á genginu 7. Tilgangur kaupa Orkuveitunnar var að gæta hagsmuna almennings með því að halda Hitaveitunni í almenningseigu.

Hafnarfjörður tók tilboði Orkuveitunnar fyrir lok árs, en í millitíðinni hafði Samkeppniseftirlitið lýst því yfir að kaup Orkuveitunnar í Hitaveitunni yrðu skoðuð með tilliti til samkeppnislaga. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins féll svo í mars 2008 og varð niðurstaðan sú að Orkuveitan mætti aðeins eiga 3% í Hitaveitunni. Orkuveitan kærði úrskurðinn áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurðaði að Orkuveitan gæti átt 10%.

Orkuveitan taldi sér því meinað að kaupa hlutinn af Hafnarfjarðarbæ. Því vildi bærinn ekki hlíta og stefndi Orkuveitunni vegna málsins eftir árangurslausar samningaviðræður. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Orkuveituna  til  að kaupa hlutinn. Þeim dómi hefur Orkuveitan áfrýjað til Hæstaréttar.

Magma býður í hlutinn

Síðastliðinn föstudag bárust fréttir af því að kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefði gert Orkuveitu Reykjavíkur tilboð í hlut fyrirtækisins í Magma EnergyHS orku auk hlutar Hafnarfjarðarbæjar, samtals 31,3%, í fyrirtækinu á genginu 6,3. Það fól  í sér að Orkuveitan skyldi kaupa hlut Hafnarfjarðar á genginu 7 og áframselja hann svo á genginu 6,3. Mismunurinn á þessum viðskipum yrði 1,3 milljarður sem Orkuveita Reykjavíkur þyrfti að taka á sig. Magma Energy gaf stjórn Orkuveitunnar frest fram á fimmtudag - á morgun - til að svara tilboðinu. Stjórn Orkuveitunnar hefur boðað fund um málið eftir hádegi á morgun.   Magma Energy hefur einnig boðið í hluti Sandgerðis, Voga og Garðs auk þeirra 0,7% sem Hafnarfjörður hélt  utan við kaupsamninginn við Orkuveituna.

Engar tekjur en áfram ábyrgð

Ef svo fer sem horfir verður HS orka komin að fullu í eigu einkaaðila á næstu dögum.   Þar með er  nýtingarréttur  á íslenskri náttúruauðlind HS Orkahorfinn úr höndum almennings á Íslandi til 130 ára og kominn til einkaaðila. Sala bankanna á sínum tíma virðist ekki duga til að kvikni á viðvörunarljósum vegna þessa.  Þar var þjóðarhagur ekki að leiðarljósi.  Er ástæða til að ætla að svo sé nú?

Þrátt fyrir einkavæðingu orkufyrirtækisins er bent á að auðlindin sé  áfram í opinberri eigu. Það varðar almenning þó  engu ef nýtingarétturinn hefur verið framseldur rétt eins og gert var með fiskinn í sjónum.  Gjaldið fyrir nýtingarréttinn er ennfremur það lágt að tekjur af auðlindinni skipta almenning ekki nokkru máli. Auðlindarentan mun renna til eigenda HS orku en ekki almennings.  Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hverju það breytir að auðlindin sé áfram eign hins opinbera. Skyldi íslenska þjóðin þá bera ábyrgð á auðlindinni, rétt eins og hún bar ábyrgð á einkavæddu bönkunum?  Ef auðlindin verður ofnýtt eða eyðilögð á hvers ábyrgð verður það?  Augljóslega má orkufyrirtæki í almannaþágu  ekki fara á hausinn.  Það kemur því í hlut íslenska ríkisins að taka á sig skellinn ef illa fer.

Skólabókardæmi um afsal þjóðareignaThe Shock Doctrine - Naomi Klein

Í bókinni The Shock Doctrine setur höfundurinn, Naomi Klein, fram kenningu um að þegar samfélög verða fyrir stóráföllum nýti risafyrirtæki og aðrar valdablokkir tækifærið til að hrinda í framkvæmd markvissri stefnu þar sem eigur almennings eru færðar einkaaðilum á silfurfati fyrir smánarverð.  Margt  bendir til þess að einmitt núna sé verið að nýta erfiða stöðu orkufyrirtækjanna í kjölfar hrunsins og skáka í skjóli athygli sem beinst hefur að Icesave-málinu einu  til að ljúka með hraði  einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja. Ferlinu sem Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ  og embættismenn þeirra,  hófu  fyrir rúmum tveimur árum.  Vandséð er  að hér sé verið að gera neitt annað en að afsala dýrustu framtíðarverðmætum  íslensks almennings til einkaaðila á tombóluprís.

Nýlegir pistlar um sama mál:
Hugleiðingar um einkavæðingu - áríðandi skilaboð
Eru auðlindirnar okkar ekki sexí?
VARÚÐ - Nýtt REI-mál í uppsiglingu
Svikamyllan á Suðurnesjum

Hin fallna þjóð og afsal auðlinda
Fjöregginu fórnað


Finnur er fundinn - og þvílíkur fengur!

Það hefur verið hljótt um Finn Ingólfsson í vetur. Undarlega hljótt miðað við undirliggjandi vitneskju um mikla þátttöku hans í ýmsum viðskiptum - svo ekki sé minnst á fortíð mannsins. Ég skrifaði pistil um daginn sem ég kallaði Fé án hirðis fann Finn og Framsókn. Í ljósi umræðunnar um HS Orku og kaup Geysis Green Energy og Magma Energy er líka vert að minna á þessa grein sem birtist í DV 10. júlí sl. Auðvitað eru framsóknarmenn líka á bak við einkavæðingu auðlindanna, nema hvað!

Hvítbókin er orðin ómissandi heimild um persónur og leikendur í hrun(a)dansinum og hún er vitaskuld með síðu um Finn. Litla Ísland er óðum að færa sig upp á skaftið með því að skrá tengsl og feril glæpamannanna sem hafa vaðið uppi á Íslandi undanfarin ár. Þeir fundu Finn auðvitað líka. Hér er köngulóarvefur Litla Íslands um Finn Ingólfsson. (Smellið til að stækka.)

Finnur Ingólfsson - www.litlaisland.net

Tvær skemmtilegar fréttir birtust um Finn Ingólfsson á netmiðlum í dag - DV og Eyjunni - og þar kemur fram hin sérkennilega "heppni" Finns í viðskiptum. Í DV-fréttinni segir m.a. þetta: "En þótt syrt hafi í álinn hjá Finni er hann ekki persónulega ábyrgur fyrir sukkinu í Langflugi og þarf því ekki að borga." Takið síðan eftir samningi Finns við vin sinn og flokksbróður Alfreð Þorsteinsson, sem var einvaldur í Orkuveitu Reykjavíkur um langt skeið. Í þessari frétt DV kemur fram að samningurinn hafi verið gerður árið 2001. Samningurinn er til ársins 2112 (103 ár eftir af honum? Prentvilla?) og hann færir Finni 200 milljónir króna á ári. Það er nú ekki eins og Finnur sé ekki aflögufær - en þjóðin fær að borga. Ég spyr sjálfa mig hvort Alfreð sé á prósentum og bendi jafnframt á, að enn er framsóknarmaður stjórnarformaður OR - sá sem var 14. maður á lista flokksins í Reykjavík þar sem flokkurinn rétt slefaði inn með einn mann. Íslenskt lýðræði í hnotskurn?

Vesalings Finnur - DV.is 20.8.09

Í Eyjufréttinni kemur fram að endurskoðandi hins gjaldþrota Langflugs var Lárus Finnbogason sem nú er formaður skilanefndar Landsbankans, stærsta kröfuhafa þrotabúsins. Ég minni í því sambandi á tvo pistla um skilanefndirnar - Hver stjórnar Íslandi? og Skúrkar og skilanefndir. Þetta er sjúkt og verður að taka fastari tökum en gert er. Skilanefndirnar virðast vera ríki í ríkinu og innanborðs fólk með æði vafasöm tengsl.

Finnur Ingólfsson og gjaldþrot Langflugs - Eyjan


Skúrkar og skilanefndir

Ég var ansi reið þegar ég skrifaði þennan pistil um skilanefndir bankanna. Bara nokkuð rækilega fjúkandi og er enn á því að reiði mín - og annarra - hafi verið fullkomlega réttlát. Í kvöld og í fyrrakvöld bættist enn í skilanefndaskjóðuna góðu.

Í kvöld var frétt á Stöð 2 um forstjóra Straums, sem mér skildist að skilanefnd bankans hafi ráðið þegar bankinn fór í þrot. Hann er með 4 milljónir á mánuði sem gerir 48 milljónir á ári. Samkvæmt fréttinni var það einmitt þessi forstjóri sem lagði til að starfsmenn fengju 11 milljarða í bónusgreiðslur fyrir að innheimta skuldir bankans? Hver borgar laun bankastjórans? Við? Hvernig er siðferðinu háttað hjá svona fólki? Maður spyr sig...

Fréttir Stöðvar 2 - 20. ágúst 2009

 

Í áðurnefndum pistli birti ég umfjöllun Kastljóss um skilanefndir bankanna frá í síðustu viku. Annar hluti kom í Kastljósi í fyrrakvöld. Ég veit ekki hvort þeir verða fleiri, en birti hér báða kafla. Hvað finnst fólki um þetta?

Kastljós um skilanefndir - 12. ágúst 2009

 

Kastljós um skilanefndir - 18. ágúst 2009

 


Þið getið það!

Hreiðar Már var í Kastljósi - í bullandi vörn og að því er virtist í litlum tengslum við raunveruleikann og ábyrgð sína á ástandinu. Ég fékk myndband í tölvupósti rétt áður en Kastljósið byrjaði. Innanhússmyndband Kaupþings frá gróðærisárunum þar sem starfsmenn eru hvattir til dáða. Ekki verður annað sagt en að myndbandið hafi haft mikil áhrif - og skelfilegar afleiðingar.

 
Hreiðar Már í Kastljósi 19. ágúst 2009
 
 

Töff Tortólatýpur

Ég fékk tvær sendingar í tölvupósti áðan og má til með að setja þær hér inn. Þær eru ólíkar - en báðar góðar. Veit ekki hvort sendendur vilja láta nafns síns getið svo ég sleppi því a.m.k. að sinni.

Þetta er ansi vel gerð mynd af þeim Kaupþingsfélögum, Sigga og Hreiðari, og týpurnar smellpassa Siggi og Hreiðar - Gög og Gokke - Laurel og Hardy

Hér er svo myndband um hvað yfirvöld eru vond við strákana í FL Group


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband