27.5.2009
Opið bréf til alþingismanna
Þið eruð kosin af okkur, þið eruð fulltrúar okkar, þjónar fólksins í landinu, almennings. Gleymið því aldrei. Eins og sagt er á engilsaxnesku: "We can make you or brake you". Okkar er valdið, það hefur sannast með eftirminnilegum hætti. Við tökum aftur í taumana ef þörf krefur, hafið það á hreinu. Íslenskur almenningur er vaknaður af gróðærisrotinu eins og þið hafið orðið harkalega vör við, sum hver. Hlustið á okkur.
Það er sorglegt að verða vitni að tuðinu í ykkur í þingsalnum. Grátbroslegt að heyra fulltrúa þeirra flokka sem komu Íslandi á vonarvöl gagnrýna núverandi ríkisstjórn fyrir rangar áherslur. Hrikalegt að heyra duldar hótanir um málþóf í málum sem skipta þjóðina öllu máli því það hentar ekki þeim hagsmunaöflum sem þið þjónið - því þjóðinni þjónið þið ekki, svo mikið er víst. LÍÚ er ekki þjóðin.
Skömmu fyrir jól, þann 21. desember, skrifaði ég eftirfarandi pistil og birti greinar og myndband sem skipta miklu máli. Ég beini máli mínu nú til allra þingmanna á Alþingi Íslendinga. Sem vinnuveitandi ykkar og launagreiðandi ætlast ég til að þið hlustið og takið mark á því sem hér kemur fram. Hlustið á rödd skynseminnar innra með ykkur, hlustið á sannfæringu ykkar, hlustið á vilja þjóðarinnar. Ef íslenska þjóðin hefur einhvern tíma þarfnast samstöðu alþingismanna - þvert á alla flokkapólitík - og skynsamlegrar ákvarðanatöku þá er það núna. Vinnið fyrir þjóðina, ekki flokkinn eða hagsmunaöfl sem eru ennþá föst í græðgisvæðingunni og sérhagsmunapotinu. Slítið ykkur laus frá flokksræðinu og hugið að þingræðinu - valdi hins almenna þingmanns sem kjörinn er af þjóðinni.
Hér er pistillinn frá 21. desember - Til hvers er Alþingi? - Lesið hann og greinarnar, horfið á myndbandið, takið afstöðu með íslensku þjóðinni og hugið að vilja hennar. Til þess eruð þið á Alþingi - að fara að vilja þjóðarinnar. Ekki til að þjóna Flokknum eða þröngum sérhagsmunum. Gleymið því aldrei.
_____________________________________
Frábær grein birtist í Fréttablaðinu í dag. Hún er eftir Njörð P. Njarðvík og er mjög sönn frá upphafi til enda. Þingræðið á Íslandi er fótum troðið, þingmenn eru eins og puntudúkkur sem segja það sem Flokkurinn leyfir, þegja um það sem Flokkurinn vill þagga niður og greiða atkvæði eins og þeim er fyrirskipað. Ákvæði 48. greinar stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína er hunsað algjörlega. Enda þingsætið í húfi, eða hvað? Þingmenn skirrast ekki við að svíkja bæði eigin sannfæringu og kjósendur sína til að halda þingsætinu í von um að fenni yfir orð, gjörðir og aðgerðaleysi. Þeir beygja sig undir ofurvald flokksforystunnar því aldrei má spyrjast að ólíkar skoðanir um hin ýmsu mál eigi heima undir kúrekahatti flokkanna þótt það sé í hæsta máta eðlilegt.
Hér er svo grein eftir Sverri Jakobsson sem birtist í Fréttablaðinu 29. febrúar sl. og fjallar um sama efni. Takið eftir tölunum sem Sverrir nefnir um að árið 2007 hafi ríflega 90% af samþykktum lögum á Alþingi verið úr smiðju ríkisstjórnar. Þingmannafrumvörp og ályktanir fara beint ofan í skúffu og eiga sér enga lífsvon - frumvörp frá fólkinu sem beinlínis er kosið til þess að semja og setja lög. Hverslags víðáttuvitleysa er þetta eiginlega?
Hér er svo samanklippt svolítil umræða um einmitt þetta mál í Silfri Egils 9. mars og fréttum RÚV 10. september sl. Takið eftir tölunum sem Katrín nefnir. Sláandi. Þessu verður að breyta! Er það ekki á valdi þingmanna sjálfra með því að hafna flokksræðinu og ofríki framkvæmdavaldsins og fylgja sannfæringu sinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
25.5.2009
Hallgrímr inn höfðingjadjarfi
Í Íslendingasögunum er sagt frá mönnum sem fóru á fund konunga í útlöndum. Fluttu þeir drápur og ýmsan skáldskap annan og hlutu að launum sverð eða skildi, gullbauga og annað skart. Væru þeir vopnfimir urðu þeir kannski eftir, fóru í víking með konungi og komu klyfjaðir verðmætum út til Íslands. Sá frægasti, Egill Skallagrímsson, hlaut líf sitt að skáldalaunum hjá Eiríki blóðöx hinum enska og heitir drápa sú Höfuðlausn. Hinir fornu kappar þóttu höfðingjadjarfir mjög og hlutu gjarnan frægð og frama fyrir.
Enn ganga íslenskir kappar fyrir erlenda konunga, höfðingjadjarfari en nokkru sinni. Í síðustu viku flutti Hallgrímur Helgason, rithöfundur, skemmtilega ræðu í Bergen í Noregi sem á dögum fornkappanna gæti hafa heitið Björgyn. Hann gekk djarfmannlega á svið, hinkraði andartak á leið að ræðupúltinu og hneigði sig hæfilega djúpt fyrir Haraldi Noregskonungi og Sonju drottningu. Flutti síðan mergjaða ræðu á máli innfæddra og kallaði upp í trjátoppana. Í ræðunni minntist Hallgrímur meðal annars á þann möguleika að Íslendingar kæmu aftur til baka til Noregs. Nokkrir munu reyndar þegar farnir.
En hér er þessi skemmtilega þrumuræða Hallgríms, bæði skrifuð og á myndbandi. Ég held að flestir ættu að geta skilið hana þótt hún sé á norsku. Góða skemmtun.
Tale på åpningsseremonien for Festspillene i Bergen
Grieghallen 20. mai 2009
Deres Majesteter, eksellenser, statsråder, fylkesmann, ordfører, kjære nordmenn.
Vi lever i en krisetid. Jeg kommer fra kriselandet, Island. Hva er en krise?
Jeg vokste opp i en tid med sterk inflasjon. Da jeg var tjue passerte den hundre prosent. Etter hvert klarte vi å få den ned igjen, men i de senere år har "inflasjonsspøkelset" kommet tilbake. Men da økonomien vår kollapset sist oktober forsvant det. Nå har vi noe kalt deflasjon - det motsatte av inflasjon. Vi trodde dette ville være noe positivt, men nei da. "Deflasjonen er farlig og skaper arbeidsløshet."
Inflasjon er et problem. Deflasjon er et problem. Livet er et problem.
Å vokse opp og leve i Skandinavia i siste halvdel av det tjuende århundre var et privilegium. Vi har vært velsignet med fred og fremgang, og nytt livet i det beste mulige samfunn. Likevel; livet må alltid være et problem, så vårt problem ble fraværet av problemer.
Vi tilbringer dagene foran pc-skjermen mens vi prøver hardt å møte deadlines som ikke har noe som helst med død å gjøre samtidig som vi leser om katastrofer i land langt borte. Vårt system er som en porblemløsingsmaskin som jobber døgnet rundt og automatisk fikser alle nye problemer vi støter på. Fra internett-porno til politiske flyktninger. I løpet av mitt liv har jeg til og med hørt folk klage på at de ikke lever i en "interessant tid", at ingenting skjer i vårt hjelmbekledde homoelskende sosialdemokratiske paradis.
Sommeren syttiåtte tilbrakte jeg i Norge. Jeg og en venn fikk sommerjobb dypt i skogene øst for Oslo. Med å telle trær. Sannsynligvis den mest umulige jobben i Norge. Og definitivt den mest umulige jobben for noen fra Island, Øyen Uten Trær. Men jeg var god i matte og husket godt. Hver dag gikk vi i mange mil og timer, min venn, jeg, og den gode gamle Ole fra Gudbrandsdalen. Jeg lærte ikke norsk den sommeren, for han snakket ikke med oss i det hele tatt. Han snakket bare, sporadisk, til trærne. De var hans venner, hans lidenskap, hans liv. På meg virket han som den erketypiske nordmann. For noen ganger virker det som om litteraturen deres er full av folk som elsker trær mer enn folk, fra Hamsuns Pan til Loes Doppler. Vi skjønner det ikke helt. Siden vi bare har fem trær på Island. Og de er så små at de ikke har lært å snakke ennå. Men deres trær er høye. Og man kan snakke til dem. Jeg tror dette må være grunnen til at dere alltid snakker i en slik høy tone med setninger som er på vei oppover. Dere prøver alltid å nå de høye furutrærne."Har du hørt om krisen de hadde på Island?! Kanskje kommer de tilbake hit alle sammen! Du må passe på! De liker ikke trær!"
Det er ikke egentlig sant. Vi elsker trærne våre, alle fem, og beundrer dem inderlig. For eksempel er de veldig gode i breakdans. Alltid på farten.
Vi har ingen trær, men mye vind. Dere har talløse trær, men ingen vind. For en ung gutt på nitten var Norge et utrolig land. Jeg forelsket meg i det. Stillheten i den norske skogen. Og stillheten i det norske samfunnet. Deres tilsynelatende perfekte samfunn.
Det virket som om ingenting hendte her. Som om dere bare tilbrakte dagene med å telle trær og ... penger. Men jeg var "in love with a fairytale" . Selvsagt hendte det ting her. Selvfølgelig hadde dere hatt deres andel drama. Du trenger bare å se på kongen her og minnes hans bestefar som sto på fremmed jord og festet medaljer på brystet til unge nordmenn som tre uker senere døde for fedrelandet. Norge har hatt sin del av vanskelig og dramatisk tid. Kanskje det er derfor dere har konsentrert dere om å skape et fredfullt og nyhetsløst samfunn som er opptatt med å dele ut Nobels Fredspriser og med å vinne gullmedaljer for skiskyting heller enn krigsskyting.
Vi har aldri hatt en krig på Island. Bare et par Torskekriger mot britene. Som vi vant, selvsagt. Vi har aldri tapt noe for britene. Vi fant til og med Amerika for dem, og så tapte de det. Det er derfor de sist oktober slo tilbake mot oss og brukte sine terroristlover til å knuse våre største banker, som ledet til at vår økonomi kollapset, som ledet til en revolusjon som veltet regjeringen.
Men selvsagt kan vi ikke skylde alle våre problemer på britene. Mesteparten av dem var hjemmelagde. For første gang i mitt liv så vi at det hendte noen virkelig dramatiske og vanskelige ting. Endelig levde vi i en "interessant tid". Ingen ble drept, men mange ble skadet, og skades fremdeles. Deflasjon, arbeidsløshet, konkurser, skilsmisser, stress ... En nyfunnet nasjonal selvtillit alvorlig såret... Det var en brutal oppvåkning fra de "gode tidene" da vi trodde vi hadde kommet ut av vår egen mørke og vanskelige historie og skapt Nordens Dubai. Men det viste seg å være et korthus bygget på sand. En gruppe frekke forretningsmenn, paralyserte politikere og en Nero i sentralbanken feilet landet sitt så fullstendig at vi må bygge opp alt fra bunnen igjen.
I fjor virket banken din en million ganger større og sterkere enn boken du holdt på å skrive. Den hadde over ti tusen ansatte i tretten land, eide en fotballklubb i London og hele eliteserien på Island, og kjørte TV-reklamer døgnet rundt. Da du møtte eieren (som ved siden av West Ham United, Excel Airways og Eimskip Shipping også eide forlaget ditt) følte du det som om du trykket hender med kong Midas. Du spurte til og med deg selv om du ikke kunne sette hans verdifulle håndtrykk på kontoen din...Vi var alle litt skremt av våre oligarker. Men: den dagen boken din ble utgitt, forsvant banken og eieren mistet alt. Nå har han ikke engang råd til boken din. Så dramatisk. Så treffende. For en klisjé.
Ja. Pennen er mektigere en penger. Det visste vi selvsagt, men nå vet vi det igjen, bedre og helt sikkert.
Vi trengte en krise. Vi trengte den som fylliken trenger avvenning. Krisen har lært oss mange ting. Den har lært oss at behov er greit men grådighet er det ikke. At milliardærer ikke kan bygge et lands rykte, men de kan lett ødelegge det. At bare når du har mistet alt du eier, finner du ut hva du virkelig eier. At hvis du prøver å begrave din egen historie, vil historien begrave deg. Og: Du trenger penger for å tjene penger og du trenger penger for å lage kunst. Men kunst tjener alltid mer penger enn penger, for penger kan ikke male, kan ikke synge, kan ikke skrive annet enn sjekker.
Enhver depresjon har en lys side. Når du heller håp i den giftige drikken desperasjon, blir den til inspirasjon. Krise er grunnlaget for suksess. Vi kan spørre oss om Ibsens verk ville vært like bra dersom han som liten gutt ikke hadde opplevd sin fars økonomiske krise.
Island er nå et annet land. Istedenfor å lytte til politikere lytter vi til poeter. Istedenfor å vise frem pengene sine viser folk frem gjelden sin.
Krise er speilet som bare viser deg dine feil. Og du trenger å se inn i det, slik at du kan gjenkjenne dem dersom de viser sitt ansikt igjen. Krisen har lært oss at næringslivet ikke er så viktig som å få næring fra livet.
Tusen takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.5.2009
Gullkorn mannanna
Ef þú vilt vera þjófur skaltu hlusta vel á mig,
steldu nógu miklu og þá semja þeir við þig.
Sá sem stelur litlu skilur ekki baun
í hvernig kerfið virkar
og að lokum lendir inni á Litla Hrauni.
Hljómar sannleikanum samkvæmt, ekki satt? Þetta er brot úr texta á plötu sem kemur út um miðja næstu viku. Lagið sem textinn er úr heitir Þjóðarskútan. Ég hef verið í forréttindahópi undanfarna daga, sem er fátítt en í þessu tilfelli mjög gefandi og skemmtilegt. Ég fékk að hlusta á alla nýju Mannakornsplötuna - Von. Hún er algjört gullkorn.
Eini tónlistarmaðurinn sem hefur komist næst því að vera tónlistarlegt átrúnaðargoð í lífi mínu er Ómar Ragnarsson. Þá var ég um 10 ára og Ómar að hefja feril sinn. Cliff Richard komst ekki með tærnar þar sem Ómar hafði hælana á þeim tíma nema hvað mér hefur líklega fundist Cliff sætari en Ómar. Þó er það alls ekki víst.
Fyrir utan þetta hefur aðallega tvennt staðið að ráði upp úr í tónlistarsmekk mínum. Mér fannst, og finnst enn, Dark side of the moon með Pink Floyd besta plata allra tíma. Og mér finnst Pálmi Gunnarsson besti söngvari á Íslandi - og eru þeir þó ansi margir mjög góðir. Það er eitthvað töfrandi og seiðmagnað við raddbeitingu Pálma. Hvernig hann tjáir hvað sem hann syngur. Hvernig hann kemur textanum frá sér, svo skýrt en þó eðlilega. Minnir mig á hvernig Hilmir Snær gat látið texta Shakespeares hljóma eins og nútímatalmál á fjölum Þjóðleikhússins um árið. Pálmi er og hefur verið minn uppáhaldssöngvari í fleiri áratugi en ég kæri mig um að muna.
Hitt Mannakornið er auðvitað Magnús Eiríksson. Í augnablikinu man ég ekki eftir öðru eins eintaki af tónlistarmanni. Manni sem getur allt í senn - samið ódauðleg lög og texta, spilað, sungið og líka tekið ljóð skáldanna og samið ógleymanleg lög við þau. Ég er sannfærð um að margir átta sig ekki á hve löng og glæsileg afrekaskrá Magnúsar er. Við heyrum lögin, þau sitja í okkur en við pælum ekkert sérstaklega í hver samdi þau. Man einhver eftir lögum eins og Ég er á leiðinni, Ræfilskvæði, Jesús Kristur og ég, Göngum yfir brúna, Braggablús... Svona mætti halda áfram lengi. Allt lög eftir Magnús og textar eftir hann, Stein Steinarr, Vilhjálm frá Skáholti. Man einhver eftir þessu textabroti:
Ofmetnastu ekki
af lífsins móðurmjólk.
Kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk.
(Ómissandi fólk - lag og texti Magnús Eiríksson)
Einn aðalstyrkur Magnúsar Eiríkssonar sem textahöfundar er að hann hittir mann í hjartastað og sem lagahöfundar að lagið hverfur ekki úr huga manns, gleymist ekki. Sumir eru annaðhvort góðir lagahöfundar eða textahöfundar - en Magnús er snillingur í hvoru tveggja.
Þegar þessir tveir leggja saman, Pálmi og Magnús, getur ekki annað en komið út úr því frábær tónlist. Því höfum við fengið að kynnast í hvað... 30 ár? Ég man ekki hvað þeir hafa unnið lengi saman. Ég hef notið þess í tætlur að hlusta á nýju plötuna, Von, aftur og aftur og aftur. Þetta eru fjölbreytt lög - tregi, húmor, rómantík, sorg, ástríða, gagnrýni, háð... Þeir spila á allan skalann. Eitt lagið, Kraftaverk, hefur hljómað á Rás 2 (veit ekki um aðrar útvarpsstöðvar) og ég kannaðist strax við það. Platan verður reyndar plata vikunnar á Rás 2 alla næstu viku. Leggið við hlustir.
Ég beitti öllum mínum sannfæringarkrafti - sem getur verið allnokkur þegar mikið liggur við - við útgefandann til að fá að skrifa um plötuna og birta einn texta og lag. Það tókst og ég þakka fyrir góðfúslegt leyfið, sem er ekki sjálfgefið að fá. Ætli Jens Guð kalli þetta ekki að skúbba. Ég hef aldrei skrifað um tónlist, aldrei langað til þess fyrr. Er enda enginn sérfræðingur eða tónlistarspekúlant og nýt tónlistar með tilfinningunum og hjartanu, ekki höfðinu. En mig langaði að segja frá þessari plötu því tónlistin snerti mig svo innilega. Og ég má til með að nefna umslagið. Það er listaverk, enda eftir Ólöfu Erlu sem ég man eftir að fjallað var um í sjónvarpinu í vetur. Þvílík listakona! Sjáumst í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn - það verður gaman!
Farðu í friði
Við fæðumst til að ferðast meira,
fæðing dauði er ferðalag.
Margra bíður sultur seyra
en sumum gengur allt í hag.
Öll við fáum okkar kvóta
af meðlæti og mótlæti.
Flest við munum einnig hljóta
okkar skerf af ástinni.
Farðu í friði góði vinur
Þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur
aftur hittumst við á ný.
Úr hjarta mínu hverfur treginn
er ég hugsa um hlátur þinn.
Bros þitt veitti birtu á veginn
betri um stund varð heimurinn.
Farðu í friði góði vinur
Þér fylgir hugsun góð og hlý.
Þar til heimsins þungi dynur
þokar okkur heim á ný.
Sólin skín á sund og voga
sumar komið enn á ný.
Horfið burt í bláum loga
stjörnublik á bak við ský.
Lag og texti: Magnús Eiríksson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2009
Spilling og mútur
Fyrir kosningar logaði þjóðfélagið vegna upplýsinga um styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Ekki vannst tími fyrir kosningar til að klára þá umræðu og fá botn í styrkjamálin sem vel má flokka sem spillingu og mútur. Við gengum til kosninga án þess að vita fyrir víst hvaða einstaklingar eða flokkar höfðu gerst sekir um að þiggja mútur, hve háar og hvert endurgjaldið var. Mig langar að beina þeim tilmælum til fjölmiðla að taka þessi mál upp aftur og upplýsa það sem á vantaði. Hér er sýnishorn af þeirri umræðu.
Svo hrökk ég við þegar upplýst var um kjör þingmanna fyrir nokkrum dögum. Það sem stakk mig einna mest við ljómandi góða og vel fram setta úttekt Ingólfs Bjarna í fréttum RÚV á kjörum þingmanna var þetta: Þingmenn geta látið Alþingi endurgreiða sér styrki til stjórnmálaflokka. Semsagt - ef t.d. Birgir Ármannsson vill gefa Sjálfstæðisflokknum 100.000 krónur þrisvar á ári, Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum, Kristján Möller Samfylkingu, Birkir Jón Framsóknarflokknum eða Þráinn Bertels Borgarahreyfingunni - þá geta þeir rukkað Alþingi um peningana. Það þýðir einfaldlega að við, skattborgarar, erum látin borga göfuglyndi þingmanna í garð flokkanna sinna. Ef hver einasti þingmaður gefur flokknum sínum t.d. 100.000 krónur á ári gera það 6,3 milljónir úr vasa almennings. Hvað í fjáranum á þetta eiginlega að þýða? Hvað erum við búin að borga háar fjárhæðir til flokkanna samkvæmt þessari Fjallabaksleið? Misskil ég eitthvað hérna? Horfið á fréttina og segið mér endilega að þetta sé rangur skilningur hjá mér.
En kannski var þessi frétt bara árás RÚV - og nú mín - á þingmenn. Það myndi Gunnar Birgisson segja. Allar fréttir um vafasama eða undarlega stjórnunarhætti hans eru árás vinstri manna og fjölmiðla á hann persónulega - og nú dóttur hans. Enda gengur Gunnar á Guðs vegum... ja, eða alltént nafna síns í Krossinum sem styður hann heilshugar í umboði almættisins. Hverjir handhafar sannleikans í heiminum eru hefur alltaf verið umdeilt - og verður um ókomna tíð.
Hitt er svo annað mál að umburðarlyndi þjóðarinnar gagnvart spillingu er að þverra mjög hratt. Í byrjun maí birti Capacent Gallup niðurstöðu úr nýjum Þjóðarpúlsi og þá hafði spillingarbarómeter íslensku þjóðarinnar breyst verulega - og ekki var nú vanþörf á. Munið þið eftir þessu?
Í Krossgötum Hjálmars Sveinssonar í gær var mjög fróðleg umfjöllun um spillingu og mútur. Hjálmar ræddi við Gunnar Helga Kristinsson, stjórnmálafræðing, og Nönnu Helgu Valfells sem skrifaði nýlega BA ritgerð með titlinum Fjárreiður stjórnmálaflokka, spilling, hagsmunir, lög. Í formála vitnar Hjálmar í ummæli úr ritgerðinni sem höfð eru eftir brasilískum hugsuði sem sagði: "Spilling er aldrei verk eins einstaklings. Hún felur alltaf í sér hóp af fólki sem er tengt saman með einni grundvallarreglu - að skiptast á greiðum. Þessi sameinaða spilling er byggð á hefðbundnu siðgæði, vel treystum vináttuböndum og tækifærum sem gefast. Það verður til þess að glæpir geta átt sér stað án refsingar. Aðaleinkenni hennar er óþolandi hroki."
Eflsaust dettur mörgum ýmsir og ýmislegt í hug við lestur þessarar litlu tilvitnunar. Því öll þekkjum við opinber og óopinber dæmi um spillingu á Íslandi. Við höfum verið furðanlega umburðarlynd - en ekki lengur. Ég hengi þennan athyglisverða kafla úr Krossgötum neðst í færsluna. Hlustið vel.
Bloggar | Breytt 2.6.2009 kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.5.2009
Sakamálin saksóknarans
Þar kom að því að eitthvað gerðist, nærri 8 mánuðum eftir hrun. Allir hafa þeir því haft nægan tíma til að fela slóðir og eyða gögnum. Eða hvað? Eva Joly sagði reyndar að hægt væri að rekja peningaflutninga fram og aftur blindgötuna um langt skeið. Vonandi er það rétt, en þá er að fá upplýsingarnar.
Norðurlöndin gerðu nýverið samning við Bresku Jómfrúreyjar (sem Tortóla tilheyrir) um að fá upplýsingar um skúffufyrirtæki og sitthvað þvíumlíkt. En hvernig standa málin með Kaupþing í Lúx? Nóg virðist hafa farið af þýfi þar í gegn, skilst manni. Sigrún Davíðsdóttir hefur unnið ötullega að upplýsingaöflun um þessi mál - skúffufyrirtæki og leynifélög hér og hvar - og hún er líklega orðin sérfræðingur í skattaskjólinu Lúxemborg. Ég bendi á hina ómetanlegu pistla hennar í Speglinum sem lesa má og hlusta á hér. Pistlar Sigrúnar eru hafsjór af fróðleik.
En loksins, loksins er eitthvað að gerast. Sérstakur saksóknari kominn í stellingar og búinn að gera húsleit. Þetta hefði gerst fyrir löngu víða annars staðar - og menn verið hnepptir í varðhald vegna þess að rökstuddur grunur væri um að lögbrot hefði verið framið. En ringulreiðin sem tröllriðið hefur stjórnsýslunni hér er með ólíkindum. Enginn veit af hverju ekkert var aðhafst strax. Hinir brotlegu bjuggust við því og gerðu ráðstafanir eins og fram kemur m.a. í myndbandi hér. En enginn var handtekinn, engar eignir frystar - ekkert slíkt hefur gerst ennþá.
Hvort saksóknari og hans fólk fann eitthvað við húsleit og þá hvað vitum við ekki. Né heldur af hverju var byrjað akkúrat þarna. En af nógu er að taka og einhvers staðar verður að byrja. Til upprifjunar bendi ég á pistilinn Réttlæti óskast - má kosta peninga. Ég var orðin allverulega óþolinmóð fyrir 2 mánuðum, hvað þá núna.
Ég klippti saman nokkrar fréttir um Katar-Kaupþingsmálið. Fréttir af kaupum Katarfurstans birtust fyrst 22. september sl. Svo heyrðist ekkert af því máli fyrr en í janúar þegar farið var að draga þann gjörning í efa. Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson mótmæltu hástöfum, gáfu út yfirlýsingar og sögðu viðskiptin ofureðlileg. Einmitt það.
Fréttir Stöðvar 2 og RÚV frá september 2008, janúar 2009 og maí 2009
Kastljós 19. janúar 2009 - Ólafur Ólafsson, Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason
Ég hef fjallað um hinar undarlegu Nærmyndir af auðmönnum sem birtust í Íslandi í dag í ársbyrjun. Hér gat ég mér þess til að tilgangur þeirra væri að mýkja hug og hjörtu landsmanna gagnvart þeim þegar eitthvað stóð til. Hér er ein Nærmyndin í athyglisverðu samhengi. Einnig var gerð Nærmynd af Ólafi Ólafssyni. Takið eftir að hún birtist á skjánum 13. janúar, en fyrsta fréttin af meintum svikum í Katar-Kaupþingsmálinu birtist 14. janúar og fleiri næstu daga. Þetta er auðvitað afskaplega heppilegt - búið að mýkja okkur svolítið með notalegri Nærmynd rétt áður en sprengjurnar falla. Klókur leikur eða undarleg tilviljun?
Ísland í dag 13. janúar 2009 - Nærmynd af Ólafi Ólafssyni
Síðast en hreint ekki síst hengi ég við færsluna tvö Spegilbrot. Hið fyrra er frá 20. janúar og er viðtal við Vilhjálm Bjarnason um Katar-Kaupþingsmál. Hið síðara er pistill Sigrúnar Davíðsdóttur frá 30. janúar um Katar, Kaupþing, Lúx og Líbýu. Mjög fróðlegt.
Bloggar | Breytt 24.5.2009 kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.5.2009
Samstöðufundur á Austurvelli
Það er byrjað að gerast sem spáð var - hver Íslendingurinn á fætur öðrum er kominn í þrot. Ein fjölskylda á dag flýr land, ein búslóð á dag flutt burt eins og sagt var í fréttum í vikunni. Og hvað er verið að gera til að hindra þetta eða hjálpa fólki? Sumir segja ekkert - aðrir heilmikið, þá aðallega stjórnarflokkarnir. Ja... verðtryggingin er á sínum stað og enn er ekki búið að breyta myntkörfulánum í lán í íslenskum krónum. Öll lán hækka enn með stjarnfræðilegum hraða og ótalmargir komnir í neikvæða eiginfjárstöðu og sjá enga leið út úr skuldafeninu.
Hagsmunasamtök heimilanna ætla að halda samstöðufund á morgun, laugardag. Hér er tilkynningin frá samtökunum. Ég hvet alla sem hafa áhyggjur af efnahag heimilanna til að mæta og sýna samstöðu.
(sjá nánar um ræðumenn ofl. hér: http://www.heimilin.is )
Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00.
Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009. Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur. Þetta er 380% aukning.
Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar. Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda
Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi
Hljómsveitin EGÓ kemur fram.
www.heimilin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.5.2009
Gjaldþrot og upprisa þjóðar
Ég skrifaði þennan pistil í upphafi efnahagshrunsins, eða 4. október sl. Mundi eftir Spegilsviðtali sem hafði vakið athygli mína tæpum tveimur mánuðum áður um argentínska efnahagsundrið og síðan gjaldþrot þjóðarinnar. Ég held að það sé ekki vitlaust að rifja þetta upp og birta aftur með myndinni um efnahagshrun Argentínu sem varð fyrir ekki svo ýkja löngu síðan. Hvort sem þið lesið pistilinn eða ekki - horfið að minnsta kosti á myndina. Hún er mögnuð. Neðst í færsluna hengi ég Spegilsviðtalið sem vitnað er í í pistlinum. Hlustið á það líka.
Verða hin nýju, íslensku yfirvöld of hrokafull - eina ferðina enn - til að læra af reynslu annarra þjóða? Verður enn og aftur talað um hinar frægu "séríslensku aðstæður" og öllu klúðrað? Maður spyr sig...
Ástand efnahagsmála á Íslandi yfirskyggir alla aðra umræðu þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Við erum skelfingu lostin og dregist hefur úr hömlu að stjórnvöld finni lausn á vandanum sem blasað hefur við alllengi. En við erum líka öskureið út í þá ofurlaunuðu, eigingjörnu gróðapunga og áhættufíkla sem hafa leikið sér með efnahag þjóðarinnar og að því er virðist teflt svo djarft að ekkert mátti út af bregða til að spilaborgin hryndi.
Þegar ástandið jafnar sig, sem það hlýtur að gera um síðir, og óttinn hjaðnar náum við vonandi þeirri sálarró að geta íhugað hverju er um að kenna, lært af reynslunni og hindrað að slíkt ástand komi upp aftur. Þar á ég við þær aðstæður sem þessum mönnum voru skapaðar til að seðja áhættufíkn sína og græðgi, skort á regluverki, aðhaldi og eftirliti með því hvernig þeir umgengust fjármuni og spiluðu með efnahag og orðstír lítillar þjóðar sem ekki má við miklu hnjaski. Ég fæ ekki betur séð en þar sé við að sakast þá stjórnmálaflokka sem sátu við völd, veittu frelsið mikla, sömdu og samþykktu lögin en hirtu ekki um að hnýta lausa enda. Og létu undan þrýstingi. Meðal annars þess vegna er svo hlægilegt að hlusta á framsóknarforkólfana Guðna, Valgerði, Siv og fleiri sem öll bera ábyrgð á ástandinu eftir langa valdasetu og helmingaskipti, en tala nú af heilagri vandlætingu eins og þeim komi málið ekki við, þau séu alsaklaus og flokkurinn hafi breyst úr maddömu í mey við það eitt að lenda í stjórnarandstöðu.
Eftirsóttustu viðmælendur fjölmiðlanna, fyrir utan ráðherra, eru nú hagfræðingar. Einn segir eitt og sá næsti eitthvað allt annað. Sumir eru bjartsýnir, aðrir svartsýnir. Þeir láta sér um munn fara alls konar orð og hugtök sem enginn skilur nema kollegarnir og kannski þeir sem vinna í fjármálabransanum. Greiningardeildir bankanna, sem nú ku allir standa tæpt, hafa undanfarna daga, vikur og mánuði rutt út úr sér alls konar hagspám og þær eru með sérheimasíður hjá öllum fjármálastofnunum. Bunan stendur út úr talsmönnum þeirra um skortstöður, hagtölur og línurit og þeir spá hinu og þessu næstu vikur og mánuði. Rýnt er í tölur og gröf en það sem gleymist gjarnan er fólkið sem er á bak við tölurnar eða sem tölurnar vísa í, fjárhagur þess, heimili, heill, velferð, viðhorf og hamingja. Tölur eru blóðlausar og skortir alla mennsku og hlýju. Þær taka ekki tillit til raunveruleikans sem maður lifir í og sýna eitthvað allt annað. Enda þótt hagfræði og tölur séu nauðsynleg tæki til vissra hluta eru þau ekki veruleikinn sjálfur og geta ekki náð utan um allar hliðar hans.
Um miðjan ágúst sl. var að venju athyglisverð umfjöllun í Speglinum á RÚV.Þar var tilefnið gjaldþrot argentínsku þjóðarinnar ekki alls fyrir löngu. Látum Spegilsmenn hafa orðið: "Það var einu sinni talað um argentínska efnahagsundrið en svo varð argentínska ríkið gjaldþrota. Er nokkuð sameiginlegt með Argentínu og Íslandi og hvað segja hagtölur okkur? Við ræðum við Hólmfríði Garðarsdóttur, lektor.
Á tíunda áratugnum voru stofnanir í Argentínu einkavæddar í stórum stíl. Það var meðal annars fyrir tilstilli Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hagtölur voru svo jákvæðar að talað var um "argentínska efnahagsundrið". En svo varð landið gjaldþrota árið 2001 og nú huga stjórnvöld að því að ná aftur til ríkisins flugfélögum sem voru seld alþjóðlegu fyrirtæki. Hefðu Íslendingar átt að læra meira af þeirra reynslu? Hólmfríður Garðarsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, þekkir vel til stjórnmála í Argentínu. Hún spyr í ljósi þess sem þar gerðist hversu raunhæf mælieining hagfræðin sé og hvaða merkingu tölur hennar hafa. Er hún raunveruleg speglun samfélagsins eða er þörf á því að skoða það með fjölbreyttari aðferðum."Þetta var bara byrjunin á umfjöllun Spegilsins, sem var afskaplega athyglisverð. Hólmfríður segir m.a. um það sem gerðist í kjölfar gjaldþrotsins að Argentínumenn hafi orðið mjög ákveðnir í að bjarga sér sjálfir eftir kaosástandið sem varði í um tvö ár. "Við höfum eitthvað annað til að bera heldur en það sem einhverjir aðrir ætlast til af okkur," sögðu þeir. Argentínumenn öðluðust sjálfsöryggi til að reiða sig á sjálfa sig í kjölfar niðurbrotsins. Þeir hættu að leita að módelum fyrir velgengni og velferð annars staðar og studdust frekar við það sem hentaði þeim við þær aðstæður sem þar ríktu. Þetta var ekki átakalaust og Argentína fór í gegnum hræðilegar hremmingar, náði upprisu en nú eru aftur komnar alvarlegar krísur sem snúast aðallega um atvinnuleysi.
Einkavæðingarferlið í Argentínu er að ganga til baka. Það gekk allt út á hagfræði en tók ekki tillit til annarra hliða á mannlífinu eins og kemur fram í viðtalinu við Hólmfríði. Í ljós kemur að hagtölur hafa enga merkingu fyrir almenning sem lifir í landinu. Hólmfríður segir: "Þú ert annaðhvort bóndi í norðurhluta landsins, suðurhluta þess, eða íbúi í borg. Það er búið að loka bankaútibúinu í þorpinu þínu, búið að loka búðinni, gjaldmiðillinn þinn hefur ekkert vægi, ekkert gildi, enga merkingu... þá skipta hagtölur engu máli." Íbúar hugsa um það eitt að lifa frá degi til dags.
Kannast einhver við þessa lýsingu?
Hólmfríður heldur áfram: "Ég hef svolítið verið að bera þetta saman við það sem hefur verið að gerast á Íslandi og upplýsingarnar sem komu fram í febrúar á þessu ári þar sem við vorum ennþá - okkar fjármálaspekúlantar voru ennþá að segja okkur að þetta væri allt í lagi. Hér væri allt á byljandi blússi og við værum í fínum gír. Svo kemur bara apríl, maí og júní og það er einhver allt annar veruleiki sem blasir við okkur. Hann er að byrja að hafa áhrif á Íslendinga. Þá einhvern veginn blasir kaldhæðnin í hagtölunum við." Virðing almennings fyrir þeim sem réðu og voru kjörnir til að hafa áhrif og fara með völd og peninga hrundi og ekki hvað síst virðing fyrir hagspekingum og fjármálaspekúlöntum.
Efnahagsundrið í Argentínu stóð yfir frá um 1990 til 2000, það er ekki lengra síðan.
Hólmfríður spyr að lokum: "Hversu raunhæf mælieining er hagfræðin? Hvaða merkingu hafa tölurnar? Er það einhver speglun á samfélagið? Eru bókmenntir ekki miklu betri spegill, þar sem lýst er raunverulegum aðstæðum fólks, viðhorfum, sjónarmiðum, vangaveltum og efasemdum, heldur en hagtölur?" Er það ekki? Ég held það.
Efnahagshrun Argentínu - 1. hluti
Efnahagshrun Argentínu - 2. hluti
Efnahagshrun Argentínu - 3. hluti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.5.2009
Heiða hefur fengið nóg
Heiða B. Heiðarsdóttir er mikill skörungur með sterka réttlætiskennd og hjartað á hárréttum stað. Hún er búin að fá nóg og auglýsir eftir fólki í sömu sporum. Hvað hún hefur í huga veit ég ekki. Það nægir mér alveg að þetta sé hún til að styðja málstað hennar. Ég hvet alla til að kíkja til Heiðu. Hún segir:
Ég er búin að vera í smá sumardvala og lítið látið á mér bera undanfarið. En nú er ég algjörlega gjörsamlega að springa!
Framundan eru gjaldþrot sveitarfélaga...og við erum ekkert bara að tala um þessi litlu útilandistan sem okkur hérna í Reykjavík virðist finnast lítið koma okkur við
Niðurskurður upp á tugi milljarða og þetta "norræna velferðarkerfi" hennar Jóhönnu eru náttúrulega bara blautir draumar. Hvernig er annars velferðarkerfið á Kúbu?
Heimilin, fyrirtækin að fara yfir um hvert á fætur öðru og í fjöruborðinu bíða viðskiptagúrúar eftir því að AGS færi þeim auðlindirnar okkar á silfurfati.
ESB hvað?
Nú auglýsi ég sem sagt eftir fólki sem er búið að fá nóg!
Sendið mér tölvupóst á geislabaugur@gmail.com og skrifið á ykkar eigin bloggsíður
Og ég undirstrika það að það skiptir ekki máli í hvaða flokka þú hefur raðað þér hingað til.... við erum ÖLL að lenda í sama skítnum. Samstaða um betra líf hlýtur að toppa hvað þú hefur kosið
Nú finnum við hvort annað og látum vita af því að við sitjum ekki þegjandi á meðan okkur er fórnað á altari AGS og sett í fátæktargildru næstu áratugina!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009
Sannleikanum verður hver sárreiðastur...
...og sumir Draumalandinu líka. Ég hef ekki ennþá getað skrifað um Draumalandið, slík áhrif hafði myndin á mig. Þarf að sjá hana að minnsta kosti einu sinni enn - ef ekki tvisvar. En ýmsir hafa tjáð sig um myndina og sumir hrósað, aðrir gagnrýnt. Það sem gagnrýnendur myndarinnar hafa helst út á hana að setja er hægt að draga saman í eitt orð: "Áróður". Í neikvæðri merkingu.
En hvað er áróður? Orðabókin segir: "umtal eða skrif til að fá menn til að taka afstöðu með eða móti einhverju eða einhverjum; málafylgja, fortölur". Neikvætt? Ekki endilega. Það hefur hingað til ekki þótt neikvætt að beita einhvern fortölum eða vera málafylgjumaður - fylginn sér. En einhvern veginn hefur maður alltaf á tilfinningunni að í notkun orðsins "áróður" felist að verið sé að ljúga að manni. Yfirleitt er það líka svo.
En það er óralangt í frá að verið sé að ljúga í Draumalandinu. Þvert á móti - þar er sagður nakinn, harðneskjulegur, hrikalegur sannleikurinn. Og sannleikurinn hefur meðal annars þann eiginleika að afhjúpa. Það gerir Draumalandið. Myndin afhjúpar fáránleikann, ofstækið, niðurlæginguna, eyðilegginguna og firringuna í kringum aðdragandann að og vinnuna við Kárahnjúkavirkjun.
Sannleikurinn er svo sár að þótt ég hafi verið alfarið mótfallin framkvæmdunum tókst samt að láta mig skammast mín. Ég skammaðist mín fyrir þetta fólk, stjórnmálamennina og öfgamennina sem lögðust flatir fyrir erlendum auðhringum og keyrðu þetta verkefni áfram af mesta offorsi sem sögur fara af í íslenskri atvinnusögu. Og nú er þetta að endurtaka sig með álvershugmyndirnar í Helguvík og á Bakka. Öllu á að fórna, öllu að kosta til, eyðileggja allt sem fyrir er - fyrir nokkur störf í verksmiðju.
Draumalandið er ekki áróðursmynd. Hún er nákvæmlega það sem okkur vantaði - innsýn í hina hliðina. Hliðina sem var þagað um. Hliðina sem var falin þegar framkvæmdirnar voru keyrðar í gegnum kerfið, óhagstæðar rannsóknarskýrslur faldar, þaggað niður í þeim sem vissu hve fáránlegar framkvæmdirnar voru og hve hörmuleg áhrif þær hefðu á efnahag þjóðarinnar. Draumalandið er mynd, sem sýnir okkur upphafið að endalokunum. Sýnir okkur hluta firringarinnar sem varð Íslandi að falli - í alvörugefnum spéspegli.
Ef við Íslendingar værum skynsöm, klár þjóð myndum við sjá til þess að þetta gerðist aldrei, ALDREI aftur. En það á að endurtaka leikinn í Helguvík og á Bakka. Með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir efnahaginn sem er í rúst, náttúruna sem á sér engan sinn líka í heiminum, orkuauðlindirnar sem eru ekki óendanlegar og orkan hvorki endurnýjanleg né hrein. Og við gefum erlendum auðhringum orkuna, eða því sem næst. Eða hvað? Við vitum það ekki. Við fáum ekki að vita á hvað orkan er seld og hve mikið heimilin í landinu þurfa að niðurgreiða hana. Hvað er fólk að hugsa? Hvað eru fjölmiðlarnir að pæla?
Snemma í mánuðinum las ég grein í Fréttablaðinu eftir Skúla Thoroddsen. Hann var ekki ánægður með Draumalandið og býr enda á Reykjanesi. Hann vill álver í Helguvík og engar refjar. Önnur grein birtist fyrir nokkrum dögum, líka í Fréttablaðinu, eftir Jón Kristjánsson. Hann var heldur ekki ánægður, enda fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins sem ber einna mesta ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun. Grein Skúla er hér og grein Jóns hér.
Í dag birtist svo grein eftir annan leikstjóra Draumalandsins, Þorfinn Guðnason, þar sem hann svarar þessum tveimur herramönnum á mjög sannfærandi hátt. Ég tek undir allt sem Þorfinnur segir.
Bloggar | Breytt 21.5.2009 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
19.5.2009
Halló, Kópavogur!
Þetta eru þónokkuð mörg árslaun. Eru ekki sveitarstjórnarkosningar að ári?
Bloggar | Breytt 20.5.2009 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.5.2009
Æmt og skræmt í eldhúsinu
Það er ekki oft að ég nenni að horfa og hlusta á eldhúsdagsumræður - sem ég held að heiti "Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra" á virðulegu þingmáli í messu með hálstau. En það gerði ég í gærkvöldi - frá upphafi til enda. Vaðallinn í sumum fór reyndar inn um annað og út um hitt og mér finnst ótrúlegt að hlusta á fáfengilegt röflið í fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem áttu stærstan þátt í að koma þjóðinni á hausinn. Þeir skjóta eiturörvum út og suður og kvarta sáran yfir að ekki sé búið að moka flórinn sem flokkarnir þeirra sáu um að dreifa í tonnavís í 12 til 18 ár. Eins og það sé hægt á örfáum vikum eða mánuðum.
Þessi tvískinnungur minnir óneitanlega á framferði auðjöfranna og furðulegt nöldrið í þeim um "þjóðnýtingu" og "ríkissósíalisma" eins og Egill bendir á hér. Bjarni Ben var líka fyrirsjáanlegur þegar hann eyddi mestöllum ræðutíma sínum í að tala máli kvótakónganna. Ekkert nýtt þar.
Sigmundur Davíð kom mér á óvart... og þó ekki. Framsókn er Framsókn hvort sem um er að ræða nýja vendi eða gamlar, úr sér gengnar og rispaðar plötur. Hann var fram úr hófi æstur og einkennilega ómálefnalegur miðað við efni og aðstæður. Ef marka má framgöngu og orð Bjarna og Sigmundar Davíðs er lítil von um að allir flokkar taki höndum saman og bjargi þjóðinni. Þeir ætla ekki að vera samvinnufúsir og Bjarni er harðákveðinn í að vernda kvótakóngana sína.
Ég vil annars leiðrétta leiðan misskilning sem víða veður uppi. Margir tala um að búsáhaldabyltingin hafi breytt öllu. Sagt er að allt hafi gerst 20. janúar fyrir framan Alþingishúsið og síðan fyrir utan Þjóðleikhúsið... var það ekki kvöldið eftir? Að þessir atburðir hafi valdið stjórnarslitunum. Þetta er röng söguskoðun. Frá því í byrjun október stóð Hörður Torfason á hverjum degi á Austurvelli og mótmælti. Þau mótmæli þróuðust síðan í laugardagsfundina sem héldu áfram viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.
Hægt er að rekja sögu laugardagsfundanna á blogginu mínu, ég hef skrifað um þá velflesta, held ég. Þessi pistill er frá 17. október og þar furða ég mig á slakri mætingu og viðhorfi til mótmæla. Þennan skrifaði ég 3 dögum seinna og gagnrýni fjölmiðlaumfjöllun og talningu. Hér er pistill um 21. janúar, búsáhaldabyltinguna, og hér skrifa ég um laugardagsfundinn þar á eftir, þann 25. janúar, sem var líklega sá fjölmennasti fram að því.
Kjarni málsins er, að mótmælin byggðust upp og mögnuðust. Róuðust í jólamánuðinum en urðu síðan æ öflugri og náðu hámarki í lok janúar. Samt fannst mér aldrei nógu margir mæta og ég skildi ekki af hverju öll þjóðin kom ekki á Austurvöll. En Búsáhaldabyltingin, Kryddsíldarmótmælin á gamlársdag og Þjóðleikhúsmótmælin voru afleiðing, ekki orsök. Það má ekki gleyma laugardagsfundunum á Austurvelli og hlutverki þeirra - og Harðar Torfasonar - þegar talað er um byltinguna. Svo ekki sé minnst á alla frábæru Borgarafundina sem Gunnar Sigurðsson og félagar stóðu fyrir. Og það var ekki bara fólkið í Borgarahreyfingunni eða kjósendur hennar sem gerðu þessa byltingu. Hreyfingin getur ekki eignað sér hana þótt fólkið innan hennar hafi verið duglegt að mótmæla og tala á fundum. Á mótmæla- og borgarafundina mætti fólk úr flestum flokkum, ef ekki öllum. Ævareiðir Íslendingar sem fannst á sér brotið og kröfðust réttlætis. Sem við höfum reyndar ekki fengið ennþá. En við sem mættum og létum í okkur heyra eigum öll hlutdeild í búsáhaldabyltingunni - hvort sem við erum innan flokka eða utan, hægri-, vinstri- eða miðjusinnuð. Eða bara ópólitísk með öllu.
En hér eru eldhúsdagsumræðurnar - klippt eftir flokkum. Sumir æmta og skræmta, aðrir tala af skynsemi og yfirvegun. Dæmi hver fyrir sig.
Borgarahreyfingin
Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Samfylkingin
Framsóknarflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.5.2009
Síðasta Silfrið á sólríkum sumardegi
Ég er löngu búin að klippa og hlaða inn Silfrinu en hef hikað við að skrifa og birta færsluna. Átta mig ekki alveg á af hverju. Kannski af því þetta var síðasti þátturinn í bili - þangað til í haust. Kannski finnst mér einhver punktur vera settur aftan við eitthvað, að kafla í lífinu ljúki þegar ég hef komið þessu frá mér. Ég veit það ekki, en hitt veit ég - að ég á eftir að sakna Egils og Silfursins hans alveg óskaplega. Og það er einhver óhugur í mér við tilhugsunina um að Egill fari í frí með Silfrið... og jafnvel bloggið sitt líka. Það er sem mig gruni að óprúttnir aðilar sjái sér leik á borði í fjarveru hans. En sjálfsagt er það nú bara ímyndun og ég sé fram á að eiga sjálf frí á sunnudögum næstu vikur og mánuði.
Í mínum huga hefur Egill Helgason, Silfrið hans á RÚV og bloggið hans á Eyjunni gegnt gríðarlega mikilvægu lykilhlutverki frá því hrunið varð í haust. Ég er sannfærð um að flestir hugsandi Íslendingar eru sammála því - hvort sem þeir eru alltaf sammála Agli og nálgun hans eða ekki. Eða getur einhver hugsað sér liðinn vetur án Silfursins? Ekki ég. Ekki frekar en mótmælafunda Harðar Torfa á Austurvelli og Borgarafunda Gunnars og félaga í Iðnó, á Nasa og í Háskólabíói. Ef við horfum á heildarmyndina og samspil allra þessara þátta - auk frétta, Kastljóss, Íslands í gær, netmiðla og bloggs - þá sést glögglega hve miklu umfjöllun allra þessara miðla, fjölmiðlafólks, bloggara og samtakamáttur almennings hefur áorkað í vetur.
En betur má ef duga skal. Eins og kom glögglega fram í máli margra í Silfrinu í dag eru ennþá ótalmargir pottar brotnir og ástandið skelfilegt. Ég minni á greinar Ólafs Arnarsonar sem ég benti á í gær í þessari færslu og minnst er á í fyrsta kafla Silfursins - og bókina hans. Mér skilst að fljótlega sé von á annarri bók um hrunið eftir sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson.
Ég bendi líka á þennan pistil Baldurs McQueen um pólitíska ábyrgð - og skort á henni hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Við vitum ekki einu sinni ennþá hvaða íslensku stjórnmálamenn voru í fjárhagslegum tengslum við bankamenn og útrásarauðmenn en kjósum þá samt aftur til trúnaðarstarfa á þingi. Án þess að vita sannleikann um... ja... nokkurn hlut raunar. Það er enn svo margt óupplýst og leyndinni er vandlega viðhaldið.
Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka Agli fyrir veturinn. Þakka honum fyrir að standa vaktina svona vel. Og fyrir að fá í þáttinn til sín allt þetta frábæra fólk sem þar hefur upplýst okkur og frætt, leitt okkur ýmislegt fyrir sjónir, bent á og útskýrt, huggað og hughreyst. Takk fyrir mig.
Vettvangur dagsins 1 - Ólafur Arnarson, Sveinn Aðalsteins, Andri Geir og Sigrún Davíðs
Vettvangur dagsins 2 - Lára Ómars og Eiríkur Stefáns
Bloggar | Breytt 18.5.2009 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
17.5.2009
Nærmynd af Jóhönnu Guðrúnu
Ég held það sé við hæfi að birta þessa nærmynd af Jóhönnu Guðrúnu úr Íslandi í dag 17. febrúar sl. - eftir að hún hafði unnið íslensku forkeppnina.
Svo er rétt að bæta þessu við - Fréttir RÚV 17. maí 2009.
Og auðvitað Kastljósinu sem efnt var til í tilefni dagsins.
Bloggar | Breytt 18.5.2009 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009
Kolbrún og smásálirnar
Sú var tíðin að Kolbrúnu Bergþórsdóttur tókst hvað eftir annað að koma mér á óvart í pistlum sínum. Það var einkum mannfyrirlitning hennar sem mér fannst undarleg, sem og sýn hennar á íslensku þjóðarsálina. En ei meir, ei meir. Ég hef líklega metið Kolbrúnu rangt - á einn eða annan hátt. Svona hljóðar pistill hennar í Mogga dagsins. Nú er þjóðarsál í kreppu orðin smásál dauðans að hennar mati. Æ, æ, Kolla...
Svona skrifaði Kolbrún í desember.
Og hér ver Kolbrún ofurlaunin - réttlætir þau m.a. með ábyrgð. Hvaða ábyrgð?
Fleiri pistla Kolbrúnar má sjá hér. Ég uppfæri öðru hvoru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
16.5.2009
2. sætið á 10 ára fresti...
...og úti þess á milli? Ég er einn minnsti Júróvisjónsérfræðingur landsins en þekki þó stigagjöfina nokkuð vel. Enda er hún það eina sem ég hef fylgst með nokkuð lengi. Fátt kom á óvart við stigagjöfina í kvöld en þó var ekki eins eindregin slagsíða á henni og undanfarin ár. Kannski er það vegna hins breytta fyrirkomulags.
Svo vill til að einu lögin sem ég hafði lagt mig eftir og hlustað/horft á voru einmitt íslenska og norska lagið. En í kvöld var maður í stofunni hjá mér sem kallaði og hrópaði álit sitt á hinum lögunum sem ég sinnti þrifnaði, svalaskrúbbi, gluggaþvotti og öðrum skemmtilegheitum. Hann hefur haft tónlist að aðalatvinnu mestallt sitt líf og honum fannst norska lagið langbest - tónlistarlega séð. Var reyndar líka mjög ánægður með það íslenska.
Ég er ekki viss um að allir hafi áttað sig á því, að Rybek - flytjandinn sjálfur - samdi bæði lag og texta norska lagsins. Hann var vel að sigrinum kominn, guttinn.
Ég hafði spáð íslenska laginu 3. - 7. sæti svo 2. sætið kom skemmtilega á óvart. Þökk sé Norðmönnum. En í ár eru einmitt 10 ár síðan Selma lenti líka í 2. sætinu, munið þið...? Heyrir einhver samhljóm með því og íslenska laginu í ár?
Hér eru sigurlögin tvö - það norska og íslenska - og lokahnykkur atkvæðagreiðslunnar.
Bloggar | Breytt 17.5.2009 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2009
Sofandi að feigðarósi - aftur?
Bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi, hefur verið mjög umtöluð síðan hún kom út fyrir nokkrum vikum. Í gær hitti ég konu sem hefur lesið hana og hún sagði að undiraldan í bókinni - það sem látið er ósagt en lesa megi á milli línanna - væri ekki síður áhugavert en sjálfur texti bókarinnar.
Ólafur var gestur í Silfri Egils 26. apríl sl.
Ólafur skrifaði vægast sagt athyglisverða grein í Pressuna sl. fimmtudag og var auk þess gestur Björns Inga Hrafnssonar í Markaðnum á Stöð 2 sama kvöld. Hann fylgdi greininni eftir með þessu ákalli í gær - Í guðs bænum opnið augun!
Markaðurinn með Birni Inga 14. maí sl.
Í kjölfarið skrifaði Jón Baldvin Hannibalsson opið bréf til viðskiptaráðherra í gær sem ráðherrann svarar á sama vettvangi í dag og útilokar ekki skuldaafskriftir. Öll þessi umræða fer fram á Pressunni.
Mér virðist almenningur búinn að skipta um gír og vera hálfdottandi á verðinum. Eftir hamfarir vetrarins er eins og margir hafi lagst í dvala. Þetta gerðist fyrst eftir að minnihlutastjórnin tók við í byrjun febrúar. Þá var eins og mörgum hafi fundist málin leyst, þeir hættu að mæta á mótmæla- og borgarafundi og vísir að fyrra sinnuleysi fannst greinilega. Mánuðinn fyrir kosningar komst lítið annað að en undarlegur, flokkspólitískur skotgrafahernaður og hann hefur haldið áfram eftir kosningar.
Furðuleg, einskis verð mál eins og eignarhald þingflokksherbergja, sykurskattur, hneykslan yfir að nokkrir þingmenn hafi ekki mætt í messu fyrir þingsetningu og fleira í þeim dúr hafa keyrt ýmsa mikilvægari umræðu í kaf. Svo virðist sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur ætli að vera á móti góðum málum á þingi - bara af því þeir eru í stjórnarandstöðu og "hefðin" kveður á um að þá eigi þeir að vera á móti málum stjórnarflokkanna. Þetta er auðvitað algjört rugl. En Borgarahreyfingin virðist ekki ætla að detta í þennan fúla pytt flokkspólitísks skotgrafahernaðar á kostnað þjóðarinnar. Vonandi sjá hinir flokkarnir að sér og styðja góð mál stjórnarinnar. Og öfugt. Stjórnarflokkarnir verða líka að átta sig á því, að ekki er allt alslæmt sem frá stjórnarandstöðuflokkunum kemur og gefa málum þeirra tækifæri - ef þau eru þess virði.
Pólitískar eða persónulegar flokkaerjur, svo ekki sé minnst á siðlausa og gjörspillta hagsmunagæslu örfárra auðmannahópa í samfélaginu er allsendis óviðeigandi eins og ástandið í íslensku þjóðfélagi er um þessar mundir. Við verðum ÖLL að gera þá kröfu til ráðherra og alþingismanna að þeir láti hagsmuni almennings ganga fyrir - alltaf, í öllum málum. Enn og aftur bendi ég á þennan Krossgötuþátt og hvet alla til að hlusta. Ég mæli líka með að fólk rifji upp þennan pistil, horfi og hlusti á viðtölin við Vilhjálm Árnason, heimspeking og prófessor, þar sem hann segir stjórnmálin líða fyrir valdhroka.
Og fjölmiðlarnir verða að standa vaktina. Fréttamenn verða að vera þeir hliðverðir lýðræðisins sem Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, segir þá vera í þessum pistli sínum. Þetta Lykla-Péturshlutverk frétta- og blaðamanna er með mikilvægustu hlutverkum í því þjóðfélagslega leikriti lífsins sem leikið er af íslensku þjóðinni um þessar mundir og þeir mega ekki klikka. Ábyrgð þeirra er slík að frammistaðan getur skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi - aftur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Frumgerðin frá 1991 (þarna er hljómsveitin ennþá - allt annað líf!)
Eftirlíkingin - norskur húmor 2008 (góðir!) - Lagið er greinilega klassík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.5.2009
Ógleymanlegt bréf til Egils
Eins og þeir vita sem lesa blogg Egils Helgasonar reglulega birtir hann oft bréf sem hann fær. Stundum nafnlaus, stundum fylgja nöfn bréfritara. Þau eru misjöfn, þessi bréf. Sum eru stútfull af upplýsingum, góðum pælingum og öllum mögulegum fróðleik. Önnur lýsa persónulegum upplifunum fólks og snerta mann á annan hátt. Öll skipta þau máli í umræðunni og Egill velur þau yfirleitt af kostgæfni, að því er virðist.
Á hádegi í gær birti Egill nokkur bréf. Eitt þeirra hefur verið að velkjast í huga mér síðan og ég losna ekki við það úr huganum. Ég er búin að lesa bréfið þrjátíu sinnum og það er með ólíkindum. Bréfið vekur upp í mér gríðarlega reiði, nístandi sárindi, óskaplega skömm og djúpa sorg. Ég hef þráspurt sjálfa mig síðan ég las það hvers konar samfélag hefur fóstrað svona fólk. Hvort þeir séu margir sem hugsa svona. Hvernig hægt sé að vera svona þenkjandi í þessu litla samfélagi okkar. Svona eigingjarn og sérgóður á meðan þjóðinni blæðir út. Hvers konar siðferði hefur mótað slíka sérhagsmunagæslumenn sem gefa skít í allt og alla nema sjálfa sig?
Bréfið segir mikla og stóra sögu í látleysi sínu. Takið eftir eignarhaldi jöklabréfanna. (Vill einhver fjölmiðill vinsamlegast komast að eignarhaldi þeirra!) Ég skil mætavel niðurstöðu og ákvörðun bréfritara. Spurning hvort maður fetar í fótspor hans. Svona hljóðar bréfið:
"Ég var í samkvæmi um helgina. Þar var maður sem sagðist eiga nokkur hundruð milljónir í jöklabréfum skráð á félag á Tortóla. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til þess að gefa tommu eftir, hann hefði jú fjárfest í góðri trú. Stuttu seinna fóru umræðurnar að snúast um afturköllun aflaheimilda. Útgerðarmaður í hópnum hló að þessar ríkisstjórn og sagði að þeir myndu fljótlega ganga á vegg með þetta. Þarna töluðu allir digurbarkalega um að verja rétt sinn og aflandseyjar.
Í dag opnaði ég netbankann minn. Teygjulánið var komið inn (skipti um íbúð rétt fyrir hrun og náði ekki að selja hina). Það sem á að bætast aftan við lánið er sett í reitinn VANSKIL. Mér sortnaði fyrir augum, það hvarf hjá mér öll löngun til að hjálpa þessu landi. Ég hafði jú fengið erlent lán hjá bankanum, en nokkrum vikum seinna hringdi sami bankinn og bað mig um að setja allan sparnaðinn í sjóð 9 því að það væri svo pottþétt.
Ég hef vel undan að borga en löngunin er horfin. Ég hringdi í lögfræðing og ætla að skipuleggja þrot mitt fram í tímann."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.5.2009
Það ku vera gott að búa í Kópavogi
Enda vita Kópavogsbúar alltaf hvernig útsvarinu þeirra er varið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.5.2009
Athyglisverð umræða
Hér eru tveir menn heldur betur á öndverðum meiði. Ég veit ekki hvers vegna (jújú, ég veit það alveg), en ég trúi ekki einu orði sem frá kvótakóngunum og LÍÚ-grátkórnum kemur. Frá því ég man eftir mér hafa útgerðarmenn vælt og volað endalaust. En ég get ekki með nokkru móti séð að þeir hafi það skítt. Ekki bera þyrlukaup, bílafloti, laxveiðar og aðrir lifnaðarhættir það með sér. Hefur einhver spáð t.d. í "eignasafn" Samherjamanna? Eða er þetta kannski allt út á krít eins og hjá útrásarauðmönnum - og við sitjum uppi með skuldir þeirra ef illa fer? Kvótinn ku jú vera veðsettur fyrir hundruði milljarða mörg ár fram í tímann - vegna græðgi kvótakónganna. Þetta verður að stöðva.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)