Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Deilt og drottnað í Seðlabankanum

Hinn ágæti Árni Gunnarsson, sem stundum lítur inn hjá mér og lætur í sér heyra, var að setja inn svo fína athugasemd við síðustu færslu mína að ég ætla að birta hana hér - að Árna forspurðum! Ég veit að hann fyrirgefur mér.

_________________________________________

Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að stjórnvöld okkar eru svo ölvuð af upphöfnu eigin ágæti sem raun ber vitni?

Þetta fólk er óhæft til að takast á við vandann sem það sjálft stefndi Árni Gunnarssonþjóðinni í með opin augun þrátt fyrir að hafa fengið strangar aðvaranir eins og fram kemur í grein Þorvaldar Gylfasonar. Þetta er að nokkru leyti sama fólkið og sama forystan sem setið hefur við völdin í áratugi á Íslandi og gert hvert axarskaftið öðru verra án þess að fylgi flokksins hafi hreyfst að ráði. Þarna er um að ræða stjórnmálaflokk sem er keyrður gegn um hverjar kosningar eftir aðrar með ótakmörkuðum fjármunum sem allir telja sig vita hvaðan séu komnir. Bókhaldið er lokað eins og Frímúrarareglan enda glögg tengslin á milli. Pólitíkusar úr þessari stjórnmálahreyfingu eru ósnertanlegri en Páfinn enda allar eftirlitsstofnanir sem máli skipta vanaðar með skipuðum fulltrúum þessa flokks. Forseti Alþingis situr rólegur og ósnertanlegur þó lögreglan brjótist inn á skrifstofu olíufyrirtækis sem maki forseta er stjórnarformaður í og einn af aðaleigendum. Þetta er lögreglurannsókn vegna gruns um refsivert fjármálasvindl. Einn ógætinn alþingismaður vekur máls á þessu í sölum Alþingis og forsætisráðherra setur ofan í við hann fyrir ósmekklegar aðdróttanir sem felist í athugasemdinni. Málið er dautt! Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum sem koma upp í hugann og langt frá það versta.

Pólitíkusar sem komast upp með svona háttsemi sem hér er bent á, skilja það fljótt að um þá gilda engin þau lög sem óbreyttir þegnar verða að lúta að viðlagðri ábyrgð að lögum.

Og að þrem árum liðnum verða þessi dæmalausu vinnubrögð stjórnvalda flestum gleymd. Og þá munu kosningasjóðir Flokksins verða orðnir bólgnir að nýju af framlögum kvótagreifanna sem búnir eru að sölsa undir sig dýrmætustu auðlegð þessara þjóðar með tilstuðlan sinna launuðu fulltrúa á Alþingi.

Forsætisráðherra og Seðlabankastjóri eru komnir með lífverði í fyrsta sinn í sögu þessarar þjóðar!

Hvernig væri nú að hætta þessu tuði gott fólk. Við sitjum uppi með nákvæmlega þau stjórnvöld sem við eigum skilið og þau starfa í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar.

Sláum nú saman og kaupum blómakörfu handa konunni hans Davíðs sem þakklætisvott fyrir að hafa lánað okkur hann á þessum erfiðu tímum.

______________________________________

Að lokum tvær fréttir af Stöð 2 þar sem fram kemur svo ekki verður um villst hver stjórnar landinu um þessar mundir. Situr í stól sínum í Svörtuloftum og deilir og drottnar. Var hann kosinn til þess? Eða er hann bara símadama á ofurlaunum? Og ein frétt um hlutabréfasölu ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins - mánuði áður en bankinn sem hann átti hlutabréf í var yfirtekinn. Sýnt hefur verið fram á að stjórnvöld vissu hvað verða vildi fyrir löngu en drógu lappirnar - gerðu ekkert þótt æpt væri á viðbrögð alls staðar að út þjóðfélaginu. Af hverju? Var verið að gefa vildarvinum tækifæri til að hylja slóðir og bjarga sér og sínum á þurrt fyrst? Spyr sú sem ekki veit en grunar sitt af hverju.

Skoðið þetta. Ég vil gjarnan eiga stefnumót við sem flesta landsmenn á Austurvelli klukkan 15 á laugardaginn. Sýnum samstöðu, látum skoðun okkar í ljós með því að mæta!


Orð að sönnu

Hér eru tvær greinar úr Fréttablaðinu í dag sem mig langar að vekja athygli á.

Fréttablaðið 16. október 2008

Fréttablaðið 16. október 2008


Þau vissu það víst!

Hve oft erum við búin að heyra ráðherra, (seðla)bankastjóra og aðra ráðamenn segja að þau hafi ekki getað séð þetta fyrir? Þau tala eins og hrun bankanna hafi komið þeim í opna skjöldu. Enginn vissi neitt, engan grunaði nokkurn hlut. Þvættingur!

Ég ætla ekkert að reyna að vera pen í tali - þau eru að ljúga upp í opið geðið á okkur. Þau vissu það bara víst! Margsinnis hefur komið fram að þau voru vöruð við af alls konar fólki. Skemmst er að minnast Þorvaldar Gylfasonar, Ragnars Önundarsonar, Vilhjálms Bjarnasonar, Andrésar Magnússonar og margra, margra annarra. Fjöldi manns, bæði leikir og lærðir, reyndu að vara við hættunni sem stafaði af því að íslensku bankarnir höfðu reist bæði sér og þjóðinni hurðarás um öxl.

Willem BuiterEn allt kom fyrir ekki - það var ekki hlustað. Ekki á nokkurn mann. Ekki heldur fjölda erlendra sérfræðinga sem sumir hverjir lögðu mikla vinnu í að reyna að koma íslenskum yfirvöldum í skilning um vandann. Nýjustu fréttir af slíku voru á RÚV í gærkvöldi. Willam Buiter, prófessor í London School of Economics, var fenginn ásamt samstarfskonu sinni til að gera skýrslu um orsakir efnahagsvanda Íslands og íslensku bankanna. Þau skiluðu skýrslunni af sér í lok apríl og kynntu lítillega uppfærða útgáfu á fundi hér á Íslandi 11. júlí. Einmitt þegar meðlimir ríkisstjórnarinnar voru að fara í sumarfrí. Ææ, ómöguleg tímasetning. Skýrslunni var haldið leyndri því markaðurinn var of viðkvæmur fyrir svona sprengju (market sensitive). Gerir fólk sér grein fyrir því hvað þetta er grafalvarlegt mál?

Fundinn sátu fulltrúar Seðlabankans,  fjármálaráðuneytis og einkageirans (private sector) og ýmsir fræðimenn (the academic community). Buiter segir m.a. á bloggsíðu sinni: "Our main point was that Iceland's banking sector, and indeed Iceland, had an unsustainable business model.  The country could retain its internationally active banking sector, but that would require it to give up its own currency, the Icelandic kroner, and to seek membership of the European Union to become a full member of the Economic and Monetary Union and adopt the euro as its currency.  Alternatively, it could retain its currency, in which case it would have to move its internationally active banking sector abroad. It could not have an internationally active banking sector and retain its own currency." Við vitum mætavel hver er alharðasti stuðningsmaður krónunnar og alharðasti andstæðingur þess að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ábyrgð hans (og þeirra) er ótrúlega mikil.

En viti menn! Þau eru ennþá við völd. Haggast ekki. Þeir einu sem hafa þurft Einkaþotaað taka pokann sinn ennþá eru tveir bankastjórar eins banka. Það er allt og sumt. Og mér er spurn: Hvað fengu þeir feita starfslokasamninga á meðan stór hluti starfsfólksins missti vinnuna? Það er ekki nema hálft ár síðan hluti af ríkisstjórninni fór á fundi í útlöndum í einkaþotu og neitaði að gefa upp kostnaðinn. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Þá þegar voru margir búnir að vara við í hvað stefndi. Hvar í hinum siðmenntaða, vestræna heimi myndu kjósendur, almenningur í landinu, líða svo vítavert gáleysi stjórnvalda gagnvart þjóð sinni? Talað er um "Nýja Ísland" með breyttu og bættu siðferði. Er ekki best að hefja siðvæðinguna strax og byrja á þeim sem bera ábyrgð á örlögum þjóðarinnar?

Það er ómögulegt að segja hverju hefði verið hægt að bjarga ef ríkisstjórn Íslands, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og viðskiptabankarnir hefðu brugðist fyrr við því sem þau VISSU að myndi gerast. Kannski hefðu ekki svona margir misst aleiguna. Kannski hefðu færri orðið atvinnulausir. Kannski hefði fólk haft ráðrúm til að breyta myntkörfulánunum sínum í innlend lán - ef það er þá hægt. Kannski værum við ekki á fjórum fótum, auðmýkt í augum heimsins, fyrir framan Rússa eða aðra að betla lán til að borga lán sem voru tekin til að nokkrir einstaklingar gætu lifað í vellystingum praktuglega. Kannski hefði verið hægt að bjarga þótt ekki væri nema örlitlu broti af þjóðarstoltinu.

Það tíðkast ekki á Íslandi að ráðamenn segi af sér, alveg sama hvað þeir gera. Alveg sama hve illa þeir standa sig, svíkja þjóðina, ástunda blygðunarlausa spillingu og siðleysi - hvað sem er. Ef einhver segir múkk, krefst afsagnar eru það kallaðar "nornaveiðar" eða eitthvað álíka og slíkt þykir ekki par fínt á Íslandi. Almenningur á að láta stjórnvöld í friði, ekki hafa skoðanir, ekki skipta sér af. Vera bara róleg, snúa bökum saman og halda áfram að vinna myrkranna á milli til að borga stjarnfræðilegar skuldir sukkbarónanna sem stofnað var til á meðan yfirvöld sváfu vært. Enda verða allir búnir að gleyma öllu fyrir næstu kosningar hvort sem er. Er það ekki?

Er ekki mál að linni? Því meira sem kemur upp á yfirborðið því betur kemur í ljós hversu steinsofandi ríkisstjórn, Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið voru á verðinum. Þetta er vítaverð framkoma gagnvart þjóðinni og ég hika ekki við að draga fólk til ábyrgðar. Ég harðneita því að það sé kallað "nornaveiðar", að ég sé að leita sökudólga eða eitthvað slíkt. Ég vil að einu sinni verði þeir sem ábyrgðina bera látnir axla hana. Kannski yrði það fyrsta skrefið að skárra framferði yfirvalda á Íslandi.

Ég á örugglega eftir að stytta þennan pistil eitthvað á morgun og kannski milda orðbragðið. Ég ætlaði ekkert að skrifa mikið, bara birta tvö myndbönd, hengja við skýrslu Buiters og benda á upptöku af fundinum á Bifröst í tónspilaranum. En mér er mikið niðri fyrir og þótt ég sé alla jafna skapgóð og jafnlynd sýður í mér gífurleg reiði núna.

Úr fréttum RÚV klukkan 19 - Willem Buiter, prófessor

  Úr fréttum RÚV kl. 22 - Ágúst Einarsson, rektor

 

Hér fyrir neðan er .pdf skjal með skýrslu Buiters og Sibert. Í tónspilaranum er hljóðritun af fundinum á Bifröst merkt: Fundur á Bifröst 14.10.08 - Ágúst Einarsson gefur ríkisstjórninni falleinkunn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Víðáttuvitleysa að bankaútrásin sé blekking"

Það getur verið grátbroslegt að líta um öxl og skoða ummæli manna fyrir ekki svo ýkja löngu síðan. Ég var að leita að grein frá í lok febrúar til að birta í næsta pistli og sá þá fyrir tilviljun athyglisverða umsögn um útrásarmennina og áhangendur þeirra. Þetta er það fyrsta sem ég sá og varð til þess að ég rifjaði málið upp nánar:

Fréttablaðið 29. febrúar 2008


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er umrædd umfjöllun Andrésar Magnússonar, læknis, í Silfri Egils 24. febrúar 2008.

Það næsta sem gerist er að Eyjan birtir umfjöllun um Andrés 27. febrúar, greinar hans og orð í Silfrinu. Þar kemur meðal annars fram að grein Andrésar sem vitnað er í hafi beðið í meira en mánuð eftir birtingu í Morgunblaðinu. Ég leitaði í greinasafni Morgunblaðsins en fann ekki greinAndrés Magnússon, læknirina, svo líklega hefur hún aldrei birst þar. Greinin er hengd við þessa færslu í .pdf skjali, sjá neðst í pistlinum.

Því næst skrifar Hallgrímur Thorsteinsson bloggfærslu sama dag þar sem hann vísar í umfjöllun Eyjunnar og fleira. Þar er löng athugasemd frá téðum Hafliða Helgasyni þar sem hann leggur sig í líma við að gera lítið úr Andrési, orðum hans og skrifum. Hafliði segir m.a. um Andrés: "Niðurstaðan er að bankaútrásin sé blekking og raunhagnaður bankanna tekinn úr vasa húsnæðiskaupenda. Þessi niðurstaða er svo víðáttuvitlaus að það er hneisa að fjölmiðlamenn skuli ekki kanna grunn hennar áður en þeir hleypa henni í loftið." Einmitt það. Nú hefur aldeilis sannast hvor þeirra hafði rétt fyrir sér, Andrés eða Hafliði.

Það næsta sem ég sé er önnur umfjöllun á Eyjunni 28. febrúar þar sem lagt er út frá athugasemd Hafliða og fyrirsögnin er: "Víðáttuvitleysa að bankaútrásin sé blekking". Nánast á sömu mínútu að því er virðist skrifar Egill Helgason bloggfærslu um sama mál. Hafliði gerir athugasemd og hæðist að Agli: "Þakka þér fyrir málefnalegt innlegg laust við ad hominem og önnur billegheit. Þá ber að þakka miðlun af djúpstæðri þekkingu þinni á viðskiptum og hagfræði. Það er huggun harmi gegn í allri vitleysunni að umræðum á RÚV sé stjórnað af djúpvitrum jafnaðargeðsmönnum sem kafa undir yfirborð hlutanna og beita rökum og málefnalegri gagnrýni." Hafliði HelgasonOrðabókarskýring á latneska orðatiltækinu "ad hominem" er: "Sem höfðar til fordóma eða hagsmuna frekar en skynsemi."

Fram kemur í færslu Egils að Hafliði var einn þeirra sem áttu að fá feita kaupréttarsamninga þegar selja átti útrásarmönnunum sameiginlegar orkuauðlindir þjóðarinnar. Ekki furða að Hafliði hafi verið sár út í mann og annan.

Ég hvet fólk til að skoða þetta ferli og alla umfjöllun. Orð og framganga Hafliða, þar sem hann leitast við að niðurlægja og hæðast að þeim sem gagnrýndu útrásina á einhvern hátt eða drógu í efa heilindi útrásarmanna, er dæmigerð fyrir viðbrögð við varnaðarorðum þeirra sem sáu í hvað stefndi. Áður en Hafliði fór til starfa hjá REI var hann ritstjóri Markaðarins hjá Fréttablaðinu og hampaði útrásinni þar gagnrýnislaust. Nú situr þar í ritstjórastóli Björn Ingi Hrafnsson, forkólfur í Framsóknarflokknum; flokknum sem ber gríðarlega ábyrgð á því hvernig komið er í efnahagsmálum landsins. Björn Ingi spilaði líka stórt hlutverk í REI-málinu eins og Hafliði, sællar minningar. Er líklegt að Björn Ingi sé trúðverðugur ritstjóri eða þáttarstjórnandi nú um stundir með þennan feril á bakinu?

Mér er mjög minnisstætt það sem sagt var við mig endur fyrir löngu þegar mætur fréttamaður starfaði sem frétta- eða varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Það var eitthvað á þá leið að ef hann birti opinberlega allt sem hann vissi um menn og málefni þáverandi ríkisstjórnar myndi stjórnin springa í loft upp með miklum hvelli. Honum var treyst, hann virti trúnað og gerir það enn þótt hann sé löngu horfinn til annarra starfa. Blaða- og fréttamenn af betri sortinni vita miklu, miklu meira en þeir láta nokkurn tíma frá sér fara. Þeir búa yfir upplýsingum sem þeir annaðhvort geta ekki birt vegna trúnaðar eða gætu birt en fá engan til að staðfesta þær opinberlega.

Egill HelgasonÞetta kemur upp í hugann nú þegar Egill Helgason er gagnrýndur harkalega fyrir að koma með "aðdróttanir og dylgjur" í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson. Egill hefur verið í "bransanum" óralengi og haldið úti Silfri Egils í 9 ár. Það þarf enginn að segja mér annað en að hann viti, rétt eins og blaða- og fréttamenn, miklu, miklu meira en hann lætur nokkurn tíma uppi. Þess vegna læðist að mér sá grunur, að af hálfu Egils hafi ekki verið um aðdróttanir eða dylgjur að ræða, heldur hafi reiðin blossað upp í Agli vegna þess sem hann veit fyrir víst en gat ekki sagt án þess að rjúfa trúnað. Ég vil taka skýrt fram að ég þekki Egil nákvæmlega ekki neitt - ekkert umfram aðra sem hafa fylgst með honum í fjölmiðlum undanfarin ár og er því ekki að vísa í persónulega vitneskju frá fyrstu hendi. Aðeins að viðra tilfinningu... grun.

Annað sem vekur athygli mína er hlutverk netsins - netmiðla og bloggs í umfjöllun líðandi stundar og miðlun upplýsinga. Allt of margir Íslendingar halda því ennþá fram að allt sem skrifað er í blogg sé bull og þvaður sbr. Eyjan lógóorð Víkverja nokkurs hér. Ekkert sé að marka nokkurn hlut nema hann birtist í prent- eða ljósvakamiðlum. Það er nú aldeilis öðru nær, ekki síst nú þegar Morgunblaðið og Fréttablaðið hafa sameinast undir einn hatt. Nú verður bloggið enn mikilvægara og enn meiri þörf á vönduðum bloggurum og sjálfstæðum netmiðlum eins og Eyjunni en áður. Og pennum sem sjá ekki umheiminn með flokkspólitískum gleraugum. Umfjöllunin hér að ofan er gott dæmi um það. Best væri auðvitað ef allir þessir þættir fjölmiðlunar gætu spilað saman - og þeir gera það upp að vissu marki. Látum þessa vitneskju ganga til þeirra sem enn hafa ekki áttað sig á mikilvægi þessara staðreynda.

Að lokum tölvupóstur sem ég var að fá rétt í þessu frá vinkonu minni. Hún segir ekki vitað um uppruna hans en ég hef vissan Friðrik grunaðan þótt óstaðfest sé með öllu:

Engin kreppa á Eyrarbakka.
- Á Bakkanum gengur lífið sinn vanagang í kyrrð og ró.
- Ekki þurfum við að óttast bankahrun því hér er enginn banki. Bankinn fór héðan árið 2001 til þess að taka þátt í Matador í útlöndum og nú er spilið tapað eins og alþjóð veit.
- Við þurfum heldur ekki að óttast vöruskort í kaupfélaginu, því kaupfélagið fór í leiðangur árið 2002 og hefur ekki sést síðan.
- Ekki þurfum við að óttast atvinnuleysi í plássinu því hér hefur enga atvinnu verið að hafa síðan iðnaður og sjávarútvegur lagðist af árið 2006.
- Það voru engin rússnesk lán tekin til að bjarga hreppssjóðnum því hreppurinn hefur ekki verið til síðan árið 1998.
- Við erum þrátt fyrir þetta bjartsýn og horfum fram á veginn því héðan liggur leiðin bara upp.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Og spillingin grasserar enn

Hvað er þetta annað en spilling? Bankamaður sem átti þátt í að stjórna Icesave-ævintýri gamla Landsbankans er settur yfir innri endurskoðun nýja Landsbankans sem hlýtur, meðal annars, að eiga að fara ofan í saumana á svikamyllunni. SvikLandsbankinn - Mynd af Eyjunniamyllu sem, samkvæmt fréttum í dag, kostar Íslendinga  600 milljarða króna! Og fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru nú í skilanefndum sinna banka, bráðabirgðastjórninni, og kæmu meðal annars að rannsókn sem þessari sem ekki er vanþörf á. Myndu rannsaka sinn eigin þátt í sukkinu. Var ekki Björgvin G. að lofa öllu fögru - að allt yrði svo hreint, tært og óspillt? Ég sá þessa frétt á Eyjunni og ætla að birta hana orðrétt hér.

Ég skora á alla Íslendinga að taka þátt í andófi, nú og framvegis. Aðrir bloggarar geta annað hvort birt þetta hjá sér eða linkað hingað eða á Eyjuna! Við megum ekki láta svona vinnubrögð yfir okkur ganga lengur. Við höfum gert það allt of lengi. Látum stjórnvöld vita af óánægju okkar, látum þau vita að fylgst er með þeim. Það er eftir því tekið ef allt logar í bloggheimum, það get ég fullvissað ykkur um. Ég vek auk þess athygli á að það er starfsmaður bankans sem varar við þessu, manneskja sem ætti að vita hvað felst í gjörningnum.

____________________________________________

Áhyggjur í Landsbanka:  Fyrrum yfirmaður Icesave settur yfir innri endurskoðun Nýja Landsbanka

Starfsmaður Landsbankans varar nú við því í bréfi sem hann hefur sent frá sér, að framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans, Brynjólfur Helgason, skuli hafa verið gerður að forstöðumanni Innri endurskoðunar Nýja Landsbankans.

Icesave í Englandi og Hollandi var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði.

Starfsmaðurinn telur að þarna sé farið inn á hættulega braut - að gjörningsaðili eða a.m.k. hluti hans sé farinn að rannsaka sjálfan sig, jafnvel breiða yfir fyrri gjörðir.

Hann vill meina að mjög mikilvægt sé að stöðva slíka gjörninga áður en þeir nái að festa sig í sessi. Hann hefur sent bréf sitt til fjölmiðla og sett sig í samband við þingmenn allra flokka vegna málsins. Athugasemdum hans mun ekki beint að Brynjólfi persónulega.

Starfsmaðurinn segir m.a. í bréfi sínu:

"Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi (sem er að setja Ísland á hausinn) var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði, þetta var eitt meginverkefni þess síðustu misserin.

"Vitleysan heldur s.s. áfram.

- Hvað á framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs að gera sem innri endurskoðandi?
- Á hann að passa upp á að það verið ekki allt rannsakað?
- Á að verðlauna yfirmanninn með þessum hætti?
- Hafa menn ekkert lært?
- Eru að verða fleiri svona mistök í "björgunarferlinu"?
- Ætlar ný stjórn embættismanna að láta þetta viðgangast?

Er þetta boðlegt fyrir þjóðfélagið?

Svo má bæta því við að fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru hvor í sinni skilanefndinni. Þeir sem voru hluti af því regluverki sem brást. Þeir bera etv. ekki mestu ábyrgðina, en eru klárlega hluti af því regluverki sem brást.  Er ekki eitthvað að þegar svona er gert? Þó svo þekking þessara manna sé nýtt þarf ekki að setja þá í valdastöður við að stjórna rannsókn á klúðri sem þeir voru hluti af!! Er framboð hæfra manna virkilega ekki meira?"

"Hversu hlutlausir þurfa endurskoðendur að vera?

Starfsmaðurinn bendir jafnframt á að fráfarandi innri endurskoðandi LÍ, Sigurjón Geirsson, sé nú er í skilanefnd gamla LÍ, og segir hann hafa verið "virkan þátttakanda í Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi.  Það skýtur skökku við það hlutleysi sem krafist er af slíku embætti. Er engin hætta á hagsmunaárekstri hér? Hverra hagsmuna gæta starfsmenn skilanefndar?"

Starfsmaðurinn, sem segist vegna aðstæðna sinna ekki geta gefið upp nafn sitt, bendir jafnframt á leiðbeinandi reglur FME um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja sem eru nýkomnar út, þar sem segir m.a. "...skal reynt að tryggja að starfsmenn hennar séu hlutlausir í reynd og starfi óháð þeim rekstrareiningum sem þeir endurskoða."

_________________________________________

Fréttin á Eyjunni er hér og nokkrir hafa skrifað athugasemdir. Bendi líka á tvær færslur á bloggi Egils Helga, þessa og þessa. Þar kemur margt athyglisvert fram og hann boðar fleiri slíkar.

Viðbót: Egill tekur undir með mér. Kristjana og Jenný líka. Og Gísli. Þetta segir Andrés. Ragnheiður, Jóna, Martha, Jakobína, Rut, Villi og Halla Rut hafa bæst við. Var að rekast á þetta hjá Neo, Heiðu, AK, Nínu, Nýju stjórnmálaafli, Einari og Hildigunni. Fleiri?


Bankahrunið mikla í spéspegli

Auðvitað á ekki að gera grín að þessu... eða hvað? Vandamálið er alþjóðlegt og græðgin og siðleysið hið sama, hverrar þjóðar sem við erum. Hér eru Jónarnir tveir, Bird og Fortune, og fara á kostum að venju! Mér sýnist textinn á fyrra myndbandinu vera á tékknesku, en hana skilja auðvitað allir.

Endursýni svo þetta - að gefnu tilefni


Fólkið í Silfrinu og heimspeki Páls Skúlasonar

Ég held að ég hafi aldrei á ævinni upplifað þetta áður. Að bíða með öndina í hálsinum eftir sjónvarpsþætti. Veit að fleiri hafa gert það líka. Ekki vildi ég vera í sporum Egils með stóran hluta þjóðarinnar á herðunum. Allir vilja láta spyrja ákveðinna spurninga um það sem á þeim brennur og fá skýr svör við þeim. Miðað við aðstæður fannst mér Egill standa sig nokkuð vel undir þessari pressu þótt eflaust megi gagnrýna eitthvað líka. En hefði einhver annar gert betur? Hver?

Í Morgunblaðinu í gær var stórfínt viðtal við Pál Skúlason, heimspeking og Páll Skúlason - Ljósm. Mbl.: Gollifyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Þar sagði Páll meðal annars: "Ég hef sterka tilhneigingu til að álíta að sú hugmyndafræði sem hefur drottnað yfir þjóðfélagi okkar og heiminum undanfarið sé háskaleg mannlegu siðferði. Ég kalla þessa hugmyndafræði "markaðshyggju", en hún snýst um að líta svo á að öll mannleg samskipti séu viðskipti og að heimurinn snúist ekki um annað en að kaupa, selja og græða. Þessi boðskapur hefur dunið á okkur í mörg ár og er ekki heppilegur. Honum fylgja því miður oft óheilindi sem ógna og stuðla að upplausn hins sameiginlega veruleika okkar." Er hægt að hafa réttara fyrir sér?

Páll sagði ennfremur: "Það segir sig sjálft að áður var ekki allt í himnalagi í samfélagi okkar. Alls konar vandamál voru dulin og falin í þeim heimi sem nú er að vissu marki að hrynja. Ég held að fjármálakreppan stafi að verulegu leyti af því að stjórnmálasviðið brást og það reglukerfi sem þarf til að halda utan um mannfélagið. Hér er ég ekki bara að tala um íslenska ríkið heldur ríki veraldarinnar."

Og ein tilvitnun enn: "Í heiminum er miklu meira af ranglæti en réttlæti. Við þurfum að vinna gegn ranglæti og reyna að tryggja sem allra mest réttlæti í heimi þar sem fólk er að tapa miklu og veit ekki hvernig það á að komast af. Þarna reynir á sameiginlegt siðferði þjóðarinnar og þar skipta réttlætiskenndin og sanngirnin miklu máli." Hvernig er annað hægt en að taka undir með Páli? Ég held að þó nokkuð margir þurfi nú að líta í eigin barm, endurmeta lífsgildi sín og hressa verulega upp á réttlætiskenndina.

En hér er Silfur dagsins í bútum.

Vettvangur dagsins - Dagur, Svandís, Sigmundur Davíð og Guðrún P.

 Ragnar Önundarson - greinaflokkur hans er hér

 

Jóhanna Sigurðardóttir

 Jón Ásgeir Jóhannesson


Afleitar fréttir af frábærum bloggara

Einn af mörgum samfélagsrýnum og gæðabloggurum sem ég hef lesið lengi segist vera hættur að blogga og skýrir ástæður þess í síðasta pistli sínum. Þetta eru afleitar fréttir því ekki veitir af röddum eins og hans, ekki síst nú. Þegar búið er að leggja niður eitt dagblað og sameina hin tvö - eða setja undir sama hatt - verður netið mikilvægari miðill en nokkru sinni og nauðsynlegt að raddir eins og hans heyrist hátt og snjallt. Kveðjupistillinn hljóðar svona:

Bloggari fellur í valinn

11/10 2008 17:41

Ég hef nú haldið úti bloggi á íslensku í nokkur ár, fyrst á ókeypis lénum, en frá 2005 hér á baldurmcqueen.com. Tilgangurinn hefur verið tvíþættur.  Annars vegar viðhald íslenskrar tungu; hins vegar sú von að mjóróma rödd mín gæti, í samsöng með öðrum, breytt einhverju.

Nú er svo komið að ég sætti mig við að seinna markmiðið hefur mistekist.  Jafnvel í dag, þegar þjóðin glímir við alvarlegustu kreppu sem upp hefur komið í lífi flestra, sættir hún sig við að þeir leiði sem valdið hafa mestum skaða. Ekki einn einasti haus hefur fengið að fjúka á Íslandi og hafa þó tilefnin verið fleiri en flestar þjóðir myndu sætta sig við. Það sýnir betur en flest annað að árangur hefur ekki náðst.

Íslensk þjóð er nú stödd á stað sem mér líkar ekki.  Hér á ég ekki við meint gjaldþrot, heldur viðbrögðin við því.  Smátt og smátt hefur djúp samúð breyst í reiðiblandað vonleysi.  Það sætti ég mig ekki við.

Sérstaklega þegar sú reiði hittir fyrir vini sem mér þykir vænt um og þann stóra hluta þjóðarinnar sem fátt vildi annað en lifa hófsömu lífi í fögru landi.

Læt ég nú bloggi þessu lokið; síður en svo í sjálfsvorkunn, heldur töluverðri tilhlökkun.  Nú mun ég nota tímann í að lifa lífinu þar sem ég bý, með mínum ástvinum, laus undan bloggkvöð og lestri íslenskra fjölmiðla.  Þessi vefur mun hugsanlega hverfa - hugsanlega rísa upp með allt öðrum efnistökum.

Íslensk þjóð mun aldrei vakna. 
Ég hef gefist upp.
Kærar þakkir til þeirra sem lásu.
Ég vona menn skilji hví athugasemdum hefur verið lokað á öllum færslum.
Þrasinu er lokið.

_________________________________________________

Mér líst ekkert á að rödd Baldurs McQueen hljóðni en samt skil ég hann mjög vel. Sjálfri líður mér oft einmitt svona og skil ekkert í mér að eyða ómældum tíma og orku í að reyna að vekja, þótt ekki sé nema brot af þjóðinni, af því sinnuleysismóki sem hún hefur legið í allt of lengi. Um þetta fjallar meðal annars þetta og þetta og reyndar flest sem ég hef skrifað og birt á síðunni þetta tæpa ár sem ég hef bloggað.

Kannski fer ég sömu leið og Baldur, fell í vonleysisvalinn og gefst upp - kannski ekki. Þetta er alltaf spurning um í hvað maður vill verja tíma sínum og hversu lengi hægt er að leyfa sér að láta baráttuna bitna illilega á lifibrauðinu.

Ég held að minnsta kosti ennþá í þá von að margar mjóróma raddir geti breyst í öflugan kór og haft áhrif. Ég skora á Baldur að skipta um skoðun og halda áfram að láta rödd sína heyrast. Vonandi taka fleiri undir þá áskorun mína.


Ragnar Önundarson í Silfri Egils

Ragnar ÖnundarsonEgill Helgason boðar á bloggi sínu að Ragnar Önundarson verði í Silfrinu á sunnudaginn. Ragnar skrifaði greinaflokk í Morgunblaðið og ljóst er, að þeir sem segja að ástandið sem nú hefur dunið yfir hafi ekki verið fyrirsjáanlegt lásu ekki greinar Ragnars. Hann sá ýmislegt fyrir og reyndi að vara við því - eins og reyndar ýmsir aðrir - en þeir sem höfðu vald til að taka á málunum hlustuðu ekki. Fyrir viku, þegar ég birti eldri viðtöl úr Silfrinu við efnahagssérfræðinga, varð ég vör við að efnahagsmálin horfa allt öðruvísi við fólki nú en bara fyrir mánuði, hvað þá í ársbyrjun. Það er því áreiðanlega mjög fróðlegt fyrir marga að rifja upp greinar Ragnars - eða frumlesa þær.

Ég get ekki annað en vonað að ein af þeim lexíum sem lærast á þeim hamförum sem nú ganga yfir verði sú, að stjórnvöld taki framvegis meira mark á sérfræðingum sem leggja jafnvel mikið á sig til að vara við hvert stefnir. Það hefur vantað talsvert upp á það - og vantar reyndar enn, merkilegt nokk.

Ég safnaði greinunum eftir því sem þær birtust, átti allar nema eina í fórum mínum og setti þær inn í myndaalbúm hér á blogginu. Greinarnar eru 12, hver annarri athyglisverðari. Þær eru listaðar hér á eftir í dagsetningaröð ásamt útdrætti úr hverri grein. Smellið á nafn greinarinnar og haldið áfram að smella þar til læsileg stærð fæst. Ég minni líka á eldra viðtal Egils við Ragnar sem ég birti hér ásamt fleiri viðtölum.

Þjóð án verðskyns er auðlind

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn

 

Þjóð án verðskyns er auðlind - 6.12.07

 

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn - 7.1.08

 

Oftrú á afskiptaleysi

 

Oftrú á afskiptaleysi - 24.1.08

Vöxtur eða þensla

 

 

 

Vöxtur eða þensla? - 18.2.08

 


Neyðaraðstoð við banka?

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu

Neyðaraðstoð við banka? - 4.3.08

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu - 4.4.08

Ósjálfbjarga bankar

 

 

 

Ósjálfbjarga bankar - 15.4.08

Er frjálshyggjan að bregðast?

 

 


Leitin að Nýja sáttmála

Er frjálshyggjan að bregðast? - 4.5.08

 

Leitin að Nýja sáttmála - 31.7.08

 

Frjálshyggja og forréttindi

 

Frjálshyggja og forréttindi - 10.8.08

Að færast of mikið í fang

 

 

 


Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn

 

Að færast of mikið í fang - 27.8.08

 

Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn - 14.9.08


Viltu verða ríkur? Svona gerum við...

Þátturinn The Greed Game sem sýndur var á BBC nýverið vakti mikla athygli. Í honum er farið yfir aðferðir hinna ofurríku við að græða peninga, ótrúlegar fjárhæðir, aðstöðunni sem þeir hafa skapað sér með aðstoð góðra manna og í hvað þeir eyða peningunum. Þátturinn virðist vera gerður eftir að "efnahagshrunið mikla" hófst og í honum kemur ýmislegt fram sem er fróðlegt að vita. Gera má ráð fyrir að hinir íslensku auðmenn eða "útrásarvíkingar" hafi notað svipaðar aðferðir þegar þeir komu ár sinni fyrir borð um leið og þeir stóðu að hruni íslensku bankanna og  þjóðarinnar allrar.

Lokaorð þáttarstjórnanda eru athyglisverð: "So there are still plenty of opportunities for the super-rich to increase their fortunes. Even though the global financial system is in intensive care and our prosperity is threatened. With the Greed Game still being played, if we're not going to end up losers again, the rules will need to be rewritten." Það sem á undan kom sýndi fram á að þessir menn geta haldið áfram græðgisleiknum nánast  endalaust miðað við þann skort á regluverki sem ríkir. Er ekki rétt að benda íslenskum stjórnvöldum á þetta?

Þátturinn er hér í 7 hlutum svo fólk getur farið rólega í þetta og tekið einn í einu. Neðst er síðan skýringarmynd úr sænsku netblaði sem sýnir a.m.k. hluta eignatengsla íslensku auðjöfranna. Mér finnst nú samt að einhverja og eitthvað vanti inn í þetta net. En hvað varð af þessum mönnum? Geta þeir nokkurn tíma látið sjá sig á landinu framar?

1. hluti

  2. hluti

 

3. hluti

 

4. hluti

 

5. hluti

 

6. hluti


7. hluti

 

 Eignatengsl íslenskra auðmanna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband