Ótrúlegur yfirgangur og ósvífni

SumarhúsMig hefur aldrei langað að eignast sumarbústað. Kannski ekki gefin fyrir að fara alltaf á sama staðinn. En ég myndi þó gjarnan þiggja að hafa aðgang að bústað svona einu sinni, tvisvar á ári. Ekki væri verra að hafa fallegt umhverfi en fyrst og fremst myndi ég vilja ró og næði. Eina tónlistin sem ég myndi vilja heyra væri söngur náttúrunnar. Engin önnur hljóð fyrir utan þetta bráðnauðsynlegasta - bíl í fjarska (miklum fjarska) og kannski óm af mannamáli í álíka miklum fjarska. En helst ekki samt. Best þætti mér að vera óralangt frá öllum mannabústöðum og njóta algjörrar kyrrðar.

"Er allt falt fyrir peninga á Íslandi?" spyr Jenný Anna í fínum pistli umÞingvellir þetta sama mál. Fólki er leyft að troða niður sumarbústöðum, eða ætti maður frekar að segja glæsivillum, á helgasta blett okkar Íslendinga, þjóðgarðinn á Þingvöllum. Svæði sem er sameign þjóðarinnar og ætti að vera friðhelgt og verndað fyrir ágangi sem þessum. En nei, allt virðist falt fyrir peninga á Íslandi og samkvæmt þessari frétt á mbl.is er verið að reisa þó nokkar nýjar villur rétt við það allra helgasta og þar er fólk ekkert að spá í að fara eftir reglum.

ÞyrlaAð þurfa að upplifa hávaða frá þyrlum á þessum stað eru í mínum huga helgispjöll og það mjög alvarleg. Hávaðinn og áreitið í umhverfinu, þar á meðal frá þyrlum, er alveg nóg svo ekki sé ruðst með þessi tæki inn á þau svæði þar sem fólk vill vera í friði og ró með náttúrunni.

Í fréttinni á mbl.is segir m.a.: "Þingvallanefnd hefur kynnt eigendum sumarhúsalóða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum drög að nýjum reglum um sumarhús. Þar er lagt bann við nýbyggingum og girðingum um einkalóðir." Ég hélt satt að segja að löngu væri búið að setja þessar reglur því það er svo langt síðan ég heyrði um þær fyrst. Þingvallanefnd virðist ekki vera sérlega snör í snúningum og spurning hvernig eftirlitinu er háttað hjá nefndinni.

En hér er fréttin og viðtalið við Bjarna Harðarson, alþingismann. Hann er greinilega ekki par ánægður með ástandið og það sem hann hefur séð þarna þótt hann sé varkár í tali. Ætli hann sé í Þingvallanefnd? Að öðru leyti vísa ég í áðurnefndan pistil Jennýjar Önnu.

 

Viðbót: Þetta myndband birtist með frétt á mbl.is í dag. Þarna er farið allt aftur til ársins 1980 og rifjað upp hvað var verið að tala um á þeim tíma. Kannski ekki furða að ég hafi haldið að löngu væri búið að setja reglurnar en nú spyr ég: Hvað er Þingvallanefnd eiginlega að gaufa?

Viðbót 2: Þetta gerðist þriðjudaginn 15. júlí - Þingvallanefnd bannaði þyrluflug í þjóðgarðinum á Þingvöllum til 1. október nk. Nefndin tók við sér eftir að kvartanir bárust.


Forsætisráðherra ráðið heilt

Ég ætla að vera hógvær og ekkert að eigna mér neinn heiður af þessari umfjöllun, enda hafa fleiri fjallað um málið. Ég ætla ekki einu sinni að vísa í þennan pistil með myndbandinu og ekki þennan heldur. Seiseinei. En mér var nokkuð skemmt yfir frétt Stöðvar 2 í kvöld þar sem Ólafur Hauksson, almannatengill og flokksbróðir forsætisráðherra, ráðleggur honum að breyta framkomu sinni við fjölmiðla.

Geir HaardeÓlafur er sammála mér og segir Geir annálað prúðmenni - það er hann líka. Þess vegna kemur þessi framkoma hans mjög á óvart. Ólafur segir ekki gott fyrir stjórnmálamann, hvað þá forsætisráherra, að vera svona hvumpinn. Ég tek undir það.

Fyrir nokkrum árum, kannski svona 6 eða 7, var haft eftir fréttamanni einum að Geir væri einn af tveimur eða þremur uppáhalds stjórnmálamönnunum hans - sem fréttamanns. Ástæðan var sú að það var auðvelt að ná í hann og hann svaraði alltaf spurningum fréttamanna, skýrt og án málalenginga. Ekkert þvaður og blaður út í loftið. Mig minnir að Geir hafi verið fjármálaráðherra þá.

Vonandi hlustar forsætisráherra á Ólaf og hverfur aftur til sinnar eðlislægu framkomu sem öllum fellur svo vel í geð - og það kemur skoðunum hans, flokknum og pólitík ekkert við. Það er bara þroskaðra, kurteisara og prúðmannlegra auk þess sem framkoma hans undanfarið veldur því að bæði fólki og fréttamönnum finnst hann tala niður til sín. Það er ekki vænlegt til árangurs.


Breskur húmor, myndbönd og efnahagsmál

BBC-ITVBretar eru miklir húmoristar, það held ég að sé nokkuð óumdeilt. Við sjáum allt of lítið af bresku efni í íslensku sjónvarpi. Amerískir veruleikaþættir hafa tröllriðið dagskrá flestra sjónvarpsstöðva undanfarin ár. Það er helst Ríkissjónvarpið sem býður upp á breskt efni, bæði drama og grín, og það er geysivinsælt. En meðalaldur sjónvarpsáhorfenda er að hækka eins og fram kom í þessari frétt, svo væntanlega endurspeglar dagskráin það fljótlega með þáttum fyrir fullorðna.

Bretar ganga oft mjög langt í sínu gríni og miðað við viðbrögð sumra við gríni hérlendis yrðu þeir líklega snarvitlausir ef okkar grínistar myndu hamast jafn miskunnarlaust á jafnvel viðkvæmum málum og þeir bresku gera gjarnan. Þeim virðist fátt vera heilagt.

Ekki hafa Bretar farið varhluta af efnahagskreppunni sem geisað hefur þótt Baugur Groupþær vaxta- og verðbólgutölur sem þeir glíma við séu snöggtum lægri en þær sem við Íslendingar sjáum hér. Í ljósi þess er kannski skiljanlegt að eitt stærsta fyrirtæki landsins hafi séð sér leik á borði og flutt aðsetur sitt til Englands þótt ekki sé það stórmannlegt. Eigendurnir fleyttu rjómann af góðærinu en stinga svo af þegar kreppir að. Þannig lítur málið út í mínum augum, en ég viðurkenni að vera illa að mér í völundarhúsi fjárfestinga og Group-mála, svo vel má vera að þetta sé rangt mat.

Bankar, verktakar og ýmis fyrirtæki emja líka sáran. Á meðan græðgin réð för og allt lék í lyndi, bankar græddu á tá og fingri, verktakar færðust allt of mikið í fang og fyrirtækin slógu lán á báða bóga var íhlutun eða afskipti ríkisvaldsins harðlega fordæmd. Allt átti að vera svo einkavætt og frjálst, öllum heimilt að gera það sem þeim sýndist í opnu hagkerfi og frjálsu samfélagi. Ríkisvaldið mátti hvergi koma þar nærri - ekki einu sinni til að vara menn við því að óráðsían væri feigðarflan og farin úr böndunum. Ríkinu kom þetta bara ekkert við... þá.

PeningarSvo sprakk blaðran eins og hún hlaut auðvitað að gera eftir allt sukkið. Þá kom skyndilega allt annað hljóð í strokkinn. Nú á ríkið (við skattborgarar) að redda hlutunum, slá erlend lán upp á hundruð milljarða á gengi dagsins, bjarga óforsjálum verktökum frá gjaldþroti vegna offjárfestinga, breyta gjaldmiðlinum, ganga í ESB og síðast en ekki síst - virkja allar orkuauðlindir okkar strax til að byggja verksmiðjur ("mannaflsfrekar framkvæmdir", svokallaðar). Fyrirhyggjuleysið kristallast í orðum talsmanns greiningardeildar Glitnis sem lesa má í þessu morgunkorni þar sem fyrirhuguð eyðilegging á íslenskri náttúru er dásömuð af því hún færir aur í kassann hjá bönkunum:

"Segja má að álframleiðsla og annar orkufrekur iðnaður sé leið Íslendinga Glitnirtil að flytja út orku með hliðstæðum hætti og olíuríki selja afurðir sínar á heimsmarkaði, og hátt orkuverð er að öðru óbreyttu jákvætt fyrir arðsemi af slíkum orkuútflutningi. Í því ljósi, og með hliðsjón af því hversu fjárfestingarstig í hagkerfinu virðist nú lækka hratt, má segja að ofangreindar framkvæmdir séu heppilegar og líklegar til þess að vega gegn verulegum samdrætti í innlendri eftirspurn á næstu misserum."

Takið eftir niðurlaginu - það er verið að tala um misseri, ekki ár eða áratugi. Framtíðarsýn peningaaflanna er aðeins nokkur misseri. Bankarnir bara að bjarga sjálfum sér fyrir horn. Þetta er óhugnanlega dæmigert fyrir íslenskan hugsunarhátt og pólitík. Stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum, þá helst aðeins um sitt eigið kjördæmi og eru á stanslausum atkvæðaveiðum. Hagsmunir og framtíð heildarinnar hverfa í skuggann á pólitískum skammtímaframa stjórnmálamanna. Bankar og önnur fyrirtæki - og reyndar almenningur líka - hugsa bara um morgundaginn, í besta falli næsta ársuppgjör eða næstu mánaðamót. Ég vildi óska að hér ríkti meiri langtímahugsun í stjórn landsins, viðhorfi banka, fyrirtækja og almennings og umhyggja fyrir heildarhagsmunum í stað sérhagsmuna. Það er ekki vænlegt til árangurs að hugsa alltaf eingöngu um rassinn á sjálfum sér.

En ég ætlaði ekki að skrifa svona mikið heldur koma með sýnishorn af breskum húmor. Þau tengjast öll efnahagskreppunni og þarfnast ekki frekari skýringa. Þriðja og síðasta myndbandið birti ég hér fyrir nokkrum mánuðum - en góð vísa er sjaldan of oft kveðin.




Leyndarmál og lygar - bréf til Norðlendinga og Vestfirðinga

24Nú gengur maður undir manns hönd að skrifa blaðagreinar og dásama fyrirhugað álver á Bakka og gósentíðina sem það mun hafa í för með sér fyrir byggðarlagið. Oddviti Sjálfstæðismanna í Norðurþingi skrifaði í 24stundir í gær og sveitarstjóri Norðurþings í Morgunblaðið. Þeir eiga ekki nógu hástemmd lýsingarorð til að dásama mannlífið í kringum væntanlegt álver og bjarta framtíð ef það verður reist. Gjarnan er bent á hve blómlegt er nú á Austfjörðum eftir byggingu virkjunarinnar miklu og tilkomu álversins á Reyðarfirði. Allt annað líf... eða hvað?

Sannleikurinn virðist vera allt annar. Sem dæmi má nefna eru Morgunblaðiðverktakafyrirtæki á förum eða farin, Síminn lokaði einu verslun sinni á Austurlandi, ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins á Austurlandi var lokað fyrir um mánuði (opnaði 2003), RÚV sagði upp manni á Austurlandi sl. mánudag og Iceland Express hætti beinu flugi frá Egilsstöðum til útlanda. Bætið við dæmum ef þið hafið þau. Það er ekki ýkja langt síðan ég sá frétt á annarri sjónvarpsstöðinni þar sem farið var um Austfirði og talað við fólk sem bar sig fremur illa. Það sagði eitthvað á þá leið að ef það vildi ekki flytja til Reyðarfjarðar og vinna í álinu hefðu þessar framkvæmdir engin áhrif á þeirra byggðarlag, því það er auðvitað langt í frá að allir Austfirðir séu eitt atvinnusvæði. Það eru Vestfirðir ekki heldur.

Viðbót: Ég bað um fleiri dæmi og ætla að bæta þeim inn hér sem koma fram í athugasemdum við aðra pistla vegna heimildagildis. Hildur Helga nefndi ágætt dæmi í athugasemd við þennan pistil (sjá alla athugasemdina þar) sem hljóðar svo:

"Sá þig auglýsa á amk einum stað eftir fleiri dæmum um það, sem ekki hefur gengið eftir í kjölfar virkjana í fyrirheitna landinu á Austfjörðum. Nógu mörg slík dæmi hafa nú bæði þú og aðrir talið upp, en ég bendi samt á nýlega frétt um stóraukna tíðni hjónaskilnaða fyrir austan. (Sjónvarp; RÚV eða Stöð 2)."

Það virðist semsagt ekkert vera að gerast á Austurlandi lengur. Búið að reisa Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði og þá er pakkað saman, læst á eftir sér og lyklinum væntanlega fleygt í uppistöðulón. Hvað stóð gósentíðin lengi yfir? Fjögur ár? Kannski fimm? Hve miklir peningar skiluðu sér í kassann af öllum erlendu verkamönnunum sem sendu hýruna sína heim og fóru svo? Það er erfitt að játa að maður hafi haft rangt fyrir sér og Austfirðingar eru almennt ekki tilbúnir til þess ennþá. En hinkrum aðeins - þeir leysa frá skjóðunni fyrr eða síðar.

Af öllum þeim atburðum sem þessum framkvæmdum hafa fylgt er mér tvennt efst í huga: Eyðilegging náttúrunnar og meðferðin á erlendu farandverkamönnunum. Verkalýðsfélög höfðu sig mjög í frammi og mótmæltu hástöfum en ég veit ekki hvort lögum og reglum hafi verið breytt til að koma í veg fyrir að slík níðingsverk verði framin aftur við næsta verkefni, hvert sem það verður.

Kveikjan að þessum pistli var grein eftir unga konu frá Austurlandi sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. júlí, Hildi Evlalíu Unnarsdóttur, og hún segir ekki fagra sögu af ástandinu á Austfjörðum. Hún segist hafa flutt frá Austfjörðum á Suðvesturhornið til að stunda frekara nám eftir framhaldsskóla. Henni þykir augljóslega vænt um sína heimabyggð og hver veit nema hún hefði verið um kyrrt ef henni hefði staðið til boða að stunda sitt nám fyrir austan? Hvað hefur ekki háskólinn á Akureyri gert fyrir Norðurland? Hafa Austfirðingar engan áhuga á að lokka ungt fólk til sín eða halda í unga fólkið sitt með því að bjóða því upp á menntunarmöguleika í heimabyggð? Ég held að það væri nær - og ekki bara fyrir Austfirðinga. Eða hve margir starfsmenn álversins á Reyðarfirði eru áður brottfluttir Austfirðingar sem eru að koma aftur heim? Það væri gaman að vita. En hér er þessi athyglisverða grein Hildar Evlalíu.

Moggi 2. júlí 2008 - Hildur Evlalía

 

Þeir sem talað hafa máli olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum hafa uppi svipaðan málflutning og Norðlendingar um álverið á Bakka. Þeir minnast ekki á þau gríðarlegu, skaðlegu áhrif sem framkvæmdirnar hafa, heldur veifa framan í Vestfirðinga "500 störfum og enn fleiri afleiddum störfum". Það er greinilega vel geymt leyndarmál að í fyrsta lagi yrðu störfin aldrei svona mörg miðað við fjölda starfa í öðrum olíuhreinsistöðvum, einkum þeim nútímalegu og tæknivæddu sem þeir dásama svo mjög.

Olíuhreinsistöð í EnglandiÍ öðru lagi hefur hvergi verið minnst á hve mörg störf glatast ef olíuhreinsistöð yrði reist á Vestfjörðum því hún yrði í mikilli andstöðu við ýmsa aðra atvinnustarfsemi. Væntanlega yrðu þó nokkuð margir annað hvort að loka sinni sjoppu og fara - eða vinna í olíuhreinsistöð. Hefur einhver gert könnun á því hve margir Vestfirðingar vilja í raun vinna í olíuhreinsistöð sjálfir? Eða yrði að manna stöðina með erlendum farandverkamönnum eins og byggingu hennar? Við skulum ekki láta okkur dreyma um að hún verði reist með innlendum mannafla - það þætti allt of dýrt. Munum Kárahnjúka.

Svo eru það goðsagnirnar. Ein gengur út á það, að ef olíuhreinsistöð verði reist á Vestfjörðum fái Íslendingar ódýrt eldsneyti.  W00t  Lesið um það hjá Ylfu Mist hér. Hvernig konunni datt þetta í hug veit ég ekki. Skyldi einhver hafa logið þessu að henni til að kaupa velvild hennar? Konan getur lítið gert annað en að skammast í sínu horni þegar hún er búin að greiða atkvæði með olíuhreinsistöðinni og kemst síðan að því að hún fær ekki krónu í afslátt af bensínverðinu.

Lífseigasta goðsögnin fjallar um hve stór hluti álútflutningur er af tekjum þjóðarbúsins. Sagt hefur verið að hann sé meiri en af fiskveiðum og margfaldur á við ferðaþjónustuna. Það var vel geymt leyndarmál að þetta er lygi, en var afhjúpað í 24stundum í gær með afgerandi hætti. Auk þess seljum við þessum fyrirtækum hina verðmætu orkuauðlind okkar á útsöluverði í blússandi orkukreppu! Ég ímynda mér að svipað myndi gilda um olíuhreinsistöð þar sem, eins og í álinu, hvorki hráefnið né unna afurðin verður í eigu Íslendinga - og heldur ekki stöðin sjálf. En hér er fréttin sem afhjúpaði leyndarmálið og lygarnar.

Álver skila litlu í þjóðarbúið

 

Kæru Vestfirðingar og Norðlendingar - hugsið málið, setjið hlutina í samhengi og látið ekki ljúga að ykkur lengur. Áttið ykkur á að þessi mál snúast um svo miklu, miklu meira en að reisa eitt álver eða eina olíuhreinsistöð. Fórnirnar eru ótrúlega miklar, eyðileggingin gríðarleg og að flestu leyti óafturkræf. Ekki láta blekkjast af fagurgala manna sem hafa það eitt að leiðarljósi að hagnast sjálfir og er alveg sama um ykkur og okkur hin og látið ykkur ekki detta í hug að við fáum ódýrt eldsneyti þótt hér verði reist olíuhreinsistöð.

Hugsið um þau tækifæri sem þið væruð að svipta komandi kynslóðir með því að ganga svo á orkuauðlindir landsins að ekkert yrði eftir handa þeim eða stofna fiskimiðum, fuglabjörgum og hreinni ímynd Íslands í stórhættu. Hlustið á málflutning manna eins og Stefáns Arnórssonar sem ég vitnaði í hér og þið getið hlustað á í Spegilsviðtali í tónspilaranum ofarlega til vinstri á þessari síðu. Skoðið hug ykkar og íhugið orð Stefáns sem segir að þegar upp er staðið sé þetta spurning um siðferði.

Og þið getið verið viss um að eftir fjögurra til fimm ára fjör hjá fáum og fullt af peningum í vasa enn færri - ef af framkvæmdum verður - fer fyrir ykkur eins og Austfjörðunum og þá er betur heima setið en af stað farið.

Viðbót: Það var gaman að lesa grein Dofra Hermannssonar í Morgunblaðinu í morgun, en þar skrifar hann á svipuðum nótum og ég í þessum pistli, þótt hann beini augum að álveri í Helguvík. Dofri setti greinina á bloggið sitt áðan - sjá hér.


Forsætisráðherra og fjölmiðlarnir

Það var aldrei meiningin að fara út í mikla myndbandagerð, en ég ræð ekkert við hugmyndaflæðið; fjölmiðlarnir og þjóðmálin eru endalaus uppspretta hugmynda og gagnrýni. Ég hef ekki tíma til að vinna úr nema brotabroti af öllum þeim hugmyndum sem ég fæ. Oft spilar margt saman og í þetta sinn var það lítill pistill á baksíðu 24stunda þriðjudaginn 1. júlí og nokkrar fréttaúrklippur af viðtölum við forsætisráðherra.

Í mars sl. skrifaði ég þennan pistil, sem ég kallaði "Fjölmiðlar, fjórða valdið og fyrirlitning í framkomu ráðamanna". Tilefnið var tilsvar forsætisráðherra þegar fréttakona spurði hann spurningar - eða réttara sagt, reyndi að ganga á eftir því að hann svaraði spurningu. Forsætisráðherra var aldeilis ekki á því og hreytti í hana ónotum. Hann hefur verið áberandi ergilegur undanfarið, blessaður, og gjarnan svarað með skætingi.

Svo sá ég þennan pistil á baksíðu 24stunda á þriðjudaginn og ákvað að búa til nýtt myndband.

 Atli Fannar um forsætisráðherra

 

Mér til dálítillar furðu bættist við enn eitt myndbrotið áður en ég byrjaði á myndbandinu - í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær, miðvikudag. Að sjálfsögðu tók ég það með. Athygli vekur að svona myndbrot hafa aðeins birst í fréttum Stöðvar 2. Hvað þýðir það? Að forsætisráðherra svari ekki fréttamönnum Ríkissjónvarpsins á þennan hátt - eða eru tilsvör hans bara ekki sýnd þar? Það langar mig að vita.

Geir HaardeGeir Haarde er vel gefinn maður og hér áður fyrr naut hann álits, trausts og virðingar langt út fyrir raðir síns flokks. Er valdið að fara svona með hann eða er eitthvað annað að gerast? Af hverju sér þessi áður fyrr prúði og kurteisi maður sig knúinn til að koma fram eins og forveri hans í embætti sem kunni sér ekkert hóf í framkomu sinni og talaði alltaf niður til þjóðarinnar? Ég neita að trúa að Geir sé strengjabrúða seðlabankastjóra, sem virðist ráða því sem hann vill ráða þótt hann eigi að heita hættur í stjórnmálum. Breytir hann hegðan sinni fyrir næstu kosningar? Verður hann þá eins og Halldór Ásgrímsson sem sást aldrei brosa nema í kosningabaráttu? Eða er Geir búinn að fá leið á vinnunni sinni eins og George Constanza sem Atli Fannar skrifar um?

Með samsetningu þessa myndbands vil ég hvetja fjölmiðlafólk til að láta stjórnmálamenn ekki komast upp með að svara ekki spurningum eða hreyta í það ónotum þegar það reynir að gera skyldu sína gagnvart almenningi - að upplýsa þjóðina um atburði líðandi stundar. Og birta svör þeirra eins og Stöð 2 hefur gert. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í þjóðfélaginu og þeim ber að sinna skyldu sinni gagnvart þjóðinni. Vonandi ber þeim gæfa til að inna það starf eins vel af hendi og kostur er.

 


Húmor á Mogganum - nú hló ég!

Hinn nafnlausi Víkverjapistill í Morgunblaðinu sl. sunnudag vakti óskipta athygli mína. Þar var fjallað um hve blogg er ómerkilegt og illa skrifað. Ég tók pistlinum sem argasta gríni og minn gamli vinur, Sigurður Þór Guðjónsson, skrifaði um hann litla bloggfærslu í sínum persónulega stíl.

Mér fannst pistillinn svo skondinn að ég sendi Víkverja dagsins tölvupóst og þakkaði fyrir í þeim anda sem ég tók skrifum hans. Ekki bjóst ég við að fá svar, en rakst svo á það í morgun að bréfið mitt var birt í blaðinu - í Velvakanda á bls. 27. Ég skellihló þegar ég sá þetta og kann vel að meta húmorinn sem í því felst að birta bréfið frá mér.

En hver var þessi Víkverji sunnudagsins? Á Morgunblaðinu vinna margir eðalblaðamenn og sjálfsagt eru fjölmargir þeirra húmoristar. Var þetta Agnes? Ragnhildur? Kolbrún Bergþórs? Freysteinn? Steinþór? Marga fleiri mætti nefna. Hver er "snyrtipinni og safnar ekki drasli"? Ég hef ekki hugmynd um það - og mér er svosem slétt sama. Það sem mér finnst mest um vert er að Morgunblaðið hafi húmor og leyfi okkur hinum að njóta hans. Nóg er af alvörumálum í samfélaginu. Það er gott að fá að brosa og hlæja líka.

En Mogginn sleppti að birta hluta af undirskrift minni sem mér finnst auðvitað alveg ótækt, því þar kemur fram að ég er sjálf bloggari og fell augljóslega undir hina málefnalegu og skemmtilegu alhæfingu Víkverja, sem og eigið háð. Ég undirritaði bréfið nefnilega svona:

Lára Hanna Einarsdóttir
www.larahanna.blog.is
hvar hún hefur ekkert fram að færa

 Velvakandi - 2. júlí 2008Víkverji - 29. júní 2008


Stjórnarslit í aðsigi?

Það skyldi þó aldrei vera að stjórnarslit væru í aðsigi? Fréttin hér að neðan var í tíufréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld og vitnað í grein eftir Robert Wade sem birtist í Financial Times í kvöld. Lesið hana endilega. Hér talar greinilega maður sem þekkir til efnahagslífsins á Íslandi - og þar með stjórnmálanna.

Niðurlag greinarinnar er athyglisvert innlegg í umræðuna. Wade segir að ef blásið yrði til nýrra kosninga gæti Samfylkingin fengið nægt fylgi til að mynda stjórn með einum af minni flokkunum og... "...afleiðingin gæti orðið sú, að efnahagsstefna Íslands færi að líkjast þeirri hjá frændþjóðum í Skandinavíu, þar sem fjármálastofnanir ráða ekki öllu og óstöðugleiki er tekinn alvarlega."

Hér er frétt um málið á Vísi og hér í Viðskiptablaðinu.

Það hlýtur að koma í ljós innan skamms hvort Wade hefur rétt fyrir sér.

 


Fuglalíf og svolítil nostalgía

Ég var að horfa á og taka upp tíufréttirnar í Ríkissjónvarpinu áðan og heillaðist af lokamínútunum. Þar voru lómur og kjói við Héraðsflóa í aðalhlutverki ásamt ungunum sínum. Mér finnst að báðar sjónvarpsstöðvarnar mættu sýna svona náttúrulífsbrot í lok allra fréttatíma í sjónvarpi. Á báðum stöðvunum vinna kvikmyndatökumenn sem geta, ef sá gállinn er á þeim og þeir fá tækifæri til, verið listamenn á sínu sviði eins og þetta myndbrot ber með sér.

Mér varð hugsað til bernskunnar og lags sem ég grét yfir í hvert sinn sem það var spilað í útvarpinu. Mikið svakalega fannst mér það sorglegt. Það var á þeim árum þegar útvörp voru risastórar mublur, helst úr tekki, og maður var sannfærður um að fólkið sem talaði eða söng væri inni í tækinu. En aldrei skildi ég hvernig heilu hljómsveitirnar og kórarnir komust þar fyrir - og skil ekki enn.

Lagið setti ég í tónspilarann - það er gullaldarlagið "Söngur villiandarinnar", sungið af Jakob Hafstein af yndislegri innlifun og tilfinningu. Ég gleymi aldrei hvernig mér leið þegar ég hlustaði á það "í den". Og það vill svo skemmtilega til að sonur og alnafni söngvarans er nú afskaplega kær fjölskylduvinur.

 

 


 


Var "Fagra Ísland" tálvon eða blekking?

Í þessum pistli kvaddi ég eiginlega "Fagra Ísland" Samfylkingarinnar. Engu að síður er vonin nánast ódrepandi og ég finn að hún er ennþá til staðar. En þrátt fyrir fögur fyrirheit er ekki hægt að þakka Samfylkingarráðherrum neitt sem áunnist hefur í náttúruverndarmálum síðastliðið ár, eða frá því þeir settust í stjórn. Þvert á móti, þeir fela sig alltaf á bak við stjórnarsamstarfið. Eins og þetta myndband, sem ég setti saman í kvöld sýnir, er hver gjörðin á fætur annarri í andstöðu við þau fögru fyrirheit sem þar komu fram og voru að töluverðum hluta undirstaða velgengni þeirra í kosningunum og þar með setu þeirra í ríkisstjórn.

 

 

"Fagra Ísland" tiltekur engar sérstakar framkvæmdir en þetta samræmist á engan hátt anda stefnunnar. Greinilegt er að Össur og Björgvin eru sáttir,  kátir og stoltir af verkum sínum - en það er Þórunn ekki. En kjósendur Samfylkingarinnar voru ekki að velja þetta þegar þeir kusu flokkinn í síðustu kosningum. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrr í vikunni kom greinilega í ljós að þjóðin hefur fengið nóg af stóriðju og virkjunum. Íslendingar eru í rauninni að segja við stjórnvöld: "Látið landið okkar í friði!" Ætla stjórnarflokkarnir ekki að hlusta eða treysta þeir alfarið á gullfiskaminni kjósenda?

Á vefsíðu Samfylkingarinnar er "Fagra Íslandi" flaggað ennþá og þar má nálgast plaggið sjálft - Fagra Ísland - náttúruvernd og auðlindir. Þar segir meðal annars: "Umhverfismál eru á meðal brýnustu verkefna næstu ríkisstjórnar." Ef marka má orð og gjörðir ráðherranna sem koma fram í myndbandinu hér að ofan virðist það hafa breyst eitthvað. Hvers vegna? Geta þeir endalaust falið sig á bak við stjórnarsamstarfið við stóriðju- og virkjanaflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn? Eða eru þeir að verða samdauna honum?

Annar liður í plagginu hljóðar svo: "Slá ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð." Eins og fram kemur í myndbandinu hefur engum stóriðjuframkvæmdum verið slegið á frest - þvert á móti. Engin heildarsýn liggur þó fyrir yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands. Hvað veldur?

Í 24stundum í gær var mjög góður leiðari eftir Björgu Evu Erlendsdóttur og á sömu síðu var grein eftir Mörð Árnason, varaþingmann Samfylkingarinnar. Mér virðist Mörður ekki vera mjög kátur og ég finn til með honum, Dofra og fleiri Samfylkingarmönnum og -konum sem eru einlægir náttúruverndarsinnar, að þurfa að verja gjörðir ráðherra flokks síns og veita þeim nauðsynlegt aðhald. En kjósendur mega ekki láta sitt eftir liggja og verða líka að veita þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar aðhald, minna á kosningaloforðin og síðast en ekki síst - gleyma engu fyrir næstu kosningar!

Björg Eva Erlendsdóttir

Mörður Árnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Til varnar Björk og Sigur Rós

Ég nefndi í pistli fyrir nokkru að Sæmundur Bjarnason, vinur minn og gamall vinnufélagi, hefði gefið mér það ráð að svara aldrei athugasemdum í löngu máli heldur nota efnið frekar í nýjan pistil. Ég hef stundum gleymt þessu góða ráði og skrifað heilu ritgerðirnar í eigin athugasemdakerfi þegar mér er mikið niðri fyrir - sem er æði oft. Ég féll í þessa gryfju í gærkvöldi en ætla að bæta fyrir það með því að afrita athugasemdina yfir í nýjan pistil og prjóna aðeins við hana.

En áður en lengra er haldið langar mig að benda á frábæran þátt sem ég setti í tónspilarann. Það er þátturinn Samfélagið í nærmynd sem útvarpað var í morgun frá Grasagarðinum í Laugardal. Þar tekur Leifur Hauksson ýmsa tali, m.a. Ragnhildi Sigurðardóttur, vistfræðing. Takið eftir orðum Ragnhildar og útreikningum hennar. Þátturinn er merktur Samfélagið í nærmynd - Leifur Hauksson um náttúruna.

En tilefni pistilsins var athugasemd við síðustu færslu um tónleika Bjarkar og Sigur Rósar á morgun til varnar íslenskri náttúru þar sem sagt var: "...mér finnst þessir tónleikar svolítið gervi... ekki svona heill hugur á bak við." Þessu var ég aldeilis ósammála og svaraði á þessa leið:

"Ég held að bæði Björk og Sigur Rós séu mjög einlæg í vilja sínum til að vernda íslenska náttúru og þau vekja athygli á náttúruvernd á sinn hátt - sem tónlistarmenn.

Sigur RósAllir strákarnir í Sigur Rós eru náttúrubörn, það sást t.d. glögglega þegar þeir héldu tónleikaröð sína um allt land fyrir tveimur árum - ókeypis, undir berum himni víðast hvar og jafnvel á afskekktum stöðum eins og Djúpuvík á Ströndum. Myndbandið Heima var gert í þeirri ferð og sýnir heilmikið af íslenskri náttúru og þeir hafa sagst sækja andagift fyrir tónlist sína í hana. Fjölmörg myndböndin við lögin þeirra eru líka óður til náttúrunnar og gerast úti í náttúrunni.

Björk hefur alltaf talað máli náttúrunnar - en hún gerir það á sinn hátt eins og henni er einni lagið. Hún hefur að mínu viti ævinlega verið einlæg í sinni listsköpun og því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur og sagt. Lastu svargrein hennar til Árna Johnsen í Mogganum um daginn? Hún var góð.

Fólk velur sér oftast þann tjáningarmáta sem því hentar best, í þeirra tilfelli er það tónlist og það vill svo vel til að þau eru öll mjög góðir listamenn og á þau er hlustað. Það er síðan misjafnt til hverra fólk höfðar. Ekki geta allir höfðað til allra, það er ógerlegt.
Björk
Björk og strákarnir í Sigur Rós hafa verið gagnrýnd fyrir að tjá sig almennt um málefni hér á landi af því þau hafa verið svo mikið erlendis. Þetta finnst mér vera reginmisskilningur. Það er einmitt búseta í öðrum löndum og heimshlutum sem opnar oft augu fólks fyrir þeim forréttindum sem við Íslendingar búum við - að hafa þessa dásamlegu náttúru í hlaðvarpanum hjá okkur.  Í þessum pistli sagði ég m.a.: "Sínum augum lítur hver silfrið og þeir eru æði margir Íslendingarnir sem kunna ekki að meta það sem þeir hafa í bakgarðinum en mæna aðdáunaraugum á allt í útlöndum og finnst það taka öllu öðru fram. Þetta er alþjóðlegt hugarfar - eða alþjóðleg fötlun - eftir því hvaða augum maður lítur silfrið".

Flestir kannast við þetta. Til dæmis hafa fjölmargir íbúar Parísar aldrei farið upp í Eiffelturninn, á Louvre-safnið eða í Versali. Þetta er of nálægt þeim. Við tökum ekki eftir því sem við höfum fyrir augunum dags daglega - eða okkur finnst það ekkert tiltakanlega merkilegt. Þetta er þarna bara, hefur alltaf verið þarna og verður líkast til um aldur og ævi... höldum við.

NorðurljósÉg vissi jú til dæmis að norðurljósin væru falleg, ekki spurning. En þetta fyrirbæri hafði ég haft fyrir augunum á hverjum vetri frá því ég man eftir mér og kippti mér ekkert upp við það. Svo fór ég að fara með erlenda ferðamenn í norðurljósaferðir fyrir nokkrum árum. Var brautryðjandi í slíkum ferðum. Þá fyrst áttaði ég mig á hversu stórkostlegt náttúrufyrirbrigði þau voru. Fólk hló, grét, tók andköf og gaf frá sér undarleg hljóð yfir þessu hversdagslega fyrirbæri að mínu mati. Þessi mögnuðu viðbrögð hinna erlendu gesta voru hugljómun.

Ég hef sömu eða svipaða sögu að segja um ótalmargt í íslenskri náttúru. Þótt ég hafi alltaf virt hana og metið mikils hef ég lært ótrúlega mikið á því að ferðast um með útlendinga og horfa á umhverfið með þeirra augum. Þannig hafa venjulegustu og hversdagslegustu hlutir í náttúrunni orðið óvenjulegir og stórbrotnir eins og hendi væri veifað. Sú upplifun er engu lík.

Nei, tónleikarnir eru ekki gervi... ég held að þessum tónlistarmönnum sé innilega annt um náttúruna, hvort sem það er þeim meðfætt og eðlislægt eða að þau kunni betur að meta hana af því þau hafa verið svo mikið í burtu frá henni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og vonandi þurfum við Íslendingar ekki að harma örlög íslenskrar náttúru þegar við erum búin að leggja hana í rúst."

Þessi athugasemd var greinilega efni í annan pistil, en ég ætla að prjóna við og setja inn tvær greinar sem birtust í Morgunblaðinu. Sú fyrri er frá 10. júní sl. og þar fer Árni Johnsen, alþingismaður, niðrandi orðum um Björk og skoðanir hennar. Auk fordóma og fáránlegs málflutnings gerir Árni sig sekan um það, sem nafni hans og náfrændi Sigfússon og ótal fleiri álverssinnar gera - hann sýnir af sér fádæma þröngsýni. Árni talar um að álver hér eða álver þar geri ekkert til en gleymir alveg að nefna fórnirnar sem færa þarf til að framleiða orku handa öllum þessum álverum og hvaða afleiðingar þær fórnir hafa fyrir bæði okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. En orð Árna dæma sig sjálf. Björk svaraði fyrir sig 14. júní og gerði það vel. Svar hennar þarfnast ekki frekari skýringa.

Árni Johnsen - Moggi 10.06.08

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Björk - Moggi 14.06.08


Já, þessi kona verður á náttúrutónleikum um helgina

Það má mikið gerast fyrir laugardaginn svo ég láti tónleika Bjarkar, Sigur Rósar og fleiri fram hjá mér fara. Líklega held ég til einhvers staðar í jaðri mannfjöldans því ég fæ innilokunarkennd í þvögum. Kannski ég mæti klukkan 17, því þá mun minn gamli samstarfsmaður, Finnbogi Pétursson, hljóðlistamaður, í samstarfi við Ghostigital (Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen) hefja tónlistarflutning og spila til kl. 19.

Finnbogi PéturssonMér er mjög minnisstætt þegar ég sat fund uppi á Stöð 2 endur fyrir löngu í litlu, gluggalausu fundarherbergi. Við vorum búin að sitja þar í smástund þegar við áttuðum okkur á lágværum hljóðum sem bárust einhvers staðar frá. Í ljós kom að Finnbogi hafði sett þar upp hljóðlistaverk sem samanstóð af mörgum, litlum hátölurum sem hengdir voru upp á vegg og frá þeim bárust lágvær hljóð í ákveðnu mynstri eða formi. Þetta var magnað og alveg ótrúlega þægilegt og róandi. Ég væri alveg til í að hafa svona hljóðlistaverk í stofunni heima hjá mér sem ég gæti kveikt og slökkt á að vild. En ég hlakka til að heyra hvað Finnbogi er að fást við núna í samstarfi við félaga sína. 

Sigur Rós stígur svo á svið klukkan 19, Ólöf Arnalds er næst á eftir þeim og að lokum kemur Björk Guðmundsdóttir fram með sína mögnuðu rödd sem hefur fylgt mér síðan Björk var á barnsaldri eins og ég sagði frá hér. Hvað sem fólki finnst um tónlist þessara listamanna hvet ég alla til að mæta, þótt ekki sé nema til að sýna hug sinn til náttúru Íslands og sýna þeim sem ólmir vilja leggja hana í rúst að andstaðan sé mikil - kannski meiri en þeir ráða við. Öll erum við jú atkvæði fyrir kosningar, ekki satt?

En hér er brot úr Íslandi í dag frá í gærkvöldi fyrir þá sem voru til dæmis að horfa á boltann og misstu af öllu öðru. Þetta viðtal var einmitt sent út þegar fyrstu mörkin tvö voru skoruð - ég missti af þeim því ég hafði skipt yfir á Stöð 2!

 


 
Myndbandið um olíuhreinsistöðina er komið á YouTube.


Blygðunarlaus spilling og einkavinavæðing

Þessi færsla er gagngert birt til að vekja athygli á öðru bloggi - grafalvarlegu hneykslismáli sem Jón Steinar Ragnarsson skrifar um og vekur athygli á. Pistill Jóns Steinars er ítarlegur, vandaður og vel rökstuddur. Þótt ég birti pistilinn hans í heild sinni hér að neðan hvet ég fólk til að fara á bloggið hans og setja inn athugasemdir sínar þar. Ég hvet líka aðra bloggara sem hafa áhuga á - kannski ekki bara málefnum áfengissjúkra, heldur eru líka andsnúnir svona blygðunarlausri spillingu og einkavinavæðingu - að afrita pistil Jóns Steinars og linka í hann til að vekja enn meiri athygli á þessu máli og öðrum svipuðum. Ekki tauta og tuða úti í horni eða á kaffistofunni, heldur láta yfirvöld vita að fylgst sé með þeim og að svona málatilbúnaður sé fordæmdur og lendi ekki í gleymskuskjóðunni fyrir næstu kosningar.

Ég hef enga persónulega reynslu af SÁÁ, hef verið heppin í lífinu. En ég þekki fjölmarga sem annaðhvort eiga þeim sjálfir líf sitt að launa eða einhverjir þeim nákomnir. Í lok pistils síns hvetur Jón Steinar fólk til að horfa á heimildarmynd Michaels Moore, SICKO, sem fjallar um spillingu og skelfilega meðferð á sjúklingum í einkareknu heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Ég horfði á myndina í ársbyrjun og mér varð illt, ég varð miður mín. Viljum við slíkt kerfi hér á Íslandi? Ætlum við að líða að heilbrigðiskerfið, sem foreldrar okkar, afar, ömmur, langafar og langömmur börðust fyrir með blóði, svita og tárum verði einka(vina)vætt í laumi á bak við tjöldin?

En hér er pistill Jóns Steinars. Lesið til enda - þetta er sláandi úttekt.

 

Falin einkavæðing á heilbrigðiskerfinu
og opinber spilling

AlkinnÉg bið ykkur sem hafið áhuga á málefninu að gefa ykkur tíma til að lesa þetta, þótt í lengra lagi sé.  Þetta er mál, sem varpar ljósi á hvernig innviðir hins opinbera starfa og hvernig opinberir starfsmenn og þjóðkjörnir fulltrúar misnota aðstöðu sína, sér og venslamönnum til hagsbóta.

Nýlega féll úrskurður í máli SÁÁ vegna umkvartanna um úthlutun þjónustusamninga Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til einkahlutafélagsins  Heilsuverndarstöðvarinnar / Alhjúkrun, sem áður hét  Inpro (sem vert er að hafa í huga hér síðar). Umsóknaraðilar voru fjórir, SÁÁ, Samhjálp, Heilsuverndarstöðin / Alhjúkrun og Ekron.
SÁÁ
Þjónusta þessi laut að sólarhringsvistun, stuðningi og framhaldsúrræðum fyrir áfengis og vímuefnaneytendur að lokinni meðferð. Þetta hefur reynst einn af grundvallarþáttum í endurhæfingu þessara sjúklinga og oft nauðsynlegur áfangi í að sjúklingar nái að verða fullgildir þegnar samfélagsins að nýju.

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi og velferðarráðsmaður sendi erindi til innri endurskoðanda fyrir hönd Reykvíkinga  vegna málsins þegar úthlutunin var tilkynnt á sínum tíma, enda er þarna um ráðstöfun almannafjár með óeðlilegum hætti að hans mati.

Þórarinn TyrfingssonM.a. var umkvörtunarefnið að tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar var þriðjungi hærra en SÁÁ. (33 millj. á móti 57 millj., sem greitt verður nálægt  jöfnu af Reykjavíkurborg og Ríkissjóði) Auk þess taldi hann að óeðlileg hagsmunatengsl þeirra, sem að ákvörðuninni komu, væru í meira lagi vafasöm og  krafðist hann endurskoðunar á því.  Það átti heldur ekki aðfara framhjá neinum að 30 ára reynslu og sérfræði SÁÁ í áfengis og vímuefnalækningum, hafði verið hafnað með ófullnægjandi rökum og algerlega reynslulausum og ósérfróðum um  falið verkið.
Heilsuverndarstöðin
Niðurstöður innra eftirlits og Velferðarsviðs voru engu að síður á sama veg eftir endurskoðun: Heilsuverndarstöðin /Alhjúkrun (áður Inpro) þótti vænni kostur þrátt fyrir allt og engin merki um spillingu að sjá að mati eftirlitsins.

Skoðum málið nánar.

PeningarÞað húsnæði, sem Heilsuverndarstöðin bauð til þessarar þjónustu stendur enn í fokheldu ástandi og ekki er séð hvort úr rætist í náinni framtíð, ekki síst vegna þess að þetta sama húsnæði er fast í gjaldþrotaskiptum, sem ekki er séð fyrir endann á.  SÁÁ stóð klárt með sitt húsnæði og alla aðstöðu. Engin kaupsamningur eða löggiltur leigusamningur um húsnæði þetta virðist vera fyrirliggjandi. Úrræðið er því ekki fyrir hendi og ljóst að fyrirtækið hefur ekki greint heiðarlega frá í umsókn sinni. Auk þessa hafa íbúar í nánd við fyrirhugað, hálfkarað áfangaheimili, mótmælt staðsetningu þess í miðju íbúðahveri,  m.a. með tilliti til þess að þar býr barnafólk, sem hefur áhyggjur af þessu.  Það má kannski má skrifa á ákveðna og fordóma og  vanþekkingu, en er þó skiljanlegt.  (Misjafn sauður er í mörgu fé.) Það mál er þó óleyst að því er ég best veit.  Á meðan bíður gatan sjúklinganna.
Alkóhólsjúkdómar
Með undanþágu var þessi úthlutun velferðarráðs ekki háð reglum um opinber útboð og var vísað til Evrópulaga þess efnis, sem kveða á um  að slíka undanþágu megi gefa í tilfellum, þar sem um viðkvæma málaflokka er að ræða, svo að tryggt yrði að sérhæfni réði um niðurstöður, en ekki  lægsta tilboð.   Þessi undanþága var hinsvegar nýtt til þess að velja ekki þann aðila sem mesta aðstöðu og þekkingu hafði, heldur einvörðungu til að sneiða hjá kvöðum um lægsta tilboð.

SÁÁ er óumdeilanlega hæfasti aðilinn bæði hvað varðar sérþekkingu, reynslu, samhæfingu úrræða og aðstöðu. Kröfur í auglýsingu voru þessar: 
  1. Þekking  til að veita hlutaðeigandi einstaklingum félagslega heimaþjónustu með virkni og þátttökuhugmyndafræði að leiðarljósi.
  2. Aðgangur að faglegum stuðningi eftir þörfum.
  3. Þekking á fíknivanda.
Group therapyFyrsti liðurinn höfðar augljóslega til SÁÁ. Nákvæmlega þessa þjónustu hafa þeir veitt í áratugi.  Nýyrðið “Þátttökuhugmyndafræði” er hinsvegar óljóst, en vísar líklega til þátttöku vistmanna í rekstri athvarfsins m.a. í hreingerningum og umhirðu. Það er nákvæmlega það módel, sem SÁÁ hefur starfað eftir.

Annar liðurinn vísar til þess starfs, sem þegar er innan SÁÁ, þ.e. nýtingu þjónustu í samvinnu við opinbera heilbrigðis og félagsþjónustu, auk þess að benda á og nýta kosti í menntakerfi og atvinnumiðlun m.a.
Fjölskylda
SÁÁ rekur afvötnun, eftirmeðferð, göngudeild og eftirfylgni, áfangaheimili, námskeið fyrir sjúklinga og aðstandendur, ráðgjöf um úrræði í starfsþjálfun, atvinnuleit, fjármálum, sálfræðihjálp og margt fleira, sem er í boði að hluta hjá þeim og á vegum hins opinbera og óháðra félagasamtaka. 150 sérfræðingar og sérfróðir starfa hjá SÁÁ í þessum efnum auk þess sem kröftugt félagslíf er rekið innan veggja samtakanna.  Það ætti að uppfylla kröfur 3. liðsins og vel það. Aðhaldið er algert allt meðferðarferlið, hvort sem það tekur vikur eða ár. 
  • Það sem Velferðarsviði þótti þó álitlegra hjá Heilsuverndarstöðinni / Alhjúkrun er þetta:
Alhjúkrun“Sérstaklega var litið til þess að hjá Heilsuverndarstöðinni/Alhjúkrun starfa sérfræðingar sem m.a. hafa mikla reynslu af vinnu við starfsendurhæfingu  en starfsendurhæfing er mjög mikilvægur þáttur í stuðningi og aðstoð við einstaklinga í þessum aðstæðum til að gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu.Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun þótti því geta uppfyllt þennan þátt best af þeim aðilum sem sóttust eftir samstarfi.”
Trúarlækning
Takið eftir hvað ræður úrslitum hér.  Hér er talað um "sérfræðinga, sem hafa reynslu af starfsendurhæfingu."  Starfsendurhæfing er í grunninn iðjuþjálfun , sem beinist helst að þjálfun slasaðra eða fólks með skerta andlega eða líkamlega getu. Þetta hefur ekki verið lykil-þjónustuþáttur við endurhæfingu alkóhólista, nema að þeir hafi slíka andlegar eða líkamlegar hömlur. Í slíkum tilfellum hefur SÁÁ vísað slíku til sérfræðinga um þau efni, enda eru sérhæfðar stofnanir fyrir slíkt.

Starfsþjálfunarvinna SÁÁ hefur miðast að endurheimt líkamsstyrks, hvatningar og leiðbeininga um betra mataræði, ögun og þjálfun huga og þreks. Einnig hefur SÁÁ leiðbeint um opinber sérúrræði í endurmenntun og námsbrautum auk námskeiðshalda innan eigin veggja. Úrræði SÁÁ eru algerlega á hreinu, en fátt, ef nokkuð, er sagt um hvað felist nákvæmlega í þessu hjá Heilsuverndarstöðinni/Alhjúkrun. 
  • Annað og eitt það undarlegasta í rökum innra eftirlits á málinu er þessi klásúla:
“Velferðarsvið taldi það einnig skipta máli að með því að velja aðila sem ekki rekur meðferðarstofnun megi ætla að auðveldara verði að nýta meðferðarúrræði þeirra aðila sem það gera, þ.e. Samhjálp og SÁÁ, allt eftir þörfum einstaklinga í hvert sinn."

Þetta er undarleg öfugmælavísa og þarf sterka þvermóðsku til að voga sér að setja slíkt fram. Ég skal þýða þetta: Það þykir kostur að velja aðila, sem ekki rekur meðferðarúrræði eða hefur sérþekkingu á því sviði,  svo að sá aðili, sem fyrir vali verður,  geti nýtt sér úræði þeirra, sem reka meðferðarúrræði og hafa sérþekkingu til!

TöfralækningÞarna er Samhjálp nefnd og er augljós undirtónn í því að kristileg dogmatísk innrætingarprógrömm skuli vera valkostur óháð meðferð.  Það eru engar hömlur á þeim valkosti gagnvart þeim sem nýta sér eftirmeðferðarúrræði SÁÁ og áfangaheimili. Þar er öllum frjálst að iðka sína trú, sækja samkomur og biblíulestur. Hvað annað?  Það hefur ekkert með endurhæfinguna að gera í grunnatriðum að hlutast til um andlega iðkun og heimsýn vistmanna. Þó það nú væri!

Það er vert að nefna að þetta úrræði er að hlut tilkomið til að fylla Byrgiðskarð trúarmeðferðar Byrgisins sem myndaðist vegna gríðarlegs hneykslis, sem flestum er í fersku minni.   Ég ætla annars að láta hjá líða að ræða þau meðferðarúrræði sem gera biblíulestur og bænahald að skilyrðum fyrir hjálp og miða helst að því að reka út illa anda í fullri samvinnu og með samþykki og fjármögnun hins opinbera.  Ég þekki þann valkost vel af eigin reynslu og sting kannski niður penna varðandi það síðar. 
  • Að lokum er enn ein klásúlan í rökstuðningi velferðarráðs, sem gagnrýnd hefur verið. Hún hljóðar svona:
"Í þessu samhengi var jafnframt litið til þess að með því að leita til þessa samstarfsaðila er Velferðarsvið að styðja við þróun og samkeppni á markaði í félags- og heilbrigðisþjónustu…" 

SamhjálpEnn ein öfugmælavísan. Því hefur alfarið verið hafnað að siðlegt eða æskilegt sé að hvetja til samkeppni í viðkvæmum málaflokkum og var undarþága frá hefðbundnu útboði einmitt fengin til að komast hjá slíku..  Þ.e. að velja besta kostinn, en ekki þann ódýrasta. Það var jú meginréttlæting þess gjörnings.  Þetta er því í hrópandi þversögn við gefin markmið.  Í samhengi þróunar á heilbrigðissviði, er varla til jafn skínandi dæmi en 30 ára þróun, samhæfing, rannsóknir, rannsóknasamstarf og stöðug endurskoðun úrræða hjá SÁÁ.

Starf SÁÁ hefur verið notað sem fyrirmynd á norðurlöndunum og víðar og er stöðugur straumur til þeirra af erlendum sérfræðingum og starfsmönnum sem vilja kynna sér þetta undur á Íslandi.

SÁÁ hefur hlotið styrki til rannsókna frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og frLæknir og sjúklingurá Evrópusambandinu.  Einnig er ítrekað leitað eftir samvinnu frá háskólum í USA. Margir ráðgjafa SÁÁ hafa einnig starfsréttindi í USA. Þórarinn Tyrfingsson hefur m.a. verið í stjórnum alþjóðasamtaka vímuefnalækninga og verið beðinn um að taka forsæti þar. Sú staðreynd virðist þó blikna í samanburði við tiltölulega nýstofnað fyrirtæki, sem aldrei hefur komið að málaflokknum.  Það er raunar óskiljanlegt hvað menn eru einbeittir í að sveigja sig að þessari hróplegu niðurstöðu.

Jórunn FrímannsdóttirJæja, og þá að meintri spillingu eða vanhæfi, þeirra sem um málið fjölluðu.  Innra eftirlit, sem er bókhaldsleg skoðun á hagsmunatengslum, segist engin merki finna um hagsmunatengsl Jórunnar Frímannsdóttur formanns Velferðaráðs, né Ástu Möller fulltrúa í heilbrigðisnefnd, eins og gert var að umkvörtunarefni, en staðfestir þó, óbeint, aðkomu þeirra að tengdum fyrirtækjum, sem þær höfðu  síðar losað sig frá.  Svona eru þessi tengsl í einföldu máli: (smellið í tvígang á flæðirit hér til áréttingar).

Jórunn Frímanns, Sjálfstæðisflokki og formaður velferðarrÁsta Mölleráðs, seldi Ástu Möller þingmanni Sjálfstæðisflokki fyrirtækið Doctor.is árausnarlegar 17 milljónir .Ásta  Möller, situr svo í heilbrigðisnefnd og átti sjálf og stofnaði fyrirtækið Liðsinni sem síðar rann ásamt Doctor.is inn í Inpro, sem er forveri Heilsuverndarstöðvarinnar - Alhjúkrun.  (Nafnabreytingar og kennitöluskipti eru kjörin til að fela slóðir)  Hér eru þær stöllur því að hygla hver annarri og voru á kafi í einkarekstri, sem tengdist beint opinberu ábyrgðarsviði þeirra. Rekstur sem nýtur tugmilljóna framlaga af ríki og borg. Ármann Kr. Ólafsson, flokksbróðir Ástu og Jórunnar var í fjárlaganefnd, félagsmálanefnd og félags- og tryggingamálanefnd. á umræddum tíma og einnig einn eiganda Inpro, sem keypti fyrirtækin af þeim stöllum.  Hann þrætti fyrir hlutdeild sína, en skjöl úr fyrirtækjaskrá, sýna að hann var einn stjórnarmanna í umræddu ferli í lok árs 2007 og er hann því beinn hagsmunaaðili í þessu máli og sagði ósatt frá.

Tengslanet í þjónustusamningi 2Er hægt að reiða sig á hlutleysi í þesskonar tengslum? Er hægt að segja að þetta sé hafið yfir allar efasemdir? Ég kalla þetta í besta falli hróplegt vanhæfi allra þessara aðila og í versta falli viðurstyggilega spillingu. Það ætti að vera lágmarkskrafa að þessi gjörningur verði endurmetinn, samningum rift hið snarasta og auglýst að nýju, auk þess sem hlutlaus nefnd verði sett í að leggja mat á og skera úr um málið.

Það er algerlega ótækt að framkvæmdavaldið hafi innan vébanda sinna fólk, sem leikur tveimur skjöldum og hefur bein hagsmuna, persónu og áhrifatengsl, í þeim fyrirtækjum, sem ríki og borg skipta við.  Einhver Úr fyrirtækjaskrálög hljóta að gilda þarna um. Í fljótu bragði má nefna eftirfarandi:Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, ber sveitarstjórnarmanni að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Samkvæmt 2. mgr. 47. gr. sömu laga gildir ákvæðið einnig um hæfi fulltrúa í nefndum ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélags eftir því sem við á. Af 6. mgr. 19. gr. má ráða að almenna reglan er sú að sveitarstjórnarmaður víki einungis úr fundarsal á meðan tiltekið mál er til meðferðar í sveitarstjórn en taki að öðru leyti þátt í afgreiðslu þeirra mála sem meðferðar eru á fundi sveitarstjórnar.

Ég hef sjálfur reynslu af meðferðum og kröftugu starfi SÁÁ og veit hvað ég er að segja varðandi þjónustuna. Ég dvaldi um langt skeið á áfangaheimili þeirra og réði það úrslitum um líf mitt og framtíð.  Ég hef einnig bitra reynslu af öðrum úrræðum eins og úrræðum landspítalans, seÁrmann Kr. Ólafssonm byggir að mestu á lyfjagjöf og er í deild innan geðdeildar, sem hefur engin sértæk og viðurkennd úrræði og þekkingu í þessu tilliti. Þar eru engin viðtöl, rágjöf eða hópvinna, bara vistun og lyfjagjöf.  Það er mín reynsla.  Ég hef einnig reynslu af langtímavistun á Kristilegri meðferðarstöð, sem endaði með alvarlegu áfalli og geðdeildarvistun, sem  rekja má beint til þeirrar vitfirringar, sem þar eru kallaðar lækningar.

Þögn stjórnvalda um þetta, sem önnur hitamál, er óskiljanleg og hef ég aldrei upplifað stjórn  sem er jafn aflimuð frá þjóðinni og þessi.  Var það kannski það sem átt var við með heitstrengingum um gagnsæi? Var það sagt í merkingunni ósýnilegur?  Annað getur maður ekki lesið út úr þessu, ef litið er til yfirhylminga og yfirklórs í nefndu máli. Ekkert er aðhafst þegar himinhrópandi líkur benda til spillingar innan stjórnkerfisins, en utan þess eru slík mál sótt af fullri hörku.

Hér er á ferðinni einkavinavæðing, sem virðist þykja sjálfsagt, eftir viðbrögðum að dæma. . Skýrslur innra eftirlits og velferðaráðs eru þóttalegur útúrsnúningur og dæmi þess hvernig opinber spilling hossar sínum.  Þær stofnanir, sem liggja undir ákúrum, eru sjálfar látnar meta og skera úr um réttmæti gagnrýninnar. Engin raka velferðaráðs standast skoðun.

DrykkjumaðurEf þetta verður liðið, þá höfum við gefið hinu opinbera grænt ljós á spillingu og innherjatengsl og viðurkennt að einkavinavæðingin og sjálfhyglin megi blómstra óheft án afskipta okkar.  Það eru dapurleg fyrirheit, sem við fáum líklega að kenna á fyrir fyrr eða síðar. Það sem er svo sorglegast í þessu, er að fárveikt fólk og aðstandendur þess líða fyrir. Áratuga uppbyggingarstarf, þróun og hugsjónastarf SÁÁ, sem er kröftugasta og skilvirkasta úrræðið hér við þessum vandmeðfarna sjúkdómi, er nú ógnað með því að liða það í sundur og skipta því upp á krásaboði einkaframtaksins.

Hagnaðarvon kjörinna leiðtoga, eða venslamanna þeirra, eru forgangsatriði en ekki hagur sjúklinga.  Þetta mál má ekki þegja í hel eins og sviðuð mál hafa gert undanfarið. Þá verður þetta regla fremur en undantekning og það veitir á illt í komandi framtíð. Kynni menn sér afleiðingar í einkavæðingar heilbrigðismála í USA, þá munu menn skynja hvað okkar bíður.  Vert er að fara út á videoleigu og kíkja t.d. á mynd Michael Moore "SICKO" í því samhengi.

P.S. (Ég hef undir höndum bæði matskýrslu innra eftirlits og rök velferðarsviðs í málinu, sem of langt mál hefði verið að gera ítarlegri skil hér, en mun glaður skella þeim inn í athugasemdarkerfið, ef það hvarflaði að einhverjum að ég sé að taka eitthvað úr samhengi hér. Meginrökin eru sett fram í greininni og eru ekki burðugri en þetta, hvort sem menn trúa því eður ei.) 

Erum við einhverju nær?

Lúðvík BergvinssonÞað er óvinnandi verk að reyna að hlusta á samræður stjórnmálamanna þegar allir gjamma í einu, enginn fær að klára setningu og mönnum virðist fyrirmunað að halda sér saman, hlusta og sýna viðmælandanum - og áhorfendum eða hlustendum - lágmarkskurteisi. Kannski er þetta fólk orðið svona hundleitt hvert á öðru, búið að heyra þetta allt mörgum sinnum í þingsölum eða annars staðar og nennir ekki að hlusta eina ferðina enn.

En hvað með okkur hin sem erum að hlusta og horfa? Almenning í landinu sem vill heyra hvernig ráðamenn hyggjast taka á málum og hver er að viðra hvaða hugmyndir eða skýringar hverju sinni? Þó að stjórnmálamenn séu leiðir hver á öðrum geri ég þá lágmarkskröfu til þeirra að þeir sýni þá sjálfsögðu kurteisi að leyfa mér að hlusta á þann sem talar þá mínútuna. Og að þeir sýni mér ekki þá lítilsvirðingu að tala niður til mín eins og sumir stjórnmálamenn gera gjarnan. Um leið og ég finn að verið er að koma fram við mig eins og vanvita eða fífl afskrifa ég viðkomandi stjórnmálamann samstundis.Guðni Ágústsson

Stjórnmálamenn virðast heldur ekki geta svarað spurningum. Þeir fara eins og köttur í kringum heitan graut, blaðra út og suður og eru oft komnir langt út fyrir efnið sem lagt var upp með eða frá spurningunni sem spurt var. Maður er engu nær eftir langa ræðu og spyrlar reyna allt of sjaldan að spyrja aftur og kreista út úr þeim sæmilega vitrænt svar. Þeir sem gengið hafa hvað lengst í því eru stimplaðir dónar, ruddar eða eitthvað þaðan af verra - af stjórnmálamönnunum sem reynt er að fá til að svara, ekki fólkinu í landinu sem vill fá svörin.

Í Kastljósi í kvöld var dæmigert atriði í þessum stíl þar sem þeir mættust, Guðni Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson. Ég var nákvæmlega engu nær eftir að hlusta á þá í 11 mínútur. Engum spurningum var svarað, ekkert var sagt af viti, gripið var stanslaust fram í og ekki nokkur leið að fá botn í hvað þeir vildu sagt hafa - ef eitthvað. Þetta er alvarlegt mál ef litið er til ástandsins í þjóðfélaginu og þess, að annar þeirra er þingflokksformaður stjórnarflokks og hinn formaður stjórnarandstöðuflokks (sem er reyndar að deyja út) og fyrrverandi ráðherra. Engin svör, engar lausnir, engin vitræn umræða.

Hvað segið þið? Fáið þið einhvern botn í þessar "umræður"?

 


Gárungagrín í þágu ferðaþjónustunnar

Hinir svokölluðu gárungar eru aldrei lengi að bregðast við og notfæra sér alls konar atburði og uppákomur til að svala grínfýsn sinni og við hin höfum gjarnan gaman af. Einna þekktastir þessara gárunga nú til dags eru kannski Baggalútarnir. Ég fékk tölvupóst í gær með eftirfarandi texta og myndum, hef ekki hugmynd um upprunann en það gæti verið upplagt fyrir ferðaþjónustuna að hafa þetta í huga í framtíðinni. Stundum er gott að beita húmornum á alvörumálin þegar umfjöllun er orðin svona tragíkómísk.

Velkomin í Skagafjörð

á ísbjarnaslóðir

Skagafjörður

Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar.
Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái.

- VeiðimaðurRatleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark.  
-
Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum. 
-
Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð.
- Ævintýralegar flugferðir í leyfisleysi  þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi. 
-
Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins. 
-
Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði. 
-
Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra.
-
Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél á staðinn um leið og ísbjörn birtist. Bangsiáskíðum
-
Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi. 
-
Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09 -17.
-
Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu.
-
Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu.
-
Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk.
-
Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu.
-
Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum.
-
Danskur BjarnaBangsirbjór á tilboðsverði.
-
Daglegir fyrirlestrar frá frægu  fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni.
-
Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins.
-
Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna.
-
Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð.
-
Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélaginu.
-
Skagafjörður – iðandi af lífi og dauða. 

Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.


Innrás hvítabjarnanna!

Þetta er ekkert fyndið, einkum í ljósi örlaga hinna tveggja... en ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá fréttirnar af mögulegum þriðja birninum nálægt Hveravöllum. "Égersvoaldeilishissa!", sagði amma alltaf og skellti sér á lær. Nú geri ég það líka. Ég man sæmilega eftir landgöngu tveggja hvítabjarna á minni þokkalega löngu ævi, en nú hafa tveir og kannski þrír gengið á land á hálfum mánuði eða svo. Megi framtíð þess nýjasta, ef tilvera hans reynist rétt, verða bjartari en hinna.

En mig langar að benda þeim, sem ekki eru vissir um hvort segja á ísbjörn eða hvítabjörn, á þessa ágætu umfjöllun Morgunvaktar Rásar 1 í morgun. Þar er þetta rætt lauslega í sögulegu samhengi ásamt fleiru í sambandi við notkun tungunnar í tengslum við dýr. Skemmtilegar pælingar.


Kostnaður við stóriðju - borgar þjóðin brúsann?

Það var athyglisverð frétt í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag þar sem fram kom að íslenska þjóðin greiðir upp undir 30 milljarða á ári með stóriðjunni í landinu. Þetta mun vera niðurstaða atvinnulífshóps Framtíðarlandsins um ríkisstyrkta stóriðju. Ég hef ekki skýrslu hópsins undir höndum en hef beðið um hana til að geta kynnt mér betur forsendurnar að baki niðurstöðunni.

Þetta eru merkilegar niðurstöður og ég vænti þess að um þær verði rækilega fjallað í fjölmiðlum næstu daga. Ég reyni að fylgjast með, en þar sem ég er komin aftur út til Englands og er með mjög lélega og oft enga nettengingu veit ég ekki hver árangurinn og afraksturinn verður.

BBC4Á leiðinni hingað upp eftir frá flugvellinum í gær hlustaði ég á áhugaverðan þátt í útvarpinu - á hinni frábæru útvarpsstöð BBC 4 - sem fjallaði um endurvakinn áhuga hér á að opna aftur lokaðar kolanámur, aukna eftirspurn eftir kolum, verðið sem fer hækkandi og hugmyndir um að auka notkun kola til að vega á móti olíuverðshækkunum. Í þættinum kemur m.a. fram að um þriðjungur af orkuframleiðsu Breta er ennþá keyrður með kolum - innfluttum, því kolanámum hér hefur öllum verið lokað. Þátturinn heitir File on 4 og er hér ef einhver hefur áhuga á að hlusta, en ég er að basla við að taka hann upp og set hann í tónspilarann þegar og ef mér tekst það.

Viðbót: Þátturinn er kominn í tónspilarann - þar er hann merktur BBC 4 - File on 4 - um kol og aðra orkugjafa í Bretlandi.

En hér er fréttin úr hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag - ég hvet fólk til að fylgjast grannt með umfjöllun fjölmiðla um þetta mál.


Sínum augum lítur hver silfrið

Mig langar oft að benda á bloggpistla sem mér finnast athyglisverðir - af nógu er að taka á hinum og þessum bloggsetrum. Að þessu sinni bendi ég aðeins á tvo sem ég las og hef síðan verið að fylgjast með umræðum sem skapast hafa í athugasemdum við pistlana.

Egill HelgasonFyrstan er að nefna þennan pistil Egils Helgasonar. Þegar Egill skrifar um náttúruvernd gerir hann það yfirleitt á þessum nótum. Hann einfaldlega skilur hana ekki. Hann virðist ekki hafa neina tilfinningu fyrir náttúru landsins, miklu frekar pólitík þess, efnahag, bókmenntum og öðrum andans málum. Mér virðist Egill líta fyrst og fremst á sjálfan sig sem heimsborgara og hann er stöðugt að bera Ísland og Íslendinga saman við útlönd og útlendinga - og oft er samanburðurinn Íslandi í óhag hvort sem það er sanngjarnt eður ei. Nú veit ég ekki hve vel hann hefur kynnt sér náttúruverndarmálin á Íslandi en mig grunar að þekking hans þar sé æði yfirborðskennd. Hann er eflaust afskaplega önnum kafinn maður og mér sýnist að náttúra Íslands komi ekki nálægt áhugasviðum hans, sem þó eru fjölmörg.

Gott og vel, hann er ekki einn um það, en ég hef á tilfinningunni að Egill myndi bregðast ókvæða við hugmyndum um olíuhreinsistöð eða meiriháttar eyðileggingu á uppáhaldseyjunni hans grikkverskri þótt hann láti óátaldar hugmyndir um sams konar stöð og ýmiss konar framkvæmdir á Íslandi, hversu óþarfar og fjarstæðukenndar sem þær eru. En ég umber Agli meira en flestum af ástæðu sem ég fer ekki nánar út í hér. Sínum augum lítur hver silfrið og þeir eru æði margir Íslendingarnir sem kunna ekki að meta það sem þeir hafa í bakgarðinum en mæna aðdáunaraugum á allt í útlöndum og finnst það taka öllu öðru fram. Þetta er alþjóðlegt hugarfar - eða alþjóðleg fötlun - eftir því hvaða augum maður lítur silfrið.

En það er í sjálfu sér ekki pistill Egils sem vakti athygli mína þó að hann hafi valdið mér vonbrigðum. Ég þekki bærilega skoðanir hans eftir að hafa fylgst náið með honum í fjölmiðlum undanfarin ár og lesið eða hlustað á velflest sem frá honum hefur komið. Stundum er ég sammála Agli, stundum ósammála eins og gengur. Það eru öllu heldur fjölmargar athugasemdir við pistilinn sem ég staldra við. Orðbragðið og ofstækið. Úr sumum þeirra virðist skína hreinræktað hatur sem ég á mjög erfitt með að skilja. Það er einmitt orðljótasta og ofstækisfyllsta fólkið sem sakar þá sem eru á annarri skoðun um ofstæki án þess að færa fyrir því nein rök. Mannleg náttúra? Kannski, en takið eftir mismunandi orðbragði eftir því hvaða skoðanir fólk er að tjá. Það er rannsóknarefni út af fyrir sig.Ómar Ragnarsson

Hinn pistillinn er úr smiðju Ómars Ragnarssonar. Ég ætla ekki að fjalla um Ómar, lífsstarf hans, hugsjónir og hetjudáðir sérstaklega hér, hann verðskuldar sérpistil og gott betur. En í pistli sínum, sem er ekki langur, bendir Ómar á þá fáránlegu fullyrðingu sem fjölmiðlar lepja upp gagnrýnislaust, að álið vegi orðið þyngra en fiskurinn í útflutningsbúskap Íslendinga. Hér er reyndar ekki minnst á ferðaþjónustuna sem er orðin ansi stór hluti af tekjum íslenska þjóðarbúsins þó að reynt sé að grafa undan henni með eyðileggingu á náttúru Íslands í þágu stóriðju í eigu alþjóðlegra auðhringa.

Enn eru það athugasemdirnar sem vekja athygli mína, en þar eru hvorki öfgar né ofstæki á ferðinni þótt sumir séu ansi þröngsýnir og fáránlega óttaslegnir. Ómar fer almennt ekki varhluta af slíkum málflutningi í athugasemdum á sínu bloggi. Oftar en ekki eys hver öfgasinninn á fætur öðrum yfir hann fúkyrðum og skít og ekki er hægt annað en að dást að jafnaðargeði og rósemd Ómars þegar hann svarar þeim af kurteisi og með haldgóðum rökum.

En lesið sjálf og dæmið.

Viðbót: Það vildi svo skemmtilega til að Krossgötuþáttur dagsins fjallaði um ferðamál og ferðaþjónustu á Íslandi. Ýmsar skoðanir og hugmyndir eru uppi um þau mál og gaman að hlusta á þáttinn. Ég setti hann í tónspilarann, hann er þar merktur Krossgötur - Hjálmar Sveinsson - Ferðamál og ferðaþjónusta.


Bakþankar um Jón Sigurðsson og olíuhreinsistöð

Bakþanka Fréttablaðsins er oftast gaman að lesa og góðir pistlar þar á ferðinni. Margir munda þar pennann - eða lyklaborðið öllu heldur - sumir alltaf sömu vikudagana en aðrir óreglulegar. Í gær birtust bakþankar sem vöktu sérstaka athygli mína og var Karen Kristjánsdóttir, blaðamaður, þar á ferðinni.

Karen skrifar um meinta umhverfisvæna ímynd Íslendinga og fyrirhugaða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hún minnist á hinn sama Jón Sigurðsson og Ragnar Jörundsson sagði að myndi gleðjast yfir því, að horfa upp á eiturspúandi olíuhreinsistöð handan fjarðarins af hlaðinu á Hrafnseyri.

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta bakþanka Karenar hér og stilla þeim upp við hlið pistlanna hér á undan um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og ummæli þeirra manna sem standa að henni.

Karen KjartansdóttirLengi trúðu Íslendingar að umheimurinn teldi okkur sannfærða umhverfisverndarsinna. Í útlöndum væri Ólafur Ragnar Grímsson, skapari hitaveitunnar, á hvers manns vörum; hér ækju allir á vetnisbílum, hús væru kynt með heitu vatni fyrst og fremst af umhverfisástæðum og sótbölvandi ýtustjórar, með þriggja daga skegg og sigggrónar hendur, legðu lykkju á leið sína til að hlífa álfum og huldufólki. Já, Íslendingar eru bragðarefir.

Það er kraftaverki líkast að okkur hafi tekist að halda í þessa sjálfsmynd á sama tíma og við veiðum hvali, drepum ísbirni, reisum álver, sýnum einlægan áhuga á því að byggja olíuhreinsunarstöðvar, eigum eyðslufrekasta bílaflota í heimi og höfum samið popplag gegn Grænfriðungum. Það er því ekki að undra þótt greinilegt sé að lygavefur þjóðarinnar sé farin að trosna.

Nú láta margir eins og fullvíst sé að Íslendingar farist allir úr eymd ef við reisum ekki olíuhreinsistöð við Arnarfjörð sem allra fyrst. Það þarf ekki spádómsgáfu til að átta sig á því að mjög fljótlega mun einhver halda því fram að því miður sé bara málið komið það langt að ekki sé hægt að hætta við það úr þessu.

Ég velti því fyrir mér hvað Jón Sigurðsson, sem Íslendingar kalla gjarnan forseta, hefði sagt um hugleiðingarnar um olíuhreinsistöðina væri hann uppi nú. Honum væri jú málið sérlega skylt því stöðina á að reisa við Arnarfjörð en í þeim firði stendur Hrafnseyri þar sem Jón fæddist og ólHrafnseyri við Arnarfjörðst upp. Hér á árum áður unnu Íslendingar Jóni svo mjög að ekki þótti annað hæfa en að fæðingardagur hans yrði þjóðhátíðardagur. Einnig má nefna að Hrafn sá sem eyrin er nefnd eftir er talinn fyrsti lærði læknir landsins en á Sturlungaöld framkvæmdi hann þar minniháttar uppskurði og þykir ekki fráleitt að halda því fram að í Arnarfirði hafi staðið fyrsta sjúkrahús landans.

Það er ég viss um að þessir fornu frumkvöðlar myndu ekki kunna því vel að ónefndum rússneskum auðjöfrum stæði til boða að reisa olíuhreinsistöð í Arnarfirði. Einhverjir gætu vissulega sagt að þessir tveir menn hefðu fyrst og fremst hugsað um hag og sjálfstæði þjóðarinnar. Hefðu þeir talið þeim hagsmunum best varið í faðmi Rússa hefðu þeir valið þann kostinn. Stóriðjulausu Vestfirðingarnir sem nú láta eins og óbyrja sem skyndilega eygir von á að eignast barn ættu ef til vill fyrst að líta til þeirrar þróunar sem orðið hefur á Austfjörðum. Fyrir austan var jú svolítið gaman á meðan á uppbyggingunni stóð og verksmiðjan var að taka til starfa en nú hafa skyndilega allir misst áhuga á Austfirðingum og álverinu. Flugfélög hætta að fljúga þangað, fjölmiðlar nenna ekki að segja af þeim fréttir og allt virðist komið í svipað far og var áður en verksmiðjan var reist.

Að þessu loknu bendi ég á Spegilsviðtal frá í gærkvöldi við Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, um rammaáætlun um nýtingu og verndun náttúrusvæða og olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Viðtalið setti ég í tónspilarann og þar er það merkt Spegillinn - Þórunn Sveinbjarnardóttir um m.a. olíuhreinsistöð. Eins og fram kom í þessum pistli virðist umhverfisráðuneytið ekki sjá ástæðu til að taka hugmyndirnar alvarlega. Ég vara við slíkum hugsunarhætti og geri þá kröfu til yfirvalda að þau haldi vöku sinni.

Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir m.a. í viðtalinu: "Ég hef enn ekkert séð um þetta verkefni sem lýsir því nákvæmlega. Þetta hafa verið frekar óljósar hugmyndir í umræðu í fjölmiðlum. Ef satt er, og menn hafa verkefnið á teikniborðinu og fjárfestana til taks, þá þurfa þeir aðilar væntanlega að fara að gera grein fyrir því - bæði fólkinu í Vesturbyggð og öðrum þeim sem hlut eiga að máli - hvað þeir ætlast fyrir. Það er ekki fyrr en þá sem öll þessi lögformlegu ferli sem slíkar stórframkvæmdir verða og þurfa að fara í gegnum... það er ekki fyrr en þá sem það getur hafist. En alveg burtséð frá því þá hef ég áður sagt, og get alveg ítrekað hér, að ég teldi það mikið óheillaskref fyrir Vestfirðinga og fyrir landsmenn alla ef við tækjum upp á því núna í upphafi 21. aldar að reisa olíuhreinsistöð hér á landi." Mæltu kvenna heilust, Þórunn.

Ég bendi í leiðinni á þennan bloggpistil Gríms Atlasonar um mál sem verið er að reyna að vinna á Vestfjörðum. Er nema von að fólk líti í aðrar áttir þegar svona hægt gengur með umfjöllun um annars konar uppbyggingu? Fleiri pistlar Gríms hafa reyndar fjallað um uppbyggingu á Vestfjörðum og hann heldur vonandi áfram að fjalla um þau mál.


Hverjir eiga íslenska náttúru?

Ég fékk bæði upphringingu og tölvupóst í gær út af síðasta pistli mínum þar sem mér var bent á að myndbandið sem ég hafði búið til og sett inn í lok hans gæti hafa farið fram hjá fólki af því textinn í pistlinum var svo massívur og langur.

Ég ætla því að setja myndbandið inn aftur, örlítið breytt og með textanum inni. Þetta er frumraun mín í myndbandagerð af þessu tagi svo vonandi tekur fólk viljann fyrir verkið.

Tilgangur minn með pistlinum og myndbandinu var að benda á í hverra höndum náttúra Íslands er, einfeldni þeirra og trúgirni, furðulega og óskiljanlega rökfærslu og fullkomið varnarleysi almennings og náttúrunnar gagnvart svona þenkjandi mönnum. Og ríkisstjórnin hefur engin ráð eins og fram kemur í niðurlagi viðtalsins í pistlinum. Þetta er með ólíkindum og óhugnanlegt að svona menn geti ráðskast með náttúru Íslands, fiskimiðin, fuglabjörgin og dýralífið og þurfa ekki að standa skil á gjörðum sínum gagnvart einum eða neinum.

Viðbót:  Nokkrir bloggarar hafa tekið myndbandið upp á arma sína og sett það inn á sín blogg eins og Bryndís, Anna Ólafs, Ragnheiður og Harpa. Aðrir hafa vitnað og tengt í mína færslu og/eða helgað henni pláss hjá sér eins og Kristjana, Anna Einars og Svala... veit ekki um fleiri. Takk, stelpur. 

Hverjir eiga íslenska náttúru? Viljum við láta stela henni frá okkur?

 




Getur einhver hjálpað mér að skilja?

Það mun vera hægt að mæla greindarvísitölu - og er gert. Ég hef ekki hugmynd um hver mín greindarvísitala er, en tel víst að hún sé í sæmilegu meðallagi. En í fyrradag hlustaði ég á viðtal sem ég botnaði ekkert í, þ.e. málflutningi viðmælandans og röksemdarfærslum hans. Hvort skilningsleysið hefur eitthvað með greindarvísitölu mína að gera veit ég ekki, en leita á náðir ykkar til að hjálpa mér að skilja manninn.

En þó að þið lesið ekki allan textann eða skrifið athugasemdir með túlkun á viðtalinu bið ég ykkur að spila samt myndbandið hér neðst í pistlinum, það segir líka sögu. Svo kemur seinni hluti uprifjunarinnar bráðum, hann er í vinnslu.

Hilmar FossViðtal þetta var í Morgunútvarpi Rásar 1, fimmtudaginn 5. júní. Viðmælandinn var Hilmar Foss, annar þeirra sem vinna að því að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hinn er Ólafur Egilsson sem lét út úr sér gullkornið sem ég setti inn í þessari færslu og ýmis fleiri sem komið hafa fram í viðtölum við hann.

Ég hlustaði á viðtalið og botnaði ekki neitt í neinu. Ég hlustaði aftur og svo í þriðja sinn. Eins og ég kom inn á hér hef ég betra sjónminni en heyrnar þannig að ég tók á það ráð að skrifa viðtalið niður orð fyrir orð. Er svo búin að lesa það tvisvar og enn skil ég ekki hvað maðurinn er að fara. En ég neita að gefast upp. Þetta er nú einu sinni einn þeirra sem hafa fjöregg okkar allra í höndum sér, ómetanlega náttúru Íslands. Eins og fram kemur hjá útvarpsmanninum í lokin hefur ríkisvaldið engar lagaheimildir til afskipta af þessum mönnum nema með tilmælum og eftirliti með því að farið sé að lögum. Það eitt og sér er ótrúlegur og hrikalegur veruleiki. Mér finnst því afar mikilvægt að skilja hvað þeir eru að segja.

Getur einhver hjálpað mér að túlka þetta viðtal, benda á staðreyndir sem þar koma fram (ef einhverjar) og útskýra rökfærslur? Ég setti hljóðupptöku af viðtalinu í tónspilarann efst til vinstri - þar er það merkt "Morgunvaktin á Rás 1 - Hilmar Foss - Olíuhreinsistöð". Þið getið því hlustað um leið og þið lesið.

Útvarpsmaðurinn er Haukur Már Helgason.

Haukur Már - Inngangur:  Ísland er nú sagður fýsilegur staður fyrir olíuhreinsunarstöð vegna legu á milli rússneskra olíulinda og bandarískra fyrirtækja og neytenda. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvaða fyrirtæki eiga olíuna sem unnin yrði í stöðinni, en aðeins virðist um bandarísk eða rússnesk fyrirtæki að ræða. Vitað er að olían kæmi úr sjó norðan af Rússlandi.

Í Bandaríkjunum hefur ekki verið reist ný olíuhreinsistöð í 29 ár og afköst þeirra sem fyrir eru annar engan veginn eftirspurn. Þörfin fyrir fleiri olíuhreinsunarstöðvar jókst enn við fellibylinn Katrínu sem skaðaði iðnaðinn tilfinnanlega árið 2005.

Talað hefur verið um fjárfestingu og framkvæmdir upp á um 400 milljarða króna og Hilmar Foss, framkvæmdastjóri Íslensks hátækniiðnaðar, sagði að gera mætti ráð fyrir að stöðin sjálf myndi þurfa á um 500 manns til starfa auk þess sem vinnuafls væri þörf umleikis við hafnarvinnu og slíkt. Áhrifin á atvinnulíf Vestfjarða yrðu gríðarlega mikil, áhrifin á íslenskt hagkerfi veruleg og auk þess myndi Ísland með tilkomu stöðvarinnar teljast til olíuframleiðslulanda, eins og Hilmar orðar það, sem væntanlega hefði veruleg áhrif á ímynd og sjálfsmynd Íslendinga. Skemmst er að minnast skýrslu frá nefnd forsætisráðuneytisins um ímynd Íslands, þar sem Íslendingum er meðal annars lýst sem frjálslegum náttúrubörnum og náttúra landsins talin til lykilatriða í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hilmar segist hins vegar ekki gera ráð fyrir að nein átök séu fram undan um málið.

Hilmar Foss:  Kyoto-bókunin, eins og hún er kölluð, hún er tímabil eins og við þekkjum það frá 2008 til ársloka 2012. Hvað tekur við af því veit enginn. Það getur vel verið að einhverjir hafi hugmyndir um það að við eigum að gera þetta frekar en hitt og svo framvegis. En það er eitt sem er alveg ljóst, að það sem tekur við kemur ekki til með að snerta okkur með neinum öðrum hætti heldur en aðra. Þá á ég við jafnvel þig eða mig, álverið á þessum stað eða hinum staðnum, járnblendi hér eða járnblendi þar þar. Það vill meina að það sem tekur við kemur til með að ganga yfir alla á grundvelli jafnræðis. Ég get ekki séð það að það komi til með að snerta okkur með einhverjum verri hætti heldur en aðra ef að það verður tekin ákvörðun hér til dæmis að íslensk starfsemi þurfi að kaupa losunarkvóta frá erlendum ríkjum sem í raun er þá ekkert annað en erlend skattlagning á innlenda starfsemi. Og kannski ekki til neins annars fallin heldur en að láta einhverjum kannski líða betur eða... eða... eða að... ja, ég veit ekki alveg eða hvað.

Haukur Már:  Náttúruverndarsamtök Íslands og Umhverfisráðuneytið hafa bæði látið hafa eftir sér að ummæli Hilmars Foss um Kyoto-bókunina séu fráleit. Eftir árið 2012 munu reglur vera þrengri en ekki rýmri en nú er. Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökunum segir Íslendinga hafa skuldbundið sig til að hlíta næstu bókun með samþykkt frá fundi á Balí í fyrra. Hins vegar sé ljóst að aðilar að olíuhreinsunarstöð geti keypt sér losunarheimildir. Hilmar segir eðlilegt að rætt sé um mikilvæg mál.

Hilmar Foss:  En það hlýtur að þurfa að gera það af skynsemi og á vitrænan hátt og ekki bara af því. Það er allt í lagi og hið besta mál ef að einhver er á móti þessu eða á móti hinu. Ég get verið á móti einhverju bara af því. Það er ekkert að því. En ég á ekki að fara að búa mér til einhver rök þegar að grunnástæðan mín er bara af því. Sjáðu til dæmis með einhvern sem að kemur og segir: "Við þurfum að hugsa til þess að keyra minna eða gera þetta eða gera hitt og svo framvegis" og þú færir aðeins og skoðaðir hans umgjörð og þú spyrðir: "Áttu örbylgjuofn?" Hann myndi segja nei. "Horfirðu á sjónvarp?" Hann segir nei. "Áttu DVD?" Hann segir nei. "Drekkurðu te eða kaffi?" Nei. Gerirðu þetta eða gerirðu hitt og svo framvegis og þú sérð það að hans lífsumgjörð er sko gjörsamlega gjörólík öllu því sem að þú þekkir. Ekki bara hvað varðar þetta að keyra bílinn heldur það er á línuna. Og það er þetta sem að þarf að huga að. Við vitum það að sértrúarsöfnuður er öðruvísi heldur en eitthvað annað. Og það er fínt, við búum við frelsi og svo framvegis... til trúmála, til skoðana og svo framvegis.

Haukur Már:  En ekki má gleyma, segir Hilmar, að tilkomu fyrirtækis af þessari stærð fylgi mörg störf sem tengjast fyrirtækinu ekki beint, nýir vegir sem fólk gæti ekið án þess að koma nálægt neinu sem tengist starfsemi olíuhreinsistöðvarinnar.

Hilmar Foss:  Þannig að kostirnir geta verið gríðarlega miklir fyrir afar marga af allt öðru vísi ástæðum. Við fengum malbikaðan veg til Keflavíkur af því að Ameríkaninn borgaði hann. Það var "by-product" á sínum tíma af herstöðinni. Hefði ekki komið fyrr en löngu seinna því við hefðum ekki átt fyrir því. En svo voru margir sem vildu keyra eftir veginum en voru samt á móti hernum sko... sem er allt í lagi.

Haukur Már:  Hilmar lætur líka í ljósi efasemdir um að losun koltvísýrings sé beinlínis mengun.

Hilmar Foss:  Hluturinn er sá að þessi losun, sem margir kalla mengun, og sú umræða sem að við höfum séð og alveg eins ég eins og þú, hún hefur beinst að koldíoxíði eða koltvísýringi, en það hefur enginn verið að horfa til sko raunverulegrar mengunar, það er það sem lætur þig hósta ef þú andar því að þér. Það eru fiskvinnslur á Norðurlandi í dag sem að setja frá sér mengun - með emmi - á við 30.000 manna bæ. Það er enginn að horfa til þess. Það er bara frá fiskvinnslu, það er allt í lagi. En það er svakaleg mengun sem að rennur út um skolprör undir bryggju hvar haldin er dorgveiðikeppni á hátíð einu sinni á sumri... sem dæmi. Þannig að það þarf að vera annað hvort samhljómur og svo framvegis.

Haukur Már:  Eins og fram kom í fréttum telur Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, enn ekki ástæðu til að taka hugmyndirnar alvarlega en ef af verður segir hún ríkisvaldið ekki hafa neinar lagaheimildir til afskipta nema með tilmælum og eftirliti með því að farið sé að lögum. Jarðnæði er fundið og sveitarfélagið velviljað. Það virðist því alfarið í höndum Hilmars Foss og viðskiptafélaga hans hvort Ísland verður olíuframleiðsluland á næstu árum eða ekki.

Svo mörg voru þau orð. Skilur einhver hvað Hilmar Foss er að fara? Skilur einhver rök hans og dæmisögur? Skilur einhver viðhorf hans til mengunar?

Ég hef fjallað um Skipulags- og byggingarlögin og gagnrýnt harðlega að fámenn sveitarfélög geti tekið ákvarðanir sem bitna á nágrannasveitarfélögunum og jafnvel landsmönnum öllum. Þannig er þessu máli háttað og fullyrt er af mörgum að Grímur Atlason, fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík, hafi verið látinn fjúka vegna þess að hann var ósáttur við vinnubrögðin í kringum fyrirhugaða olíuhreinsistöð.

Misvitrir bæjar- og sveitarstjórar með örfá atkvæði á bak við sig geta tekið gríðarlega stórar ákvarðanir og landsstjórnin virðist ekki geta spornað við því. Frumvarp umhverfisráðherra um ný lög þar að lútandi fór ekki í gegn á nýliðnu þingi. Í þessum pistli kom meðal annars fram að meirihluti bæjarstjórnar Vesturbyggðar er með heil 345 atkvæði á bak við sig og sú bæjarstjórn fer með skipulagsvald í Arnarfirði þótt flestir bæjarstjórnarmenn búi á Patreksfirði. Bæjarstjórinn heitir Ragnar Jörundsson og ég botna ekkert í honum frekar en í Hilmari Foss eða Ólafi Egilssyni. Eruð þið sátt við að fjöreggið okkar sé í höndum svona manna? Treystið þið þeim?

Ég setti saman myndband í kvöld og tileinka þessum mönnum, sem og sveitarstjóranum í Ölfusi og öðrum þeim, sem hafa náttúru Íslands í hendi sér. Aðgát skal höfð í nærveru sálar... og náttúran hefur svo sannarlega sál.

Halldór Laxness sagði: "Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu."


 


 
Ísland er land þitt

Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland er feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk sú lind, sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.

Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.

       Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband