Kærar þakkir Björk og Sigur Rós!

Í þessum pistli, sem ég kalla fyrri Hveragerðispistilinn, sagði ég m.a.: "...eina leiðin sem virðist fær er að reyna að nota mátt orðanna. En mig þekkja fáir og enn færri hlusta á mig. Þótt ég þoli ekki athygli vildi ég stundum óska þess að vera fræg. Ef ég væri fræg myndu fjölmiðlar kannski hlaupa upp til handa og fóta þegar ég munda lyklaborðið, taka við mig djúpvitur viðtöl og allir myndu hlusta í mikilli andakt. Annað eins hefur nú gerst þegar fræga fólkið tjáir sig. En ég er ekki fræg og fáir hlusta. Því miður. Ég auglýsi hér með eftir frægu fólki til að tala máli mínu. Það er sama hvaðan gott kemur - en hér ætla ég að láta vaða og taka stórt upp í mig."

Þessi ósk mín hefur ræst - eða er að rætast - og ég er alsæl með það. Frægustu tónlistarmenn Íslandssögunnar ætla að halda tónleika til að vekja athygli á íslenskri náttúru og henni til verndar. Betri liðsauka er ekki hægt að hugsa sér í baráttunni fyrir náttúrunni og þau eru auk þess í miklu uppáhaldi hjá mér. (Lásu þau kannski bloggið mitt?)

Ég er búin að fylgjast með ferli Bjarkar frá því hún kom fyrst fram í sjónvarpinu Björk(mér vitanlega) þegar hún var smástelpa í hvítum kjól með stífuðu skjörti og tíkarspena í hárinu. Ég man ekkert hvað hún söng en ég man hvað hún gerði það vel. Þar fangaði hún athygli mína og hefur haft hana síðan. Ekki hefur mér alltaf hugnast tónlistin sem Björk flytur, en röddin er engu lík - hvað sem hún syngur.

Strákarnir í Sigur Rós skelltu mér kylliflatri með fyrsta laginu sem ég heyrðiSigur Rós með þeim. Þeir dáleiddu mig og gera enn. Það hefur engum öðrum af þeirra kynslóð tekist jafnrækilega. Ég á alla diskana sem þeir hafa gefið út og myndbandið Heima líka - þar sem þeir fóru um landið og spiluðu á ýmsum stöðum, m.a. í gömlu verksmiðjunni í Djúpuvík á Ströndum (systir mín og fleiri fjölskyldumeðlimir voru þar) og í Ásbyrgi (sonur minn var þar). Ég var sjálf í Laugardalshöll þegar þeir luku tónleikaferðalagi þar og ég var á Klambratúni þegar þeir spiluðu þar fyrir tveimur árum.

Guðmundur PállÉg tók sérstaklega eftir nærveru Guðmundar Páls Ólafssonar á blaðamannafundinum í fréttunum. Hann ættu nú flestir að þekkja, en ef ekki skal upplýst að hann er einn af merkustu, núlifandi baráttumönnum fyrir íslenskri náttúru. Guðmundur Páll er líffræðingur að mennt og hefur skrifað glæsilegar bækur um íslensPerlurka náttúru, s.s. Perlur í náttúru Íslands, Fuglar í náttúru Íslands, Ströndin í náttúru Íslands og margar, margar fleiri. Því miður hef ég aldrei haft efni á að kaupa mér þessar náttúruperlur en ég á nú vonandi nokkur stórafmæli eftir.  Wink  Upplýsingar um Guðmund Pál og bækur hans eru m.a. hér og rætt er stuttlega við hann í myndbrotinu hér að neðan úr Íslandi í dag. Ég ber takmarkalausa virðingu fyrir Guðmundi Páli og ævistarfi hans.

Ég fagna þessum liðsauka innilega og vildi óska þess að fleiri tónlistarmenn og aðrir listamenn myndu slást í hópinn og berjast fyrir íslenskri náttúru því öll list hefur áhrif. Hér með skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á tónleikana í grasagarðinum 28. júní og sýna þar með hug sinn til náttúrunnar og verndunar hennar.

 

 


mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum - upprifjun - fyrri hluti

Enn ætla ég að gera kröfur til lesenda, setja inn ítarefni og rifja upp fyrri umfjöllun. Tilefnið er frétt í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi um þá ótrúlegu hugmynd að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þeir sem ekki hafa trúað þessum fyrirætlunum ættu að hugsa sig tvisvar um. Þótt ótrúlegt sé virðist mönnum vera fúlasta alvara með að troða þessum óskapnaði í einn fallegasta fjörð á Íslandi með allri þeirri mengun og slysahættu sem olíuhreinsistöð hefur í för með sér, svo ekki sé minnst á siglingar risastórra olíuskipa um stórhættulegt hafsvæði - enda vilja engar þjóðir reisa slíkar stöðvar heima hjá sér lengur. En þær eru Íslendingum bjóðandi - eða hvað? Ef fólki líst ekki á þessar fyrirætlanir og vill leggja sitt af mörkum til að sporna við þessari firru er ekki seinna vænna en að byrja strax.

Fréttatíminn var ekki búinn þegar Heiða hringdi í mig ævareið yfir þeÓlína_Þorvarðardóttirssari Bryndís_Friðgeirsdóttirgargandi vitleysu og við ákváðum að skrifa pistla um málið. Hennar pistill er hér. Heiða bendir m.a. á Náttúruverndarsamtök Vestfjarða sem stofnuð voru 5. apríl sl. og lesa má nánar um hjá formanni þeirra, Bryndísi Friðgeirsdóttur hér, og hjá Ólínu Þorvarðardóttur hér, en þær hafa báðar skrifað talsvert um fyrirhugaða olíuhreinsistöð. Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, vann einnig ötullega með þeim að stofnun samtakanna. Allir geta gengið í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða, hvar sem þeir búa á landinu. Sendið póst til Bryndísar (bryndis@isafjordur.is) eða Ólínu (olina@snerpa.is) og skráið ykkur í samtökin. Því fleiri sem taka þátt í baráttunni því líklegri er hún til árangurs. Lesið síðan endilega þennan pistil sem skrifaður var eftir fréttirnar í gærkvöldi - hann er beittur.

Viðbót: Haraldur, Púkinn og Einar skrifuðu líka pistla um málið og hér er firnagóður pistill Önnu vélstýru sem ég mæli eindregið með. Látið mig  vita ef þið rekist á fleiri.

En fyrst er hér fréttin frá í gærkvöldi - hvernig líst ykkur á málflutning sveitarstjórans?

Ég skrifaði fyrsta pistilinn um þetta mál 15. febrúar sl. og lagði þar út frá grein Helgu Völu Helgadóttur í 24stundum þann sama dag og bar yfirskriftina Þetta er ekkert grín! Þar sagði ég m.a.:

"Íslendingar verða að átta sig á því, að mönnum sem haldnir eru virkjana- og stóriðjufíkn er fúlasta alvara. Þeim er ekkert heilagt. Þeim virðist vera nákvæmlega sama um hvers konar mengun af völdum framkvæmdanna og þeir hafa sannfært sjálfa sig um að þetta sé "þjóðhagslega hagkvæmt" (aur í eigin vasa?). Og að það þurfi "að skapa störf" í þjóðfélagi þar sem er ekkert atvinnuleysi og fluttir hafa verið inn um eða yfir 20.000 erlendir farandverkamenn á örfáum árum til að þræla á lágum launum svo græðgisvæðingin geti orðið að veruleika og sumir fengið meira í vasann."

Fólki er óhætt að trúa að þetta er ekkert grín sem hægt er að yppta öxlum yfir og hlæja að. Þessum mönnum er fúlasta alvara.

Arnarfjörður-1Svo kom annar pistill daginn eftir, 16. febrúar, og þar voru myndirnar látnar tala. Setti inn myndir af Arnarfirði með sínum undurfögru Ketildölum og myndir sem ég fann á netinu af olíuhreinsistöðvum svo fólk gæti reynt að ímynda sér umhverfi og aðstæður. Sagði m.a.:

"Arnarfjörður er með fallegri fjörðum landsins, jarðfræðileg perla og löngum hefur verið talað um fjöllin þar sem vestfirsku Alpana. Þau eru ekkert tiltakanlega há, um 550-700 m, en því fegurri eru þau og hver dalurinn á fætur öðrum skerst eins og skál inn í landslagið út fjörðinn. Við dalsmynnin er falleg, ljós sandfjara og fuglalíf blómstrar hvarvetna.

En látum myndirnar tala. Reynið að ímynda ykkur landslagið með olíuhreinsunarstöð, olíutönkum og olíuskipum siglandi inn og út fjörðinn. Ég get ekki með nokkru móti séð fyrir mér slíkan óskapnað í þessum undursamlega fjallasal - og reyndar hvergi á okkar fagra landi. En sjón er sögu ríkari, dæmi nú hver fyrir sig."Óþekkt staðsetning

Þriðji pistillinn er svo frá 20. febrúar og fyrirsögnin er Lögmál Murphys og stóriðja í íslenskri náttúru. Þar er mynd og myndband af nýlegum slysum í olíuhreinsistöðvum - því enginn skal ímynda sér að ekki verði slys í slíkri stöð á Íslandi, í sjálfum firðinum eða við ströndina enda geta veður verið æði válynd á þessum slóðum og hafsvæðið erfitt til siglinga.

Fjórða pistil skrifaði ég svo 15. apríl, en þá um kvöldið var von á Kompássþætti sem fjallaði um ýmsar hliðar fyrirhugaðrar olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og væntanlega yrði afhjúpað leyndarmálið um hvaða aðilar stæðu á bak við þessa framkvæmd, en það höfðu íslensku olíufurstarnir tveir, Ólafur Egilsson og Hilmar Foss, ekki viljað upplýsa. Með þessum pistli fylgdi viðtal við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing, úr fréttum RÚV frá 22. febrúar og myndbrot með gullkorni sem Ólafur Egilsson lét út úr sér í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þann 24. febrúar. Set bæði myndböndin inn hér til fróðleiks.

Þá var komið að fimmta pistlinum, 17. apríl, og fjallaði hann um Kompássþáttinn sem sýndur var á Stöð 2 þann 15. apríl. Í þættinum kom fram að ráðherrar vita lítið um málið og ekkert hverjir standa á bak við framkvæmdina. Hvernig má það vera? Það á að fórna náttúru Íslands, fiskimiðum, fuglabjörgum og ímynd landsins fyrir rússneska olíurisa sem þurfa að flikka upp á eigin ímynd á Vesturlöndum og ráðherrar koma af fjöllum. Í pistlinum segir einnig:

Arnarfjörður-2"Ég ætla að vitna í orð Aðalbjargar Þorsteinsdóttur frá fyrirtækinu Villimey á Tálknafirði. Hún hefur haslað sér völl sem framleiðandi ýmissa jurtasmyrsla sem eru smám saman að komast á markað. Orð þessi lét hún falla á málþingi um nýsköpun og fleira sem fram fór í Hafnarfirði 28. apríl 2007. Aðalbjörg kvaðst ekki geta stillt sig um að benda fundinum á, að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum myndi ekki laða Vestfirðinga til starfa, heldur byggja á farandverkamönnum. Það væri síðan deginum ljósara að fyrirtæki á borð við sitt myndi leggjast af.

Mig langar líka að biðja fólk að hugsa til þeirra hjóna, Maríu Bjarnadóttur og Slys í olíuhreinsistöð í TexasVíðis Hólm Guðbjartssonar, sem búa í Bakkadal, næsta dal í byggð fyrir utan Hvestu í Arnarfirði þar sem olíuhreinsunarstöðin yrði mögulega reist. Fyrir neðan myndböndin set ég inn viðtal við Víði sem birtist í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. Reynið að ímynda ykkur hvernig þeim hjónum líður við að fá þennan óskapnað nánast í túnfótinn hjá sér. Ég vitnaði í Maríu í athugasemd við síðasta pistil. Orð sem hún skrifaði mér í tölvupósti og ég fékk gæsahúð þegar ég las. Þessi ungu hjón myndu hrekjast á brott, dalurinn þeirra fara í eyði og hvað kæmi í staðinn? Erlendir farandverkamenn sem staldra við í tvö eða þrjú ár?"

Það er full ástæða til að endurbirta hér Kompássþáttinn og umfjöllun úr Íslandi í dag 16. apríl, kvöldið eftir að þátturinn var sýndur.

Ég ætla að skjóta hér inn tilvitnun í þennan pistil, þótt hann fjalli aðeins óbeint um olíuhreinsistöðina. Þarna var skrifað um sannleikann í gríninu og grínið í veruleikanum og harmakvein sumra aðila í þjóðfélaginu vegna "yfirvofandi kreppu" og nauðsyn þess að fá fleiri erlenda fjárfesta og meiri stóriðju til landsins. Hér er vitnað í atriði í Spaugstofunni þar sem Pálmi lék vel klæddan mann sem barmaði sér mjög og sagði:

"Það er bara hreinlega að verða deginum ljósara að það er ekki búandi í þessu þjóðfélagi. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvernig hægt Spaugstofaner að fara með okkur þegnana. Ég er til dæmis nýbúinn að kaupa mér 8 milljón króna jeppa og hjólhýsi á afborgunum. Og þegar þetta bætist við afborganirnar af nýja eldhúsinu mínu og heita pottinum og hérna... já, og lánið af sumarbústaðnum... og flatskjáinn og snjósleðann minn og fjórhjólið og frúarbílana... þá bara ræð ég ekkert við þetta lengur! Og svo hækka þeir vextina til að gera endanlega út af við mann. Og hvað gera stjórnvöld? Ekki neitt! Þetta á ekki að líðast í siðmenntuðu þjóðfélagi!"

Það er einmitt fyrir svona menn sem verið er að leggja náttúruna í rúst og menga andrúmsloftið. Þeim er ekki bjóðandi að þurfa að draga saman seglin, fækka bílum og utanlandsferðum, minnka óhóf og munað. Flæðið í vasana þarf alltaf að vera jafnt og þétt til að halda í lífsstílinn, sama hverju fórna þarf af eigum og umhverfi okkar hinna. Til starfans eru svo fengnir erlendir farandverkamenn á lúsarlaunum (munið þið Kárahnjúka?) enda kallar Heiða þetta réttilega þrælakistu.

Framhaldsupprifjun í næsta eða þarnæsta pistli, þetta er aldeilis ekki búið.


Fréttafíkilsraunir, áhugatónlistarmenn og flugdólgur

Ég þurfti að bregða mér til Englands til að kveðja yndislegan, gamlan mann sem liggur banaleguna. Þetta var erfitt og tók mikið á, en dauðinn verður víst ekki umflúinn. Það er þó huggun harmi gegn að hann fær að deyja heima, umvafinn ást og umhyggju fjölskyldu sinnar.

JarðskjálftarÁ meðan ég var í burtu skalf jörð hér heima hressilega. Ég var nánast alveg netsambandslaus alla vikuna og fyrir fréttafíkil er það afleitt ástand, svo ekki sé minnst á þegar eitthvað gerist eins og jarðskjálftarnir hér í síðustu viku. Ég verð að viðurkenna að ég var gjörsamlega friðlaus og mér fannst ég stöðugt þurfa að fara í tölvuna og lesa, hlusta eða horfa á fréttir - en tengingin var vonlaus og ég varð alltaf að gefast upp. Svo var ég ítrekað spurð skjálftafrétta en ég vissi lítið meira en spyrjendurnir sem fengu sína vitneskju úr stuttum fréttum BBC. Fréttaskorturinn veldur því líka að mikið þarf að vinna upp þegar heim er komið. Dagurinn hefur bókstaflega farið í það hjá mér að hlaða niður dagblöðum, taka upp sjónvarpsfréttir heillar viku (er ekki byrjuð á útvarpinu) og innbyrða vikuskammtinn.

Svo varð lítill skjálfti klukkan hálfsjö í kvöld en ég fann hann ekki. Sá skjálfti virðist hafa átt upptök sín nær Reykjavík en skjálftarnir í síðustu viku, á því svæði sem fyrirhuguð Hverahlíðarvirkjun er áætluð, sem og hinar tvær sem eru á teikniborðinu í Gráhnjúkum og Litla-Meitli í Þrengslunum. En eins og komið hefur fram í fréttum er ekki vitað hvaða áhrif jarðskjálftarnir höfðu á borholur. Spurning hvort það sé nú klókt að reisa virkjanir þarna - nema reyndin sé sú að spennulosunin endist í einhverja áratugi. Aftur á móti segir Ingibjörg Elsa að Suðurlandsskjálftar hafi þann eiginleika að byrja austast í þverbrotabeltinu og færast síðan vestar - sjá hér. Þetta passar við skjálftann í kvöld sem var einmitt vestar en fimmtudagsskjálftarnir. Um einmitt þetta má líka lesa í fínum pistli Emils hér. Kannski við eigum eftir að fá skjálfta nær Reykjavík - ef ekki í þessari hrinu þá seinna, hver veit?

Skortur á almennilegu netsambandi olli því líka að ég gat ekki lesið nein blogg að gagni og ekki skrifað nema örfáar athugasemdir. Það kom fyrir að þegar ég var búin að lesa færslu og hugðist skrifa athugasemd - þá var tengingin rofin og ekkert hægt að gera. Ég hef lesið nokkur blogg í dag og gert eina athugasemd en ég sé nú að það er vonlaust verk að ætla að lesa aftur í tímann hjá öllum bloggvenzlum og þau blogg önnur sem ég er vön að fylgjast með. Ætli maður verði ekki að þjálfa sig í að geta kúplað út undir svona kringumstæðum og afskrifa bara þann tíma sem maður er ekki í sambandi í stað þess að rembast við að lesa 30 bloggfærslur hjá 50 bloggvinum plús athugasemdir auk allra fréttanna. Þetta er bara ekki vinnandi vegur!

Annars hef ég verið hugsandi eftir allar Englandsferðirnar undanfarið yfir aðstæðum áhugatónlistarmanna hér heima - sérstaklega þeirra í eldri kantinum - miðað við þar úti. Í Englandi er kráarmenning mikil eins og flestir vita. Mjög margar krár bjóða upp á lifandi tónlist, einkum um helgar. Þá eru fengin hin og þessi Bootlegbönd sem spila alls konar tónlist. Svo er algengt að fá hljómsveitir til að spila í afmælum, brúðkaupum og við alls konar tilefni, enda kostar það lítið. Þetta virðist vera upplagður vettvangur fyrir áhugamenn á öllum aldri til að spila fyrir áhorfendur - þeim sjálfum og öðrum til skemmtunar. Þetta tíðkast ekki hér á Íslandi. Hér hafa áhugamenn engan stað til að láta ljós sitt skína, spila saman og skemmta sér og öðrum. Einblínt er á ungar hljómsveitir og allt þarf að vera svo stórt, fínt, flott og fullkomið. Þetta er mikil synd. Ég veit um marga tónlistarmenn - bæði áhugamenn og fyrrverandi meðlimi í hljómsveitum - sem gætu vel hugsað sér að spila en hafa engan vettvang til þess.

Á föstudagskvöldið fór ég á krá þar sem ein svona áhugamannahljómsveit var að spila. Sveitin var sett saman í árslok í fyrra og hefur haft þokkalega mikið að gera við að spila á krám, í afmælum og víðar. Meðlimir eru allir í eldri kantinum, sá yngsti varð fimmtugur í fyrrahaust. Þeir kalla sig Bootleg og spila Bítlana, Stones, Van Morrison og fleira skemmtilegt. Það var fámennt á kránni en þeim var alveg sama - finnst þetta bara gaman, rétt fá fyrir kostnaði og láta sér það vel líka. Á Flickr-síðunni minni eru myndir af tveimur öðrum viðburðum frá í fyrra þar sem svona "eldriborgarabönd" koma við sögu, með nokkrum af sömu meðlimunum, enda eru sumir í fleiri en einu bandi. Mér finnst gaman að þessu, þetta er afslappað og skemmtilegt, kröfum er stillt í hóf og allir dansa og njóta kvöldsins - ekki síst hljómsveitarmeðlimirnir.

Ég kom heim í gærkvöldi með stórsködduð hné. Sat aftast í Flugleiðavélinni þar sem ekki er hægt að halla sætunum aftur. Fyrir framan mig sat kona sem skyndilega skellti sætisbakinu aftur með snöggum rykk. Mogginn sem ég var að lesa skall framan í andlitið á mér, ég saup hveljur hátt og snjallt en konan lét eins og ekkert væri. Ég sat pikkföst með konuna og sætisbakið í Flugleiðirfanginu og gat mig ekki hrært. En henni fannst greinilega ekki nógu langt gengið og hóf nú að reyna að skella sætisbakinu enn lengra aftur og virtist ekki sætta sig við að það færi bara ekki lengra. Þetta var þéttvaxin kona og hún beitti líkamsþunganum af fullu afli á sætisbakið - og mig. Ég er ágætlega leggjalöng og járnin í sætisbakinu skullu nú hvað eftir annað á hnjánum á mér og ég átti enga undankomuleið. Konan lét enn sem hún heyrði ekki sársaukahljóðin sem skruppu út úr mér og hætti ekki fyrr en ég hnippti í hana, bað hana að fara hægar í sakirnar og sagði að hún væri að misþyrma mér. Hún brást ævareið við, harðneitaði að hafa komið við mig og hreytti í mig ónotum. Ég held að ég hafi aldrei orðið vör við slíkan ruddaskap hjá neinum samfarþega mínum í flugvél. Í lok ferðarinnar var ég að spá í að sýna henni hnén á mér en lét kyrrt liggja. Það stórsér á þeim eftir lætin í henni, þau eru blá, marin og hrufluð. Ég kann konunni sem sat í 41D í FI 455 frá London 1. júní 2008 litlar þakkir fyrir samfylgdina og vona að ég þurfi aldrei að hitta þennan dónalega og tillitslausa flugdólg aftur neins staðar.


Dave Allen og Júróvisjón

Ég dáði Dave Allen forðum, fannst hann fyndnasti maður í heimi. Svei mér ef mér finnst það ekki ennþá! Ég fletti honum upp áðan. Ætlaði að athuga hvort hann hefði fjallað á sinn einstaka hátt um Júróvisjón en um leið og ég byrjaði að spila myndböndin varð það algjört aukaatriði. Maðurinn var einfaldlega snillingur og með fyndnari mönnum... enda Íri og hét réttu nafni David Tynan O'Mahoney. Maður saknar hans og skopskynsins við að horfa á þessi myndbönd. Dave Allen lést fyrir þremur árum, 2005.

 

Þetta myndband er tileinkað Jennýju, Hallgerði og okkur hinum sem syndgum enn.

Þetta er fyrir alka í afneitun.

Fyrir trúarnöttana og Jón Steinar.

Um tiktúrur enskrar tungu.

Að kenna börnum á klukku.

Dave Allen byrjar í skóla.

 

En ekki er hægt að hætta nema drepa á upphaflega fyrirætlun - að fjalla á einhvern hátt um mál málanna í gær - Júróvisjón. Ekki eru allar þjóðir og þulir jafnhrifnir af Júró og við Íslendingar. Ég hef oft heyrt talað um hvernig þulurinn hjá BBC dregur keppnina, keppendurna og lögin sundur og saman í háði. Maðurinn sá heitir Terry Wogan og mun vera írskur að uppruna eins og Dave Allen. Hann stjórnar líka forkeppninni í Englandi.

Hér er Terry Wogan hjá snillingnum Parkinson þegar keppnin var fram undan í Eistlandi - hvenær sem það var - og hann gerir m.a. grín að hjónabandinu... og auðvitað Júróvisjón. Hann er alveg með á hreinu muninn á viðhorfi Breta til keppninnar annars vegar og þjóða á meginlandi Evrópu hins vegar. En hann minnist ekki á Íslendinga - enda tilheyra þeir hvorki Bretlandi né meginlandi Evrópu... hvar ætli hann flokki okkur?


Heiminum er einmitt stjórnað af allsgáðum mönnum í jakkafötum...

Í síðustu færslu sýndi ég brot úr Mannamáli Sigmundar Ernis þar sem Einar Kárason las okkur pistilinn. Til að gera ekki upp á milli þeirra nafna og aðdáenda þeirra ætla ég að sýna hér einn af pistlum Einars Más Guðmundssonar þar sem hann fjallar meðal annars um hinn íslenska stjórnmálaflokk, Fatahreyfinguna.

Flestum er sjálfsagt enn í fersku minni uppákoman í borgarstjórn Reykjavíkur þann 21. janúar sl. þegar valdabröltið á þeim bæ náði hæstu hæðum. Síðan þá hafa svipaðir atburðir gerst í tveimur sveitarfélögum, í Bolungarvík og á Akranesi.

Þar sem Einar Már flytur pistil sinn helgina eftir yfirtöku nýs meirihluta í Reykjavík fjallar hann vitaskuld um þá uppákomu. En pistillinn er miklu yfirgripsmeiri en svo, að hann einskorðist við einn atburð. Hvort hann er sígildur verður sagan að dæma.

Blaðakonurnar Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir voru næstar á eftir Einari Má. Agnes dæsti og sagði: "Ég er eiginlega bara orðlaus eftir að hlýða á hann Einar Má. Mér fannst hann algjör snillingur, bara frábær! Ég hef engu við þetta að bæta. Hann er bara búinn að analýsera þetta og það þarf ekkert frekar að segja."

En lokaorð Einars Más finnst mér að ættu að vera fleyg - takið sérstaklega eftir þeim.

 


Lögbrot ráðamanna

Mannamálið hans Sigmundar Ernis á Stöð 2 á sunnudagskvöldum er alveg sérdeilis góður þáttur. Hæfilega langur með mjög þægilegri blöndu af efni. Hinir og þessir gestir koma til Simma og "fastir liðir eins og venjulega" eru gyðjumlíku gáfudísirnar Katrín Jakobsdóttir og Gerður Kristný.

Ekki spillir svo fyrir að Einararnir tveir, rithöfundarnir Kárason og Már Guðmundsson flytja pistla til skiptis. Oftar en ekki fá þeir mann til að sperra eyrun og hugsa... íhuga mál frá öðru sjónarhorni en hingað til. Þeir hrista stundum upp í heilasellunum svo um munar og ýta hressilega við manni eins og Simmi reyndar líka.

Síðasta sunnudagskvöld var Kárason á ferðinni og eftir að hafa hlustað á hann spurði ég sjálfa mig í hálfum hljóðum: "Hvenær breytist þetta? Hvað þarf til? Ætlar þjóðin aldrei að vakna af Þyrnirósarsvefninum?" Það varð fátt um svör og mér varð hugsað til pistils Illuga Jökulssonar frá 2002 og ég birti hér.

Ráðamenn þjóðarinnar verða hvað eftir annað uppvísir að spillingu og lögbrotum en þurfa aldrei að svara fyrir það á meðan almenningur er dæmdur mishart fyrir smávægilegustu yfirsjónir. Hlustið á hann Einar Kárason. Alveg burtséð frá hvaða mál hann er að tala um - þetta er alltaf að gerast. Er það bara ég - eða finnst fólki þetta virkilega í lagi?

 


Áfangasigur og áskorun !!!

Skipulagsstofnun var að birta álit sitt á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar og leggst afdráttarlaust og eindregið gegn byggingu hennar. Þetta eru kærkomin tíðindi - gríðarlega mikilvægur áfangasigur í baráttunni fyrir náttúruperlunni á Ölkelduhálsi og raunar öllu Hengilssvæðinu.

Frá ÖlkelduhálsiÞetta ferli er búið að standa lengi yfir. Hengilssíðan var sett upp í lok október sl. og fólk hvatt til að senda inn athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum. Sett var Íslandsmet - aldrei áður höfðu borist eins margar athugasemdir við neinni framkvæmd í Íslandssögunni - en athugasemdirnar voru hátt í 700. Skipulagsstofnun flokkaði og taldi þær en sendi síðan til Orkuveitu Reykjavíkur, framkvæmdaraðilans. Upp úr miðjum mars sl. sendi OR síðan lokamatsskýrslu sína til Skipulagsstofnunar sem var að kveða upp álit sitt fyrir stundu.

Skjalið, þar sem Skipulagsstofnun færir rök fyrir áliti sínu er langt, 43 síður. Ég festi það við þessa færslu ásamt matsskýrslunni og umsögnum og athugasemdum sem bárust. Þessi skjöl er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Skipulagsstofnunar - hér. Ég ætla aðeins að hafa hér eftir kaflann "Helstu niðurstöður" úr álitinu. Hann hljóðar svo (leturbreytingar mínar):

"Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa Frá Ölkelduhálsiá landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.

Skipulagsstofnun telur ljóst að upplifun ferðamanna innan áhrifasvæðis Bitruvirkjunar myndi gerbreytast þegar horft er til umfangs fyrirhugaðra framkvæmda og þeirra ásýndarbreytinga sem þær hefðu í för með sér. Stofnunin telur að í ljósi þess yrði ferðaþjónusta og útivist eins og hún er stunduð í dag samkvæmt framlögðum gögnum ekki lengur möguleg innan áhrifasvæðis virkjunarinnar. Stofnunin telur að ráða megi bæði af umfjöllun í matsskýrslu sem og í umsögnum og athugasemdum að um verði að ræða mikil neikvæð, óafturkræf og varanleg áhrif á ferðaþjónustu og almenna útivist vegna breyttrar ásýndar svæðisins og verulegs ónæðis af völdum hávaða bæði á framkvæmda- og rekstrartíma.

Stofnunin telur að ekki sé gerlegt að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar á framangreinda umhverfisþætti með mótvægisaðgerðum þannig að hún teljist ásættanleg.

Frá ÖlkelduhálsiÞá telur stofnunin ljóst að ef litið er til samlegðaráhrifa Bitruvirkjunar með núverandi virkjunum, háspennulínum og fyrirhugaðri virkjun við Hverahlíð á Hengilssvæðið í heild sinni, nái þessi áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu til enn umfangsmeira svæðis og áhrifin verði að sama skapi umtalsvert meiri og neikvæðari. Skipulagsstofnun telur ljóst að með auknu raski á Hengilssvæðinu fari verndargildi lítt snortinna svæða þar vaxandi.

Varðandi áhrif Bitruvirkjunar á aðra umhverfisþætti þá liggur fyrir að mikil óvissa er um áhrif á jarðhitaauðlindina, áhrif á lofgæði ráðast alfarið af virkni hreinsibúnaðar fyrir brennisteinsvetni sem fyrirhugað er að koma upp og áhrif á grunnvatn ráðast af því að skiljuvatni verði veitt um fóðraðar niðurrennslisholur niður fyrir grunnvatnsborð.

Óvissa er um breytingar á yfirborðsvirkni á áhrifasvæði virkjunar á Bitru. Skipulagsstofnun telur að komi til aukinnar virkni geti það leitt til neikvæðra áhrifa á jarðmyndanir, örverulíf hvera, gróður og smádýralíf.

Reykjavík, 19. maí 2008"

Svei mér ef þetta er ekki næstum eins og afritað upp úr pistlunum mínum á þessu bloggi. Mikið svakalega erum við innilega sammála, Skipulagsstofnun og ég! Og álit þeirra er ekki á neinni tæpitungu - þar er fast að orði kveðið, það er ákveðið og afdráttarlaust.

En baráttunni er engan veginn lokið, athugið það. Í mínum huga hljóta næstu skref að vera þau, að Orkuveita Reykjavíkur hætti alfarið við að reisa Bitruvirkjun og að Sveitarfélagið Ölfus dragi breytingu á aðalskipulagi - þar sem breyta á Bitru/Ölkelduhálssvæðinu í iðnaðarhverfi - til baka. Síðan kæmi til kasta þar til bærra aðila að friðlýsa svæðið.

Það er ástæða til að óska Skipulagsstofnun og þjóðinni allri til hamingju. Það er líka ástæða til að þakka öllum þeim tæplega 700 sem sendu inn athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum í haust. Við getum haft áhrif ef við tökum höndum saman og notum samtakamáttinn.

Takið þátt í áskorun á Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitarfélagið Ölfus með því að setja inn athugasemd við þessa færslu! 

"Við skorum á Orkuveitu Reykjavíkur að hætta við að reisa Bitruvirkjun og Sveitarfélagið Ölfus að hætta við að breyta svæðinu í iðnaðarsvæði!"

Fréttir Ríkissjónvarpsins í kvöld


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Láttu ekki vín breyta þér í svín!

Við erum fljót að gagnrýna það sem okkur finnst aðfinnsluvert, en ekki eins fljót að hrósa því sem vel er gert - jafnvel því sem snertir okkur djúpt. Meðvituð hugarfarsbreyting getur breytt þessu - öllum er nauðsynlegt að fá klapp á bakið og hrós fyrir vel unnin störf, góðar hugmyndir og árangur í leik eða starfi. Hrósum oftar því sem vel er gert.

Ég held að ansi margir hafi í gegnum tíðina bölvað ÁTVR - eða Vínbúðinni - fyrir ýmislegt sem þeim finnst að betur mætti fara á þeim bæ. Sjálfsagt hef ég gert það líka, en nú ætla ég að hrósa þeim og það í hástert.

Vínbúðin hefur látið gera sjónvarpsauglýsingu sem snertir örugglega ýmsar taugar og fær fólk til að hugsa sig tvisvar um - ef ekki oftar. Þessi auglýsing er frábært framtak opinbers fyrirtækis og löngu tímabær. Við hér á þessu heimili eigum örlítinn, ósýnilegan þátt í henni og erum stolt af því.

Hér er auglýsingin - hugsið ykkur tvisvar um áður en þið látið vín breyta ykkur í svín.
 


 

Tónlistin í auglýsingunni er lagið Mad World eftir Gary Jules og hér flutt af honum.

All around me are familiar faces
Worn out places, worn out faces
Bright and early for their daily races
Going nowhere, going nowhere
Their tears are filling up their glasses
No expression, no expression
Hide my head I want to drown my sorrow
No tomorrow, no tomorrow

And I find it kinda funny
I find it kinda sad
The dreams in which I'm dying
Are the best I've ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles
It's a very, very… mad world… mad world

Children waiting for the day they feel good
Happy Birthday, Happy Birthday
Made to feel the way that every child should
Sit and listen, sit and listen
Went to school and I was very nervous
No one knew me, no one knew me
Hello teacher tell me what's my lesson
Look right through me, look right through me

And I find it kinda funny
I find it kinda sad
The dreams in which I'm dying
Are the best I've ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles
It's a very, very… mad world... mad world...
Enlarge your world
Mad world


Gestaþraut Dofra

"Væri þá ekki sorglegt að hafa eyðilagt þá verðmætu auðlind sem er á yfirborði jarðhitageymisins? Ölkelduháls og nágrenni, eitt helsta og verðmætasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins? Höfum við ekki efni á að vera þolinmóð og bíða eftir að við rötum á réttu lausnina?"

Þannig hljóðar niðurlag nýjasta pistils Dofra Hermannssonar sem þar fjallar um Bitru/Ölkelduhálsmálið: Flýtinn og asann við framkvæmdirnar, þá óskiljanlegu stefnu að beita rányrkju og þurrausa orkuauðlindina að óþörfu án minnsta tillits til tækniframfara og framtíðarinnar.

Lesið pistil Dofra, hann er hér.


Er þetta spurning um siðferði þegar upp er staðið?

Money makes the world go around...Það er með ólíkindum hvað viss öfl í þjóðfélaginu eru óskynsöm, fyrirhyggjulaus og svífast einskis til að fá sínu framgengt, hvað sem það kostar og hvaða afleiðingar sem það hefur fyrir núlifandi kynslóðir og þær sem á eftir koma - okkur og afkomendur okkar. Engu er eirt, siðferði er hunsað, sveigt fram hjá lögum og reglum með milljarðahagnaðinn að leiðarljósi. Þetta framferði hefur tíðkast lengi í íslensku þjóðfélagi. Fjármagn er vald og vald er fjármagn - eða eins og ég heyrði lítinn gutta segja í leik fyrir nokkrum árum: "Sá sem er ríkastur ræður auðvitað."

Sumir stjórnmálamenn spila með, hagræða og veita nauðsynlega fyrirgreiðslu til að allt gangi nú eins og smurt og sá sem raunverulega valdið hefur fái það sem hann vill og geti hagnast enn meira - því mikið vill alltaf meira. Það virðist vera lögmál. En greiðar eru ekki ókeypis og oft hef ég spáð í hvað hinn greiðasami stjórnmálamaður fái í sinn hlut - eitthvað fær hann, það er ég handviss um. Spilling og mútur? Aldeilis ekki! Það er engin spilling á Íslandi, er það?Kjartan Magnússon

Ég hef alltaf furðað mig á því af hverju Sjálfstæðismenn voru tilbúnir til að leggjast svo lágt sem raun bar vitni til að ná völdum aftur í borginni. Það var eitthvað á bak við þetta, eitthvað stórt sem enn hefur ekki komið fram í dagsljósið. Það er ég sannfærð um. Ég held að möguleg loforð gefin verktaka- og lóðabröskurum eða öðrum hafi ekki ráðið úrslitum. Ég held að það hafi verið Orkuveita Reykjavíkur. Tekið skal fram að ég hef ekkert fyrir mér í því annað en grun... tilfinningu sem ég losna ekki við. Engin skjöl, enga pappíra, engin orð hvísluð í eyra - ekkert. En það fyrsta sem nýr meirihluti gerði var að skipa Kjartan Magnússon formann Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en skipað var í nokkrar nefndir var formennskan í OR á hreinu! Og samkvæmt fréttum var Kjartan Magnússon einn aðalhvatamaður valdayfirtökunnar. Hvað lá svona á að komast til valda... ekki í borginni endilega, heldur í Orkuveitu Reykjavíkur? Getur einhver upplýst mig um það?

SpegillinnÉg hlustaði á Spegilinn í gærkvöldi. Hef mikið dálæti á þeim þætti og reyni að missa ekki af honum. Spegillinn er einn af albestu fréttatengdu þáttunum í íslensku útvarpi og vinnubrögð umsjónarmanna vönduð, sama hvað fjallað er um og þeir kalla gjarnan sérfræðinga til skrafs. Fastir umsjónarmenn spegilsins eru fréttamennirnir Friðrik Páll Jónsson, Gunnar Gunnarsson og Jón Guðni Kristjánsson. Mér heyrðist það vera Jón Guðni sem ræddi í gærkvöldi við Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands um nýtingu jarðhita. Í inngangi viðtalsins sagði Jón Guðni:

"Við fjöllum að lokum um hvernig eigi að nýta jarðvarma - með hámarkshagnað í huga til skemmri tíma litið eða með það í huga að jarðvarminn nýtist komandi kynslóðum eins og okkur. Og hvað vitum við um nýtingarþol auðlindarinnar?"

Þarna er strax komið inn á einn stærsta þáttinn sem keyrir virkjanamálin áfram - græðgina og gróðasjónarmiðin. Hámarkshagnað á eins skömmum tíma og mögulegt er, sama hvað er í húfi og hvaða afleiðingar það hefur. Á vefsíðu Spegilsins stendur þetta um málið:

"Áætlanir um raforkuframleiðslu frá jarðvarmavirkjunum byggjast á Stefán Arnórsson, prófessortakmörkuðum rannsóknum, hugmyndir um að nýta jarðhitasvæði í ákveðinn árafjölda og hvíla þau svo meðan þau jafna sig byggjast á ágiskunum en ekki þekkingu eða reynslu. Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði, telur affarasælast að virkja jarðhitann í smáum skrefum fremur en stórum, ef ætlunin er að varðveita auðlindina, komandi kynslóðum til afnota."

Ég hef gagnrýnt lögin um mat á umhverfisáhrifum, þar sem framkvæmdaraðilinn - í þessu tilfelli Orkuveita Reykjavíkur - sér um matið, fær til liðs við sig ráðgjafafyrirtæki sem getur haft beina hagsmuni af því að virkjunin verði reist og síðan sjá sömu aðilar um að meta athugasemdirnar, þ.e. dæma í eigin máli. Hvorugur aðilinn getur með nokkru móti verið hlutlaus. Ég vil að hlutlausir aðilar sjái um matið á umhverfisáhrifum framkvæmda, t.d. menn eins og Stefán og fleiri sem eiga engra hagsmuna að gæta og geta nálgast viðfangsefnið af þeirri hlutlægni og vísindalegu þekkingu sem nauðsynleg er.

Stefán segir "...að tvö sjónarmið séu ríkjandi um nýtingu jarðvarma. Annað er að nýta hann með hámarkságóða í huga yfir ákveðið tímabil og þá er gjarnan miðað við afskriftatíma mannvirkja sem nýta orkuna. Hitt er að nýta hann með sem næst sjálfbærum hætti þótt full sjálfbærni náist aldrei. Full sjálfbærni þýðir að nýting hefur engin umhverfisáhrif og þannig er ekki hægt að nýta auðlindir í jörðu. Það er hins vegar hægt að hafa það að leiðarljósi, að auðlindirnar nýtist sem lengst - ekki aðeins núlifandi kynslóðum, heldur komandi kynslóðum einnig. Þegar upp er staðið er það siðferðileg spurning hvort sjónarmiðið er haft að leiðarljósi."

Ég lýsi eftir siðferði stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur, sveitarstjórnar Ölfuss, borgarfulltrúa í Reykjavík, þingmanna, ráðherra í íslensku ríkisstjórninni og almennings á Íslandi.

Annaðhvort vita menn hjá Orkuveitunni þetta ekki eða þeir loka augunum fyrir því. Kannski er þeim uppálagt að gera það. Í virkjununum á Hengilssvæðinu og Hellisheiði er fyrirhuguð hámarksnýting og áætlað er að unnt sé að nýta jarðhitann þar í ja... segjum 30 til 40 ár. Síðan er sagt að það þurfi að hvíla svæðið á meðan það nær upp jarBorholur á Skarðsmýrarfjalliðhita að nýju - kannski í önnur 30-40 ár? Það er einfaldlega ekki vitað, en það á SAMT að gera það. Þeir viðurkenna að nýtingin sé ágeng en ætla SAMT að virkja. Í frummatsskýrslu OR og VSÓ um umhverfisáhrif af Bitruvirkjun segir: "Framkvæmdaraðili skilgreinir fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á Bitru sem ágenga vinnslu en að vinnslustefnan sé engu að síður sjálfbær." (kafli 19.7, bls. 67). Ágeng en engu að síður sjálfbær? Hvernig kemur það heim og saman við það sem Stefán Arnórsson segir í viðtalinu? Endurnýjanleg orka???

Stefán segir að best sé að virkja í smáum skrefum en auðvitað séu það þarfir þeirra sem nýta orkuna sem á endanum ráða virkjanahraðanum. Þar komum við að spurningunni um þörfina. Til hvers þarf að virkja svona mikið? Fyrir hvað og hvern? Álver sem nú til dags eru nánast hvergi reist nema í fátækum þriðja heims ríkjum? Hverja vantar störf í þjóðfélagi sem þarf að flytja inn erlent vinnuafl í tugþúsundatali? Ég er svo treg að ég skil þetta ekki. Getur verið að áherslan sem lögð er á að virkja sem mest og sem hraðast og ganga eins mikið á auðlindina og hægt er sem fyrst tengist á einhvern hátt þeim þrýstingi sem var á Sjálfstæðisflokkinn að ná völdum aftur í Reykjavík og þar með yfir Orkuveitunni? Spyr sú sem ekki veit.

Undir lok viðtalsins kom Stefán inn á mengunina af jarðhitavirkjunum. Borholur á SkarðsmýrarfjalliHann segir að efnamengun frá virkjunum og umhverfisáhrif þeirra yfirleitt hafi verið mjög vanmetin. Þar sé mest áhersla lögð á að draga úr sjónmengun og jarðraski virkjana á háhitasvæðum en að áhrifin séu engu að síður miklu, miklu víðtækari. Efnamenguninn sé í raun alvarlegust og erfiðust til langs tíma litið - bæði lofttegundir sem eru í jarðgufunni og fara út í andrúmsloftið og eins ýmis efni í vatninu sem geta blandast yfirborðsvatni eða skemmt grunnvatn. Þetta er fyrir utan hljóðmengun og margt, margt fleira. Hrein orka???

Í þessu sambandi minni ég á Hveragerðispistlana mína tvo frá í apríl, þennan og þennan. Þeir fjalla um brennisteinsvetnismengunina frá jarðhitavirkjununum sem verður gríðarleg og hefur áhrif á alla íbúa suðvesturhornsins, mest þó á Hvergerðinga. Ég minni líka á Spegilsviðtölin í tónspilaranum ofarlega til vinstri á þessari síðu - við Þorstein Jóhannssson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun og Sigurð Þór Sigurðarson, lækni og sérfræðing í öndunar- og umhverfissjúkdómum. Viljum við virkilega að þetta gerist við bæjardyrnar hjá okkur sem búum á suðvesturhorni landsins? (Við erum 2/3 landsmanna, gleymið því ekki. Það eru mörg atkvæði á landsvísu þegar þar að kemur.) Hvað knýr þessa menn áfram við að framkvæma í slíkri blindni? Er eftirsóknin eftir auði og völdum svo siðblind að öllu og öllum - ef ég væri nógu dramatísk segði ég landi og þjóð - sé fórnandi fyrir skyndigróða?

Ýmislegt fleira merkilegt kemur fram í viðtalinu við Stefán. Ég setti það í tónspilarann - það er næstefsta viðtalið - og hvet alla til að hlusta vandlega á það. Þarna talar maður með þekkingu og reynslu sem á engra hagsmuna að gæta.

Annars hef ég verið að lesa lög í dag. Það er leiðinlegasta og tyrfnasta lesning sem hugsast getur - en stundum þarf að gera fleira en gott þykir sagði mamma mín alltaf...  Wink


Athugasemdir og mótmæli

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóriÞað er gott að hafa góðan málstað að verja og með ólíkindum hve mikinn stuðning við, sem höfum barist gegn virkjunaráformum við Ölkelduháls, höfum fengið. Fólk gerir sér almennt mjög vel grein fyrir hvað er í húfi, ekki síst þegar það áttar sig á málavöxtum - sem eru æði skuggalegir í þessu máli öllu. Eða eins og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hvergerðinga segir í öðrum fréttatímanum hér að neðan: "Það er mjög mikil alda reiði gagnvart þessum virkjunaráformum þarna upp frá." Þetta er einmitt sama undiraldan og við höfum fundið í ótal samtölum, símtölum og tölvupóstum. Andstaðan við Bitruvirkjun er gríðarleg og ástæður hennar fjölmargar. En verður hlustað eða virkjunin keyrð í gegn, þvert á alla skynsemi, mótrök, athugasemdir og mótmæli?

Ég skrapp til Þorlákshafnar í dag til að hitta Björn Pálsson og Petru Mazetti í því skyni að afhenda Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss þau athugasemdabréf og mótmæli sem við vorum með. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri, var ekki við og eins og fram kemur í frétt Magnúsar Hlyns á RÚV: "Birna Borg Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, vildi ekki tjá sig um ályktun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar frá því í morgun þegar leitað var eftir því og ekki heldur um mótmælalistana. Sagði þá fara sína eðlilegu leið innan stjórnsýslunnar hjá sveitarfélaginu." Af hverju þessi þögn hjá Birnu? Getur þetta flokkast undir valdhroka? Hefur hún vondan málstað að verja? Hvað óttast hún?

Athugasemdirnar sem afhentar voru í dag voru mjög margar og enn eru ótaldar athugasemdir sem sendar hafa verið í pósti. Það verður væntanlega dágóður slatti. En þær tölur sem ég skrifaði hjá mér í dag eru þessar:

Afhent voru 620 athugasemdabréf með nöfnum 773 einstaklinga.
Þar af voru 523 búsettir í Hveragerði og 123 í dreifbýli Ölfuss.
Auk þess var tilkynnt um mótmælabréf í ábyrgðarpósti með undirskriftum 176 Hvergerðinga í viðbót.

Þetta eru alls 949 manns og eins og áður segir eru alveg ótaldar athugasemdir einstaklinga, samtaka og annarra sem sendar voru í pósti.

Íbúafjöldi Sveitarfélagsins Ölfuss 1. desember sl. var 1.930 (Hagstofan).
Greidd atkvæði í Sveitarfélaginu Ölfusi við síðustu sveitarstjórnarkosningar voru 1.029. Þar af eru atkvæðin á bak við meirihlutann 495.

Bara pæling...

Fréttin sem tengt er í hér neðst fjallar um athugasemdi Landverndar og á síðunni hjá mbl.is er hægt að opna .pdf skjal og lesa athugasemdina.

Sjónvarpsfréttir kvöldsins


Björn Pálsson og Petra Mazetti færðu Sigurði veggspjald...

Sigurði fært veggspjald


...sem hann hengdi auðvitað samstundis upp.

Veggspjald hengt upp


mbl.is Telur sveitarstjórn Ölfus vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðustu forvöð - nú er að drífa sig!

Auðvitað mótmæltu Hvergerðingar, nema hvað? Lífsgæði þeirra verða stórlega skert verði af Bitruvirkjun - sem og annarra íbúa suðvesturhorns landsins. Það er ekki of seint að senda inn athugasemd. Póstafgreiðslustaðir eru flestir opnir til klukkan 18. Nú er að drífa þetta af.

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera náttúruverndarsinni og var í framboði hjá Íslandshreyfingunni fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann skipaði Ástu Þorleifsdóttur varaformann Orkuveitu Reykjavíkur og ég ætla aftur að vitna í orð Ástu í viðtali í 24stundum 16. febrúar sl. en þar sagði Ásta: "Ég mun ekki styðja neitt sem ógnar Ölkelduhálsi og Klambragili og þessum mjög svo mikilvægu útivistar- og fræðslusvæðum." Ég skora á Ástu Þorleifsdóttur að standa við stóru orðin og koma í veg fyrir að Bitruvirkjun verði að veruleika.

Hér fyrir neðan er athugasemdabréfið sem ég og fleiri sendum. Öllum er heimilt að afrita það og senda í sínu nafni. Letur og leturstærð er eitthvað að stríða mér - fólk lagar það bara hjá sér.

Sveitarfélagið Ölfus
Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn

12. maí  2008

Efni:
Athugasemd við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss 2002-2014 –
atriði nr. 1 í auglýsingu er varðar Bitru - byggingu allt að 135 MW jarðvarmavirkjunar.

Ég mótmæli breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins Ölfuss 2002-2014 – atriði nr. 1 í auglýsingu: "285 ha opnu, óbyggðu svæði á Bitru/Ölkelduhálsi sem að hluta er á náttúruminjaskrá og einnig skilgreint sem grannsvæði vatnsverndar, er breytt í iðnaðarsvæði fyrir jarðgufuvirkjun." Athugasemdir mínar eru eftirfarandi:

1.     
Hengilssvæðið og dalirnir austan, vestan og sunnan þess hafa lengi verið ein helsta útivistarparadís íbúa Ölfuss og Hveragerðis. Svæðið býður upp á einstaka náttúrufegurð sem er sjaldgæf á heimsvísu. Enn sjaldgæfara er að finna þessa fjölbreytni bæði hvað varðar náttúru og jarðfræðimyndanir eins nálægt íbúabyggð og hér.  Svæðið er aðgengilegt fyrir alla hvort sem er fyrir börn eða fólk með skerta gönguhæfni.

2.     
Á svæðinu í kringum Bitru og Ölkelduháls er í dag hægt að ganga um í friði og ró og njóta öræfakyrrðar í nánast ósnortnu landslagi. Þetta er ekki síður mikilvægt í samfélagi þar sem umferð er að aukast, byggð að þéttast og hraði og álag að aukast.

3.     
Ég tel það vera okkar ábyrgð að varðveita slíkar náttúrperlur fyrir komandi kynslóðir og legg til að í staðinn fyrir að breyta þessu stórkostlega útivistarsvæði í iðnaðarsvæði þá verði breytingin fólgin í því að friðlýsa svæðið.

4.     
Þrátt fyrir áætlanir um að fyrirhuguð virkjunarmannvirki eigi að falla vel inn í landslagið tel ég engan virkjunarkost á umræddu svæði ásættanlegan þar sem mannvirkjagerð á svæðinu myndi óhjákvæmilega gjörspilla þeirri náttúruperlu sem hér um ræðir.

5.     
Mengun af fyrirhugaðri virkjun yrði algjörlega óviðunandi. Þar er átt við sjónmengun, hljóðmengun og lyktarmengun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður brennisteinsvetnismengun óviðunandi og jafnvel hættuleg þar sem ljóst er að þótt takist að hreinsa útblásturinn verður ekkert hreinsað á framkvæmdatíma og heldur ekki úr borholum í blæstri sem alltaf verða einhverjar í gangi.

6.   Ljóst er að aðrir virkjunarkostir eru fyrir hendi – nefna má svæði eins og Hverahlið, Gráhnúka, Eldborg og Litla-Meitil þar sem rannsóknarboranir eru þegar hafnar.

7.      Ég geri alvarlega athugasemd við auglýsingu Sveitarfélagsins Ölfuss á breytingu á aðalskipulagi þar sem ekki var farið að lögum, þ.e. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 73/1997 þar sem stendur: "Tekið skal fram hvert skila skuli athugasemdum og að hver sá sem eigi gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan tilskilins frests teljist samþykkur henni."
Hvorugt þessara atriða kom fram í auglýsingunni og hlýtur hún því að teljast ólögleg. Ég geri þá kröfu að breytingin verði auglýst aftur með því skilyrði að þegar fram komnar athugasemdir verði engu að síður teknar gildar.

8.      Einnig geri ég athugasemd við þá kröfu Sveitarfélagsins Ölfuss að ekki sé heimilt að senda athugasemdir í tölvupósti.
Í raun er tölvupóstur öruggari en hefðbundinn póstur. Ef vilji minn stæði til þess að semja 40 athugasemdir, prenta þær út, falsa undirskriftir og senda í hefðbundnum pósti væri það hægur vandi og engin leið fyrir móttakanda að rekja póstinn.
Tölvupósti fylgja aftur á móti IP tölur og auðvelt að rekja hvort verið væri að senda 40 athugasemdir frá sömu IP tölunni. Að þessu leyti er tölvupóstur mun öruggari en hefðbundinn póstur. 

9.      Ekki eru gerðar formkröfur um sendingu athugasemda í lögum og t.d. Skipulagsstofnun, Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög leyfa athugasemdir við sams konar mál í tölvupósti. Það er því rökrétt að álykta sem svo að með því að heimila ekki tölvupóst sé Sveitarfélagið Ölfus vísvitandi
að gera almenningi erfitt fyrir og það eitt og sér stríðir gegn anda Skipulags- og byggingarlaga og sjálfsagt fleiri laga, s.s. um mat á umhverfisáhrifum og tilskipun Evrópusambandsins (2001/42/EB) um áhrif og aðkomu almennings, aðgengi hans að ákvörðunum yfirvalda um umhverfið og tjáningarfrelsi.
 
Annað sem vert er að íhuga í sambandi við hefðbundinn póst.  Á höfuðborgarsvæðinu búa 195.970 manns (Hagstofan - tölur frá 1. desember 2007). Samkvæmt heimasíðu Íslandspósts eru aðeins 11 pósthús sem þeim þjóna. Þar af eru íbúar Reykjavíkur 117.721 (Hagstofan - tölur frá 1. desember 2007) og aðeins 6 póstafgreiðslustaðir þjóna þeim. Póstkössum hefur einnig verið fækkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu, svo og pósthúsum á landsbyggðinni. Það er því ljóst að fjölmargir þurfa að fara mjög langar leiðir til að finna póstafgreiðslustaði og vitaskuld er þessi fækkun póstafgreiðslustaða afleiðing af tölvupóstvæðingunni sem hefur að miklu leyti komið í stað hefðbundins pósts.

Ég geri kröfu til þess, að um leið og breyting á aðalskipulagi verður auglýst aftur skv. 7. lið verði heimilað að senda athugasemdir í tölupósti með því skilyrði
að þegar fram komnar athugasemdir verði engu að síður teknar gildar.

10.    Að lokum er rétt að koma á framfæri miklum efasemdum um hæfi sveitarstjórnar til að fjalla frekar um málið. Sveitarfélagið hefur með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur skuldbundið sig til þess að skipuleggja svæðið „til samræmis við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru“ svo vitnað sé til bókunar bæjarstjórnar 28. apríl 2006. Þær fyrirhuguðu framkvæmdir sem vitnað er til í bókun sveitarstjórnar, og samningi við Orkuveitu Reykjavíkur, eru m.a. þær sem tilgreindar eru í auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn virðist því hafa, með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur, og bókun sinni þann 28. apríl 2006, afsalað sér fullveldi til ákvörðunar í þessu skipulagsmáli.  Ég krefst þess að sveitarstjórn Ölfuss lýsi yfir vanhæfi sveitarstjórnarinnar í heild sinni að lokinni eftirgrennslan um hverjir hafi þegið hluta af því fé sem Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt sveitarfélaginu nú þegar - og til vara þeirra fulltrúa sem einnig sáu í sveitarstjórn þegar samkomulagið var undirritað.

Virðingarfyllst,

Nafn, kennitala og heimilisfang

 


mbl.is Hveragerði mótmælir áformum um Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innlegg í umræðuna - fréttir Stöðvar 2 í kvöld


Þetta er myndpistill - án orða til tilbreytingar.

 

 

Frestur til að skila inn athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi
Sveitarfélagsins Ölfuss rennur út á morgun, þriðjudaginn 13. maí.
Ennþá er því unnt að leggja sitt af mörkum.


Löglegt en siðlaust... eða kolólöglegt og siðlaust í þokkabót?

Ég hef ekki endurbirt pistil áður en nú er ærið tilefni. Þennan skrifaði ég í desember sl. og hef sett tengil á hann í nokkrum öðrum pistlum. En þar sem málið er í brennidepli einmitt núna ætla ég að endurbirta þann hluta hans sem felur í sér samning þann, sem ég fjallaði um í síðasta pistli og örlítinn inngang og lokaorð. Fyrirsögn pistilsins er sú sama og á þessum. Athugasemdirnar sem um er rætt í lokaorðum eru athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum. Þær athugasemdir sem fólk er hvatt til að senda inn núna eru við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, annað mál en sama framkvæmd.

Dæmi nú hver fyrir sig hvað honum finnst um að opinbert fyrirtæki í meirihlutaeigu skattgreiðenda í Reykjavík geri slíka samninga um "fyrirgreiðslu". Ólæsilega rithöndin sem minnst er á mun vera Alfreðs Þorsteinssonar, þáverandi stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur.

Spurning hvort samningurinn misbjóði ekki réttlætiskennd fólks. Hann misbýður að minnsta kosti minni.

----------------------------------------------------------

Hér fyrir neðan er samkomulag það, sem Orkuveita Reykjavíkur og Sveitarfélagið Ölfus gerðu með sér í apríl 2006 þar sem OR kaupir blygðunarlaust samvinnu sveitarstjórnar og loforð þess efnis að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir virkjunum og greitt fyrir flýtimeðferð gegn því að OR kosti ýmsar framkvæmdir í Ölfusi. Samkomulagið er gert löngu áður en lögbundið ferli hófst við umhverfismat og breytingu aðalskipulags sem krafist er við svona miklar framkvæmdir, svo ekki sé minnst á hvað þær eru umdeildar.

Samkomulagið er metið á 500 milljónir króna sem eru greiddar úr vasa Reykvíkinga - þeir eiga jú Orkuveitu Reykjavíkur. Ekki lækka orkureikningar þeirra við það. Matsupphæðin er fengin úr fundargerð Sveitarfélagsins Ölfuss sem sjá má hér undir lið g.

-----------------------------------------------------------------------------


Samkomulag milli Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Ölfuss um ýmis mál sem tengjast virkjun á Hellisheiði

1. grein
Orkuveita Reykjavíkur er að reisa fyrsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stefnir að enn frekari uppbyggingu orkuvera á Hellisheiði og Hengilssvæðinu.  Um er að ræða framkvæmdir vegna stækkunar virkjunar og framkvæmdir vegna nýrra virkjana til raforku- og varmaframleiðslu.  Fyrirséð eru mannvirki tengd vélbúnaði og stjórnstöð, borteigar, safnæðar, skiljustöðvar, aðveituæðar, kæliturnar og önnur mannvirki aukist á svæðinu.  Framkvæmdin felur í sér vinnslu jarðhita, vegi, borholur, vatnsöflun, gufuveitu, stöðvarhús, kæliturna, niðurrennslisveitu og efnistökusvæði.  Framkvæmdatími getur numið allt að 30 árum og stærð virkjana orðið samtals um 600 - 700 MW.

2. grein
Bæjarstjórn Ölfuss veitir framkvæmdaleyfi og greiðir fyrir skipulagsmálum eins hratt og unnt er vegna umræddra framkvæmda enda byggi þær á lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir hvern áfanga og viðkomandi verkþætti.  Orkuveita Reykjavíkur greiðir Sveitarfélaginu Ölfuss skv. 11. grein fyrir aukið álag og vinnu sem framkvæmdirnar kalla á hjá sveitarfélaginu.  Þetta gerir sveitarfélaginu kleift að hraða öllum umsögnum og leyfisveitingum sem þörf er á.

3. grein
Orkuveita Reykjavíkur sér um og ber allan kostnað af hugsanlegum málaferlum og skaðabótakröfum sem rekstur og framkvæmdir tengdar Orkuveitu Reykjavíkur leiða til, sama hvaða nafni þær nefnast.  Þetta á einnig við um hugsanleg skaðabótamál á hendur Sveitarfélaginu Ölfuss sem rekja má til virkjunarframkvæmda og orkuvera á Hellisheiði.

4. grein
Aðilar eru sammála um að sérstök ráðgjafanefnd sem skipuð verði um uppgræðsluverkefni skili tillögum til beggja aðila um uppgræðslu í Sveitarfélaginu Ölfusi.  Ráðgjafanefndin verði skipuð þremur aðilum, einum frá Orkuveitu Reykjavíkur, einum frá Sveitarfélaginu Ölfusi og aðilar koma sér saman um einn fulltrúa eftir nánara samkomulagi.  Fulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss verður formaður nefndarinnar.  Um er að ræða uppgræðsluverkefni í sveitarfélaginu, til að mæta bæði því raski sem verður vegna virkjana og til almennra landbóta.  Miðað er við að Orkuveita Reykjavíkur verji til þessa verkefnis 12,5 milljónum á ári fram til 2012.  Þá verði leitast við að fá fleiri aðila að verkinu.  Þá mun Orkuveita Reykjavíkur leggja að auki til starf unglinga til landbóta í sveitarfélaginu.  Haft verður í huga í landgræðsluverkefnunum að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi.

5. grein
Vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur tekur hún að sér að byggja upp nýja fjárrétt og hesthús við Húsmúla sem notuð er til smölunar á afrétti Ölfusinga skv. fyrirliggjandi teikningum.  Orkuveita Reykjavíkur mun annast viðhald þessara mannvirkja.  Þessi aðstaða nýtist fyrir ferðamennsku á svæðinu í annan tíma.  Þá sér Orkuveita Reykjavíkur um að byggja upp og lagfæra það sem snýr að smölun og afréttarmálum sem virkjunarframkvæmdirnar hafa áhrif á.  Miða skal að 1. áfanga verksins þ.e.a.s. bygging fjárréttar, verði lokið fyrir göngur haustið 2006.

6. grein
Orkuveita Reykjavíkur gerir Sveitarfélaginu Ölfuss tilboð í lýsingu vegarins um Þrengsli, frá Suðurlandsvegi í Þorlákshöfn fyrir 14 milljónir á ári (verðtryggt með neysluvísitölu, janúar 2007).  Innifalið er lýsing á veginum með ljósum sem eru með 50 m millibili, allur fjármagnskostnaður, orka og viðhald er innifalið í tilboðinu.  Fylgt verður kröfum og reglum Vegagerðarinnar.  Verkinu verði lokið á árinu 2006 að því tilskyldu að öll leyfi liggi tímanlega fyrir.

7. grein
Orkuveita Reykjavíkur mun greiða Sveitarfélaginu Ölfuss fyrir jarðhitaréttindi í afréttinum á Hellisheiði samkvæmt sömu reglum og notaðar voru við önnur landa- og réttinda kaup af landeigendum í Ölfusi.  Þetta verður gert ef og þegar óbyggðanefnd eða eftir atvikum dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að afrétturinn sé fullkomið eignarland sveitarfélagsins, allur eða að hluta.  Náist ekki samkomulag um bætur skal úr skorið af 3 manna gerðardómi þar sem hvor aðili skipar einn mann en oddamaður verði tilnefndur af sýslumanni Árnessýslu.

8. grein
Verði niðurstaða óbyggðanefndar, eftir atvikum dómstóla, sú að afrétturinn allur eða að hluta sé þjóðlenda mun Orkuveita Reykjavíkur bæta tjón vegna jarðrasks, missi beitilanda, umferðarréttar, og röskunar á afréttinum eftir nánara samkomulagi.  Náist ekki samkomulag um bætur skal úr skorið af þriggja manna gerðardómi þar sem hvor aðili um sig skipi einn mann en oddamaður verði tilnefndur af sýslumanni Árnessýslu.

9. grein
Á árinu 2008 hafi Orkuveita Reykjavíkur lokið lagningu ljósleiðara um þéttbýli í Þorlákshöfn og fyrir árið 2012 verði lagningu ljósleiðara lokið um aðgengilegan hluta dreifbýlis Ölfuss skv. nánara samkomulagi er liggi fyrir áramót 2006/2007.

10. grein
Kannað verði til hlítar hvort aðkoma Orkuveitu Reykjavíkur að Sunnan 3 sé áhugaverður kostur fyrir verkefnið og þá aðila sem að verkefninu standa.  Markmið verkefnisins er að nota rafrænar lausnir til að efla búsetuskilyrði á svæðinu.

11. grein
Aðilar eru sammála um að bæjarstjórn Ölfuss þurfi að fylgjast með reglubundnum hætti með virkjunarframkvæmdum innan sveitarfélagsins m.a. til að geta svarað spurningum sem upp kunna að koma og beint verður til bæjarstjórnar.  Í þessu skyni koma aðilar sér saman um að halda reglulega fundi á framkvæmdatíma, allt að 4 fundum á ári, þar sem m.a. verður farið í skoðunarferðir um vinnusvæðið.  Aðilum er ennfremur ljóst að umsvif og álag á bæjarstjórn og bæjarstjóra Ölfuss mun fyrirsjáanlega aukast meðan framkvæmdir við virkjanir á Hengilssvæðinu standa yfir í sveitarfélaginu.  Samkomulag er um að Orkuveita Reykjavíkur greiði Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst með fastri heildargreiðslu, kr. 7,5 milljónir á ári árin 2006 til 2012, 1. september ár hvert.  Þessar greiðslur verða notaðar til að kappkosta við að afgreiðsla umsagna og leyfa verði eins hröð og hægt er. 

Ölfusi 28. apríl 2006 

Undir skrifa Ólafur Áki Ragnarsson og Hjörleifur Brynjólfsson fyrir hönd Ölfuss og Guðmundur Þóroddsson og ólæsileg rithönd fyrir hönd OR.

_________________________________________________


Ég kref Orkuveitu Reykjavíkur svara við því, hvernig hún telur sig þess umkomna að gefa Sveitarfélaginu Ölfusi 500 milljónir - hálfan milljarð - af peningum Reykvíkinga. Orkuveita Reykjavíkur er opinbert fyrirtæki í eigu útsvarsgreiðenda í Reykjavík og þeir eiga heimtingu á að fá skýr svör frá OR.

Svo væri einnig mjög fróðlegt að vita nákvæmlega í hvað gjafaféð sem þegar hefur verið reitt af hendi hefur farið. Það þykir mér forvitnilegt og nú stendur upp á sveitarstjórn Ölfuss að gefa nákvæmar skýringar á hverri einustu krónu.

Eins og fram kom í einni af fyrri færslum mínum er meirihlutinn í Sveitarstjórn Ölfuss skipaður 4 einstaklingum sem hafa alls 495 atkvæði á bak við sig. Athugasemdir við og mótmæli gegn fyrirhugaðri Bitruvirkjun voru rétt um 700. Ef allt er talið snertir ákvörðunin um virkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæðinu um það bil 200.000 manns beint í formi spilltrar náttúru, lyktar-, loft- og sjónmengunar og alla landsmenn í formi ofurþenslu, verðbólgu og vaxtahækkana.

Ég lýsi eftir lýðræðinu í þessum gjörningi.


Það er engin spilling á Íslandi, er það?

PeningarÞað er engin spilling á Íslandi, er það? Og hér tíðkast ekki mútur, er það? Hvaða vitleysa! Nýleg, erlend könnun sýnir Ísland í 6. sæti yfir minnsta spillingu í heiminum - hrapaði þó úr 1. sæti. Um það má lesa hér og skoða spillingarlistann í heild sinni. Fólk hlær almennt að þessu, því varla fyrirfinnst sá Íslendingur á fullorðinsaldri sem ekki hefur beina eða óbeina reynslu af spillingu á Íslandi í ýmsum birtingarmyndum, opinberri eða óopinberri. En það má bara ekki kalla það spillingu. Það má heldur ekki minnast á mútur, það er bannorð. Við greiðum ekki mútur og við þiggjum ekki mútur. Slíkur ósómi tíðkast bara í útlöndum. Á Íslandi er svoleiðis greiðasemi kölluð til dæmis "fyrirgreiðsla" eða spegilmyndin "að greiða fyrir málum". Fallegt og kurteislegt orðalag. En ekki mútur, alls ekki... það er ljótt og eitthvað svo óíslenskt. Eða hvað?

Svo eru það hagsmunaárekstrarnir og vanhæfið. Hvenær er maður vanhæfur og hvenær er maður ekki vanhæfur. Hagsmunaárekstrar og vanhæfi eru mjög viðkvæm mál á Íslandi - rétt eins og spilling og mútur - og ekki algengt að sá vanhæfi viðurkenni vanhæfi sitt. Hann þrjóskast við og neitar fram í rauðan dauðann þótt staðreyndir blasi við. Tökum tvö heimatilbúin (en möguleg) dæmi og eitt mjög raunverulegt.
Peningar
1. Lögfræðingur flytur mál fyrir héraðsdómi. Dæmt er í málinu og því áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni er lögfræðingurinn skipaður hæstaréttardómari. Má hann dæma í sama máli þar eða er hann vanhæfur? Ég hefði haldið það.

2. Jón á hlut í banka. Bara lítinn - svona stofnfjárhlut sem hann lagði til málanna þegar bankinn átti bágt, kannski 100.000 krónur eða svo. Mörgum árum seinna er Jón kosinn á þing og situr þar í nefnd sem á að ákveða hvort það má selja bankann og hvers virði hver hlutur er. Jón gæti hagnast um tugmilljónir með því einu að rétta upp hönd. Er hann vanhæfur við afgreiðslu málsins í nefndinni? Ég hefði haldið það.

Peningar3. Sveitarstjóri gerir samning við fyrirtæki um framkvæmdir. Samningurinn er metinn á 500 milljónir - hálfan milljarð króna. Til að uppfylla ákvæði hans þarf að fara í gegnum alls konar lagalegt ferli, tímafrekt og leiðinlegt - en lög eru lög og ekki hjá því komist. Ein hindrunin er lög um mat á umhverfisáhrifum, en það er allt í lagi. Fyrirtækið sem sveitarstjórinn gerði samninginn við sér hvort sem er um matið og ræður auðvitað niðurstöðu þess, enda dómari í eigin máli. Ekki vandamál, bara svolítið tafsamt. Enginn vanhæfur þar, eða hvað?

Svo þarf að auglýsa breytingu á skipulagi og gefa einhverjum almenningi kost á að tjá sig og halda að hann hafi áhrif á niðurstöðuna. En það er allt í lagi, sveitarstjórinn er búinn að ákveða þetta og því verður ekki breytt. Það eru svo miklir peningar í húfi. Hvaða vit hefur þessi almenningur svosem á peningum? Ekki vandamál, bara svolítið tafsamt og stundum örlítið ergilegt. Sveitarstjórinn þarf kannski að svara óþægilegum spurningum fjölmiðla og svoleiðis. En þetta reddast að íslenskum sið og hvaða vit eða áhuga hefur svosem fjölmiðlafólk á slíkum alvörumálum? Það hefur bara áhuga á Britney Spears, Gilzenegger og þeim best eða verst klæddu!

Ein greinin í samningi sveitarstjórans og fyrirtækisins kveður á um að ár hvert, frá 2006-2012, borgi fyrirtækið sveitarstjórninni 7,5 milljónir í rPeningareiðufé til að standa undir álaginu við að keyra þetta allt í gegn fyrir fyrirtækið - alls 52,5 milljónir á sjö árum. (Að ónefndum framkvæmdum við lagningnu ljósleiðara, byggingu hesthúsa, lýsingu vega og þannig smotterís.) Upplýsingar um í hvað allar milljónirnar fara liggja ekki á lausu en leiða má líkur að því, að þær fari í vasa einhverra, enda stendur orðrétt í samningnum "...að umsvif og álag á bæjarstjórn og bæjarstjóra mun fyrirsjáanlega aukast..." og samkomulag er um að fyrirtækið greiði sveitarfélaginu fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst. Rúsínan í pylsuenda samningsins hljóðar síðan svo: "Þessar greiðslur verða notaðar til að kappkosta við að afgreiðsla umsagna og leyfa verði eins hröð og hægt er." Spilling? Nei, guð sé oss næstur! Ekki á Íslandi. Mútur? Þvílík firra! Íslensk stjórnsýsla er hrein og tær eins og fjallalækur. Er það ekki?

Engu að síður mætti ætla - miðað við lög og reglur - að sveitar- eða bæjarstjórinn og það af hans fólki sem þegið hefur hluta af fénu nú þegar, eða 14 milljónir samtals, væri vanhæft til að afgreiða umsagnir og leyfi þau sem hér um ræðir, þar sem búið er að semja fyrirfram um að umsagnir verði hliðhollar fyrirtækinu og leyfin verði samþykkt - hvað sem hver segir - enda byrjað að þiggja fyrir það fé - og enn eru 5 greiðslur eftir x 7,5 milljónir = 37,5 milljónir. Spilling og mútur? Auðvitað ekki! Þetta er Ísland, munið þið? 

PeningarÍ 19. grein Sveitarstjórnarlaga nr. 45 frá 1998 er fjallað um hæfi sveitarstjórnarmanna. 1. málsgrein hljóðar svo: "Sveitarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af."

Ég hefði haldið að þegar umsagnir eru afgreiddar, ákvörðun tekin um réttmæti athugasemda og hvort veita eigi fyrirtækinu framkvæmdaleyfi, starfsleyfi eða hvaða leyfi sem er samkvæmt téðum samningi væru a) þeir sem skrifuðu undir samninginn við fyrirtækið og b) þeir sem hafa - eða hafa haft - beinan fjárhagslegan ávinning af samningnum fullkomlega vanhæfir til að fjalla um málið af þeirri fagmennsku og hlutleysi sem með þarf. Eða hvað? Er ég að misskilja eitthvað hérna? Er ég ekki nógu þjóðlega þenkjandi?

Til að bæta gráu ofan á svart eru 500 milljónirnar sem samningurinn er Peningarmetinn á - þar af tugmilljónirnar sem verið er að greiða bæjarstjórn og bæjarstjóra vegna aukinna umsvifa og álags - í raun eign skattgreiðenda annars bæjarfélags. Þeir voru auðvitað aldrei spurðir hvort þeir kærðu sig nokkuð um að dæla öllu þessu fé í sveitarfélagið til að fyrirtækið fengi að ráðast í sínar framkvæmdir. Kannski hefðu þeir heldur viljað að 500 milljónirnar væru notaðar til að greiða niður þjónustu fyrirtækisins við þá. Hvað veit ég? Ég var ekki spurð.

PeningarEn nú hef ég tækifæri til að segja skoðun mína og það ætla ég að gera. Ég ætla að senda inn athugasemd í mörgum liðum og mótmæla þessari spillingu og hinu sem má ekki nefna á Íslandi en byrjar á m.... Ég ætla að mótmæla því hryðjuverki sem á að fremja á undurfallegri náttúruperlu og menguninni sem af hlýst. Ég skora á fólk, hvar sem það býr á landinu, að gera slíkt hið sama. Nálgast má upplýsingar á Hengilssíðunni og í öðrum pistlum mínum á þessari bloggsíðu. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á þriðjudaginn, þann 13. maí. Ég er boðin og búin að aðstoða fólk ef með þarf.

Ef einhver er ekki búinn að átta sig á því - þá er ég auðvitað að tala um fyrirtæki okkar Reykvíkinga, Orkuveituna, Sveitarfélagið Ölfus og sveitarstjóra þess. Framkvæmdin er fyrirhuguð Bitruvirkjun og samninginn sem um ræðir má lesa í heild sinni hér. Mikið þætti mér fróðlegt að heyra álit lesenda þessa pistils á samningnum, lögmæti hans og framkvæmd og ef lögfróðir menn geta lagt sitt af mörkum hér eða í tölvupósti væri það vel þegið.

En það er samt engin spilling á Íslandi, er það? Né heldur hitt sem ekki má nefna en byrjar á m.... eða hvað?

Nátengdir pistlar m.a. hér, hér og hér og listi yfir fjölmarga pistla hér.


Bitruvirkjun - hvers vegna ekki?

Náttúran á sér marga málsvara og þeim fjölgar stöðugt. Almenningi blöskrar meðferðin á landinu, oft í vafasömum tilgangi, og hefur andúð á offorsinu sem beitt er við að knýja á um byggingu stóriðju, virkjana og annarra mannvirkja sem leggja náttúruna í rúst og eru eins og ógeðsleg kýli á landinu. En iðulega eru málsvararnir eins og hrópandinn í eyðimörkinni, einkum þegar við peningaöflin og gróðahyggjuna er að etja. Þeim öflum er ekkert heilagt og valtað er miskunnarlaust yfir allt og alla. Öllu er fórnandi fyrir aur í vasa - en bara sumra, ekki allra.

Maður er nefndur Björn Pálsson. Hann er héraðsskjalavörður og búsettur í Hveragerði. Björn hefur um áratugaskeið notið útivistar á Hengilssvæðinu, þekkir það eins og lófann á sér og kann þar öll örnefni. Björn hefur einnig farið um svæðið sem leiðsögumaður bæði íslenskra og erlendra ferðamanna sem hafa viljað skoða þá náttúruperlu undir leiðsögn þessa fjölfróða manns.

Eins og gefur að skilja er Björn mjög andvígur því, að fyrirhuguð Bitruvirkjun verði reist á svæðinu og eyðileggi þar með eitt af hans eftirlætissvæðum til útivistar og náttúruskoðunar. Í Morgunblaðinu í morgun birtist grein eftir Björn sem ég sé fulla ástæðu til að vekja athygli á sem innlegg í umræðuna á þessari bloggsíðu.
Moggi_080508_Björn_Pálsson


Ölkelduháls












Horft til vesturs yfir Ölkelduháls af sv. öxl Tjarnarhnúks. Stöðvarhúsinu er ætlaður staður undir brún Bitrunnar fyrir miðju á vinstri helmingi myndar. Kýrgilshnúkar byrja ofan við stóru grasflötina/Brúnkollublett t.h. Í bakgrunni sjást f.v. Bláfjöll, Skarðsmýrafjall og Hengill.
Ljósm. Björn P. í apríl 2004


Hjálp! Aðstoðið okkur við að slá Íslandsmet!

Nú ætla ég að biðla til allrar þjóðarinnar, hvorki meira né minna. Leggja til að við tökum nú öll höndum saman, sláum Íslandsmetið sem sett var í nóvember sl., og reynum að stöðva fyrirhugaða eyðileggingu á dásamlegri náttúruperlu með því að reisa þar jarðgufuvirkjun - á Ölkelduhálsi.

Viltu eiga griðastað? Þú getur haft áhrif! Þannig hljóðar undirfyrirsögn veggspjaldsins sem þið sjáið hér að neðan. Við getum nefnilega haft áhrif. Í vikunni var send fréttatilkynning í fjölmiðla sem hefur ekki náð eyrum nema eins fjölmiðils eins og ég nefndi í síðasta pistli. Ég leita því á náðir ykkar sem lesa þetta með að vekja athygli á málstaðnum. Nú er hægt að sýna stuðning í verki. Ef þið bloggið - skrifið þá um málið, linkið á síðuna mína, birtið veggspjaldið á ykkar síðum. Móðgist ekki þótt ég setji sjálf slóð á síðuna mína í athugasemdakerfunum ykkar. Sendið slóðina að síðunni minni og Hengilssíðunni til allra á póstlistunum ykkar og biðjið þá að taka þátt í að bjarga einu verðmætasta útivistarsvæði á suðvesturhorni landsins. Það skiptir ekki máli hvar á landinu við búum - þetta er landið okkar allra! Náttúra Íslands og framtíð barna okkar og barnabarna kemur okkur öllum við!

Gerð veggspjaldsins er einkaframtak okkar sem stöndum að heimasíðunni www.hengill.nu. Við höfum unnið það sjálfar og staðið straum af kostnaði við gerð og dreifingu þess. Ofurljósmyndarinn Kjartan Pétur Sigurðsson lagði til flestar myndirnar. Í gær var veggspjaldið var borið í öll hús í Hveragerði, Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss. Ég hef skrifað um flestar hliðar málsins í hálft ár og ætla að lista allar færslurnar og tengja á þær undir veggspjaldinu fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér málið en vilja lesa meira. Þetta eru aðeins þeir pistlar þar sem tæpt er á þessu tiltekna máli. Ótaldir eru pistlarnir um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og önnur mál. Ég bendi sérstaklega á þessa færslu - Löglegt en siðlaust... eða kolólöglegt og siðlaust í þokkabót. Og þessa og þessa. Ef slíkt og þvíumlíkt gerðist í útlöndum væri það kallað "mútur", en það má ekki segja svoleiðis á Íslandi.

En fréttatilkynningin hljóðar svona:

Veggspjald til verndar náttúrunni 

Frestur til að senda Sveitarfélaginu Ölfusi athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Ölkelduháls á Hengilssvæðinu rennur út 13. maí.
 

Áhugasamir einstaklingar um verndun íslenskrar náttúru tóku höndum saman í október sl. um að vekja almenning til vitundar um virkjanaáætlanir á einu fegursta svæði landsins, rétt við bæjardyr höfuðborgarinnar, Helgilssvæðinu. Fyrirhugað er að reisa þar svokallaða Bitruvirkjun rétt vestan við Ölkelduháls.
 

Heimasíðan www.hengill.nu var sett upp í þessu tilefni og þar voru leiðbeiningar um hvernig mátti bera sig að við að senda athugasemdir vegna umhverfismats. Samtals bárust 678 athugasemdir sem er Íslandsmet.
 

Nú er komið að næsta skrefi!
 

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem felst í að útivistarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði. Fresturinn til að gera athugasemdir til sveitarfélagsins rennur út 13. maí nk. Til að vekja athygli á þessu hafa aðstandendur Hengilssíðunnar gefið út veggspjald sem dreift er um nágrannasveitarfélög með ýmsum hætti.
 

Hengilssvæðið hefur lengi verið ein helsta útivistarparadís íbúa höfuðborgarsvæðisins og er skilgreint sem útivistarsvæði á náttúruminjaskrá. Það er ekki síst mikilvægt bakland bæjafélagsins Hveragerði, bæði sem útivistarsvæði íbúa og fyrir ímynd bæjarins sem heilsu- og ferðamannabæjar. Hengilssvæðið er eitt örfárra á suðvesturhorninu þar sem hægt er að ganga um í friði og ró og njóta ótrúlega fjölbreyttrar náttúrufegurðar.

Á veggspjaldinu eru fallegar myndir af umræddu svæði ásamt korti og texta og fólk er hvatt til að senda inn athugasemdir. Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar og tillögu að bréfi á www.hengill.nu.
 

Það er ósk aðstandenda Hengilssíðunnar og veggspjaldsins að umrætt svæði  - sem nú þegar er á náttúruminjaskrá – verði friðað til frambúðar.
 

Athygli er vakin á að öllum landsmönnum er heimilt að senda inn athugasemd og að frestur til að skila þeim inn til Sveitarfélagsins Ölfuss rennur út 13. maí nk., svo hafa þarf hraðar hendur. 
 

Lára Hanna Einarsdóttir, Petra Mazetti, Katarina Wiklund

Veggspjald

1. nóvember 2007        -   Látum ekki stela frá okkur landinu!
                                            Takið þátt í umræðunni
5. nóvember 2007       -   Eru auðlindir Íslendinga til sölu?
                                            Gestaþraut
6. nóvember 2007       -   STÓRFRÉTT!
                                            Íslandsmet í uppsiglingu
7. nóvember 2007       -   Íslandsmet slegið
                                           Hreint land, heilnæmt land?
8. nóvember 2007       -   Er verið að gera grín að okkur?
9. nóvember 2007       -   Valdníðsla í Ölfusi
                                       -   Athyglisvert sjónarhorn
10. nóvember 2007    -   Fjölbreyttar athugasemdir
11. nóvember 2007    -   Já, en Össur minn...
                                      -    Þetta verða allir að lesa
13. nóvember 2007   -    Heimska, skortur á yfirsýn eða græðgi?
14. nóvember 2007   -    Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla Bitruvirkjun
15. nóvember 2007   -    Hvað er í gangi á Íslandi í dag?
                                     -    Hvað á maður að halda?
16. nóvember 2007   -   Enn ein athugasemdin
18. nóvember 2007   -   Hroki og hræðsluáróður
20. nóvember 2007   -   Talað út um sjálfsagða hluti
21. nóvember 2007   -   Óvönduð vinnubrögð eru óviðunandi
23. nóvember 2007   -   Hvernig dettur fólki í hug að segja svona?
27. nóvember 2007   -   Sjá menn ekki bráðum að sér og hætta við?
3. desember 2007     -   Vísir að svari við spurningunni?
5. desember 2007     -   Peningar um peninga frá peningum til hvers?
10. desember 2007   -   Löglegt en siðlaust... eða kolólöglegt og siðlaust í þokkabót?
17. desember 2007   -   Hræðslan og nafnleynd
                                      -   Háð getur verið hárbeitt gagnrýni
21. febrúar 2008         -   Áskorun til umhverfisráðherra
12. mars 2008            -   Svikamyllan á Suðurnesjum
15. mars 2008            -   Sjónarspil eða svikamylla - breytir engu
12. apríl 2008             -   Sorgarferli - "Fagra Ísland" kvatt
14. apríl 2008             -   Ómar Ragnarsson og Andræði Sigfúsar
20. apríl 2008             -   Sannleikurinn í gríninu og grínið í veruleikanum
23. apríl 2008             -   Stundum er erfitt að halda ró sinni...
26. apríl 2008             -   Bréf til Láru - frá Hveragerði
1. maí 2008                -   Skrumskæling lýðræðis, ólög og olíuslys
3. maí 2008                -   Bráðabirgðablús um skipulagsslys og skrumskælingu lýðræðis


Bráðabirgðablús um skipulagsslys og skrumskælingu lýðræðisins

Þar sem ég er í mikilli tímaþröng læt ég nægja að smella þessari úrklippu inn hér að neðan þar til í kvöld - þá kemur meiri og ítarlegri umfjöllun um málið. Um er að ræða viðbrögð við einu af þeim atriðum sem ég nefndi í síðasta pistli og bera vitni um skrumskælingu lýðræðisins á Íslandi í dag. Skoðið málið nánar á Hengilssíðunni okkar.

Fréttatilkynning var send til allra fjölmiðla fyrr í vikunni en aðeins 24stundir hafa brugðist við ennþá og er þetta þó stórmál fyrir alla þjóðina - þetta einstaka mál fyrir alla 200.000 íbúa suðvesturlands. Ég hef líka reynt að vekja athygli fjölmiðlafólks á málinu með tölvupóstum en ekki fengið nein viðbrögð... ennþá. En ég er ekki blaða- eða fréttakona og ber líklega ekki skynbragð á fréttamat. Lifi samt í voninni um að fjölmiðlarnir hjálpi okkur að vekja athygli á málinu og framtaki okkar.

Veggspjaldið átti að bera í öll hús í Hveragerði, Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss í gær og mér þætti mjög vænt um að fá upplýsingar frá íbúum þessara bæjar/sveitarfélaga um hvort það hafi skilað sér til þeirra - annaðhvort í athugasemd við þessa færslu eða í tölvupósti. Netfangið er: lara@centrum.is.

 Hér er úrklippan úr 24stundum, miðvikudaginn 30. apríl sl.

 24stundir - 30. apríl 2008


Skrumskæling lýðræðis, ólög og olíuslys

Í einum af mörgum tölvupóstum sem ég fæ um pistlana mína var mér þakkað fyrir "vandaða og krefjandi pistla". Ég hafði aldrei hugsað út í að þeir væru krefjandi, en líklega er það rétt. Þessi verður engin undantekning og hér er allmikið ítarefni - VARÚÐ!

KompásÍ Kompási á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið var fjallað um þá slysahættu sem stafar af siglingum olíuskipa með sérstaka áherslu á Íslandsstrendur og hafsvæðið í kring. Fram kom að hvergi á jörðu er ölduhæð jafnmikil og á þessu hafsvæði og að mörgu leyti sé það eitt hið hættulegasta hvað skipasiglingar varðar. Helmingi fleiri flutningaskip verða fyrir tjóni á leiðinni frá Murmansk til Boston heldur en á öðrum siglingaleiðum í heiminum. Horfið á Kompásinn hér fyrir neðan.

Þessar upplýsingar bætast við þær sem áður hefur verið fjallað um í ýmsum fjölmiðlum og hér á þessu bloggi. Ég minni á tvo nýlega pistla, þennan og þennan með Kompásþættinum frá 15. apríl sl., svo og eldri pistlana þrjá, þann fyrsta, annan og sérstaklega bendi ég á þriðja pistilinn þar sem bent var á lögmál Murphys og stóriðju í íslenskri náttúru. Ef slys er mögulegt þá verður slys - fyrr eða síðar.

Í tónspilarann setti ég tvö viðtöl úr Speglinum á Rás 1. Annað er frá 16. Spegillinnjanúar sl. og þar er rætt við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing, um ýmislegt varðandi olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Hitt er úr Speglinum í gærkvöldi. Þar er rætt við rússneskan sérfræðing í olíuiðnaði, sem er í forsvari fyrir rússneska fyrirtækið sem hyggst reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Í viðtalinu kemur fram að Rússarnir eru að smygla sér inn um bakdyrnar til Íslands með því að stofna skúffufyrirtæki á Írlandi til að auðvelda aðgang að landinu í gegnum EES - og spara tíma og fyrirhöfn. Enn er verið að flýta sér.

Á Íslandi eru í gildi Skipulagslög frá árinu 1997. Í þeim var sveitarstjórnum veitt gríðarlega mikið vald til að ráðskast með landið, svo framarlega sem það er innan þeirra lögsögu. Gildir þá einu hvort framkvæmdir sem ákveðnar eru hafi áhrif á önnur sveitarfélög og íbúa þeirra, eða jafnvel landið allt og þar með alla Íslendinga. Tökum þrjú dæmi sem eru í umræðunni núna:

Gjábakkavegur - sjá þennan pistil. Framkvæmd sem getur haft áhrif á allt lífríki Þingvallavatns á helgasta stað íslensku þjóðarinnar.
Sveitarfélag: Bláskógarbyggð
Íbúafjöldi 1. des. 2007:  972
Atkvæði á bak við meirihlutann:  289

Útivistarsvæðinu og náttúruperlunni Ölkelduhálsi breytt í iðnaðarsvæði til að reisa jarðgufuvirkjun. Fleiri virkjanir eru á teikniborðinu og áhrifin hafa afleitar afleiðingar fyrir alla íbúa suðvesturlands, um 200.000 manns. Ég hef skrifað ótalmarga pistla um þetta mál, nú síðast hér og hér. Af eldri pistlum bendi ég sérstaklega á þennan og þennan. Fleiri mætti tilgreina en ég læt þessa nægja að sinni.
Sveitarfélag:  Sveitarfélagið Ölfus
Íbúafjöldi 1. des. 2007:  1.930
Atkvæði á bak við meirihlutann:  495

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, sjá pistlana sem tilgreindir eru ofar í þessari færslu. Meðal þeirra áhrifa sem stöðin hefði er geysileg alhliða mengun, eyðilegging á hreinleikanum í ímynd Íslands t.d. hvað varðar matvælaframleiðslu, áhrif á vistkerfi, dýralíf og aðra atvinnustarfsemi á Vestfjörðum, ferðaþjónustu og margt fleira sem lesa má um í tilvitnuðum pistlum og horfa og hlusta á í tengdu ítarefni úr fjölmiðlum.
Sveitarfélag:  Vesturbyggð
Íbúafjöldi 1. des. 2007:  920
Atkvæði á bak við meirihlutann:  345

Þórunn SveinbjarnardóttirEr eðlilegt að svo fáir taki svo gríðarlega umdeildar ákvarðanir sem snerta svona marga, bæði beint og óbeint? Er þetta ekki skrumskæling á lýðræðinu? Finnst fólki ekki að þessu þurfi að breyta? Það finnst mér. Í febrúar sl. lagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, fram frumvarp á Alþingi um breytingu á Skipulagslögum í þá átt, að þegar um ákvarðanir er að ræða eins og ég nefni dæmi um hér að ofan þá falli skipulagið undir svokallað "landsskipulag" og lúti annars konar lögmálum. Ég spurðist fyrir um stöðu málsins og fékk þau svör frá formanni umhverfisnefndar að andstaða sveitarfélaga væri mikil, ýmsir þingmenn hefðu efasemdir og ólíklegt væri að frumvarpið færi í gegn á yfirstandandi vorþingi. Stefán Thors, skipulagsstjóri, birti grein í Morgunblaðinu sl. laugardag þar sem hann fjallar um frumvarpið og segir m.a.: "Land er takmörkuð auðlind og nýting og notkun þess verður að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi." Þetta er fróðleg grein sem ég birti hér að neðan.

Ég set einnig í tónspilarann tvö viðtöl við Þórunni Sveinbjarnardóttur um landsskipulag, annað úr Speglinum 15. apríl sl. og hitt er hluti af viðtali við Þórunni á Morgunvakt Rásar 1 sem hljóðvarpað var á degi umhverfisins, 25. apríl sl. Þetta mál er í eðli sínu þverpólitískt og engu máli skiptir hvar hver og einn skilgreinir sig í íslenskri flokkapólitík. Þetta er einfaldlega spurning um skynsemi. Ég skora á fólk að senda þingmönnum tölvupóst til stuðnings frumvarpinu og hvetja þá til að þrýsta á að það fari í gegn sem allra fyrst. Netföng allra þingmanna eru hér og nöfn nefndarmanna í umhverfisnefnd eru hér. Formaður nefndarinnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar. Sendið afrit á umhverfisráðherra.

En þá er að horfa á umfjöllun Kompáss um hættu á olíuslysum og mögulegar afleiðingar þeirra.

 

Til upprifjunar úr Kompássþættinum 15. apríl - Ómar Ragnarsson um olíuslys:

 

Grein Stefáns Thors, skipulagsstjóra, í Morgunblaðinu 26. apríl sl.

Stefán Thors - Morgunblaðið 26.04.08

 


Siggi Stormur og Veðurmolarnir hans

Einn af mínum uppáhalds í sjónvarpinu er Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur eins og hann er ævinlega kallaður. Í vetur hefur hann verið með innslög í lok kvöldfrétta Stöðvar 2 á sunnudögum sem hann kallar Veðurmola. Þar ber Siggi á borð margvíslegan fróðleik sem oftast tengist veðri á einhvern hátt, en stundum fjallar hann einfaldlega um náttúruna og undur hennar í ýmsum myndum. Ég hvet alla til að fylgjast með Veðurmolunum, þeir eru alveg þess virði.

Ég beið spennt eftir Veðurmolanum síðasta sunnudag, því tvo sunnudaga þar á undan hafði Siggi fjallað um jarðhita og ýmislegt honum tengt, þar á meðal brennisteinsvetni. Ég vonaði að þetta yrði trílógía og að hann myndi fjalla ítarlegar um brennisteinsvetni eins og ég gerði hér, en mér varð ekki að ósk minni. Kannski er þetta of eldfimt eða órætt efni fyrir svona þátt, ég skal ekki segja.

Engu að síður voru molarnir tveir um jarðhitann afskaplega fróðlegir og Sigga er einkar lagið að segja skemmtilega frá og það á mannamáli svo allir skilji.

Á meðan ég undirbý næsta pistil klippti ég saman þessa tvo jarðhitamola Sigga Storms frá 13. og 20. apríl sl. í von um að aðrir njóti fróðleiksins og hafi jafngaman af og ég.

 

 

Bakþanki: Logi er sætur - en hann hefur ekkert í Sigga.  Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband