Nú ætla ég að biðla til allrar þjóðarinnar, hvorki meira né minna. Leggja til að við tökum nú öll höndum saman, sláum Íslandsmetið sem sett var í nóvember sl., og reynum að stöðva fyrirhugaða eyðileggingu á dásamlegri náttúruperlu með því að reisa þar jarðgufuvirkjun - á Ölkelduhálsi.
Viltu eiga griðastað? Þú getur haft áhrif! Þannig hljóðar undirfyrirsögn veggspjaldsins sem þið sjáið hér að neðan. Við getum nefnilega haft áhrif. Í vikunni var send fréttatilkynning í fjölmiðla sem hefur ekki náð eyrum nema eins fjölmiðils eins og ég nefndi í síðasta pistli. Ég leita því á náðir ykkar sem lesa þetta með að vekja athygli á málstaðnum. Nú er hægt að sýna stuðning í verki. Ef þið bloggið - skrifið þá um málið, linkið á síðuna mína, birtið veggspjaldið á ykkar síðum. Móðgist ekki þótt ég setji sjálf slóð á síðuna mína í athugasemdakerfunum ykkar. Sendið slóðina að síðunni minni og Hengilssíðunni til allra á póstlistunum ykkar og biðjið þá að taka þátt í að bjarga einu verðmætasta útivistarsvæði á suðvesturhorni landsins. Það skiptir ekki máli hvar á landinu við búum - þetta er landið okkar allra! Náttúra Íslands og framtíð barna okkar og barnabarna kemur okkur öllum við!
Gerð veggspjaldsins er einkaframtak okkar sem stöndum að heimasíðunni www.hengill.nu. Við höfum unnið það sjálfar og staðið straum af kostnaði við gerð og dreifingu þess. Ofurljósmyndarinn Kjartan Pétur Sigurðsson lagði til flestar myndirnar. Í gær var veggspjaldið var borið í öll hús í Hveragerði, Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss. Ég hef skrifað um flestar hliðar málsins í hálft ár og ætla að lista allar færslurnar og tengja á þær undir veggspjaldinu fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér málið en vilja lesa meira. Þetta eru aðeins þeir pistlar þar sem tæpt er á þessu tiltekna máli. Ótaldir eru pistlarnir um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og önnur mál. Ég bendi sérstaklega á þessa færslu - Löglegt en siðlaust... eða kolólöglegt og siðlaust í þokkabót. Og þessa og þessa. Ef slíkt og þvíumlíkt gerðist í útlöndum væri það kallað "mútur", en það má ekki segja svoleiðis á Íslandi.
En fréttatilkynningin hljóðar svona:
Veggspjald til verndar náttúrunni
Frestur til að senda Sveitarfélaginu Ölfusi athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Ölkelduháls á Hengilssvæðinu rennur út 13. maí.
Áhugasamir einstaklingar um verndun íslenskrar náttúru tóku höndum saman í október sl. um að vekja almenning til vitundar um virkjanaáætlanir á einu fegursta svæði landsins, rétt við bæjardyr höfuðborgarinnar, Helgilssvæðinu. Fyrirhugað er að reisa þar svokallaða Bitruvirkjun rétt vestan við Ölkelduháls.
Heimasíðan www.hengill.nu var sett upp í þessu tilefni og þar voru leiðbeiningar um hvernig mátti bera sig að við að senda athugasemdir vegna umhverfismats. Samtals bárust 678 athugasemdir sem er Íslandsmet.
Nú er komið að næsta skrefi!
Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem felst í að útivistarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði. Fresturinn til að gera athugasemdir til sveitarfélagsins rennur út 13. maí nk. Til að vekja athygli á þessu hafa aðstandendur Hengilssíðunnar gefið út veggspjald sem dreift er um nágrannasveitarfélög með ýmsum hætti.
Hengilssvæðið hefur lengi verið ein helsta útivistarparadís íbúa höfuðborgarsvæðisins og er skilgreint sem útivistarsvæði á náttúruminjaskrá. Það er ekki síst mikilvægt bakland bæjafélagsins Hveragerði, bæði sem útivistarsvæði íbúa og fyrir ímynd bæjarins sem heilsu- og ferðamannabæjar. Hengilssvæðið er eitt örfárra á suðvesturhorninu þar sem hægt er að ganga um í friði og ró og njóta ótrúlega fjölbreyttrar náttúrufegurðar.
Á veggspjaldinu eru fallegar myndir af umræddu svæði ásamt korti og texta og fólk er hvatt til að senda inn athugasemdir. Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar og tillögu að bréfi á www.hengill.nu.
Það er ósk aðstandenda Hengilssíðunnar og veggspjaldsins að umrætt svæði - sem nú þegar er á náttúruminjaskrá – verði friðað til frambúðar.
Athygli er vakin á að öllum landsmönnum er heimilt að senda inn athugasemd og að frestur til að skila þeim inn til Sveitarfélagsins Ölfuss rennur út 13. maí nk., svo hafa þarf hraðar hendur.
Lára Hanna Einarsdóttir, Petra Mazetti, Katarina Wiklund
1. nóvember 2007 - Látum ekki stela frá okkur landinu!
Takið þátt í umræðunni
5. nóvember 2007 - Eru auðlindir Íslendinga til sölu?
Gestaþraut
6. nóvember 2007 - STÓRFRÉTT!
Íslandsmet í uppsiglingu
7. nóvember 2007 - Íslandsmet slegið
Hreint land, heilnæmt land?
8. nóvember 2007 - Er verið að gera grín að okkur?
9. nóvember 2007 - Valdníðsla í Ölfusi
- Athyglisvert sjónarhorn
10. nóvember 2007 - Fjölbreyttar athugasemdir
11. nóvember 2007 - Já, en Össur minn...
- Þetta verða allir að lesa
13. nóvember 2007 - Heimska, skortur á yfirsýn eða græðgi?
14. nóvember 2007 - Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla Bitruvirkjun
15. nóvember 2007 - Hvað er í gangi á Íslandi í dag?
- Hvað á maður að halda?
16. nóvember 2007 - Enn ein athugasemdin
18. nóvember 2007 - Hroki og hræðsluáróður
20. nóvember 2007 - Talað út um sjálfsagða hluti
21. nóvember 2007 - Óvönduð vinnubrögð eru óviðunandi
23. nóvember 2007 - Hvernig dettur fólki í hug að segja svona?
27. nóvember 2007 - Sjá menn ekki bráðum að sér og hætta við?
3. desember 2007 - Vísir að svari við spurningunni?
5. desember 2007 - Peningar um peninga frá peningum til hvers?
10. desember 2007 - Löglegt en siðlaust... eða kolólöglegt og siðlaust í þokkabót?
17. desember 2007 - Hræðslan og nafnleynd
- Háð getur verið hárbeitt gagnrýni
21. febrúar 2008 - Áskorun til umhverfisráðherra
12. mars 2008 - Svikamyllan á Suðurnesjum
15. mars 2008 - Sjónarspil eða svikamylla - breytir engu
12. apríl 2008 - Sorgarferli - "Fagra Ísland" kvatt
14. apríl 2008 - Ómar Ragnarsson og Andræði Sigfúsar
20. apríl 2008 - Sannleikurinn í gríninu og grínið í veruleikanum
23. apríl 2008 - Stundum er erfitt að halda ró sinni...
26. apríl 2008 - Bréf til Láru - frá Hveragerði
1. maí 2008 - Skrumskæling lýðræðis, ólög og olíuslys
3. maí 2008 - Bráðabirgðablús um skipulagsslys og skrumskælingu lýðræðis
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Náttúra og umhverfi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég er til, hvað á ég að skrifa undir? Er eitthvað sem ég get gert? Kem heim þann 9 maí. Láttu mig vita sem fyrst. Með beztu kveðju.
Bumba, 4.5.2008 kl. 00:21
Seggðu mér frk. hvað skemmist með þessari virkjun?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.5.2008 kl. 00:41
Högni... ég vísa í fyrri pistla sem ég lista neðst í þessum. Það væri allt of langt mál að tíunda allt eina ferðina enn. Og við getum alveg farið saman á Old Trafford þótt við séum ósammála um Bitruvirkjun og Ölkelduháls!
Jón Bumba... sendu mér tölvupóst á lara@centrum.is!
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 01:05
Lára mín, ég kann ekkert að linka en setti ábendingu til annara á síðuna mína, þú gætir kannski liðsinnt mér því ég vildi gjarnan getað pókað alla sem eru bloggvinir mínir. Þakka þér fyrir frábæra pistla um málefnið, 'oft er þörf en nú er nauðsyn'.
Góða nótt
eva
Eva Benjamínsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:15
Ég þarf að læra hvernig ég á að gera þetta. Er nefnilega með nýja tölvu og kann bara ekki alveg nógu vel á hana. Ég reyni þetta lærist.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:17
Sæl, Lára Hanna, hafðu bara samband og láttu mig vita hvað ég á að gera (þú ert með allar upplýsingar
). Enn á ný, takk fyrir gífurlega vandaða pistla um fyrirhuguð skemmdarverk á náttúrunni og fyrir að hafa vakið ýmsa, þ.á.m. mig, til vitundar um hvar þeir sem völdin hafa stefna að virkjunum eða á maður ekki bara að segja "næsta skemmdarverki"!
Helga (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:15
LH, linka á þig í næstu færslu í dag.
Takk fyrir annan frábæran pistil.
Þú ættir að vera umhverfisráðherra kona góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 09:56
Sæl Lára, út frá hvaða þema er þessi síða unnin ?
Fransman (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:08
Lára Hanna, kíktu við. Sátt? Vantar eitthvað? Fleiri URL? Og, ég held ég bara taki undir með Jenný, um að þú megir alveg verða umhverfisráðherra :-)
Einar Indriðason, 4.5.2008 kl. 11:10
Gæti verið að þú sért pínulíll öfgasinni
Óðinn Þórisson, 4.5.2008 kl. 11:27
Eva og Lilja Guðrún - ég verð að kenna ykkur að linka:
1. Þið skrifið texta, hvort sem er í færslu eða athugasemd, t.d.: "Hér er blogg sem vert er að lesa."
Þið ætlið að nota orðið "blogg" til að linka. Verið búnar að afrita slóðina.
2. Ljómið orðið "blogg" - þá verður lokaði hlekkurinn á tólastikunni virkur - smellið á hann.
3. Þá kemur upp lítill gluggi með orðunum: "Insert/edit link" og fyrir framan efri línuna stendur: "Link URL".
4. Hægri smellið í þá línu og smellið á "Paste". Þá afritast inn í línuna slóðin sem þið viljið linka á.
5. Svo getið þið valið um tvennt: "Open link in the same window" eða "Open link in a new window". Ég vel alltaf síðari
kostinn, að opna slóðina í nýjum glugga - en það velur hver fyrir sig.
6. Síðan hafið þið þann kost að setja inn "Title" en hann hef ég aldrei notað og veit ekki hvernig virkar.
7. Smellið á "Insert", neðarlega vinstra megin í litla glugganum og þá sjáið þið að orðið "blogg" í textanum ykkar
er feitletrað/undirstrikað/með öðrum lit - fer eftir því hvaða útlit þið hafið valið á blogginu ykkar.
Prófið ykkur áfram, þetta kemur með æfingunni.
Eva... takk fyrir færsluna á blogginu þínu, þetta er ómetanleg hjálp.
Lilja Guðrún... þetta virkar eins í öllum tölvum, bara prófa.
Jenný... það væri nú ekki amalegt að fá kynningu á málefninu hjá þér, það heimsækja þig svo ótalmargir, kærar þakkir. Þú mátt alveg ýta við Jónu fyrir mig ef hún myndi hafa áhuga líka. En umhverfisráðherra verð ég nú seint. Þá þyrfti ég að vera í stjórnmálaflokki - og ég óttast að ég myndi ekki rekast í slíku batteríi.
Sæll, Fransman... ég átta mig ekki alveg á hvað þú meinar. Hvaða síðu ertu að tala um? Bloggsíðuna mína, Hengilssíðuna eða kannski veggspjaldið? Ég get örugglega svarað einhverju ef þú útskýrir spurninguna, ég skil ekki...
Það tók mig óratíma að komast inn hjá þér, Einar - fékk alltaf "Network error" meldingu - og hjá fleirum líka. En nú er það greinilega komið í lag og ég gat kíkt til þín. Kærar þakkir, þetta er glæsilegt.
Ég sé að þetta virkar - að þið bendið á síðuna mína hjá ykkur. Heimsóknir eru fleiri en venjulega á þessum tíma á sunnudegi, takk!
Óðinn minn... ég verð líklega seint kölluð öfgasinni, ekki einu sinni pínulítill. Ég á við það vandamál að stríða að verða að skoða allar hliðar máls og skoða í samhengi til að mynda mér skoðun á því, það er ekki háttur öfgasinna. Því miður getur þessi nálgun á málin verið mjög seinvirk og ég er því ekki alltaf tilbúin í skoðanaskipti um líðandi stund ef ég veit ekki þess meira um viðkomandi mál sem verið er að fjalla um. Þetta málefni er ég búin að kynna mér vandlega og hef tekið afstöðu. En ef einhverjum tekst að sanna svo ekki verður um villst að ég hafi rangt fyrir mér er ég tilbúin til að skipta um skoðun, en það er líka langt ferli.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:36
Mitt lóð á vogarskálarnar komið inn.
Emil Hannes Valgeirsson, 4.5.2008 kl. 14:18
Endilega, drífið í alvöru mótmælum!
Það vantar meiri æfingu fyrir sérsveitina.....það er vonlaust að bryðja stera og spítt nema að fá að berja á mótmælendum annað slagið.
Gangi ykkur vel.
Símon (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:32
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:05
Ég skal á blogginu mínu vísa í þessa færslu þína þegar ég er búinn að vinna á eftir.
Jens Guð, 4.5.2008 kl. 15:17
Já, það eru að vísu ekkert rosalega margir sem líta á síðuna mína en ég ætla samt að linka til þín mín kæra. Maður lætur ekki sitt eftir liggja og að sjálfsögðu vill maður vera með í að vernda náttúru Íslands. Takk fyrir mig og frábæran löngutímabæran pistil. Kveðja inn í sunnudaginn.
Tiger, 4.5.2008 kl. 16:27
Þekki ekki til á svæðinu en myndirnar eru fallegar og það væri glæpur að tortíma þessu (sem ég veit ekki hvort gerist) Varðandi linkana sem þú talar um get ég upplýst að ef maður er að nota Internet Explorer er þetta mun auðveldara. Tómt vesen með Mozilla firfox, allavega hjá mér. Nota annars Mozilla í allt annað.
Gangi þér vel í baráttunni.
Víðir Benediktsson, 4.5.2008 kl. 17:26
Gleymdi einu, er alltaf til í að mæta á Old Trafford, Þeirri náttúruperlu verður ekki eytt í komandi framtíð
Víðir Benediktsson, 4.5.2008 kl. 17:31
Kærar þakkir aftur, Emil... og Jens og Tigercooper og aðrir sem eru búnir að hjálpa til við að benda á þennan pistil og Hengilssíðuna á sínu bloggi - og senda tölvupóst á vini og vandamenn.
En fólk verður að átta sig á því að það er ekki nóg að lesa - það þarf að senda inn athugasemd við breytingunni á aðalskipulagi Ölfuss. Nánar um það á Hengilssíðunni.
Símon... ég hef nú kosið að berjast með orðum og nota pennann (lyklaborðið) til að reyna að vekja fólk til umhugsunar um hvað verið er að gera í kringum það. Sérsveitin fer nú varla að ryðjast inn til mín og gera tölvuna mína upptæka - eða það ætla ég að vona ekki! En takk fyrir góðar óskir.
Gott að þú sért búinn að senda athugasemd, Erlingur. En hvernig sendirðu hana? Í tölvupósti eða venjulegum pósti? Það mál er mjög dularfullt af hálfu Sveitarfélagsins Ölfus því ólíkt flestum öðrum vilja þeir fá athugasemd í hefðbundnum pósti - annað hvort eingöngu eða líka. Það er verið að kanna réttmæti þess.
Víðir... það væri svo sannarlega glæpur að tortíma þessu svæði - og menga umhverfið í ótrúlega stórum radíus með brennisteinsvetni! En þetta með linkana... áttu við það sem ég var að setja inn hér fyrir ofan um hvernig á að linka á vefsíður? Ég vissi ekki að það væri auðveldara í IE en Firefox. Old Trafford er í sigtinu... en það getur verið erfitt að fá miða á spennandi leiki.
Gylfi... Mér þætti mjög vænt um að fá að vita hvað í öllum mínum pistlum þú kallar "áróðursdót". Áttu við eina og eina setningu eða bara allt heila klabbið? Ef þú ert engu nær eftir lesninguna er mér spurn hvað þú last - og last ekki. Ég get ekki ímyndað mér annað en þú værir ansi miklu nær ef þú hefðir lesið t.d. þótt ekki sé nema örfáa af pistlunum sem ég linka í og lista svo fyrir neðan veggspjaldið.
Við erum ekki markaðsfræðingar og það má örugglega færa rök að því að við höfum ekki "markaðssett" málflutninginn og veggspjaldið almennilega. En þú virðist vera inni í slíkum málum og gætir kannski ráðlagt okkur, Gylfi. Öll aðstoð væri vel þegin, takk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 19:24
Sæl aftur, ég veit ekki hvort þetta er bara hjá mér en þegar ég er með opið í firefox og afrita link til að setja inn á t.d. hérna þá verður hann ekki virkur.
Dæmi:http://www.leit.is/
Þatta er bara vejulegt copy paste dæmi, ef ég hefði verið með opið í IE hefði linkurinn komið virkur inn með sömu aðgerð.
Víðir Benediktsson, 4.5.2008 kl. 20:02
Samskonar aðgerð með opið í IE
Dæmi:http://www.leit.is/
Víðir Benediktsson, 4.5.2008 kl. 20:03
Ég á ekki til nógu sterk orð til að hrósa þér Lára Hanna og ykkur stöllum fyrir ódrepandi varnarbaráttu, kjark og þrautsegju við að standa vörð um náttúruauðaæfin okkar sem ein vesæl bæjarstjórn í Þorlákshöfn telur sig geta rústað og farið með eins og hvert annað rusl.
Hér er komið ærið tilefni til mótmæla, ólíkt þeim vanhugsuðu málum sem vörubílstjórar og 4x4 klúbburinn töldu sig (af óskiljanlegum ástæðum) hafa umboð allrar þjóðarinnar til að andmæla. Þó svo að Ólafur Áki og bæjarstjórnin í Ölfusi muni hugsanlega skella skollaeyrum við öllum athugasemdum, verður það þó mun erfiðara fyrir þá að réttlæta ákvarðanir sínar ef margir lýsa sig andvíga þessum gjörningi.
Ef ég get verið á einhvern hátt hjálplegur öðru vísi en að hvetja vini og vandamenn, þá hafðu endilega samband: <hrellir@gmail.com>
Sigurður Hrellir, 4.5.2008 kl. 21:12
Vernda hvað ??, já verndum hellisheiðina, verndum allt hengilssvæðið, tökum það frá.
http://tourguide.blog.is/blog/tourguide/entry/479738/
B-)
Börkur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:28
Vá þetta eru svo fallegar myndir. Ég fer næstum að gráta við tilhugsunina að breyta þessu í kalt, risa, ómannlegt álver eða aðra slíka verksmiðju. Ég er með ef ég má. Hvað á ég að gera?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.5.2008 kl. 23:19
Þetta sem er á myndunum á þessum áróðursbæklingi.... hverfur það allt? eða verður virkjunin bara þarna einhversstaðar á svæðinu? Þið tilgerðarlegu náttúruverndarsinnar hafið fyrir löngu eyðilagt alla vitræna umræðu um náttúruvernd með bulli og vitleysu, svo það er ekki nema vona að maður spyrji, ef maður þekkir málið ekki nógu vel.
Vissulega flott svæði sem sárt væri að sjá eyðilagt, en hef efasemdir um að gefnu tilefni, að svo verði þrátt fyrir virkjun.
Haustið 1987, þegar ég var í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi, fór ég á rjúpnaveiðar á svæðinu fyrir ofan Hveragerði. Ég keyrði upp Kambana og lagði bílnum nokkrum kílómetrum fyrir ofan Kambabrún, en þar var afleggjari í gamla efnisnámu, sennilega frá þeim tíma er vegurinn var lagður yfir Hellisheiði laust eftir 1970. Þaðan labaði ég í átt að fyrirhuguðu virkjunarsvæði og sá í norðri gufustrókana frá Nesjavallavirkjun. HÉR er afar fræðandi og skemmtilegt myndband um þá stórkostlegu virkjun.
Þegar ég snéri við í átt til Hveragerðis við Ölkelduháls og labbaði niðureftir í átt að Reykjadal, þá voru þar víða ylvolgir lækir og það var mjög skemmtileg lífsreynsla að vera þarna aleinn á ferð. Skyndilega gekk ég fram á alsberan þýskan ferðamann sem flatmagaði í grunnum læk. Mér krossbrá en sagði bara ósjálfrátt "Góðan dagin", og hélt göngu minni áfram, án þess að dást frekar að útsýninu sem við mér blasti. Þegar ég var kominn framhjá, heyrði ég manninn segja "Gúten tag", en við það greikkaði ég sporið og hélt ferð minni áfram. Eftirá hló ég með sjálfum mér og hristi hausinn yfir taugaveiklun minni. Auðvitað átti ég að staldra við og spjalla við manninn, þó hann lægi þarna eins og almættið skapaði hann.
Mér finnst yndislegt að vera einn úti í náttúrunni og það er eiginlega það sem heillar mig mest við hana... að vera einn með henni. En þið... náttúruverndarsinnar
, viljið vernda hana til þess að fylla hana af ferðamönnum! "Náttúran yrði, lítils virði"... ef hún er stútfull af fólki. Má ég þá frekar biðja um skynsamlega nýtingu hennar fyrir þjóðina alla, að hún veiti birtu og yl og skapi atvinnu fyrir alþýðu landsins, styðji við og byggi upp velferðarþjóðfélag sem við öll þráum.
Ég hefði enganvegin notið þessarar ferðar minnar um svæðið ef ég hefði mætt Láru Hönnu þar með hóp túrista í eftirdragi og eflaust munu hagsmunir hennar verða fyrir borð bornir ef virkjað verður á svæðinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 00:52
Og athugasemd Nönnu Katrínar er dæmigerð fyrir óupplýsta náttúruverndarsinna. Þeir eru markhópur "smalanna" sem vilja lokka sem flesta á svona undirskriftalista.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 00:55
Viðar... þetta gengur bara betur næst!
Jóhann Örn... Ég vona innilega að þú hafir ekki rétt fyrir þér, en það er alveg rétt að skoðanir almennings hafa löngum verið hunsaðar og ákvarðanir teknar af misvitrum stjórnmálamönnum í takt við hagsmuni fárra. Og almenningur er svo gleyminn eða sinnulaus að þeir kjósa þetta yfir sig hvað eftir annað. Það þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting.
Takk fyrir stuðninginn, Siggi. Sveitarstjórinn í Ölfusi er á mjög hálum ís, svo mikið er víst. Það þyrfti að fara mjög vel ofan í saumana á stjórnsýslunni sem tíðkast á þeim bæ.
Börkur... vernda sumt, annað ekki - og alls ekki fyrir akstursíþróttir. Ekki þarna.
Nanna Katrín... þetta er óumræðilega fallegt svæði og þar stendur til að reisa jarðgufuvirkjun sem fylgir sjón-, hljóð-, brennisteinsvetnismengun - svo eitthvað sé nefnt. Og til þess að framleiða orku til að reka álver, meðal annars.
Gunnar Th... þú ert alltaf jafn málefnalegur, það verður aldrei af þér skafið. Hvernig getur annað verið en að svæðið verði eyðilagt með öllu því raski sem fylgir virkjun? Hávaðamengun verður gríðarleg, brennisteinsvetnismengun svo mikil að ferðamönnum yrði ráðið frá að fara um svæðið vegna þess - fyrir nú utan brennisteinsvetnið sem spúð verður yfir Hveragerði og raunar allt suðvesturhornið. Sagan sem þú segir er falleg og fyndin, en það er enginn að tala um að "fylla svæðið af ferðamönnum" heldur að veita fólki, jafnt Íslendingum sem útlendingum, kost á að njóta þarna áfram óspilltrar náttúru. Þetta svæði er ekki þess eðlis að þangað verði farið með fólk í rútuförmum, enda enginn að tala um það. Þú mátt ekki gera eigin málstað illt með því að snúa svona augljóslega út úr því sem verið er að tala um.
Svo skaltu átta þig á því, Gunnar Th., að hér er alls ekki fyrirhuguð "skynsamleg nýting". Bara eitt dæmi: Fyrirhuguð Bitruvirkjun er jarðGUFUvirkjun - sem þýðir að hún myndi eingöngu framleiða rafmagn en heita vatnið ekki leitt til byggða til húshitunar. Nýting orkunnar yrði aðeins sem nemur 12-15% og mjög mikil áhöld eru um hvort þetta sé sjálfbær nýting. Slík framkvæmd getur aldrei talist "skynsamleg nýting". Það er svo langt í frá.
Ein leiðrétting enn: Það er enginn undirskriftarlisti í gangi, Gunnar Th.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:24
Flott athugasemd hjá Gunnari. Það er ekki gaman að sjá alsbera túrist útí náttúrunni, svo við skulum bara skemma hana.
Ég geri mitt besta þegar ég er búinn að vinna. Set hlekki inn á bloggið mitt. Ég ætla að gera athugasemd við virkjunina og senda hana með tölvupósti. Athugasemd er athugasemd og ef þeir skilja ekki það sem stendur a skjánum er bara um að gera að koma öðru fólki inn i bæjarstjórn. Þetta gamaldags bull kemur svo sem ekkert á óvart, ef maður skoðar hvernig bæjarstjórnin er saman sett:
ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI 27. maí 2006.
-B Framsóknarflokkurinn 277 atkvæði (2fulltrúar)
-D Sjálfstæðisfélagið Ægir 495 atkvæði (4 fulltrúar)
-S Samfylking og óháðir 233 atkvæði (1 fulltrúar)
Samtals greidd atkvæði: 1.029
Auðir seðlar: 23
Ógildir seðlar: 1
Villi Asgeirsson, 5.5.2008 kl. 10:25
Búin að senda, elsku vinkona. Ég minni mitt fólk á að senda líka inn athugasemdir.
Kærar þakkir fyrir ómetanlegt innlegg í þessa mikilvægu umræðu.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 5.5.2008 kl. 13:38
Fyrirgefðu, en það sem yfirlýstir náttúruverndarsinnar segja um þetta mál, verður að taka með miklum fyrirvara, því miður.
Fullyrðingar eins og koma fram í svari þínu til mín Lára; 1) "Hávaðamengun verður gríðarleg", er alveg rétt, í nágrenni við virkjunina. Geturðu sagt mér Lára, í hve mikilli fjarlægð frá fyrirhugaðri virkjun þessir staðir eru, sem í áróðurspésanum eru sýndir?
2) "brennisteinsvetnismengun svo mikil að ferðamönnum yrði ráðið frá að fara um svæðið vegna þess " Hverjir réðu fólki frá að fara um svæðið ef virkjað verður? OR? Almannavarnir? Heilbrigðisyfirvöld? Lögreglan? Umhverfissamtök?
3) "fyrir nú utan brennisteinsvetnið sem spúð verður yfir Hveragerði og raunar allt suðvesturhornið" Hefurðu einhverjar haldbærar tölur um þetta? Er það sem ég undirstrika, bara svona til að setja meira fútt í hræðsluáróðurinn?
4) "Fyrirhuguð Bitruvirkjun er jarðGUFUvirkjun - sem þýðir að hún myndi eingöngu framleiða rafmagn en heita vatnið ekki leitt til byggða til húshitunar" Ef höfuðborgarsvæðinu vantar vatn til húshitunar, sem gæti orðið innan tiltölulegra fárra ára, þá væri hægt að nýta gufuna til að hita kalt vatn og leiða um sama leiðslustæði og þegar er gert frá Nesjavöllum
5) "Nýting orkunnar yrði aðeins sem nemur 12-15% og mjög mikil áhöld eru um hvort þetta sé sjálfbær nýting". Þessi nýting miðast við tæknina í dag og hún mun þróast áfram. Ef þú virkjar ekkert, þá er 0% nýting á orkunni. Umhverfisverndarsinnar tala um að orkan verði uppurin á 40 árum, en það er hægt að stjórna nýtingunni þannig að það muni ekki gerast.
Eins og ég hef sagt áður hér á síðunni þinni, að ef sú útivistarparadís sem er fyrir sunnan Ölkelduháls eyðileggst vegna þessarar virkjunar, þá er ég á móti þessari virkjun. Sýndu mér fram á að svo verði... þá er ég þinn maður. Ekki sýna einhverjar myndir sem teknar eru af svæðinu í Reykjadal og þar rétt fyrir ofan, eins og þær séu einhver sönnun á hræðsluáróðrinum í ykkur. Þessar myndir eru fínar í túristabæklinga en eru lítils virði í umræðunni um þessa virkjun, ef hún skaðar ekki svæðið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 17:28
Búinn að prenta út þetta fína bréf - í póstinn á morgun...Áfram Ísland!!!! ;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.5.2008 kl. 18:31
Skil að þessu var beint til Láru, en hér eru samt nokkur svör.
3) "fyrir nú utan brennisteinsvetnið sem spúð verður yfir Hveragerði og raunar allt suðvesturhornið" Hefurðu einhverjar haldbærar tölur um þetta? Er það sem ég undirstrika, bara svona til að setja meira fútt í hræðsluáróðurinn?
- Systir mín býr í Keilufelli, sem er í útjaðri Reykjavíkur. Bláfjöll eru í sjónlínu. Þegar vindáttin er rétt, leggur fnykinn frá Hellisheiðarvirkjun þarna yfir. Það er því alveg viðbúið að fleiri virkjanir auki á nefmengunina.
4) "Fyrirhuguð Bitruvirkjun er jarðGUFUvirkjun - sem þýðir að hún myndi eingöngu framleiða rafmagn en heita vatnið ekki leitt til byggða til húshitunar" Ef höfuðborgarsvæðinu vantar vatn til húshitunar, sem gæti orðið innan tiltölulegra fárra ára, þá væri hægt að nýta gufuna til að hita kalt vatn og leiða um sama leiðslustæði og þegar er gert frá Nesjavöllum
- Ef einhver orka verður eftir, því það er verið að blóðmjólka svæðið.
5) "Nýting orkunnar yrði aðeins sem nemur 12-15% og mjög mikil áhöld eru um hvort þetta sé sjálfbær nýting". Þessi nýting miðast við tæknina í dag og hún mun þróast áfram. Ef þú virkjar ekkert, þá er 0% nýting á orkunni. Umhverfisverndarsinnar tala um að orkan verði uppurin á 40 árum, en það er hægt að stjórna nýtingunni þannig að það muni ekki gerast.
- Það er hægt að stjórna nýtingunni, en það verður ekki gert. Er ekki búið að lofa allri orku sem hægt er að kreysta út úr svæðinu? Verður ekki að standa við gefin loforð, þótt lofað sé upp í ermina?
Villi Asgeirsson, 5.5.2008 kl. 21:16
Öðlingurinn hann Gunnar gefur ekki mikið fyrir það sem "yfirlýstir náttúruverndarsinnar" segja og skrifa. Honum finnst fólk eins og ég vera tilgerðarlegt og segir okkur hafa "fyrir löngu eyðilagt alla vitræna umræðu um náttúruvernd með bulli og vitleysu". Skrýtið að hann skuli samt hafa fyrir því að spyrja fólk af þessu sauðarhúsi spurninga fyrst hann hefur fyrir löngu afskrifað svörin sem tóman hræðsluáróður.
Ólíkt Gunnari tel ég mig ekki hafa vit á öllum sköpuðum hlutum. Hins vegar veit ég heilmikið um hljóð og hávaða og skal því fúslega svara fyrstu spurningu hans þó svo að hann muni líklegast segja mig fara með staðlausa stafi. Það bætist þá við það sem Villi sagði.
Hávaði er mældur í desibelum (dB). Stöðugur hávaði yfir 100 dB veldur fljótlega heyrnarskaða. Manneskja með fulla heyrn greinir hljóð niður undir 0 dB. Samkvæmt umhverfismatsskýrslunni nær áhrifasvæði virkjunarinnar á rekstrartíma 900-1200 metra radíus frá borholum með hljóðdeyfum. Það sem skýrsluhöfundar gerðu var að nota viðmið sem skilgreint er sem rólegt svæði í þéttbýli (45 dB). Ástæða þess er sú að Umhverfisstofnun hefur ekki gefið út viðmið fyrir dreifbýli eða óbyggðir. Mun réttara hefði verið að miða við 25 dB (eins og þyt í laufi) en ef það væri gert næði áhrifasvæðið í um 6 km radíus út frá virkjuninni á rekstrartíma. Auk þess má ekki gleyma því að nýjar borholur verða boraðar á 2ja til 4ra ára fresti en við það eykst hávaðinn til muna nokkra mánuði í senn.
Þeir sem vanir eru gönguferðum um óbyggðir vita hvað þögnin er mikils virði. Ég tel víst að fyrirhuguð Bitruvirkjun muni stórlega spilla gildi svæðisins til gönguferða. Þá myndu mótorsportgaurar eins og Börkur Hrólfsson (Ath. 26) trúlega glaðir grípa tækifærið til að spóla og spæna í drullupyttum og brekkum undir Ölkelduhálsi.
Sigurður Hrellir, 5.5.2008 kl. 21:45
Vil benda Gunnari Th. , sem minnir mig á þreytandi dreifbýlishund sem hefur lítið annað að gera en gjamma á eftir öllum bílum sem fram hjá fara, að lesa umsagnir og athugasemdir með frummatsskýrslu fyrir Bitruvirkjun sem finna má inn á slóðinni www.or.is/media/PDF/Umsagnir%20og%20athugasemdir_Bitra.pdf.
Það væri ágæt að þú hefðir fyrir því að lesa þetta áður en þú kemur með fleiri athugasemdir eða spurningar til Láru Hönnu sem þó hefur haft fyrir því að kynna sér málið og blöskrar eins og mörgum öðrum málflutningur Orkuveitunnar þar sem íterkað er látið nægja að halda því fram að ólíklegt sé að þetta og hitt gerist án þess að traustar rannsóknir séu til staðar.
Vil sérstaklega benda þér á 1.7 umsögn Orkustofnunar og 1.9 umsögn Umhverfisstofnunar.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:49
Ég spyr hér fullkomlega eðlilegra gagnrýnna spurninga um fullyrðingar andstæðinga Bitruvirkjunnar, en fæ skætingssvör bæði frá Sigurði Hrelli og Gunnari Jónssyni. En það kemur mér hins vegar ekkert á óvart að ykkur finnist óþægilegt að fá slíkar spurningar. Ekki spyr fólkið sem gerir athugasemdir hér um neitt, nema hvað það eigi að gera til að mótmæla.
Ég þykist ekki hafa vit á öllum sköpuðum hlut eins og Sigurður heldur fram, hins vegar veit ég fullvel hvar hægt er að fá svör við þessum spurningum og þau svör eru aðgengleg öllum á netinu. Ég finn hins vegar hvergi fræðilegan rökstuðning fyrir þeim fullyrðingum sem koma fram í svörum Láru Hönnu.
Gunnar Jónsson vísar á síðu sem er greinilega ekki virk. Hér er hinsvegar síða sem svarar miklu. Upplýsingarnar sem þar er að finna eru í hróplegu ósamræmi við hræðsluáróður virkjunarandstæðinganna og nánast hver einasta fullyrðing þeirra er annað hvort tóm vitleysa eða ýkjur.
En það kemur auðvitað stórum hluta þjóðarinnar ekkert á óvart.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 23:29
En ég tek undir áhyggjur Hrellisins um hávaðann, eða réttara sagt geri mér ekki grein fyrir hversu mikill hann verður þar sem megnið af myndunum eru teknar, á áróðurspésanum. Ég fékk reyndar engin svör um hversu langt frá virkjuninni myndirnar eru teknar. Afhjúpast með slíkum upplýsingum, e.t.v. óþægilegur sannleikur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 23:35
Fyrirgefðu nafni en af einhverjum ástæðum virkaði þessi linkur ekki.Hins vegar má nálgast efnið inn á www.or.is undir matsskýrslur og þá kemur upp Bitruvirkjun umsagnir og athugasemdir. Í athugasemdum og umsögnum er að finna svörin við þessum spurningum sem þú spyrð hér ofar á síðunni. Bendi þér aftur á að kynna þér sérstaklega umsagnir Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar við matsskýrslu VSÓ sem að þú lofar og prísar hér að ofan.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 00:26
Þó að ég hafi ekki tekið neina af þessum myndum sjálfur get ég fullyrt að margar þeirra eru teknar mjög nálægt fyrirhuguðu virkjanasvæði við Bitru, innan við 1 km fjarlægð. Það er semsagt hinn "óþægilegi sannleikur".
Síðan hvenær er Gunnar Th. orðinn stór hluti þjóðarinnar?
Sigurður Hrellir, 6.5.2008 kl. 01:02
Ég hef gengið mikið um þetta svæði og kannast við nokkrar af þeim náttúruperlum sem koma fram á veggspjaldinu góða. Flestar þeirra sýnist mér vera af gönguleiðinni upp í Reykjadal og ef mér skjátlast ekki þá er þarna ein eða tvær úr Innstadal. Þessi tvö svæði á ekki að hrófla við og eins og Gunnar þá get ég lofað ykkur því að ég verð á móti þessum virkjunum ef svo verður.
Ég var nú uppá Henglinum núna síðast fyrir 5 dögum og gekk frá einni virkjun yfir að annari (Hellisheiði - Nesjavellir) og varð varla var þær. Fnykurinn lá vissulega í loftinu af og til en fljótlega sá maður hvaðan hann kom, frá náttúrulegum uppsprettum hér og þar. Ég er náttúrbarn en get vel hugsað mér að sjá nýtingu á orkulindunum okkar samhliða útvist. Ef þarna undir væri olía myndum við ekki vilja bora fyrir henni?
Vissulega er ákveðin mengun frá svona virkjun, það vita allir að þarna fer ekki í loftið hrein gufa. OR er hinsvegar langt komin í rannsóknum á förgun á þessu mengandi gasi. Er það ekki þróun sem við viljum sjá og getur jafnvel gagnast öðrum þjóðum?
Varðandi orkunýtingu á svæðinu þá vil ég benda fólki á það að Ölkelduhálsinn er eftir minni bestu vitun önnur eldstöð en Hengillinn sjálfur. Þetta er því ekki sama áhrifasvæði og Nesjavellir og Hellisheiðarvirkun standa á. Ég vil einnig eindregið hvetja fólk til þess að leita sér haldbærra upplýsinga frá fólki sem vit hefur á hlutunum. Færðu ráðgjöf um heilsufar þitt frá pípara? Það held ég varla.
Eins og Gunnar Th óska ég eftir frekari upplýsingum frá ykkur varðandi þessi meintu umhverfisspjöll. Komið með kort af áhrifasvæði virkjunarinnar og myndir teknar á ÞVÍ svæði ekki bara random hverum teknum í meira en 5km fjarlægð. Umhverfissynnar þurfa að vanda betur sína umfjöllun, orð eins og gífurleg, gengdarlaust, mikið og mörg önnur auka vissulega á móðursýkina en virka ekki á hugsandi fólk.
Við viljum tölur, staðsetningar og ákveðnari svör.
Þórólfur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:06
Þið megið ekki vanmeta innlegg Gunnars Th. í þessa umræðu. Það eru einmitt menn eins og hann sem treysta mig í þeirri skoðun að Lára Hanna hafi rétt fyrir sér í sínum málflutningi. Það er nauðsynlegt að allar hliðar komi fram en á það hefur verulega skort í umfjöllunum um virkjanaframkvæmdir hér á landi hingað til, enda höfum við mörg slæm mistök fyrir augunum í þeim efnum nú þegar.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 08:12
"Það eru einmitt menn eins og hann sem treysta mig í þeirri skoðun að Lára Hanna hafi rétt fyrir sér í sínum málflutningi".
Það er bebblega það... Á þetta að vera röksemd með virkjuninni?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 08:53
Ég tek undir með Þórólfi, hef grun um að myndirnir séu töluvert langt frá virkjuninni og reikna með að svo sé raunin á meðan ekki er sýnt fram á annað. Reykjadalur er það langt frá og mun neðar í landinu þannig að hávaða og sjónmengun verður ekki fyrir hendi
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 08:57
Þarna átti auðvitað að vera "á þetta að vera röksemd gegn virkjuninni"
Gunnar Jónsson, ég lofa hvorki né prísa neinar upplýsingar, en skýrsla VSÓ er unnin af þar til bærum sérfræðingum. Þeir geta alveg haft rangt fyrir sér. Þessir sérfræðingar leggja nafn sitt við þá vinnu og þær niðurstöður sem fram koma í skýrslunni. Ég á bágt með að trúa að þeir leggi nafn sitt við staðlausa stafi.
T.d. um meint heilsuspillandi áhrif frá brennisteinsvetninu og að það leggist í hættulega miklum mæli í dældir og lautir þannig að fólki verði bannað að labba um Reykjadal og dalina þar fyrir ofan, ég kallaði eftir svari um það hver haldi því fram. Það er fátt um svör. Í skýrslu VSÓ segir um loftgæði á svæðinu vegna virkjunarinnar:
Loftgæði
Útstreymi jarðhitalofttegunda frá fullbúinni Bitruvirkjun hefur verið áætlað um 40.000 tonn/ári, miðað við að gas í gufu sé um 0,5% sem er svipað og mælist annarsstaðar á Hengilssvæðinu. Losun jarðhitalofttegunda á framkvæmdatíma er talin valda óverulegum áhrifum þar sem um tímabundið ástand er að ræða. Þó má vænta þess að aukin hveralykt muni finnast í nánasta umhverfi borteiga þegar borholur blása. Á rekstrartíma virkjunarinnar eru jarðhitalofttegundirnar losaðar í andrúmsloftið við stöðvarhús virkjunarinnar. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum mun losun gróðurhúsalofttegunda frá Bitruvirkjun hafa óveruleg áhrif á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Búast má við styrkaukningu á brennisteinsvetni (H2S) í nágrenni stöðvarhúss virkjunarinnar eftir að rekstur virkjunarinnar hefst. Brennisteinsvetni (H2S) og aðrar jarðhitalofttegundir eru eðlisþyngri en andrúmsloftið og geta því safnast fyrir í gryfjum, kjöllurum og hraunsprungum. Gert er ráð fyrir að þessi uppsöfnun brennisteinsvetnis valdi óverulegum áhrifum á menn og dýr. Helstu áhrifin á svæðisvísu sem rekja má til virkjana á Hengilssvæðinu er hveralykt sem getur gert vart við sig við ákveðin skilyrði í nálægum byggðarkjörnum 30-60 sólarhringa á ári. Að mati framkvæmdaraðila verða áhrif Bitruvirkjunar á loftgæði óveruleg en áhrif virkjunarinnar á lykt eru metin talsverð
Ekki passar þetta alveg við málflutning Láru Hönnu eða nafnlausa sérfræðing hennar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 10:36
Sæl,
Ég sé að hér hefur átt sér stað mikil umræða um Bitruvirkjun og staðsetningu hennar. Því miður hef ég ekki getað tekið þátt í þessari umræðu sökum anna, en ég var m.a. að ganga á Hvannadalshnjúk.
Það vil svo til að ég á eitthvað af þeim myndum sem þarna birtast (nema þær sem merktar eru 1, 5, 9 og 10). Ég get með glöðu vísa á hvar mínar myndir eru teknar. En einhvernvegin finnst mér nú þessi umræða vera farin að snúast um allt annað en aðalatriði þessa máls.
Hér útbjó ég tvö kort sem sýnir hvar allar myndirnar eru teknar sem að ég tók. Einnig reyndi ég að merkja inn eitthvað af þeim sem að ég tók ekki (kvarði 700m).
Hér má sjá hvar myndir sem eru á plakatinu eru teknar (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)
Stækkað kort sem sýnir betur hvar myndir eru teknar (kvarði 500m)
Hér má sjá hvar myndir sem eru á plakatinu eru teknar (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)
En fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þessar myndir geta farið inn á þessa slóð hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/351625/
En það má sjá að Bitruvirkjunin verður staðsett ansi nálægt umræddu útivistarsvæði.
Kjartan
Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.5.2008 kl. 10:48
Hvernig er það með þig Gunnar Th er þér fyrirmunað að lesa það sem þér var bent á að lesa sem var umsagnir og athugasemdir við skýrslu VSÓ. Það er það sem málið hér snýst um.
Umhverfisstofnun ítrekar einnig nauðsyn þess að fylgjast með brennisteini í svifryki. Nauðsynlegt er
að mæla bæði S og SO4 í svifrykssíum til að fá nánari mynd af þeim hluta brennisteinsvetnis semfellur út sem brennisteinn. Þótt til standi að hreinsa brennisteinsvetni þá minnir Umhverfisstofnun á
blástur frá borholum. Eftir er að bora tugi borhola í tengslum við virkjanir á svæðinu. Hver hola getur
verið í blæstri í um 3-6 mánuði og gert er ráð fyrir að allt að 3-4 holur séu í blæstri samtímis. Áhrif
frá blæstri borhola geta því vel verið mælanleg þótt hreinsibúnaður sé á stöðvarhúsi.
Það að hreinsa tiltekið efni úr útblæstri leysir fyrirtæki ekki undan því að vakta efnið í umhverfinu.
Að auki verða einhver áhrif af blæstri borhola og því nauðsynlegt að vöktun sé í gangi
Umhverfisstofnun er fullkunnugt um að jarðvarmavirkjanir losa ekki SO2. Hinsvegar hvarfast hlutiH2S yfir í SO2 og Umhverfisstofnun telur að margt sé óútskýrt varðandi það hvaða þættir hafa áhrifá það ferli og ekki hægt að segja að það sé fullrannsakað. Flestar þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið á því hér á landi hafa verið gerðar á jarðhitasvæðunum sjálfum þar sem styrkur H2S erhæstur. Allar hafa þær rannsóknir verið gerðar með því að sjúga loft gegnum sérstakar síur sem
síðar eru efnagreindar og þannig fæst meðaltal yfir lengri tíma. Símælingar á H2S og SO2 bjóða uppá mun meiri úrvinnslumöguleika og þegar við bætist síritandi veðurstöð á sama stað er hægt að tala
um byltingu í mælitækni. Í dag er hægt að fá búnað sem mælir bæði þessi efni í sama tækinu.
Kostnaður við að mæla bæði H2S og SO2 á móti því að mæla aðeins annað efnið er því ekki mikillog því beinlínis óskynsamlegt að mæla aðeins H2S. Í ljósi stóraukinnar nýtingar jarðhita ætti það aðvera metnaðarmál fyrir Orkuveituna að auka rannsóknir á þessum þáttum. Jafnvel þótt til standi að
koma upp hreinsibúnaði á útblæstri frá stöðvarhúsum þá koma fjölmargar holur til með að blása
meðan á uppbyggingu jarðhitavirkjanna á svæðinu stendur.
Í ljósi áætlana um umfangsmikla nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu hér á landi er æskilegt að
auka þekkingu á því hvað þættir hafa áhrif á oxun H2S yfir í SO2. Í matsskýrslu (kafla 23.1.2) ertalað um að við hagstæðust skilyrði til SO2 myndunar sé umbreyting að hámarki 10%. Margar afþeim mælingum eru gerðar inn á jarðhitasvæðunum sjálfum þar sem styrkur H
2S er hæstur. Færamá rök fyrir því að þegar styrkur H2S sé hár þá sé lítill hluti að hvarfast yfir í SO2. Að það séframboð oxandi efna í andrúmslofti sem sé takmarkandi þáttur. Þegar styrkur H
2S er lægri þá erhærra hlutfall H2S að oxast yfir í SO2. Mælingar á Grensás styðja þessi rök.
Umhverfisstofnun ítrekar einnig nauðsyn þess að fylgjast með brennisteini í svifryki. Nauðsynlegt er
að mæla bæði S og SO4 í svifrykssíum til að fá nánari mynd af þeim hluta brennisteinsvetnis semfellur út sem brennisteinn. Þótt til standi að hreinsa brennisteinsvetni þá minnir Umhverfisstofnun á
blástur frá borholum. Eftir er að bora tugi borhola í tengslum við virkjanir á svæðinu. Hver hola getur
verið í blæstri í um 3-6 mánuði og gert er ráð fyrir að allt að 3-4 holur séu í blæstri samtímis. Áhrif
frá blæstri borhola geta því vel verið mælanleg þótt hreinsibúnaður sé á stöðvarhúsi.
Það að hreinsa tiltekið efni úr útblæstri leysir fyrirtæki ekki undan því að vakta efnið í umhverfinu.
Að auki verða einhver áhrif af blæstri borhola og því nauðsynlegt að vöktun sé í gangi.
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að mæla einnig styrk umræddra efna á eða nálægt
útivistarsvæðum í nágrenni virkjanna. Fyrir því má færa ýmis rök.
A. Nokkur fjöldi fólks stundar útivist á svæðinu og hefur Orkuveitan beinlínis hvatt til þess.
Á svæðinu eru tveir skátaskálar sem börn og unglingar gista í. Þjóðvegur 1 liggur um
svæðið og nokkur fjöldi fólks ekur þar um daglega.
B. Ef gera á spálíkan af dreifingu brennisteinsvetnis frá Hengilsvæðinu er gagnlegt að hafa
einnig mælistöð nálægt upptökum en ekki bara í niður í byggð.
C. Fræðilega er áhugavert að bera saman hvarf H2S yfir í SO2 annars vegar nálægtupptökum þar sem styrkur er mikill og hins vegar fjær þar sem styrkur er minni. Mælingar á
Grensás gefa til kynna að hærra hlutfall H2S hvarfist yfir í SO2 þegar styrkur H2S er lágur.Með einni mælistöð í grennd við virkjunarsvæðið, annarri stöð austast í borginni og
núverandi mælistöð á Grensás fæst röð af mælistöðvum í mismunandi fjarlægð sem eru
að mæla mismunandi styrk og hugsanlega mismunandi aðstæður fyrir oxun H2S.
Varðandi útstreymi jarðhitalofttegunda þá greinir OR og Umhverfisstofnun töluvert á hvað niðurstöður varðar.
Þegar bæði Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru komnar í gagnið verður losun brennisteinsvetnis
frá öllum fjórum virkjunum á svæðinu 26.300 tonn á ári. Til samanburðar má geta þess að öll
náttúruleg losun brennisteinsvetnis á landinu hefur verið metin 5.100 tonn á ári. (Halldór
Ármannsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Birna Hallsdóttir, 2001). Hluti H2S getur oxast yfir í SO2 enhluti getur farið yfir í hreinan brennistein. Ekki er alveg þekkt hvernig það ferli gengur fyrir sig hér á
landi né hversu hratt það gengur fyrir sig. Hins vegar er ljóst að sá hluti sem hvarfast yfir í hreinan
brennistein er ekki lengur á gasformi heldur föstu formi. Því má leiða líkur að því að sá hluti geti
myndað fínt brennisteinsryk.
Svar OR: Í greinargerð þeirri er Umhverfisstofnun vitnar í, Gasútblástur frá jarðhitasvæðum fráOrkuþingi 2001, er greint frá tveimur rannsóknum sem framkvæmdar voru árið 1991 og snéru að
því að reyna að meta náttúrulegt gasstreymi til andrúmsloftsins um gufuaugu frá háhitasvæðum á
Íslandi. Í greinargerðinni kemur skýrt fram að matið var byggt á mismunandi forsendum sem leiddi
til mjög misvísandi niðurstaðna á milli rannsóknanna. Niðurstöður Halldórs Ármanssonar vísa til
þess að náttúrulegt gasstreymi brennisteinsvetnis á landinu öllu sé 5.100 tonn/ári en niðurstöður
Stefáns Arnórssonar benda til þess að losunin sé 81.000 tonn/ári. Tölur þess fyrrnefnda byggja á
sjónmati og taka eingöngu til útblásturs gufuaugna, en tölur þess síðarnefnda eru reiknaðar frá
varmastreymi og fela í sér bæði streymi um gufuaugu og upp í gegnum jarðveg. Tekið er fram í
greinargerðinni að sé varmastreymisaðferðinni beitt á niðurstöður Halldórs hafi losun
brennisteinsvetnis verið af sömu stærðargráðu í báðum rannsóknunum (Halldór Ármannsson,
Hrefna Kristmannsdóttir, Birna Hallsdóttir, 2001). Orkuveitan telur því ekki hægt að miða að
náttúruleg losun brennisteinsvetnis á Íslandi sé 5.100 tonn á ári, heldur verður að miða við 81.100
tonn á ári. Ekki er gert ráð fyrir brennisteinsryki þar sem ákveðið er að hreinsa brennisteinsvetni úr
gufu samanber kafla 23.4.1.
Athugasemd Umhverfisstofnunar við svari Orkuveitunnar
Það er einmitt þessi greinargerð sem Umhverfisstofnun byggði á. Í ljósi skoðanaskipta
Orkuveitunnar og Umhverfisstofnunar um þetta sér stofnunin ástæðu til að birt hér orðrétt hluta úr
þessari greinargerð.
”Á íslenskum háhitasvæðum er töluvert gasstreymi til yfirborðs um gufuaugu. Gerðar hafa verið
a.m.k. tvær tilraunir til að meta þetta streymi út frá mismunandi forsendum. Niðurstöður voru mjög
misvísandi eða 148.000 tonn/ár CO2 og 5100 tonn/ár H2S (Halldór Ármannsson 1991b) og 2.1miljón tonn/ár CO2 og 81.000 tonn/ár H2S (Stefán Arnórsson 1991). Sá síðarnefndi studdist við mat
Guðmundar Pálmasonar o.fl. (1984) á varmastreymi, en Benedikt Steingrímsson o.fl. (1991) hafa
gagnrýnt það gildi og metið mun minna varmastreymi frá landinu með stuðningi líkanareikninga fyrir
jarðhitasvæði. Sé stuðst við það mat verða niðustöður Halldórs Ármannssonar (1991b) og Stefáns
Arnórssonar (1991) af sömu stærðargráðu.” (sjá bls 327 í ritinu Orkuþing 2001).
Umhverfisstofnun getur ekki skilið þetta á annan hátt en þann að sett sé fram gagnrýni á þá
varmastreymisútreikninga sem talan 81 þúsund er byggð á. Sé tekið tillit til þeirrar gagnrýni lækki
talan verulega og verði að sömu stærðargráðu og 5.100 tonna talan.
Umhverfisstofnun telur sig ekki umkomna þess að fella neinn dóm um hvor talan er réttari. Þarna
komast tveir vísindamenn einfaldlega að mismunandi niðurstöðum. Í umræddri heimild sem
Umhverfisstofnun studdist við voru hinsvegar færð rök fyrir því að önnur talan væri of há. Þessi
mikli munur sýnir fyrst og fremst fram á að margt er enn ekki vitað um jarðhitann á landinu og full
ástæða til að auka rannsóknir á þessu sviði. Tilgangur Umhverfisstofnunar var að setja losun frá
virkjunum á Hengilsvæðinu í samhengi við náttúrulega losun.
Um að ekki sé gert ráð fyrir brennisteinsryki vegna hreinsunar útblásturs minnir Umhverfisstofnun
aftur á að ekki stendur til að hreinsa það sem kemur frá holum í blæstri.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:47
Takk fyrir þetta nafni, ég tek heilshugar undir það að það eigi að vakta svæðið enda verður það gert, og leggja sem mest í rannsóknir. Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum, hins vegar er málflutningur þeirra sem eru á móti virkjuninni þannig að ætla mætti að eiturefni frá útblæstrinum verði í svo miklu magni að hætta stafi af og að það sé staðreynd. Sem er reyndar einkennilegt í ljósi þess að ekki er andstaða við Hverahlíðarvirkjun, en ég vænti þess að sömul lögmál gildi um hana eins og Bitruvirkjun.
Kortið hans Kjartans Péturs leiðir í ljós sem ég vissi, að sjónmengun vegna virkjunarinnar verður ENGIN, á þeim stöðum sem myndirnar eru teknar, nema einni sýnist mér. Hljóðmengun verður þó örugglega einhver á efstu stöðunum, en hversu mikil geri ég mér ekki grein fyrir. Hafa ber í huga að þarna eru hvissandi hverir og lækjarniður. Reiknað er með að hveravirkni á svæðinu aukist með tilkomu virkjunarinnar svo ekki verður nú grafarþögn þarna hvort eð er.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 14:16
Háspennulína sker svæðið nú þegar, vegaslóðar eru þarna víða, nú þegar og vegstæðum verða ekki fundnir nýjir staðir heldur lagt yfir gamla. Reynt verður að hylja að mestu ´flestar pípur eða láta þær falla sem best að landslaginu. Það er auðvitað smekksatri hversu fullnægjandi slíkar mótvægisaðgerðir eru og í augum sumra umhverfisverndarsinna, þá verður aldrei neitt fullnægjandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 14:22
Takk fyrir að sýna þetta á korti Kjartan! Ég hef gengið í allar áttir út frá Ölkelduhálsi og einnig verið á ferðinni um virkjunarsvæðið með Birni Pálssyni sem er nú einn af þeim mönnum sem þekkir best til staðsetningar og örnefni á þessu svæði. Alveg ljóst er að virkjunin mun blasa við frá Ölkelduhálsi en það er einn vinsælasti staðurinn. Og horfir maður út yfir Þverárdal og Þingvallavatn er alveg ljóst að virkjunin verður í forgrunni. Annað atriði er að ég hef ekki áhuga á að vernda þetta svæði til að fylla það með túristum heldur út af því að það er mitt uppáhalds göngusvæði. Ég hef líka gengið út frá Kolviðarhóli en er hætt því eftir að Hellisheiðarvirkjun kom. Þó að önnur falleg svæði eru á landinu eru þau flest lengra í burtu og ekki auðvelt að fara þangað eina kvöldstund eftir vinnu. Og það eru önnur svæði sem hægt er að virkja. Hverahliðarvirkjun er í undirbúningi og það er verið að tilraunabora við Gráuhnjúka og Litla-Meitil.
Petra Mazetti (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:38
Sæll nafni enn og aftur.
Við getum ekki hagað okkur eins og afturhaldskommatittir og trúað í blindni flottum slýrslum frá stórfyrirtækjum eins og OR og Landsvirkjun sem telja okkur trú um að allt sé í besta lagi því ekki sé vitað til að þetta og hitt komi til með að hafa áhrif þó engar rannsóknir yfirhöfuð séu til staðar.
Mér hefur fundist þú Gunnar Th dálítið taka þennan boðskap OR eins og fullkominn sannleik og hafinn yfir gagnrýni líkt og margir vinstrimenn kaldastríðsáranna tóku innrætingu kommúnistaflokksins
.
Ég hugsa að þú sæir kannski ljósið ef Þú tileinkaðir þér boðskap Alberts Einsteins á síðunni þinni.
Einnig mæli ég með því Gunnar Th og allir aðrir að þið hlustið á það sem Sigurður Þór Sigurðarson læknir og sérfræðingur í lungnasjúkdómum hefur að segja þegar rætt var við hann í speglinum. ( sjá tónspilarann hér efst á síðunni hjá Láru Hönnu)
Magn brennisteinsvetnis sem losað er út í andrúmsloftið vegna jarðgufuvirkjana á Íslandi er margfallt meira en annars staðar í heiminum. Samanburður OR við mengun af völdum brennisteinsvetnis í stórborgum erlendis er því marklaus.
Gagnlegt er að skoða rannsóknaniðurstöðurnar sem Umhverfisstofnun vitnar í varðandi áhrif H2S og SO2 á fólk með astma.
Í Töflu 23.3 er fjallað um ýmis viðmiðunarmörk brennisteinsvetnis (H2S). Þar kemur fram að lyktarmörk séu 5 ppb. Næstu mörk sem fjallað er um eru viðmiðunarmörk Vinnueftirlitsins sem miða við vinnustaði. Þau mörk eru 10.000 ppb. Umhverfisstofnun vill benda á að vinnuverndarmörk fyrir hin ýmsu efni eru venjulega margfalt hærri en heilsuverndarmörk sömu efna og dæmi eru um hundraðfaldan mun vinnuverndarmarka og heilsuverndarmarka. Það stafar af því að heilsuverndarmörk miðast við það að vernda heilsu viðkvæmustu einstaklinga þjóðfélagsins í því umhverfi sem þeir eru í allan sólhringinn og jafnvel alast upp í, en vinnuverndarmörk miðast við að vernda heilsu fullorðinna starfsmanna sem hafa aðeins viðveru á viðkomandi svæði á vinnutíma. Vinnuverndarmörk eru því ekki, að mati Umhverfisstofnunar, rétt viðmið þegar verið er að fjalla um áhrif loftmengunar á almenning. Ekki eru til íslensk heilsuverndarmörk fyrir brennisteinsvetni. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett fram heilsuverndarviðmið um brennisteinsvetni og eru þau 107 ppb (150 ?g/m3) miðað við sólarhringsmeðaltal. WHO hefur einnig sett fram viðmið um lyktaróþægindi og eru þau 5 ppb (7 ?g/m3). Einstaka rannsóknir hafa jafnvel sýnt fram á heilsufarsáhrif af lægri styrk heldur en heilsuverndarviðmið WHO eru. Faraldsfræðileg rannsókn í Nebraska (Campagna et al, 2004) sýndi fram á að ef 30 mínútna meðaltal fór yfir 30 ppb varð vart við aukinn fjölda innlagna á spítala vegna astma daginn eftir. Gildi yfir 30 ppb mælast reglulega á Grensásvegi. Önnur rannsókn sem gerð var í Finnlandi í nágrenni pappírsverksmiðju sýndi fram á að gildi á bilinu 2-96 ppb (3-135 ?g/m3) framkölluðu einkenni í augum og öndunarfærum. (Haahtela et al. 1992). Þetta eru nokkuð lægri gildi en fram koma í öðrum rannsóknum. Þessi mismunur milli rannsókna styður það sem WHO bendir á að skortur sé á faraldsfræðilegum rannsóknum á langtímaáhrifum af H2S í lágum styrk. (WHO, 2000). Eftir að Hellisheiðarvirkjun tók til starfa hafa mælst á Grensásvegi í Reykjavík gildi sem eru um þriðjungur af heilsuverndarviðmiðum WHO. Aukning í styrk við Grensásveg fellur alveg saman við opnun virkjunarinnar. Ekki hafa verið gerðar mælingar austar í borginni eins og t.d. í Norðlingaholti en ætla má að hærri styrkur mælist þar. Þegar bæði Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru komnar í gagnið verður losun brennisteinsvetnis frá öllum fjórum virkjunum á svæðinu 26.300 tonn á ári. Til samanburðar má geta þess að öll náttúruleg losun brennisteinsvetnis á landinu hefur verið metin 5.100 tonn á ári. (Halldór Ármannsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Birna Hallsdóttir, 2001).
Í upphaflegu frummatsskýrslunni fyrir Bitruvirkjun og Hverahlíðavirkjun var ekki gert ráð fyrir neinum hreinsibúnaði. Það var ekki fyrr en farið var að gagnrýna mögulega mengun að allt í einu var til hreinsibúnaður. En vandinn við hreinsibúnaðinn er að hann er fyrst og fremst hugsaður við stöðvarhúsið en ekki á þær holur sem eru í blæstri. Þannig verður á nýtingartímanum alltaf stórt hlutfall borhola sem eru án hreinsibúnaðar.
Ef áhrif H2S og So2 eru eins mikil á astmaeinkenni og rannsóknir benda til þá vildi ég ekki vera astmasjúklingur og búa í Hveragerði eða Grafarholtinu.
Meðan verið er að átta sig á umfangi H2S og So2 mengunar sem ekki verður gert nema með því að virkja þá er rétt að stíga varlega til jarðar hvað framkvæmdir varðar. Þyrmum Bitru en byrjum á Hverahlíð jafnvel Gráhnjúkum og Litla Meitli og sjáum svo til með framhaldið það liggur ekkert á.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:58
Heil og sæl; Lára Hanna og aðrir skrifarar !
Lára Hanna ! Ég get ekki annað; en dáðst að einurð þinni, sem atfylgi öllu, gegn þessum helvítis kapítalistum, hverjir merja vilja ósnert lönd, sem lén, undir daunillar gróðaborur sínar.
Minn stuðningur; við þinni málafylgju er eindreginn. Þú ert ein þessarra hversdagshetja, sem kannt að meta land okkar, sem tign fegurðar þess, að verðleikum. Heyr; fyrir þér, Lára mín !
Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun; eru orðin kýli, á mannlegu samfélagi, því miður.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:22
Ég hef greinilega verið fjarri góðu gamni og grunaði ekki að hér væri svona mikið fjör...
Ég vil byrja á að þakka Villa Ásgeirs, Sigga Hrelli, Gunnari Jóns, Kjartani og Petru fyrir þeirra innlegg. Slíkur liðsauki er mjög vel þeginn og ég átta mig ekki alveg á hvort ég get bætt einhverju við þeirra svör.
En Gunnar Th... Þú spyrð um hluti sem ég er búin að skrifa mikið um, útskýra og rökstyðja. Enn og aftur verð ég því að vísa í fyrri pistla mína til að forðast stöðugar endurtekningar. Neðst í þessum pistli listaði ég þá sem fjalla á einhvern hátt um þetta mál og linkaði á pistlana til hægðarauka. Þú átt að geta farið í gengum þá og athugasemdirnar án mikillar fyrirhafnar. Þar færðu svör við flestum ef ekki öllum þínum spurningum.
Til að gera þér enn auðveldara fyrir setti ég aftur inn Spegilsviðtölin tvö við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun og Sigurð Þór Sigurðarson, lækni og sérfræðing í öndunar- og umhverfissjúkdómum. Þeir fjalla báðir um brennisteinsvetni. Hlustaðu á þá, Gunnar Th. - og ekki tala aftur um "nafnlausan sérfræðing". Með því kemurðu upp um hve lítið þú hefur kynnt þér málflutning minn.
Hvað varðar matsskýrslur OR og VSÓ, bæði frummatsskýrsluna og lokamatsskýrsluna, verð ég að viðurkenna að ég tek ekkert of mikið mark á þeim. Lögin um mat á umhverfisáhrifum eru þannig úr garði gerð, að framkvæmdaraðilinn (hér OR) sér um matið, auglýsir það, tekur svo við athugasemdum sem eru gagnrýni á þeirra eigin vinnubrögð, og dæmir síðan sjálfur í eigin máli. Þetta er auðvitað fáránlegt fyrirkomulag. Til liðs við sig fær framkvæmdaraðilinn verkfræðistofu (hér VSÓ) sem á bæði beinna og óbeinna hagsmuna að gæta - því ef virkjunin verður byggð fá þeir verkefni en ef hún verður ekki byggð fá þeir ekki verkefni. Það er því þeirra hagur að virkjunin verði byggð og að sjálfsögðu - og skiljanlega - gera þeir sem minnst úr umhverfisáhrifunum svo öruggt verði að framkvæmdin verði ekki stöðvuð.
Ég vitna í þessu sambandi í athugasemd við einn af fyrri pistlum mínum: "Það eru örfá stór ráðgjafar og hönnunarfyrirtæki sem sjá að mestu um gerð umverfismats fyrir flestar stórframkvæmdirnar og þau eru jafnframt að vinna samhliða að hönnun mannvirkja í tengslum við þá sömu framkvæmd. Það er því mikið í húfi að umhverfismat sé hagstætt fyrir þessi fyrirtæki þannig fá þau jú krónur í kassann. Hér er markaðurinn lítill og því hörð samkeppni milli þessara fyrirtækja. Það er því mikilvægt fyrir þau að fá ekki á sig "umhverfisöfgastimpil" Við höfum heyrt dæmi um að skýrslum sem eru framkvæmdaraðila óhagstæðar sé stungið undir stól eða innihald þeirra tónað niður allt til að þóknast kúnnanum."
Þetta er staðreynd sem íslenskt samfélag býr við, við erum svo lítil og fámenn. Og mig langar að vísa í tvo pistla: Hér segir vísindamaður frá því þegar honum var sagt upp störfum vegna skoðana sinna á umhverfismálum og auk þess er fjallað um hvað það þýðir þegar framkvæmd hefur farið í umhverfismat hér. Mig langar líka að benda á þennan frábæra pistil eftir sömu konu.
Lái mér hver sem vill að taka lítið mark á mati á umhverfisáhrifum sem framkvæmt er og kostað af virkjunaraðilanum og fyrirtæki sem á fjárhagslegra hagsmuna að gæta að það verði af viðkomandi framkvæmd.
Kort Kjartans ættu að taka af allan vafa um staðsetningu virkjanasvæðisins. Ég bendi á kvarðann í neðra, hægra horni kortanna þar sem fram kemur að þarna erum við ekki að tala um neina kílómetra, heldur nokkur hundruð metra. Eins og ég gat svo um í einum af fyrri pistlum er ekki nema 4.560 metrar frá suðaustustu borholunni að efstu húsunum í Hveragerði.
Á íbúafundinum í Hveragerði fyrir hálfum mánuði stóð upp maður í hópi fundargesta og sagði frá því að hann væri Mývetningur. Hann sagði að hávaðinn frá útblæstri borholanna hjá Kröflu - sem er norðan við Mývatn, eða öllu heldur norðnorðaustan - heyrðist mjög vel alla leið suður fyrir vatnið í vissum vindáttum og logni. Veit einhver hvað það eru margir kílómetrar? Væntanlega fylgir þá brennisteinsfnykur og brennisteinsvetnismengun í andrúmslofti með í kaupunum.
Haltu áfram að spyrja, Gunnar Th., en gerðu það fyrir mig að lesa fyrst fyrri skrif mín. Ég hef hvorki tíma né orku í að endurtaka þetta allt saman bara fyrir þig. Og ég bið þig líka um að tala ekki svona niður til mín og skoðanasystkina minna. Það er ekki stórmannlegt og gerir lítið annað en að skaða þig og þinn málstað.
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.5.2008 kl. 21:37
Þú segir að öll náttúruleg losun brennisteinsvetnis á landinu hefur verið metin 5.100 tonn á ári. (Halldór Ármannsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Birna Hallsdóttir, 2001).
Þarna eru vísindamenn ekki á einu máli. Afhverju nefnir þú ekki töluna 81.00 tonn á ári. Ég finn nú ekki í augnablikinu hver reiknaði þá tölu út en þú getur kannski frætt mig um það.
"Í miklum styrk er brennisteinsvetni skaðlegt heilsu. Það eru helst augu, lungu og öndunarvegur sem eru viðkvæm. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er u.þ.b. 15 000 míkrógrömm í rúmmetra en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst hefur í Reykjavík". ( Umhverfisstofnun )
"Heilsuverndarviðmið WHO eru 150 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á sólarhring. Það sést að þó aukningin sé mikil í Reykjavík, eru hæstu toppar ekki nema um þriðjungur af viðmiðun WHO". (Umhverfisstofnun)
Þú nefnir innlagnir vegna öndunarfærasjúkdóma á spítala í útlöndum vegna brennisteinsmengunar við ákveðin veðurskilyrði. Við ákveðin veðurskilyrði eru ýmis önnur efni sem valda vandræðum, t.d. í Reykjavík. Það kemur ekki fram hvort tekið var tillit til þess.
Ég lít ekki á skýrslu VSÓ sem neinn heilagann sannleik, en lítur þú á allt annað en þeirra upplýsingar sem heilagann sannleik? Getur verið að enginn vísindamaður sé hlutlaus? Eru þeir vísindamenn sem þú kýst að vitna í hlutlausir? Afhverju velur þú bara niðurstöður sem henta umhverfisverndarsinnum? Ef einhver minnsti vafi leikur á niðurstöðum og áreiðanleika rannsókna, þá túlka umhverfisverndarsinnar alltaf vafann sér í hag. Til lengdar verður það ótrúverðugt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 22:21
Hver er núverandi styrkur brennisteinsvetnis í Hveragerði? Er hann hærri í Hveragerði (af náttúrulegum orsökum) en í hæstu toppum í Reykjavík vegna Hellisheiðar og Nesjavallavirkjunar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 22:24
Var ekki búinn að sjá þitt innlegg Lára, svara seinna
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 22:31
Ég geri athugasemd Gestur Guðjónsson, á síðu hér. um umhverfismöt að minni, um það mál:
"Ég skil umhverfismat þannig að í því sé framkvæmdaraðili að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem tiltekin framkvæmd komi til með að hafa, þannig að þeir sem taka ákvarðanir, séu upplýstir um þau. Til þess verks fær hann yfirleitt aðstoð ráðgjafa. Samþykkt umhverfismat upplýsir á fullnægjandi hátt þeim umhverfisáhrifum framkvæmdin komi til með að hafa í för með sér, m.a. hvort þau séu afturkræf, mikil eða lítil.
Í umhverfismati felst sem sagt ekki mat á því hvort umhverfisáhrifin eru ásættanleg eður ei.
Það er síðan skipulagshafa, sveitarstjórnar, að ákveða hvort gefið skuli framkvæmdaleyfi á grundvelli allra fyrirliggjandi upplýsinga, þám umhverfisáhrifa".
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 22:42
Aðeins um hugtakanotkun: Mat á umhverfisáhrifum er gert áður en til framkvæmda kemur. Umhverfismat er gert eftir að framkvæmdum lýkur.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 23:04
Lára Hanna: Ég þakka bara Guði fyrir fólk eins og þig sem hugsar um eitthvað annað en bossan á sjálfum sér. Þekki fjölmarga í Ölfus sem eru alfarið á móti þessu. Hitaveitan mun þakka Ölfus fyrir með öðru umhverfisslysi: Lýsingu í Þrengslum. Þar verða settir upp um 480 ljósastaurar.Hver borgar brúsan? Hitaveitan að sjálfsögðu! Mútur?Spurning!
Himmalingur, 7.5.2008 kl. 00:13
Sæll nafni aftur
Þér virðist fyrir munað að finna hluti eins og góðum karlmanni sæmir. Þá er nú gott að hafa konu eins og Láru Hönnu til að finna hlutina fyrir okkur.
Ef þú hefðir lesið athugasemd 48 hefðir þú fundið þetta.
Þar segir í svari OR við athugasemd frá Umhverfisstofnun:
Niðurstöður Halldórs Ármanssonar vísa til þess að náttúrulegt gasstreymi brennisteinsvetnis á landinu öllu sé 5.100 tonn/ári en niðurstöður Stefáns Arnórssonar benda til þess að losunin sé 81.000 tonn/ári. Tölur þess fyrrnefnda byggja á
sjónmati og taka eingöngu til útblásturs gufuaugna, en tölur þess síðarnefnda eru reiknaðar frá varmastreymi og fela í sér bæði streymi um gufuaugu og upp í gegnum jarðveg. Tekið er fram í greinargerðinni að sé varmastreymisaðferðinni beitt á niðurstöður Halldórs hafi losun brennisteinsvetnis verið af sömu stærðargráðu í báðum rannsóknunum (Halldór Ármannsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Birna Hallsdóttir, 2001). Orkuveitan telur því ekki hægt að miða að náttúruleg losun brennisteinsvetnis á Íslandi sé 5.100 tonn á ári, heldur verður að miða við 81.100 tonn á ári. Ekki er gert ráð fyrir brennisteinsryki þar sem ákveðið er að hreinsa brennisteinsvetni úr gufu samanber kafla 23.4.1.
Athugasemd Umhverfisstofnunar við svari Orkuveitunnar
Það er einmitt þessi greinargerð sem Umhverfisstofnun byggði á. Í ljósi skoðanaskipta Orkuveitunnar og Umhverfisstofnunar um þetta sér stofnunin ástæðu til að birt hér orðrétt hluta úr þessari greinargerð.
”Á íslenskum háhitasvæðum er töluvert gasstreymi til yfirborðs um gufuaugu. Gerðar hafa verið
a.m.k. tvær tilraunir til að meta þetta streymi út frá mismunandi forsendum. Niðurstöður voru mjög
misvísandi eða 148.000 tonn/ár CO2 og 5100 tonn/ár H2S (Halldór Ármannsson 1991b) og 2.1
miljón tonn/ár CO2 og 81.000 tonn/ár H2S (Stefán Arnórsson 1991). Sá síðarnefndi studdist við mat
Guðmundar Pálmasonar o.fl. (1984) á varmastreymi, en Benedikt Steingrímsson o.fl. (1991) hafa
gagnrýnt það gildi og metið mun minna varmastreymi frá landinu með stuðningi líkanareikninga fyrir
jarðhitasvæði. Sé stuðst við það mat verða niðustöður Halldórs Ármannssonar (1991b) og Stefáns
Arnórssonar (1991) af sömu stærðargráðu.” (sjá bls 327 í ritinu Orkuþing 2001).
Umhverfisstofnun getur ekki skilið þetta á annan hátt en þann að sett sé fram gagnrýni á þá varmastreymisútreikninga sem talan 81 þúsund er byggð á. Sé tekið tillit til þeirrar gagnrýni lækki
talan verulega og verði að sömu stærðargráðu og 5.100 tonna talan.
Umhverfisstofnun telur sig ekki umkomna þess að fella neinn dóm um hvor talan er réttari. Þarna komast tveir vísindamenn einfaldlega að mismunandi niðurstöðum.
Að lokum Gunnar Th það er enginn að velja niðurstöður sem henta umhverfissinnum. Svona málflutningur dæmir sig sjálfur. Á sama hátt má snúa þessu við og segja að framkvæmdaaðilar séu að velja niðurstöður sem henta virkjunarsinnum.
Málið snýst fyrst og fremst um það aði rannsóknir eru ófullnægjandi í svo mörgum atriðum í frummatsskýrslunni fyrir Bitruvirkjun. Það hlítur að vera krafa hins almenna íbúa þessa lands að í þeim tilvikum þar sem rannsóknum er ábótavant þá beri að bíða með framkvæmdir þar til fullnægjandi rannsóknir hafa verið gerðar af óháðum aðilum á kostnað rikisins.
Finnst þér Gunnar Th. eðlilegt að ákveðinn framkvæmdaraðili sem er háður sveitastjórn varðandi aðalskipulag, deiliskipulag og útgáfu framkvæmdaleyfis sem byggt er á mati á umhverfisáhrifum greiði viðkomandi sveitastjórn 500 milljónir til þess að flýta fyrir breytingum á aðalskipulagi, gerð deiliskipulags og útgáfu rannsókna og framkvæmdaleyfa?
Mín skoðun er sú að slíkt sé óeðlilegt og hljóti að brjóta í bága við sveitarstjórnarlög þar sem fjallað er um hæfi sveitarstjórnarmanna þegar kemur að því að fjalla um mál tengd viðkomandi framkvæmdaraðila.
Ég hvet þig til þess að svara sjálfur spurningunum í athugasemd 56 eða senda þessar spurningar til framkvæmdaraðila því hann svarar þeim ekki sjálfur í sinni frummatsskýrslu. Nú líkar mér við þig farinn að sjá ljósið. Ég vil líka fá þessi svör áður en farið er af stað með þessa framkvæmd.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:17
þú ert bara cool......
Gulli litli, 7.5.2008 kl. 00:50
Ég fæ ekki betur séð en að í athugas. #52 takir þú lægri töluna sem sjálfgefnum hlut. En í aths. #61 hjá þér segir, þar sem þú vitnar í Umhverfisstofnun:
"Umhverfisstofnun telur sig ekki umkomna þess að fella neinn dóm um hvor talan er réttari. Þarna komast tveir vísindamenn einfaldlega að mismunandi niðurstöðum"
Annars erum við komnir út fyrir það sem ég gagnrýndi upphaflega í pistlinum, en það var um hvort það sem er á myndunum í áróðurspésanum myndi hverfa eða eyðileggjast. Eða eins og Lára Hanna segir í upphafi síns pistils:
"....reynum að stöðva fyrirhugaða eyðileggingu á dásamlegri náttúruperlu með því að reisa þar jarðgufuvirkjun - á Ölkelduhálsi".
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 00:53
Það sem er á myndunum virðist hafa mesta áróðursgildið, og svo er það náttúrulega rangt að virkjunin sé á Ölkelduhási.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 00:56
Ja, hérna... það sem fólk reynir að hengja sig í nú þegar öll önnur rök þrjóta.
Ef taka ætti mark á þessari fullyrðingu þinni, Gunnar Th., þá bætist enn eitt atriðið við sem er í ólagi við auglýsingu Sveitarfélagsins Ölfuss um breytingu á aðalskipulagi. Í fyrstu grein stendur nefnilega þetta:
"285 ha opnu, óbyggðu svæði á Bitru/Ölkelduhálsi sem að hluta er á náttúruminjaskrá..." (leturbr. mín) Ég get fullvissaði þig um að ég samdi ekki þessa auglýsingu.
Nú er fokið í flest skjól hjá þér, Gunnar Th. Viltu ekki bara senda inn athugasemd við þetta orðalag til SÖ?
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 01:30
Vona að þessi linkur virki fyrir þig Gunnar Th. Þú væntanlega lætur mig vita ef svo er ekki. Þetta svarar kannski spurningunni varðandi aukningu á astma tilfellum vegna langvarandi útsetningar á H2S í "útlöndum" eins og þú svo skemmtilega orðaðir það.
http://web.ebscohost.com/ehost/pdf?vid=3&hid=9&sid=971f18a6-b732-4bf7-88f0-a7526e812f5e%40SRCSM2
Hafðu það í huga þegar þú lest þessa rannsókn að óvíða eru aðstæður í heiminum í líkingu við það sem er hér á Íslandi hvað varðar magn af H2S í nágreni við íbúðabyggð.
Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef aukning hefur orðið á slæmum astmaeinkennum og öðrum öndunarfæra kvillum hjá börnum og fullorðnum á suðurlandi og suðvesturhorninu með tilkomu Nesjavallavirkjunar, Svartsengis og nú síðast Hellisheiðavirkjunar.
Finnst sjálfssagt að OR og HS fjármagni þessar rannsóknir í samvinnu við læknadeild Háskóla Íslands áður en framkvæmdir verða leyfðar.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 01:37
Framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar virkjunar er á Hengilssvæðinu, nánar tiltekið á svæði er nefnist Bitra og liggur austur af Henglinum. Við upphaf matsvinnunnar var talað um þetta svæði allt sem Ölkelduháls og var fyrirhuguð virkjun kennd við hann t.d. í tillögu að matsáætlun. Í þeim áætlunum var gert ráð fyrir að borað yrði við Tjarnarhnúk og náði framkvæmdasvæðið því mun lengra til austurs en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Af umhverfisástæðum var horfið frá því að staðsetja borteiga við Tjarnarhnúk og verður fyrirhugað athafnasvæði því staðsett á norðanverðri Bitru, en ekki á Ölkelduhási. Því er virkjunin nú nefnd Bitruvirkjun.
Þetta er úr frummatsskýrslu VSÓ frá ágúst 2007. Mér sýnist þú Lára Hanna og SÖ, þurfa að uppfæra þekkinguna á framkvæmdinni
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 02:23
Ertu nú orðinn rökþrota nafni.
Þú gerir mér upp óheiðarleika þegar ég geri ekki annað en að vitna í athugasemdir Umhverfisstofnunar. Ef þú hefðir lesið athugasemdir og umsagnir við frammatsskýrslu vegna Bitruvirkjunar eins og ég benti þér á í gær og sleppt því að vera með útúrsnúninga þá hefðum við ekki þurft þessar langlokur hér að framan.
Ég held að við getum báðir verið sammála um að óeðlilegt sé að framkvæmdaraðili sé bæði sækjandi og verjandi í sínu eigin máli og að rannsóknir skortir til að skera úr um hvort framkvæmdin er líkleg til að hafa stórfelld umhverfisáhrif eða ekki. Þangað til eiga íbúar suðvesturhornsins og náttúran að njóta vafans púnktur og basta.
Þú getur kallað þennan málflutning áróður en ég held að sá málflutningur og rökstuðningur sem svokallaðir "umhverfissinnar" hafa ástundað á þessari vefsíðu standist alla ritskoðun. Það sama verður ekki sagt um þinn málflutning sem oftar en ekki ber keim af boðskap nafna okkar í Krossinum.
Koma svo gerðu betur en OR og seldu mér virkjun á Bitru. Ég vil þá líka fá það svart á hvítu án nokkurs vafa að framkvæmdin muni ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á mig og mína afkomendur og að framkvæmdin sé þjóðhagslega hagkvæm.
Skil bara ekki afhverju myndirnar á veggspjaldinu fara í taugarnar á þér nema ef vera kynni að eitthvað hafi gerst í Reykjadal annað en að berrassaði Þjóðverjinn bauð þér góðan dag.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 02:32
Þú átt heiður skilinn fyrir þennan dugnað Lára Hanna. Frábært hjá ykkur.
Búinn að prenta út, skrifa undir og senda.
Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 7.5.2008 kl. 10:36
Ég sé að þið forðist að tala um myndirnir eins og heitan eldinn. Þær myndir sem teknar eru næst virkjunarsvæðinu, eru allar af dölunum fyrir neðan, sem áhöld eru um hvort verði fyrir hljóðmengun eða ekki. Ef ekki, þá á auðvitað að virkja þarna. Að segja að verið sé að eyðileggja þetta svæði þarna niðurfrá, eru auðvitað bara dæmigerðar ýkjur mhverfisverndarsinna. Svo er tveimur stærstu myndunum ætlað að telja saklausu og vel meinandi fólki trú um að þarna sé um að tefla; fólk að baða sig í volgri lind úti í náttúrunni, eða að fá svona virkjun á staðinn! Þetta er ómerkilegur áróður, en afa dæmigerður fyrir ykkur. Oftlega í áróðrinum gegn Kárahnjúkavirkjun voru sýndar (og eru enn) af svæðum víðsfjarri virkjunarsvæðinu, svæðum sem hægt er að dást að enn í dag, og sagt að verið væri að eyðileggja þau. The land that vil be destroyed", eins og það var orðað á "útlensku".
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 11:06
Ég er ekki að segja að ekki megi rannaka betur um áhrif brennisteinsvetnisins, hve mikill hann verður o.s.fr.v. "Bring it on", en mér sýnist að réttara hefði verið hjá ykkur að láta blessað spjaldið fjalla þá bara um það, því þið eruð á harðahlaupum undan gagnrýni á meintri eyðileggingu þess sem er á myndunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 11:11
Bitruvirkjunin mun draga að sér fleiri ferðamenn en nokkru sinni fyrr í sögu svæðisins. Þar verður sameinaður áhugi fólks á hátækni á heimsvísu og náttúruskoðun. Boðið verður upp á skoðunarferð um virkjunina og svo labbitúr til Hveragerðis um svæðið sem myndirnar sýna. "Bitruhringurinn" verður ferðamannasegull og það verður brjálað að gera hjá Láru Hönnu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 11:19
Útbúnir verða stígar þangað niðureftir, sem jafnvel fólk í hjólastólum getur farið eftir, svo mætti hlaða torfhýsi á miðri leið til að sýna hvernig heiðarbýli voru á Íslandi í denn. Léttar veitingar þar, póstkort og bæklingar. Ekkert nema dásemd!
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 11:23
Takk Lára! Góð síða og málstaður!
Baldur Gautur Baldursson, 7.5.2008 kl. 11:46
Það hefur enignn forðast að tala um myndirnar Gunnar. Það er búið að sýna þér hvar þær eru teknar í afstöðu við fyrirhugað virkjunarstæði á Bitru og færa fyrir því rök að ásýnd svæðisins verði aldrei söm við tilkomu virkjunar á svæðinu.
Virkjun þarf kælivatn og virjun þarf að losa sig við frárennsli. Ferskvatn til kælingar mun verða tekið úr borholum utan við virkjunarstæðið. Getur þú fullyrt að það muni ekki hafa áhrif á rennsli lækja á því svæði sem myndirnar eru teknar?
Hvað verður um hverina á þessu svæði þegar þú ferð að krukka í svæðið í nágreninu. Sjáðu breytingarnar á Gunnuhver á suðurnesjum sem eru tilkomnar vegna virkjunar í nágreninu,
Áður en þú byrjar að benda á að frárennsli og affalsvatni verði dælt djúpt niður í jörðina þá skaltu kynna þér nýlega breytingu á deiliskipulagi við Hellisheiðavirkjun.
Nýlega var gerð breyting á deiliskipulagi við Hellisheiðavirkjun vegna þess að miklir annmarkar voru á því dæla frárennsli aftur niður í jörðina. Að sögn OR voru ekki til nógu sterkar pípur til þess að þola þann þrýsting sem yrði á kerfinu. Því var óskað eftir því að fá að láta frárennslið renna út í hraunið beint. Þú hefur hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn.
Svona málsmeðferð eykur ekki tiltrú meirihluta þjóðarinnar á heiðarleika OR og sveitastjórnarinnar í Ölfusi. ( varð að fá að slá um mig eins og þú nafni)
Þú fórst siðan sjálfur af stað með þá umræðu að brennsisteins umræðan væri eingöngu hræðslu áróður umhverfissinna en þegar þér varð ljóst að rökin fyir því að stíga varlega til jarðar voru töluverð brástu við eins og krakki á leikskóla sem finnst sannleikurinn óþægilegur og ferð að tala um allt aðra hluti.
Hugmyndin um veitingasölu og skoðunarferðir í virkjunina eru góðar en þar ert þú kominn í hrópandi misræmi við sjálfan þig þegar þú nokkrum athugasemdum ofar segir "Mér finnst yndislegt að vera einn úti í náttúrunni og það er eiginlega það sem heillar mig mest við hana... að vera einn með henni. En þið... náttúruverndarsinnar , viljið vernda hana til þess að fylla hana af ferðamönnum! "Náttúran yrði, lítils virði"... ef hún er stútfull af fólki. Má ég þá frekar biðja um skynsamlega nýtingu hennar fyrir þjóðina alla, að hún veiti birtu og yl og skapi atvinnu fyrir alþýðu landsins, styðji við og byggi upp velferðarþjóðfélag sem við öll þráum."
Gunnar þér fer betur að fræða okkur um líkamsgötun og þjónustu gleðikvenna því þar virðist þú vera á heimavelli.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:10
Hehe, þú segir nokkuð nafni. Já ég lýsti upplifun minni á náttúrunni, eins og hún nýtist MÉR best. En ég hugsa nú um fleiri en sjálfan mig og þeir eru miklu fleiri sem vilja ferðast í hópum heldur en einfarar eins og ég. Og úr því verður virkjað þarna á annað borð, þá reynum við að gera gott úr þessu. Peningar eru ekki hirtir upp úr skítnum og þarna er tækifæri fyrir fólk eins og Láru og fl. í ferðamannabransanum að afla sér lífsviðurværis. Ég hef hins vegar aldrei verið talsmaður þess að náttúran sé eyrnamerkt einni tegund ferðamanna umfram aðra. Bakpokalingar sem ganga og príla um óbyggðir eiga ekki einkarétt á náttúrinni. Fatlaðir og eldra fólk fær tækifæri með betra aðgengi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 12:48
Jæja nafni ég finn það á mér að djúpt í hjartanu hefurðu tilfinningu fyrir náttúrunni. Þú er hins vegar búinn að mála þig út í horn í netheimum sem "anti-náttúruverndasinna" og það getur verið sársaukafullt að kyngja stoltinu og ganga inn í birtuna. ( hehe nú er ég farinn að hljóma eins og nafni í Krossinum)
Megi mátturinn vera með þér.
Kv.
PS. Þú segir "Og úr því verður virkjað þarna á annað borð, þá reynum við að gera gott úr þessu" ekki víst að af virkjun verði ef þú hefur kjark til þess að senda athugasemd vegna breytingar á aðalskipulagi sveitafélagsins Ölfus vegna Bitruvirkjunar til Sveitarfélagsins Ölfuss
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:11
Þið skemmtið ykkur, nafnarnir... það er gott.
En Gunnar Th... haltu endilega áfram að setja inn svona athugasemdir hjá mér. Þær afhjúpa vanþekkingu þína og rökþrot og gera því ekkert annað en afla málstað mínum velvildar. Þú ert meira að segja farinn að tengja málið við lífsviðurværi mitt (sem er þýðingar - leiðsögnin er algjör aukageta) og kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Og það er augljóst að þú lest hvorki pistlana mína né innlegg mín (og annarra) í athugasemdakerfinu þar sem ég legg mig í líma við að svara þér eins málefnalega og unnt er miðað við efni og aðstæður sem þú býður upp á með þínum innleggjum. Ég sé nú að það er sóun á tíma og orku að svara þér og reyna að fá þig upp á málefnalegt plan. Kannski þess vegna eru sumir aðrir bloggarar hættir að svara þér á síðum þar sem þú böðlast áfram og heggur mann og annan.
Svo þætti mér vænt um að þú svaraðir spurningum mínum á þínu eigin bloggi þar sem þú uppnefnir mig og gerir þitt besta til að niðurlægja mig. Ég er að tala um þessa færslu. Ég verð að játa að mér finnst mjög erfitt að eiga orðastað við svona rætið og illa innrætt fólk, þú fyrirgefur það vonandi.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 14:20
Á ég að fyrirgefa þér að þú kallir mig rætinn og illa innrættan?
.... nei ég held ekki.
Og svo talarðu um um rökþrot!
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 15:34
Og er það að böðlast um á bloggum annara ef ég er ekki sammála síðueigandanum í athugasemdarkerfum sem eru opin fyrir athugasemdum? Geturðu nafngreint þessa "suma" bloggara sem eru hættir að svara mér?
Er þessi málflutningur þinn röksemd inn í umræðuna? Ef svo er þá máttu eiga hana ein.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 15:39
Æææ, nú neyðist ég til að blanda mér aðeins í þetta, ég hef nefnilega tvívegis á stuttum tíma orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hjálpa "unga reyðarfjarðarbúanum" Gunnari Th. vekja á sér athygli, en hana fær hann að sögn af mjög svo skornum ksammti heima fyrir!En ég ætla nú ekki að æra óstöðugan með því að rifja það upp í smáatriðum, er viss um að Gunnari sjálfum þætti hins vegar mjög skemmtilegt að rifja það upp, nema hvað að garmurinn gerði með já dulítilli hjálp frá mér, afskaplega lítið úr sjálfum sér svo aðhlátursefni hefur orðið víða!Þó voru engin gamanmál á ferð, hin "mikla ritskoðunarbomba" á hendur einum "hrópandanum í eyðimörkinnigegn Múhameð", grín- eða ekki grínmyndir af spámanninum annars vegar, en hins vegar "Skömm" kennslukonu einnar fyrir austan, sem neitaði sem frægt er orði að dreifa auglýsingabæklingi um sumarbúðir kristnifélags.
Snilli sína í röksendarfærslum og sannfæringarkrafti sýndi akppinn þar svei mér þá bara enn betur en he´rna!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 19:25
Ekki skil ég hvaða erindi hann Magnús á hér inn með þessa athugasemd, en ef hann finnur eitt orð frá mér um skömm kennslukonu fyrir austan, fyrir að dreifa auglýsingabæklingi um sumarbúðir kristnifélags, þá skal ég ekki bara éta hattinn minn, heldur gerast yfirlýstur andstæðingur Bitruvirkjunnar.
HÉR er umræðan um kennslukonuna á Egilsstöðum
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 21:30
"ef hann finnur eitt orð frá mér um skömm kennslukonu fyrir austan, fyrir að dreifa auglýsingabæklingi um sumarbúðir kristnifélags, þá skal ég ekki bara éta hattinn minn, heldur gerast yfirlýstur andstæðingur Bitruvirkjunnar"
Ég fann það, ég fann það, athugasemd #66 þar sem téður Gunnar Th segir og vitnar í fyrirsögn pistilsins " Geri þessi orð að mínum" ergo Gunnar Th fullyrðir að kennslukonan eigi að skammast sín fyrir að neita að dreifa auglýsingarbæklingi.
Samkvæmt þessum mjög svo barnalega málflutningi sem ég bara stóðst ekki mátið að taka þátt í og bið vefsíðu eiganda innilega afsökunar á, þá er Gunnar TH nú opinberlega yfirlýstur andstæðingur Bitruvirkjunar
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:22
Ég tek nú til ritils hérna, & vona & veit nú að hún Lára Hanna fyrirgefur mér það góðfúslega.
Nú þekki ég nú ekki til Gunnars Th. Gunnarsonar að einu eða neinu leiti, frekar en að ég þekki Gunnar Jónson þennann, & í besta falli þá kannast ég nú eitthvað við bloggvin minn Magnús Geir, sem að ég met mikils, af hans verðleikum.
En hreint yfir litið, sé ég nú ekki hvað umræða um allt annað mál, á allt annara bloggeríi, ætti að gagnast hérna, þeirri rökræðu framsegjanda á sinni síðu, um hennar hjartans mál, leggur nú eiginlega til málanna.
& ég er nú alveg á því að 'reyðferðíngurinn' sé nú ekkert sérlega apalegur hérna sem annarzztaðar í riti, & það er nú þónokkuð sagt, frá fyrrum 'ezzgara' ...
Steingrímur Helgason, 8.5.2008 kl. 00:32
Heh, takk Steingrímur, fallega sagt af þér.
Gunnar Jónsson, eitthvað hlýtur að vera að lesskilningi þínum. Lestu nú athugasemd #65 og svo #66 í framhaldinu á síðunni hans Saxa. Biddu svo vinkonu þína sem ræður hér yfir kommentakerfinu að fela þessa heimskulegu athugasemd þína, bara svona þín vegna.
Tek heilshugar undir orð Steingríms, "mengum" ekki umræðuna hér með alls óskyldu efni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 01:01
frábært framtak hjá þér !!!
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 06:11
Seiseisei, hefur nú ekki vinur minn Steingrímur hauganesháðfugl líka tekið til máls hérna og það með slíkum snilldarbrag, að rökfasti reyðarfjarðarbúinn hefur fyllst fölsku sjálfsöryggi um að þar hafi hann nú heldur betur eignast hauk í horni! Og það er nú bara hið besta mál, falskt öryggi kannski betra en ekkert og það jafnvel þótt veitt sé af FYRRVERANDI öryggisfyrirtækisstarfsmanni!
En elsku karlinn minn Steingrímur, sjáðu til, ég var alls ekkert að reyna að leggja Láru lið eða gera neitt sérstakt henni til aðstoðar, sem hún þarfnast ekkert heldur frá mér, heldur þvert á móti var ég að HJÁLPA Reyðarfjarðarbúanum að HJÁLPA SÉR SJÁLFUR! Heima fyrir taka svo fáir eftir því að hann sé til, að hann hamast við að fá athyglina annars staðar.
Og ekki olli hann mér "vonbriðgum" með viðbrögðunum, ónei, gerði nákvæmlega það sem ég ætlaðist til!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.5.2008 kl. 18:00
Lára þú átt alveg skilið klapp á bakið fyrir þessa baráttu.Mjög fallegt landsvæði sem yrði útrýmt og yrði mikil eftirsjá að þessu svæði.
Landi, 9.5.2008 kl. 10:05
Þú hefur staðið þig frábærilega! Ég sendi inn athugasemd fyrir nokkuð löngu síðan eftir hvatningu frá þér. Haltu áfram baráttunni!
Skarphéðinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.